Categories
Fréttir Greinar

Stærsta hagsmunamálið

Deila grein

19/10/2024

Stærsta hagsmunamálið

Það er ábyrgðahluti að sitja í rík­is­stjórn Íslands. Á und­an­förn­um árum höf­um við í Fram­sókn ein­beitt okk­ur að því að horfa fram á veg­inn, vera á skófl­unni og vinna vinn­una í þágu ís­lenskra hags­muna. Við höf­um haldið okk­ur fyr­ir utan reglu­legt hnútukast milli annarra stjórn­mála­flokka og reynt að ein­blína frek­ar á verk­efn­in og finna á þeim hag­felld­ar lausn­ir fyr­ir land og þjóð.

Ég er stolt af þeim ár­angri sem náðst hef­ur á ýms­um sviðum þjóðlífs­ins á und­an­förn­um árum. Margt hef­ur áunn­ist þótt það séu fjöl­mörg tæki­færi til þess að gera bet­ur. Þannig er gang­ur lífs­ins.

Lægri verðbólga og lækk­un vaxta eru stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja um þess­ar mund­ir. Það voru já­kvæð tíðindi þegar Seðlabank­inn lækkaði vexti nú í byrj­un mánaðar. Slíkt ger­ist ekki af sjálfu sér. Lyk­il­atriði á næstu vik­um er að tryggja að at­b­urðarás­in á næst­unni verði ekki til þess að tefja vaxta­lækk­un­ar­ferlið. Fram­sókn mun ekki láta sitt eft­ir liggja í þing­inu til að tryggja að skyn­sam­leg fjár­lög verði samþykkt, líkt og boðað er í því fjár­laga­frum­varpi sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hafði mælt fyr­ir fyrr í haust. Leiðarljós þess eru að ná niður verðbólgu og bæta þannig kjör heim­ila og fyr­ir­tækja. Það er skoðun okk­ar að traust sam­spil pen­inga­stefnu Seðlabanka Íslands, op­in­berra fjár­mála og aðila vinnu­markaðar­ins sé lyk­il­for­senda þess að stuðla að stöðugu verðlagi og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un verðbólgu og vaxta. Í þágu þessa þarf for­gangs­röðun í op­in­ber­um fjár­mál­um sem kall­ast á við aðgerðir stjórn­valda í þágu lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði, sem snúa að því að fjár­festa í fólki.

Það eru áhuga­verðir tím­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um um þess­ar mund­ir. Það er skylda okk­ar sem störf­um á þeim vett­vangi að tak­ast á við stöðuna af ábyrgð og festu enda er til mik­ils að vinna að ná mjúkri lend­ingu í hag­kerf­inu. Það er heiður að starfa í umboði kjós­enda lands­ins og vinna í þágu ís­lenskra hags­muna. Í kom­andi kosn­ing­um munu flokk­arn­ir óska eft­ir end­ur­nýjuðu umboði til þess að sitja á Alþingi Íslend­inga. Við í Fram­sókn erum klár í bát­ana og vél­arn­ar hafa verið ræst­ar, til­bú­in til að leggja okk­ur öll áfram fram til þess að gera sam­fé­lagið betra en það var í gær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. október 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Ísland verður leiðandi í gervigreind og máltækni

Deila grein

14/10/2024

Ísland verður leiðandi í gervigreind og máltækni

Þegar reyn­ir á stoðir tungu­máls okk­ar og menn­ing­ar finn­um við til ábyrgðar. Mál­efni tungu­máls­ins hafa sjald­an verið eins áber­andi í umræðunni og síðustu ár. Íslensk­an skipt­ir okk­ur öll máli og okk­ur þykir öll­um raun­veru­lega vænt um tungu­málið okk­ar. Því í tungu­mál­inu býr menn­ing okk­ar, merk og alda­göm­ul saga; sjálf þjóðarsál­in. Mál­tækni­áætl­un stjórn­valda og at­vinnu­lífs hef­ur skilað undra­verðum ár­angri fyr­ir tungu­málið svo eft­ir er tekið um all­an heim. Enn frek­ari aðgerða er þörf á því sviði og ég mun beita mér fyr­ir því að komið verði á fót gervi­greind­ar- og mál­tækni­miðstöð á Íslandi, í áfram­hald­andi sam­vinnu við at­vinnu­lífið.

Mik­il­vægi ís­lensk­unn­ar

Hæfni barna í móður­mál­inu ræður oft för um tæki­færi þeirra til framtíðar. Ég finn vel fyr­ir áhyggj­um Íslend­inga af framtíð tungu­máls­ins. Í minni ráðherratíð, sem ráðherra menn­ing­ar­mála, er þetta lík­lega það mál sem ég er tíðast brýnd til að beita mér fyr­ir. Fólk gef­ur sig á tal við mig úti á götu með áhyggj­ur af stöðu barn­anna okk­ar sem hrær­ast í ensku mál­um­hverfi, í sím­un­um og allt of oft í sjálf­um skól­un­um þar sem sí­fellt fleiri starfs­menn og sam­nem­end­ur þeirra tala litla sem enga ís­lensku. Þegar fólk geng­ur um miðbæ Reykja­vík­ur blasa við því upp­lýs­inga­skilti, aug­lýs­ing­ar og mat­seðlar á ensku. Er­lendu af­greiðslu­fólki fjölg­ar sí­fellt sem tal­ar enga ís­lensku. Nýj­ustu tækni­lausn­ir hafa síðasta ára­tug aðeins verið aðgengi­leg­ar á ensku. Ég leyfi mér þó að horfa bjart­sýn­um aug­um til framtíðar og segja að okk­ur sé að tak­ast að snúa þess­ari þróun við.

