Categories
Fréttir

Þjóðhagsráð kemur saman

Deila grein

09/06/2016

Þjóðhagsráð kemur saman

SIJFulltrúar ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands komu saman í morgun á fyrsta fundi Þjóðhagsráðs. Stofnun Þjóðhagsráðs er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí í fyrra, en hún var gefin út til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Einnig er kveðið á um stofnun Þjóðhagsráðs í rammasamkomulagi aðila á vinnumarkaði frá því í október. Forsætisráðherra stýrir fundum Þjóðhagsráðs:
„Það er mikilvægt að til sé vettvangur til að skiptast á skoðunum um hvert við stefnum á vinnumarkaði. Hlutverk ráðsins verður að greina stöðuna í efnahagsmálum og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Þetta er mikilvægur hlekkur í því sem nefnt hefur verið SALEK samkomulagið á vinnumarkaði“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra.
Ráðið skal beina umfjöllun sinni sérstaklega að þáttum þar sem samhæfingu er helst ábótavant. Þjóðhagsráð tekur ekki ákvarðanir í efnahags- eða kjaramálum og stofnun þess breytir ekki lögbundnum hlutverkum þeirra aðila sem að ráðinu standa.
thjothhagsrath-01
Í Þjóðhagsráði sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Heildarsamtök launafólks sem aðild eiga að rammasamkomulaginu hverju sinni geta gerst aðilar að Þjóðhagsráði.
Starfsemi Þjóðhagsráðs skal tekin til endurskoðunar fyrir árslok 2018. Jafnframt er heimilt að endurmeta starfsemi ráðsins ef rammasamkomulagi aðila á vinnumarkaði er slitið. Fundargerðir Þjóðhagsráðs verða öllum aðgengilegar.
Ljósmyndin er frá fyrsta fundi Þjóðhagsráðs. Talið frá vinstri: Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Heimilid: www.forsaetisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Kaupmáttaraukning veruleg á þessu ári

Deila grein

08/06/2016

Kaupmáttaraukning veruleg á þessu ári

logo-framsokn-gluggiÁrangur af stefnu Framsóknar í ríkisstjórn kemur vel fram í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í dag. Framsókn í þágu lands og þjóðar hefur verið leiðarljós ríkisstjórnarinnar undir forsæti Framsóknar. Bættur hagur heimilanna í landinu og aukin hagvöxtur og jákvæðir hvatar ríkisstjórnarstefnunnar skila sér.
Hér er dregið saman það helsta:

  • Launa- og kaupmáttarþróun á síðasta ári var mjög hagstæð fyrir launþega.
  • Regluleg laun landsmanna voru að jafnaði 7,2% hærri á árinu 2015 en 2014, sem gaf að meðaltali 5,5% kaupmáttaraukningu.
  • Hagfræðideild Landsbankans reiknar með að launavísitalan hækki um 10,1% milli áranna 2015 og 2016 og kaupmáttur um 8,1%.
  • Kaupmáttur launa er nú hærri en hann hefur verið nokkurn tíma áður.
  • Kaupmáttur út frá launavísitölu varð hæstur í ágúst 2007 og náði svo aftur sama stigi í nóvember 2014 en hefur aukist um 12% síðan þá.
  • Launahækkanir hafa verið miklar síðustu mánuði og var 12 mánaða launahækkunartaktur rúmlega 13% í mars og apríl í ár.

Verðbólgan lætur bíða eftir sér

  • Spár um aukna verðbólgu í kjölfar launahækkana hafa ekki enn gengið eftir.
  • Atvinnulífið virðist þannig hafa haft ákveðið svigrúm til þess að taka þessar launahækkanir á sig og þá gæti samkeppni líka haft sín áhrif.
  • Það er t.d. athyglisvert að verð á þjónustu, þar sem hlutfall launa af kostnaði er jafnan hátt, hefur ekki fylgt launahækkunum eftir. Öll innlend starfsemi er þó að einhverju leyti, beint eða óbeint, háð einhverskonar innflutningi.
  • Hluti af þessu svigrúmi er því líklega til komið vegna hagstæðrar þróunar ytri þátta svo sem lækkandi hrávöruverðs og styrkingar krónunnar.
  • Flestir reikna þó með að aukinn launakostnaður muni leiða til aukinnar verðbólgu á næsta ári, en laun á almenna markaðnum munu samkvæmt kjarasamningum hækka um 4,5% í maí 2018.

