Categories
Greinar

Hæfileikar barna í Fellahverfi

Deila grein

21/01/2021

Hæfileikar barna í Fellahverfi

Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta sterkari umgjörð í skólakerfinu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Við höfum sterkar vísbendingar um að hægt sé að gera betur og þegar er í gangi markviss vinna í þá veru. Ástæðan er einföld: Öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra í leik og starfi og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þeir sem ekki ná tökum á því eru í lakari samfélagsstöðu en hinir. Þess vegna þarf að tryggja með öllum tiltækum ráðum góða íslenskukunnáttu allra barna.

Fögnum fjölbreytni í nemendahópum

Á liðnu ári voru kynnt drög að heildstæðri stefnu og tillögur að markvissum aðgerðum til að styrkja stöðu barna með annað móðurmál en íslensku. Þar er meginhugsunin sú, að fjölbreytni í nemendahópum skuli fagna enda efli hún skólastarfi og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar. Slíkt leiði á endanum til betri menntunar fyrir alla. Rík áhersla er á þennan þátt í nýrri menntastefnu fyrir árin 2020-2030.

Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Markmið verkefnisins er að auka hæfni í íslensku, efla málþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem um ræðir. Stuðla að aukinni málörvun, meiri orðaforða og betri lesskilningi. Þá á að tryggja betur en áður snemmbæran stuðning við börn, samstarf skóla og frístundaheimila og samfellu í stuðningi milli skólastiga. Þannig á að stuðla að því, að börn í Fellahverfi njóti sömu tækfæra og önnur til menntunar. Verkefnið á að verða fyrirmynd sambærilegra verkefna um allt land og stefnt er að því að nýta reynsluna til að fræða kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila um þær aðferðir sem nýtast best börnum með annað móðurmál en íslensku.

Ný hugsun í málefnum barna

Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að tímamóta aðgerðum í þágu barna, þar sem þjónusta við börn verður stóraukinn og ný hugsun innleidd. Vilji ráðherra stendur til þess að börn njóti fyrsta flokks þjónustu og stuðnings, þar sem ólík kerfi vinni saman með skilvirkum hætti að velferð barnsins. Menntakerfið er einn þeirra hornsteina sem leggja grunninn að framtíð barna og því er brýnt að skólarnir taki mið af ólíkum þörfum í samfélaginu. Að öðrum kosti gætu stórir hópa barna orðið útundan, með neikvæðum afleiðingum fyrir þau sjálf og samfélagið allt. Það er skylda stjórnvalda að laða fram hæfileika allra barna í samfélaginu og finna fjölbreyttum eiginleikum þeirra farveg.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 19. janúar 2021.

Categories
Greinar

Kvikmyndagerð getur vaxið áfram

Deila grein

20/01/2021

Kvikmyndagerð getur vaxið áfram

Áhrif heims­far­ald­urs á menn­ingu og skap­andi grein­ar um heim all­an hafa verið gríðarleg. Aðstæðurn­ar hafa dregið fram styrk og veik­leika ólíkra greina, en jafn­framt gert fleir­um ljóst hversu efna­hags­legt fót­spor þeirra er stórt.

Mörg ríki leita nú leiða til að efla hug­vits­grein­ar á borð við kvik­mynda-, tón­list­ar- og leikjaiðnað og aðrar list­grein­ar. Tekj­ur þess­ara greina á heimsvísu nema hundraðföld­um þjóðar­tekj­um Íslend­inga, eða um 2 trilljón­um Banda­ríkja­dala á ári. Að auki knýja þær áfram ný­sköp­un og skapa virðis­auka inn­an annarra greina.

Sum­ar skap­andi grein­ar hafa blómstrað í heims­far­aldr­in­um. Þar má nefna leikjaiðnað og aukna alþjóðlega eft­ir­spurn eft­ir kvik­mynduðu efni og tónlist, gegn­um streym­isveit­ur af ýms­um toga. Mis­jafnt er hve mikl­ar tekj­ur skila sér til rétt­hafa, en öll­um er ljóst að mik­il tæki­færi eru til staðar. Þannig er því spáð að tón­list­ar­geir­inn muni tvö­fald­ast að efna­legu verðmæti á næstu árum og á Íslandi hef­ur kvik­myndaiðnaður aldrei verið jafn um­svifa­mik­ill og í fyrra. Þar kom margt til, því auk fag­legra þátta voru ytri aðstæður hag­stæðar fyr­ir er­lenda fram­leiðend­ur. End­ur­greiðslu­kerfið er gott og geng­isþróun var þeim hag­stæð. Ísland var jafn­framt eitt fárra landa sem buðu fulla þjón­ustu, á meðan sum voru nán­ast lokuð vegna heims­far­ald­urs. Hér tókst grein­inni að þróa og tryggja fram­kvæmd á skýr­um sótt­varn­a­regl­um á kvik­mynda­tökustað, halda verk­efn­um gang­andi og laða til lands­ins ný – t.d. banda­rísku MasterClass-net­nám­skeiðsröðina sem ís­lensk­ir kvik­mynda­gerðar­menn hafa unnið og tekið upp í tón­list­ar­hús­inu Hörpu.

