Categories
Greinar

Réttlátur stuðningur við námsmenn

Deila grein

11/11/2019

Réttlátur stuðningur við námsmenn

Nýtt frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn. Það mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og skuld­astaða þeirra að námi loknu mun síður ráðast af fjöl­skylduaðstæðum, þar sem for­eldr­ar í námi fá fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börn­um sín­um. Þá er inn­byggður í kerfið mik­ill hvati til bættr­ar náms­fram­vindu, með 30% niður­færslu á höfuðstól og verðbót­um ef námi er lokið inn­an til­tek­ins tíma. Það stuðlar að betri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni skil­virkni og þjóðhags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir sam­fé­lagið. Enn­frem­ur munu náms­menn njóta bestu láns­kjara rík­is­sjóðs Íslands hjá Mennta­sjóði náms­manna og námsaðstoðin, lán og styrk­ir, verður und­anþegin lög­um um staðgreiðslu op­in­berra gjalda.

Með frum­varpi um Mennta­sjóð náms­manna er brugðist við þeim um­fangs­miklu breyt­ing­um sem orðið hafa á ís­lensku mennta­kerfi, náms­um­hverfi og sam­fé­lag­inu öllu. Nýtt kerfi miðar að því að jafna stuðning og dreif­ingu styrkja rík­is­ins til náms­manna sem taka náms­lán, með fé­lags­leg­um stuðnings­sjóði. Sér­stak­lega verður hugað að hóp­um sem reynst hef­ur erfiðara að sækja nám s.s. ein­stæðum for­eldr­um, fjöl­skyldu­fólki og náms­mönn­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Með þess­ari kerf­is­breyt­ingu vilj­um við auka gagn­sæi, fyr­ir­sjá­an­leika og skipta gæðum með jafn­ari og rétt­lát­ari hætti milli náms­manna.

Þá er leit­ast við að bæta þjón­ustu við náms­menn í nýju kerfi með því að heim­ilt verður að greiða út náms­lán mánaðarlega, lánþegar geta þar valið við náms­lok hvort þeir end­ur­greiði lán sín með verðtryggðum eða óverðtryggðum skulda­bréf­um og valið að end­ur­greiða náms­lán með tekju­tengd­um af­borg­un­um séu náms­lok lánþega áður eða á því ári er þeir ná 35 ára aldri.

Mennt­un er lyk­ill­inn að framtíðinni. Á okk­ur hvíl­ir sú skylda að horfa fram á við, setja metnaðarfull mark­mið og tryggja að námsstuðning­ur hins op­in­bera stuðli að jafn­rétti til náms. Ég trúi því að með frum­varpi um Mennta­sjóð náms­manna sé stigið mikið fram­fara­skref, sem eigi eft­ir að nýt­ast náms­mönn­um vel, at­vinnu­líf­inu og sam­fé­lag­inu öllu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. nóvember 2019.