Categories
Greinar

Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

Deila grein

29/04/2022

Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

Sam­kvæmt hagspá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem birt­ist í síðustu viku er spáð að veru­lega hægi á hag­vexti í kjöl­far árás­ar­stríðsins í Úkraínu og af sömu ástæðum jafn­framt spáð að enn muni bæt­ast í verðbólgu miðað við fyrri spá frá því í janú­ar sl. Ein stærsta efna­hags­áskor­un­in sem alþjóðahag­kerfið hef­ur staðið frammi fyr­ir um ára­bil er ein­mitt verðbólga og þær aðgerðir sem verður að ráðast í til að ná tök­um á henni. Það á ekki að koma á óvart að gert sé ráð fyr­ir um 7% verðbólgu meðal iðnvæddra ríkja í ljósi þess að pen­inga­magn í um­ferð jókst veru­lega í kjöl­far alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar 2008-2009. Ásamt því var ráðist í um­fangs­mik­l­inn rík­is­stuðning vegna Covid-19-far­ald­urs­ins á heimsvísu. Áskor­un­in fram und­an verður að ná tök­um á verðbólg­unni með skyn­sam­legri hag­stjórn án þess að það bíti frek­ar á hag­vexti, en til þess þarf sam­stillt átak.

Verðbólg­an á heimsvísu

Verðbólga í Banda­ríkj­un­um mæld­ist í mars 8,5% á árs­grund­velli og hef­ur ekki verið hærri í rúm 40 ár. Á síðustu vik­um hef­ur verðbólga enn auk­ist með hækk­andi verði á olíu, málm­um og mat­væl­um og enn frek­ari hnökr­um á alþjóðleg­um birgðakeðjum. Ofan á þetta bæt­ist skort­ur á vinnu­afli. Óvíst er þó að verðbólg­an haldi áfram að hækka á árs­grund­velli, en hins veg­ar eru kjöraðstæður fyr­ir verðbólgu að ná fót­festu. Raun­vext­ir seðlabanka Banda­ríkj­anna eru nei­kvæðir, rík­is­fjár­mál ekki nægi­lega aðhalds­söm og trú­verðug­leiki pen­inga­stefnu hef­ur greini­lega beðið hnekki. Hætta er á að kaup­mátt­ur launa drag­ist sam­an vegna verðbólgu. Þess­ar aðstæður geta leitt til þess að neysla og fjár­fest­ing­ar drag­ist sam­an í Banda­ríkj­un­um og eru það mjög nei­kvæðar frétt­ir fyr­ir heims­hag­kerfið, því eins og sagt er að ef banda­ríska hag­kerfið hóst­ar – þá fær heims­hag­kerfið kvef. Svipuð staða er uppi beggja vegna Atlantsála. Horf­urn­ar í Evr­ópu hafa jafn­framt dökknað eft­ir að stríðið í Úkraínu braust út, verðbólga þar er einnig í hæstu hæðum og stærsta hag­kerfið þeirra, Þýska­land, er áfram háð Rússlandi með orku­öfl­un. Slík óvissa, og þær hækk­an­ir sem eru að eiga sér stað á orku og mat­væl­um, veld­ur því að vænt­ing­ar neyt­enda þar hafa versnað hratt. Hag­vöxt­ur í Kína mæld­ist 4,8% á fyrsta árs­fjórðungi og enn hef­ur hægt á efna­hags­bat­an­um í Kína vegna Covid-19. Óljóst er hvenær hjarðónæmi mun mynd­ast í því landi sem stund­um er kallað verk­smiðja heims­ins. Þetta ástand mun leiða til þess að við sjá­um frek­ari rof á birgðakeðjum. Reynsl­an kenn­ir okk­ur að verðbólga bitn­ar helst á þeim sem síst skyldi. Hætta er á að fjár­magns­straum­ar sem hafa legið til ný­markaðsríkja snú­ist við og hækk­un mat­væla er jafn­framt mikið áhyggju­efni meðal ný­markaðs- og þró­un­ar­ríkja.

Ísland og horf­urn­ar

Ísland er mjög opið hag­kerfi og ná­tengt hag­kerfi ná­grannaþjóða og get­ur okk­ar hag­kerfi smit­ast af efna­hags­áföll­um ekki síður en af far­sótt­um. Nokk­ur óvissa rík­ir hins veg­ar um áhrif versn­andi horfa í heims­bú­skapn­um á Ísland. Ljóst er þó að auk­in óvissa og verðbólga kunna að draga úr ferðavilja, hins veg­ar benda þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um und­ir hönd­um til að ferðasum­arið 2022 verði gjöf­ult. Horf­urn­ar fyr­ir aðrar lyk­ilút­flutn­ingsaf­urðir eru góðar, þar á meðal sjáv­ar­út­veg, álfram­leiðslu og hug­verkaiðnað. Sam­kvæmt fjár­mála­stöðug­leikamati Seðlabanka Íslands er staða fjár­mála­kerf­is­ins góð. Það dró úr van­skil­um lána árið 2021 í banka­kerf­inu, bæði hjá fyr­ir­tækj­um og heim­il­um. Einnig hef­ur hægt á skulda­vexti heim­ila und­an­farna mánuði.