Það er mik­il­vægt að Ísland styrki stöðu sína á vax­andi kvik­mynda­markaði. Efli um­gjörð kvik­mynda­fram­leiðslu, byggi á sömu prinsipp­um og áður en taki virk­an þátt í alþjóðlegri sam­keppni um kvik­mynda­verk­efni. Ein­falt end­ur­greiðslu­kerfi er meðal þess sem við eig­um að rækta enn frek­ar. Við ætt­um að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið, eða nota það sem sveiflu­jafn­ara á móti geng­isþróun. Hlut­fallið gæti orðið allt að 35% þegar staða krón­unn­ar er sterk en að lág­marki 25% þegar krón­an er veik­ari. Einnig mætti hugsa sér stig­hækk­andi end­ur­greiðslur eft­ir stærð verk­efna til að laða stærri verk­efni til lands­ins. Mik­il­vægt er þó að end­ur­greiðslu­kerfið sé sjálf­bært. Þá er brýnt að hraða af­greiðslu mála, til að lág­marka kostnað fram­leiðenda við brú­ar­fjármögn­un sem stend­ur verk­efn­um fyr­ir þrif­um.

Marg­ir alþjóðleg­ir kvik­mynda­fram­leiðend­ur hafa einnig kallað eft­ir betri aðstöðu til upp­töku inn­an­húss árið um kring – kvik­mynda­veri sem í bland við sterk­ara end­ur­greiðslu­kerfi myndi styrkja sam­keppn­is­stöðu Íslands og tryggja okk­ur stærri hlut en áður í tekju- og at­vinnu­skap­andi verk­efn­um. Það er ekki eft­ir neinu að bíða – byrj­um strax.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. janúar 2021.

Categories
Greinar

Heimsborg við hafið

Deila grein

07/01/2021

Heimsborg við hafið

Sam­fé­lög verða til úr mörg­um ólík­um þátt­um. Aðstæður eru mót­andi þátt­ur, ekki síst þar sem lands­lag ramm­ar inn bæj­ar­stæði á stór­feng­leg­an en jafn­framt ráðandi hátt. Menn­ing og at­vinnu­hætt­ir ráðast líka af legu sam­fé­laga, í okk­ar til­viki aðgengi að lands­ins gæðum – fiski­miðum, vatni, orku og á síðari tím­um at­vinnu­skap­andi nátt­úru – og sam­göng­um á hverj­um tíma.

Fáir bæir eru feg­urri eða eiga merk­ari sögu en Seyðis­fjörður. Milli him­in­hárra fjalla hef­ur byggst upp öfl­ugt sam­fé­lag, menn­ing­ar­leg­ur horn­steinn og sögu­fræg­ur staður. Þar kom í land fyrsti síma­streng­ur­inn sem tengdi Ísland við um­heim­inn og þaðan hafa ferðalang­ar lengi lagt yfir hafið og gera enn. Teng­ing­in við um­heim­inn er þar sterk og í raun má segja að Seyðis­fjörður sé heims­borg í dul­ar­gervi. Fjöldi er­lendra lista­manna hef­ur dvalið við list­sköp­un í lengri eða skemmri tíma, þar eru veit­ingastaðir á heims­mæli­kv­arða, mann­lífið er blóm­legt og Seyðis­fjörður geym­ir sögu­fræg­ar bygg­ing­ar af er­lend­um upp­runa – lit­rík, nor­skættuð timb­ur­hús frá fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar­inn­ar gera Seyðis­fjörð ein­stak­an meðal bæja á Íslandi. Mörg þeirra hafa mikið menn­ing­ar­sögu­legt gildi og njóta friðunar í sam­ræmi við það. Sum hafa fengið glæsi­lega and­lits­lyft­ingu á und­an­förn­um árum og eig­end­ur varið ómæld­um tíma og fé í varðveislu þeirra.

Aur­skriðurn­ar sem féllu á bæ­inn skömmu fyr­ir jól skutu Íslend­ing­um öll­um skelk í bringu og þjóðin fylgd­ist agndofa með frétt­um. Ótrú­leg mildi var að ekki yrði mann­tjón í ham­förun­um og engu lík­ara en al­mættið hafi staðið vörð um bæj­ar­búa. Þeirra bíður nú það verk­efni að bæta hið ver­ald­lega og menn­ing­ar­lega tjón sem varð, græða sár­in og standa sam­an. Stjórn­völd hafa heitið því að styðja Seyðfirðinga og vinna við hreins­un og end­ur­reisn er haf­in.

Brýnt er að bjarga sem mestu af per­sónu­leg­um verðmæt­um íbúa, og jafn­framt er mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að menn­ing­ar­arf­ur­inn glat­ist ekki. Þúsund­ir sögu­legra ljós­mynda í eigu Tækni­m­inja­safns­ins fund­ust heil­ar í aurn­um og vinna við björg­un úr safn­kost­in­um hef­ur gengið vel. Það er menn­ing­in sem ger­ir okk­ur mennsk og hana ber okk­ur að varðveita.

Í dag sæki ég Seyðfirðinga heim, ásamt þjóðminja­verði og for­stjóra Minja­stofn­un­ar, til að sjá aðstæður með eig­in aug­um. Ég er full eft­ir­vænt­ing­ar að hitta kraft­mikið heima­fólk, en kvíði því jafn­framt ör­lítið að standa frammi fyr­ir eyðilegg­ing­unni sem hef­ur orðið. Við vit­um að hús­in geyma merka sögu, bæði fjöl­skyldna og sam­fé­lags­ins alls og það er okk­ar skylda að sýna aðstæðunum áfram virðingu. Það hafa all­ir hlutaðeig­end­ur sann­ar­lega gert hingað til og svo verður áfram. Það mun Þjóðminja­safnið gera sem og Minja­stofn­un, en báðar stofn­an­irn­ar gegna lyk­il­hlut­verki við viðgerð húsa og safn­gripa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. janúar 2021.

