Categories
Fréttir

Samkeppni í verslun ábótavant – neytendur tapa

Deila grein

01/04/2015

Samkeppni í verslun ábótavant – neytendur tapa

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson hefur verið ötull talsmaður neytenda á Alþing og hefur minnt á nauðsyn þess að fylgjast með því að lækkun gengis og gjalda skili sér í vöruverð. Hefur Þorsteinn ítrekað bent á að hækkanir séu mun fljótari að skila sér út í verðlag og kallað eftir ábyrgð verslunareigenda gagnvart neytendum.
Í umræðu um „Samkeppni á smásölumarkaði“ fyrir skömmu sagði Þorsteinn meðal annars: „Mig langar að gera að meginatriði máls míns nýútkomna skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem í sjálfu sér staðfestir því miður flest það sem sá sem hér stendur hefur sagt og haldið fram síðustu mánuði og missiri. Meginniðurstaða skýrslunnar er meðal annars að verslunin hefur ekki skilað gengisstyrkingu krónunnar til almennings og það kemur einnig fram að í sjálfu sér skortir Samkeppniseftirlitið úrræði og heimildir nema um sé að ræða sérstaklega alvarleg brot á samkeppnislögum.
Almenningur á Íslandi tapaði helmingi lífskjara sinna í hruninu. Margir hverjir töpuðu ævisparnaði sínum og fasteignum. Þessi sami almenningur á nú að dómi verslunarinnar sjö árum síðar enn að vera að greiða meint tap verslunarinnar í hruninu. Maður veltir fyrir sér hvenær það verði fullbætt.“
Þorsteinn ítrekaði að styrking gengis hafi ekki komið fram í lækkun á verði til neytenda, heldur þvert á móti. „Ljóst er að verð á dagvörum hefur hækkað nokkuð frá árunum 2011/2012 þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið að styrkjast, en það ætti að öðru óbreyttu að veita svigrúm til verðlækkunar. Þannig nemur verðhækkun á dagvörum í heild frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2014 u.þ.b. 10%. Á sama tíma styrktist gengi íslensku krónunnar um u.þ.b. 5%.“
Þá benti Þorsteinn einnig á að afkoma verslunarinnar er mun betri á Íslandi en erlendis: „Á bls. 46 í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að samkvæmt upplýsingum um arðsemi skráðra dagvörusmásala, „grocery retailers“, erlendis sé meðalarðsemi eigin fjár um 13% í Evrópu og um 11% í Bandaríkjunum. Á Íslandi er þetta 35–40%.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Íslenskt sjávarfang og afurðir kynntar í Boston

Deila grein

01/04/2015

Íslenskt sjávarfang og afurðir kynntar í Boston

SIJSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti „Sea food  Expo North America“  í Boston á dögunum, þar sem íslensk fyrirtæki voru með bása og kynningar. Þau voru heimsótt og einnig var fundað með bandarískum stjórnmála- og embættismönnum, m.a. Elizabeth Warren öldungardeildarþingmanni, og fulltrúum annarra ríkja sem sóttu sýninguna. Sendiherrar Íslands í Kanada og Bandaríkjunum, Sturla Sigurjónsson og Geir Haarde, tóku þátt í dagskrá tengdri sýningunni og Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, var einnig á svæðinu.
Ferðin var skipulögð í samvinnu við Íslandsstofu, en mkill áhugi er á bandarískum vettvangi á þeirri fullvinnslu sem þróast hefur í íslenskum sjávarútvegi og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í heimsóknum og samtölum við kaupendur íslensks sjávarfangs og eldisfisks kom skýrt fram að gæði íslensku afurðanna væru óumdeild. Einstakt væri að geta boðið ferskan fisk í búðum í Bandaríkjunum 2-3 dögum eftir að hann er veiddur á Íslandsmiðum.
Aukinni flutningsgetu vestur um haf var fagnað enda spurn eftir fiski að aukast.  Kallað er eftir frekari stuðningi við markaðsstarf og að tryggja þurfi rekjanleika í gegnum allt framleiðsluferlið.
Eimskip er með starfsemi í Portland Maine, en þar er mikilvæg innflutningshöfn fyrir íslenskar sjávarafurðir sem fara á Bandaríkjamarkað. Paul Richard LePage ríkisstjóri í Maine lýsti á fundi með ráðherranum yfir mikilli ánægju með starfsemi Eimskips á svæðinu og mikilvægi hennar fyrir Maine fylki.
Bandaríkin, að frumkvæði Alaska, héldu fund með fulltrúum  frá Noregi, Íslandi og Kanada um vottanir og sjávarafurðir. Ræddir voru kostir og gallar ólíkra vottunarkerfa og helstu kröfur kaupenda til vottana. Þeir sem sátu fundinn voru sammála um mikilvægi þess að stærstu framleiðsluríki sjávarafurða í heiminum ættu reglulegt samtal um þessi mál.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Snjallsími á hjólum

