Categories
Greinar

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Deila grein

27/05/2022

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Eft­ir áskor­an­ir und­an­far­inna ára erum við far­in að hefja okk­ur til flugs í ferðaþjón­ust­unni á ný. Seigla ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu og stuðningsaðgerðir stjórn­valda hafa gert það að verk­um að end­ur­reisn grein­ar­inn­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi er mögu­leg. Og um leið end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og bættra lífs­kjara hér á landi. Tím­inn í far­aldr­in­um var vel nýtt­ur, bæði hjá stjórn­völd­um sem og hjá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um.

Hvað varðar aðgerðir stjórn­valda ber til dæm­is að nefna stofn­un áfangastaðastofa í hverj­um lands­hluta, stór aukn­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði sam­göngu­innviðum og innviðum á ferðamanna­stöðum svo þeir verði bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti aukn­um fjölda gesta á ný.

Ferðaþjón­usta er burðarás í ís­lensku efna­hags­lífi og er at­vinnu­grein sem get­ur skapað mik­il út­flutn­ings­verðmæti á skömm­um tíma. Eitt helsta mark­mið stjórn­valda á sviði ferðaþjón­ustu er að árið 2030 eyði ferðamenn 700 millj­örðum króna hér á landi. Eitt helsta for­gangs­verk­efnið nú í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er að klára vinnu við að móta nýja aðgerðaáætl­un á sviði ferðamála á grunni Framtíðar­sýn­ar og leiðarljóss ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 þar sem áhersla er lögð á sjálf­bærni á öll­um sviðum. Mik­il­vægt er að leggja áherslu á ávinn­ing heima­manna um allt land, í því sam­bandi er dreif­ing ferðamanna lyk­il­atriði. En ójöfn dreif­ing ferðamanna um landið hef­ur verið ein mesta áskor­un ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu frá upp­hafi. Mikið er í húfi, t.a.m. betri nýt­ing innviða, bætt bú­setu­skil­yrði og lífs­gæði heima­manna, betri rekstr­ar- og fjár­fest­ing­ar­skil­yrði fyr­ir­tækja og fjöl­breytt­ara at­vinnu­líf um land allt. Greitt milli­landa­flug skipt­ir í þessu sam­hengi miklu máli og hafa ánægju­leg­ar frétt­ir borist af því að und­an­förnu með stofn­un flug­fé­lags­ins Nicea­ir sem mun fljúga beint frá Ak­ur­eyri.

Aðgerðir á fyrstu mánuðum hins nýja ráðuneyt­is hafa meðal ann­ars ein­kennst af of­an­töldu. Tím­inn hef­ur verið vel nýtt­ur og meðal ann­ars auk­inn slag­kraft­ur var sett­ur með 550 m.kr fram­lagi í alþjóðlega markaðsverk­efnið „Sam­an í sókn“ sem haf­ur það að mark­miði að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Samn­ing­ur var gerður um markaðssetn­ingu á Norður- og Aust­ur­landi sem væn­leg­um áfanga­stöðum fyr­ir beint milli­landa­flug. Tæp­um 600 m.kr. út­hlutað úr fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að bæta innviði og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamanna­mönn­um, tvær reglu­gerðir und­ir­ritaðar til að koma móts við erfiða lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu vegna af­leiðinga heims­far­ald­urs. Þá mælti ég í vik­unni einnig fyr­ir breyt­ingu á lög­um um Ferðaábyrgðasjóð en með breyt­ing­unni verður láns­tími lána sjóðsins lengd­ur úr 6 árum í 10 ár sem auðveld­ar ferðaskrif­stof­um að standa við af­borg­an­ir, nú þegar viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar er haf­in af fullu krafti.

Það er ánægju­legt að heyra þá bjart­sýni sem rík­ir víða í ferðaþjón­ust­unni, bók­un­arstaðan er góð og mik­ill áhugi er á því að heim­sækja landið okk­ar. Íslensk ferðaþjón­usta er á heims­mæli­kv­arða og þar vilj­um við styrkja hana enn frek­ar í sessi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

ferðamálaráðherra og varaformaður Framsókar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 27. maí 2022