Categories
Fréttir Greinar

Lýðræðið er ekki excel-skjal

Deila grein

01/11/2025

Lýðræðið er ekki excel-skjal

Umræða um breytingar á kosningakerfi landsins og jöfnun atkvæðavægis hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu í kjölfar þess að dómsmálaráðherra skipaði sérstakan starfshóp til að endurskoða þessi mál.

Margt þarf að hafa í huga við endurskoðun kosningakerfisins og mikilvægt er að nálgast verkefnið af yfirvegun og ábyrgð, því hér er um að ræða flókið viðfangsefni þar sem vegast á ólík sjónarmið um lýðræði, stjórnsýslu og lífsskilyrði fólks – í landi þar sem nær öll stjórnsýsla er í Reykjavík.

Ekki séríslenskt fyrirbrigði

Vert er að hafa í huga að misvægi atkvæða milli kjördæma er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Í mörgum lýðræðisríkjum, til dæmis í Noregi, Finnlandi og í Kanada er meðvitað tekið tillit til byggðasjónarmiða. Í Noregi hefur flatarmál fylkjanna áhrif á fjölda þingsæta, í Finnlandi er tryggður ákveðinn lágmarksfjöldi fulltrúa fyrir strjálbýl kjördæmi og í Kanada hafa fámenn og víðfeðm héruð sína fulltrúa. Þannig er viðurkennt að lýðræði felst ekki einvörðungu í jöfnu vægi atkvæða, heldur líka í því að tryggja að landfræðileg og samfélagsleg fjölbreytni komi fram.

Nær öll stjórnsýsla er í Reykjavík

Þingmönnum ber skylda til að sækja þingfundi og af því leiðir að þeir hafa allir aðsetur í nágrenni Alþingishússins stærstan hluta ársins. Öll ráðuneyti og helstu stofnanir eru staðsettar í Reykjavík, þar sem teknar eru stórar ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf og afkomu fólks um allt land. Það er því brýnt að gæta þess að rödd landsbyggðarinnar veikist ekki enn frekar með breytingum á kosningakerfinu.

Ef ríkisstjórninni er raunverulega alvara með þessum fyrirætlunum, þá hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki eigi jafnframt að flytja hluta ráðuneyta og ríkisstofnana út á land, til að tryggja raunverulegt jafnvægi í stjórnsýslu og ákvarðanatöku.

Sterk landsbyggð er styrkur þjóðarinnar

Landsbyggðin þarf að eiga sínar raddir á Alþingi – fulltrúa sem hafa þekkingu og tengsl við viðkomandi svæði og skilja hagsmuni og tækifæri utan höfuðborgarsvæðisins. Mörg byggðarlög hafa háð mikla varnarbaráttu á undanförnum áratugum, en gleðilegt er að sjá að víða um land blæs nú byrlega til framfara. Þó megum við ekki gleyma þeim svæðum sem enn heyja sitt varnarstríð – þar sem fólk vinnur dag hvern að því að viðhalda lífi, þjónustu og starfsemi í sinni heimabyggð.

Rekstur stjórnsýslu og lýðræðis kostar sitt. Stærstur hluti útflutningstekna Íslands kemur frá atvinnugreinum sem byggja á auðlindum landsins – sjávarútvegi, landbúnaði, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu – og þær greinar eru að stærstum hluta á landsbyggðinni. Það væri hvorki rétt né sanngjarnt að færa ákvörðunartöku í meira mæli frá þeim svæðum sem skapa þessi verðmæti.

Hagsmunir íbúa höfuðborgarsvæðisins byggjast einmitt á því að byggðir um land allt dafni og að þær undirstöðuatvinnugreinar sem skapa þjóðarbúinu gjaldeyri standi sterkar. Í þessari umræðu ættum við að horfa frekar á það sem sameinar landshlutana og styrkir tengsl þeirra með því að byggja brýr og efla samvinnu. Það er vilji flestra landsmanna að halda landinu öllu í byggð – ekki aðeins vegna menningar og sjálfsmyndar, heldur einfaldlega vegna þess að það er þjóðhagslega hagkvæmt.

Pólitísk viðbrögð vekja spurningar

Það vekur athygli að Samfylkingin og Flokkur fólksins skuli blessa þetta verklag Viðreisnar og dómsmálaráðherra en það kemur kannski síður á óvart að Viðreisn haldi þessari línu. Það má hins vegar efast um að þessi nálgun, ásamt orðræðu sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar, muni leiða til aukins trausts eða stuðla að samheldni þjóðarinnar. Þvert á móti gæti hún grafið undan tiltrú fólks á Alþingi, okkar grundvallarstofnunar, þar sem umræða og ákvarðanataka á að endurspegla allt landið og fólkið sem það byggir.

