Categories
Fréttir

Utankjörfundarkosning – leiðbeiningar

Deila grein

31/03/2018

Utankjörfundarkosning – leiðbeiningar

Ágætu Framsóknarmenn – kosningar til sveitarstjórna verða laugardaginn 26. maí, en kosning utan kjörfundar er nú þegar í fullum gangi og hefur oft ráðið úrslitum.
Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.
Mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsókn sem flest atkvæði.
Þekkið þið fólk sem búsett er erlendis, hyggur á ferðalag, dvelur á sjúkrastofnun eða stundar vinnu á sjó eða í útlöndum?
Innanlands má greiða atkvæði hjá öllum embættum sýslumanna sjá hér.
Erlendis má greiða atkvæði í sendiráðum og hjá ræðismönnum sjá hér.
Koma svo!
 
Utankjörfundarskrifstofa X-B
Hverfisgötu 33
101 Reykjavík
Sími: 5404300
framsokn@framsokn.is

Categories
Greinar

Fjölnota íþróttahús til heilsueflingar fyrir alla aldurshópa

Deila grein

31/03/2018

Fjölnota íþróttahús til heilsueflingar fyrir alla aldurshópa

Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á  að aðstaða fyrir alla aldurhópa til heilsueflingar og félagsstarfs sé eins góð og kostur er.  Því teljum við tímabært að hafist verði handa við það að hanna og skipuleggja stækkun og endurbætur á íþróttahúsinu okkar í Borgarnesi.

Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga umfram aðra aldurshópa. Við þessu verðum við að vera undirbúin.  Aldraðir verða að hafa kost á því að hátta lífi sínu eftir heilsu og getu á þeim stað sem þeir kjósa. Fólk þarf að geta búið sem lengst á sínum heimilum með öflugum stuðningi heimaþjónustu og heimahjúkrunar, í samvinnu ríkis og sveitarfélaga.  Stór hluti fólks á sjötugs- og áttræðisaldir er við góða heilsu og virkir lykilþátttakendur í samfélaginu. Það hefur blasað við lengi að staða öldrunar- og hjúkrunarheimila í landinu er ekki ásættanleg. Viðvarandi og vaxandi skortur er um land allt á rýmum. Eitt af brýnustu verkefnum okkar sveitarstjórnarfulltrúa er að tryggja í samstarfi við ríkið framtíðar uppbyggingu og rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila í landinu. Framsóknarflokkurinn hefur þegar lýst yfir áhyggjum af sérstækum húsnæðisskorti á landsbyggðinni og vonir bundnar við áform félags- og jafnréttismálaráðherra um áætlanir til að bregðast við því með uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á þeim svæðum þar sem þörfin er brýn.

Nauðsynlegt er að áherslan varðandi málefni aldraðra snúi ekki aðeins að því að veita fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, þessum hópi verður að standa til boða viðeigandi félags-, tómstunda- og íþróttatengd þjónusta sem bætir lífgæði.  Í janúar s.l. tók til starfa stýrihópur á vegum sveitarfélagsins sem hafði það að markmiði að endurskoða stefnumótun í þjónustu við þennan hóp. Fulltrúar frá eldriborgararáði og báðum félögum eldriborgara í Borgarbyggð hafa starfað í þessum hóp. Niðurstaða þessarar vinnu er mikilvægt gagn fyrir  okkur sem störfum í sveitarstjórn að vinna með og hafa að leiðarljósi.

Góð aðstaða til heilsueflingar félags- og tómstunda fyrir alla aldurshópa mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins.

Guðveig Anna Eyglóardóttir

Höfundur er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Greinin birtist á skessuhorn.is 28. mars 2018.

Categories
Greinar

Dýrmætasta auðlindin

Deila grein

28/03/2018

Dýrmætasta auðlindin

Grunnur Samfélagsins
Til þess að byggja upp velferðarsamfélag þar sem allir geta lifað með reisn er gott að hugsa sér pýramýda. Grunnur pýramýdans er menntun og þar er eins gott að vandað sé til verksins. Kennarar byggja þennan grunn og til þess að vel takist til, þurfum við sem samfélag að tryggja að vel hæft og áhugasamt fólk sinni því vandasama starfi. Mannauðurinn er hverju samfélagi dýrmætasta auðlindin og náttúrúauðlindir blikkna í samanburði. Úti í hinum stóra heimi þekkjast fjölmörg dæmi þess að samfélög, rík af náttúruauðlindum eru í molum vegna þess að grunnurinn er ótraustur. Í menntun höfum við Íslendingar dregist aftur úr á síðustu árum og brestir eru komnir í grunninn, en hvað er til ráða?