Íslensk­an er víða í sókn

Fjöld­inn all­ur af lausn­um sem aðstoða inn­flytj­end­ur við að læra ís­lensku hef­ur birst á síðasta ári, sem all­ar njóta veru­legra vin­sælda. Ég nefni þar sem dæmi RÚV ORÐ, sem kenn­ir fólki ís­lensku í gegn­um afþrey­ing­ar­efni RÚV, og Bara tala, for­rit með sér­sniðinni ís­lensku­kennslu eft­ir orðaforða úr mis­mun­andi starfs­grein­um á Íslandi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Upp­lýs­inga­skilti í Leifs­stöð gera nú loks­ins ís­lensku hærra und­ir höfði en ensku, líkt og eðli­legt er á ís­lensk­um flug­velli eins og ég hef bent á ít­rekað und­an­far­in ár. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér.

Stærstu mállíkön heims hafa á síðasta ári lært því sem næst lýta­lausa ís­lensku. Nýj­ustu fyr­ir­tækjalausn­ir, sem flest­ar eru byggðar ofan á þau líkön, eru því not­hæf­ar á ís­lensku. Áhrifa­mesta gervi­greind­ar­fyr­ir­tæki heims gum­ar af hæfni mállík­ans síns í tungu­máli sem um 350 þúsund manns tala, ís­lensku. Ekk­ert af þessu gerðist af sjálfu sér.

Sam­vinna at­vinnu­lífs og stjórn­valda skil­ar ár­angri

Far­sælt sam­starf stjórn­valda og at­vinnu­lífs í þróun á nýj­ustu tækni fyr­ir tungu­málið hef­ur sannað sig. Um­fangs­mik­il fjár­fest­ing stjórn­valda í þess­ari þróun, sem hófst árið 2018 með fyrstu mál­tækni­áætl­un, hef­ur borgað sig. Með söfn­un á gríðarlegu magni gagna á ís­lensku og þróun á gervi­greind­ar­tækni á ís­lensku hef­ur Ísland orðið leiðandi afl meðal smáþjóða í heimi mál­tækni og gervi­greind­ar. Fjár­fest­ing og þróun á tækni­leg­um innviðum sem þess­um í nafni tungu­máls og menn­ing­ar­arfs heill­ar þjóðar hef­ur vakið at­hygli út fyr­ir land­stein­ana. OpenAI, eitt stærsta gervi­greind­ar­fyr­ir­tæki heims, hef­ur viljað vinna náið með Íslandi á þess­um for­send­um: við deil­um áhuga með fyr­ir­tæk­inu á tungu­mál­inu og ger­um okk­ur grein fyr­ir að stærsta tækni­bylt­ing síðustu ára­tuga, gervi­greind­ar­bylt­ing­in, grund­vall­ast á sam­spili mann­legs tungu­máls og tölvu­tækni.

Áfram sækj­um við fram

Við erum hvergi af baki dott­in. Ég er þess full­viss að tækn­in muni á næstu árum, jafn­vel mánuðum, færa okk­ur lausn­ir við mörg­um af helstu vanda­mál­um sem nú ógna tungu­máli okk­ar. Tækni sem þýðir og tal­set­ur barna­efni með eins rödd­um og í upp­haf­legri út­gáfu þess er rétt hand­an við hornið. Fleiri tækni­lausn­ir sem auðvelda inn­flytj­end­um að læra ís­lensku eiga eft­ir að koma út. Nýj­ustu lausn­ir frá Microsoft og Google og fleiri tækn­iris­um verða aðgengi­leg­ar á ís­lensku. iP­ho­ne-sím­inn þinn mun á end­an­um geta talað ís­lensku. Ég er viss um það. En þetta ger­ist hins veg­ar ekki af sjálfu sér.

Við verðum að tryggja áfram­hald­andi þróun í ís­lenskri mál­tækni og gervi­greind og að mála­flokk­ar þess­ir tali sam­an. Um síðustu mánaðamót hrinti menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið ann­arri mál­tækni­áætl­un af stað, sem fel­ur í sér mikla fjár­fest­ingu og áfram­hald­andi sókn í mál­tækni. Þar er áhersl­an á hag­nýt­ingu þeirra innviða sem við höf­um smíðað síðustu ár og lausn­ir á ís­lensku sem gagn­ast al­menn­ingi og tungu­mál­inu.