Categories
Greinar

Menntun leiðir okkur áfram á óvissutímum

Deila grein

21/12/2020

Menntun leiðir okkur áfram á óvissutímum

Alþingi samþykkti fjár­lög fyr­ir árið 2021 og eitt af ein­kenn­um þeirra er mik­ill stuðning­ur við mennt­un og menn­ingu. Rík­is­stjórn Íslands hef­ur tekið ákvörðun um að styðja við grunn­kerfi þess og fjár­festa í mannauðinum. Það eru for­rétt­indi fyr­ir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er kom­in í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Framúrsk­ar­andi mennt­un er ein meg­in­for­senda þess að Ísland verði sam­keppn­is­hæft í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Verðmæta­sköp­un næstu ára­tuga mun í aukn­um mæli byggj­ast á hæfni, hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un.

Fram­halds­skóla­stigið hækk­ar um 9%

Mennt­un og auk­in hæfni er und­ir­staða sjálf­bærni, fram­fara og auk­inna lífs­gæða. Mik­il aðsókn var í nám í haust og ákvað rík­is­stjórn­in að fram­halds­skól­um og há­skól­um yrði tryggt nægt fjár­magn til að mæta eft­ir­spurn­inni. Það hef­ur tek­ist með nýj­um fjár­lög­um. Fjár­veit­ing­ar til fram­halds­skól­anna aukast um 9% milli ára og verða 40,4 millj­arðar kr. Um helg­ina eru fjöl­marg­ir fram­halds­skól­ar að út­skrifa nem­end­ur sína, vissu­lega með breyttu sniði vegna tak­mark­ana. Við út­skrift­ar­nem­end­ur vil ég því segja til hjart­ans ham­ingju!

Há­skóla­stigið hækk­ar um 14%

Fjár­laga­frum­varpið í ár sýn­ir glögg­lega mik­il­vægi mennta­kerf­is­ins og hvernig er for­gangsraðað í þágu þessa. Um 40% af fjár­veit­ing­um ráðuneyt­is­ins renna til há­skóla­starf­semi, sem er stærsti ein­staki mála­flokk­ur ráðuneyt­is­ins. Fram­lög til há­skóla- og rann­sókn­a­starf­semi aukast um 14% milli ára, þar sem bæði er um að ræða auk­inn bein­an stuðning við skóla­starfið og fjár­veit­ing­ar til ein­stakra verk­efna. Eitt af fyr­ir­heit­um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var að fram­lög til há­skóla­stigs­ins næðu meðaltali ríkja Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar. Það hef­ur tek­ist og er það fagnaðarefni.

Fjár­lög marka tíma­mót

Þetta frum­varp til fjár­laga fyr­ir árið 2021 mark­ar tíma­mót í sögu lands­ins og ein­kenn­ist af miklu hug­rekki og fram­sýni. Mark­mið frum­varps­ins er skýrt: Að gera það sem þarf til að koma Íslandi út úr kór­ónu­veirunni. Við erum að ná utan um fólkið okk­ar, heil­brigðis- og mennta­kerfi. Við ætl­um að koma Íslandi í gegn­um þetta og ljóst að nokkr­ar lyk­ilþjóðhags­stærðir eins og sam­neysla, einka­neysla og fjár­fest­ing líta nokkuð vel út.

Stærsta áskor­un­in er að skapa at­vinnu og er ég sann­færð um að um leið og við náum utan um kór­ónu­veiruna, þá verður mik­ill viðsnún­ing­ur og hann verður einna kröft­ug­ast­ur hér á Íslandi. Af hverju? Vegna þess að við höf­um myndað efna­hags­lega loft­brú í far­aldr­in­um og notað krafta hins op­in­bera til að ná utan um sam­fé­lagið okk­ar. Hug­rekki hef­ur stýrt för í aðgerðum stjórn­valda og vil ég þakka fjár­laga­nefnd kær­lega fyr­ir vel unn­in störf og sér­stak­lega for­manni fjár­laga­nefnd­ar, Will­um Þór Þórs­syni, fyr­ir ein­staka for­ystu. Við höf­um gert það sem þarf og höld­um áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. desember 2020.

Categories
Greinar

Sælustund á aðfangadagskvöld

Deila grein

15/12/2020

Sælustund á aðfangadagskvöld

Íslend­ing­ar búa að ríku­legri menn­ingu sem hef­ur fylgt okk­ur um alda­bil. Þjóðlög og rím­ur hafa ómað síðan á 12. öld og hug­vit þjóðar­inn­ar á sviði tón­list­ar er botn­laust. Tón­list­in vek­ur at­hygli um víða ver­öld, safn­ar verðlaun­um og viður­kenn­ing­um. Þátta- og kvik­mynda­fram­leiðend­ur flykkj­ast til lands­ins og all­ir vilja upp­lifa andagift­ina sem Íslandi fylg­ir. Með mik­illi fag­mennsku hef­ur tón­list­ar­mönn­um tek­ist að koma Íslandi á kortið sem tón­list­ar­landi – eitt­hvað sem við Íslend­ing­ar viss­um auðvitað fyr­ir löngu.

Við erum einnig mik­il bóka- og sagnaþjóð. Íslend­inga­sög­urn­ar, Hall­dór Lax­ness og hið ár­lega jóla­bóka­flóð er ein­stakt fyr­ir­bæri og raun­ar hef­ur jóla­bóka­flóðið aldrei verið stærra en nú! Ef­laust eru marg­ir sem finna fyr­ir val­kvíða enda munu jól­in ekki duga til að lesa allt sem okk­ur lang­ar. Fyr­ir tveim­ur árum samþykkti Alþingi frum­varp mitt um stuðnings­kerfi við út­gáfu bóka á ís­lensku. Ákvörðunin markaði þátta­skil í ís­lenskri bók­mennta­sögu og töl­urn­ar tala sínu máli. Útgefn­um titl­um fjölg­ar – sér­stak­lega í flokki barna­bóka – og bók­sala fyr­ir jól­in er um 30% meiri en á sama tíma í fyrra.

