Menu

Fréttir

/Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Elsa Lára Arnardóttir

Fréttir|

Á Akranesi leiddi Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum 2018. Elsa Lára er fædd árið 1975 og uppalin í Lambhaga í Hvalfjarðarsveit og einnig á Hornafirði. Hún er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og starfaði í nokkur ár sem kennari áður en hún fór út í stjórnmál 2013. [...]

Ákvörðun Skipulagsstofnunar óskiljanleg

Fréttir|

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs Akraness, segir að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg muni hafa „afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis“ enda ætlað „að taka á lífshættulegum aðstæðum vegfarenda,“ í yfirlýsingu í dag. Og í því ljósi sé ákvörðun Skipulagsstofnunar að breikkunin sé háð mati á umhverfisáhrifum óskiljanleg. Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að [...]

„Lilja alveg með þetta“ – stórt skref í byggðaþróun í landinu

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir Lilju Alfreðdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, „alveg með þetta“ en að frumvarpsdrög um nýjan stuðningssjóð íslenskra námsmanna sé „verið að stíga mörg ár fram í sögu lánamála námsmanna,“ í yfirlýsingu í dag. „Þetta er róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknu. Svo dæmi [...]

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Hjálmar Bogi Hafliðason

Fréttir|

Í Norðurþingi leiddi Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, lista Framsóknarflokks og félagshyggjufólks. Hjálmar Bogi er 39 ára Húsvíkingur með sveitatengingu inn í Aðaldalinn. Hann er grunnskólakennari að mennt og er deildarstjóri í Borgarhólsskóla á Húsavík. Hefur hann starfað við kennslu síðastliðin 13 ár auk þess kennt hin og þessi námskeið og starfað á meðferðarheimili [...]

Nýtt námsstyrkjakerfi: „Róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi“

Fréttir|

Frumvarpsdrög nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóðs íslenskra námsmanna (SÍN) hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjafyrirkomulag samhliða námslánakerfinu. „Þetta er róttæk breyting á núverandi fyrirkomulagi sem mun stuðla að lægri skuldsetningu námsmanna að námi loknu. Þetta er mikilvægt skref í þá átt að bæta kjör [...]

Úthlutun til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum sem er ætlað að efla byggðir landsins. Úthlutað var til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum fyrir árið 2019 í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Úthlutað var styrkjum að upphæð 71,5 milljónum króna til sjö verkefna á vegum sex landshlutasamtaka sveitarfélaga. Alls bárust 19 umsóknir um styrki [...]

Hér er verið að brjóta lög um dýravelferð!

Fréttir|

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, vekur athygli á því að nú sé dýralæknalaust í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum, Súðavík, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð (svæði 3 skv. reglugerð 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum). Dýralæknir sá er hefur sinnt þessu svæði hefur sagt upp eftir farsælt starf um árabil oft við erfiðar aðstæður. Þetta kemur fram [...]

Börn eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi!

Fréttir|

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir það „ánægjulegt að forsætisráðherra muni formlega leggja það fyrir ríkisstjórnina að þingmannanefnd um útlendingamál verði falið víðtækara hlutverk en nú er,“ í yfirlýsingu í dag. „Þá fagna ég frumkvæði dómsmálaráðherra og tek af heilum hug undir mikilvægi þess að meiri áhersla verði lögð á að skoða framkvæmd laganna [...]

Til hamingju Ísland – Vatnajökulsþjóðgarður samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, fagnar frábærri viðurkenningu að Vatnajökulsþjóðgarður hafi verið samþykktur á heimsminjaskrá UNESCO í yfirlýsingu í dag. „Til hamingju Ísland,“ segir Líneik Anna, „þetta er einn af stóru sigrunum og frábær viðurkenning.“ „Vatnajökulsþjóðgarður varð ekki til á einni nóttu – í jafn umfangsmiklu verkefni verða óhjákvæmilega sigrar og töp. Undirbúningur umsóknar til UNESCO [...]

Ekki sparka í þann sem hefur hingað til hugsað um landið

Fréttir|

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður og bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 1 í gær og ræddi þar við Ágúst Ólafsson, fréttamann á Akureyri, m.a. um uppreksturinn en Þórarinn Ingi er einn þeirra sem reka fé sitt úr Höfðahverfi í eyðibyggðina í Fjörðum. Í viðtalinu var komið inn á umræðu um [...]

Load More Posts