Gervi­greind­ar- og mál­tækni­set­ur

Sýn okk­ar er að Ísland verði að koma á fót öfl­ugri ein­ingu, helst í sam­starfi stjórn­valda og at­vinnu­lífs, sem færi með mál­efni bæði gervi­greind­ar og mál­tækni. Slík ein­ing myndi vinna stöðugt að efl­ingu þess­ara greina á Íslandi, tryggja ný­sköp­un inn­an þeirra, hag­nýt­ar rann­sókn­ir há­skóla sem gagn­ast ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um og vera leiðandi afl á þessu sviði meðal smærri þjóða. Ísland hef­ur alla burði til að standa und­ir slíku starfi. Græn orka og nátt­úru­leg­ar aðstæður eru full­komn­ar fyr­ir fram­leiðslu á reikniafli, sem get­ur um­bylt tækniiðnaði og rann­sókn­ar­starfi á Íslandi. Íslenskt hug­vit og tækni geta staðið stolt á meðal fremstu þjóða heims, og efl­ing þessi verður reist á grund­velli menn­ing­ar og tungu­máls Íslend­inga. Við höf­um lagt til að ráðast í sam­starf við há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið um að gera þessa framtíðar­sýn að veru­leika og ég von­ast til að við get­um hafið þessa upp­bygg­ingu á allra næstu mánuðum. Mín von er að slík gervi­greind­ar- og mál­tækni­miðstöð yrði rek­in í sam­vinnu stjórn­valda og at­vinnu­lífs með ekki ósvipuðu fyr­ir­komu­lagi og Íslands­stofa. Hægt væri að sam­eina ýms­ar smærri stofn­an­ir og ein­ing­ar í mál­tækni, gervi­greind og ný­sköp­un und­ir ein­um hatti og auka hagræði í mála­flokk­un­um báðum á sama tíma og starf inn­an þeirra yrði eflt.

Bók­mennta­arf­ur Íslands þykir eitt af undr­um ver­ald­ar og er sann­ar­lega fram­lag okk­ar til heims­bók­mennt­anna. Að sama skapi hef­ur Ísland alla burði til að vera ein öfl­ug­asta gervi­greind­ar- og mál­tækniþjóð í heimi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Bókmenntastefna með ríka áherslu á ungt fólk

Deila grein

10/10/2024

Bókmenntastefna með ríka áherslu á ungt fólk

Í vik­unni mælti ég á Alþingi fyr­ir metnaðarfullri bók­mennta­stefnu til árs­ins 2030. Með henni vilj­um við efla ís­lenska rit­menn­ingu og tryggja að ís­lensk tunga dafni til framtíðar. Stefn­an legg­ur áherslu á marg­vís­leg atriði, en í kjarn­an­um er það að tryggja fjöl­breytta og kraft­mikla út­gáfu bóka á ís­lensku og auka lest­ur á öll­um aldri, en með sér­stakri áherslu á yngri kyn­slóðir. En hvað ger­ir út­gáfa bóka á ís­lensku svo mik­il­væga? Hvers vegna þarf þjóðfé­lagið að fjár­festa í henni?

Íslensk­ar bók­mennt­ir eru grund­völl­ur menn­ing­ar okk­ar. Þær varðveita sögu, þjóðsög­ur og hefðir og end­ur­spegla þróun sam­fé­lags­ins í gegn­um tíðina. Bæk­ur eru lyk­ill að því að skilja menn­ingu okk­ar, hug­mynda­fræði og sjón­ar­mið. Aðeins með því að skapa og varðveita ís­lensk­ar bók­mennt­ir get­um við tryggt að framtíðar kyn­slóðir fái að kynn­ast ríkri menn­ing­ar­arf­leifð okk­ar, skilja ræt­ur sín­ar bet­ur og viðhalda tungu­mál­inu.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að tungu­málið okk­ar stend­ur frammi fyr­ir áskor­un­um af völd­um snjall­tækja og stór­auk­ins aðgangs að ensku snemma á mál­töku­skeiði. Við sjá­um til að mynda að í ný­legri könn­un­um hef­ur áhugi barna á lestri stór­lega minnkað frá ár­inu 2000. Þetta eru slæm­ar frétt­ir sem þarf að bregðast við með fjöl­breytt­um ætti. Margt hef­ur áunn­ist á und­an­förn­um árum en það eru ýmis tæki­færi til þess að gera bet­ur í þess­um efn­um. Í bók­mennta­stefn­unni er lögð sér­stök áhersla á börn og ung­menni. Má þar til dæm­is nefna að starfs­um­hverfi höf­unda barna- og ung­menna­bóka verði styrkt sér­stak­lega og viðbótar­fjármagni verði tíma­bundið veitt til Barna­menn­ing­ar­sjóðs til að styrkja verk­efni sem byggj­ast á og stuðla að auk­inni miðlun á ís­lensk­um sagna­arfi til barna og ung­menna ásamt því að kannaðir verði mögu­leik­ar á því að styðja sér­stak­lega við þýðing­ar á er­lend­um bók­mennt­um eða sam­bæri­legu efni sem höfðar til barna og ung­menna á ís­lensku. Þá er einnig lagt til að stuðlað verði að auk­inni kynn­ingu og sýni­leika á hlut­verki og störf­um rit­höf­unda, mynd­höf­unda og þýðenda, meðal ann­ars í starfi grunn­skóla og fram­halds­skóla, vegna mik­il­væg­is þeirra fyr­ir ís­lenska tungu og sköp­un­ar­kraft kom­andi kyn­slóða.

Með því að gefa út fjöl­breytt­ar bæk­ur á ís­lensku fyr­ir börn og full­orðna auk­um við notk­un og skiln­ing á tungu­mál­inu. Um ald­ir höf­um við skrifað sög­una á ís­lensku og því ætl­um við að halda áfram um ókomna tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Neytendavernd viðkvæmra hópa

Deila grein

01/10/2024

Neytendavernd viðkvæmra hópa

Neyt­enda­mál hafa verið í for­gangi í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu á kjör­tíma­bil­inu. Þannig hef­ur viðskipta­bönk­un­um til að mynda verið veitt aðhald með út­tekt á gjald­töku þeirra og arðsemi, stutt hef­ur verið við verðlags­eft­ir­lit á dag­vörumarkaði, niðurstaða út­tekt­ar á trygg­inga­markaðnum er vænt­an­leg fyr­ir ára­mót og ný­verið mælti ég fyr­ir heild­stæðri stefnu í neyt­enda­mál­um til árs­ins 2030. Ein aðgerðanna í þeirri stefnu snýr að neyt­enda­vernd viðkvæmra hópa, en ákveðnir hóp­ar neyt­enda í til­tekn­um aðstæðum geta verið viðkvæm­ir fyr­ir markaðssetn­ingu og aug­lýs­ing­um og þurfa því sér­staka vernd, svo sem börn, eldri borg­ar­ar og fatlað fólk.

