Categories
Fréttir Greinar

Engin miðja án Framsóknar

Deila grein

26/11/2024

Engin miðja án Framsóknar

Sam­talið við kjós­end­ur er það skemmti­leg­asta við stjórn­mál­in. Kom­andi kosn­ing­ar skipta miklu máli fyr­ir næstu fjög­ur ár. Kann­an­ir helgar­inn­ar sýna að Fram­sókn á á bratt­ann að sækja. Við fram­bjóðend­ur flokks­ins finn­um hins veg­ar fyr­ir mjög hlýj­um straum­um og trú­um því að okk­ar fjöl­mörgu verk í þágu sam­fé­lags­ins nái í gegn fyr­ir kosn­ing­arn­ar hinn 30. nóv­em­ber.

Við finn­um að fólk kann ein­mitt að meta að Fram­sókn hafi frek­ar ein­beitt sér að því að klára verk­efn­in í stað þess að taka þátt í reglu­leg­um deil­um Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna. Því fylg­ir ábyrgð að stjórna landi.

Við heyr­um líka að mörg­um hrýs hug­ur við að upp úr kjör­köss­un­um komi hrein hægri­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Miðflokks með til­heyr­andi svelti­stefnu, niður­skurði og van­hugsaðri einka­væðingu rík­is­eigna.

Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, sem mun hækka skatta og leggja gjörv­allt stjórn­kerfið und­ir aðlög­un­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu næstu árin með til­heyr­andi átök­um í þjóðfé­lag­inu.

Aðild að ESB mun leiða af sér minni hag­vöxt og framsal á full­veldi Íslands, þar með talið í auðlinda­mál­um. Það eru staðreynd­ir.

Við þurf­um ekki fleira til þess að ala á ósætti og óvissu í sam­fé­lag­inu. Eini val­kost­ur­inn til þess að koma í veg fyr­ir fyrr­nefnd stjórn­ar­mynst­ur er að kjósa Fram­sókn, flokk­inn á miðjunni, sem hef­ur einn stjórn­mála­flokka fylgt þjóðinni sam­fellt í meira en heila öld. Það er eng­in miðja án Fram­sókn­ar, og eng­in fram­sókn án miðju.

Mik­il­væg­asta verk­efnið fram und­an er áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verðbólgu.

Því er ekki að neita að verðbólga í kjöl­far for­dæma­lauss heims­far­ald­urs og stríðsins í Evr­ópu hef­ur tekið á. Þá missti 1% þjóðar­inn­ar hús­næði sitt vegna jarðhrær­ing­anna í Grinda­vík. Stjórn­völd tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við sam­fé­lagið í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins, þegar 20.000 störf hurfu og margs kon­ar starf­semi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í sam­fé­lagi sem lenti á báðum fót­um.

Það er hins veg­ar ánægju­legt að mark­viss­ar og samþætt­ar aðgerðir op­in­berra aðila og aðila vinnu­markaðar­ins séu farn­ar að skila sér í lækk­un stýri­vaxta, sem hafa lækkað um 75 punkta síðan í októ­ber. Árang­ur í þessa veru ger­ist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tóma­rúmi kosn­ingalof­orða. Þetta er staðfest­ing á að stefna okk­ar virk­ar sem miðar að því að ná niður vöxt­um og verðbólgu. Við erum með ábyrga efna­hags­stefnu og með nægj­an­legt aðhald og skýra for­gangs­röðun í rík­is­fjár­mál­um. Við í Fram­sókn vilj­um halda áfram á þeirri braut og ósk­um eft­ir stuðningi í þau verk.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Deila grein

24/11/2024

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Markviss skref hafa verið stigin til þess að styrkja umgjörð greinarinnar á grundvelli Kvikmyndastefnu til ársins 2030 en þar á meðal hefur aðgerðum verið hrint í framkvæmd sem snúa að:

  • hækkun endurgreiðsluhlutfalls í kvikmyndagerð úr 25% í 35% fyrir stærri verkefni,
  • 1,3 milljarða kr. viðbótarframlögum í Kvikmyndasjóð,
  • kvikmyndanámi á háskólastigi sem sett var á laggirnar við Listaháskóla Íslands,
  • hækkun framlaga til kennslu í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi,
  • nýjum starfslaunasjóði kvikmyndahöfunda sem tekur til starfa 2025, samkvæmt breytingum á lögum um starfslaun listamanna,
  • lögfestingu nýs fjárfestingasjóðs fyrir sjónvarpsefni.

Þá munu 1. desember nk. taka gildi breyttar reglur, sem unnið hefur verið að, sem heimila framleiðendum að fá helming endurgreiðslu sinnar þegar verk er hálfnað til að draga megi úr fjármögnunarkostnaði þeirra.

Kvikmyndagerð allt árið

Stefnumótun í kvikmyndagerð, sem unnin var í náinni samvinnu við geirann sjálfan, er þegar farin að skila okkur eftirtektarverðum árangri, m.a. í þeirri táknrænu staðreynd að kvikmyndagerð hér á landi er orðin heilsársatvinnugrein. Verkefnum, stórum sem smáum, hefur fjölgað og dýrmæt sérþekking aukist á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þá hefur umsóknum í Kvikmyndasjóð fjölgað verulega.

4.200 störf í kvikmyndagerð á Íslandi

Í nýlegri úttekt breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI kom fram að um 4.200 bein, óbein og afleidd störf hefðu orðið til vegna kvikmyndagerðar hér á landi árið 2022 og að heildaratvinnutekjur þeirra sem störfuðu við kvikmyndaverkefni hér á landi hafi numið 48,9 milljörðum kr. á árunum 2019-2022. Þá er gríðarlega ánægjulegt að sjá stór verkefni í kvikmyndagerð raungerast á landsbyggðinni, það styrkir stoðir greinarinnar og eflir smærri byggðir á landinu.

Sameinar listgreinar

Við í Framsókn höfum einlæga trú á kvikmyndagerð sem atvinnu- og listgrein og ekki síður okkar frábæra kvikmyndagerðarfólki, sem rutt hefur brautina gegnum áratugina og lagt grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur í greininni. Kvikmyndagerð er sérstök atvinnugrein að því leyti að hún þverar og sameinar mikinn fjölda listgreina. Þannig samanstendur kvikmynd gjarnan af skrifuðu handriti eða bók, leikurum, tónlist og hljóði, myndlist í einhverju formi, myndatöku, hönnun, leikmynda- og líkanasmíði og jafnvel hreyfimyndagerð, auk þess sem hún krefst stuðnings frá miklum fjölda margvíslegra iðngreina.

Kvikmyndagerð er arðbær, umhverfisvæn og hugvitsdrifin atvinnugrein sem fellur einkar vel að þeim áherslum sem við höfum lagt á uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar á Íslandi. Úttektir á efnahagslegum umsvifum greinarinnar staðfesta að framlag hennar til hagkerfisins er verulegt og þar verða til fjölbreytt og eftirsóknarverð störf. Kvikmyndaverkefni hafa átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið sem spennandi áfangastað fyrir erlenda gesti, en mikilvægast af öllu er að íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð nærir og miðlar menningu sem sameinar þjóðina og styður við samtíð og framtíð íslenskrar tungu.

