Categories
Greinar

Ríflegur samgöngustyrkur til háskólanema

Deila grein

20/03/2018

Ríflegur samgöngustyrkur til háskólanema

Fleiri farþega í Strætó og aukin hlutdeild vistvænna ferðamáta er augsýnilega hagkvæmasta úrræðið til að létta á vaxandi þrýstingi á gatnakerfi borgarinnar. Vandinn er bara að koma einmitt því í kring, á þann hátt að hafi hámarks áhrif með sem minnstum tilkostnaði.

Frítt í Strætó
Framboð Framsóknar í Reykjavík hefur talað fyrir því að gerð verði árs tilraun með að hafa frítt í Strætó sem nokkurs konar markaðsátak. Við viljum breyta ferðavenjum fólks og kynna þar sérstaklega til sögunnar Strætó. Stór hópur fólks á einkabíl og hefur ekki í hyggju að losa sig við hann. Ef hins vegar væri hægt að fá þennan stóra hóp til þess að nýta annan farskjóta en einkabílinn í hluta af þeim ferðum sem farnar eru, myndi það skipta okkur öll máli. Að bjóða fríar „tilraunaferðir“ gæti verið raunhæft fyrsta skref í átt að breyttri ferðahegðun.

Samgöngustyrkur
Við í Framsókn höfum jafnframt áhuga á öðru verkefni sem minna hefur verið kynnt. Þeir sem hafa átt leið um miðborgina síðustu misseri hafa væntanlega séð bílabreiðurnar sem umlykja háskólana við Vatnsmýrina. Þarna er hópur fólks á ferðinni á hverjum degi, flestir einir í bíl á leið um verstu punkta borgarinnar umferðarlega séð.

Með það að leiðarljósi að fækka bifreiðum á götunum viljum við bjóða reykvískum háskólanemum ríflegan samgöngustyrk.

Að borga háskólanemum fyrir það að nota vistvænan ferðamáta gæti verið hagkvæm leið til að létta á gatnakerfinu. Að greiða t.d. 5000 háskólanemum 20 þúsund kr. á mánuði í 9 mánuði á ári myndi kosta 900 milljónir á ári. Þessi upphæð kæmi að hluta til til baka inn í Strætó og myndi styrkja rekstur hans. Útfæra mætti þetta t.d. á þann hátt að sett væru upp aðgangsstýrð hlið við bílastæði skólanna, þeir sem þiggja samgöngustyrk fái ekki samtímis aðgang að bílastæðum við skólann. Ganga mætti enn lengra þannig að þeir sem fái aðgang þyrftu að greiða fyrir hann, sem kæmi að hluta til móts við kostnað vegna samgöngustyrks hinna.

Mesti hagnaður þessarar hugmyndar felst í því að hver og einn styrkþegi semur sig frá því að nýta einkabílinn á leið til og frá skóla. Það munar um minna, allt að 10 þúsund ferðir á dag um helstu álagspunkta gatnakerfisins.

Bílastæðalóðir
Hægt er að fara með þessari hugmynd lengra og spá í hvað hægt væri að gera við allt það landflæmi við háskólana sem fer undir bílastæði sem þjóna eiga 5000 nemendum. Segjum 2500 bílastæði, 12,5 m2 hvert. Það gerir rúma 30.000 m2 að grunnfleti. Við gætum hugsað okkur að reist yrðu í þeirra stað þriggja hæða hús, en það væri þá 90.000m2 byggingarmagn. Nota mætti slíkt byggingarmagn til að reisa allt að 2000 stúdentaíbúðir á besta stað fyrir háskólanema, sem þá í framhaldinu þyrftu ekki að aka um götur borgarinnar til að komast í skólann.