Deila grein

31/03/2015

Snjallsími á hjólum

haraldur_SRGBNýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.

Færri slys
Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.

Færri umferðarteppur
Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg.

Haraldur Einarsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. mars 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Skilvirk þróunarsamvinna

Deila grein

28/03/2015

Skilvirk þróunarsamvinna

Karl_SRGBMikilvægt er að fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands sé eins vel skipulagt og skilvirkt og kostur er. Þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til ábyrgrar stjórnar og stefnu á þessu sviði fara ört vaxandi en árlega fara rúmlega fjórir milljarðar í alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Kröfurnar urðu ekki minni eftir að Ísland gerðist aðili að þróunarsamvinnunefnd OECD. Sú nefnd lagði til að Ísland myndi skoða fyrirkomulag og skipulag þróunarsamvinnu með tilliti til þess hvernig hámarksskilvirkni væri náð. Utanríkisráðuneytið tók þessar ábendingar alvarlega og til sérstakrar skoðunar.

Ólíkar leiðir teknar til skoðunar
Utanaðkomandi sérfræðingur var fenginn til að framkvæma úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og er sú úttekt mjög ítarleg. Hún byggir á samtölum við rúmlega 200 einstaklinga sem koma bæði að alþjóðlegri þróunarsamvinnu hér á landi og erlendis. Úttektin byggir einnig á reynslu þeirra landa sem Ísland vill oftast bera sig saman við.

Við vinnuna voru skoðaðar þrjár ólíkar leiðir. Tvær af þeim sneru að sameiningu, hvort sem var innan ráðuneytis eða Þróunarsamvinnustofnunar, og sú þriðja að því að halda núverandi fyrirkomulagi með fremur litlum breytingum. Niðurstaða úttektarinnar var að samhæfing allra aðila sem starfa á vegum íslenskra stjórnvalda að þróunarsamvinnu eigi að vera á einum stað. Eingöngu þannig sé hægt að hámarka líkur á mestum árangri með mestri skilvirkni.

Mörg samanburðarlandanna í skýrslunni hafa þegar gengið í gegnum breytingar á fyrirkomulagi sem eru sambærilegar þeim breytingum á fyrirkomulagi sem nú eru fyrirhugaðar hér á landi. Þær breytingar fela í sér að verkefni sérstakrar Þróunarsamvinnustofnunar eru færð inn til ráðuneytis sem fari eftirleiðis með alla þróunarsamvinnu. Slíkt fyrirkomulag er heppilegt þar sem sterk tengsl eru á milli þróunarsamvinnu og annarra utanríkismála. Nýjustu dæmin um slíkar sameiningar málaflokka eru frá Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá má geta þess að öll Norðurlöndin, að Svíþjóð undanskilinni, hafa flutt starfsemi sem þessa inn í ráðuneytin.