Megináherslur næstu fjögur árin

Ef við í Framsókn hljótum til þess brautargengi í komandi Alþingiskosningum, þá viljum við meðal annars koma eftirfarandi aðgerðum til framkvæmda til að efla enn frekar kvikmyndagerð á Íslandi:

1) Efla Kvikmyndasjóð, sem komið var á laggirnar af Framsóknarflokknum árið 1978, með því að festa hækkun framlaga hans í sessi og tryggja jafnframt aukinn fyrirsjáanleika í vaxandi fjármögnun fyrir sjóðinn með fjögurra ára samkomulagi fyrir árin 2026-2030. Þá yrði nýr styrkjaflokkur, fjárfestingasjóður sjónvarpsefnis sem unnið hefur verið að á síðasta kjörtímabili, virkjaður. Hann mun efla sjóðinn enn fremur þar sem hann opnar möguleikann á að fjármagn skili sér aftur til sjóðsins þegar slík sjónvarpsverkefni skila ákveðnum hagnaði samkvæmt settum viðmiðum styrkjanna. Öflugur Kvikmyndasjóður mun geta veitt fleiri vilyrði til íslenskra verkefna sem aftur auðveldar þeim að sækja sér fjármögnun utan landssteinanna.

2) Klára löggjöf um menningarframlag streymisveitna sem skyldar erlendar streymisveitur sem starfa hér á landi til að veita fé í innlenda kvikmyndagerð í gegnum Kvikmyndasjóð, eða fjárfesta beint í innlendum kvikmyndaverkefnum. Málið var langt komið innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins en náði ekki að klárast í ljósi aðstæðna.

3) Sterkara endurgreiðslukerfi fyrir innlend verkefni með þremur breytingum.35% endurgreiðsluþrepið yrði eina endurgreiðsluþrepið. Sú breyting mun sérstaklega gagnast innlendum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á sama tíma og samkeppnishæfni Íslands fyrir stór alþjóðleg verkefni er viðhaldið. Þá yrði afnumið að styrkir Kvikmyndasjóðs dragist frá stofni endurgreiðslunnar, líkt og tíðkast í öðrum ríkjum í Evrópu ásamt því stuttmyndir yrðu felldar undir endurgreiðslukerfið, meðal annars til að styðja við upprennandi kvikmyndagerðafólk.

Frá því að endurgreiðslukerfinu var komið á af Framsóknarflokknum árið 1999 hefur það stutt verulega við kvikmyndagerð og hvatt til aukinnar verðmætasköpunar hérlendis með endurgreiðslu á kostnaði sem fellur til innanlands. Endurgreiðslukerfið er góður mælikvarði á umsvif í greininni; séu umsvifin mikil, endurgreiðir ríkið eðlilega hærri krónutölu og öfugt. Kerfið þykir skilvirkt og fyrirsjáanlegt í alþjóðlegum samanburði. Við viljum standa vörð um það eins og kemur fram í kosningavita Viðskiptaráðs og sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir afstöðu stjórnmálaflokka til fyrirkomulagsins.

Kosningaviti Viðskiptaráðs: Afstaða stjórnmálaflokka til þess hvort draga eigi úr kostnaði ríkissjóðs vegna endurgreiðslna til kvikmyndagerðar.

4) Árið 2028 hefjist undirbúningur við mótun nýrrar kvikmyndastefnu fyrir Ísland fyrir árin 2030-2040. Við teljum brýnt að horfa til langrar framtíðar þegar kemur að því byggja upp kvikmyndagerð hér á landi sem enn öflugri atvinnuveg í góðri samvinnu við haghafa í greininni.

Hverjum treystir þú?

Á þessum fyrstu fjórum árum sem kvikmyndastefna hefur verið í gildi höfum við unnið ötullega að því með kvikmyndageiranum að efla þessa mögnuðu list- og atvinnugrein. Verkin tala. Nú eru sex ár eftir af gildistíma stefnunnar og við viljum halda áfram. Við höfum skýra framtíðarsýn fyrir greinina; viljum auka verðmætasköpun í henni og skapa fleiri störf, en síðast en ekki síst efla íslenska menningu og tungu.

Það er viðvarandi verkefni að sækja fram í þágu menningarmála og ég er stolt af þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Afstaða mín og okkar í Framsókn er skýr; við stöndum með menningu og skapandi greinum. Því viljum við koma ofangreindum aðgerðum til framkvæmda í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar á Íslandi, verðum við í aðstöðu til þess.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður.

Greinin birtist fyrst á visir.is 24. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Elsku Ísland: Framtíðin felst í sjálfstæðinu

Deila grein

21/11/2024

Elsku Ísland: Framtíðin felst í sjálfstæðinu

Ísland stend­ur frammi fyr­ir mikl­um tæki­fær­um á kom­andi ára­tug­um. Að tryggja sjálf­bæra þróun lands­ins, bæði efna­hags­lega og sam­fé­lags­lega, krefst skýrr­ar stefnu­mörk­un­ar sem bygg­ist á verðmæta­sköp­un, nýt­ingu land­fræðilegr­ar legu lands­ins og að sjálf­stæði þjóðar­inn­ar verði tryggt ásamt áfram­hald­andi yf­ir­ráðum yfir auðlind­um þjóðar­inn­ar.

Verðmæta­sköp­un und­ir­staða vel­ferðar

Efna­hags­leg vel­gengni Íslands hef­ur ávallt byggst á verðmæta­sköp­un, sem í sögu­legu sam­hengi hef­ur verið drif­in áfram af sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, land­búnaði og orku­fram­leiðslu. Seinna meir hafa ferðaþjón­usta, þekk­ing­ar­grein­ar og skap­andi grein­ar sótt fram og skapað ný verðmæti. Stoðum ís­lenska hag­kerf­is­ins hef­ur fjölgað veru­lega síðustu miss­eri og því hef­ur lands­fram­leiðslan vaxið og gjald­miðill­inn verið nokkuð stöðugur. Smæð hag­kerf­is­ins ger­ir það að verk­um að við fram­leiðum ekki alla hluti. Af þeim sök­um þarf Ísland að reiða sig á út­flutn­ings­grein­ar og frjáls alþjóðaviðskipti. Af þeim ástæðum má bú­ast við því að sveifl­ur verði meiri hér en hjá stærri ríkj­um og verðum við að búa við það. Það er því mik­il­vægt að skuld­ir hins op­in­bera séu minni en al­gengt er í ná­granna­ríkj­un­um og gjald­eyr­is­forði meiri. Á síðasta ára­tug hef­ur þjóðin náð að snúa viðskipta­jöfnuði og er­lendri skulda­stöðu við út­lönd í já­kvæða stöðu. Hér hef­ur hag­vöxt­ur verið um­tals­vert meiri en í ná­granna­ríkj­un­um, sem hef­ur skilað sér til hag­sæld­ar fyr­ir al­menn­ing.

Nýt­um tæki­fær­in í land­fræðilegri legu okk­ar

Það fel­ast bæði tæki­færi og áskor­an­ir í land­fræðilegri legu okk­ar. Ísland gegndi lyk­il­hlut­verki í viðskipt­um á milli Græn­lands og ná­granna okk­ar á þjóðveld­is­tím­an­um. Á þess­um tíma má leiða lík­ur að því að á Íslandi hafi ríkt vel­meg­un og bera merk­ar bók­mennt­ir þjóðar­inn­ar klár­lega þess vitni. Um miðbik síðustu ald­ar hafði lega lands­ins af­ger­andi áhrif í átök­um stór­veld­anna og tengd­ist Ísland með mikl­um hraða í at­b­urðarás heims­mála og þessi teng­ing markaði af­drifa­rík spor á at­vinnu- og menn­ing­ar­líf þjóðar­inn­ar. Með því að nýta þessa staðsetn­ingu mark­visst get­ur Ísland vaxið og orðið miðstöð sam­göngu­flutn­inga, gagna­vera og skap­andi greina. Flug- og hafn­ar­mann­virki lands­ins eru lyk­ill­inn að þess­ari þróun og bein­tengja okk­ur við markaði og menn­ingu beggja vegna Atlantsála. Með því að fjár­festa í sam­göngu­innviðum þjóðar­inn­ar get­ur Ísland orðið frek­ari sam­göngumiðstöð út frá land­fræðilegri legu sinni. Mik­il­vægi norður­slóða er að aukast vegna lofts­lags­breyt­inga og því eru að opn­ast nýj­ar sigl­inga­leiðir sem gætu sett Ísland í lyk­il­stöðu fyr­ir norður­slóðaviðskipti. Sta­f­rænn heim­ur skap­ar einnig mögu­leika. Ísland býr yfir kaldri veðráttu og um­hverf­i­s­vænni orku, sem ger­ir landið að kjör­lendi fyr­ir gagna­ver. Með því að styrkja net­innviði okk­ar og efla alþjóðlega sam­vinnu um gagna­teng­ing­ar get­ur Ísland orðið miðstöð fyr­ir sta­f­ræna þjón­ustu í framtíðinni.