Einkaneysla á fleygiferð

  • Aukinn kraftur hefur orðið á vexti einkaneyslu síðustu ár, hún jókst um 3% að raunvirði milli ára árið 2014 og tæplega 5% í fyrra.
  • Hagfræðideild reiknar með enn meiri vexti í ár eða um 7%.
  • Einkaneyslan hefur þó aukist minna en nemur vexti ráðstöfunartekna sem jukust um tæplega 9% í fyrra og um tæplega 4% á ári að meðaltali sl. fimm ár.
  • Vegna mikillar hækkunar eignaverðs og lækkandi skulda hefur hreinn auður heimila aukist enn meira en ráðstöfunartekjur, eða um meira en 10% á ári undanfarin tvö ár og að meðaltali tæplega 8% á ári sl. fimm ár. Tekjur og auður heimila hafa því aukist töluvert meira en nemur vexti einkaneyslu og sparnaður heimila hefur því aukist.

Kaupmáttur heimila eykst …

  • Á síðasta ári nutu heimilin mikillar aukningar kaupmáttar ráðstöfunartekna sem að miklu leyti mátti rekja til umræddrar hækkunar launa. Það, ásamt hækkandi eignaverði og bættri eiginfjárstöðu styður allt við bætta stöðu heimilanna sem kann að koma fram í vaxandi eftirspurn þeirra.

… og eignastaðan hækkar

  • Lækkun skulda heimila og hækkun fasteignarverðs hefur valdið því að veðsetningarhlutfall íbúðarhúsnæðis hefur lækkað ört og var komið niður í 39% í árslok 2015 og lækkað úr 55% frá 2010.
  • Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra í a.m.k. 16 ár. Heimilin hafa því fengið aukið svigrúm til aukinnar skuldsetningar ef þau kjósa svo. Þó verður að segjast að þótt skilyrði fyrir kröftugum vexti einkaneyslu hafi verið mjög hagstæð undanfarið hefur aukning hennar verið tiltölulega hófleg í sögulegu samhengi hingað til.
  • Heimilin kjósa greinilega að fara hægar í sakirnar en í fyrri uppsveiflum og sparnaður þeirra nú er meiri en oft áður.

Skuldir lækka mikið

  • Skuldir heimilanna hafa lækkað jafnt og þétt síðustu ár eftir að þær náðu hámarki árið 2009 í um 125% af landsframleiðslu. Skuldirnar hafa því lækkað um sem nemur 41% af landsframleiðslu á aðeins 6 árum og er hlutfallið nú svipað og árið 1999. Þessa lækkun má bæði rekja til aukinnar landsframleiðslu og lækkunar á nafnvirði skulda.

Neysla heimilanna stuðlar að hagvexti

  • Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,4% hagvexti á þessu ári og að meðaltali 4,4% 2017 og 2018. Einkaneysla heimilanna leggur fram drjúgan skerf að þeim vexti. Fyrir utan einkaneyslu verður það fjárfesting atvinnulífsins sem mun knýja hagvöxtinn áfram. Bæði einkaneysla og fjárfesting stuðlar jafnan að miklum innflutningi, sem aftur dregur úr hagvextinum. Eins og áður segir sjást vísbendingar nú um að heimilin fari hægar í sakirnar nú en áður við svipaðar aðstæður og sparnaður þeirra sé þokkalegur. Sviptingar í hagkerfinu eru töluverðar nú um stundir og mikilvægt að heimilin haldi þessari tiltölulega góðu stöðu sinni.
Categories
Fréttir