Snædís Karlsdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Greinin birtist á kjarninn.is 20. mars 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Deila grein

20/03/2018

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi var samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi félagsins laugardaginn 3. mars.
Fulltrúaráðið stillti upp listanum þar sem Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, skipar efsta sæti, Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri er í öðru sæti, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur í því þriðja, Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur skipar fjórða sæti listans, Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari er í fimmta sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, skipar sjötta sæti listans. Á myndinn eru frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason, Ingibjörg Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Tryggvi Már Ingvarsson.
Við uppstillingu listans var meðal annars áhersla lögð á fjölbreytta menntun og reynslu frambjóðenda, ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumikla frambjóðendur og jafnt hlutfall kynjanna. „Ég fer bjartsýnn inn í kosningabaráttuna og vongóður um góða niðurstöðu enda framboðslistinn einhuga og vel skipaður hópur,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti listans.
„Ég hlakka til að vinna með þessum öfluga hópi frambjóðenda Framsóknarflokksins sem gengur samstíga inn í komandi kosningabaráttu,“ segir Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi.
Á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar eru 22 frambjóðendur, 11 konur og 11 karlar.
Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Ingibjörgu Isaksen.
Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri:

 1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs
 2. Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
 3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur
 4. Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur
 5. Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari
 6. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi
 7. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður
 8. Sverre Andreas Jakobsson, fyrirtækjaráðgjafi og handboltaþjálfari
 9. Óskar Ingi Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðingur og kennari
 10. Anna Rakel Pétursdóttir, nemi og knattspyrnukona
 11. Grétar Ásgeirsson, flokksstjóri og vélamaður
 12. Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjufræðingur
 13. Gunnar Þórólfsson, verkamaður
 14. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi
 15. Siguróli M. Sigurðsson, sagnfræðingur
 16. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
 17. Árni Gísli Magnússon, sölumaður
 18. Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
 19. Guðrún Rúnardóttir, bókari
 20. Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn
 21. María Ingadóttir, launafulltrúi
 22. Páll H. Jónsson, eldri borgari
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Deila grein

20/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, leiðir lista Fram­sókn­ar og frjálsra í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á Akra­nesi í vor. Ragn­ar Bald­vin Sæ­munds­son versl­un­ar­maður er í 2. sæti og Liv Åse Skar­stad hús­móðir í 3. sæti. Næstu þrjú sæti þar á eft­ir skipa þau Ka­ritas Jóns­dótt­ir verk­efna­stjóri, Ole Jakob Vold­en húsa­smiður og Helga Krist­ín Björgólfs­dótt­ir grunn­skóla­kenn­ari.
Framboðslistann skipan 10 konur og 8 karlar.
Ingi­björg Pálma­dótt­ir sem hef­ur verið odd­viti Fram­sókn­ar í bæj­ar­stjórn und­an­farið kjör­tíma­bil, skip­ar nú 18. sæti list­ans.
Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi:

 1. Elsa Lára Arnardóttir, skrifstofustjóri
 2. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður
 3. Liv Åse Skarstad, húsmóðir
 4. Karitas Jónsdóttir, verkefnastjóri
 5. Ole Jakob Volden, húsasmiður
 6. Helga Kristín Björgólfsdóttir, grunnskólakennari
 7. Alma Dögg Sigurvinsdóttir, BA í stjórnmálafræði
 8. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri
 9. Hilmar Sigvaldason, ferðamálafrömuður
 10. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 11. Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, nemi
 12. Þröstur Karlsson, sjómaður
 13. Sigurður Oddsson, vélvirkjanemi
 14. Maren Rós Steinþórsdóttir, verslunarmaður
 15. Axel Guðni Sigurðsson, rafvirki
 16. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
 17. Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
 18. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ráðherra
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra

Deila grein

19/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra

Framboðslisti B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra hefur verið samþykktur.
Þorleifur Karl Eggertsso, símsmiður, er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, og það þriðja Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi.
Framboðslistann skipa 8 konur og 6 karlar. Á myndinni eru frá vinstri: Friðrik Már Sigurðsson, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Þorleifur Karl Eggertsson.
Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra:

 1. Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður
 2. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi
 3. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi
 4. Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur
 5. Ingimar Sigurðsson, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
 6. Valdimar H. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
 7. Sigríður Elva Ársælsdóttir, deildarstjóri
 8. Elín Lilja Gunnarsdóttir, bóndi
 9. Erla Ebba Gunnarsdóttir, bóndi
 10. Sigurður Kjartansson, bóndi
 11. Gerður Rósa Sigurðardóttir, bankastarfsmaður
 12. Eydís Bára Jóhannsdóttir, sérkennari
 13. Guðmundur Ísfeld, handverksbóndi
 14. Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra

Deila grein

19/03/2018

Framboðslisti Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti B-lista Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinum Hvoli 17. mars 2018.
Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri og sveitarstjórnarmaður og það þriðja Rafn Bergsson, bóndi.
Það er afstaða framboðsins að auglýst verði eftir sveitarstjóra að loknum kosningum. Fráfarandi sveitarstjóri, Ísólfur Gylfi Pálmason, hættir eftir átta farsæl ár.
Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra:

 1. Lilja Einarsdóttir, oddviti og hjúkrunafræðingur
 2. Benedikt Benediktsson, sveitarstjórnarmaður og framleiðsustjóri
 3. Rafn Bergsson, bóndi
 4. Guri Hilstad Ólason, kennari
 5. Bjarki Oddsson, lögreglumaður
 6. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrtifræðingur
 7. Þórir Már Ólafsson, sveitarstjórnarmaður og bóndi
 8. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
 9. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar
 10. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
 11. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
 12. Ágúst Jensson, bóndi
 13. Heiðar þór Sigurjónsson, bóndi og smiður
 14. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi
Categories
Greinar

Hagsmunir nemenda hafðir að leiðarljósi

Deila grein

19/03/2018

Hagsmunir nemenda hafðir að leiðarljósi

Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku en margir þeirra tóku próf við óviðunandi aðstæður fyrr í mánuðinum. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð en þeir nemendur sem luku prófunum fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju í vor eða haust enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat á námsstöðu sinni.

En þýðir þetta endalok rafrænna prófa? Það kom ótvírætt fram á samráðsfundi í liðinni viku með fulltrúum frá nemendum, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi grunnskólakennara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félagi fræðslustjóra, samtökunum Heimili og skóli, umboðsmanni barna, Menntamálastofnun og sérfræðingahópi um framkvæmd samræmdra könnunarprófa að rafrænar lausnir í skólastarfi séu komnar til að vera þar sem þær bjóða upp á marga kosti til að þróa skólastarf. Því er ég sammála.

Það er hins vegar eðlilegt í kjölfar mislukkaðrar framkvæmdar líkt og um daginn, að staldra við og spyrja hvað betur megi fara og hvað þarf að laga í stóra samhenginu. Það er til dæmis ljóst að skiptar skoðanir eru um samræmd könnunarpróf, markmið þeirra og tilgang.

Það er því sjálfsagt að ræða um hugmyndafræðina sem liggur að baki lagaskyldunni um samræmd próf, þótt hún tengist ekki framkvæmd prófanna nú. Á fyrrnefndum samráðsfundi var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Leitað verður eftir tilnefningum í hópinn í vikunni og óskað verður eftir tillögum fyrir árslok.

Við eigum á hverjum tíma að rýna grunnskólalögin og raunar skólakerfið allt, og velta því fyrir okkur hvernig við búum nemendur sem best undir framtíðina. Samfélagið er að breytast og það er fullkomlega eðlilegt að skólakerfið breytist samhliða. Það er von mín að aðkoma allra ofangreindra aðila verði til þess að fundin verði farsæl lausn sem mun gera menntakerfið betra til framtíðar.
Það er ríkur vilji í samfélagi okkar að bæta menntakerfið og það er löng hefð fyrir því að leggja áherslu á gildi læsis og menntunar á Íslandi. Tækifærið til að efla umgjörð menntakerfisins er núna, nýtum það til framfara og höfum að leiðarljósi að menntun er fyrir alla.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. mars 2018.