Þekking mun ekki glatast
Það er einnig mikilvægt að halda því vel til haga að þær breytingar sem um ræðir í frumvarpinu snúa einungis að stjórnskipulagi þróunarsamvinnu, en ekki að stefnumótun eða því hvernig við störfum á vettvangi. Áherslan mun haldast á tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndunum þremur og á vettvangi fjölþjóðlegra stofnana. Þá mun starfsmönnum Þróunarsamvinnustofnunar verða tryggð sambærileg störf í ráðuneytinu og vera valkvætt hvort það starf sé flutningsskylt. Með því er tryggt að sú sérfræðiþekking sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur byggt upp muni ekki glatast. Tilgangurinn með þessum breytingum er að gera gott starf enn betra. Það er markmiðið sem við þurfum ávallt að hafa að leiðarljósi í vinnu sem þessari.

Karl Garðarsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 28. mars 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Tíundi hluti barna býr við skert lífskjör – þriðjungur barna ekki í reglubundnu tómstundastarfi

Deila grein

25/03/2015

Tíundi hluti barna býr við skert lífskjör – þriðjungur barna ekki í reglubundnu tómstundastarfi

VilllumWillum Þór Þórsson, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins í gær að tekjur og staðu á húsnæðismarkaði hafi grundvallaráhrif á lífsgæði barna á Íslandi.
„Eftir stendur sú alvarlega staðreynd að um tíundi hluti barna býr við skert lífskjör og líður skort á efnislegum gæðum. Ein alvarlegasta birtingarmynd þessa ástands er sú að börn taka í minna mæli þátt í skipulögðu æskulýðs- og tómstundastarfi. Tæpur þriðjungur barna á Íslandi er ekki í reglubundnu tómstundastarfi,“ sagði Willum.
Á læknamálþingi 2010 kom meðal annars fram að rannsóknir sýna að börn sem líða skort af einhverju tagi og búa við versnandi andlega heilsu muni síðar á ævinni njóta verri líkamlegrar heilsu en ella. Á móti sýna rannsóknir að þátttaka barna í skipulögðu tómstundastarfi dregur úr líkum á hvers kyns frávikshegðun og eykur líkur á betri líðan og góðri líkamlegri heilsu.
„Ég velti því fyrir mér í hvað við eyðum orku okkar og kröftum hér í störfum okkar. Við höfum tækifæri núna til að vinna að breytingum. Ég treysti því að ríkisstjórnin komi með innlegg í kjaraviðræður og beiti sér fyrir því að samið verði um verulegar kjarabætur fyrir þá lægst launuðu. Þá eru húsnæðisfrumvörp á leiðinni og við getum greitt götu þeirra fjölskyldna sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði.
Þannig, virðulegi forseti, getum við bætt stöðu barnanna okkar.“
Ræða Willums Þórs Þórssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sjálfsagt mál að konur vinni 80% starf

Deila grein

25/03/2015

Sjálfsagt mál að konur vinni 80% starf

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, vakti máls á vinnutilhögun við rekstur hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr markmið um jafnrétti kynjanna í störfum þingsins í gær. En víða á hjúkrunarheimilum telst sjálfsagt mál að bjóða aðeins upp á ráðningu í 80% starf.
„Virðulegi forseti. Dytti einhverjum þetta í hug ef þarna væru einkum karlmenn við störf? Í stóriðju eða fiskimjölsverksmiðju til dæmis? Ég leyfi mér að fullyrða að svo er ekki,“ sagði Líneik Anna.
„Eftir að hafa kynnt mér málið nokkuð sýnist mér að þetta fyrirkomulag sé þannig til komið að eftir hrun var sums staðar gert samkomulag við starfsmenn um að minnka við sig starfshlutfall og vaktafyrirkomulagi breytt til samræmis við það. Því skyldi maður ætla að nú væri verið að snúa til baka og bjóða starfsfólki aukið starfshlutfall en raunin er þvert á móti sú að þetta skipulag virðist frekar vera að breiðast út.“
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

