Categories
Greinar

Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi

Deila grein

04/03/2021

Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi

Með hækk­andi sól mun fyrsta heild­stæða mynd­list­ar­stefna Íslands líta dags­ins ljós sem mótuð hef­ur verið í nánu sam­starfi við helstu hagaðila í mynd­list á land­inu. Stefn­an mun setja fram heild­stæða sýn fyr­ir mynd­list­ar­líf að vaxa og dafna til árs­ins 2030. Mynd­list hef­ur leikið mik­il­vægt hlut­verk inn­an ís­lensks sam­fé­lags allt frá því snemma á 20. öld og er hratt vax­andi list- og at­vinnu­grein á Íslandi í dag. Á liðinni öld hafa þúsund­ir Íslend­inga numið mynd­list að ein­hverju marki þótt ein­ung­is lítið brot þeirra, eða nokk­ur hundruð, starfi við grein­ina í dag og ein­ung­is hluti þeirra í fullu starfi.

Áhersla í nýrri stefnu verður á fjöl­breytt­an stuðning við list­sköp­un, kennslu í mynd­list og al­menna vit­und­ar­vakn­ingu al­menn­ings um að mynd­list sé fyr­ir alla að njóta. Þá verður stjórn­sýsla og stuðnings­kerfi mynd­list­ar eflt en um leið ein­faldað í þágu ár­ang­urs. Við vilj­um að á Íslandi starfi öfl­ug­ar og sam­stillt­ar mynd­list­ar­stofn­an­ir með þjóðarlista­safn á heims­mæli­kv­arða sem styður með já­kvæðum hætti við alla aðra þætti kraft­mik­ils mynd­list­ar­lífs um allt land og alþjóðlegt orðspor ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Mynd­list­armiðstöð tek­ur við hlut­verki Kynn­ing­armiðstöðvar ís­lenskr­ar mynd­list­ar og verður kraft­mik­il miðja stuðnings­kerf­is mynd­list­ar­manna sem vinn­ur með mynd­list­ar­líf­inu. Ný mynd­list­ar­stefna set­ur fram sýn og aðgerðir sem hafa í för með sér hvata til efl­ing­ar á alþjóðlegu mynd­list­ar­starfi hér heima og er­lend­is.

Mynd­list sem at­vinnu­grein á Íslandi stend­ur nú á ákveðnum tíma­mót­um. Ungu fólki fjölg­ar sem kýs að starfa við list­sköp­un, eins og mynd­list­ina, sem er í eðli sínu grein framtíðar, alþjóðleg og sjálf­bær í senn. Stefn­an set­ur fram aðgerðir sem munu auka sýni­leika grein­ar­inn­ar gegn­um mæl­ingu á hag­vís­um henn­ar, ýta úr vegi hindr­un­um og inn­leiða hvata og íviln­an­ir sem styðja við mynd­list­ar­markað. Í ljósi stærðar alþjóðamarkaðar með mynd­list og eft­ir­tekt­ar­verðs ár­ang­urs ís­lenskra mynd­list­ar­manna má ætla að vaxta­tæki­færi mynd­list­ar séu veru­leg. Með auk­inni fjár­fest­ingu hins op­in­bera og einka­geira mun grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með fyrstu mynd­list­ar­stefnu Íslands er mótuð framtíðar­sýn sem styðja við já­kvæða sam­fé­lagsþróun auk þess að styðja við mynd­list­ar­líf á Íslandi til framtíðar.

Menn­ing og list­ir hafa gætt líf okk­ar þýðingu á erfiðum tím­um. Mörg stærstu tæki­færa ís­lensks sam­fé­lags og at­vinnu­lífs fel­ast ein­mitt þar. Mynd­list­in er ein þeirra greina sem hef­ur tek­ist á við áskor­an­ir heims­far­ald­urs­ins með aðdá­un­ar­verðum hætti. Söfn, galle­rí og lista­manna­rek­in rými hafa að mestu verið opin og staðið fyr­ir sýn­ing­ar­haldi. Það er löngu tíma­bært að stjórn­völd horfi til framtíðar í mynd­list­ar­mál­um þjóðar­inn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. mars 2021.

Categories
Greinar

Allir geta lært – en það læra ekki allir eins

Deila grein

23/02/2021

Allir geta lært – en það læra ekki allir eins

Í ís­lensk­um skól­um er gríðarleg­ur kraft­ur og vilji til góðra verka, bæði meðal nem­enda og starfs­fólks. Við vilj­um samt alltaf gera bet­ur og þar vinn­ur margt með okk­ur. Þekk­ing á skóla­starfi hef­ur auk­ist, rann­sókn­ir eru betri og fleiri, tækn­in skap­ar tæki­færi. Staða og náms­ár­ang­ur les­blindra barna er eitt þeirra mála sem hafa verið mér hvað hug­leikn­ust frá því ég tók við embætti mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra árið 2017. Ég trúi því af öllu hjarta að læsi sé lyk­ill­inn að lífs­gæðum og end­ur­spegli hæfni okk­ar til að skynja og skilja um­hverfið og sam­fé­lagið á gagn­rýn­inn hátt. Þess vegna leggj­um við höfuðáherslu á að efla læsi, og á mik­il­vægi þess að mæta öll­um nem­end­um sem glíma við les­blindu og lestr­arörðug­leika. Skiln­ing­ur á eðli les­blindu og áhrifa henn­ar hef­ur auk­ist og það viðhorf fer hverf­andi að sum­ir geti ein­fald­lega ekki lært. Það er skylda og vilji stjórn­valda að hjálpa öll­um börn­um að finna leið til þess að læra, vaxa og blómstra.