Við höf­um m.a. litið til sam­an­b­urðarríkja í þess­um efn­um þar sem ým­is­legt hef­ur verið til skoðunar, eins og t.d. end­ur­skoðun á stöðlum fyr­ir barna­vör­ur, fjár­málaráðgjöf til neyt­enda sem standa höll­um fæti fjár­hags­lega og aukið gagn­sæi og ráðgjöf til að nálg­ast upp­lýs­ing­ar. Á þing­mála­skrá minni er m.a. að finna frum­varp til markaðssetn­ing­ar­laga sem inni­held­ur ákvæði sem snúa að viðskipta­hátt­um sem bein­ast að börn­um og ung­ling­um und­ir 18 ára aldri. Ákvæðið bygg­ist á sam­bæri­leg­um ákvæðum í dönsku og norsku markaðssetn­ing­ar­lög­un­um sem byggj­ast að miklu leyti á siðaregl­um Alþjóðaviðskiptaráðsins um aug­lýs­ing­ar og markaðssetn­ingu að því er varðar vernd barna og ung­linga.

Á Íslandi hafa mál­efni smá­lána verið til sér­stakr­ar skoðunar und­an­far­in ár og hafa stjórn­völd, með Neyt­enda­stofu í broddi fylk­ing­ar, lagt tals­vert kapp á að koma smá­lána­starf­semi í lög­mætt horf. Þannig hef­ur smá­lána­starf­semi tekið mikl­um breyt­ing­um í kjöl­far eft­ir­litsaðgerða m.a. með skil­grein­ingu viðbót­ar­kostnaðar, út­gáfu raf­bóka, lána­starf­semi frá Dan­mörku o.s.frv. Eft­ir nauðsyn­leg­ar laga­breyt­ing­ar hef­ur ekki borið jafn mikið á ólög­mæt­um smá­lán­um og var fyr­ir breyt­ing­una. Hins veg­ar hafa viðskipta­hætt­ir tengd­ir smá­lán­um breyst og tekju­lind­in virðist hafa færst yfir í lög­inn­heimtu tengda smá­lán­um með til­heyr­andi vanda­mál­um fyr­ir viðkvæma neyt­end­ur. Neyt­end­ur, og sér­stak­lega neyt­end­ur í viðkvæmri stöðu, leita oft ekki rétt­ar síns þar sem þá skort­ir fjár­magn, tíma og þekk­ingu, auk þess sem mála­ferl­um fylg­ir oft óhagræði. Til skoðunar er að inn­heimtu­hætt­ir á þess­um markaði verði kortlagðir og að fyr­ir­komu­lag eft­ir­lits með frum-, milli- og lög­inn­heimtu verði end­ur­skoðað heild­stætt til að unnt sé að taka á órétt­mæt­um inn­heimtu­hátt­um.

Í neyt­enda­mál­um líkt og öðrum mál­um skipt­ir máli að huga sér­stak­lega að viðkvæm­ustu hóp­um sam­fé­lags­ins. Það vilj­um við gera með auk­inni fræðslu, aðhaldi og eft­ir­liti til þess að efla rétt neyt­enda á breiðum grunni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. október 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Neytendamál í öndvegi

Deila grein

21/09/2024

Neytendamál í öndvegi

Í vik­unni mælti ég á Alþingi fyr­ir þings­álykt­un um stefnu í neyt­enda­mál­um til árs­ins 2030. Mik­il vinna hef­ur átt sér stað inn­an menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins á und­an­förn­um árum til þess að und­ir­byggja raun­veru­leg­ar aðgerðir í þágu neyt­enda. Aðdrag­anda þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar má meðal ann­ars rekja til þess að í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lögð al­menn áhersla á efl­ingu neyt­enda­vernd­ar og að tryggja stöðu neyt­enda bet­ur, meðal ann­ars í nýju um­hverfi netviðskipta.

Það skipt­ir raun­veru­legu máli að huga vel að neyt­enda­mál­um, enda hafa þau víðtæka skír­skot­un til sam­fé­lags­ins og at­vinnu­lífs­ins og mik­il­vægt er að til staðar sé skýr stefnu­mót­un á því mál­efna­sviði, ásamt aðgerðaáætl­un til næstu ára. Þegar hef­ur verið unnið að ýms­um breyt­ing­um á sviði neyt­enda­mála með það að mark­miði að bæta lög­gjöf á því sviði, auka neyt­enda­vit­und og styrkja þannig stöðu neyt­enda.

Lög­gjöf á sviði neyt­enda­mála hef­ur að stærst­um hluta það mark­mið að leiðrétta aðstöðumun sem er milli fyr­ir­tækja og al­menn­ings, þ.e. neyt­enda, bæði al­mennt og vegna ein­stakra viðskipta. Í því felst m.a. að vernda neyt­end­ur gegn órétt­mæt­um viðskipta­hátt­um fyr­ir­tækja, upp­lýsa neyt­end­ur og veita þeim skil­virk úrræði til að leita rétt­ar síns.

Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er einnig að finna aðgerðaáætl­un þar sem koma fram níu skil­greind­ar aðgerðir, með ábyrgðaraðilum og sam­starfsaðilum. Aðgerðirn­ar snúa meðal ann­ars að auk­inni neyt­enda­vernd á sviði fjár­málaþjón­ustu og áherslu á fjár­mála­læsi, neyt­enda­vernd viðkvæmra hópa, áherslu á ís­lensku við markaðssetn­ingu vöru og þjón­ustu, aukna neyt­enda­vernd við fast­eigna­kaup, áherslu á netviðskipti og staf­væðingu á sviði neyt­enda­mála sem og rann­sókn­ir, upp­lýs­inga­gjöf og fræðslu til að auka neyt­enda­vit­und.

Til viðbót­ar of­an­greind­um aðgerðum hef­ur menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið lagt sér­staka áherslu á að fylgj­ast náið með arðsemi og gjald­töku viðskipta­bank­anna til að veita þeim aðhald í þágu neyt­enda. Haustið 2023 var um­fangs­mik­il skýrsla þess efn­is birt og er von á þeirri næstu síðar í haust. Stærsta verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar þessi miss­er­in er að ná niður verðbólgu og þar með vöxt­um í land­inu, enda er það stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja. Í því verk­efni verða all­ir að taka þátt og vera á vakt­inni. Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið tek­ur hlut­verk sitt í því verk­efni al­var­lega og hef­ur þess vegna sett neyt­enda­mál í önd­vegi í þágu sam­fé­lags­ins alls.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. september 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Öryggismál verða áfram á oddinum

Deila grein

12/09/2024

Öryggismál verða áfram á oddinum

Á und­an­förn­um 15 árum hef­ur ferðaþjón­usta átt stór­an þátt í því að renna styrk­ari stoðum und­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Vöxt­ur henn­ar hef­ur aukið fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins um allt land og skapað ný tæki­færi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki. Vexti nýrr­ar at­vinnu­grein­ar fylgja áskor­an­ir sem mik­il­vægt er að fást við. Þannig leiðir til að mynda fjölg­un ferðamanna af sér verk­efni sem snúa að ör­ygg­is­mál­um og slysa­vörn­um. Eitt af for­gangs­mál­un­um í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu á þessu kjör­tíma­bili hef­ur verið að styrkja um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar í víðum skiln­ingi og búa henni hag­felld skil­yrði til þess að vaxa og dafna með sjálf­bær­um hætti til framtíðar í sátt við nátt­úru, menn og efna­hag. Í þings­álykt­un um ferðamála­stefnu og aðgerðaáætl­un til 2030, sem samþykkt var í júní 2024 og unn­in var í breiðri sam­vinnu fjölda hagaðila, er á nokkr­um stöðum að finna áhersl­ur sem lúta að ör­ygg­is­mál­um í ferðaþjón­ustu. Öryggi ferðamanna snert­ir mála­flokka sem heyra und­ir ýmis ráðuneyti, stofn­an­ir og sam­tök, og úr­bæt­ur á því sviði krefjast sam­starfs og sam­hæf­ing­ar þvert á stjórn­völd og at­vinnu­líf.

Í aðgerðaáætl­un ferðamála­stefnu er að finna sér­staka aðgerð sem snýr að bættu ör­yggi ferðamanna.

Mark­miðið er skýrt: að tryggja ör­yggi ferðamanna um land allt, eins og kost­ur er, hvort sem um er að ræða á fjöl­sótt­um áfanga­stöðum eða á ferð um landið al­mennt. Sér­stak­ur starfs­hóp­ur mun á næstu vik­um taka til starfa til þess að fylgja þess­ari aðgerð eft­ir, en verk­efni hans er að greina ör­ygg­is­mál í ferðaþjón­ustu, vinna að fram­gangi þeirra og tryggja sam­tal á milli aðila. Í því sam­hengi mun hóp­ur­inn meðal ann­ars skoða upp­lýs­inga­gjöf, hvernig skrán­ingu slysa og óhappa er háttað, áhættumat á áfanga­stöðum, upp­færslu viðbragðsáætl­un­ar, fjar­skipta­sam­band, viðbragðstíma viðbragðsaðila og sam­ræmda og skýra upp­lýs­inga­gjöf til ferðamanna. Starfs­hóp­ur­inn starfar á víðum grunni en hann skipa full­trú­ar Ferðamála­stofu, menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is, dóms­málaráðuneyt­is, heil­brigðisráðuneyt­is, innviðaráðuneyt­is, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Miðað er við að starfs­hóp­ur­inn hafi víðtækt sam­ráð í starfi sínu, meðal ann­ars við aðrar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög, fag­fé­lög, mennta­stofn­an­ir og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki. Miðað er við að hóp­ur­inn skili til­lög­um sín­um í áföng­um og að fyrstu skil verði 1. des­em­ber 2024. Við erum staðráðin í því að efla Ísland sem áfangastað í víðum skiln­ingi þess orð, og byggja á þeim góða grunni sem hingað til hef­ur verið lagður. Alltaf má hins veg­ar gera bet­ur og það er mark­miðið með því að hrinda nýrri ferðamála­stefnu í fram­kvæmd, meðal ann­ars með ör­ygg­is­mál­in áfram á odd­in­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Ofbeldið skal stöðvað

Deila grein

03/09/2024

Ofbeldið skal stöðvað

Þjóðin er harmi sleg­in eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að eitt okk­ar, Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir, 17 ára, lést í kjöl­far al­var­legra áverka sem henni voru veitt­ir. Það er þyngra en tár­um taki að þetta hafi gerst í okk­ar sam­fé­lagi. Sorg­in er enn erfiðari þar sem um er að ræða unga mann­eskju sem átti bjarta framtíð fyr­ir sér. Öll þjóðin finn­ur fyr­ir missin­um og sárs­auk­an­um í svona harm­leik.