„Eðlilegt að skattalækkanarnir skili sér til heimilanna í landinu“

Deila grein

25/03/2015

„Eðlilegt að skattalækkanarnir skili sér til heimilanna í landinu“

logo-lfk-gluggiLandsstjórn Landssambands framsóknarkvenna gerði á fundi sínum í dag, 25. mars, eftirfarandi ályktun:
„Landssamband framsóknarkvenna ályktar að mikilvægt er að í komandi kjarasamningaviðræðum verði forgangsraðað á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri- og meðaltekjur, það er best gert með áherslu á krónutöluhækkanir.
Landssamband framsóknarkvenna tekur þannig undir orð forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra sem hafa bent á að svigrúm sé nú til staðar í atvinnulífinu.
Landssambandið telur krónutöluhækkanir á lægri- og meðaltekjur eðlileg krafa þar sem skattar hafa lækkað í atvinnulífinu, til dæmis í ferðaþjónustu og á sjávarútvegsfyrirtæki og þess vegna eðlilegt að skattalækkanarnir skili sér til heimilanna í landinu.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn

Deila grein

25/03/2015

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn

frosti_SRGBÍ skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir:

„Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“

Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurningin vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?

Hvað mun þetta kosta og hver borgar?

Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum.

Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár

Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða.

Stóru bankarnir þrír skipta hinsvegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.

Eignarhlutur starfsmanna

Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans.

Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna.

Sé vilji er fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti.

Frosti Sigurjónsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 24. mars 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Björn Harðarson nýr formaður

Deila grein

23/03/2015

Björn Harðarson nýr formaður

Fjölmenni var á aðalfundi Framsóknarfélags Árborgar sem haldinn var í Framsóknarhúsinu á Selfossi á fimmtudaginn.
Þar var ný stjórn kjörin en Björn Harðarson tók við formennsku af Margréti Katrínu Erlingsdóttur sem gegnt hefur formennsku síðastliðin tvö ár. Með Birni í stjórn eru Gissur Jónsson, Ingveldur Guðjónsdóttir og Þorgrímur Óli Sigurðsson ásamt Írisi Böðvarsdóttur sem kom ný inn í stjórnina.
20150319_225533
Margrét Katrín flutti skýrslu stjórnar félagsins síðastliðið ár þar sem hæst bar vinna í kringum sveitarstjórnarkosningarnar. Voru henni færðar þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu félagsins.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fór Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Árborg, yfir málefni sveitarfélagsins. Fundarmenn tóku undir áhyggjur hans af skorti á framtíðarsýn fyrir Sveitarfélagið Árborg þar sem tilviljun virðist oft ráða för um hvaða framkvæmdir ráðist er í.
Alþingismennirnir, Páll Jóhann Pálsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir, fóru yfir störf þingsins sem eru í fullum PállJóhanna María - fyrir vefgangi núna og mörg þjóðþrifamál sem unnið er að.
Lagði fundurinn áherslu á að þingmenn stæðu í lappirnar varðandi afnám verðtryggingar sem lofað var í seinustu kosningum. Einnig var flokkurinn hvattur til að fylkja sér að baki baráttu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fyrir hækkun lágmarkslauna upp í 300 þúsund krónur.