Finnska leiðin
Við þurfum sem betur fer ekki að finna upp hjólið því Finnar hafa gert það fyrir okkur. Þeim hefur gengið hvað best að mennta börn sín og um leið treysta grunninn. En hvernig fara þeir að? Þeir viðurkenna og valdefla kennarann sem sérfræðing, borga honum laun sem samrýmist sérfræðimenntun kennarans og treysta honum til að vinna skapandi og sjálfstætt. Einnig býr kennarinn við góðar starfsaðstæður. Kennararar njóta mikillar virðingar í finnsku samfélagi og kennarastarfið er eftirsótt. Í námi er lögð áhersla á að börnin læri að vinna saman fremur en að vera í samkeppni. Þeim er kennt að vinna sjálfstætt og skapandi fremur en að kenna þeim staðla. Síðast en ekki síst er gerð rík krafa um að börnum sé aðeins kennt af faglærðum kennurum.

Hæðir pýramýdans
Þegar menntamál þjóðar eru í lagi þá verður grunnurinn traustur og eftirleikurinn auðveldur. Með traustum grunni er vel hægt að byggja ofan á hann margar hæðir verðmætasköpunar. Því fleiri hæðir verðmætasköpunar sem samfélag byggir þeim mun fallegri og betri verður efsta hæðin þar sem velferðferðin býr fyrir alla samfélagsþegna. Ef við lögum ekki grunninn þá munu hæðirnar hrynja.

Þessa finnsku leið vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fara til þess að framtíðin verði góð og gjöful fyrir okkur öll.

Ingvar Mar Jónsson

Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.

Greinin birtist á visir.is 17. mars 2018.

Categories
Greinar

Styttri vinnuvika hjá Akraneskaupsstað?

Deila grein

27/03/2018

Styttri vinnuvika hjá Akraneskaupsstað?

Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi ,,Frjálsra með Framsókn“ lagði fram tillögu um styttri vinnuviku og/eða sveigjanlegan vinnutíma. Tillöguna lagði hún fram á bæjarstjórnarfundi, þann 13. mars síðastliðinn. Tillagan fjallar um að fela sviðsstjórum Akraneskaupsstaðar að leita leiða og koma með tillögur til að stytta fjölda vinnustunda starfsmanna Akraneskaupsstaðar og/eða auka möguleikann á sveigjanlegri vinnutíma. Á fundinum var ákveðið að vísa tillögu Ingibjargar til bæjarráðs.

Tillagan var tekin fyrir í bæjarráði, þann 15. mars s.l. og þar var ákveðið að bæjarstjóri myndi afla upplýsinga um fyrirliggjandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg. Tilraunaverkefnið er unnið í samvinnu við heildarsamtök launþega. Það verkefni er sambærilegt því sem tillaga Ingibjargar fjallar um.

Markmið tillögunnar er að auka starfsánægju, bæta lífsgæði og fækka veikindadögum. Þekkt er að mikið og stöðugt álag veikir almennt ónæmiskerfi líkamans og mótstöðu gegn líkamlegum sem andlegum veikindum.

Margar rannsóknir sýna að þar sem vinnutími er styttur, án þess að til launaskerðingar komi, bæti líðan starfsmanna og um leið frammistöðu. Það má því segja að hagur beggja, bæði atvinnurekanda og starfsmanna, sé augljós.

Í þessu samhengi má nefna að leikskólinn Hof í Reykjavík hefur tekið þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Á málþingi sem haldið var fyrir stuttu síðan kom fram að starfsfólk leikskólans var mjög ánægt með verkefnið og veikindadögum starfsfólks fækkaði úr 7,6% niður í 4,3%. Auk þessa var starfsánægjan meiri og starfsfólk átti fleiri gæðastundir með fjölskyldu sinni. Á sama málþingi fjallaði stjórnarformaður Hugsmiðjunnar um verkefni fyrirtækisins um styttri vinnudag. Niðurstöðurnar eru þær að framleiðni starfsmanna hefur aukist um 23%, veikindadögum hefur fækkað um 44% og starfsánægja allra starfsmanna hefur aukist.

Ég fagna því að bæjarfulltrúar Akraneskaupsstaðar hafi tekið vel í tillögu Ingibjargar og falið bæjarstjóra að afla upplýsinga um tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar. Ef að niðurstaða þeirrar skoðunar leiðir til sömu niðurstöðu og raktar eru í þessari grein þá er mikilvægt að bregðast við. Það væri einn liður í því að gera Skagann okkar að enn öflugri fjölskyldubæ.

Elsa Lára Arnardóttir 

Höfundur er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.