Á ár­inu hafa marg­ir lista­menn orðið fyr­ir miklu tekjutapi, enda listviðburðir bannaðir meira og minna síðan í mars. Stjórn­völd hafa stutt við lista­fólk með ýms­um hætti, t.d. með 10 stuðningsaðgerðum sem kynnt­ar voru í októ­ber. Ein þeirra var vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi menn­ing­ar og lista og um helg­ina var kynnt áhuga­vert verk­efni í þá veru, sem miðar að því færa þjóðinni listviðburði heim að dyr­um!

Al­menn­ingi um allt land býðst að senda vina­fólki eða ætt­ingj­um sín­um landsþekkt lista­fólk, sem bank­ar upp á 19. og 20. des­em­ber til að skemmta þeim opn­ar. Alls verða heim­sókn­irn­ar 750 tals­ins og yfir 100 lista­menn taka þátt í verk­efn­inu. Það er unnið í sam­starfi við Lista­hátíð í Reykja­vík og ég vona að sem flest­ir fái notið þess­ar­ar glæsi­legu gjaf­ar.

Við erum lukku­leg þjóð. Við meg­um ekki gleyma því að við eig­um of­gnótt af bók­um, hríf­andi tónlist, mynd­list og hönn­un sem hlýj­ar þegar frostið bít­ur í kinn­ar. Við eig­um að standa vörð um ís­lenska menn­ingu og list­ir, styðja við lista­menn­ina okk­ar og setja ís­lenska list í jólapakk­ana. Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs hef­ur birt yf­ir­lit á vefsíðu sinni yfir versl­an­ir sem selja ís­lenska hönn­un, og þar er sko af nægu að taka. Bæk­ur og leik­húsmiðar eru ekki ama­leg gjöf held­ur, ekki síst þegar viðburðaþyrst þjóðin losn­ar úr Covid-klón­um!

Það bær­ist eitt­hvað innra með manni þegar ró leggst yfir heim­ilið á aðfanga­dags­kvöld, allt heim­il­is­fólk satt og sælt, ljúf­ir jólatón­ar óma og maður kúr­ir með jóla­bók í hönd. Þessi stund ramm­ar inn ham­ingj­una hjá mér um jól­in. Ég segi því hik­laust – ís­lensk menn­ing og list­ir eru jóla­gjöf­in í ár!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. desember 2020.

Categories
Greinar

Hugrekki stýrir för

Deila grein

14/12/2020

Hugrekki stýrir för

Óvæntar aðstæður eru stundum ógnvekjandi. Þær bera með sér áskoranir, sem við getum valið að taka eða hafna. Við slíkar aðstæður sést úr hverju stjórnmálamenn eru gerðir – hvort þeir takast á við aðsteðjandi vanda með kreppta hnefana og hugann opinn, eða hræðast og láta kylfu ráða kasti.

Frá því Covid-faraldurinn skall á Íslandi í mars hefur reynt á hugrekki okkar allra. Vilja okkar til að mæta ógninni sem steðjar að samfélaginu; heilbrigðis- og hagkerfinu, menntun og menningu, börnum og ungmennum. Það krefst áræðis að hugsa í lausnum og ráðast í fordæmalausar og kostnaðarsamar aðgerðir, en einmitt þá er hugrekkið mikilvægast. Það smitar út frá sér og sameinar fólk.

Kórónuveirukreppan er um margt lík Kreppunni miklu. Árið 1929 reyndi hún mjög á stjórnmálamenn og -kerfi þess tíma. Atvinnuleysi varð sögulega mikið og í tilraun til að skilja aðstæður mótaði John M. Keynes þá kenningu sína, að í kreppum ættu stjórnvöld að örva hagkerfið með öllum tiltækum ráðum; ráðast í framkvæmdir og halda opinberri þjónustu gangandi, jafnvel þótt tímabundið væri eytt um efni fram. Skuldsetning ríkissjóðs væri réttlætanleg til að tryggja umsvif í hagkerfinu, þar til það yrði sjálfbært að nýju. Kenningin var í algjörri andstöðu við ríkjandi skoðun á sínum tíma, en hefur elst vel og víðast hvar hafa stjórnvöld stuðst við hana í viðleitni sinni til að lágmarka efnahagsáhrif kórónuveirunnar.

Á Íslandi ákváðu stjórnvöld að verja grunnkerfi ríkisins og tryggja afkomu þeirra sem tóku á sig þyngstu byrðarnar. Miklum fjármunum hefur verið varið til heilbrigðismála, fjárfestinga í menntun og atvinnuleysistryggingakerfisins. Hlutabótaleiðin er í mörgum tilvikum forsenda þess að ráðningarsamband hefur haldist milli vinnuveitanda og starfsmanns. Ríkið hefur líka fjárfest í innviðum og m.a. ráðist í auknar vegaframkvæmdir.

Aðgerðirnar lita að sjálfsögðu afkomu ríkissjóðs og nemur umfang þeirra um 10% af landsframleiðslu. Það bendir til ákveðnari inngripa hér en víða annars staðar, því þróuð ríki hafa að meðaltali ráðist í beinar aðgerðir sem jafngilda rúmum 8% af landsframleiðslu.