Það dug­ar ekki að tala um slík­an vilja, held­ur þurf­um við að setja okk­ur mark­mið og láta hend­ur standa fram úr erm­um. Þess vegna er brýnt að setja metnaðarfulla mennta­stefnu til árs­ins 2030, og inn­leiðing­in er haf­in með skýr­um mark­miðum og aðgerðum til að ná ár­angri! Í mennta­stefn­unni er börn­um og ung­menn­um heitið stuðningi við hæfi sem fyrst á náms­ferl­in­um. Því fyrr sem stuðning­ur­inn er veitt­ur, því betri ár­ang­urs má vænta. Stuðning­ur get­ur beinst að nem­and­an­um sjálf­um eða um­hverfi hans og mik­il­vægt er að laga stuðning­inn að þörf­um viðkvæmra ein­stak­linga og hópa. Á næstu vik­um mun ég leggja til alls­herj­ar-átaks­verk­efni rík­is og sveit­ar­fé­laga, sem felst í því að öll börn á Íslandi fái viðeig­andi stuðning fyr­ir 7 ára ald­ur. Það er for­gangs­mál og sam­taka er það raun­hæft mark­mið.

Þraut­seigja og hug­rekki liggja til grund­vall­ar mennta­stefn­unni. Við meg­um ekki við því að horfa fram hjá kröft­um og hæfi­leik­um allra, því sam­fé­lagið þarf sann­ar­lega á þeim að halda til að vaxa og dafna. Nú á fimmtu­dag­inn verður ný ís­lensk heim­ild­ar­mynd um ungt fólk og les­blindu sýnd á RÚV. Mynd­in er fróðleg og hvetj­andi og von­ir standa til að hún muni vekja umræðu um eðli og al­gengi les­blindu, þau úrræði sem standa til boða og mik­il­vægi þraut­seigj­unn­ar fyr­ir per­sónu­leg­an ár­ang­ur í námi.

Við höf­um áorkað miklu og sjá­um strax já­kvæðar breyt­ing­ar, t.d. með fjölg­un um­sókna í iðnnám, fjölg­un kenn­ara­nema og hækk­un braut­skrán­ing­ar­hlut­falls í fram­halds­skól­um. Það er nóg af verk­efn­um fram und­an, en við get­um engu að síður verið stolt af nem­end­um í ís­lensk­um skól­um, hug­viti þeirra og hug­mynda­flugi, færni og aug­ljós­um sköp­un­ar­krafti. Ef byggt er á styrk­leik­um barna og ung­menna, og við finn­um leiðina sem hent­ar hverj­um og ein­um, þá höf­um við engu að kvíða.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. febrúar 2021.

Categories
Greinar

Spennandi atvinnugrein – ein með öllu

Deila grein

15/02/2021

Spennandi atvinnugrein – ein með öllu

Ástæður sum­argleðinn­ar í minni barnæsku voru marg­ar. Sum­ar voru þær sömu og gleðja börn nú­tím­ans, en sér­stak­lega þótti mörg­um krökk­um í mínu hverfi spenn­andi að kom­ast í skólag­arðana! Þar fengu börn að leika sér í mold og drullu, sam­hliða því að læra að rækta græn­meti sem þau færðu stolt heim til for­eldra sinna þegar sumri tók að halla.

Ein­hverra hluta vegna þóttu skólag­arðarn­ir samt ekki töff og mat­ræktaráhug­inn fjaraði jafn­an út þegar unglings­ár­in nálguðust. Á full­orðins­ár­um kviknaði hann þó hjá mörg­um á ný og á und­an­förn­um árum hafa ma­t­jurta­g­arðar sprottið upp í húsa­görðum um allt land.

Að sama skapi hef­ur neysla á græn­meti stór­auk­ist í land­inu. Mataræðið hef­ur orðið fjöl­breytt­ara og sem bet­ur fer hef­ur skiln­ing­ur á mik­il­vægi þess að fram­leiða mat inn­an­lands auk­ist. Þeir sem velja að gera mat­væla­fram­leiðslu að ævi­starfi hafa átt á bratt­ann að sækja. Hefðbund­inn bú­skap­ur hef­ur víða dreg­ist sam­an og orðræðan í garð inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu hef­ur stund­um verið nei­kvæð. Sem bet­ur fer hef­ur það snú­ist við og auk­in inn­lend mat­væla­fram­leiðsla er nú tal­in lífs­nauðsyn­leg og ómet­an­leg af mörg­um ástæðum.