Greinin birtist á skessuhorn.is 27. mars 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Framsóknarflokkurinn býður fram lista með óháðum í Hafnarfirði og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti listans. Í öðru sæti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og í því þriðja er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Listan skipa 11 konur og 11 karlar.
Í fréttatilkynningu segir að flokkurinn sé tilbúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í bænum.
Meðal loforða framboðsins er að börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fríar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn, lækka lóðaverð og bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði:

 1. Ágúst Bjarni Garðarsson, 30 ára, aðstoðarmaður ráðherra
 2. Valdimar Víðisson, 39 ára, skólastjóri Öldutúnsskóla
 3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 40 ára, félagsráðgjafi
 4. Margrét Vala Marteinsdóttir, 32 ára, forstöðumaður Reykjadals
 5. Einar Baldvin Brimar, 20 ári, nemi við Flensborgarskólann
 6. Magna Björk Ólafsdóttir, 38 ára, bráðahjúkrunarfræðingur
 7. Brynjar Þór Gestsson, 44 ára, knattspyrnuþjálfari
 8. Anna Karen Svövudóttir, 41 ára, þýðandi og túlkur
 9. Þórður Ingi Bjarnason, 45 ára, ferðamálafræðingur
 10. Jóhanna Margrét Fleckenstein, 41 ára, forstöðumaður
 11. Árni Rúnar Árnason, 45 ára, forstöðumaður íþróttamannvirkja
 12. Njóla Elísdóttir, 59 ára, hjúkrunarfræðingur
 13. Guðmundur Fylkisson, 52 ára, lögreglumaður
 14. Selma Dögg Ragnarsdóttir, 34 ára, byggingaiðnfræðingur
 15. Ingvar Kristinsson, 55 ára, verkfræðingur
 16. Linda Hrönn Þórisdóttir, 43 ára, uppeldis- og menntunarfræðingur
 17. Ólafur Hjálmarsson, 67 ára, vélfræðingur
 18. Elísabet Hrönn Gísladóttir, 43 ára, hársnyrtir
 19. Guðlaugur Siggi Hannesson, 29 ára, laganemi
 20. Þórey Anna Matthíasdóttir, 60 ára, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
 21. Sigurður Eyþórsson, 47 ára, framkvæmdarstjóri
 22. Elín Ingigerður Karlsdóttir, 79 ára, matráðskona
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð 2018 var lagður fram og samþykktur einróma í fulltrúaráði þann 15. mars. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr Dalvíkurbyggð með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum, 7 konur og 7 karlar.
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. skipar efsta sæti listans en hún sat í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-listann. Í öðru sæti er Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Í heiðurssæti listans er Atli Friðbjörnsson á Hóli, bóndi og fyrrv. oddviti.
Málefnavinna er farin í gang. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gera gott byggðarlag enn betra.
Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð:

 1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
 2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
 3. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
 4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
 5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
 6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
 7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
 8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
 9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
 10. Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
 11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
 12. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
 13. Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
 14. Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti
Categories
Fréttir

Málefnaályktanir 35. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA 2018

Deila grein

23/03/2018

Málefnaályktanir 35. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA 2018

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA haldið 9.-11. mars 2018 fagnar sterkri stöðu efnahagsmála á Íslandi. Staðan endurspeglast í fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Það er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu misserum. Í öðrum ályktunum flokksþingsins koma fram ítarlegri áherslur í einstökum málum sem forystu flokksins er falið að fylgja eftir í ríkisstjórn og á Alþingi.
Samhliða verður að gæta að því að skilyrði séu til áframhaldandi verðmætasköpunar atvinnulífsins og þar með bættra lífskjara landsmanna. Eitt af forgangsverkefnum í efnahagsmálum verður endurskipulagning fjármálakerfisins. Þar þarf að móta skýra samfélagslega framtiðarsýn. Í því felst meðal annars að leita þarf leiða til að auka samkeppni á viðskiptabankamarkaði, á sama tíma og að dregið verði úr þeirri áhættu sem skattgreiðendur bera af starfsemi fjármálafyrirtækja. Jafnframt verði verðtrygging afnumin af lánum til neytenda og fyrsta skrefið yrði að fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar.
Uppbygging sterkra innviða er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja jafnrétti til búsetu um allt land, þar sem allir hafi sama aðgang að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngum og fjarskiptum.
Tryggja þarf sterka stöðu sveitarfélaganna í landinu, þar sem stutt er við tekjuöflun þeirra og að samvinna sé höfð um frekari flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Skoða þarf frekari flutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðar með það að markmiði að auka fjölbreytileika atvinnutækifæra í dreifðari byggðum.
Málefnaályktanir 35. Flokksþings Framsóknarmanna 9.-11. mars 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Deila grein

23/03/2018

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.
Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

 1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
 2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
 3. Baldur Þór Baldvinsson, form. Félags eldri borgara
 4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
 5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
 6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
 7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
 8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
 9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
 10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
 11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
 12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
 13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
 14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
 15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
 16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
 17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
 18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
 19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
 20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
 21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
 22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Deila grein