Tryggj­um áfram­hald­andi sjálf­stæði þjóðar­inn­ar

Full­veld­is- og sjálf­stæðis­saga Íslands ein­kenn­ist af fram­förum og lífs­kjara­sókn. Sjálf­stæð nýt­ing auðlinda okk­ar er grund­völl­ur­inn fyr­ir áfram­hald­andi vexti þjóðar­inn­ar. Mik­il­vægt er að tryggja áfram­hald­andi sjálf­stæði Íslands á sviði orku­mála, sjáv­ar­út­vegs og annarra nátt­úru­auðlinda. Í sjáv­ar­út­vegi er það for­senda sjálf­bærni að nýt­ing sé byggð á vís­inda­leg­um rann­sókn­um og að arður­inn nýt­ist sam­fé­lag­inu sem heild. Á sama hátt þarf að stýra orku­fram­leiðslu þannig að hún tryggi hag­kvæmni og um­hverf­is­vernd í senn. Reglu­verk í þess­um efn­um má ekki verða til þess að ákvörðun­ar­ferli í mála­flokkn­um verði svo þungt að það fari að bitna á tæki­fær­um lands­ins til frek­ari sókn­ar. Að sama skapi þarf að tryggja að Lands­virkj­un verði áfram að fullu í op­in­berri eigu. Hug­mynd­ir sem reglu­lega hef­ur verið fleygt fram af hægri væng stjórn­mál­anna um að selja hlut í fyr­ir­tæk­inu eru til þess falln­ar að raska hinni breiðu sam­fé­lags­legu sátt um eign­ar­hald í fyr­ir­tæk­inu.

ESB-aðild styður ekki ís­lenska hags­muni

Hag­sæld fæst ekki með um­fangs­mik­illi skatt­lagn­ingu eða með því að fela stjórn mála í hend­ur annarra. Enn verra er að blanda þessu tvennu sam­an. Sam­kvæmt gögn­um frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum hef­ur hag­vöxt­ur hér verið meira en helm­ingi hærri frá alda­mót­um en á evru­svæðinu. At­vinnu­leysi hef­ur jafn­framt verið hér helm­ingi minna og at­vinnu­tekj­ur að meðaltali einna hæst­ar inn­an evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Verðbólga hef­ur að vísu verið hér helm­ingi hærri, en bú­ast má við því að verðlag og vext­ir verði hér hærri, jafn­vel í myntsam­starfi, vegna smæðar hag­kerf­is­ins. Í Evr­ópu­sam­band­inu yrði Ísland einn hæsti nettógreiðand­inn í sam­eig­in­lega sjóði og í myntsam­starfi gæti Ísland verið að taka á sig ábyrgð á skuld­bind­ing­um þjóða sem ekki hafa verið jafn ráðdeild­ar­sam­ar og Ísland í söfn­un sam­eig­in­legra sjóða og skulda hins op­in­bera. Í vik­unni birti Evr­ópski seðlabank­inn ein­mitt ár­legt yf­ir­lit um fjár­mála­stöðug­leika þar sem varað var við fjár­laga­halla og háum skulda­hlut­föll­um inn­an svæðis­ins í sam­hengi við nei­kvæða þróun hag­vaxt­ar og framtíðar­horf­um í ljósi stefnu­mót­un­ar á þessu sviði. Bank­inn gaf jafn­framt til kynna að ef ekki yrði stefnu­breyt­ing væru horf­ur á skuldakreppu hjá ein­stök­um ríkj­um. Evr­ópu­sam­bandið stend­ur í leit­inni að hag­vexti, á meðan því hef­ur ekki verið til að dreifa á Íslandi. Við eig­um að halda áfram því góða sam­starfi sem við eig­um við Evr­ópu­sam­bandið á grund­velli EES-samn­ings­ins en ekki fara að leggja ís­lenska stjórn­kerfið und­ir í margra ára aðlög­un­ar­viðræður við ESB vit­andi að aðild þjón­ar ekki ís­lensk­um hags­mun­um. Okk­ur farn­ast best með því að stjórna okk­ur sjálf.

Framtíð Íslands er björt

Framtíð Íslands bygg­ist á því hvernig við nýt­um auðlind­ir okk­ar, land­fræðilega stöðu og mannauð. Með skýrri stefnu sem trygg­ir verðmæta­sköp­un, nýt­ingu land­fræðilegra tæki­færa og vernd­un sjálf­stæðis og auðlinda get­um við tryggt að Ísland verði áfram öfl­ug, sjálf­bær og fram­sæk­in þjóð í sí­breyti­leg­um heimi. Þannig tryggj­um við að vel­ferð og sjálf­stæði verði horn­stein­ar ís­lensks sam­fé­lags um ókom­in ár.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík suður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Okkar plan virkar – þetta er allt að koma!

Deila grein

20/11/2024

Okkar plan virkar – þetta er allt að koma!

Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári.

Að sama skapi hefur því verið spáð að verðbólga lækki úr 5,1% í 4,5% hinn 28. nóvember næstkomandi – sem greiðir götu enn frekari vaxtalækkana í þágu heimila og fyrirtækja.

Ábyrgð og forgangsröðun skilar sér

Vaxtalækkanir sem þessar eru auðvitað afskaplega ánægjulegur árangur af markvissum og samþættum aðgerðum opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tómarúmi kosningaloforða. Þetta er staðfesting á að stefna okkar virkar sem miðar að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við erum með ábyrga efnahagsstefnu og með aðhald í ríkisfjármálum. Í ríkisfjármálunum er meðal annars forgangsraðað í þágu þeirra mikilvægu langtímakjarasamninga sem gerðir voru á milli aðila vinnumarkaðarins. Verðbólguvæntingar eru að lækka og hafa ekki verið lægri síðan 2021!

Kanínur upp úr hatti

Nú sigla með himinskautum flokkar, Samfylking og Viðreisn, sem tala digurbarkalega um að það þurfi að  „negla niður vexti“ og „lækka þessa vexti“. Hafa þeir flokkar í engu sagt hvað þeir myndu gera öðruvísi en Framsókn er nú þegar að gera í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Staðreyndin er sú að okkar plan er að virka eins og lagt var upp með. Því er ekki að neita að verðbólga í kjölfar fordæmalauss heimsfaraldurs og stríðsins í Evrópu hefur tekið á. Þá missti 1% þjóðarinnar húsnæði sitt vegna jarðhræringanna í Grindavík. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við samfélagið í kjölfar heimsfaraldursins, þegar 20.000 störf hurfu og margs konar starfsemi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í samfélagi sem lenti á báðum fótum.