Raun­ar kall­ast hún á við mörg af helstu hags­muna­mál­um þjóðar­inn­ar, og jafn­vel alls heims­ins. Þannig eru um­hverf­isáhrif inn­lendr­ar garðyrkju og annarr­ar mat­væla­fram­leiðslu já­kvæð, í sam­an­b­urði við áhrif­in af inn­flutn­ingi mat­væla. Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla stuðlar að fæðuör­yggi þjóðar­inn­ar, sem í eina tíð þóttu óþarfar áhyggj­ur en síðari tíma áföll hafa ótví­rætt sýnt að fæðuör­yggi er raun­veru­legt álita­mál. Með auk­inni og nú­tíma­legri garðyrkju er um­hverf­i­s­vænni ís­lenskri orku sáð í frjó­an svörð, þar sem hug­vit skipt­ir sí­fellt meira máli. Ný­sköp­un í garðyrkju hef­ur skapað áhuga­verð störf, þar sem ís­lensk­ar aðstæður eru nýtt­ar til að há­marka afrakst­ur­inn. Nýt­ing á vatni og orku er marg­falt skil­virk­ari og tækninýj­ung­ar fá að blómstra.

Auk­inn áhugi neyt­enda á græn­meti hef­ur birst í aukn­um inn­flutn­ingi. Íslensk­ir fram­leiðend­ur hafa aukið sína fram­leiðslu, en ekki haldið í við eft­ir­spurn­ina og því hef­ur hlut­deild inn­lendr­ar fram­leiðslu minnkað. Hún er nú um 20% en með mark­viss­um aðgerðum og nú­tíma­leg­um fram­leiðsluaðferðum má auka hana til muna. Þannig er raun­hæft að stefna á 40% hlut­deild árið 2030 og 50% inn­an fimmtán ára. Slík­ur ár­ang­ur hefði mik­il sam­fé­lags­leg áhrif, myndi skapa fjölda starfa og spara gjald­eyri sem ann­ars færi til kaupa á er­lendu græn­meti.

Hug­mynd­ir í þessa veru eru bæði raun­hæf­ar og hag­kvæm­ar. Stjórn­völd eiga að und­ir­búa jarðveg­inn og skapa góð rekstr­ar­skil­yrði. Íslensk­ir fram­leiðend­ur fram­leiða hágæðavöru og þess vegna er framtíðin björt!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. febrúar 2021.

Categories
Greinar

Í fótspor Ladda, Felix og Eddu Heiðrúnar

Deila grein

06/02/2021

Í fótspor Ladda, Felix og Eddu Heiðrúnar

Í ára­tugi hef­ur kvik­mynd­aris­inn Disney skemmt heims­byggðinni með æv­in­týr­um og sög­um. Söguþráður­inn er oft svipaður í grunn­inn – aðal­sögu­hetj­an lend­ir í ógöng­um, berst við ill öfl, en hef­ur bet­ur að lok­um. Flest eig­um við minn­ing­ar af kvik­mynda­upp­lif­un með fjöl­skyld­um okk­ar, þar sem við hlæj­um eða grát­um yfir drama­tík­inni á hvíta tjald­inu. Lyk­ill­inn að þeirri upp­lif­un er sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur þeirra sem horfa – barna og full­orðinna.

Íslend­ing­ar áttuðu sig á þessu fyr­ir löngu og hafa lagt ótrú­leg­an metnað í tal­setn­ing­ar og þýðing­ar. Okk­ar frá­bæra fag­fólk, bæði tækni- og lista­menn, hef­ur skilað vinnu á heims­mæli­kv­arða frá því fyrsta Disney-mynd­in í fullri lengd var hljóðsett árið 1993. Fel­ix í hlut­verki Aladdíns, Laddi í hlut­verki and­ans og Edda Heiðrún sem prins­ess­an Jasmín eru ógleym­an­leg og gáfu tón­inn fyr­ir það sem skyldi koma. All­ar göt­ur síðan hafa Disney-mynd­ir verið tal­sett­ar og þannig hafa text­ar og hljóðrás­ir orðið til. Þess vegna er ein­kenni­legt að fyr­ir­tækið skuli ekki bjóða upp á ís­lenska texta og tal á streym­isveit­unni Disney+.

Í vik­unni sendi ég for­stjóra Disney bréf og hvatti fyr­ir­tækið til að nota það frá­bæra efni sem þegar er til. Það er bæði sann­gjörn og eðli­leg krafa, enda er fátt þjóðinni kær­ara en ís­lensk­an, og það er skylda stjórn­valda að styðja við og efla þenn­an hluta fjöl­miðlun­ar. Raun­ar hvíl­ir sú laga­skylda á ís­lensk­um sjón­varps­stöðvum að texta er­lent efni, en lög­in ná ekki yfir streym­isveiturn­ar sem falla milli skips og bryggju.

Brýnt er að bregðast við þeirri stöðu, svo skarðið í varn­ar­vegg ís­lensk­unn­ar stækki ekki á kom­andi árum. Íslensk­an á að vera hluti af allri streym­isþjón­ustu hér­lend­is, auk þess sem sam­keppn­is­staða ís­lenskra fjöl­miðla skekk­ist ef þeir er­lendu kom­ast fram hjá lög­um. Hana geta stjórn­völd rétt með texta- og tal­setn­ing­ar­sjóði, sem ég vil að verði að veru­leika, auk þess sem tækni­fram­far­ir gefa góð fyr­ir­heit um að sjálf­virk textun á sjón­varps­efni verði að veru­leika áður en langt um líður.