Eflum starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Deila grein

08/06/2016

Eflum starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Elsa-Lara-mynd01-vefur„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða mál sem ég hef reyndar talað um áður. Undanfarin ár hefur mikil umræða átt sér stað um það mikla álag sem hefur verið á starfsfólki Landspítala og einnig um bágan húsakost stofnunarinnar. Brugðist hefur verið við og nú er unnið að áætlunum um hvernig halda skuli þessum endurbótum áfram. Í störfum mínum í þinginu hef ég einnig rætt þessa hluti og bent á hvort ekki mætti nýta þær öflugu heilbrigðisstofnanir sem eru í nágrenni höfuðborgarinnar til þess að minnka álag á Landspítala. Í því samhengi hef ég bent á kosti þess að nýta Heilbrigðisstofnun Vesturlands til þessara verkefna. Þar er svigrúm til að nýta skurðstofur og auð deild sem hægt væri að nýta. Jafnframt hef ég bent á að þar eru öflug læknateymi og stoðdeildir til staðar sem gætu með auknum fjárveitingum tekið við auknum verkefnum. Ég hef m.a. lagt fram tillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvernig hægt sé að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og auka fjárveitingar til hennar með það að markmiði að standa vörð um starfsemina og minnka álag á Landspítala. Í tillögunni er að auki lagt til að gera Heilbrigðisstofnun Vesturlands að varasjúkrahúsi fyrir Landspítalann. Ég hef jafnframt lagt fram fyrirspurnir um sama efni.
Á dögum var MBA-rannsókn skilað sem lokaverkefni við Háskólann í Reykjavík. Í þeirri rannsókn kemur fram að hægt væri að stytta biðlista vegna liðskiptaaðgerða úr 15 mánuðum í 3 með því að nýta skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Talið er að stofnunin sé heppilegur kostur vegna nálægðar við höfuðborgina og þar eru einnig stoðdeildir til staðar. Samkvæmt rannsókninni er til mikils að vinna. Öll bið reynist sjúklingum erfið og biðlistar kosta samfélagið tugi milljóna á viku. Kostnaður við að koma svona verkefni á væri í kringum 25 milljónir. Þessi rannsókn er í samræmi við það sem ég hef reynt að benda á. Það er ábyrgðarfullt ef þetta verkefni verður kannað nánar og gripið til aðgerða.“
Elsa Lára Arnardóttir í störfum þingsins 1. júní 2016.

Categories
Fréttir

Fagna skipun Vestfjarðanefndar

Deila grein

08/06/2016

Fagna skipun Vestfjarðanefndar

Jóhanna María - fyrir vef„Hæstv. forseti. Ég vil nýta tækifærið undir liðnum um störf þingsins til að fagna því skrefi sem ríkisstjórn Íslands hefur tekið eftir tillögu hæstv. forsætisráðherra um að skipa Vestfjarðanefnd sem vinna á að áætlun fyrir svæðið og ekki síður þakka Vestfirðingum fyrir þeirra þátt í málinu. Íbúum Vestfjarða hefur fækkað um 20% frá árinu 1998 um leið og hærri aldurshópar mynda íbúasamsetningu en sá viðsnúningur sem orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum með nýjum atvinnutækifærum sýnir einmitt að möguleikar eru til staðar, að hægt er að búa til tækifæri fyrir fólk til að búa og starfa á svæðinu.
Í skýrslu um hagvöxt landshluta sem ég hef áður minnst á undir þessum lið kom fram að framleiðsla hafi dregist einna mest saman á Suðurnesjum og á Vestfjörðum, um 11–12%, frá 2009–2013. Í skýrslunni er tekið sérstaklega fram að ástæða þyki til að hafa áhyggjur af þróun mála á Vestfjörðum.
Sjávarútvegur er enn þá stærsta atvinnugreinin á Vestfjörðum og virðist samdráttur í greininni vera útskýring á því að framleiðsla hefur dregist saman á Vestfjörðum síðastliðin ár. Því er gott að horfa til nýsköpunartækifæra á svæðinu, þau hafa mörg sprottið upp á síðustu missirum og þannig haldið í fólk sem annars ætti ekki aðra möguleika en að flytja þaðan og þangað sem atvinna er í boði og laun í samræmi við annað. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu hækkuðu laun á Vestfjörðum 10% minna en laun á landinu öllu.
Að ætla að hunsa byggðir sem skipa ysta lag landsins gerir ekkert nema að búa til nýtt ysta lag sem áður en langt um líður verður hið nýja svæði sem þarfnast aðstoðar. Þar sem við hérna inni höfum möguleika til þess að vinna að áföngum sem þeim sem hér um ræðir skulum við fagna þessari ákvörðun.“
Jóhanna María Sigmundsdóttir í störfum þingsins 1. júní 2016.

