Categories
Greinar

Tekjur sveitarfélaga af gjaldtöku fiskeldis

Deila grein

30/03/2021

Tekjur sveitarfélaga af gjaldtöku fiskeldis

Fisk­eldi er ný­leg at­vinnu­grein hér á landi sem hef­ur byggst upp á und­an­förn­um ára­tug. Ef fram­leiðsla í fisk­eldi fer í það magn sem burðarþols­getu svæða er af­markað er talið að út­flutn­ings­verðmæti fisk­eld­is geti verið nær 65 millj­örðum kr. Fjár­fest­ing upp á tugi millj­arða króna ligg­ur í grein­inni og frek­ari fjár­fest­ing bíður eft­ir frek­ari leyf­um til rekstr­ar. Mun­ar þar mest um út­flutn­ing á eld­islaxi en út­flutn­ings­verðmæti hans jókst um 29% á milli ára og fór vægi hans í 70% út­flutn­ings­verðmæt­is eldisaf­urða á ár­inu. Nú er svo komið að út­flutn­ing­ur á eld­islaxi skil­ar næst­mest­um verðmæt­um allra fisk­teg­unda sem flutt­ar eru frá Íslandi. Þessi grein hef­ur farið hratt vax­andi á und­an­förn­um ára­tug og má eiga von á að at­vinnu­grein­in skili tug­millj­arða króna verðmæt­um í þjóðarbúið. Svo að allt gangi upp þá þurfa innviðir að vera fyr­ir hendi sem og viðhald á þeim. Þannig má tryggja vöxt grein­ar­inn­ar og sem mest­an ávinn­ing af henni.

Vaxt­ar­verk­ir og innviðaupp­bygg­ing

Á vor­dög­um 2019 voru samþykkt lög um töku gjalds vegna fisk­eld­is í sjó og fisk­eld­is­sjóð. Þar er gert ráð fyr­ir að þriðjung­ur tekna af gjald­töku af fisk­eldi renni á kom­andi árum í fisk­eld­is­sjóð sem sveit­ar­fé­lög geta sótt í til innviðaupp­bygg­ing­ar. Það dug­ar þó skammt fyr­ir þeirri innviðaupp­bygg­ingu sem sveit­ar­fé­lög þurfa að ráðast í svo að koma megi til móts við vax­andi þörf vegna auk­inna um­svifa fisk­eld­is. Lít­il vissa er hjá sveit­ar­fé­lög­um um hve mik­illa tekna er að vænta þar sem sveit­ar­fé­lög­in sækja um hvert fyr­ir sig í sjóðinn og örðugt er að áætla tekj­ur fram í tím­ann.

Sveit­ar­fé­lög­in njóta þess mikla drif­krafts sem fisk­eldið hef­ur í för með sér. Íbúum fjölg­ar, at­vinnu­tæki­færi verða fjöl­breytt­ari og ald­ur­spíra­míd­inn breyt­ist, því að hlut­falls­leg fjölg­un yngra fólks hef­ur orðið í um­rædd­um sveit­ar­fé­lög­um. Þessu fylgja auk­in verk­efni og áskor­an­ir til sveit­ar­fé­laga svo um mun­ar. Sum sam­fé­lög þar sem íbú­um hafði fækkað tak­ast nú á við vaxt­ar­verki í um­fangs­mik­illi og kostnaðarsamri innviðaupp­bygg­ingu.

Heild­ar­grein­ing af gjald­töku

Und­ir­rituð hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem snýr að því að yf­ir­fara laga- og reglu­gerðaum­hverfi gjald­tök­unn­ar í heild og sér­stak­lega það sem snýr að sveit­ar­fé­lög­um þar sem sjókvía­eldi er stundað og skýra heim­ild­ir sveit­ar­fé­laga til gjald­töku. Til­lag­an snýr ekki að auk­inni gjald­töku held­ur þarf að tryggja að tekj­ur af slíkri gjald­töku standi und­ir nauðsyn­leg­um verk­efn­um þeirra sveit­ar­fé­laga sem standa næst eld­inu ásamt því að tryggð sé sjálf­bærni þeirra hafna og sam­fé­laga þar sem þessi at­vinnu­starf­semi er stunduð. Til­lag­an geng­ur út á að Alþingi álykt­ar að fela sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að skipa starfs­hóp til þess að yf­ir­fara laga- og reglu­gerðaum­hverfi sjókvía­eld­is með hliðsjón af gjald­töku af fisk­eldi. Til­lag­an fel­ur einnig í sér end­ur­skoðun á heild­ar­grein­ingu á gjald­töku rík­is og sveit­ar­fé­laga af fisk­eldi og til­lög­ur að laga­breyt­ingu sem skýra heim­ild­ir til töku gjalda til að standa und­ir nauðsyn­legri þjón­ustu rík­is og sveit­ar­fé­laga af sjókvía­eldi. Alþingi verði kynnt skýrsla eigi síðar en í lok árs 2021.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2021.