Það eru því margar hliðar á þessu flókna viðfangsefni og ráðherra hefði mátt hafa það í huga þegar hún skipaði starfshópinn – að tryggt væri að fjölbreytt sjónarmið kæmust að í umræðu og vinnu hópsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. nóvember 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Uppbygging og kerfisbreytingar fyrir fólk

Deila grein

16/10/2025

Uppbygging og kerfisbreytingar fyrir fólk

Að kaupa sér fasteign er ein stærsta fjárhagslega ákvörðun sem einstaklingur tekur á ævinni. Fólk þarf að geta skipulagt framtíð sína með trú á efnahagslegt jafnvægi og öryggi, án þess að sveiflur í verðbólgu og vöxtum setji fjárhagslegt öryggi og framtíðaráætlanir fólks í uppnám. Fyrirsjáanleiki í afborgunum húsnæðislána er þar lykilatriði, því hann gerir fólki kleift að gera raunhæfar áætlanir til langs tíma. Það krefst stöðugs efnahagsumhverfis og lánakerfis sem þjónar fólkinu, ekki öfugt.

Óverðtryggð lán skapa stöðugleika

Til að ná fram slíkum stöðugleika þarf að endurskoða lánakerfið og bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán til langs tíma, líkt og tíðkast í öllum nágrannalöndum okkar. Slíkt kallar á kerfisbreytingar sem ég hóf skoðun á þann stutta tíma sem ég var í fjármálaráðuneytinu. Á grundvelli þeirrar vinnu liggja nú fyrir tillögur í skýrslu dr. Jóns Helga Egilssonar sem birt var í upphafi þessa árs.

Niðurstaða skýrslunnar er að við getum boðið upp á óverðtryggð langtímalán, rétt eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Slík leið er raunhæf og framkvæmanleg, og Framsókn hefur þegar lagt fram þingmál á Alþingi sem miða að því að gera þessa breytingu mögulega. Þessi breyting mun að auki gera fjármögnun ríkissjóðs hagkvæmari til framtíðar og lækka vaxtakostnað. Áætlað er að vaxtagjöld ríkissjóðs nemi um 125 milljörðum króna árið 2026. Hagkvæmari fjármögnun mun því skila ríkissjóði miklu sem við getum þá nýtt til eflingar innviða eða bættrar þjónustu.

Með þeirri kerfisbreytingu sem við höfum lagt til mun vægi verðtryggðra lána dragast verulega saman, sem gerir alla hagstjórn markvissari og stöðugri. Það er mikilvægt að stíga út úr umhverfi verðtryggðra húsnæðislána, og þingmál Framsóknar er skref í þá átt. Þetta er áfangi að heilbrigðara fjármálaumhverfi, þar sem stöðugleiki, fyrirsjáanleiki og traust verða meginstoðir íslensks efnahagslífs.

Það er miður að fjármálaráðherra Viðreisnar hafi hafnað því að ráðast í nauðsynlegar breytingar sem myndu gera þetta að veruleika. Sú afstaða er í raun þvert á það sem bæði forystufólk verkalýðshreyfingar og atvinnulífs hefur kallað eftir. Eina lausn ríkisstjórnarinnar virðist nú felast í því að sækja um aðild að Evrópusambandinu, sem er hvorki skjót né einföld leið til að takast á við þau brýnu, innlendu efnahagsvandamál sem íslensk heimili standa frammi fyrir.

Fleiri lóðir, fjölbreyttari uppbygging

En það þarf að grípa til fleiri aðgerða til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög þurfa jafnframt að auka framboð lóða og tryggja að fólk geti sjálft byggt sér heimili, ekki eingöngu í gegnum stórverktaka. Víða um land er það orðið nánast ógerlegt að kaupa eða byggja sitt eigið húsnæði, hvort sem er vegna skorts á lóðum eða kostnaðar sem gerir einstaklingum erfitt að standa í slíku. Við treystum fólki til að ala upp börnin sín og taka ábyrgð á eigin lífi, en samt er því oft ekki treyst né gert kleift að kaupa lóð á viðráðanlegum kjörum og reisa sitt eigið heimili. Þessu þarf að breyta.

Til þess þarf samhæfðari sýn og heildstætt svæðisskipulag, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, með það að markmiði að stórauka lóðaframboð og gera einstaklingum og smærri byggingaraðilum kleift að byggja heimili á eigin forsendum. Nýtt skipulag þarf að vera raunhæft og í takt við þarfir fólks, þannig að aðgengi, samgöngur og bílastæði endurspegli daglegt líf og venjur heimila.

Við eigum að endurnýja þá hugsun sem einkenndi húsnæðissamvinnufélög fyrri tíma, þegar fólk tók höndum saman og byggði sitt eigið húsnæði. Sú sýn var á grunni samvinnu og samhjálpar, og þannig reis mikill fjöldi heimila, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að tryggja að sú leið sé raunhæfur valkostur fyrir einstaklinga og fjölskyldur í dag.

Innviðagjöld og tekjuskipting

Jafnframt þarf að huga að því að innviðagjöld og álögur sveitarfélaga auki ekki kostnað við nýtt húsnæði og ýti þannig undir verðbólgu. Það er raunverulegt vandamál að lóðagjöld fyrir íbúð geti numið allt að tuttugu milljónum króna, sem einstaklingar og fjölskyldur þurfa að greiða áður en nokkrar framkvæmdir hefjast. Þetta kerfi setur mörgum skorður og dregur úr möguleikum fólks til að byggja sér heimili á eigin forsendum. Samhliða þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, enda munu lægri innviðagjöld óhjákvæmilega hafa áhrif á tekjur sveitarfélaga og því þarf að mæta því með slíkri endurskoðun.