Í því sam­hengi er gam­an að nefna fram­gang mál­tækni­áætl­un­ar stjórn­valda, sem miðar að því að gera ís­lensk­una gjald­genga í tækni­vædd­um heimi. Nú hafa rúm­lega 1,1 millj­ón setn­ing­ar á ís­lensku safn­ast inn í radd­gagna­safnið Samróm, sem verður notað til að þjálfa mál­tækni­hug­búnað og radd-smá­for­ritið Embla er þegar komið út í prufu­út­gáfu. Með því get­um við talað ís­lensku við snjall­tæk­in okk­ar, spurt þau í töluðu máli um frétt­ir dags­ins, áætl­un­ar­tíma strætó, af­greiðslu­tíma sund­lauga og fleira.

Enn er margt óunnið í bar­áttu okk­ar fyr­ir viðgangi og vexti ís­lensk­unn­ar. Það er mik­il­vægt að vera stöðugt á verði og taka aðal­sögu­hetj­ur teikni­mynd­anna til fyr­ir­mynd­ar. Þegar á móti blæs tök­um við vind­inn í fangið og sigr­um!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. febrúar 2021.

Categories
Greinar

Tækifærið gríptu greitt

Deila grein

26/01/2021

Tækifærið gríptu greitt

Ný mennta­stefna legg­ur ríka áherslu á hug­rekki, sköp­un og gagn­rýna hugs­un – eig­in­leika sem flutt hafa fjöll og skapað marg­vís­leg verðmæti fyr­ir sam­fé­lög. Tungu­málið okk­ar geym­ir mörg orð yfir þá ein­stak­linga sem koma auga á nýja mögu­leika og hrinda þeim í fram­kvæmd enda er ís­lensk­an „orða frjó­söm móðir“ eins og Bólu-Hjálm­ar kvað; brautryðjandi, forkólf­ur, hvatamaður, frum­kvöðull, frum­herji, upp­hafsmaður, ný­sköpuður, for­víg­ismaður og nú síðast nýyrðið at­hafna­skáld. Og talandi um skáld. Stein­grím­ur Thor­steins­son var eitt af þjóðskáld­un­um okk­ar. Stein­grím­ur kom víða við í ís­lensku þjóðlífi á nítj­ándu öld. Hann þýddi meðal ann­ars æv­in­týri H.C. And­er­sen og Þúsund og eina nótt og enn þykja snilld­arþýðing­ar hans hent­ug­ar tæki­færis­gjaf­ir handa börn­um. Stein­grím­ur var dygg­ur stuðnings­maður Jóns Sig­urðsson­ar í þjóðfrels­is­bar­átt­unni og lengi rektor Lærða skól­ans í Reykja­vík.

Tæki­færið gríptu greitt,
giftu mun það skapa.
Járnið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa.

Þess­ar lín­ur eru úr einu af þekkt­ari kvæðum Stein­gríms og lýsa svo vel eld­móði þeirr­ar kyn­slóðar sem lagði grunn að sam­fé­lag­inu sem við búum við í dag. Kvæðið fang­ar vel þá hugs­un sem ein­kenn­ir frum­kvöðla og eig­in­leik­ana sem þeir þurfa öðrum frem­ur að temja sér. Frum­kvöðlastarf snýst þó ekki ein­göngu um hug­ar­far, held­ur líka um skipu­lag, verk­ferla, þraut­seigju og margt fleira. Hug­ar­far frum­kvöðuls­ins er hægt að læra og styrkja, eins og allt annað. Þess vegna er mik­il­vægt að um­gjörðin sé góð og skapi tæki­færi fyr­ir ungt fólk. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hef­ur til dæm­is stutt við starf­semi sam­tak­anna Ungra frum­kvöðla í gegn­um árin, enda styður starf þeirra vel við þá stefnu að efla ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlahugs­un nem­enda. Þá fengu á dög­un­um ung­menni í Lang­holts­skóla Íslensku mennta­verðlaun­in fyr­ir framúrsk­ar­andi þró­un­ar­verk­efnið Smiðjan í skap­andi skólaum­hverfi. Mark­miðið er að auka veg þverfag­legra viðfangs­efna með áherslu á sköp­un, lyk­il­hæfni og nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni í námi. Ég heim­sótti Smiðjurn­ar í gær og var heilluð af því starfi sem þar er unnið.

Ný mennta­stefna grund­vall­ast á því að nem­end­ur geti beitt rök­vísi, ígrund­un og hafi hug­rekki til að skapa. Í henni er lögð áhersla á sköp­un í öllu skóla­starfi til að stuðla að per­sónu­leg­um þroska, frum­kvæði og ný­sköp­un. Unnið skal með sam­spil gagn­rýn­inn­ar hugs­un­ar og sköp­un­ar til þess að þroska sjálf­stætt gild­is­mat nem­enda, styrkja hæfni til að setja ólík­ar niður­stöður í sam­hengi og efla þroska til sam­fé­lags­leg­ar umræðu. For­senda þess að virkja og viðhalda sköp­un­ar­krafti og -kjarki nem­enda er að þeim sé búið náms­um­hverfi þar sem hvatt er til frum­kvæðis, sjálf­stæðis og skap­andi hugs­un­ar á öll­um sviðum.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. janúar 2021.