Stjórnvöld sýna hugrekki í þeirri baráttu að lágmarka efnahagssamdráttinn, vernda samfélagið og mynda efnahagslega loftbrú þar til þjóðin verður bólusett. Það er skylda okkar að styðja við þá sem hafa misst vinnuna, bæta tímabundið tekjutap og koma atvinnulífinu til bjargar.

Sjálfbær ríkissjóður eykur farsæld

Staða ríkissjóðs Íslands í upphafi faraldursins var einstök. Skuldir voru aðeins um 20% af landsframleiðslu, en til samanburðar voru skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna um 100%. Góður og traustur rekstur hins opinbera undanfarin ár hefur þannig reynst mikil þjóðargæfa, enda býr hann til svigrúmið sem þarf þegar illa árar. Viðvarandi hallarekstur er hins vegar óhugsandi og því er brýnt að ríkissjóður verði sjálfbær, greiði niður skuldir og safni í sjóði að nýju um leið og efnahagskerfið tekur við sér. Þá mun líka reyna á hugrekki stjórnvalda, að skrúfa fyrir útstreymi fjármagns til að tryggja stöðugleika um leið og atvinnulífið þarf að grípa boltann.

Íslenska hagkerfið hefur alla burði til að ná góðri stöðu að nýju. Landið er ríkt að auðlindum og við höfum fjárfest ríkulega í hugverkadrifnum hagvexti. Við höfum alla burði til að ná aftur fyrri stöðu í ríkisfjármálum, en fyrst þarf að gefa vel inn og komast upp brekkuna fram undan.

Markmið ríkisstjórnarinnar hafa náðst að stórum hluta. Heilbrigðis- og menntakerfið hefur staðist prófið og ýmsar hagtölur þróast betur en óttast var. Á þriðja ársfjórðungi var einkaneysla t.d. meiri en víðast hvar þrátt fyrir sögulegan samdrátt. Auknar opinberar fjárfestingar ríkisins og aukin samneysla hafa gefið hagkerfinu nauðsynlegt súrefni. Nú ríður á, að við höfum hugrekki til að klára vegferðina sem mun að lokum skila okkur öruggum í höfn. Þótt hugrekki snerti bæði áræði og ótta er þessum tengslum ólíkt háttað. Án hugrekkis fetum við aldrei ótroðna slóð. Án ótta gerum við líklega eitt og annað heimskulegt. Leitin að jafnvæginu milli þessara tveggja póla er viðvarandi, sameiginlegt verkefni okkar allra.

Eftir Sigurð Inga Jóhannsson, Lilju D. Alfreðsdóttur og Willum Þór Þórsson.

Sigurður Ingi er formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Lilja er varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra og Willum Þór er formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. desember 2020.

Categories
Greinar

Við gefumst aldrei upp þótt móti blási

Deila grein

05/12/2020

Við gefumst aldrei upp þótt móti blási

Af öll­um þeim gild­um sem mér voru inn­rætt í æsku hef­ur þraut­seigj­an lík­lega reynst mér best. Sá eig­in­leiki að gef­ast ekki upp þótt móti blási, að standa aft­ur upp þegar maður miss­ir fót­anna og trúa því að drop­inn holi stein­inn. Að lær­dóm­ur­inn sem við drög­um af mis­tök­um styrki okk­ur og auki lík­urn­ar á að sett mark ná­ist. Þannig hef ég kom­ist gegn­um áskor­an­ir í lífi og starfi og stund­um náð ár­angri sem mér þótti fjar­læg­ur í upp­hafi.

Seigla hef­ur frá aldaöðli þótt mik­il dyggð. Til henn­ar er vísað með bein­um og óbein­um hætti í helstu trú­ar­rit­um heims­ins, heim­speki og stjórn­mál­um. Jesús Krist­ur og Búdda töluðu um þraut­seigju, John Stu­art Mill um seiglu og Mart­in Lúther King sagði fólki að hlaupa ef það gæti ekki flogið, ganga ef það gæti ekki hlaupið og skríða ef það gæti ekki gengið. Lyk­il­atriði væri, að hreyf­ast fram á við hversu hratt sem maður færi!

Í gömlu mál­tæki seg­ir að þol­in­mæði vinni all­ar þraut­ir, en hitt er nær sanni að þraut­seigj­an geri það. Það dug­ar ekki alltaf að anda ró­lega þegar eitt­hvað bját­ar á, held­ur þarf að bretta upp erm­ar. „Trúðu á sjálfs þíns hönd, en und­ur eigi – upp með plóg­inn, hér er þúfa í vegi,“ orti Ein­ar Ben í hvatn­ing­ar­ljóði til þjóðar­inn­ar fyr­ir 120 árum og þau skila­boð eiga enn við. Þannig mun slag­ur­inn við heims­far­ald­ur aðeins vinn­ast ef við tök­um sam­an hönd­um. Vinn­um sem einn maður að því að tryggja heilsu al­menn­ings, vel­ferð, at­vinnu­stig og mennt­un þeirra sem erfa landið. Það síðast­nefnda hef­ur tek­ist ótrú­lega vel, enda hafa hagaðilar í mennta­kerf­inu unnið náið sam­an, sýnt mikið út­hald og þraut­seigju. Það er því viðeig­andi að þraut­seigj­an sé til­greind sem eitt af gild­um nýrr­ar mennta­stefnu sem nú er rædd á Alþingi.