Við þurfum aðgerðir sem breyta stöðunni á íslenskum húsnæðismarkaði, stuðla að auknum stöðugleika og gera hagstjórnina beittari og skilvirkari til framtíðar. Þetta eru leiðir til þess.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. október 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Sterkt atvinnulíf er grunnur velferðar

Deila grein

09/10/2025

Sterkt atvinnulíf er grunnur velferðar

Þegar vel gengur í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, undirstöðuatvinnugreinum landsbyggðarinnar, þá styrkist íslenskt samfélag í heild. Þessar greinar eru burðarásar í efnahagslífi þjóðarinnar og skapa grundvöll að velferð, verðmætasköpun og sjálfbærni. Ríkissjóður býr ekki til peninga; það gerir fólkið og fyrirtækin sem halda hjólum efnahagslífsins gangandi um allt land.

Brú milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis

Oft er látið að því liggja að hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar fari ekki saman. Sú hugsun er röng. Þvert á móti þarf að byggja trausta brú milli svæðanna þar sem vöxtur og velgengni dreifist um landið. Þegar undirstöðuatvinnugreinarnar dafna á landsbyggðinni nýtur höfuðborgarsvæðið góðs af. Þetta er samverkandi hringrás sem styrkir íslenskt samfélag.

Þrátt fyrir þetta virðist stefna stjórnvalda í garð undirstöðuatvinnugreina í mörgu endurspegla takmarkaðan skilning á mikilvægi þeirra fyrir efnahagslífið í heild. Þegar ákvarðanir eru teknar án fulls skilnings á rekstrarskilyrðum greina sem halda landinu gangandi – til dæmis með hækkun skatta og gjalda, auknu regluverki og óstöðugum ákvarðanatökum – þá veikist samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Ríkisstjórnin á að stuðla að stöðugleika og skynsamlegu starfsumhverfi fyrir atvinnulífið, en of oft hefur breytingum verið hrint í framkvæmd án raunverulegs samráðs og í miklum flýti. Mikilvægast er að skapa rekstrarumhverfi sem er stöðugt og byggist á sanngjörnum forsendum.

Hátt atvinnustig er okkar styrkleiki

Hátt atvinnustig hefur verið eitt af aðalsmerkjum íslensks samfélags. Í mörgum Evrópulöndum hefur atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks, verið þrálátt vandamál um áratugaskeið. Slíkar aðstæður hafa djúpstæð áhrif á einstaklinga og samfélög og geta grafið undan von og trú á framtíðina.

Við höfum notið hárrar atvinnuþátttöku og stöðugleika á vinnumarkaði, en það er ekki sjálfgefið. Að undanförnu höfum við því miður séð störf tapast og atvinnuleysi aukast. Það að hafa vinnu gefur fólki öryggi, sjálfstæði og virðingu. Að missa vinnuna er oft mikið áfall og því ber okkur að sýna skilning og samstöðu með þeim sem standa frammi fyrir slíkum aðstæðum. Við verðum að skapa tækifæri til atvinnu í öllum landshlutum og tryggja að hver og einn geti lifað og starfað þar sem hann kýs, með reisn.

Sterkt samfélag byggist á jafnvægi milli svæða, atvinnugreina og fólks. Við höfum öll hag af því að undirstöðuatvinnugreinar landsbyggðarinnar fái að dafna, því þegar þeim gengur vel, gengur þjóðinni vel.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. október 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Á bak við atvinnuleysi er fólk

Deila grein

04/10/2025

Á bak við atvinnuleysi er fólk

Helsti styrkleiki íslensks samfélags hefur verið hátt atvinnustig og lítið atvinnuleysi. Það hefur einkennt velgengni okkar og skapað traust á framtíðina. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir óvenjulegum aðstæðum þar sem margir hafa misst atvinnu á stuttum tíma, miklu fleiri en við höfum átt að venjast.

Atvinnumissir er mikið áfall

Svo fátt eitt sé nefnt má vísa til uppsagna á Grundartanga, í sjávarútvegi og iðnaði tengdum honum, lokunar kísilversins á Bakka við Húsavík og falls Play með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bak við tölur um atvinnuleysi er fólk af holdi og blóði. Atvinnumissir getur haft gríðarlega alvarleg áhrif fyrir einstaklinga og fjölskyldur, bæði efnahagslega og félagslega, og verður fyrir marga mikið áfall. Samfélagið í heild og stjórnvöld þurfa að sýna samkennd með þeim sem nú standa frammi fyrir þessum aðstæðum og ábyrgð með mótvægisaðgerðum.

Tækifærin eru til staðar

Þrátt fyrir áföllin er ljóst að Ísland býr yfir fjölmörgum styrkleikum og tækifærum. Ef rétt er haldið á málum getum við skapað ný störf, byggt upp verðmætasköpun og tryggt að fólk fái störf þar sem hæfileikar þess nýtast. Við búum yfir miklum mannauði, orkuauðlindum, öflugum sjávarútvegi og ferðaþjónustu, ásamt heilnæmri matvælaframleiðslu sem byggist á hreinleika náttúrunnar og telst með því besta sem þekkist í heiminum. Þetta eru hornsteinar sem við getum treyst á til að byggja sterka framtíð ef skynsamlega er staðið að málum. Atvinna fyrir alla, hefur verið og er eitt af grunngildum íslensks samfélags.