Categories
Greinar

Stórsókn í nýsköpun, rannsóknum og þekkingargreinum

Deila grein

24/01/2021

Stórsókn í nýsköpun, rannsóknum og þekkingargreinum

Það er til­efni til að vera bjart­sýn. Ljós er við enda gang­anna með til­komu bólu­efn­is og við vit­um að betri tím­ar eru í vænd­um. Það eru uppi von­ir um að hag­vöxt­ur á heimsvísu muni taka veru­lega við sér vegna tækni­fram­fara. Á Íslandi hafa fram­lög til ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þekk­ing­ar­greina aldrei verið um­fangs­meiri en á þessu ári. Mark­mið stefn­unn­ar eru skýr: Skapa fleiri störf í þekk­ing­ar­grein­um. Megin­á­stæða þess að stjórn­völd fara í þessa veg­ferð er að við höf­um trú á framtíðinni og vilj­um fjár­festa í henni. Fjár­fest­ing­in er arðbær, fjöldi nýrra starfa verður til og fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins eykst. Sam­vinna sveit­ar­fé­laga, mennta­stofn­ana, vís­inda­sam­fé­lags og at­vinnu­lífs­ins verður kjarn­inn í nýrri klasa­stefnu til framtíðar og trygg­ir betri nýt­ingu fjár­muna.

Fjár­fest­ing­in nær 3% af lands­fram­leiðslu

Aukn­ing rík­is­fram­laga til ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þekk­ing­ar­greina hef­ur hækkað um 78% frá 2019. Hér fer sam­an kraft­ur hins op­in­bera og at­vinnu­lífs­ins, þar sem end­ur­greiðslur hafa verið aukn­ar til muna og fyr­ir­tæki í þess­um geira, sem stunda öfl­ug­ar rann­sókn­ir og þró­un­ar­starf, hafa þegar nýtt. Tíma­setn­ing­in á þess­ari stefnu­mörk­un er rétt og eyk­ur lík­urn­ar á því að hlut­fall starfa í þekk­ing­ar­grein­um fari vax­andi á kom­andi árum. Mest­ur vöxt­ur hef­ur verið í tæknifyr­ir­tækj­um á heimsvísu og mun hann halda áfram sök­um þess að tækn­inotk­un hef­ur auk­ist mikið á tím­um kór­ónu­veirunn­ar, hvort sem á við um fjar­kennslu, net­versl­un eða fjar­fundi. Ljóst er að marg­ir eru að nýta tíma sinn bet­ur vegna tækn­inn­ar og þróa nýj­ar aðferðir við störf sín. Sum­ir ganga svo langt að segja að á aðeins nokkr­um mánuðum hafi sta­f­ræn þekk­ing auk­ist meira en nokk­ur hafi gert sér von­ir um á 10 árum og kalla það „10-ára tæknis­tökk­breyt­ing­una“. Afar lík­legt er að mark­miðið um fram­lag hins op­in­bera til rann­sókn­ar og þró­un­ar verði 3% af lands­fram­leiðslu í ár. Þetta mark­mið þótti draum­kennt fyr­ir ekki svo löngu.

Rann­sókna­sjóður aldrei stærri

Til­kynnt hef­ur verið um út­hlut­un styrkja Rann­sókna­sjóðs fyr­ir árið 2021. Alls hljóta 82 ný verk­efni styrk sem er mesti fjöldi frá upp­hafi og jafn­framt hef­ur heild­ar­upp­hæð sem út­hlutað er aldrei verið hærri. Fram­lög til Rann­sókna­sjóðs hafa hækkað en hann er leiðandi sam­keppn­is­sjóður hér á landi sem hef­ur verið starf­rækt­ur frá ár­inu 2004. Hlut­verk sjóðsins er að styrkja vís­inda­rann­sókn­ir og rann­sókn­artengt fram­halds­nám á Íslandi. Síðustu ár hafa fjár­fram­lög til sjóðsins verið um 2,5 millj­arðar kr. en í sam­ræmi við stefnu Vís­inda- og tækni­ráðs sem samþykkt var á síðasta ári voru fjár­veit­ing­ar til sjóðsins hækkaðar í 3,7 millj­arða kr. fyr­ir þetta ár. Árið 2020 var einnig veitt aukafram­lag til sjóðsins vegna áhrifa Covid-19, alls 775,6 millj­ón­ir kr. Styrk­veit­ing­ar til nýrra verk­efna nema á þessu ári 1,3 millj­örðum kr., en þar sem verk­efn­in eru al­mennt til þriggja ára verður heild­ar­fram­lag vegna þeirra um 4 millj­arðar kr. á ár­un­um 2021-2023. Auk nýrra verk­efna koma tæp­lega 2 millj­arðar kr. til greiðslu á ár­inu vegna styrkja til eldri verk­efna. Rann­sókna­sjóður styrk­ir einnig þátt­töku ís­lenskra aðila í mörg­um alþjóðlega sam­fjár­mögnuðum verk­efn­um. Það er afar ánægju­legt að fylgj­ast með verk­efn­un­um og eru þau fjöl­breytt; hátíðni­kerfi; nátt­úru­vá, mer­gæxli, utangena­erfðir og sam­lífi manna og ör­vera.

