Menu

Monthly Archives: febrúar 2014

//febrúar

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ samþykktur

Fréttir|

Félagsfundur Framsóknarfélags Reykjanesbæjar hefur samþykkt framboðslista framsóknarmanna í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Framboðslistinn er fléttulisti skipaður 11 konum og 11 körlum. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur, leiðir listann en hann er núverandi oddviti og bæjarfulltrúi Framsóknar. Í ræðu sinni hvatti Kristinn Þór frambjóðendur og félagsmenn til þess að reka kosningabaráttuna á jákvæðan, uppbyggilegan og málefnalegan [...]

Alþjóðadagur móðurmálsins – virkt tvítyngi

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir vakti máls á Alþingi um viku móðurmálsins og hvernig hægt sé að koma til móts við nemendur, er tala annað móðurmál en íslensku, við að læra sitt móðurmál. Nefndi Líneik Anna að í heiminum væru talin 6700 lifandi tungumál og að 70% jarðarbúa tali fleiri en eitt tungumál daglega.

Ísland og Japan: Tækifæri í jarðhita

Greinar|

Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu. Japan nýtur þess hins vegar að óvíða er meiri gnótt [...]

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 31. maí auglýstur

Fréttir|

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum. Hverjir mega kjósa? Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 eiga allir íslenskir ríkisborgarar [...]

Af fundarstjórn forseta

Fréttir|

Karl Garðarsson fór yfir í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag að síðastliðna tvo sólarhringa, mánudag og þriðjudag, hafi stjórnarandstaðan kvatt sér hljóðs 292 sinnum undir liðnum fundarstjórn forseta í tengslum við umræðuna um ESB og talað í 321 mínútu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur flutt flestar ræður undir þessum lið eða sextán. [...]

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga

Fréttir|

Framboðsnefnd Framsóknar hefur skilað af sér drögum að framboðsreglum vegna sveitarstjórnarkosninga. Í lögum Framsóknarflokksins segir að reglur um val frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga geti verið af fjórum gerðum: Póstkosning; lokað prófkjör; uppstilling og opið prófkjör. Landsstjórn ákvað á fundi sínum þann 29. janúar í samræmi við skoðun framboðsnefndarinnar að landsstjórn setji ekki samræmdar reglur heldur verði [...]

Við vorum kosin til að gera breytingar

Greinar|

Síðustu alþingiskosningar snerust fyrst og fremst um þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera til að koma samfélagi okkar upp úr hjólförunum. Það er vel þekkt staðreynd að í djúpri niðursveiflu felast tækifæri til að ná snöggri uppsveiflu. En á Íslandi varð biðin eftir viðsnúningi löng, enda voru mörg tækifæri vannýtt og árum saman fylgt [...]

LFK hvetur konur áfram!

Fréttir|

Framkvæmdastjórn LFK hefur samþykkti eftirfarandi ályktun: „Framkvæmdarstjórn LFK starfar fyrir allar konur í flokknum til að auka veg þeirra til áhrifa í stjórnmálum, en vill ekki skapa fordæmi þess eðlis að taka stöðu í einstökum framboðsmálum. Framkvæmdastjórn LFK fylgist með hlut kvenna innan Framsóknarflokksins og mun hvetja uppstillingarnefndir og kjörnefndir áfram í sinni vinnu við [...]

Gagnaver á Blönduósi

Greinar|

Alþingi ályktaði 15. janúar sl að fela stjórnvöldum að koma á samstilltu átaki með sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun. Jafnframt ber að vinna að markaðssetningu svæðisins sem iðnaðarkosts, svo sem fyrir gagnaver. Með þessari ákvörðun Alþingis er stigið stefnumarkandi [...]

Load More Posts