Störf og verðmætasköpun í forgangi

Margir hafa bent á að atvinnustefna ríkisstjórnarinnar virðist fyrst og fremst snúast um auknar álögur á heimili og fyrirtæki. Slíkt er hvorki rétta leiðin til að efla atvinnulífið né til að tryggja fólki störf. Þvert á móti getur það dregið úr fjárfestingum og valdið þannig fækkun starfa. Þess vegna er mikilvægt að ríkisstjórnin bregðist nú skýrt og ákveðið við. Hún þarf að leggja fram aðgerðir sem styðja við þá sem misst hafa vinnuna, hlúa að nýsköpun, efla atvinnu í öllum landshlutum og skapa umhverfi þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta treyst á stöðugleika og sanngjarnt rekstrarumhverfi. Framsókn hefur alltaf lagt áherslu á atvinnu og verðmætasköpun. Við höfum ítrekað lagt áherslu á samvinnu við lausn stærstu viðfangsefna samfélagsins. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að fara aðra leið.

Í dag þurfum við raunhæfa nálgun, samvinnu allra hagaðila, til að snúa af braut vaxandi atvinnuleysis. Í dag þurfum við ekki stór orð, glansandi kynningar eða óraunhæf loforð. Við þurfum jarðbundin og raunsæ stjórnmál sem umfram allt veita fólki von um að betri tímar séu fram undan. Slík stjórnmál byggjast á ábyrgð, samstöðu og því að setja fólk í forgang.

Þannig getum við tryggt að Ísland verði áfram samfélag þar sem velferð og lítið atvinnuleysi eru hornsteinar og framtíðin er byggð á traustum grunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgumblaðinu 4. október 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Deila grein

18/09/2025

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Niðurlagning sýslumannsembættanna, afnám sex svæðisbundinna heilbrigðiseftirlita, fækkun héraðsdómstóla og nú áform um að miðstýra fjármálum framhaldsskólanna allt ber þetta að sama brunni.

Breytingar sem veikja innviði héraðsins

Í heildina er með þessum aðgerðum verið að flytja eða veikja 40–50 opinber störf á landsbyggðinni. Þetta eru ekki hvers kyns störf heldur stöður menntaðra sérfræðinga sem hafa haft raunverulegt umboð til að forgangsraða fjármagni og móta starfsemi á sínu svæði.

Þegar þessi opinberu störf eru flutt frá héraði tapast ekki bara atvinnutækifæri heldur líka vald til ákvarðanatöku á staðnum. Innviðir sem áður þjónuðu byggðunum með styrk og sjálfstæði eru þannig bitlausir gerðir. Þess í stað verða eftir útibú sem missa áhrif sín og geta lítið annað en fylgt fyrirmælum frá miðlægum skrifstofum.

Sagan sýnir að þegar kemur að niðurskurði er mun auðveldara fyrir embættismenn fjarri viðkomandi starfsstöð að beita niðurskurðarhnífnum þar sem þeir standa ekki í djúpum tengslum við samfélagið sem þjónustan á að þjóna.

Sýslumannsembættin lögð niður

Sýslumannsembættin voru í áratugi burðarás í þjónustu við almenning um land allt. Með niðurlagningu þeirra mun aðgengi að grunnþjónustu veikjast, sérstaklega í dreifðum byggðum. Fólk þarf nú að sækja þjónustu lengra að, sem skapar bæði kostnað og óhagræði.

Heilbrigðiseftirlitin lögð niður

Með því að leggja niður átta svæðisbundin heilbrigðiseftirlit á landsbyggðinni er framkvæmdastjórum fækkað um átta. Það er ekki aðeins spurning um starfsmenn heldur spurning um gæði eftirlits og öryggi íbúa.

Þetta eru opinber störf menntaðra sérfræðinga með staðbundna þekkingu og djúp tengsl við nærumhverfið, fólk sem hefur haft umboð til að forgangsraða fjármagni og tryggja öflugt eftirlit í sínum heimahéruðum. Með breytingunum er þessi vernd veikluð og valdinu kippt til fjarlægra skrifstofa.

Framhaldsskólarnir – sjálfstæðinu ógnað

Nýjasta dæmið er áform um að setja miðlægar fjármálaskrifstofur yfir framhaldsskólana. Með því er sjálfstæði skólastjórnenda skert og sveigjanleiki til að mæta þörfum hvers menntasamfélags minnkar. Skólarnir eiga að vera drifnir áfram af nærumhverfinu, ekki fjarlægum skrifstofum.

Ábyrgð stjórnvalda

Ég innti Ingu Sæland eftir þessu á Alþingi í dag í fyrirspurnartíma. Hún vísaði ábyrgðinni frá sér með þeim rökum að málin heyrðu ekki undir hennar ráðuneyti. En sem oddviti stjórnmálaflokks í ríkisstjórn ber hún fulla pólitíska ábyrgð. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við formsatriði.