Við lif­um sann­ar­lega á áhuga­verðum tím­um og það er að birta til!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Willum Þór Þórsson, formaður Þingflokks Framsóknarmanna og formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþingis.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. janúar 2021.

Categories
Greinar

Hæfileikar barna í Fellahverfi

Deila grein

21/01/2021

Hæfileikar barna í Fellahverfi

Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta sterkari umgjörð í skólakerfinu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Við höfum sterkar vísbendingar um að hægt sé að gera betur og þegar er í gangi markviss vinna í þá veru. Ástæðan er einföld: Öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra í leik og starfi og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þeir sem ekki ná tökum á því eru í lakari samfélagsstöðu en hinir. Þess vegna þarf að tryggja með öllum tiltækum ráðum góða íslenskukunnáttu allra barna.

Fögnum fjölbreytni í nemendahópum

Á liðnu ári voru kynnt drög að heildstæðri stefnu og tillögur að markvissum aðgerðum til að styrkja stöðu barna með annað móðurmál en íslensku. Þar er meginhugsunin sú, að fjölbreytni í nemendahópum skuli fagna enda efli hún skólastarfi og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar. Slíkt leiði á endanum til betri menntunar fyrir alla. Rík áhersla er á þennan þátt í nýrri menntastefnu fyrir árin 2020-2030.

Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Markmið verkefnisins er að auka hæfni í íslensku, efla málþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem um ræðir. Stuðla að aukinni málörvun, meiri orðaforða og betri lesskilningi. Þá á að tryggja betur en áður snemmbæran stuðning við börn, samstarf skóla og frístundaheimila og samfellu í stuðningi milli skólastiga. Þannig á að stuðla að því, að börn í Fellahverfi njóti sömu tækfæra og önnur til menntunar. Verkefnið á að verða fyrirmynd sambærilegra verkefna um allt land og stefnt er að því að nýta reynsluna til að fræða kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila um þær aðferðir sem nýtast best börnum með annað móðurmál en íslensku.

Ný hugsun í málefnum barna

Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að tímamóta aðgerðum í þágu barna, þar sem þjónusta við börn verður stóraukinn og ný hugsun innleidd. Vilji ráðherra stendur til þess að börn njóti fyrsta flokks þjónustu og stuðnings, þar sem ólík kerfi vinni saman með skilvirkum hætti að velferð barnsins. Menntakerfið er einn þeirra hornsteina sem leggja grunninn að framtíð barna og því er brýnt að skólarnir taki mið af ólíkum þörfum í samfélaginu. Að öðrum kosti gætu stórir hópa barna orðið útundan, með neikvæðum afleiðingum fyrir þau sjálf og samfélagið allt. Það er skylda stjórnvalda að laða fram hæfileika allra barna í samfélaginu og finna fjölbreyttum eiginleikum þeirra farveg.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 19. janúar 2021.

Categories
Greinar

Kvikmyndagerð getur vaxið áfram

Deila grein

20/01/2021

Kvikmyndagerð getur vaxið áfram

Áhrif heims­far­ald­urs á menn­ingu og skap­andi grein­ar um heim all­an hafa verið gríðarleg. Aðstæðurn­ar hafa dregið fram styrk og veik­leika ólíkra greina, en jafn­framt gert fleir­um ljóst hversu efna­hags­legt fót­spor þeirra er stórt.

Mörg ríki leita nú leiða til að efla hug­vits­grein­ar á borð við kvik­mynda-, tón­list­ar- og leikjaiðnað og aðrar list­grein­ar. Tekj­ur þess­ara greina á heimsvísu nema hundraðföld­um þjóðar­tekj­um Íslend­inga, eða um 2 trilljón­um Banda­ríkja­dala á ári. Að auki knýja þær áfram ný­sköp­un og skapa virðis­auka inn­an annarra greina.

Sum­ar skap­andi grein­ar hafa blómstrað í heims­far­aldr­in­um. Þar má nefna leikjaiðnað og aukna alþjóðlega eft­ir­spurn eft­ir kvik­mynduðu efni og tónlist, gegn­um streym­isveit­ur af ýms­um toga. Mis­jafnt er hve mikl­ar tekj­ur skila sér til rétt­hafa, en öll­um er ljóst að mik­il tæki­færi eru til staðar. Þannig er því spáð að tón­list­ar­geir­inn muni tvö­fald­ast að efna­legu verðmæti á næstu árum og á Íslandi hef­ur kvik­myndaiðnaður aldrei verið jafn um­svifa­mik­ill og í fyrra. Þar kom margt til, því auk fag­legra þátta voru ytri aðstæður hag­stæðar fyr­ir er­lenda fram­leiðend­ur. End­ur­greiðslu­kerfið er gott og geng­isþróun var þeim hag­stæð. Ísland var jafn­framt eitt fárra landa sem buðu fulla þjón­ustu, á meðan sum voru nán­ast lokuð vegna heims­far­ald­urs. Hér tókst grein­inni að þróa og tryggja fram­kvæmd á skýr­um sótt­varn­a­regl­um á kvik­mynda­tökustað, halda verk­efn­um gang­andi og laða til lands­ins ný – t.d. banda­rísku MasterClass-net­nám­skeiðsröðina sem ís­lensk­ir kvik­mynda­gerðar­menn hafa unnið og tekið upp í tón­list­ar­hús­inu Hörpu.