Flokkarnir sem gleymdu að byggja

Það sem hefur fyrst og síðast haldið lífi í verðbólgunni er framboðsskortur á húsnæði. Samfylkingin og Viðreisn geta ekki litið fram hjá ábyrgð sinni á lóðaskortstefnu í borginni til ársins 2022. Eins og alþjóð veit sváfu þessir flokkar á verðinum í húsnæðismálum í Reykjavík, langstærsta sveitarfélagi landsins. Á þetta bentu meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Samtök iðnaðarins. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Björn bónda, heldur líta fram á veginn og gera betur. Framsókn með borgarstjóra í fylkingarbrjósti hefur tekið þessi mál föstum tökum með því að ryðja nýtt land og skipuleggja ný hverfi, en þau nýmæli urðu að borgin skuldbatt sig til að byggja 16.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum, t.d í Úlfarsárdal og Kjalarnesi, en þar er nú verið að úthluta lóðum í fyrsta sinn í áraraðir. Það eru markverðar breytingar.

Áfram veginn

Ég er sannfærð um að við munum sjá vexti lækka skarpt með áframhaldandi ábyrgð af leiðarljósi. Við þurfum ekki á kollsteypum eða auknum byrðum á fólk og fyrirtæki að halda. Hér bjóða fram flokkar sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki, skera niður hið opinbera um 20% eða ganga í Evrópusambandi með tilheyrandi atvinnuleysi og fullveldisframsali í auðlindamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum frekar að tryggja að atvinnulífið okkar geti haldið áfram að skapa hér verðmæti til að undirbyggja hér aukna lífskjarasókn til framtíðar – og við erum fullfær um það sjálf. Við í Framsókn vinnum vinnuna sem þarf að vinna og óskum eftir þínum stuðningi í því verkefni. Setjum við X við B!

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík suður.

Greinin birtist fyrst á visir.is 20. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Okkar Mona Lisa

Deila grein

16/11/2024

Okkar Mona Lisa

Á mánu­dag­inn voru fyrstu hand­rit­in flutt úr Árnag­arði, sem verið hef­ur heim­ili þeirra síðan 1971, í Eddu þar sem þeirra bíður var­an­legt heim­ili. Meðal hand­rita sem flutt voru í Eddu var Kon­ungs­bók eddu­kvæða, stærsta fram­lag Íslands til heims­menn­ing­ar­inn­ar. Hún hef­ur að geyma elsta og merk­asta safn eddu­kvæða skrifað á síðari hluta 13. ald­ar af óþekkt­um skrif­ara. Eddu­kvæði geyma sög­ur af heiðnum goðum, Völu­spá sem geym­ir heims­sögu ása­trú­ar og Há­va­mál sem miðla lífs­speki Óðins.

Til­hugs­un­in um það ef þessi merka bók hefði glat­ast er skrít­in. Eng­inn Óðinn, Þór eða Loki, eng­in Frigg eða Freyja, eng­in Há­va­mál. Chris Hemsworth hefði aldrei klæðst bún­ingi Þórs þar sem eng­ar Mar­vel-mynd­ir um nor­ræna goðafræði hefðu verið gerðar. Þetta er menn­ing sem all­ur heim­ur­inn þekk­ir – menn­ing okk­ar og hluti af sjálfs­mynd okk­ar, sem hef­ur varðveist í hand­rit­un­um í gegn­um ald­irn­ar. Meðal annarra hand­rita sem flutt voru í Eddu eru Flat­eyj­ar­bók, Möðru­valla­bók og hand­rit að Mar­grét­ar­sögu sem ljós­mæður fyrri tíma höfðu í fór­um sín­um til að lina þraut­ir sæng­ur­kvenna. Hand­rit­in varpa ljósi á þann sköp­un­ar­kraft sem hef­ur alltaf ríkt á okk­ar góða landi, en Ísland sker sig úr á Norður­lönd­um þegar kem­ur að bók­mennta­arfi. Árið 2009 voru hand­rit­in okk­ar til að mynda sett á sér­staka varðveislu­skrá UNESCO. Til­gang­ur varðveislu­list­ans er að vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að varðveita and­leg­an menn­ing­ar­arf ver­ald­ar með því að út­nefna ein­stök söfn með sér­stakt varðveislu­gildi.

Hand­rit­in varðveita einnig grunn­inn í tungu­máli okk­ar sem hef­ur þró­ast hér á landi í um 1.150 ár. Á und­an­förn­um árum hef ég lagt allt kapp á að setja ís­lensk­una í önd­vegi and­spæn­is áskor­un­um sam­tím­ans sem snúa að tungu­mál­inu. Fjöl­margt hef­ur verið gert til þess að styrkja stöðu henn­ar, allt frá því að herja á Disney+ um að bjóða upp á tal­sett barna­efni á ís­lensku til að gera ís­lensk­una gjald­genga í hinum sta­f­ræna heimi, en nú er svo komið að snjall­tæki og for­rit geta skilið, skrifað og talað hágæðaís­lensku eft­ir sam­starf við alþjóðleg tæknifyr­ir­tæki á borð við OpenAI og Microsoft. Það eitt og sér eru þýðing­ar­mestu vatna­skil fyr­ir ís­lensk­una til framtíðar, og er svo komið að Ísland er orðið fyr­ir­mynd annarra fá­mennra málsvæða í heim­in­um. Ég fyll­ist miklu stolti yfir þess­um ár­angri sem náðst hef­ur á und­an­förn­um sjö árum.

Klukk­an 14 í Eddu í dag verður tungu­mál­inu okk­ar og hand­rit­un­um lyft upp þegar sýn­ing­in Heim­ur í orðum verður opnuð. Með henni verður þessi merki­legi menn­ing­ar­arf­ur okk­ar loks­ins aðgengi­leg­ur þjóð sinni. Einnig verða verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar veitt í Eddu klukk­an 16 við hátíðlega at­höfn auk þess sem veitt verður sér­stök viður­kenn­ing fyr­ir stuðning við ís­lenska tungu. Ég hvet fólk til að fjöl­menna í Eddu í dag, enda er um að ræða okk­ar Monu Lisu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Húsnæðismál eru hagstjórnarmál

Deila grein

07/11/2024

Húsnæðismál eru hagstjórnarmál

Stærsta verk­efni efna­hags­stjórn­ar­inn­ar er að ná niður vöxt­um og verðbólgu. Það hef­ur verið ánægju­legt að sjá aðgerðir til að ná niður verðbólgu skila ár­angri. Þannig hef­ur hún lækkað úr 10,2% þegar hún mæld­ist hæst, niður í 5,1%. Síðasta vaxta­ákvörðun Seðlabank­ans var já­kvætt skref í átt að lægri vöxt­um, en lægri vext­ir eru stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja. Það hef­ur eng­um dulist að hús­næðisliður­inn hef­ur vegið þungt í verðbólgu­mæl­ing­um und­an­far­in miss­eri en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis var um 2,8% í síðustu mæl­ingu.

Ýmsu hef­ur verið komið til leiðar á und­an­förn­um árum í hús­næðismál­um. Þannig hef­ur ríkið til dæm­is stutt mynd­ar­lega við upp­bygg­ingu í al­menna íbúðakerf­inu með stofn­fram­lög­um sem eru ætluð til að treysta hús­næðis­ör­yggi og tryggja viðráðan­leg­an hús­næðis­kostnað tekju­lægri heim­ila. Hlut­deild­ar­lán­un­um var einnig komið á, sem nýt­ast til dæm­is fyrstu kaup­end­um. Hús­næðisstuðning­ur fyr­ir for­eldra í leigu­hús­næði var auk­inn. Sér­stak­ur vaxt­astuðning­ur, sam­tals upp á 5,5 ma. kr., var greidd­ur út 2024 vegna vaxta­gjalda af íbúðalán­um 2023, en stuðning­ur­inn náði til 56 þúsund ein­stak­linga. Heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­inga í íbúðar­hús­næði voru rýmkaðar veru­lega. Hús­næðis­ör­yggi og rétt­arstaða leigj­enda var auk­in með breyt­ingu á húsa­leigu­lög­um. Sveit­ar­fé­lög fengu aukn­ar heim­ild­ir til að tíma­binda upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir til að tryggja að bygg­ingaráform gangi eft­ir. Rekstr­ar­leyf­is­skyld gist­ing í íbúðar­hús­næði var gerð óheim­il og eft­ir­lit með heimag­ist­ingu aukið.