Aðför að landsbyggðinni

Hvort sem þetta er hluti af svokallaðri tiltekt ríkisstjórnarinnar eða ekki, þá blasir hitt við: uppsafnað eru þessi áform ekkert annað en grimmileg aðför að landsbyggðinni. Með þessum aðgerðum er vegið að mikilvægum innviðum sem skipta byggðirnar utan höfuðborgarsvæðisins sköpum.

Felst í tiltekt ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í að brjóta og bramla hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum?

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 18. september 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Við stöndum sterkt en getum gert betur

Deila grein

14/09/2025

Við stöndum sterkt en getum gert betur

Íslendingar hafa á undanförnum áratugum gengið í gegnum miklar breytingar. Frá því að vera meðal fátækustu þjóða Evrópu frá stofnun lýðveldisins höfum við risið upp í hóp þeirra sem hvað best standa. Þessi þróun hefur orðið vegna þess að við höfum í sameiningu staðið af okkur áföll sem virtust á stundum óyfirstíganleg.

Við höfum á einungis örfáum árum þurft að takast á við eldgos og náttúruhamfarir, fall WOW air, heimsfaraldur og stríð í Úkraínu ásamt tilheyrandi alheimsverðbólgu. Ríkissjóður hefur staðið undir beinum kostnaði sem nemur um 350 milljörðum króna vegna þessara áfalla og þó stöndum við enn sterkari en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Þetta eitt og sér gefur ástæðu til bjartsýni.

Ísland í fremstu röð

Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland framarlega á flestum sviðum. Við búum í einu friðsælasta og öruggasta landi heims, lífsgæði okkar mælast þau bestu, jöfnuður er meiri en víða annars staðar og jafnréttismál hafa hlotið verðskuldaða athygli.

Þegar litið er til hagvaxtar og ríkisfjármála er staðan hér gjörólík því sem blasir við í mörgum löndum Evrópusambandsins. Þar glíma ríki við viðvarandi halla og skuldabyrði, en hér hefur tekist að halda ríkisfjármálum í mun betra jafnvægi þrátt fyrir gríðarleg útgjöld vegna áfalla síðustu ára. Landsframleiðsla á mann var árið 2024 um 30% hærri en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Það undirstrikar styrk íslensks efnahagslífs.

Atvinnuleysið segir þó mest. Árið 2024 mældist það hér um 3,4%, en í löndum Evrópusambandsins var það á sama tíma um 6% að meðaltali. Þessi munur er afgerandi. Atvinnuleysi er mesta böl sem nokkurt samfélag getur tekist á við því það grefur undan sjálfstrausti einstaklinga, eykur fátækt og veikir samstöðu. Að við höfum getað haldið atvinnuleysi svo lágu er einn helsti styrkleiki íslensks samfélags.

Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar blasir við ákveðin þversögn. Ísland hefur á eigin forsendum náð árangri sem margar Evrópuþjóðir geta aðeins látið sig dreyma um. Samt er því stundum haldið fram að aðild að Evrópusambandinu sé eftirsóknarverð leið til framfara. Raunin er sú að árangurinn sem við sjáum í dag er sprottinn úr okkar eigin aðstæðum og ákvarðanatöku.

Skortur á aðgerðum í baráttunni við verðbólgu

Þrátt fyrir styrka stöðu þjóðarbúsins blasir við sú staðreynd að ríkisstjórninni tekst ekki að bregðast nægilega við viðvarandi verðbólgu og háum stýrivöxtum. Í aðdraganda síðustu kosninga var talað fyrir afgerandi aðgerðum til að ná verðbólgu niður en þegar á reynir standa loforðin eftir án efnda.

Síðasta haust hófst vaxtalækkunarferli Seðlabankans og greiningaraðilar voru almennt sammála um að bjart væri fram undan, byggt á þáverandi efnahagsstefnu. Nú er myndin önnur: verðbólguvæntingar hafa hækkað á ný og tiltrú markaðarins á getu ríkisstjórnarinnar til að leysa eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að ná verðbólgu og vöxtum niður, dvínar. Í vor kallaði ég eftir því á Alþingi að forsætisráðherra leiddi samráð við helstu hagsmunaaðila til að móta sameiginlegar aðgerðir í ljósi versnandi stöðu í baráttunni við verðbólgu, en sú forysta birtist ekki.

Sérstaklega er ástandið grafalvarlegt á húsnæðismarkaði. Ungt fólk á erfitt með að koma sér upp eigin heimili. Nauðsynlegt er að auka framboð íbúða, hraða uppbyggingu og einfalda reglur. Þar að auki þarf að tryggja hagkvæm lánskjör til langs tíma, með óverðtryggðum föstum vöxtum. Þannig skapast raunverulegar aðstæður til að ná tökum á verðbólgunni og létta undir með fólki í daglegu lífi.

