Categories
Greinar

Damóklesarsverðið

Deila grein

31/10/2022

Damóklesarsverðið

Hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar eru að kljást við dýpri og víðfeðmari efna­hagsniður­sveiflu en fyrri spár gerðu ráð fyr­ir og verðbólga hef­ur ekki verið hærri í fjóra ára­tugi. Þessi holskefla kem­ur á versta tíma eða í þann mund sem ríki þurftu að rétta úr kútn­um eft­ir Covid-19 krepp­una. Hrika­leg stríðsátök í Úkraínu hafa leitt til mik­ill­ar hækk­un­ar á orku- og mat­væla­verði, ein­mitt þar sem ríki eru helst veik fyr­ir. Í kjöl­farið hef­ur mynd­ast svo­kölluð lífs­kjara­kreppa (e. Cost of li­ving cris­is) víða um heim. Sam­drátt­ur í Kína er meiri en gert var ráð fyr­ir, meðal ann­ars vegna far­sótt­araðgerða. Venju sam­kvæmt eru það fá­tæk­ustu rík­in og íbú­ar þeirra sem helst finna fyr­ir því þegar róður­inn þyng­ist í heims­bú­skapn­um. Ljóst er að þess­ar horf­ur á heimsvísu munu hafa áhrif á Ísland, enda reiða fá lönd sig jafn­mikið á alþjóðleg viðskipti. Hins veg­ar er Ísland nettó út­flytj­andi afurða og þar sem lífs­kjara­kreppa heims­ins grund­vall­ast á afurðaskorti, þá verður okk­ar hag­kerfi minna fyr­ir barðinu á þess­um þreng­ing­um en ella. Íslend­ing­ar verða engu að síður að sýna mikla festu í hag­stjórn­inni til að verja lífs­kjör­in.

Alþjóðahorf­ur hafa versnað veru­lega

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn spá­ir hæg­um hag­vexti á heimsvísu, úr 6,0 pró­sent­um árið 2021 í 3,2 pró­sent árið 2022 og 2,7 pró­sent árið 2023. Við fyrstu sýn gef­ur 2,7% hag­vöxt­ur ekki til­efni til svart­sýni. Hins veg­ar er sam­drátt­ur­inn skarp­ur og ef þessi hag­vaxt­ar­spá ræt­ist, þá er þetta minnsti hag­vöxt­ur í tvo ára­tugi fyr­ir utan alþjóðlegu fjár­málakrepp­una og Covid-19. Spáð er að verðbólga á heimsvísu fari úr 4,7 pró­sent­um árið 2021 í 8,8 pró­sent árið 2022 en lækki í 6,5 pró­sent árið 2023 og í 4,1 pró­sent árið 2024. Að sama skapi er þetta ein versta verðbólgu­spá í ára­tugi. Þess­ar versn­andi horf­ur kalla á afar sam­stillt efna­hagsviðbrögð á heimsvísu. Marg­ir seðlabank­ar hafa brugðist við auk­inni verðbólgu með því að herða taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar með því að draga úr fé í um­ferð og með vaxta­hækk­un­um. Marg­ir hafa gefið til kynna að vext­ir verði hækkaðir enn frek­ar á næstu mánuðum. Aðgerðir seðlabanka hafa þegar höggvið skarð í fjár­mála­markaði og bú­ast má við áfram­hald­andi óróa á fjár­mála­mörkuðum, ekki síður en í raun­hag­kerf­inu. Íslend­ing­ar þekkja bet­ur en aðrir þjóðir hvaða af­leiðing­ar það get­ur haft.

Evru­svæðið stend­ur verr að vígi en Banda­rík­in

Áskor­an­ir evru­svæðis­ins eru mun um­fangs­meiri en Banda­ríkj­anna sök­um stríðsins í Úkraínu. Hag­kerfi evru­svæðis­ins of­hitnaði ekki eins mikið og banda­ríska hag­kerfið. Það ætti að gera pen­inga­stefn­una auðveld­ari fyr­ir Seðlabanka Evr­ópu. Orku­verð hef­ur hækkað mikið á evru­svæðinu. Þessi mikla hækk­un hef­ur gríðarleg áhrif á þróun verðbólgu og mun leiða til sam­drátt­ar á svæðinu. Að sama skapi er kaup­mátt­ur al­menn­ings í Evr­ópu að drag­ast hratt sam­an, sem mun leiða til sam­drátt­ar í neyslu og fjár­fest­ing­um. Hluti Evr­ópu hef­ur verið háður Rússlandi um orku­öfl­un um nokk­urt skeið. Þegar horft er um öxl lít­ur sú ákvörðun út fyr­ir að vera ein mestu póli­tísku mis­tök eft­ir daga kalda stríðsins. Því hafa horf­urn­ar fyr­ir Evr­ópu dökknað mikið og hef­ur þegar mik­il áhrif á dag­legt líf fólks í álf­unni.