Verðbólg­an mun samt áfram verða hag­kerf­inu snú­in og því afar brýnt að öll hag­stjórn­in rói á sömu mið. Bú­ast má við að inn­flutt verðbólga hafi áhrif og mögu­lega munu vaxta­breyt­ing­ar hafa áhrif á mikl­ar eign­ir þjóðar­inn­ar er­lend­is. Rík­is­fjár­mál­in þurfa að verða aðhalds­söm og pen­inga­stefn­an þarf já­kvæða raun­vexti til lengri tíma séð ekki síður en aðrir seðlabank­ar um víða ver­öld. Ein helsta upp­spretta verðbólgu á Íslandi und­an­far­in miss­eri hef­ur þó verið íbúðamarkaður­inn og gott dæmi um það er að aug­lýst­um íbúðum til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu hafði fækkað um nærri 69% frá því í árs­lok 2019 og ekki verið jafn fáar frá því að byrjað var að safna gögn­un­um árið 2006! Það er auðvitað þyngra en tár­um taki að borg­ar­skipu­lagið hafi ekki tekið á þess­um vanda. Niðurstaðan er sú að þessi þróun kem­ur lang­sam­lega verst niður á ungu fólki sem er að kaupa í fyrsta sinn.

Aðgerðir sem draga úr verðbólgu

Stærsta verk­efnið fram und­an er að ná tök­um á verðbólg­unni. Seðlabanki Íslands hef­ur verið skýr í sinni af­stöðu og hóf vaxt­ar­hækk­un­ar­ferlið einna fyrst­ur allra seðlabanka þróaðra ríkja. Bank­inn þarf að gera allt sem í hans valdi stend­ur til að vænt­inga­stjórn­in sé skýr og ein­beita sér að því að verðbólg­an hörfi. Ljóst er að rík­is­fjár­mál­in þurfa jafn­framt að vera aðhalds­söm til að styðja við pen­inga­stefn­una ásamt því sem vinnu­markaður­inn verður að taka til­lit til aðstæðna. Mark­miðið er að draga jafnt og þétt úr af­komu­halla og stöðva hækk­un skulda hins op­in­bera í hlut­falli af lands­fram­leiðslu eigi síðar en árið 2026. Þessi skýra sýn fer einnig sam­an með því að rík­is­sjóður styðji við þau heim­ili sem eru í mestri þörf. Vera kann að flýta þurfi aðgerðum sem miða að því að fjár­mála­kerfið spili með, svo sem með sveiflu­jöfn­un­ar­auk­an­um sem á að taka gildi í sept­em­ber nk. og end­ur­skoðun á gildi eig­in­fjárauk­ans.

Staðan í efna­hags­mál­um er sann­ar­lega vanda­söm, því seðlabank­ar heims­ins mega ekki stíga það fast á brems­urn­ar að þeir fram­kalli efna­hagskreppu, sér­stak­lega í ljósi þess að heims­bú­skap­ur­inn var rétt að ná sér eft­ir far­sótt­ina. Þrátt fyr­ir efna­hags­áskor­an­ir í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð býr ís­lenska hag­kerfið yfir mikl­um viðnámsþrótti. Staða rík­is­sjóðs er sterk, hrein­ar er­lend­ar eign­ir þjóðarbús­ins hafa aldrei verið meiri, fjár­hags­staða fyr­ir­tækja og heim­ila er góð, út­flutn­ings­at­vinnu­veg­ir eru þrótt­mikl­ir, þ.e.a.s. sjáv­ar­út­veg­ur, orku- og hug­verkaiðnaður. Ferðaþjón­ust­an er einnig að koma mjög sterk inn. Að auki höf­um við sjálf­stæða pen­inga­stefnu og svig­rúmið til aðgerða er mun meira en þeirra ríkja sem til­heyra evru­svæðinu og skuld­astaða þjóðar­inn­ar og vaxt­ar­horf­ur betri en yf­ir­leitt geng­ur og ger­ist á því svæði.

Þeir sem komn­ir eru fram yfir miðjan ald­ur og muna verðbólgu­tím­ann vilja ekki hverfa aft­ur til þess tíma þegar verðbólgu­draug­ur­inn ógnaði lífs­kjör­um ár eft­ir ár. Með sam­stilltu átaki get­um við komið í veg fyr­ir að hag­stjórn­ar­mis­tök fyrri ára­tuga séu end­ur­tek­in og viðhaldið stöðug­leika.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2022.