Framtíðin í okkar höndum

Við eigum að vera stolt af því sem við höfum afrekað. Við eigum að tala samfélag okkar upp, vera bjartsýn og vinna saman. Framtíð Íslands er björt. Hún er í okkar höndum og með sameiginlegu átaki er engin áskorun of stór.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. september 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Nú er ekki tími til að kljúfa þjóðina

Deila grein

28/08/2025

Nú er ekki tími til að kljúfa þjóðina

Íslend­ing­ar búa við öf­undsverða stöðu í sam­an­b­urði við marg­ar aðrar Evr­ópuþjóðir. At­vinnu­leysi hef­ur ekki verið þjóðarmein hér á landi, eins og sums staðar ann­ars staðar í Evr­ópu. Sér­stak­lega ber að nefna stöðu ungs fólks í álf­unni þar sem at­vinnu­leysi mæl­ist sums staðar mjög hátt og hef­ur verið viðvar­andi vanda­mál í ára­tugi. Einnig blas­ir við að hag­vöxt­ur er hverf­andi í mörg­um þess­ara ríkja og sam­fé­lög þeirra glíma við al­var­leg­ar áskor­an­ir í rekstri og upp­bygg­ingu vel­ferðar.

Í þessu ljósi er mik­il­vægt að staldra við þegar rætt er um að hefja veg­ferð inn í Evr­ópu­sam­bandið. Slík veg­ferð mun óhjá­kvæmi­lega kljúfa þjóðina í and­stæðar fylk­ing­ar og færa fókus­inn frá því sem er brýn­asta verk­efni okk­ar allra: að ná tök­um á efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar.

Umræða um aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið virðist nú, að minnsta kosti að hluta, til­raun til að beina at­hygl­inni frá þeim áskor­un­um sem stjórn­völd glíma við í efna­hags­mál­um. Þjóðin finn­ur fyr­ir þrýst­ingi vegna hárra vaxta, viðvar­andi verðbólgu og – þess vegna – óvissu í dag­legu lífi. Við vit­um að lausn­in felst ekki í því að hefja langvar­andi og erfiða veg­ferð sem krefst mik­ils tíma, fjár­magns og póli­tísks þunga, held­ur í því að stjórn­völd standi sig í grunn­verk­efn­un­um heima fyr­ir.

Við í Fram­sókn leggj­um ríka áherslu á að sýna þjóðinni traust í jafn stóru álita­efni líkt og aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið eru. Það hef­ur áður sýnt sig að þjóðin get­ur tekið af­ger­andi ákv­arðanir um stór mál sem varða framtíð henn­ar. Í Ices­a­ve-mál­inu hrakti þjóðin áætlan­ir Jó­hönnu­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013 í þjóðar­at­kvæðagreiðslum, meðal ann­ars fyr­ir til­stilli öfl­ugs mál­flutn­ings okk­ar í Fram­sókn á Alþingi. Sum­ir kölluðu það málþóf, en sag­an hef­ur sýnt að mál­flutn­ing­ur­inn var rétt­læt­an­leg­ur og að niðurstaðan var þjóðinni til heilla. Af þeirri reynslu má draga skýra álykt­un: ef rætt er um að hefja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið er eðli­leg­ast að þjóðin sjálf hafi upp­hafs­orðið um hvort farið sé í þá veg­ferð.

Við í Fram­sókn stönd­um vörð um þá ein­földu en mik­il­vægu staðreynd að Ísland hef­ur alla burði til að móta sína eig­in framtíð. Við búum yfir mikl­um auðlind­um, sterkri stöðu í at­vinnu­mál­um og sam­fé­lagi sem hef­ur margoft sýnt getu til að mæta áskor­un­um. Þess vegna segj­um við: Þetta er ekki rétti tím­inn til að etja þjóðinni í inn­byrðis deil­ur um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. ágúst 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

Deila grein

10/07/2025

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

,,Ísland á að standa á grunni festu og ábyrgra ákv­arðana sem tekn­ar eru á traust­um grunni. En þegar rík­is­stjórn legg­ur fram illa und­ir­bú­in laga­frum­vörp án sam­ráðs og bregst ekki við rétt­mætri gagn­rýni verður niðurstaðan óstöðug­leiki og minnk­andi trú­verðug­leiki. Slík­ir stjórn­ar­hætt­ir skapa póli­tíska áhættu.

Þessa hættu sáum við glögg­lega raun­ger­ast á tím­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013, þegar stefnt var að því að um­bylta ís­lensku sam­fé­lagi í einni svip­an. Þá var ráðist í hækk­un skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, auk til­rauna til bylt­ing­ar­kenndra breyt­inga á ýms­um sviðum sam­fé­lags­ins sem áttu að raun­ger­ast á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þessi til­raun mistókst hrap­al­lega.

Stefna sem gref­ur und­an at­vinnu­líf­inu

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram frum­vörp og boðað aðgerðir sem skapa aukna óvissu og grafa und­an fjár­hags­leg­um for­send­um mik­il­vægra at­vinnu­greina. Þar ber hæst fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda sem mun hafa al­var­leg áhrif á marg­ar sjáv­ar­byggðir. Þrátt fyr­ir varnaðarorð 26 sveit­ar­fé­laga, þar sem um 100 þúsund manns búa, er hvergi hvikað. End­ur­skoðend­ur og fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn, ásamt minni og stærri út­gerðum, hafa gert veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir og kallað eft­ir svör­um við mjög áleitn­um spurn­ing­um en ekki verið virt viðlits.