Í gegn­um tíðina höf­um við búið í sam­fé­lagi þar sem tíðni al­var­legra glæpa er lág í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Hins veg­ar hafa á und­an­förn­um árum reglu­lega borist frétt­ir af al­var­leg­um at­vik­um hjá ungu fólki þar sem gróft of­beldi hef­ur fengið laus­an taum­inn og vopn­um er beitt, hvort sem það er inn­an veggja skóla, skemmti­staða eða á al­manna­færi. Það gef­ur auga­leið að þessi þróun er al­gjör­lega óviðun­andi og við verðum öll að stöðva hana. Að sama skapi verðum við að skilja hvað veld­ur þess­ari breyt­ingu til að geta breytt sam­fé­lag­inu til betri veg­ar. Að und­an­förnu hafa stjórn­völd í aukn­um mæli sett þunga í að mæta þess­um nýja veru­leika og munu gera það sem þarf til að stöðva þessa þróun. Þetta er eitt stærsta sam­fé­lags­verk­efni okk­ar og er ég sann­færð um að þjóðarátak gegn of­beldi muni skila okk­ur ár­angri og gera sam­fé­lagið ör­ugg­ara. Ísland er sterkt sam­fé­lag og hef­ur tek­ist á við mikl­ar áskor­an­ir í gegn­um tíðina. Við ætl­um okk­ur að vinna bug á þess­ari þróun og snúa henni við – og það get­um við. Slíkt hef­ur tek­ist í öðrum lönd­um og þangað þurf­um við meðal ann­ars að líta. Öll finn­um við hvernig harm­leik­ur sem þessi slær okk­ur og við vilj­um ekki að slíkt end­ur­taki sig. Sam­vinna fjöl­marga aðila mun skipta máli á þeirri veg­ferð sem er fram und­an. Hvort sem um er að ræða lög­reglu­yf­ir­völd, frí­stunda­heim­ili, skóla­sam­fé­lagið í víðu sam­hengi, for­eldra, fé­lags­miðstöðvarn­ar, heil­brigðis­kerfið, fé­lagsþjón­ust­una, barna­mála­yf­ir­völd, íþrótta­fé­lög, lista­fólkið okk­ar og síðast en ekki síst unga fólkið sjálft.

Tök­um hönd­um sam­an og snú­um þess­ari þróun við sem sam­fé­lag. Að því sögðu sendi ég fjöl­skyldu og vin­um Bryn­dís­ar mín­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. september 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Höfuðborg full af menningu

Deila grein

24/08/2024

Höfuðborg full af menningu

Haldið er upp á það í dag að Reykja­vík­ur­borg fékk kaupstaðarrétt­indi hinn 18. ág­úst 1786. Af því til­efni er venju sam­kvæmt blásið til Menn­ing­ar­næt­ur í Reykja­vík þar sem ís­lensk menn­ing í víðum skiln­ingi fær notið sín fyr­ir aug­um og eyr­um gesta. Í hug­um margra mark­ar Menn­ing­arnótt enda­lok sum­ars­ins og þar með upp­haf hausts­ins sem von­andi verður okk­ur öll­um gæfu­ríkt. Eitt af því sem er­lend­ir gest­ir nefna við mig í sam­töl­um um Ísland er hversu blóm­legt menn­ing­ar­líf fyr­ir­finnst í Reykja­vík. Slíkt ger­ist ekki af sjálfu sér eins og við vit­um. Um ald­ir hafa Íslend­ing­ar verið fram­sýn­ir þegar kem­ur að því að styðja við lista­menn og búa menn­ing­unni sterka um­gjörð til þess að vaxa og dafna. Með hverju ár­inu sem líður njót­um við rík­ari ávaxta af þeirri stefnu, með hverj­um lista­mann­in­um sem stíg­ur fram á sjón­ar­sviðið og fang­ar at­hygli okk­ar sem hér búum, en ekki síður um­heims­ins.

Ragn­ar Kjart­ans­son, Lauf­ey, Björk, Kal­eo, Hild­ur Guðna­dótt­ir, Vík­ing­ur Heiðar og Of Mon­sters and Men hafa til dæm­is getið sér stór­gott orð er­lend­is og rutt braut­ina fyr­ir ís­lenska menn­ingu í heim­in­um. Okk­ur Íslend­ing­um leiðist ekki að fagna vel­gengni okk­ar fólks á er­lendri grundu. Árang­ur sem þessi sam­ein­ar okk­ur og fyll­ir okk­ur stolti. Fyrr­nefnd­ir lista­menn eiga það sam­merkt að hafa sprottið upp úr frjó­um jarðvegi lista- og menn­ing­ar sem hlúð hef­ur verið að ára­tug eft­ir ára­tug hér á landi. Á Menn­ing­arnótt í Reykja­vík gefst fólki kost­ur á að kynna sér þá miklu grósku sem grasrót menn­ing­ar­lífs hér á landi hef­ur upp á að bjóða. Mynd­list og tónlist, hönn­un og arki­tekt­úr, sviðslist­ir og bók­mennt­ir – það geta all­ir fundið eitt­hvað við sitt hæfi.