Categories
Fréttir

Samstöðu um lausnir til handa ungu fólki

Deila grein

07/06/2016

Samstöðu um lausnir til handa ungu fólki

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða vexti og húsnæðismál að því marki sem þessi mál eru samofin. Ef við byrjum á Seðlabankanum, óbreyttum stýrivöxtum, hef ég áður sagt það í þessum ræðustól að ef árangur er mældur út frá marksmiðssetningu þá gengur Seðlabankanum vel að framfylgja peningastefnu sinni. Segja má að þar sé markvirkni, þar sem meginmarkmið er að halda stöðugu verðlagi og gæta þess að mæld ársverðbólga fari ekki upp fyrir 2,5%. Það markmið hefur haldist nú í rúm tvö ár þannig að um þann markmiðstengda árangur verður ekki deilt. Það er auðvitað jákvætt í sjálfu sér bæði fyrir atvinnulíf sem þarf að gera áætlanir sem byggja á verðlagsforsendum inn í framtíðina, og heimilin sem þurfa að mæta útgjöldum á grundvelli tekna sinna. Og kaupmáttur hefur vaxið meira en nokkru sinni áður vegna verðstöðugleikans og ábatasamra kjarasamninga í krónum talið.
Mikill hagvöxtur er í kortunum og spennan eykst á vinnumarkaði. Þrátt fyrir allt sjáum við fram á aukna eftirspurn og vaxandi framleiðsluspennu. Þá hefur náðst að halda hér verðstöðugleika og ársverðbólgan mælist í kringum 1,7%. Við erum með raunstýrivexti hér upp á rúmlega 4%. Innlendar hækkanir vegast á við gengishækkun krónunnar, þannig að einhvers staðar skilar styrking krónunnar sér í verðlagi.
Við puðum hér á hinu háa Alþingi við að styrkja húsnæðismarkaðinn, leigumarkað og markað fyrir félagslegt húsnæði. En það þarf fleira að koma til. Það þarf samstöðu um lausnir til handa fólki, ekki síst ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu eign. Húsnæði hækkar í verði, kostnaður við fjármögnunina er of hár, allt of hár. Hér þarf framlengingu séreignarsparnaðar, einfaldari byggingarreglugerðir, breytingar á lánafyrirkomulagi húsnæðislána þar sem verðtryggingin er tekin af. Það er viðkvæmt fyrir einhverja að tala um kosningar í haust, en kannski verður kosið um þetta í haust.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 1. júní 2016.

Categories
Fréttir

Seðlabankinn verður að sjá að sér

Deila grein

07/06/2016

Seðlabankinn verður að sjá að sér

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Haft er eftir Gylfa Zoëga hagfræðingi í Kjarnanum nýlega. Þar segir, með leyfi forseta:
„Ef sú hagstæða efnahagsþróun sem hér hefur verið lýst á að viðhaldast eftir að fjármagnshöftum hefur verið aflétt þá er nauðsynlegt að tekið sé upp nýtt hagstjórnartæki sem minnkar virkan vaxtamun á milli Íslands og helstu viðskiptalanda. Ef þetta er ekki gert má búast við að fjárfestar reyni að hagnast á vaxtamun með því að kaupa krónur og fjárfesta í innlendum skuldabréfum. Gengi krónunnar mun þá styrkjast og afkoma ferðaþjónustu versna.“
Það er út af fyrir sig hárrétt og gott að sá ágæti maður skuli koma því á framfæri, en þess ber að geta að hann er líka meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sem ákvað í morgun að halda stýrivöxtum á Íslandi óbreyttum í 5,75%, sem þýðir í raun 6,5% vexti í 1,7% verðbólgu sem mælist nú um stundir.
Sú ákvörðun, ein af mörgum í langri röð, er jafn röng nú og fyrr. Ef mönnum væri mikil alvara með að koma hér á nýjum hagstjórnartækjum held ég að þeir mundu ekki við núverandi aðstæður halda vöxtum óbreyttum í þessum hæðum um leið og hótað er hækkun þessara vaxta ef verðbólga hækkar, en verðbólguvæntingar á Íslandi mælast nú einungis og eiginlega einvörðungu á Kalkofnsveginum þar sem Seðlabankinn er til húsa, því að aðrir búast ekki við verðbólgu, enda er ekkert von á verðbólgu. Hér vantar enn á að skila styrkingu krónunnar inn í vöruverð o.s.frv.
Það er hins vegar mjög alvarlegt mál að nú eru að dembast inn peningar sem aldrei fyrr síðan rétt fyrir hrun, út af þeim vaxtakjörum sem Seðlabankinn býður upp á. Þau eru ávísun á vandræði og óhöpp í framtíðinni ef Seðlabankinn sér ekki að sér í þessum málum.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 1. júní 2016.