Meg­in­inn­tak mennta­stefn­unn­ar er að all­ir geti lært og all­ir skipti máli. Þar gild­ir einu bak­grunn­ur fólks, fé­lags­leg­ar aðstæður og meðfædd­ir eig­in­leik­ar, því sam­an ætl­um við að stuðla að jöfn­um tæki­fær­um allra nem­enda. Skipu­leggja mennt­un og skólastarf út frá ólík­um þörf­um fólks og gef­ast ekki upp þótt móti blási. Það er nefni­lega ekki vöggu­gjöf­in sem skýr­ir náms­ár­ang­ur held­ur viðhorfið til mennt­un­ar, vinnusiðferðið og til­trú­in á að náms­geta sé ekki fasti held­ur vaxi þegar hlúð er að henni. Á sama hátt ræðst ár­ang­ur okk­ar í líf­inu ekki af forskrifuðum ör­lög­um, held­ur líka vinn­unni sem við leggj­um á okk­ur, af­stöðu okk­ar til mál­efna og siðferðinu sem við rækt­um með okk­ur.

Stund­um er sagt að seigla sé þjóðarein­kenni Íslend­inga. Hún hafi haldið líf­inu í okk­ur í þúsund ár, á meðan við kúrðum í torf­bæj­um fyrri alda. Vafa­laust er margt til í því, þótt Íslend­ing­ar ein­ir geti tæp­ast slegið eign sinni á seigl­una. Þvert á móti hef­ur hún verið upp­spretta fram­fara um all­an heim og verður það áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Íslenska iðnbyltingin

Deila grein

27/11/2020

Íslenska iðnbyltingin

Sæt­ur ilm­ur­inn af pip­ar­kök­um, randalín­um og smá­kök­um er alltumlykj­andi, enda jól­in á næsta leiti. Ást Íslend­inga á sæt­um kök­um og brauði er þó ekki bund­in við eina árstíð og fátt er betra en að vakna snemma um helg­ar til að skjót­ast í bakarí fyr­ir fjöl­skyld­una. Bera fram nýbakað brauð, álegg og jafn­vel leyfa börn­un­um að sökkva sér í kleinu­hring eða volg­an snúð.

Bak­araiðn á sér langa sögu hér á landi. Árið 1834 stóð kaupmaður­inn Peter C. Knudt­son fyr­ir bygg­ingu húsa á Torf­unni svo­kölluðu, þar sem eitt hús­anna var búið bak­ara­ofni. Þangað réðst til starfa er­lendi bak­ara­meist­ar­inn Tönnies Daniel Bern­höft og Ber­höfts-bakarí varð til. Fram­an af voru ein­ung­is bakaðar nokkr­ar teg­und­ir af brauði, svo sem rúg­brauð, fransk­brauð, súr- og land­brauð, en smám sam­an jókst úr­valið og þótti fjöl­breytt um alda­mót­in 1900. Þar með var grunn­ur­inn lagður að baka­rís­menn­ingu sem er löngu rót­gró­in í sam­fé­lag­inu. Form­legt nám í bak­araiðn hófst í Iðnskól­an­um í Reykja­vík árið 1964 og greina mátti mikla ánægju yfir því að stórt bar­áttu­mál bak­ara­stétt­ar­inn­ar væri í höfn!

Enn má merkja mikla ánægju með ís­lensk bakarí, en ánægj­an nær einnig til annarra iðngreina. Við erum stolt af fag­mennsku þeirra sem lært hafa sína iðn í ís­lensk­um skól­um og loks­ins er okk­ur að tak­ast að ryðja úr vegi kerf­is­læg­um hindr­un­um í starfs­mennta­kerf­inu – nokkuð sem lengi hef­ur verið rætt, án sýni­legs ár­ang­urs fyrr en nú. Kerf­is­breyt­ing­un­um er ætlað að jafna stöðu iðnnáms og bók­náms, fjölga þeim sem mennta sig í takt við eig­in áhuga, auka veg og virðingu iðngreina og upp­fylla bet­ur þarf­ir sam­fé­lags­ins. Þetta er mín mennta­hug­sjón.

Stefnt er að því að frá og með næsta skóla­ári fái iðnmenntaðir sem vilja aðgang að há­skól­um, rétt eins og bók­menntaðir fram­halds­skóla­nem­ar. Í því felst bæði sjálf­sögð og eðli­leg grund­vall­ar­breyt­ing. Önnur slík felst í nýrri aðferðafræði við vinnustaðanám iðn- og starfsnema en fram­veg­is mun skóla­kerfið tryggja náms­lok nem­enda, sem ráðast ekki af aðstæðum nema til að kom­ast á starfs­samn­ing. Reglu­gerð í þessa veru verður gef­in út á næstu dög­um, en þetta er lík­lega stærsta breyt­ing­in sem orðið hef­ur á starfs­mennta­kerf­inu í ára­tugi. Aukn­um fjár­mun­um hef­ur verið veitt til tækja­kaupa og til að bæta kennsluaðstæður í starfs­mennta­skól­um. Við höf­um ráðist í kynn­ingar­átak með hagaðilum til að vekja at­hygli á starfs- og tækni­námi, skóla­hús­næði verið stækkað og und­ir­bún­ing­ur að nýj­um Tækni­skóla er haf­inn.