Horf­ur á Íslandi eru til­tölu­lega bjart­ar

Seðlabanki Íslands ger­ir ráð fyr­ir tæp­lega 6% hag­vexti í ár sem sýn­ir þrótt­inn í hag­kerf­inu. Meg­in­skýr­ing­in á því að hag­vöxt­ur er meiri en gert var ráð fyr­ir er hraðari bati í ferðaþjón­ustu og auk­in einka­neysla. Verðbólg­an er byrjuð að hjaðna og kom­in í 9,4%, mæl­ist næst­minnst í Evr­ópu. Það sama á við um 12 mánaða verðbólgu, mælda með sam­ræmdri vísi­tölu neyslu­verðs, sem er 6% hér á landi. Aðeins Sviss mæl­ist með lægri verðbólgu. Það hefði ein­hvern tím­ann þótt saga til næsta bæj­ar, sjá mynd 1 .

Þrátt fyr­ir það er enn spenna á vinnu­markaði og und­ir­liggj­andi verðbólga hef­ur verið að aukast. Fast­eigna­verð hef­ur hækkað mikið und­an­far­in miss­eri en vaxta­hækk­an­ir virðast hafa náð að draga úr spennu á fast­eigna­markaði. Viðnámsþrótt­ur fjár­mála­kerf­is­ins er góður en ljóst er að blik­ur eru á lofti á alþjóðleg­um fjár­mála­mála­mörkuðum sem geta þrengt að fjár­mögn­un­ar­skil­yrðum at­vinnu­lífs­ins. Ferðaþjón­ust­an hef­ur tekið hraðar við sér á síðustu mánuðum en gert var ráð fyr­ir í upp­hafi árs. Útlit er fyr­ir að fjöldi ferðamanna sem heim­sæk­ir landið í ár verði nokkuð um­fram þann fjölda sem spáð var síðasta vor. Nýj­asta spá Ferðamála­stofu ger­ir ráð fyr­ir að um 2,3 millj­ón­ir ferðamanna heim­sæki landið á næsta ári en svo virðist sem stríðið í Úkraínu hafi til þessa ekki dregið úr ferðalög­um út­lend­inga til lands­ins. Staða Íslands er því góð. Hins veg­ar hang­ir Damók­les­ar­sverð yfir hluta Evr­ópu. Sag­an á bak við Damók­les og sverðið snýr að því að ákveðið ástand feli í sér stöðuga hættu. Orðið á ræt­ur að rekja til hins gríska Damók­les­ar sem var hirðmaður Dío­nýsíos­ar kon­ungs í Sýrakúsu á fjórðu öld fyr­ir Krist. Hlut­skipti Evr­ópu er að verða sams kon­ar, þ.e. stöðug óvissa mun ríkja um hag­sæld, þar til að Evr­ópa verður ekki leng­ur háð orku­öfl­un frá Rússlandi. Land­fræðileg staða Íslands kom sér vel um miðja síðustu öld og frá þeim tíma höf­um við borið gæfu til þess að byggja hér upp eitt öfl­ug­asta vel­ferðarþjóðfé­lag heims­ins. Það hef­ur meðal ann­ars grund­vall­ast á mik­il­vægi sjálf­bærr­ar orku­öfl­un­ar.

Íslandi hef­ur vegnað vel

Íslend­ing­ar eiga að halda áfram á þeirri braut að auka orku­ör­yggi sem mun leiða til enn meiri sjálf­bærni hag­kerf­is­ins. Sú staðreynd að raf­orku­kerfi lands­ins er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu kem­ur sér sér­stak­lega vel í því ár­ferði sem nú rík­ir og bregður ljósi á mik­il­vægi þess að standa vörð um sjálf­stæði í orku­mál­um. Það sjá­um við til dæm­is með því að líta á þróun raf­orku­verðs á hinum Norður­lönd­un­um sem hef­ur hækkað mikið eins og sjá má á mynd 2 .

Ísland hef­ur alla mögu­leika á að ná fullu sjálf­stæði í orku­mál­um með auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku til þess að standa und­ir raf­væðingu í sam­göng­um í lofti, láði og legi. Þrátt fyr­ir allt það frá­bæra sam­starf í alþjóðamál­um, sem við töl­um þátt í, er það gæfu­spor fyr­ir þjóðina að vera ekki í Evr­ópu­sam­band­inu. Með fullu for­ræði á stjórn efna­hags- og pen­inga­mála sem og orku­mála hef­ur Íslend­ing­um vegnað vel, eins og alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir glögg­lega á ýms­um sviðum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 29. október 2022.