Categories
Greinar

Séreign frekar en sérskuld

Deila grein

07/06/2016

Séreign frekar en sérskuld

Eygló HarðardóttirAllt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að hjálpa heimilum að skulda minna. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í skuldaleiðréttingu hjá heimilunum. Mikilvægur þáttur hennar var séreignarsparnaðarleiðin. Með henni var heimilum gert kleift að nýta séreignarsparnað til að niðurgreiða húsnæðislán sín umfram höfuðstólslækkunina, eða spara fyrir útborgun í íbúð eða búseturétti.

Árangurinn er mikill. Í fjármálastöðugleikariti Seðlabankans segir að fara þurfi aftur til 1999 til að finna jafn lágt skuldahlutfall heimilanna og um síðustu áramót. Skuldir heimilanna höfðu lækkað um 70 milljarða á árunum 2014 og 2015, bæði vegna beinnar niðurfærslu og vegna heimildar til nýtingar séreignarsparnaðar.

Því til viðbótar má áætla að 22-24 milljarðar hafi komið inn á húsnæðislánin vegna þeirrar fjárhæðar sem lögð var inn í byrjun árs til að lækka höfuðstól og vegna heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lánin.

Í nýrri könnun um stöðu leigjenda og eigenda á húsnæðismarkaði kom fram að stór hluti heimila safnar fé í séreignarsjóði. Af leigjendum eru 52,8% að greiða í séreignarsparnað, þar af 61% þeirra sem eru á aldrinum 25-44 ára og af eigendum voru það 66,0%, þar af 83% þeirra sem eru á aldrinum 35-44 ára. Tæplega helmingur aðspurðra eigenda nýtti sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaðinum inn á húsnæðislánin sín, eða 47,9%.

Af leigjendum höfðu 38,8% mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga á því að nýta séreignarsparnað til að kaupa húsnæði.

Töluverð umræða hefur verið um framtíðarfyrirkomulag séreignarsparnaðar. Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga var því lofað að hvetja til húsnæðissparnaðar, t.d. þannig að tímabundin heimild til að nýta séreignarsparnað sem eiginfjárframlag til kaupa á íbúðarhúsnæði yrði gerð varanleg. Það yrði til viðbótar við meiri stuðning við leigjendur, sem gefur þeim meira svigrúm til sparnaðar.

Nýtt fyrirkomulag myndi einnig létta greiðslubyrðina við töku óverðtryggðra lána. Áfram verði heimilunum hjálpað að spara, leggja fyrir og borga niður skuldir.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 7. júní 2016.

Categories
Fréttir

Heiðursviðurkenning veitt á Sjómannadegi

Deila grein

06/06/2016

Heiðursviðurkenning veitt á Sjómannadegi

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra veitti Þorvaldi Gunnlaugssyni sjómanni í dag, heiðursviðurkenningu, vegna góðra umgengni um hafið, fyrirmyndarstarf í úrgangsmálum og framsækna hugsun varðandi nýja orkugjafa til sjós.
Ráðherra sagði meðal annars að alvarleg ógn væri allt um kring um okkur þegar ruslið og plastið endar í hafinu. Það sem sagt var áður fyrr, að lengi taki sjórinn við, eigi alls ekki við lengur. Þess vegna eigi slagorðið „Hættum að henda í hafið“ vel við.
Þetta er í fyrsta skipti sem umhverfis-og auðlindaráðherra veitir sjómanni viðurkenningu á Sjómannadaginn fyrir fyrirmyndarstarf að umhverfismálum.
Þorvaldur Gunnlaugsson hefur stundað smábátaútgerð um langt skeið og verið duglegur að leita leiða að umhverfisvænum lausnum og haft hvetjandi áhrif á aðra til að koma með allan úrgang í höfn. Þorvaldur lætur sig mjög varða umgengi við bryggju og förgun úrgangsolíu sem og annara spilliefna. Þá hefur hann tekið þátt í undirbúningi við skoðun á metani sem eldsneytisgjafa og lífdísil og verið til fyrirmyndar í alfameðferð og umgengni um bát. Þorvaldur Gunnlaugsson er jafnframt formaður smábátafélags Reykjavíkur og situr í stjórn Landsambands smábátaeigenda.
Sigrún Magnúsdóttir og Þorvaldur Gunnlaugsson

