Categories
Greinar

Menntun leiðir okkur áfram á óvissutímum

Stærsta áskor­un­in er að skapa at­vinnu og er ég sann­færð um að um leið og við náum utan um kór­ónu­veiruna, þá verður mik­ill viðsnún­ing­ur og hann verður einna kröft­ug­ast­ur hér á Íslandi. Af hverju? Vegna þess að við höf­um myndað efna­hags­lega loft­brú í far­aldr­in­um og notað krafta hins op­in­bera til að ná utan um sam­fé­lagið okk­ar. Hug­rekki hef­ur stýrt för í aðgerðum stjórn­valda og vil ég þakka fjár­laga­nefnd kær­lega fyr­ir vel unn­in störf og sér­stak­lega for­manni fjár­laga­nefnd­ar, Will­um Þór Þórs­syni, fyr­ir ein­staka for­ystu. Við höf­um gert það sem þarf og höld­um áfram.

Deila grein

21/12/2020

Menntun leiðir okkur áfram á óvissutímum

Alþingi samþykkti fjár­lög fyr­ir árið 2021 og eitt af ein­kenn­um þeirra er mik­ill stuðning­ur við mennt­un og menn­ingu. Rík­is­stjórn Íslands hef­ur tekið ákvörðun um að styðja við grunn­kerfi þess og fjár­festa í mannauðinum. Það eru for­rétt­indi fyr­ir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er kom­in í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Framúrsk­ar­andi mennt­un er ein meg­in­for­senda þess að Ísland verði sam­keppn­is­hæft í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Verðmæta­sköp­un næstu ára­tuga mun í aukn­um mæli byggj­ast á hæfni, hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un.

Fram­halds­skóla­stigið hækk­ar um 9%

Mennt­un og auk­in hæfni er und­ir­staða sjálf­bærni, fram­fara og auk­inna lífs­gæða. Mik­il aðsókn var í nám í haust og ákvað rík­is­stjórn­in að fram­halds­skól­um og há­skól­um yrði tryggt nægt fjár­magn til að mæta eft­ir­spurn­inni. Það hef­ur tek­ist með nýj­um fjár­lög­um. Fjár­veit­ing­ar til fram­halds­skól­anna aukast um 9% milli ára og verða 40,4 millj­arðar kr. Um helg­ina eru fjöl­marg­ir fram­halds­skól­ar að út­skrifa nem­end­ur sína, vissu­lega með breyttu sniði vegna tak­mark­ana. Við út­skrift­ar­nem­end­ur vil ég því segja til hjart­ans ham­ingju!

Há­skóla­stigið hækk­ar um 14%

Fjár­laga­frum­varpið í ár sýn­ir glögg­lega mik­il­vægi mennta­kerf­is­ins og hvernig er for­gangsraðað í þágu þessa. Um 40% af fjár­veit­ing­um ráðuneyt­is­ins renna til há­skóla­starf­semi, sem er stærsti ein­staki mála­flokk­ur ráðuneyt­is­ins. Fram­lög til há­skóla- og rann­sókn­a­starf­semi aukast um 14% milli ára, þar sem bæði er um að ræða auk­inn bein­an stuðning við skóla­starfið og fjár­veit­ing­ar til ein­stakra verk­efna. Eitt af fyr­ir­heit­um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var að fram­lög til há­skóla­stigs­ins næðu meðaltali ríkja Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar. Það hef­ur tek­ist og er það fagnaðarefni.

Fjár­lög marka tíma­mót

Þetta frum­varp til fjár­laga fyr­ir árið 2021 mark­ar tíma­mót í sögu lands­ins og ein­kenn­ist af miklu hug­rekki og fram­sýni. Mark­mið frum­varps­ins er skýrt: Að gera það sem þarf til að koma Íslandi út úr kór­ónu­veirunni. Við erum að ná utan um fólkið okk­ar, heil­brigðis- og mennta­kerfi. Við ætl­um að koma Íslandi í gegn­um þetta og ljóst að nokkr­ar lyk­ilþjóðhags­stærðir eins og sam­neysla, einka­neysla og fjár­fest­ing líta nokkuð vel út.

Stærsta áskor­un­in er að skapa at­vinnu og er ég sann­færð um að um leið og við náum utan um kór­ónu­veiruna, þá verður mik­ill viðsnún­ing­ur og hann verður einna kröft­ug­ast­ur hér á Íslandi. Af hverju? Vegna þess að við höf­um myndað efna­hags­lega loft­brú í far­aldr­in­um og notað krafta hins op­in­bera til að ná utan um sam­fé­lagið okk­ar. Hug­rekki hef­ur stýrt för í aðgerðum stjórn­valda og vil ég þakka fjár­laga­nefnd kær­lega fyr­ir vel unn­in störf og sér­stak­lega for­manni fjár­laga­nefnd­ar, Will­um Þór Þórs­syni, fyr­ir ein­staka for­ystu. Við höf­um gert það sem þarf og höld­um áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.