Þrátt fyr­ir að mikið hafi verið byggt á und­an­förn­um árum og hlut­fall þeirra sem eiga eigið hús­næði aldrei verið hærra, þarf að byggja meira. Þar skipt­ir höfuðmáli að tryggja næg­ar bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir í sveit­ar­fé­lög­um, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu. Ríki og sveit­ar­fé­lög hafa verið að taka hönd­um sam­an með þetta að mark­miði. Má þar nefna að Reykja­vík reið á vaðið og und­ir­ritaði tíma­móta­samn­ing við ríkið um hús­næðis­upp­bygg­ingu um 16.000 íbúða á næstu 10 árum, eða allt að 2.000 íbúða á ári næstu fimm árin. Í borg­inni hafa hús­næðis- og lóðamál verið sett í for­gang með Fram­sókn í broddi fylk­ing­ar, meðal ann­ars með því að ryðja nýtt land. Má til dæm­is nefna nýj­ar lóðir sem unnið er að á Kjal­ar­nesi og í Úlfarsár­dal ásamt Keldna­land­inu, sem er í um­hverf­is­mati, en um 2.600 íbúðir eru í bygg­ingu í borg­inni og um 12.000 íbúðir eru á lóðum sem eru í skipu­lags­ferli. Slík skipu­lags­vinna á hendi sveit­ar­fé­lag­anna verður að ganga smurt fyr­ir sig enda er verk­efnið fram und­an að tryggja að upp­bygg­ingaráform raun­ger­ist. Hag­stæðari fjár­mögn­un­ar­kostnaður sem mun fylgja lækk­andi stýri­vöxt­um skipt­ir einnig höfuðmáli í því sam­hengi. Hús­næðismál eru stórt hag­stjórn­ar­mál og á hús­næðismarkaði þarf að ríkja heil­brigt jafn­vægi. Aukið fram­boð á hús­næði er lyk­ill­inn að auknu jafn­vægi á markaðnum í dag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Hagvöxtur, lækkun skulda og húsnæðismarkaðurinn

Deila grein

03/11/2024

Hagvöxtur, lækkun skulda og húsnæðismarkaðurinn

Heims­hag­kerfið hef­ur sýnt um­tals­verðan viðnámsþrótt, þrátt fyr­ir óvenju­mikla áraun síðustu ár. Fremst ber þar að nefna far­sótt og stríðsrekst­ur í Evr­ópu. Því til viðbót­ar hafa vax­andi viðskipta­deil­ur á milli stærstu efna­hags­kerf­anna markað mik­il um­skipti á gang­verki heimsviðskipta. Ísland er að mörgu leyti í góðri stöðu. Mik­ill hag­vöxt­ur, hátt at­vinnu­stig, sterk er­lend staða þjóðarbús­ins og verðbólg­an fer nú lækk­andi. Stærsta viðfangs­efni hag­stjórn­ar­inn­ar á næst­unni verður að lækka hinn háa fjár­magns­kostnað sem hef­ur verið ein­kenn­andi fyr­ir ís­lenska hag­kerfið. For­send­ur eru að skap­ast fyr­ir lækk­un vaxta og þar af leiðandi fjár­magns­kostnaðar vegna auk­ins sparnaðar. Mik­il­vægt er að hag­stjórn­in styðji við áfram­hald­andi hag­vöxt, lækk­un skulda og að ná mun betri tök­um á hús­næðismarkaðnum.

Hag­vöxt­ur for­senda vel­ferðar

Hag­vöxt­ur er viðvar­andi aukn­ing efna­hags­legr­ar hag­sæld­ar sem mæld er í heild­ar­fram­leiðslu á vör­um og þjón­ustu í hag­kerf­inu. Hag­vöxt­ur skipt­ir miklu máli til að auka vel­ferð þjóða. Hag­vöxt­ur á Íslandi hef­ur á síðustu ára­tug­um verið þrótt­mik­ill og at­vinnu­leysi lítið. Hag­vöxt­ur síðustu fimm ár hef­ur að meðaltali verið rúm 2,5% og fjöldi nýrra starfa hef­ur orðið til á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Til sam­an­b­urðar hef­ur hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um verið 2% og á evru­svæðinu 1%. Flest ríki vilja vera í stöðu Íslands, þar sem hag­vaxt­ar­horf­ur eru góðar. Lyk­ill­inn að slíku um­hverfi er að sam­keppn­is­staða at­vinnu­lífs­ins sé sterk og um­gjörðin traust og fyr­ir­sjá­an­leg. Fram­sókn horf­ir til þess að auka tekju­öfl­un rík­is­ins með aukn­um vexti og verðmæta­sköp­un frem­ur en með auk­inni skatt­heimtu á fólk og fyr­ir­tæki. Horfa þarf til þess að fjölga enn stoðum hag­kerf­is­ins, en á und­an­förn­um ára­tug­um hef­ur þeim fjölgað úr einni í fjór­ar. Það þarf áfram að horfa til skap­andi greina og hug­vits til að tryggja vax­andi hag­sæld. Í því sam­hengi skipt­ir meðal ann­ars sköp­um að fyr­ir­sjá­an­leg, fjár­mögnuð og skil­virk hvata­kerfi til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar verði fest í sessi og má þar nefna end­ur­greiðslur vegna rann­sókna, þró­un­ar og kvik­mynda­gerðar. Það er þó ekki síður mik­il­vægt að styðja áfram vöxt þeirra at­vinnu­greina sem fyr­ir eru, enda hafa þær lagt grunn­inn að ein­um bestu lífs­kjör­um meðal ríkja heims. Stærð og gerð hag­kerf­is­ins ger­ir það að verk­um að ut­an­rík­is­viðskipti eru afar mik­il­væg og tryggja þarf sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­veg­anna í sam­an­b­urði við helstu viðskipta­lönd. Áhersla skal lögð á virka þátt­töku í alþjóðastofn­un­um og að rækta sam­bönd við ná­granna­lönd­in beggja vegna Atlantsála.

