Categories
Greinar

Styrkjum stöðu aldraðra og drögum úr einmanaleika

Und­an­farið höf­um við í fé­lags­málaráðuneyt­inu styrkt fjöl­mörg verk­efni sem miðast að því að vinna gegn fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika aldraðra. Ein­mana­leiki og fé­lags­leg ein­angr­un er al­geng hjá öldruðum og er styrkj­un­um ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþætt­ar aðgerðir til að draga úr fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika þessa hóps. Aðgerðunum er bæði ætlað að bregðast við þeim áhrif­um sem Covid-19-far­ald­ur­inn hef­ur haft á hóp­inn en einnig að styrkja stöðu aldraðra og draga úr ein­mana­leika til lengri tíma.

Deila grein

16/10/2020

Styrkjum stöðu aldraðra og drögum úr einmanaleika

Frá upp­hafi Covid-19-far­ald­urs­ins hef ég og starfs­fólk fé­lags­málaráðuneyt­is­ins lagt áherslu á að styðja við ýmsa viðkvæma hópa, en það eru þeir hóp­ar sem verða fyr­ir hvað mest­um áhrif­um af far­aldr­in­um. Það er al­veg ljóst í mín­um huga að við verðum að hafa þessa hópa áfram í for­gangi og við vilj­um alls ekki að þeir þurfi aft­ur að loka sig af til lengri tíma með til­heyr­andi áhrif­um á and­lega líðan.

Und­an­farið höf­um við í fé­lags­málaráðuneyt­inu styrkt fjöl­mörg verk­efni sem miðast að því að vinna gegn fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika aldraðra. Ein­mana­leiki og fé­lags­leg ein­angr­un er al­geng hjá öldruðum og er styrkj­un­um ætlað að bregðast við þeirri stöðu og styðja við fjölþætt­ar aðgerðir til að draga úr fé­lags­legri ein­angr­un og ein­mana­leika þessa hóps. Aðgerðunum er bæði ætlað að bregðast við þeim áhrif­um sem Covid-19-far­ald­ur­inn hef­ur haft á hóp­inn en einnig að styrkja stöðu aldraðra og draga úr ein­mana­leika til lengri tíma.

Meðal verk­efna sem við höf­um stutt má nefna styrki til sveit­ar­fé­laga lands­ins til að efla fé­lags­starf full­orðinna í sum­ar vegna Covid-19. Rík­is­stjórn­in ákvað að verja um 75 millj­ón­um króna í átaks­verk­efni til að efla fé­lags­starf full­orðinna í sum­ar en marg­ir aldraðir hafa upp­lifað mikla fé­lags­lega ein­angr­un í far­aldr­in­um. Það er mik­il­vægt að sporna gegn því með því að bjóða upp á frí­stundaiðkun, geðrækt og hreyf­ingu meðal ann­ars og hvatti ég sveit­ar­fé­lög­in sér­stak­lega til að efla fé­lags­starf full­orðinna enn frek­ar í sum­ar.

Rauði kross­inn á Íslandi hlaut styrk til að efla hjálp­arsím­ann og net­spjall 1717, en þau gegna mik­il­vægu hlut­verki við að veita virka hlust­un og ráðgjöf um sam­fé­lags­leg úrræði til fólks á öll­um aldri sem þarf á stuðningi að halda og sér­stak­lega á tím­um sem þess­um. Alzheimer­sam­tök­in hlutu styrk til þess að geta brugðist við auknu álagi í þjón­ustu sam­tak­anna við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um vegna Covid-19. Sam­tök­in fengu einnig styrk vegna verk­efn­is­ins Styðjandi sam­fé­lag, þar sem mark­miðið er að gera fólki með heila­bil­un kleift að lifa í sam­fé­lagi sem skil­ur aðstæður þess, mæt­ir því af virðingu og aðstoðar eft­ir þörf­um.

Þá hlaut Lands­sam­band eldri borg­ara fjár­fram­lag sem ann­ars veg­ar er ætlað að styrkja sam­tök­in í því að bregðast við auknu álagi í þjón­ustu við viðkvæma hópa sem far­ald­ur­inn hef­ur haft áhrif á og berj­ast gegn ein­mana­leika og ein­angr­un eldri borg­ara. Hins veg­ar fengu sam­tök­in styrk í tengsl­um við gerð upp­lýs­ingasíðu fyr­ir eldri borg­ara. Verk­efnið Ald­ur er bara tala hlaut styrk, en það miðar að því að opna upp­lýs­inga­veitu á vefn­um þar sem stefnt er að því að ná til fólks sem er eldra en 60 ára auk starfs­fólks í öldrun­arþjón­ustu. Er vef­ur­inn liður í því að inn­leiða vel­ferðar­tækni bet­ur inn í þjón­ustu við elstu ald­urs­hóp­ana.

Aldraðir og aðrir viðkvæm­ir hóp­ar upp­lifa marg­ir hverj­ir mikla fé­lags­lega ein­angr­un og Covid-19-far­ald­ur­inn hef­ur aukið fé­lags­lega ein­angr­un þess­ara hópa. Það er því gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag að styðja við fjöl­breytt­ar aðgerðir til þess að vega á móti ein­mana­leika og fé­lags­legri ein­angr­un og það er ánægju­legt að fá að styðja við bakið á fjöl­mörg­um góðum verk­efn­um sem gera ná­kvæm­lega það. Þær ákv­arðanir sem við tök­um til að bregðast við far­aldr­in­um verða alltaf að miðast að því að vernda viðkvæma hópa í sam­fé­lag­inu. Annað er ekki í boði að mínu mati.

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. október 2020.