Categories
Greinar

Þetta er hægt!

Deila grein

31/10/2022

Þetta er hægt!

Kæri les­andi.

Fyrr í þess­ari viku greindi ég frá því á fundi á Ak­ur­eyri að Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un myndi aug­lýsa fimm stöður sér­fræðinga á bruna­bóta­sviði sem staðsett er á Ak­ur­eyri. Fyr­ir eru 16 starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar í höfuðstað Norður­lands. Þetta er því stórt skref fyr­ir einn vinnustað og ein­stak­lega ánægju­legt að auka við flóru sér­fræðistarfa á Ak­ur­eyri. For­sag­an er sú að síðastliðið sum­ar voru verk­efni tengd fast­eigna­skrá flutt frá Þjóðskrá til HMS. Var það gert til að auka yf­ir­sýn á hús­næðismarkaðinn en það hef­ur ekki farið fram hjá nein­um að eitt stærsta hags­muna­mál lands­manna er að ná jafn­vægi á hon­um.

Það er einnig gam­an að geta sagt frá því að for­svars­fólk HMS tel­ur að með yf­ir­færsl­unni á fast­eigna­skrá og þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu sem hófst í kjöl­farið sé hægt að gera ráð fyr­ir 300 millj­óna króna hagræðingu sem ráðstafað verður í end­ur­nýj­un grunn­kerfa fast­eigna­skrár og þannig stutt við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aukna sta­f­ræna þjón­ustu og raun­tíma­upp­lýs­ing­ar um hús­næðismarkaðinn.

HMS sinn­ir fjöl­mörg­um verk­efn­um. Starf­sem­inni er skipt upp í 16 mál­efna­svið sem síðan er skipt upp í teymi með skil­greinda viðskipta­vini, hlut­verk og mæli­kv­arða. Þetta fyr­ir­komu­lag, teym­is­vinn­an, ger­ir HMS kleift að flytja teymi milli starfs­stöðva. Reynsl­an af þess­ari „dreifðu“ stofn­un er góð en HMS er með starfs­stöðvar í Reykja­vík, Borg­ar­nesi, Sauðár­króki og á Ak­ur­eyri. Og nú er verið að bæta í starf­sem­ina á Ak­ur­eyri.

Grund­völl­ur byggða er at­vinna

Ég hef, frá því ég sett­ist fyrst í ráðherra­stól fyr­ir tæp­um tíu árum síðan, lagt mikla áherslu á byggðamál í störf­um mín­um. Það er mín ein­læga trú að mik­il­vægt sé að byggðir lands­ins séu sterk­ar og bjóði upp á fjöl­breytt tæki­færi fyr­ir íbúa. Grund­völl­ur byggða er at­vinna. Því er mik­il­vægt að störf rík­is­ins dreif­ist bet­ur um landið og því er mik­il­vægt að ríkið taki þátt í að skapa at­vinnu­tæki­færi um allt land. Það get­ur ríkið gert með stofn­un­um sín­um, eins og raun­in er með HMS, það get­ur ríkið gert með því að styðja við at­vinnu­upp­bygg­ingu og það get­ur ríkið gert með störf­um óháð staðsetn­ingu.

Stefn­an er skýr

Sú stefna, sem birt­ist í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, bæði varðandi störf óháð staðsetn­ingu og að sett verði mark­mið um hlut­fall op­in­berra starfa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, er mik­il­væg hvað varðar byggðaþróun á Íslandi. Þessi stefna stuðlar að auknu bú­setu­frelsi; það er að fólk hafi raun­veru­legt val um hvar það býr og starfar. Heims­far­ald­ur­inn hjálpaði óneit­an­lega til við að hraða þeirri þróun að fólk geti unnið óháð staðsetn­ingu. Hann opnaði augu okk­ar fyr­ir því að það er ekki endi­lega nauðsyn­legt að all­ir starfs­menn séu í sama póst­núm­eri og vinnustaður­inn.

Bú­setu­frelsi

Byggðastofn­un sinn­ir mik­il­vægu hlut­verki þegar kem­ur að grein­ingu starfa rík­is­ins og einnig hvað varðar þjón­ustu þess. Um síðustu ára­mót voru stöðugildi á veg­um rík­is­ins 26.610. Hlut­fall stöðugilda rík­is­ins á höfuðborg­ar­svæðinu var 72% sem er öllu hærra en hlut­fall lands­manna sem þar býr en það er 64%. Annað mik­il­vægt verk­efni sem Byggðastofn­un hef­ur unnið að er grein­ing á þjón­ustu rík­is­ins eft­ir landsvæðum. Það er líka ná­tengt hug­tak­inu bú­setu­frelsi. Það er ekki aðeins mik­il­vægt að byggðir hafi tæki­færi til at­vinnu, það er einnig mik­il­vægt að þjón­usta rík­is­ins sé sem jöfn­ust, hvar sem á land­inu sem fólk kýs að búa.

Aðdrátt­ar­afl byggðanna

Yf­ir­skrift fyrr­nefnds fund­ar var: Þetta er hægt! Var þar vísað í alla þá umræðu sem hef­ur verið í gegn­um tíðina um hvort yf­ir­leitt sé hægt að færa störf frá höfuðborg­ar­svæðinu út á land. Og það er sann­ar­lega rétt að síðustu ára­tug­ina hef­ur straum­ur­inn verið frá lands­byggðunum á höfuðborg­ar­svæðið. Það verður þó að taka fram að höfuðborg­ar­svæðið hef­ur stækkað mjög á síðustu árum, það er að segja vinnu­sókn­ar­svæðið hef­ur þan­ist út og nær nú að Hvítán­um tveim­ur, aust­an fjalls og í Borg­ar­f­irði. Sjá­um við í þeirri þróun svart á hvítu hversu miklu máli sam­göng­ur skipta á okk­ar góða landi. Á sama tíma er nauðsyn­legt að styðja við önn­ur svæði svo þau geti dregið til sín ný at­vinnu­tæki­færi, nýja íbúa og hlúð vel að þeim sem fyr­ir eru.

Byggðagler­aug­un

Ekki er langt síðan byggðagler­aug­un voru lítið notuð, lágu jafn­vel ofan í skúffu. Ég full­yrði að það hef­ur orðið mik­il breyt­ing á þótt alltaf megi gera bet­ur. Ég merki breyt­ingu í umræðu um byggðamál. Fólk er opn­ara fyr­ir því að flytja sig um set og á það bæði við um flutn­ing inn­an­lands og til út­landa. Ef­laust má tengja það öfl­ugri sam­skipta­tækni og góðum teng­ing­um. Við verðum því að skapa hag­stæðar aðstæður fyr­ir fólk sem vill búa úti á landi, taka vel á móti þeim sem vilja flytja út á land. Skrefið sem HMS stíg­ur, með því að aug­lýsa fimm sér­fræðistörf á Ak­ur­eyri, er kannski ekki bylt­ing, en eins og við vit­um flest eru lít­il ör­ugg um­bóta­skref í rétta átt það sem að lok­um skil­ar okk­ur mestu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 29. október 2022.