Categories
Fréttir

ESB er á rangri leið

Deila grein

19/03/2015

ESB er á rangri leið

frosti_SRGBRæða Frosta Sigurjónssonar, alþingismanns, frá umræðum á Alþingi um Evrópumál, munnlega skýrslu utanríkisráðherra.
„Virðulegi forseti. Við ræðum hér munnlega skýrslu utanríkisráðherra um framkvæmd ríkisstjórnarinnar á stefnumörkun varðandi ESB aðildarferlið, stefnumörkun sem nú hefur verið áréttuð frekar í bréfi til ESB. Aðalatriði bréfsins eru þessi:
1.  Ríkisstjórnin hefur engin áform um að hefja aðildarviðræður að nýju.
2.  Þessi stefna kemur í staðinn fyrir skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í tengslum við aðildarviðræður.
3.  Að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki og ESB lagi verklag sitt á því.
Með þessu hefur aðildarferlinu sem hófst árið 2009 verið lokið og öllum er orðið ljóst að ríkisstjórnin lítur ekki á Ísland sem umsóknarríki. Því ber að fagna.
Ríkisstjórnin hafði fulla stjórnskipulega heimild til að árétta stefnu sína bréflega við ESB, án aðkoma utanríkismálanefndar
Hér hafa spunnist áhugaverðar umræður um form málsins, þ.e. hvort ráðherranum hafi verið heimilt að árétta stefnu ríkisstjórnarinnar bréflega við ESB án þess að bera það bréf sérstaklega undir utanríkismálanefnd. Stjórnlagafræðingar eru á einu máli um að ríkisstjórnin hafi til þess fulla stjórnskipulega heimild. Greinargerðir sérfræðinga eru skýrar um þetta efni og liggja fyrir. Áhrif þingsályktunartillagna byggja aðeins á þeim þingstyrk sem þeim býr að baki hverju sinni og þær geta ekki bundið þing framtíðarinnar.
Sú þingsályktun sem hér um ræðir er frá 2009. Hún innihélt mikla fyrirvara og sú ríkisstjórn sem þá var við völd áskildi sér ítrekað allan rétt til að afturkalla umsóknina. Ef þingsályktunin væri bindandi, eins og sumir vilja halda hér fram, þá hlýtur líka áskilnaðurinn um að mega slíta viðræðum hvenær sem er einnig að vera í fullu gildi. Þannig að hvort sem þingsályktunin er í gildi eða ekki gildi, þá er ríkisstjórnin í fullum rétti til að binda enda á aðildarumsóknina.
Lýðræðislegt umboð aðildarumsóknarinnar var mjög veikt
Hér hefur líka komið fram að lýðræðislegt umboð aðildarumsóknar var mjög veikt. Höfðu Vinstri grænir umboð kjósenda sinna til að standa að slíkri aðildarumsókn hafandi talað fullum hálsi gegn aðild í kosningabaráttu sinni? Í sjónvarpsþætti daginn fyrir kosningar harðneitaði formaður Vinstri grænna því að aðildarumsókn kæmi til greina. Þrátt fyrir hið veika lýðræðislega umboð vildi fyrri ríkisstjórn ekki bæta úr því og felldi tillögur um að bera aðildarumsóknina undir þjóðaratkvæði.
En víkjum nú frá forminu og að sjálfu efni málsins, aðildarferlinu að ESB sem við viljum ekki taka þátt í lengur. Allar viðhorfskannanir undanfarin ár hafa sýnt að þjóðin hefur ekki áhuga á aðild að ESB, en vilji til inngöngu hlýtur að vera forsenda þess að staðið sé í slíkum viðræðum. Viðhorfskannanir hafa reyndar sýnt að fólk er forvitið að sjá hvað kæmi út úr samningaviðræðum um aðild, en sannleikurinn er sá að ESB hætti að bjóða upp á könnunarviðræður eftir að Norðmenn höfnuðu slíkum samningum í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda dettur engum í Noregi í hug að hefja slíka erindisleysu í þriðja sinn.
Eftir ófarir ESB í Noregi virðist stækkunardeildin hafa fundið upp nýja taktík. Nú skyldi byrjað á öfugum enda.
1. Ríkisstjórnir gátu nú sótt um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst.
2. Aðlögun hafin að regluverki ESB án þess að spyrja þjóðina og með öllum þeim kostnaði sem því fylgir.