Á sama tíma stend­ur til að hækka álög­ur og skatta á ferðaþjón­ust­una, þrátt fyr­ir blik­ur á lofti á alþjóðleg­um mörkuðum og skerta sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Að auki liggja fyr­ir ýms­ar breyt­ing­ar sem snúa að líf­eyr­is­sjóðakerf­inu og munu meðal ann­ars hafa nei­kvæð áhrif á líf­eyris­tekj­ur bæði eldri borg­ara og kom­andi kyn­slóða á vinnu­markaði. Í reynd má segja að megin­áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um sé að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki án þess að fyr­ir liggi mat á áhrif­um á hag­vöxt, fjölda starfa og fjár­fest­ing­ar­vilja í at­vinnu­líf­inu. Gam­al­kunn­ugt stef það.

Óviss­an smit­ar út í hag­kerfið

Þannig eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar sett­ar í viðvar­andi óvissu­ástand á inn­lend­um vett­vangi, sem bæt­ist ofan á þann óró­leika sem þegar rík­ir á alþjóðleg­um mörkuðum. Allt þetta dreg­ur úr til­trú markaðar­ins á efna­hags­stjórn og eyk­ur lík­ur á viðvar­andi verðbólgu og háu vaxta­stigi, dreg­ur úr fjár­fest­ing­ar­vilja, hæg­ir á at­vinnu­sköp­un og veik­ir þannig grund­völl verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu.

Í pistli Gunn­ars Bald­vins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, í Viðskipta­blaðinu 4. júlí kem­ur fram að ný­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kunni að hafa svo veru­leg áhrif að líf­eyr­is­sjóðir neyðist til að hækka mat sitt á póli­tískri áhættu. Þeir þurfi jafn­framt að grípa til aðgerða til að draga úr mögu­legu tjóni, ef áhætt­an raun­ger­ist. Slík þróun und­ir­strik­ar að póli­tísk óvissa hef­ur þegar haft mæl­an­leg áhrif á fjár­hags­legt um­hverfi lyk­il­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Með óbreyttri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu fjár­fest­ing­ar drag­ast sam­an og at­vinnu­sköp­un minnka. Slík þróun veik­ir grunnstoðir hag­kerf­is­ins og dreg­ur úr getu sam­fé­lags­ins til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Verk­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú þegar far­in að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.”

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025.

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

Deila grein

10/07/2025

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

,,Ísland á að standa á grunni festu og ábyrgra ákv­arðana sem tekn­ar eru á traust­um grunni. En þegar rík­is­stjórn legg­ur fram illa und­ir­bú­in laga­frum­vörp án sam­ráðs og bregst ekki við rétt­mætri gagn­rýni verður niðurstaðan óstöðug­leiki og minnk­andi trú­verðug­leiki. Slík­ir stjórn­ar­hætt­ir skapa póli­tíska áhættu.

Þessa hættu sáum við glögg­lega raun­ger­ast á tím­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013, þegar stefnt var að því að um­bylta ís­lensku sam­fé­lagi í einni svip­an. Þá var ráðist í hækk­un skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, auk til­rauna til bylt­ing­ar­kenndra breyt­inga á ýms­um sviðum sam­fé­lags­ins sem áttu að raun­ger­ast á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þessi til­raun mistókst hrap­al­lega.

Stefna sem gref­ur und­an at­vinnu­líf­inu

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram frum­vörp og boðað aðgerðir sem skapa aukna óvissu og grafa und­an fjár­hags­leg­um for­send­um mik­il­vægra at­vinnu­greina. Þar ber hæst fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda sem mun hafa al­var­leg áhrif á marg­ar sjáv­ar­byggðir. Þrátt fyr­ir varnaðarorð 26 sveit­ar­fé­laga, þar sem um 100 þúsund manns búa, er hvergi hvikað. End­ur­skoðend­ur og fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn, ásamt minni og stærri út­gerðum, hafa gert veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir og kallað eft­ir svör­um við mjög áleitn­um spurn­ing­um en ekki verið virt viðlits.

Á sama tíma stend­ur til að hækka álög­ur og skatta á ferðaþjón­ust­una, þrátt fyr­ir blik­ur á lofti á alþjóðleg­um mörkuðum og skerta sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Að auki liggja fyr­ir ýms­ar breyt­ing­ar sem snúa að líf­eyr­is­sjóðakerf­inu og munu meðal ann­ars hafa nei­kvæð áhrif á líf­eyris­tekj­ur bæði eldri borg­ara og kom­andi kyn­slóða á vinnu­markaði. Í reynd má segja að megin­áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um sé að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki án þess að fyr­ir liggi mat á áhrif­um á hag­vöxt, fjölda starfa og fjár­fest­ing­ar­vilja í at­vinnu­líf­inu. Gam­al­kunn­ugt stef það.

Óviss­an smit­ar út í hag­kerfið

Þannig eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar sett­ar í viðvar­andi óvissu­ástand á inn­lend­um vett­vangi, sem bæt­ist ofan á þann óró­leika sem þegar rík­ir á alþjóðleg­um mörkuðum. Allt þetta dreg­ur úr til­trú markaðar­ins á efna­hags­stjórn og eyk­ur lík­ur á viðvar­andi verðbólgu og háu vaxta­stigi, dreg­ur úr fjár­fest­ing­ar­vilja, hæg­ir á at­vinnu­sköp­un og veik­ir þannig grund­völl verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu.