Á und­an­förn­um árum hafa stjórn­völd stigið veiga­mik­il skref á þeirri veg­ferð að styrkja um­gjörð menn­ing­ar­lífs­ins í land­inu enn frek­ar. Nýtt ráðuneyti þar sem menn­ing­ar­mál fengu aukið vægi varð loks­ins að veru­leika, stefn­ur og al­vöruaðgerðir til að styðja við hin ýmsu list­form hafa raun­gerst – og fleiri slík­ar eru á leiðinni. Ný tón­list­armiðstöð og ný sviðlistamiðstöð sem hafa tekið til starfa, unnið hef­ur verið að upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húsa á lands­byggðinni, fjölg­un lista­manna­launa og auk­inn stuðning­ur við kynn­ingu á ís­lenskri menn­ingu hér­lend­is og er­lend­is eru aðeins örfá dæmi um það sem hef­ur verið áorkað. List­inn er lang­ur. Menn­ing­arnótt er eitt af þeim sviðum þar sem afrakst­ur vinn­unn­ar brýst fram og fram­kall­ar gleði og eft­ir­minni­leg­ar stund­ir hjá fólki. Ég óska Reyk­vík­ing­um og gest­um þeirra gleðilegr­ar Menn­ing­ar­næt­ur og hvet sem flesta til þess að mæta og taka þátt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. ágúst 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Stórmál sem þarf að klára

Deila grein

15/08/2024

Stórmál sem þarf að klára

Auðlind­ir og nýt­ing þeirra er eitt af stærstu hags­muna­mál­um hvers þjóðrík­is og gæta ber þeirra í hví­vetna. Það stytt­ist í að Alþingi komi sam­an að nýju eft­ir sum­ar­leyfi til þess að fjalla um hin ýmsu mál­efni. Fyr­ir þing­inu að þessu sinni mun meðal ann­ars liggja fyr­ir frum­varp um rýni á fjár­fest­ing­um er­lendra aðila vegna þjóðarör­ygg­is og alls­herj­ar­reglu. Með orðinu rýni í þessu sam­hengi er átt við grein­ing­ar og mat á því hvort að viðskiptaráðstaf­an­ir sem tryggja er­lend­um aðilum eign­araðild, veru­leg áhrif eða yf­ir­ráð yfir at­vinnu­fyr­ir­tækj­um eða fast­eigna­rétt­ind­um hér á landi, ógni þjóðarör­yggi eða alls­herj­ar­reglu.

Gild­andi lög­gjöf um þessi mál er kom­in til ára sinna og er for­gangs­mál að úr því verði bætt enda er Ísland orðið eft­ir­bát­ur helstu sam­an­b­urðaríkja í þess­um efn­um. Þannig hafa til að mynda flest ríki á Evr­ópska efna­hags­svæðinu og aðild­ar­ríki Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) sett lög­gjöf sam­bæri­lega þeirri sem lögð er til með frum­varp­inu. End­ur­spegl­ar þessi þróun í sam­an­b­urðarlönd­um okk­ar meðal ann­ars fjöl­breytt­ar og sí­breyti­leg­ar áskor­an­ir í ör­ygg­is­mál­um sem opið og alþjóðlegt viðskiptaum­hverfi get­ur leitt af sér, meðal ann­ars ógn­um sem geta steðjað að grund­vall­ar ör­ygg­is­hags­mun­um ríkja og spretta af fjár­magns­hreyf­ing­um milli landa. Í tíð minni sem ut­an­rík­is­ráðherra árið 2016 fékkst samþykkt fyrsta þjóðarör­ygg­is­stefn­an fyr­ir Ísland sem stjórn­völd­um var falið að fylgja eft­ir, en í henni er meðal ann­ars lögð áhersla á að vernda virkni mik­il­vægra innviða og styrkja áfallaþol sam­fé­lags­ins gagn­vart hvers kyns ógn við líf og heilsu fólks, um­hverfi, eign­ir og innviði.

Leiðar­stefið í frum­varp­inu um rýni á fjár­fest­ing­um er­lendra aðila er samþætt­ing sjón­ar­miða um mik­il­vægi er­lendra fjár­fest­inga fyr­ir efna­hags­lífið ann­ar­s­veg­ar og hins veg­ar að er­lend­ar fjár­fest­ing­ar í mik­il­væg­um innviðum og ann­arri sam­fé­lags­lega mik­il­vægri starf­semi, sem skil­greind eru sem viðkvæm svið, séu í sam­ræmi við þjóðarör­yggi og alls­herj­ar­reglu. Þar und­ir falla meðal ann­ars innviðir sem tengj­ast orku, hita­veitu, vatns- og frá­veitu, sam­göng­um, flutn­ing­um, fjar­skipt­um, sta­f­ræn­um grunn­virkj­um, fjár­mála­kerfi, vörn­um lands­ins, stjórn­kerfi, land­helg­is­gæslu, al­manna­vörn­um, lög­gæslu, neyðar- og viðbragðsþjón­ustu, rétt­ar­vörslu og heil­brigðis­kerfi. Einnig út­veg­un eða fram­leiðsla á mik­il­væg­um aðföng­um, þ.m.t. í tengsl­um við orku eða hrá­efni eða vegna fæðuör­ygg­is. Að sama skapi nær frum­varpið yfir nýt­ingu vatns­orku, jarðvarma, vindorku, náma og annarra jarðefna í þjóðlend­um, en ýms­ar hindr­an­ir eru í nú­gild­andi lög­gjöf um nýt­ingu nátt­úru­auðlinda, meðal ann­ars í gegn­um leyf­is­veit­inga­ferli og tak­mörk­un­um á er­lendu eign­ar­haldi, líkt og í sjáv­ar­út­vegi. Und­ir viðkvæm svið sam­kvæmt frum­varp­inu fell­ur einnig meðhöndl­un mik­il­vægra trúnaðar­upp­lýs­inga og veru­legs magns viðkvæmra per­sónu­upp­lýs­inga sem og þjón­usta á sviði netör­ygg­is í þágu mik­il­vægra innviða svo dæmi séu tek­in.