3. Setja opnunar- og lokunarskilyrði á kaflana og geyma þá erfiðustu þar til í lokin til að auka líkur á að hægt væri að ná fram málamiðlunum.
ESB bauð lykilfólki kynningarferðir til Brussel, allt innifalið
Á meðan aðlögun er í fullum gangi er unnið í markaðs- og kynningarmálum. Í stað þess að gefa lýðræðislegum öflum, þingflokkum og já- og nei-fylkingum svigrúm til að takast á um rökin með og á móti aðild freistaðist ESB til að henda sér á árarnar með já-hreyfingunni. ESB bauð lykilfólki kynningarferðir til Brussel, allt innifalið. Dældi milljörðum í að styrkja valin málefni, styrkirnir voru kallaðir aðlögunarstyrkir. Setti á fót kynningarfyrirtæki í þágu aðildar, Evrópustofa var það kallað og varði hundruðum milljóna til að kynna valkostina og kosti Evrópusambandsins. Á meðan höfðu sjálfsprottnar já- og nei-hreyfingar úr litlu að moða til að kynna sín rök og sjónarmið.
Vínarsáttmálinn leggur bann við afskiptum ríkja í innanríkismál hvors annars
Umsvif ESB eru umhugsunarverð í ljósi þess að fram undan var þjóðaratkvæði um aðildina og í ljósi þess að Vínarsáttmálinn leggur bann við afskiptum ríkja í innanríkismál hvors annars. Lög um stjórnmálaflokka banna það alveg sérstaklega að flokkar afli fjármagns frá erlendum aðilum til að kynna sín sjónarmið. Augljóslega er það mjög þarft ákvæði. En er þá alveg í lagi að erlendur aðili hefji hér stórfellt kynningarstarf í þágu helsta baráttumáls tiltekins stjórnmálaflokks? Þetta er að mínu mati spurning sem þingið þarf að skoða nánar í ljósi fenginnar reynslu.
En aftur að aðlögunarferlinu. Lokakaflinn á þessu dýra og ólýðræðislega aðlögunarferli var sá að þegar allt væri tilbúið og aðlögun í raun orðinn hlutur þá yrði loks valinn heppilegur tímapunktur til að spyrja þjóðina leyfis, spyrja hvort hún vildi ganga í ESB, en það væri þá bara formsatriði því að í reynd væri fullveldi Íslands þá komið til Brussel og kannski bara tómt vesen að flytja það til baka.
En hverjar voru þær væntingar sem vaktar voru um ESB og umsóknina? Hafa þær staðist á einhvern hátt? Aðildin átti að taka 16 mánuði en urðu strand eftir 40. Könnunarviðræður reyndust vera aðlögunarferli. Evran átti að vera lausn en reyndist vera óleysanlegt vandamál. Hið milda ESB sem átti að hjálpa aðildarríkjum í vanda hefur ekki sýnt sig í vandræðum Grikklands. Þar er harkan ein. ESB beitti sér gegn hagsmunum Íslands í Icesave-málinu. Írar voru látnir axla skuldir einkabanka þar í landi. Þeir fengu ekkert val. Er ESB lýðræðislegra en Ísland? Hér kalla menn eftir beinu lýðræði. Er beint lýðræði í ESB? Ég hef ekki orðið var við það. Eru einhverjar þjóðaratkvæðagreiðslur þar um einstök mál? Alls ekki. Er ekki verið að tala um að þar sé lýðræðishalli? Embættismenn sem enginn hefur kosið setji þar öll lög. Enginn getur kosið þá í burtu. Aðildarumsóknin var sögð eiga að bæta ímynd landsins eftir hrun. Af fréttum er að dæma, sem við höfum verið að sjá núna viðbrögð við, að umsóknin hafi verið afturkölluð, henni slitið eða hvernig á að kalla það, það er talið vera tákn um að við séum fær um að standa á eigin fótum. Það er styrkur Íslands að hafa afþakkað þessa aðildarumsókn.
Jafnvel fyrrverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem var einn helsti talsmaður ESB-aðildar segir að ESB sé á rangri leið
Á þeim árum sem hafa liðið frá því aðildarumsóknin var lögð fram hefur komið kyrfilega í ljós að ESB-aðild er ekki lausn á vanda Íslands. Jafnvel fyrrverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem var einn helsti talsmaður ESB-aðildar segir að ESB sé á rangri leið og að Ísland sé alls ekki á leiðinni inn í það bandalag.