Áfram­hald­andi lækk­un skulda

Fram­sókn hef­ur lagt mikla áherslu á lækk­un skulda rík­is­sjóðs og ber aðhalds­samt fjár­laga­frum­varp þess merki. Ein stór breyta í því að lækka verðbólgu er að rík­is­fjár­mál­in styðji við pen­inga­stefnu, en það er kjarn­inn í svo­kallaðri rík­is­fjár­mála­kenn­ingu, sem geng­ur út á að verðþróun hag­kerf­is­ins ráðist af stefnu stjórn­valda í op­in­ber­um fjár­mál­um. Sam­kvæmt þess­ari kenn­ingu hef­ur rík­is­fjár­mála­stefna, þar með talið út­gjalda- og skatta­stefna, bein áhrif á verðlagið. Minni halli á rík­is­rekstri ætti að leiða til lægra raun­vaxta­stigs, sem ætti síðan að ýta und­ir meiri fjár­fest­ing­ar. Þar með verða til aukn­ar fjár­magn­s­tekj­ur, sem mynd­ast við meiri fjár­fest­ingu, sem er ein helsta upp­spretta fram­leiðni vinnu­afls. Þetta skap­ar svo grunn­inn að hærri raun­laun­um og þannig má segja að minni fjár­laga­halli sé óbein leið til að auka raun­laun og bæta lífs­kjör. Eitt skýr­asta dæmið um að til­tekt í rík­is­fjár­mál­um og trú­verðug stefna hafi skilað vaxta­lækk­un var að finna í for­setatíð Bills Cl­int­ons í Banda­ríkj­un­um, en þar var slag­orðið: „Minni fjár­laga­halli býr til störf“! Á þeim tíma lækkuðu skuld­ir veru­lega og fóru niður í 30% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF), sem leiddi til þess að vaxta­álag lækkaði og á sama tíma var verðbólga lág. Skuld­ir rík­is­sjóðs Íslands mæl­ast nú ein­mitt 30% af VLF, hafa lækkað á und­an­för­um árum og eru lág­ar í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Hins veg­ar er fjár­magns­kostnaður rík­is­sjóðs áfram hár og það er lyk­il­atriði að hann lækki til að hægt sé að styðja enn frek­ar við heil­brigðis- og mennta­kerfið. Við út­færslu á þeirri veg­ferð þarf að tryggja að hið op­in­bera geti áfram fjár­fest í fólki og innviðum um allt land með ábyrg­um og skyn­sam­leg­um hætti. Viðfangs­efnið fram und­an er að lækka fjár­magns­kostnað rík­is, heim­ila og fyr­ir­tækja. Lækk­andi verðbólga og stýri­vext­ir skipta þar sköp­um en horfa þarf til fleiri þátta í þeim efn­um. Fram­sókn legg­ur áherslu á að skulda­hlut­föll verði lækkuð enn frek­ar til framtíðar ásamt því að mark­visst verði unnið að því að bæta láns­hæfi rík­is­sjóðs. Þá þarf til að horfa til kerf­is­breyt­inga sem gera kleift að lækka fjár­magns­kostnað.

Hús­næðismarkaður­inn er eitt stærsta efna­hags­málið

Mikið hef­ur verið byggt á und­an­förn­um árum og aldrei hef­ur hlut­fall þeirra sem eiga eigið hús­næði verið hærra. Vegna mik­illa um­svifa í hag­kerf­inu hef­ur hús­næðismarkaður­inn hins veg­ar ekki náð að anna eft­ir­spurn­inni. Þessi skort­ur hef­ur leitt til veru­legr­ar hækk­un­ar á hús­næðis­verði og leigu, sem hef­ur haft áhrif á lífs­kjör al­menn­ings og stöðug­leika á hús­næðismarkaði ásamt því að verðbólg­an hef­ur mælst hærri en ella. Þetta er stór­mál í efna­hags­stjórn­inni og þarf að ná enn bet­ur utan um. Far­sæl­asta leiðin er að hið op­in­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, mæti þess­ari eft­ir­spurn­in sam­eig­in­lega, auki lóðafram­boð veru­lega og stuðli að hag­kvæmu reglu­verki á hús­næðismarkaði. Aukið lóðafram­boð dreg­ur úr verðhækk­un­um á hús­næði og yngra fólk á auðveld­ara með að kom­ast inn á markaðinn. Einnig hef­ur það já­kvæð áhrif á hag­vöxt, þar sem bygg­ing­ariðnaður­inn skap­ar fjölda starfa ásamt því að koma meira jafn­vægi á hús­næðismarkaðinn. Fyrr á þessu ári var samþykkt frum­varp mitt um að draga veru­lega úr fram­boði íbúða í heimag­ist­ingu (Airbnb) án þess að gengið yrði á eigna­rétt fólks­ins í land­inu. En þrátt fyr­ir að aldrei í Íslands­sög­unni hafi verið byggt meira en á ár­un­um 2019-2024 þarf að byggja meira. Fram­sókn legg­ur mikla áherslu á að tryggt verði nægt magn af bygg­ing­ar­hæf­um lóðum til hraðrar upp­bygg­ing­ar og þarf að setja enn meiri kraft í sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga í þeim efn­um til að auka fram­boðið.

Þar skipt­ir höfuðmáli að stóru sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu hafi öll getu til að taka þátt í þeirri nauðsyn­legu upp­bygg­ingu sem fram und­an er. Það þarf að stíga var­leg skref til baka þegar kem­ur að lánþega­skil­yrðum með lækk­andi vöxt­um, sér­stak­lega með fyrstu kaup­end­ur í huga, en hátt vaxta­stig og treg­leiki á fast­eigna­markaði vegna lánþega­skil­yrða get­ur dregið úr fram­kvæmd­ar­vilja. Síðast en ekki síst þarf að halda áfram að styðja áfram við þau úrræði sem stjórn­völd hafa komið fram með á síðustu árum, s.s. al­menna íbúðakerfið og hlut­deild­ar­lána­kerfið.

Við erum að ná ár­angri

Í nýj­ustu verðbólgu­mæl­ingu Hag­stof­unn­ar lækkaði verðbólg­an niður í 5,1%, það lægsta í 3 ár. Dregið hef­ur úr hækk­un á hús­næði en verðbólga án hús­næðis mæl­ist 2,8% ann­an mánuðinn í röð. Síðasta vaxta­ákvörðun Seðlabank­ans til lækk­un­ar var já­kvætt skref og end­ur­spegl­ar að þær aðgerðir sem við höf­um gripið til í rík­is­fjár­mál­un­um og þeir lang­tíma­kjara­samn­ing­ar sem gerðir voru á vinnu­markaði eru að skila sér. Viðfangs­efnið fram und­an er að tryggja að þessi þróun haldi áfram, enda er lækk­un verðbólgu og vaxta stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu. Við erum að ná ár­angri og við hvik­um hvergi frá því verk­efni að ná enn frek­ari ár­angri í þess­um efn­um.

Lilja Dögg Alfeðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Deila grein

01/11/2024

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr. Sá árangur sem við höfum náð fyrir tungumálið okkar í heimi tækninnar hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og veitir Ísland öðrum fámennum málsvæðum nú innblástur. Ýmsar þjóðir sem eru í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir nokkrum árum, leita reglulega til okkar og stærstu tæknifyrirtæki heims hafa heillast af starfi okkar og innleitt þær lausnir sem við höfum þróað í sína tækni.

Þess vegna er hægt að nota ChatGPT á íslensku í dag. Þess vegna eru lausnir Microsoft svo góðar á íslensku og þess vegna eru flest helstu forrit sem Íslendingar nota daglega aðgengileg á íslensku viðmóti.

Og við höfum verið að gefa í. Annarri máltækniáætlun var hrint af stað í ráðuneyti mínu fyrir nokkrum vikum og undir henni verður gríðarlegur kraftur settur í hagnýtingu íslenskrar máltækni, meðal annars með styrkjum fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja nýta sér þá tækni og áhersla lögð á að koma íslenskunni að í fleiri erlendum lausnum.

Tækni sem þýðir og talsetur barnaefni með eins röddum og í upphaflegri útgáfu þess er rétt handan við hornið. Fleiri tæknilausnir sem auðvelda innflytjendum að læra íslensku eiga eftir að koma út. Nýjustu lausnir frá Microsoft og Google og fleiri tæknirisum verða aðgengilegar á íslensku. iPhone-síminn þinn mun á endanum geta talað íslensku. Ég er viss um það. En þetta gerist hins vegar ekki af sjálfu sér.