Það er mik­il­vægt að Ísland styrki stöðu sína á vax­andi kvik­mynda­markaði. Efli um­gjörð kvik­mynda­fram­leiðslu, byggi á sömu prinsipp­um og áður en taki virk­an þátt í alþjóðlegri sam­keppni um kvik­mynda­verk­efni. Ein­falt end­ur­greiðslu­kerfi er meðal þess sem við eig­um að rækta enn frek­ar. Við ætt­um að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið, eða nota það sem sveiflu­jafn­ara á móti geng­isþróun. Hlut­fallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krón­unn­ar er sterk en að lág­marki 25% þegar krón­an er veik­ari. Einnig mætti hugsa sér stig­hækk­andi end­ur­greiðslur eft­ir stærð verk­efna til að laða stærri verk­efni til lands­ins. Mik­il­vægt er þó að end­ur­greiðslu­kerfið sé sjálf­bært. Þá er brýnt að hraða af­greiðslu mála, til að lág­marka kostnað fram­leiðenda við brú­ar­fjármögn­un sem stend­ur verk­efn­um fyr­ir þrif­um.

Marg­ir alþjóðleg­ir kvik­mynda­fram­leiðend­ur hafa einnig kallað eft­ir betri aðstöðu til upp­töku inn­an­húss árið um kring – kvik­mynda­veri sem í bland við sterk­ara end­ur­greiðslu­kerfi myndi styrkja sam­keppn­is­stöðu Íslands og tryggja okk­ur stærri hlut en áður í tekju- og at­vinnu­skap­andi verk­efn­um. Það er ekki eft­ir neinu að bíða – byrj­um strax.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. janúar 2021.

Categories
Greinar

Heimsborg við hafið

Deila grein

07/01/2021

Heimsborg við hafið

Sam­fé­lög verða til úr mörg­um ólík­um þátt­um. Aðstæður eru mót­andi þátt­ur, ekki síst þar sem lands­lag ramm­ar inn bæj­ar­stæði á stór­feng­leg­an en jafn­framt ráðandi hátt. Menn­ing og at­vinnu­hætt­ir ráðast líka af legu sam­fé­laga, í okk­ar til­viki aðgengi að lands­ins gæðum – fiski­miðum, vatni, orku og á síðari tím­um at­vinnu­skap­andi nátt­úru – og sam­göng­um á hverj­um tíma.

Fáir bæir eru feg­urri eða eiga merk­ari sögu en Seyðis­fjörður. Milli him­in­hárra fjalla hef­ur byggst upp öfl­ugt sam­fé­lag, menn­ing­ar­leg­ur horn­steinn og sögu­fræg­ur staður. Þar kom í land fyrsti síma­streng­ur­inn sem tengdi Ísland við um­heim­inn og þaðan hafa ferðalang­ar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Teng­ing­in við um­heim­inn er þar sterk og í raun má segja að Seyðis­fjörður sé heims­borg í dul­ar­gervi. Fjöldi er­lendra lista­manna hef­ur dvalið við list­sköp­un í lengri eða skemmri tíma, þar eru veit­ingastaðir á heims­mæli­kv­arða, mann­lífið er blóm­legt og Seyðis­fjörður geym­ir sögu­fræg­ar bygg­ing­ar af er­lend­um upp­runa – lit­rík, nor­skættuð timb­ur­hús frá fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar­inn­ar gera Seyðis­fjörð ein­stak­an meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menn­ing­ar­sögu­legt gildi og njóta friðunar í sam­ræmi við það. Sum hafa fengið glæsi­lega and­lits­lyft­ingu á und­an­förn­um árum og eig­end­ur varið ómæld­um tíma og fé í varðveislu þeirra.

Aur­skriðurn­ar sem féllu á bæ­inn skömmu fyr­ir jól skutu Íslend­ing­um öll­um skelk í bringu og þjóðin fylgd­ist agndofa með frétt­um. Ótrú­leg mildi var að ekki yrði mann­tjón í ham­förun­um og engu lík­ara en al­mættið hafi staðið vörð um bæj­ar­búa. Þeirra bíður nú það verk­efni að bæta hið ver­ald­lega og menn­ing­ar­lega tjón sem varð, græða sár­in og standa sam­an. Stjórn­völd hafa heitið því að styðja Seyðfirðinga og vinna við hreins­un og end­ur­reisn er haf­in.

Brýnt er að bjarga sem mestu af per­sónu­leg­um verðmæt­um íbúa, og jafn­framt er mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að menn­ing­ar­arf­ur­inn glat­ist ekki. Þúsund­ir sögu­legra ljós­mynda í eigu Tækni­m­inja­safns­ins fund­ust heil­ar í aurn­um og vinna við björg­un úr safn­kost­in­um hef­ur gengið vel. Það er menn­ing­in sem ger­ir okk­ur mennsk og hana ber okk­ur að varðveita.