Mik­il­vægt er að fram­kvæmd rýn­inn­ar sé skil­virk og slái í takt við það sjón­ar­mið að er­lend fjár­fest­ing er mik­il­væg ís­lensku hag­kerfi. Það er brýnt að Alþingi klári þetta stór­mál á kom­andi þingi, þar sem ís­lensk­ir hags­mun­ir verða hafðir að leiðarljósi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. ágúst 2024.

Categories
Fréttir Greinar

„Stökktu í djúpu laugina! Áfram Ísland”

Deila grein

07/08/2024

„Stökktu í djúpu laugina! Áfram Ísland”

Ólymp­íu­leik­arn­ir í Par­ís standa sem hæst um þess­ar mund­ir. Við erum stolt af okk­ar ís­lensku þátt­tak­end­um, sem hafa staðið sig afar vel og náð tak­marki sínu sem íþrótta­fólk. Tvennt er mér sér­stak­lega hug­leikið í tengsl­um við leik­ana: ann­ars veg­ar frammistaða og viðtal við sund­kapp­ann Ant­on Svein Mckee, og hins veg­ar banda­ríska fim­leika­kon­an Simo­ne Biles.

Ant­on Sveinn McKee komst áfram í undanúr­slit í 200 metra bring­u­sundi og synti á 2:10,36 sem var ní­undi besti tím­inn í und­an­rás­un­um. Hann náði hins veg­ar ekki að kom­ast í úr­slit og hafnaði í 15. sæti. Þetta er einkar góður ár­ang­ur hjá íþrótta­mann­in­um sem hef­ur æft þrot­laust síðustu ár. Viðtalið sem var tekið við hann hjá RÚV fangaði at­hygli mína, og sér­stak­lega þá skila­boðin hans til allra sem vilja láta drauma sína ræt­ast. Ant­on talaði um mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp, sama hversu erfiðar aðstæður geta verið. Hann minnti á að ár­ang­ur næst ekki á einni nóttu, held­ur þarf feiki­lega vinnu og hug­rekki til að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Sam­hliða því ræddi hann um veg­ferðina á Ólymp­íu­leik­ana og það þroska­ferli. Skila­boð Ant­ons voru að lífs­ins veg­ur snýst ekki endi­lega að ná sett­um mark­miðum, held­ur frem­ur að gera ávallt sitt besta.

Ég hef fylgst afar vel með fim­leik­um frá unga aldri. Ég æfði sjálf fim­leika og fylgd­ist náið með Nadiu Comă­neci í Moskvu 1980 og svo Mary Lou Rett­on í Los Ang­eles 1984. Báðar voru stór­kost­leg­ar í fim­leik­um og afar gam­an að fylgj­ast með þeim. Simo­ne Biles er í dag fremsta fim­leika­kona ver­ald­ar og það hafa verið al­gjör for­rétt­indi að fylgj­ast með henni þessa Ólymp­íu­leika og hversu sterk hún hef­ur komið til baka eft­ir áfallið í Tókýó. Heim­ildaþátt­ur­inn á streym­isveit­unni Net­flix um hana er líka einkar áhuga­verður, en þar er farið yfir ævi­skeið henn­ar og hvernig hún fjall­ar um þau áföll sem hún hef­ur upp­lifað. Markverðast er þó hversu op­in­skátt hún ræðir þessi mál og hvernig hún hef­ur sigr­ast á hverri áskor­un og endað sem eitt stærsta nafn fim­leika­sög­unn­ar.

Það sem ger­ir Simo­ne Biles enn sér­stæðari er hæfn­in henn­ar til að vera opin um and­legu heils­una sína. Í Tókýó 2020 tók hún þá erfiðu ákvörðun að draga sig úr keppni til að gæta eig­in heilsu, sem vakti mikla at­hygli og umræður um mik­il­vægi and­legs heil­brigðis í íþrótt­um. Hún hef­ur síðan þá orðið tákn fyr­ir mik­il­vægi þess að setja and­lega heilsu í for­gang, jafn­vel þegar und­ir er mik­ill þrýst­ing­ur að utan.

Þetta íþrótta­fólk á það sam­eig­in­legt að vera ein­lægt, ein­beitt og vinnu­samt. Eig­in­leik­ar sem búa til traust­an jarðveg fyr­ir að ná ár­angri. Loka­orðin frá Ant­oni Sveini, þegar hann hvet­ur okk­ur öll til að elta drauma okk­ar með því að: „Stökkv­um í djúpu laug­ina. Áfram Ísland!“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. ágúst 2024.