Uppbygging í gervigreind verður að byggja á máltækni

Máltækniþróun á Íslandi hefur gengið frábærlega og vakið athygli víða um heim. Við eigum að byggja framtíðartækniþróun í gervigreind á Íslandi á þeim frábæra grunni, enda er tungumálið og máltækni orðið aðaláhersluefni í gervigreindarþróun eftir tilkomu risamállíkana.

Við verðum að tryggja áframhaldandi þróun í íslenskri máltækni og gervigreind og að málaflokkar þessir tali saman. Þetta er eitt helsta áherslumál máltækniáætlunar þar er kynnt sú sýn að Ísland verði að koma á fót öflugri einingu, helst í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs, sem færi með málefni bæði gervigreindar og máltækni. Slík eining myndi vinna stöðugt að eflingu þessara greina á Íslandi, tryggja nýsköpun innan þeirra, hagnýtar rannsóknir háskóla sem gagnast íslenskum fyrirtækjum og framsókn í tækniiðnaðinum sem verður leiðandi iðnaður næstu áratugi.

Lögðum til nýja miðstöð gervigreindar og máltækni

Ísland hefur alla burði til að standa undir slíku starfi. Græn orka og náttúrulegar aðstæður eru fullkomnar fyrir framleiðslu á reikniafli, sem getur umbylt tækniiðnaði og rannsóknarstarfi á Íslandi. Íslenskt hugvit og tækni geta staðið stolt á meðal fremstu þjóða heims og efling þessi verður reist á grundvelli menningar og tungumáls Íslendinga.

Við höfum lagt til að ráðast í samstarf við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið um að gera þessa framtíðarsýn að veruleika og ég vonast til að við getum hafið þessa uppbyggingu sem fyrst. Mín von er að slík gervigreindar- og máltæknimiðstöð verði rekin í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs með ekki ósvipuðu fyrirkomulagi og Íslandsstofa. Hægt væri að sameina ýmsar smærri stofnanir og einingar í máltækni, gervigreind og nýsköpun undir einum hatti og auka hagræði í málaflokkunum báðum á sama tíma og starf innan þeirra verður eflt. Tilkoma gervigreindar- og máltæknimiðstöðvar Íslands verður lykilatriði til að tryggja velferð og hagvöxt á Íslandi komandi áratugi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 1. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Á skóflunni

Deila grein

29/10/2024

Á skóflunni

Fram­sókn kynnti lista sína um allt land um liðna helgi. Þá skip­ar öfl­ugt og vinnu­samt fólk með mikla reynslu og ólík­an bak­grunn sem vill láta gott af sér leiða fyr­ir sam­fé­lagið. Að sama skapi er ánægju­legt að sjá nýtt fólk bæt­ast í hóp­inn og efla flokk­inn enn frek­ar, en mik­il ásókn var í að kom­ast á lista flokks­ins fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar til að veita sam­vinnu­stefn­unni braut­ar­gengi.

Það er heiður að fá að starfa fyr­ir Ísland á þess­um vett­vangi, en því fylg­ir einnig mik­il ábyrgð. Í 108 ár hef­ur Fram­sókn, elsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins, lagt sitt af mörk­um við að stýra land­inu og auka hér lífs­gæði. Það er ekki sjálf­gefið að stjórn­mála­afl nái svo háum aldri. Að baki hon­um ligg­ur þrot­laus vinna grasrót­ar og kjör­inna full­trúa flokks­ins í gegn­um ára­tug­ina, sem hafa haldið stefnu flokks­ins á lofti. Kosn­ing­ar eft­ir kosn­ing­ar hafa kjós­end­ur treyst flokkn­um til góðra verka fyr­ir land og þjóð, enda þekk­ir þjóðin Fram­sókn og Fram­sókn þekk­ir þjóðina.

Í því meiri­hluta­sam­starfi sem liðið er ein­blíndi flokk­ur­inn á verk­efn­in sem voru fram und­an frek­ar en að taka þátt í op­in­ber­um erj­um milli annarra flokka. Fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar mun­um við halda áfram að tala fyr­ir þeim brýnu verk­efn­um sem vinna þarf að á næstu miss­er­um, enda skipta þau máli fyr­ir þjóðina. Þar ber fyrst að nefna lækk­un verðbólgu og vaxta, sem er stærsta ein­staka hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja. Það voru já­kvæð teikn á lofti er Seðlabank­inn lækkaði stýri­vexti með síðustu ákvörðun sinni. Al­gjört grund­vall­ar­mál er að búa svo um hnút­ana að sú þróun haldi áfram en verði ekki taf­in vegna ein­hverra loft­fim­leika í stjórn­mál­un­um. Samþykkt ábyrgra fjár­laga, líkt og þeirra sem liggja fyr­ir þing­inu, er lyk­il­atriði. Í þeim er ráðist í aukna for­gangs­röðun í op­in­ber­um fjár­mál­um sem kall­ast á við aðgerðir stjórn­valda í þágu lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði. Á sama tíma og unnið er að því að ná auknu jafn­vægi í rekstri rík­is­ins með halla­laus­um rekstri og að skulda­hlut­föll verði lækkuð enn frek­ar verður að tryggja að hið op­in­bera geti áfram fjár­fest í fólki og innviðum um allt land með ábyrg­um og skyn­sam­leg­um hætti.

Nú þegar 32 dag­ar eru til kosn­inga ligg­ur fyr­ir að mikið líf á eft­ir að fær­ast í leik­inn. Það skemmti­leg­asta við stjórn­mál­in er sam­talið við kjós­end­ur í land­inu um verk okk­ar og framtíðar­sýn. Margt gott hef­ur áunn­ist á und­an­förn­um árum, og ýmis tæki­færi eru til þess að gera bet­ur. Þannig er gang­ur lífs­ins. Við höf­um ekki veigrað okk­ur við því að vera á skófl­unni og vinna vinn­una af full­um krafti til þess að bæta sam­fé­lagið okk­ar, enda eiga stjórn­mál að snú­ast um það. Við í Fram­sókn erum klár í bát­ana og hlökk­um til kom­andi vikna.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. október 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Þing­menn verða að vita að Lilja segir satt

Deila grein

23/10/2024

Þing­menn verða að vita að Lilja segir satt

Frjáls og virk skoðanaskipti eru grundvöllur hins sterka lýðræðisþjóðfélags sem við búum í. Í gær birtist einmitt áhugaverð skoðanagrein eftir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmann undir yfirskriftinni Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt. Björn fer þar mikinn í umræðunni um Kvikmyndasjóð og meintrar ,,slátrunar‘‘ undirritaðar á sjóðnum þar sem hann rekur hvernig framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs hafa lækkað að undanförnu. Um er að ræða lækkun sem skýrist að stærstum hluta af því að tímabundin framlög sem sett voru í sjóðinn vegna Covid heimsfaraldurs, á grundvelli kvikmyndastefnu fyrir Ísland 2020-2030, eru fallinn niður, líkt og önnur slíkt Covid framlög í öðrum málaflokkum.

Tímabundin framlög eru tímabundin

Björn virðist ekki meðtaka það að tímabundin framlög vegna heimsfaraldurs eru tímabundin framlög ef marka má orð hans: ,,Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina – eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid – og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum.‘‘

Það er hinn eðlilegasti hlutur að berjast fyrir hagsmunum sínum í ræðu og riti, en það hlýtur að vera sanngjörn krafa að fara ekki með staðlausa stafi á þeirri vegferð – sér í lagi áður en menn fara að ásaka aðra um slátranir og lygar. Má ég því til með að benda Birni á þessa fréttatilkynningu frá ráðuneyti mínu þann 8. október 2020 svo dæmi sé tekið, þar sem farið var yfir hluta af fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs. Þar stendur skýrum stöfum:

,,Samkvæmt nýrri Kvikmyndastefnu verður 412 milljónum kr. varið til að efla kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en alls nema framlög vegna nýrrar kvikmyndastefnu 550 milljónum kr. í frumvarpinu. Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.‘‘

Birni hefði verið í lófa lagið að nenna að leita stundarkorn eftir staðreyndum áður en hann reisti hús sitt á sandi, nema hann hafi einfaldlega kosið að líta fram hjá staðreyndum málsins. Leiðréttist þessi misskilningur og yfirsjón Björns hér með.