Í pistli Gunn­ars Bald­vins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, í Viðskipta­blaðinu 4. júlí kem­ur fram að ný­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kunni að hafa svo veru­leg áhrif að líf­eyr­is­sjóðir neyðist til að hækka mat sitt á póli­tískri áhættu. Þeir þurfi jafn­framt að grípa til aðgerða til að draga úr mögu­legu tjóni, ef áhætt­an raun­ger­ist. Slík þróun und­ir­strik­ar að póli­tísk óvissa hef­ur þegar haft mæl­an­leg áhrif á fjár­hags­legt um­hverfi lyk­il­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Með óbreyttri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu fjár­fest­ing­ar drag­ast sam­an og at­vinnu­sköp­un minnka. Slík þróun veik­ir grunnstoðir hag­kerf­is­ins og dreg­ur úr getu sam­fé­lags­ins til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Verk­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú þegar far­in að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.”

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025

Categories
Fréttir Greinar

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

Deila grein

10/07/2025

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

,,Ísland á að standa á grunni festu og ábyrgra ákv­arðana sem tekn­ar eru á traust­um grunni. En þegar rík­is­stjórn legg­ur fram illa und­ir­bú­in laga­frum­vörp án sam­ráðs og bregst ekki við rétt­mætri gagn­rýni verður niðurstaðan óstöðug­leiki og minnk­andi trú­verðug­leiki. Slík­ir stjórn­ar­hætt­ir skapa póli­tíska áhættu.

Þessa hættu sáum við glögg­lega raun­ger­ast á tím­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013, þegar stefnt var að því að um­bylta ís­lensku sam­fé­lagi í einni svip­an. Þá var ráðist í hækk­un skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, auk til­rauna til bylt­ing­ar­kenndra breyt­inga á ýms­um sviðum sam­fé­lags­ins sem áttu að raun­ger­ast á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þessi til­raun mistókst hrap­al­lega.

Stefna sem gref­ur und­an at­vinnu­líf­inu

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram frum­vörp og boðað aðgerðir sem skapa aukna óvissu og grafa und­an fjár­hags­leg­um for­send­um mik­il­vægra at­vinnu­greina. Þar ber hæst fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda sem mun hafa al­var­leg áhrif á marg­ar sjáv­ar­byggðir. Þrátt fyr­ir varnaðarorð 26 sveit­ar­fé­laga, þar sem um 100 þúsund manns búa, er hvergi hvikað. End­ur­skoðend­ur og fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn, ásamt minni og stærri út­gerðum, hafa gert veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir og kallað eft­ir svör­um við mjög áleitn­um spurn­ing­um en ekki verið virt viðlits.

Á sama tíma stend­ur til að hækka álög­ur og skatta á ferðaþjón­ust­una, þrátt fyr­ir blik­ur á lofti á alþjóðleg­um mörkuðum og skerta sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Að auki liggja fyr­ir ýms­ar breyt­ing­ar sem snúa að líf­eyr­is­sjóðakerf­inu og munu meðal ann­ars hafa nei­kvæð áhrif á líf­eyris­tekj­ur bæði eldri borg­ara og kom­andi kyn­slóða á vinnu­markaði. Í reynd má segja að megin­áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um sé að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki án þess að fyr­ir liggi mat á áhrif­um á hag­vöxt, fjölda starfa og fjár­fest­ing­ar­vilja í at­vinnu­líf­inu. Gam­al­kunn­ugt stef það.

Óviss­an smit­ar út í hag­kerfið

Þannig eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar sett­ar í viðvar­andi óvissu­ástand á inn­lend­um vett­vangi, sem bæt­ist ofan á þann óró­leika sem þegar rík­ir á alþjóðleg­um mörkuðum. Allt þetta dreg­ur úr til­trú markaðar­ins á efna­hags­stjórn og eyk­ur lík­ur á viðvar­andi verðbólgu og háu vaxta­stigi, dreg­ur úr fjár­fest­ing­ar­vilja, hæg­ir á at­vinnu­sköp­un og veik­ir þannig grund­völl verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu.

Í pistli Gunn­ars Bald­vins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, í Viðskipta­blaðinu 4. júlí kem­ur fram að ný­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kunni að hafa svo veru­leg áhrif að líf­eyr­is­sjóðir neyðist til að hækka mat sitt á póli­tískri áhættu. Þeir þurfi jafn­framt að grípa til aðgerða til að draga úr mögu­legu tjóni, ef áhætt­an raun­ger­ist. Slík þróun und­ir­strik­ar að póli­tísk óvissa hef­ur þegar haft mæl­an­leg áhrif á fjár­hags­legt um­hverfi lyk­il­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Með óbreyttri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu fjár­fest­ing­ar drag­ast sam­an og at­vinnu­sköp­un minnka. Slík þróun veik­ir grunnstoðir hag­kerf­is­ins og dreg­ur úr getu sam­fé­lags­ins til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Verk­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú þegar far­in að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.”

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025