Categories
Uncategorized

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Í októ­ber 1990 fór sendi­nefnd Norður­landaráðs und­ir for­ystu Páls, þáver­andi for­seta ráðsins, til Moskvu og síðan til höfuðborga Eystra­saltsland­anna. Þetta var tæpu ári áður en yf­ir­völd í Sov­ét­ríkj­un­um viður­kenndu sjálf­stæði ríkj­anna. Ferðin vakti mikla at­hygli og fjöl­menn­ur hóp­ur nor­rænna blaðamanna fylgdi þing­mönn­un­um. Mark­mið henn­ar var að kanna hvernig haga mætti sam­starfi Norður­landa við Sov­ét­rík­in og Eystra­saltslönd­in. Niðurstaðan var sú að heppi­leg­ast væri að koma á sam­vinnu á sviði um­hverf­is-, lýðheilsu-, mennta- og fjar­skipta­mála. Jafn­framt var rætt um að fræða Eystra­saltslönd­in um störf og hlut­verk þinga í lýðræðis­ríkj­um, en af skilj­an­leg­um ástæðum skorti nokkuð upp á þekk­ingu þeirra á þessu sviði. Sendi­nefnd­in fundaði með nýj­um leiðtog­um Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­en. „Okk­ar er­indi var fyrst og fremst að ræða um­hverf­is­mál, efna­hags- og menn­ing­ar­mál og koma á sam­bandi,“ sagði Páll í viðtali við Tím­ann eft­ir heim­sókn­ina. „Við gát­um ekki bannað þeim að tala um póli­tík eða um viðhorf sitt til henn­ar, sem þeir gerðu óspart.“

Deila grein

21/12/2020

„Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar baráttu“

Páll Pét­urs­son, fyrr­ver­andi ráðherra og þingmaður, lést 23. nóv­em­ber síðastliðinn á Land­spít­al­an­um. Páll var í tvígang for­seti Norður­landaráðs, í seinna skiptið árið 1990 þegar starf­semi Norður­landaráðs markaðist mjög af sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­saltsland­anna. Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar í sjálf­stæðis­bar­áttu ríkj­anna, enda um flókið mál að ræða, en segja má að Páll hafi sett spor. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu nýtt upp­haf í starfi ráðsins.

Mikl­ar umræður urðu í for­sæt­is­nefnd ráðsins og á Norður­landaráðsþingi sem fram fór í Reykja­vík snemma árs 1990 um það hvernig Norður­landaráð gæti best sýnt Lett­um, Lit­há­um og Eist­lend­ing­um stuðning. Sum­ir vildu fara var­lega í sak­irn­ar til að styggja ekki um of sov­ésk yf­ir­völd og þar með knýja fram harka­leg viðbrögð sem gætu komið niður á Eystra­saltslönd­un­um. Aðrir voru mun rót­tæk­ari, vildu bjóða Sov­ét­mönn­um birg­inn og sýna Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en sam­stöðu og stuðning með skýr­um hætti. Þannig lagði einn þingmaður danska Fram­fara­flokks­ins til árið 1989 að þeim yrði strax boðin aðild að Norður­landaráði.

Rætt um um­hverf­is-, efna­hags- og menn­ing­ar­mál

Í októ­ber 1990 fór sendi­nefnd Norður­landaráðs und­ir for­ystu Páls, þáver­andi for­seta ráðsins, til Moskvu og síðan til höfuðborga Eystra­saltsland­anna. Þetta var tæpu ári áður en yf­ir­völd í Sov­ét­ríkj­un­um viður­kenndu sjálf­stæði ríkj­anna. Ferðin vakti mikla at­hygli og fjöl­menn­ur hóp­ur nor­rænna blaðamanna fylgdi þing­mönn­un­um. Mark­mið henn­ar var að kanna hvernig haga mætti sam­starfi Norður­landa við Sov­ét­rík­in og Eystra­saltslönd­in. Niðurstaðan var sú að heppi­leg­ast væri að koma á sam­vinnu á sviði um­hverf­is-, lýðheilsu-, mennta- og fjar­skipta­mála. Jafn­framt var rætt um að fræða Eystra­saltslönd­in um störf og hlut­verk þinga í lýðræðis­ríkj­um, en af skilj­an­leg­um ástæðum skorti nokkuð upp á þekk­ingu þeirra á þessu sviði. Sendi­nefnd­in fundaði með nýj­um leiðtog­um Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­en. „Okk­ar er­indi var fyrst og fremst að ræða um­hverf­is­mál, efna­hags- og menn­ing­ar­mál og koma á sam­bandi,“ sagði Páll í viðtali við Tím­ann eft­ir heim­sókn­ina. „Við gát­um ekki bannað þeim að tala um póli­tík eða um viðhorf sitt til henn­ar, sem þeir gerðu óspart.“

