Categories
Greinar

Loftbrú

Mark­mið verk­efn­is­ins er að efla inn­an­lands­flug og stuðla að betri teng­ingu lands­ins með upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna. Á lands­byggðinni er oft skort­ur á aðgengi að mik­il­vægri þjón­ustu, en þeir sem bú­sett­ir eru langt utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þurfa oft að ferðast lang­an veg til að nýta sér þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu sem er jafn­vel bara í boði þar. Með Loft­brú er verið að tryggja greiðara aðgengi íbúa á lands­byggðinni að þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þess­ar aðgerðir stuðla að því að þeir sem búa langt frá höfuðborg­ar­svæðinu sitji ekki á hak­an­um vegna bú­setu sinn­ar. Einnig er vert að nefna að nýta megi þessa af­slætti í þeim til­gangi að sækja menn­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu og til að heim­sækja ætt­ingja og vini sem bú­sett­ir eru þar.

Deila grein

12/09/2020

Loftbrú

Þann 9. sept­em­ber sl. kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hina skosku leið, sem hef­ur fengið nafnið Loft­brú hér á landi. Að láta skosku leiðina verða að veru­leika var eitt stærsta kosn­ing­ar­loforð Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir þetta kjör­tíma­bil. Skoska leiðin er hluti af stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fór inn í sam­göngu­áætlun við gerð henn­ar. Málið var síðan samþykkt á Alþingi og er nú orðið að veru­leika. Það er mikið fagnaðarefni að okk­ur hafi tek­ist að upp­fylla þetta lof­orð að fullu, en Fram­sókn hef­ur þurft að hoppa yfir ýms­ar hindr­an­ir til að ná þessu bar­áttu­máli í gegn.

Loft­brú ger­ir inn­an­lands­flugið að enn fýsi­legri kosti fyr­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar, þ.e. fyr­ir fólk sem býr á bil­inu 200-300 km akst­urs­fjar­lægð frá höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta á líka við íbúa Vest­manna­eyja. Þeir sem geta nýtt sér Loft­brúna fá 40% af­slátt af heild­arfar­gjaldi inn­an­lands­flugs fyr­ir allt að 6 flug­leggi á ári til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Alls ná af­slátt­ar­kjör­in til rúm­lega 60 þúsund íbúa lands­byggðar­inn­ar.

Gert er ráð fyr­ir und­an­tekn­ing­um fyr­ir skil­yrði um bú­setu á lands­byggðinni. Þær und­an­tekn­ing­ar gilda fyr­ir fram­halds­skóla­nema af lands­byggðinni sem fært hef­ur fært lög­heim­ili sitt tíma­bundið á höfuðborg­ar­svæðið vegna náms og börn sem eru með lög­heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu en eiga for­eldra eða for­ráðamenn sem hafa bú­setu á lands­byggðinni. Unnið er að út­færslu á þess­um und­anþágum.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að efla inn­an­lands­flug og stuðla að betri teng­ingu lands­ins með upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna. Á lands­byggðinni er oft skort­ur á aðgengi að mik­il­vægri þjón­ustu, en þeir sem bú­sett­ir eru langt utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þurfa oft að ferðast lang­an veg til að nýta sér þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu sem er jafn­vel bara í boði þar. Með Loft­brú er verið að tryggja greiðara aðgengi íbúa á lands­byggðinni að þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þess­ar aðgerðir stuðla að því að þeir sem búa langt frá höfuðborg­ar­svæðinu sitji ekki á hak­an­um vegna bú­setu sinn­ar. Einnig er vert að nefna að nýta megi þessa af­slætti í þeim til­gangi að sækja menn­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu og til að heim­sækja ætt­ingja og vini sem bú­sett­ir eru þar.

Þarna er verið að auka aðgengi að þjón­ustu sem ekki er til staðar í heima­byggð, t.a.m. kon­ur sem eru að fara í són­ar­skoðun og það hafa ekki all­ir aðgengi að tann­læknaþjón­ustu í heima­byggð svo fátt eitt sé nefnt. Síðan verður leiðin styttri í leik­hús okk­ar þjóðar­inn­ar því höfuðborg­in er okk­ar allra, hér er því verið að stuðla að frek­ara jafn­rétti fólks, óháð bú­setu, og mik­il­vægt byggðar­mál.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2020.