Menu

Monthly Archives: júní 2016

//júní

Síld og fiskur

Greinar|

Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja [...]

Þjóðhagsráð kemur saman

Fréttir|

Fulltrúar ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands komu saman í morgun á fyrsta fundi Þjóðhagsráðs. Stofnun Þjóðhagsráðs er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí í fyrra, en hún var gefin út til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Einnig er kveðið á um stofnun Þjóðhagsráðs í rammasamkomulagi aðila á [...]

Kaupmáttaraukning veruleg á þessu ári

Fréttir|

Árangur af stefnu Framsóknar í ríkisstjórn kemur vel fram í nýrri samantekt Hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í dag. Framsókn í þágu lands og þjóðar hefur verið leiðarljós ríkisstjórnarinnar undir forsæti Framsóknar. Bættur hagur heimilanna í landinu og aukin hagvöxtur og jákvæðir hvatar ríkisstjórnarstefnunnar skila sér. Hér er dregið saman það helsta: Launa- og kaupmáttarþróun á [...]

Eflum starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða mál sem ég hef reyndar talað um áður. Undanfarin ár hefur mikil umræða átt sér stað um það mikla álag sem hefur verið á starfsfólki Landspítala og einnig um bágan húsakost stofnunarinnar. Brugðist hefur verið við og nú er unnið að áætlunum um hvernig halda skuli þessum endurbótum áfram. [...]

Fagna skipun Vestfjarðanefndar

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Ég vil nýta tækifærið undir liðnum um störf þingsins til að fagna því skrefi sem ríkisstjórn Íslands hefur tekið eftir tillögu hæstv. forsætisráðherra um að skipa Vestfjarðanefnd sem vinna á að áætlun fyrir svæðið og ekki síður þakka Vestfirðingum fyrir þeirra þátt í málinu. Íbúum Vestfjarða hefur fækkað um 20% frá árinu 1998 [...]

Samstöðu um lausnir til handa ungu fólki

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða vexti og húsnæðismál að því marki sem þessi mál eru samofin. Ef við byrjum á Seðlabankanum, óbreyttum stýrivöxtum, hef ég áður sagt það í þessum ræðustól að ef árangur er mældur út frá marksmiðssetningu þá gengur Seðlabankanum vel að framfylgja peningastefnu sinni. Segja má að þar sé markvirkni, þar [...]

Seðlabankinn verður að sjá að sér

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Haft er eftir Gylfa Zoëga hagfræðingi í Kjarnanum nýlega. Þar segir, með leyfi forseta: „Ef sú hagstæða efnahagsþróun sem hér hefur verið lýst á að viðhaldast eftir að fjármagnshöftum hefur verið aflétt þá er nauðsynlegt að tekið sé upp nýtt hagstjórnartæki sem minnkar virkan vaxtamun á milli Íslands og helstu viðskiptalanda. Ef þetta [...]

Séreign frekar en sérskuld

Greinar|

Allt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að hjálpa heimilum að skulda minna. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í skuldaleiðréttingu hjá heimilunum. Mikilvægur þáttur hennar var séreignarsparnaðarleiðin. Með henni var heimilum gert kleift að nýta séreignarsparnað til að niðurgreiða húsnæðislán sín umfram höfuðstólslækkunina, eða spara fyrir útborgun í íbúð eða búseturétti. Árangurinn er mikill. [...]

Heiðursviðurkenning veitt á Sjómannadegi

Fréttir|

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra veitti Þorvaldi Gunnlaugssyni sjómanni í dag, heiðursviðurkenningu, vegna góðra umgengni um hafið, fyrirmyndarstarf í úrgangsmálum og framsækna hugsun varðandi nýja orkugjafa til sjós. Ráðherra sagði meðal annars að alvarleg ógn væri allt um kring um okkur þegar ruslið og plastið endar í hafinu. Það sem sagt var áður fyrr, að lengi [...]

Jón Skaftason látinn

Fréttir|

Jón Skaftason fyrrv. alþingismaður er látinn 89 ára. Jón var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi 1959 til 1978. Jón var fæddur á Akureyri 25. nóvember 1926. Foreldrar hans voru Skafti Stefánsson (fæddur 6. mars 1894, dáinn 27. júlí 1979) útgerðarmaður á Siglufirði og Helga Sigurlína Jónsdóttir (fædd 16. október 1895, dáin 11. júní 1988) húsmóðir. Jón [...]

Load More Posts