Í dag sæki ég Seyðfirðinga heim, ásamt þjóðminja­verði og for­stjóra Minja­stofn­un­ar, til að sjá aðstæður með eig­in aug­um. Ég er full eft­ir­vænt­ing­ar að hitta kraft­mikið heima­fólk, en kvíði því jafn­framt ör­lítið að standa frammi fyr­ir eyðilegg­ing­unni sem hef­ur orðið. Við vit­um að hús­in geyma merka sögu, bæði fjöl­skyldna og sam­fé­lags­ins alls og það er okk­ar skylda að sýna aðstæðunum áfram virðingu. Það hafa all­ir hlutaðeig­end­ur sann­ar­lega gert hingað til og svo verður áfram. Það mun Þjóðminja­safnið gera sem og Minja­stofn­un, en báðar stofn­an­irn­ar gegna lyk­il­hlut­verki við viðgerð húsa og safn­gripa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. janúar 2021.

Categories
Greinar

Menntun leiðir okkur áfram á óvissutímum

Deila grein

21/12/2020

Menntun leiðir okkur áfram á óvissutímum

Alþingi samþykkti fjár­lög fyr­ir árið 2021 og eitt af ein­kenn­um þeirra er mik­ill stuðning­ur við mennt­un og menn­ingu. Rík­is­stjórn Íslands hef­ur tekið ákvörðun um að styðja við grunn­kerfi þess og fjár­festa í mannauðinum. Það eru for­rétt­indi fyr­ir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er kom­in í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Framúrsk­ar­andi mennt­un er ein meg­in­for­senda þess að Ísland verði sam­keppn­is­hæft í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Verðmæta­sköp­un næstu ára­tuga mun í aukn­um mæli byggj­ast á hæfni, hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un.

Fram­halds­skóla­stigið hækk­ar um 9%

Mennt­un og auk­in hæfni er und­ir­staða sjálf­bærni, fram­fara og auk­inna lífs­gæða. Mik­il aðsókn var í nám í haust og ákvað rík­is­stjórn­in að fram­halds­skól­um og há­skól­um yrði tryggt nægt fjár­magn til að mæta eft­ir­spurn­inni. Það hef­ur tek­ist með nýj­um fjár­lög­um. Fjár­veit­ing­ar til fram­halds­skól­anna aukast um 9% milli ára og verða 40,4 millj­arðar kr. Um helg­ina eru fjöl­marg­ir fram­halds­skól­ar að út­skrifa nem­end­ur sína, vissu­lega með breyttu sniði vegna tak­mark­ana. Við út­skrift­ar­nem­end­ur vil ég því segja til hjart­ans ham­ingju!

Há­skóla­stigið hækk­ar um 14%

Fjár­laga­frum­varpið í ár sýn­ir glögg­lega mik­il­vægi mennta­kerf­is­ins og hvernig er for­gangsraðað í þágu þessa. Um 40% af fjár­veit­ing­um ráðuneyt­is­ins renna til há­skóla­starf­semi, sem er stærsti ein­staki mála­flokk­ur ráðuneyt­is­ins. Fram­lög til há­skóla- og rann­sókn­a­starf­semi aukast um 14% milli ára, þar sem bæði er um að ræða auk­inn bein­an stuðning við skóla­starfið og fjár­veit­ing­ar til ein­stakra verk­efna. Eitt af fyr­ir­heit­um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var að fram­lög til há­skóla­stigs­ins næðu meðaltali ríkja Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar. Það hef­ur tek­ist og er það fagnaðarefni.

Fjár­lög marka tíma­mót

Þetta frum­varp til fjár­laga fyr­ir árið 2021 mark­ar tíma­mót í sögu lands­ins og ein­kenn­ist af miklu hug­rekki og fram­sýni. Mark­mið frum­varps­ins er skýrt: Að gera það sem þarf til að koma Íslandi út úr kór­ónu­veirunni. Við erum að ná utan um fólkið okk­ar, heil­brigðis- og mennta­kerfi. Við ætl­um að koma Íslandi í gegn­um þetta og ljóst að nokkr­ar lyk­ilþjóðhags­stærðir eins og sam­neysla, einka­neysla og fjár­fest­ing líta nokkuð vel út.

Stærsta áskor­un­in er að skapa at­vinnu og er ég sann­færð um að um leið og við náum utan um kór­ónu­veiruna, þá verður mik­ill viðsnún­ing­ur og hann verður einna kröft­ug­ast­ur hér á Íslandi. Af hverju? Vegna þess að við höf­um myndað efna­hags­lega loft­brú í far­aldr­in­um og notað krafta hins op­in­bera til að ná utan um sam­fé­lagið okk­ar. Hug­rekki hef­ur stýrt för í aðgerðum stjórn­valda og vil ég þakka fjár­laga­nefnd kær­lega fyr­ir vel unn­in störf og sér­stak­lega for­manni fjár­laga­nefnd­ar, Will­um Þór Þórs­syni, fyr­ir ein­staka for­ystu. Við höf­um gert það sem þarf og höld­um áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.