23/03/2018

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur í gær á fjölmennum félagsfundi. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi fólks sem kemur allsstaðar af úr víðfemu sveitarfélaginu. Áhersla var lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumeiri frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Listann skipa 8 konur og 10 karlar en jafnt kynjahlutfall er í efstu 16 sætunum.
Oddviti verður áfram Marzellíus Sveinbjörnsson umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar en hann hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknar undanfarin fjögur ár og varabæjarfulltrúi þar á undan. Í öðru sæti er Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir leiðbeinandi og í þriðja sæti er Kristján Þór Kristjánsson svæðisstjóri CCEP. Elísabet Samúelsdóttir þjónustustjóri hjá Landsbankanum er í fjórða sætinu og Anton Helgi Guðjónsson sjávarútvegsfræðingur skipar fimmta sætið.
Mikil ánægja var á fundinum með listann og var strax byrjað að leggja línur fyrir þau málefni sem verða sett á oddinn fyrir næsta kjörtímabil. „Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaða lista. Nú munum við bretta upp hendur við að móta áherslur fyrir næstu fjögur ár. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson oddvit Framsóknar í Ísafjarðarbæ.
Framsókn fékk 15,56% atkvæða í síðustu kosningum og einn fulltrúa kjörin en einungis vantaði 41 atkvæði í næsta mann inn.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ:

 1. Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar. Ísafirði.
 2. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi. Ísafirði.
 3. Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP á Vestfjörðum. Ísafirði.
 4. Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Ísafirði. Ísafirði.
 5. Anton Helgi Guðjónsson, sjávarútvegsfræðingur. Ísafirði.
 6. Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi. Tröð í Önundarfirði.
 7. Hákon Ernir Hrafnsson, nemi. Ísafirði.
 8. Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri Íslandssögu. Bæ í Súgandafirði.
 9. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði.
 10. Violetta Maria Duda, skólaliði. Suðureyri.
 11. Barði Önundarson, verktaki. Hafrafelli.
 12. Sólveig S. Guðnadóttir, sjúkraliði. Ísafirði.
 13. Steinþór A. Ólafsson, bóndi og verktaki. Fremri Hjarðardal í Dýrafirði.
 14. Rósa Ingólfsdóttir, starfsstöðvarstjóri hjá Ríkisskattstjóra. Ísafirði.
 15. Friðfinnur S. Sigurðsson, bifreiðastjóri. Þingeyri.
 16. Guðríður Sigurðardóttir, kennari. Ísafirði.
 17. Konráð Eggertsson, æðarbóndi. Ísafirði.
 18. Ásvaldur Guðmundsson, fv. staðarhaldari. Núpi í Dýrafirði.
Categories
Greinar

Afnemum 25 ára „regluna“

Deila grein

22/03/2018

Afnemum 25 ára „regluna“

Ég vil afnema hina svo kölluðu 25 ára ,,reglu‘‘ við innritun nemenda í framhaldsskóla. Frá árinu 2012 hefur framhaldsskólum verið heimilt að forgangsraða umsóknum um skólavist eftir tiltekinni flokkun á umsækjendum. Einn liður í reglugerðinni sem liggur til grundvallar kveður á um að umsækjendum 25 ára og eldri, og njóta ekki forgangs af öðrum ástæðum, er raðað næstsíðast við flokkun umsókna. Margir túlkuðu þetta sem svo að framhaldsskólar landsins séu lokaðir fólki eldra en 25 ára sem hefur áhuga á bóknámi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa ekki borist umkvartanir vegna synjunar um skólavist sökum aldurs og líkur á að það reyni á slíkt eru hverfandi. Sérstaklega í ljósi þess að framlög til framhaldsskólastigsins voru aukin um 1.290 milljónir milli 2017 og 2018 og í ofanálag eru framlög á nemanda hærri í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs, en framhaldsskólarnir halda þeim fjármunum sem sparast vegna styttingarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að einfalda eigi regluverk ef ekki er þörf fyrir það. Þessi aðgerð er skref í þá átt.

Nú eru drög að breytingum á fyrrgreindri reglugerð komin í opið samráð á vef samráðsgáttarinnar. Öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingar um drögin í gegnum samráðsgáttina en markmið hennar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila.

Þess má geta að umsækjendum 25 ára og eldri bjóðast einnig fjölmörg önnur námsúrræði en nám í framhaldsskóla. Þar er helst að geta framhaldsfræðslu, sem boðin er um allt land og lögð hefur verið áhersla á að efla og styrkja með auknum fjárframlögum á síðustu árum. Þá geta nemendur á þessum aldri sótt aðfaranám í staðnámi eða fjarnámi.

Við lofuðum stórsókn í menntamálum og við ætlum að standa við það. Það eiga því allir að komast að í framhaldsskólunum sem sækja um, uppfylli þeir þau inntökuskilyrði sem skólarnir setja hverju sinni. Það að vera yngri en 25 ára er ekki inntökuskilyrði.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Greinin birtist í Fréttablaðinu 22. mars 2018.