Hefur eitthvað verið gert fyrir kvikmyndagerð á Íslandi?

Af lestri greina eins og Björn ritar mætti halda að íslensk menning væri í dauðateygjunum. Því fer víðsfjarri. Staðreynd málsins er sú að mjög margt hefur áunnist á síðastliðnum árum til þess að efla kvikmyndagerð á Íslandi og er ég verulega stolt af því. Raunar er staðan sú að mörgum af þeim aðgerðum sem kynntar voru í kvikmyndastefnu fyrir Ísland 2020-2030 hefur verið hrint til framkvæmdar, og enn eru 6 ár eftir af líftíma hennar. Hér eru nokkur dæmi um það sem hefur verið áorkað.

  • 1,3 milljarði króna, eitt þúsund og þrjú hundruð milljónum króna, hefur verið veitt í tímabundin viðbótarframlög í kvikmyndasjóð frá árinu 2020.
  • Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%
  • Velta í kvikmyndagerð hefur stóraukist
  • Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar. Þar er nú boðið upp á 180 eininga BA nám með kjörsvið í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippingu eða hljóðtækni.
  • Framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð
  • Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna
  • Löggjöf um nýjan fjárfestingarsjóð sjónvarpsefnis ( framleiðslustyrki til lokafjármögnunar) var kláruð
  • Frumvarp um menningarframlag sem unnið hefur verið að er á lokametrunum. Með því yrði lögfest ný skylda á hendur streymisveitum til að greiða fjárframlag, sem rennur til Kvikmyndasjóðs (áætlað allt að 260 m.kr. á ári) eða skyldu til að fjárfesta með beinum hætti í framleiðslu í innlendu hljóð- og myndefni.
  • Efnahagslegt mikilvægi kvikmyndagerðar á Íslandi kortlagt, sbr. úttekt Olsberg
  • Stutt hefur verið sérstaklega við að varðveislu og stafvæðingu á íslenskum kvikmyndaarfi
  • Stutt hefur verið myndarlega við sjálfsprottin verkefni eins og kynningu á íslenskum myndum erlendis, innlendar kvikmyndahátíðir og menningarleg kvikmyndahús
  • Stutt hefur Kvikmyndatengda fræðslu, til dæmis fyrir ungt fólk
  • Sjálfbærni í kvikmyndagerð hefur verið stutt með gerð handbókar þar um

Rúmir 7 milljarðar áætlaðir til kvikmyndamála árið 2025

Heildarframlög til kvikmyndamála á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðuneytisins 2016-2025.

Áætluð fjárframlög til þeirra kvikmyndatengdu mála sem heyra undir menningar- og viðskiptaráðuneytið eru áætluð rúmir 7 milljarðar á næsta ári. Fellur þar undir, Kvikmyndasjóður, Kvikmyndamiðstöð, Kvikmyndasafn Íslands og endurgreiðslukerfi kvikmynda. Endurspeglar upphæðin þau auknu umsvif sem orðið hafa í kvikmyndagerð hér á landi á undanförnum árum, sem birtast meðal annars í hækkun á endurgreiðslum. Á undanförnum árum hafa upphæðir úr þeim skipst nokkuð jafnt á milli innlendra og erlendra verkefna.

Lægri verðbólga stærsta forgangsmál samfélagsins

Lækkun verðbólgu og þar með vaxta er stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jákvæð teikn eru á lofti þar en til að ná markmiði um lækkun verðbólgu þarf aðhald í ríkisfjármálum. Fyrir næsta ár birtist þetta meðal annars í sértæku aðhaldi á samkeppnissjóði hjá öllum ráðuneytum. Kvikmyndasjóður er var þar ekki undanskilinn, en hann er einn af 14 sjóðum á sviði menningarmála. Framlög í hann á næsta ári munu nema rúmum milljarði en áform um menningarframlag streymisveita er meðal annars ætlað að efla hann inn til framtíðar.

Þróun framlaga í Kvikmyndasjóð 2016-2025. Eftirstöðvum fjárfestingaráttaksins var dreift inn á árið 2024. Árið 2023 var sérstak 250 m.kr aukaframlag sett í sjóðinn til að standa undir fjármögnun verkefna sem þegar höfðu hlotið vilyrði eða sjóðurinn var skuldbundinn gagnvart með samningi.

Þegar til framtíðar er litið, og þegar efnahagsástand og fjármál hins opinbera leyfa, hljótum við að líta til þess að bæta í Kvikmyndasjóð að nýju, enda er sjóðurinn einn af burðarásum íslenskrar menningar. Ég sé fyrir mér að fyrirsjáanleiki í fjármögnun sjóðsins yrði aukin, til að mynda með samkomulagi til fjögurra ára í senn. Slíkt yrði þó alltaf háð fjárveitingu hvers árs.

Kvikmyndagerð orðin heilsárs atvinnugrein

Meiri háttar breyting sem hefur orðið á kvikmyndagerð hér á landi er að hún er orðin heilsársatvinnugrein og verkefnum, stórum sem smáum, hefur fjölgað. Hér hefur byggst upp dýrmæt sérþekking á öllum sviðum kvikmyndagerðar, hvort sem það snýr að listræna þættinum eða hinum tæknilega og umsóknum í kvikmyndasjóð hefur fjölgað verulega. Í úttekt breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg kom til að mynda fram að 4.200 bein, óbein og afleidd störf hefðu verið til vegna kvikmyndagerðar hér á landi árið 2022 og að heildaratvinnutekjur þeirra sem störfuðu við kvikmyndaverkefni hér á landi hafi numið 48,9 milljörðum króna á árunum 2019 -2022Þá er gríðarlega ánægjulegt að sjá stór verkefni í kvikmyndagerð raungerast á landsbyggðinni sem styrkir stoðir greinarinnar og smærri byggðir á landinu. Þá hafa upphæðir úr endurgreiðslukerfinu skipst nokkuð jafnt á milli innlendra og erlendra verkefna undanförnum árum, eins og rakið er í úttekt Olsberg.

Skipting endurgreiðslna í kvikmyndagerð

Ég hef lagt mig alla fram við að efla menningarlífið á Íslandi og umhverfi kvikmyndagerðar þar á meðal. Í virkilega góðu samráði við haghafa greinarinnar höfum við náð að stíga stór framfaraskref skömmum tíma. Ég vil meina að ekki hefur jafnmikið gerst á jafn stuttum tíma frá því að Kvikmyndasjóður var settur á laggirnar árið 1979 og endurgreiðslukerfinu í kvikmyndagerð var komið á fót árið 1999. Til gamans má geta var hvorug tveggja komið á fót af ráðherrum úr Framsóknarflokknum, sem segir kannski ákveðna sögu. Það breytir því ekki að við viljum sjá enn frekari árangur, og kvikmyndasjóð eflast út líftíma kvikmyndastefnunnar til ársins 2030 og enn lengra inn framtíðar. Íslensk kvikmyndagerð getur treyst því að undirrituð verði áfram góður liðsmaður í því verkefni, sama hvað rangfærslum Björns B. Björnssonar líður.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 23. október 2024.