Sam­hliða hef­ur ásókn í starfs­nám auk­ist gríðarlega og nú kom­ast færri að en vilja. Ein­hverj­ir kalla það lúxusvanda, en minn ásetn­ing­ur er að tryggja öll­um nám við hæfi, bæði hár­greiðslu­mönn­um og smíðakon­um. Með fjöl­breytta mennt­un og ólíka færni byggj­um við upp sam­fé­lag framtíðar­inn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Þrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja

Deila grein

17/11/2020

Þrautseigja og þekking, hugrekki og hamingja

Eng­inn kemst á áfangastað nema vita hvert ferðinni er heitið! Skýr mark­mið eru for­senda þess að ár­ang­ur ná­ist. Við gerð nýrr­ar mennta­stefnu hafa þau sann­indi verið höfð að leiðarljósi. Ég mun í dag mæla fyr­ir þings­álykt­un um mennta­stefnu til árs­ins 2030. Það er mín von að þing­heim­ur verði sam­stiga í því brýna sam­fé­lags­verk­efni að varða mennta­veg­inn inn í framtíðina.

Meg­in­mark­miðið er að tryggja Íslend­ing­um framúrsk­ar­andi mennt­un alla ævi. Stefn­an bygg­ist á fimm stoðum, sem sam­an mynda traust­an grunn til að byggja á. Við vilj­um 1) jöfn tæki­færi fyr­ir alla, 2) að kennsla verði í fremstu röð, 3) að nem­end­ur öðlist hæfni fyr­ir framtíðina, 4) að vellíðan verði í önd­vegi í öllu skóla­starfi og 5) gæði í for­grunni. Und­ir stoðunum fimm hafa 30 áhersluþætt­ir verið skil­greind­ir, sem eiga að skapa öfl­ugt og sveigj­an­legt mennta­kerfi – kerfi sem stuðlar að jöfn­um tæki­fær­um til náms, enda geta all­ir lært og all­ir skipta máli. Verði þings­álykt­un­ar­til­lag­an samþykkt verður unn­in aðgerðaáætl­un með ár­ang­urs­mæli­kvörðum til þriggja ára í senn, sem met­in verður ár­lega.

Mennta­stefn­an var unn­in í víðtæku sam­ráði, með aðkomu fjöl­margra aðila úr skóla­sam­fé­lag­inu. Stefnu­mót­un­in byggðist m.a. á efni og umræðum á fund­um með skóla­fólki og full­trú­um sveit­ar­fé­laga um allt land, sam­ræðum á svæðisþing­um tón­list­ar­skóla, sam­starfi við for­eldra, börn og ung­menni, at­vinnu­líf, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (e. OECD) og fleiri hags­munaaðila. Stefnu­drög fengu já­kvæð viðbrögð í sam­ráðsgátt stjórn­valda, þaðan sem gagn­leg­ar ábend­ing­ar bár­ust og voru þær m.a. notaðar til að þétta stefn­una og ein­falda fram­setn­ing­una. Fyr­ir vikið er text­inn aðgengi­leg­ur og skýr, sem er ein af for­send­um þess að all­ir hlutaðeig­andi skilji hann á sama hátt og sam­mæl­ist um mark­miðin.

Mennt­un er lyk­ill­inn að tæki­fær­um framtíðar­inn­ar. Hún er eitt helsta hreyfiafl sam­fé­laga og á tím­um fá­dæma um­skipta, óvissu og örra tækni­bylt­inga verða þjóðir heims að búa sig und­ir auk­inn breyti­leika og sí­fellt flókn­ari áskor­an­ir. Framtíðar­horf­ur ís­lensku þjóðar­inn­ar velta á sam­keppn­is­hæfni og sjálf­bærni ís­lenska mennta­kerf­is­ins. Vel­gengni bygg­ist á vel menntuðum ein­stak­ling­um með skap­andi og gagn­rýna hugs­un, fé­lags­færni og góð tök á ís­lensku og er­lend­um tungu­mál­um til að tak­ast á við hnatt­ræn­ar áskor­an­ir.

Mennt­un styrk­ir, vernd­ar og efl­ir viðnámsþrótt ein­stak­linga og sam­fé­laga. Með mennta­stefnu verður lögð áhersla á að styrkja viðhorf Íslend­inga til eig­in mennt­un­ar með vaxt­ar­hug­ar­far að leiðarljósi. Þekk­ing­ar­leit­inni lýk­ur aldrei og mennt­un, form­leg sem óform­leg, er viðfangs­efni okk­ar allra, alla ævi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. nóvember 2020.

Categories
Greinar

Von kviknar með bóluefni

Deila grein

15/11/2020

Von kviknar með bóluefni

Það tók fær­ustu vís­inda­menn heims níu ár að þróa bólu­efni gegn misl­ing­um, eft­ir að veir­an sem olli sjúk­dómn­um var ein­angruð um miðja síðustu öld. Til­raun­ir og rann­sókn­ir með bólu­efni gegn löm­un­ar­veiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Banda­ríkj­un­um árið 1955. Í því sam­hengi þykir krafta­verki lík­ast að bólu­efni gegn Covid-19 sé vænt­an­legt inn­an fárra vikna, rúm­lega ári eft­ir að fyrstu frétt­ir bár­ust af dul­ar­full­um veiru­sjúk­dómi sem síðar varð að heims­far­aldri. Bólu­efnið virðist jafn­framt vera óvenju öfl­ugt og rann­sókn­ir sýna virkni langt um­fram vænt­ing­ar.

Eng­inn hef­ur áður bólu­sett heims­byggðina

Frétt­irn­ar hafa sann­ar­lega blásið heims­byggðinni bjart­sýni í brjóst og nú þykir raun­hæft að sigr­ast á sjúk­dómn­um sem kostað hef­ur 1,3 millj­ón­ir manns­lífa. Sig­ur í þeirri bar­áttu er þó ekki unn­inn og næstu mánuðir verða erfiðir. Frek­ari rann­sókn­ir og gagna­söfn­un er nauðsyn­leg, sem von­andi styður við fyrstu niður­stöður af töfra­efn­inu góða. Í fram­hald­inu þarf að fram­leiða efnið í mikl­um mæli, dreifa því og bólu­setja svo til sam­tím­is heims­byggðina alla. Slíkt hef­ur ekki verið gert áður.