Categories
Fréttir

Jón Skaftason látinn

Deila grein

06/06/2016

Jón Skaftason látinn

mynd - Jón SkaftasonJón Skaftason fyrrv. alþingismaður er látinn 89 ára. Jón var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi 1959 til 1978.
Jón var fæddur á Akureyri 25. nóvember 1926. Foreldrar hans voru Skafti Stefánsson (fæddur 6. mars 1894, dáinn 27. júlí 1979) útgerðarmaður á Siglufirði og Helga Sigurlína Jónsdóttir (fædd 16. október 1895, dáin 11. júní 1988) húsmóðir.
Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947. Lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1951. Héraðsdómslögmaður varð hann 1955 og hæstaréttalögmaður 1961. Jón vann við ýmis störf á Siglufirði 1951-1952. Fulltrúi hjá ríkisskattanefnd 1952-1954. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1955-1961. Rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, Kópavogi og Keflavík 1955–1960. Var deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu 1978-1979. Yfirborgarfógeti í Reykjavík 1979-1992 og sýslumaður í Reykjavík 1992-1994.
Eftirlifandi eiginkona Jóns til 66 ára er Hólmfríður Gestsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, Gestur fæddur 1950, Helga fædd 1953, Skafti fæddur 1955 og Gunnar fædddur 1960.
Framsóknarfólk vottar aðstandendum samúð og þakkir fyrir störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar.

Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði

Deila grein

01/06/2016

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði

Sigurður Ingi JóhannssonRíkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Lagt er til að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi.
„Fleiri svæði á landinu eiga undir högg að sækja og er reiknað með, ef framangreint verkefni gengur vel, að horft verði til sambærilegra aðgerða fyrir þau svæði. Það er mjög mikilvægt að áfram verði unnið markvisst að því að efla atvinnulíf og stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnar.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að samfélag sé samvinnuverkefni þar sem öll störf skipti máli og haldist í hendur og mikilvægt sé að hlúð sé að þeim sem þurfi á aðstoð að halda. Jafnframt að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að ljóst sé að ákveðnar byggðir eigi við meiri erfiðleika að etja en aðrar og gera þurfi úttekt á þeim svæðum og móta tillögur um hvernig mæta megi aðsteðjandi vanda. Þá segir að unnið skuli að því að treysta byggð, auka verðmætasköpun og fjárfestingu og fjölga störfum á landsbyggðinni.
kort-vestfirðirÍbúum á Vestfjörðum í heild hefur fækkað úr um 8.500 í 6.900 eða um 20 % (1.673) frá 1. janúar 1998 til 1. janúar 2016. Mest fækkaði á fyrsta áratug þessara aldar en síðustu þrjú ár hefur verið ákveðið jafnvægi í heildarfjölda íbúa. Alvarlegust er þó þróunin er varðar aldurssamsetningu íbúa Vestfjarða. Þannig hefur fækkað um 30-40 % í aldurshópnum frá 0 – 40 ára og að sama skapi fjölgar í eldri aldurshópum.
Alvarleg staða hefur skapast í samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum á síðustu áratugum. Batamerki sjást hinsvegar með fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem tengja má beint við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Og greina má sambærileg tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs á öðrum hlutum Vestfjarða. „Því má færa rök fyrir því að mögulegt sé að snúa þróun mála við með samstilltu átaki atvinnulífs og stjórnvalda,“ sagði forsætisráðherra.

Heimild: www.forsaetisraduneyti.is