Categories
Greinar

Ný vallarsýn í þágu myndlistar

Deila grein

15/05/2023

Ný vallarsýn í þágu myndlistar

Mik­il­vægt skref fyr­ir menn­ingu og skap­andi grein­ar var tekið í vik­unni á Alþingi Íslend­inga er þing­menn samþykktu til­lögu mína til þings­álykt­un­ar um mynd­list­ar­stefnu til árs­ins 2023. Stefn­an hef­ur verið lengi í far­vatn­inu og því sér­lega já­kvætt að hún sé kom­in í höfn.

Mynd­list­ar­stefn­unni er ætlað að efla mynd­list­ar­menn­ingu lands­ins ásamt því að stuðla að auk­inni þekk­ingu og áhuga al­menn­ings á mynd­list. Í henni birt­ist framtíðar­sýn mynd­list­ar­um­hverf­is­ins til árs­ins 2030 með meg­in­mark­miðum um að á Íslandi ríki kraft­mik­il og and­rík mynd­list­ar­menn­ing, stuðnings­kerfi mynd­list­ar á Íslandi verði ein­falt og skil­virkt og að ís­lensk mynd­list verði sýni­leg og vax­andi at­vinnu­grein. Er einnig fjallað sér­stak­lega um að ís­lensk mynd­list skipi alþjóðleg­an sess.

Hvert og eitt þess­ara mark­miða skal stuðla að um­bót­um og já­kvæðum breyt­ing­um svo framtíðar­sýn stefn­unn­ar geti orðið að veru­leika.

Stefn­unni fylg­ir aðgerðaáætl­un í 16 liðum, en aðgerðirn­ar verða end­ur­skoðaðar ár­lega í tengsl­um við gerð fjár­mála­áætl­un­ar og fjár­laga til að greiða götu nýrra verk­efna og efla mynd­list­ar­starf­semi hér á landi enn frek­ar næsta ára­tug. Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti mun fylgj­ast með fram­vindu aðgerða og birta upp­lýs­ing­ar þar að lút­andi með reglu­bundn­um hætti. Má þar til dæm­is nefna aukið aðgengi að Lista­safni Íslands, átaks­verk­efni í kynn­ingu mynd­list­ar gagn­vart al­menn­ingi, stofn­un Mynd­list­armiðstöðvar sem taki við hlut­verki Kynn­ing­armiðstöðvar ís­lenskr­ar mynd­list­ar og fái víðtæk­ara hlut­verk, end­ur­skoðun á skattaum­hverfi mynd­list­ar og áfram verði unnið að krafti að alþjóðlegu sam­starfi á sviði mynd­list­ar.

Mynd­list­ar­líf á Íslandi er í mikl­um blóma og fram und­an er til­efni til að beina sjón­um að frek­ari tæki­fær­um til vaxt­ar. Ný mynd­list­ar­stefna til árs­ins 2030 er leiðarljósið á þeirri veg­ferð. Sköp­un ís­lenskra lista­manna hef­ur um lang­an tíma fangað at­hygli fólks hér á landi sem og er­lend­is. Árang­ur­inn birt­ist í fleiri tæki­fær­um ís­lenskra lista­manna til þátt­töku í kraft­mik­illi safn­a­starf­semi og vönduðum sýn­ing­um um allt land. Einnig end­ur­spegl­ast ár­ang­ur­inn í þátt­töku á virt­um alþjóðleg­um viðburðum og sýn­ing­um. Eft­ir­spurn eft­ir kaup­um á ís­lensk­um lista­verk­um er um­tals­verð. Sí­fellt fleiri lista­verk spretta úr ís­lensk­um veru­leika eða af sköp­un ís­lenskra lista­manna og fanga at­hygli fólks hér á landi og er­lend­is.

Ég vil óska mynd­list­ar­sam­fé­lag­inu á Íslandi til ham­ingju með þenn­an áfanga og vil þakka þeim öfl­uga hópi fólks sem kom að gerð stefn­unn­ar fyr­ir vel unn­in störf. Ég er staðráðin í því að halda áfram að vinna með hagaðilum að því að tryggja und­ir­stöður menn­ing­ar og skap­andi greina þannig að þær skapi auk­in lífs­gæði og verðmæti fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag til framtíðar – ný sókn í þágu mynd­list­ar­inn­ar er hluti af því verk­efni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. maí 2023.