Var­fær­in bjart­sýni en mik­il áhrif á fjár­mála­markaði

Viðbrögðin við bólu­efna-frétt­un­um voru mik­il, þótt ýms­ir hafi hvatt til var­fær­inn­ar bjart­sýni. Þýsk-tyrk­nesku hjón­in sem leiða vís­inda­starfið fögnuðu frétt­un­um með bolla af tyrk­nesku tei og áréttuðu af yf­ir­veg­un, að enn væri mikið starf óunnið. Fjár­mála­markaðir tóku hins veg­ar hressi­lega við sér og verðbréfa­vísi­töl­ur sveigðust bratt upp á við. Hluta­bréf hækkuðu mikið í fyr­ir­tækj­um sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldr­in­um – t.d. flug- og ferðafé­lög­um – og já­kvæðir straum­ar kvísluðust um allt sam­fé­lagið, meðal ann­ars inn í hag­vaxt­ar­spá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (e. OECD). Nú spá­ir stofn­un­in því að hag­vöxt­ur á næsta ári verði 7%, eða 2% hærri vegna til­komu bólu­efn­is­ins, eft­ir sögu­leg­an sam­drátt, með til­heyr­andi at­vinnum­issi sem von­andi snýst við á ár­inu 2021.

Mark­viss viðbrögð og varn­ar­sig­ur

Þegar óheilla­ald­an skall á Íslandi sl. vet­ur mátti öll­um vera ljóst að framund­an væru mikl­ir erfiðleik­ar. Þúsund­ir starfa töpuðust og stönd­ug­ur rík­is­sjóður þurfti að taka á sig dæma­laus­ar byrðar til að tryggja inn­lenda hag­kerf­inu súr­efni. Sum­ir báru þá fals­von í brjósti að ástandið myndi aðeins vara í nokkr­ar vik­ur, en eins og ég nefndi í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrj­un apríl hlaut bólu­efni að vera for­senda þess að opnað væri fyr­ir flæði fólks til og frá land­inu. Viðbrögðin við viðtal­inu voru sterk og ein­hverj­um þótti óvar­lega talað af minni hálfu, þótt veru­leik­inn blasti við öll­um og spá­in hefði síðar raun­gerst.

Til­raun­ir stjórn­valda til að örva ís­lenska hag­kerfið hafa heppn­ast vel. Um­fangs­mik­ill stuðning­ur við fólk og fyr­ir­tæki hef­ur minnkað höggið af niður­sveifl­unni og fjár­mun­ir sem áður fóru úr landi verið notaðir inn­an­lands. Versl­un af ýmsu tagi hef­ur blómstrað, spurn eft­ir þjón­ustu iðnaðarmanna verið sögu­lega há og hreyf­ing á fast­eigna­markaði mik­il. Inn­lend fram­leiðsla hef­ur gengið vel og með aukn­um op­in­ber­um fjár­veit­ing­um til ný­sköp­un­ar­verk­efna, menn­ing­ar og lista hef­ur fræi verið sáð í frjó­an svörð til framtíðar. Krefj­andi og for­dæma­laus­ir tím­ar hafa því ekki ein­göngu verið nei­kvæðir, þótt vissu­lega eigi marg­ir um sárt að binda vegna at­vinnum­issis, veik­inda og jafn­vel dauðsfalla af völd­um veirunn­ar. Hug­ur minn er hjá þeim og ég vona að viðsnún­ing­ur­inn sem blas­ir nú við færi þeim gæfu.

Ísland hef­ur tryggt sér bólu­efni

Bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna er ekki lokið. Öll hag­kerfi heims­ins eru löskuð eft­ir ár mik­illa efna­hags­áfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frum­kvöðla, fjár­festa og ferðamanna, þar sem mark­miðið er að skapa vel­sæld fyr­ir þegn­ana. Fremst í verk­efnaröðinni er þó að tryggja heil­brigði fólks, sem er for­senda þess að líf fær­ist aft­ur í fyrri skorður. Líkt og ann­ars staðar er und­ir­bún­ing­ur bólu­setn­ing­ar haf­inn hér­lend­is, þar sem for­gangs­hóp­ar hafa verið skil­greind­ir og skipu­lag er í vinnslu. Ísland hef­ur tryggt sér aðgang að of­an­greindu bólu­efni, en jafn­framt verður áhuga­vert að fylgj­ast með þróun tveggja til þriggja annarra bólu­efna sem eru álíka langt kom­in í þró­un­ar­ferl­inu og efnið sem vakið hef­ur at­hygli und­an­farna daga.

Mesta öldu­rótið er næst landi

Á und­an­förn­um níu mánuðum hef­ur þjóðin sýnt mikla seiglu og sam­hug. Sigl­ing­in hef­ur verið löng og ströng, en nú sjá­um við til lands og get­um leyft okk­ur að líta björt­um aug­um fram á við. Við slík­ar aðstæður er brýnna en orð fá lýst að halda ein­beit­ing­unni, enda veit fiskiþjóðin að brimið er mest næst landi – þar sem blindsker geta gatað þjóðarskút­una og valdið ómældu tjóni ef ekki er farið var­lega. Það lát­um við ekki ger­ast, held­ur ætl­um við að standa sam­an og muna að leik­inn þarf að spila til enda.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. nóvember 2020.