Ræðan um sjálf­stæðis­bar­átt­una vakti lukku

Henrik Hagemann, þáver­andi rit­ari dönsku lands­deild­ar­inn­ar, fylgdi sendi­nefnd Norður­landaráðs á ferðalag­inu og skrifaði löngu síðar um hana í bók­inni „Nor­d­en sett ini­från“. Þar seg­ir meðal ann­ars frá því þegar þing­menn­irn­ir voru í kvöld­verði í Ríga í boði mátt­ar­stólpa komm­ún­ista­flokks­ins á staðnum. Páll þurfti að flytja þakk­arræðu fyr­ir hönd sendi­nefnd­ar­inn­ar. „Han var en stor rund bondemand fra Nord­is­land, og bens­indig­heden selv,“ sagði Hagemann um for­seta Norður­landaráðs, „men den dag var han godt nervøs.“ Páll þurfti að koma á fram­færi já­kvæðum skila­boðum um sjálf­stæðis­bar­áttu land­anna en jafn­framt þurfti hann að forðast að móðga menn og valda ágrein­ingi. Hagemann bauðst til að skrifa fyr­ir hann ræðupunkta en Páll hafnaði því. Hann endaði á því að halda ræðu um sjálf­stæðis­bar­áttu Íslend­inga gegn Dön­um. Þetta vakti í fyrstu nokkra furðu hjá gest­gjöf­un­um og ef­laust líka nor­rænu þing­mönn­un­um, en brátt áttuðu menn sig á skila­boðunum: Það er hægt að öðlast frelsi án vopnaðrar bar­áttu og þeir sem tak­ast á geta síðar náð sátt­um og orðið góðir vin­ir. Ræðan vakti lukku.

Vandrötuð slóð

Af frétt­um og grein­um í blöðum frá þess­um tíma má ráða að Páll vildi fara hægt í sak­irn­ar: „Sjálf­stæðis­bar­átta Eystra­salts­ríkj­anna, sem ég hef per­sónu­lega afar mikla samúð með, ger­ist ekki á auga­bragði, það hlýt­ur að þurfa að vera þróun og samn­ings­atriði, en hér er um flókið mál að ræða. Á hinn bóg­inn hlýt­ur maður líka að hafa samúð með Gor­bat­sjov og hans mönn­um, sem telja það sitt hlut­verk að halda rík­inu sam­an, því ef ríkið leys­ist upp þá get­ur þetta einnig logað allt sam­an í ill­deil­um. Það er hægt að hugsa sér það, að ef Gor­bat­sjov sleppti öllu lausu, þá myndi her­inn taka málið í sín­ar hend­ur. Ég hef ekki trú á að það yrði und­ir stjórn komm­ún­ista, það gæti al­veg eins orðið ein­hverj­ir fas­ista­dólg­ar eft­ir suður­am­er­ískri fyr­ir­mynd. Til þess má maður ekki hugsa. Þannig að þetta er vandrötuð slóð,“ sagði Páll í of­an­greindu viðtali í Tím­an­um.

Áhrif Norður­landaráðs vöktu mikla at­hygli

Full­trú­um Eystra­salts­ríkj­anna var boðið á Norður­landaráðsþing 1991 og eft­ir það hófst náið og traust sam­starf Norður­landaráðs við þing­in í þess­um lönd­um og sam­tök þeirra, Eystra­saltsþingið, sem stofnað var að nor­rænni fyr­ir­mynd. Af­skipti Norður­landaráðs af mál­efn­um Eystra­saltsland­anna mörkuðu á ýms­an hátt nýtt upp­haf í starfi Norður­landaráðs sem lengi vel hafði farið mjög var­lega í að skipta sér af ut­an­rík­is­mál­um. Eft­ir að Gor­bat­sjov tók við völd­um í Sov­ét­ríkj­un­um árið 1985 og spenna í sam­skipt­um aust­urs og vest­urs minnkaði var orðið auðveld­ara fyr­ir Norður­lönd og Norður­landaráð að beita sér í sam­ein­ingu, ekki síst var staða Finn­lands orðin mun frjáls­ari en áður. Lík­lega má segja að áhrif Norður­landaráðs á alþjóðavett­vangi hafi aldrei orðið meiri en ein­mitt á þess­um árum í sam­skipt­un­um við Eystra­saltslönd­in og Sov­ét­rík­in og um­mæli og at­hafn­ir þing­mann­anna vöktu mikla at­hygli.

Ýmis af þeim úr­lausn­ar­efn­um sem Norður­landaráð og Norður­lönd stóðu frammi fyr­ir í tengsl­um við sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna eiga sér ef­laust hliðstæður í þeirri stöðu sem lönd­in eru nú í gagn­vart Hvíta-Rússlandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.