Categories
Greinar

Til hagsbóta fyrir heimilin

Deila grein

01/07/2014

Til hagsbóta fyrir heimilin

Gunnar Bragi SveinssonÍ dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki.

Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings vegna samningsins en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af fatnaði og skótaui framleiddu í Kína, sem ætti að skila sér í lækkuðu vöruverði.

Samningurinn hefur þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun en forsvarsmenn Silicor Material segja hann hafa verið eina helstu ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og segja þau fjölda tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best, t.d. íslenskum matvælum og þekkingu á nýtingu hreinnar orku.

Ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 1. júlí 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.