Því er haldið fram að fullveldi Íslands styrkist við það að glata forræði yfir stórum málaflokkum en fái í staðinn 1% þingsæta á Evrópuþinginu
Aðild að ESB er orðið svo óvinsælt baráttumál að sjálf samtökin sem berjast fyrir ESB-aðild þora ekki að kalla sig Já ESB eins og eðlilegt væri, en kalla sig Já Ísland. Öllu er snúið á hvolf í þessari baráttu. Því er sem dæmi haldið fram að fullveldi Íslands styrkist við það að glata forræði yfir stórum málaflokkum en fái í staðinn 1% þingsæta á Evrópuþinginu. Þjóðin sér auðvitað í gegnum svona tal, enda fengu þingflokkar sem höfðu inngöngu á stefnuskrá sinni innan við 13% atkvæða í síðustu alþingiskosningum. Þeir sem áður sögðust vera ESB-aðildarsinnar með stolti draga nú í land og segjast bara vilja ólmir sjá samninginn til að geta gert upp hug sinn. Þeir láta sem enn sé hægt að kíkja í pakkann eins og Noregur gerði. Ég minni þá aftur á aðildarferlið, sem ég lýsti fyrr í ræðu minni, og eðli þess, að láta þjóðina standa frammi fyrir orðnum hlut þegar hún er loks spurð álits.
Á hvaða leið er ESB?
En á hvaða leið er ESB, eigum við yfirleitt erindi inn í þann pakka, eða ætti ég að segja vandamálapakka? Myntbandalaginu er spáð hruni að minnsta kosti einu sinni í mánuði, þó enn hafi það ekki gerst og enginn skilur í því að Grikkland skuli ekki vera gengið úr myntbandalaginu því að evran er allt of sterk fyrir Grikkland eins og allir sjá. Fjármagnsflótti er frá Grikklandi og enginn skilur í því að ekki séu komin fjármagnshöft. Schäuble hótar því að hætta að láta gríska banka fá peninga sem mundi þýða endalok gríska hagkerfisins eins og við þekkjum það og kaos yrði í Grikklandi.
Atvinnulausir í Evrópusambandinu eru 24 milljónir. Evrópa unga fólksins er Evrópa atvinnuleysisins. Vaxandi pólitísk óánægja er og minnkandi traust er á stofnunum ESB innan sambandsins og öfgahreyfingar eru að ná fótfestu. Ekki síst í kjölfar harðræðis aðgerða og niðurskurðar í ríkjum sem hafa glímt við vandamál eftir fjármálahrunið 2008. Þau glíma við allt of sterka evru og í stað þess að njóta stuðnings eru fúkyrðin farin að ganga á víxl milli Þjóðverja og Grikkja, hálfgert kalt stríð ríkir. Eins og ég segi, Schäuble hefur hótað lýðræðislega kjörnum leiðtogum Grikkja að slökkva á bankakerfinu ef þeir láti ekki að stjórn og fyrirmælum ESB. Hvar er lýðræðið í því? Bretar íhuga nú að kjósa hugsanlega um útgöngu sína innan tveggja ára vegna þess að þeir hafa engin áhrif í ESB.
Junker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur talað um að nú þurfi að stofna ESB her og Þjóðverjar taka vel í það. Vissulega er málið umdeilt, en þessi umræða ein og sér ætti að sannfæra Íslendinga um að við eigum ekkert erindi inn í þetta verðandi hernaðarbandalag og stórveldi.
Fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi bundið enda á aðildarferlið
Ég fagna því að ríkisstjórnin hefur bundið enda á aðildarferlið og ég vil þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir að finna þá leið sem hefur skilað þeim mikilvæga árangri að Ísland er ekki lengur umsóknarríki. Ég fagna því að þessu skammarlega bjölluati í Brussel er lokið. Ég mundi líka fagna því ef ESB mundi framvegis hlífa íslensku þjóðinni við frekari innbyrðis átökum um sjálfstæði og fullveldi. Það væri mikið fagnaðarefni ef við gætum hætt að eyða orku okkar í að kljást um aðild að ESB en gætum þess í stað lagst öll á eitt við að bæta líf komandi kynslóða í okkar gjöfula og góða landi.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.