Categories
Fréttir

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF)

Deila grein

17/03/2018

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF)

Kæru flokkssystkin!
Ég vill byrja á því að þakka öllum þeim sem komu á flokksþing okkar um síðustu helgi kærlega fyrir samstarf og samveru þar. Flokksþingið var bæði kraftmikið í störfum sínum og frjótt og ekki síður var góður andi á því sem skilaði sér svo vel inn í vinnu þess og málefni. Sannkallaður félagshyggjuandi eins og á að vera í öllum störfum okkar framsóknarfólks og samheldni mikil.
Eitt af því sem samþykkt var á liðnu þingi voru lagabreytingar sem fólu í sér að Samband eldri Framsóknarmanna fyrir 60 ára og eldri (SEF), sem stofnað var 2013, fékk formlega stöðu sem sérsamband innan Framsóknarflokksins og mun formaður þess hér eftir sitja í framkvæmdarstjórn flokksins og landsstjórn líkt og formenn SUF og LFK. Er ég afar ánægður með þessa samþykkt þingsins enda gott að stofna til vettvangs til að vinna að málefnum þessa aldurshóps og vera flokknum til ráðgjafar í þeim.
Nú er hafinn undirbúningur að aðalfundi SEF sem haldinn verður á Hverfisgötu 33 í Reykjavík þann 25. apríl nk. Samkvæmt lögum SEF hafa atkvæðisrétt á þeim fundi allir félagar í Framsóknarflokknum, 60 ára og eldri, sem skráðir eru í flokkinn 30 dögum fyrir aðalfund skv. félagatali á skrifstofu hans. Þá skal eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund hafa borist tillögur um frambjóðendur til trúnaðarstarfa til stjórnar. Þar sem ekki er virk stjórn í SEF nú um stundir þá er rétt að senda þær tillögur til skrifstofu flokksins með sama fresti.
Trúnaðarstöður þær sem kosið er um eru formaður, fjórir meðstjórnendur og þrír í varastjórn. Þá skal einnig kosið trúnaðarráð sem í sitja sex eða einn úr hverju kjördæmi. Er það stjórn sambandsins til ráðgjafar og liðsinnis. Nú í undirbúningi aðalfundarins er skrifstofa flokksins að skoða hvernig sé hægt að gera flokksfólki, sem ekki á heimangengt til Reykjavíkur, kleift að taka þátt í störfum hans og verður það kynnt er nær dregur.
Um leið og þessu er fylgt úr hlaði hér þá vona ég að sem flestir heldri Framsóknarmenn komi til þessa aðalfundar til að hleypa starfsemi SEF af stokkunum með krafti. Ég er þess fullviss að líkt og SUF og LFK verði SEF til þess að styrkja ennfrekar okkar góða flokksstarf og gera Framsóknarflokkinn enn sterkari í stjórnmálalífi landsins. Takið því 25. apríl nk. frá.
Með framsóknarkveðjum,
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins

Categories
Fréttir

Yfirlitsræða formanns á 35. Flokksþingi Framsóknar

Deila grein

15/03/2018

Yfirlitsræða formanns á 35. Flokksþingi Framsóknar

Kæru vinir og félagar!
Yfirskrift þessa flokksþing er: Framsókn til framtíðar. Hér þurfa ykkar raddir að heyrast. Það er hér á þessu flokksþingi sem ykkar hugsjónir þurfa að koma fram.
Við höfum farið langan veg á sl. 6 mánuðum. Við höfum markað spor.
Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann er ríkjandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Við eigum traust fylgi, traustan kjarna. Ef við látum hugann reika rúman áratug aftur í tímann þá gekk flokkurinn í gegnum erfiðleika. Traustið þvarr. Fylgi flokksins dalaði.
 

Kæru vinir og félagar
Yfirskrift þessa flokksþing er: Framsókn til framtíðar. Hér þurfa ykkar raddir að heyrast. Það er hér á þessu flokksþingi sem ykkar hugsjónir þurfa að koma fram.
Við höfum farið langan veg á sl. 6 mánuðum. Við höfum markað spor.
Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann er ríkjandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Við eigum traust fylgi, traustan kjarna. Ef við látum hugann reika rúman áratug aftur í tímann þá gekk flokkurinn í gegnum erfiðleika. Traustið þvarr. Fylgi flokksins dalaði.
Fyrir rúmum áratug voru stjórnmálamenn og flestir flokkar rúnir trausti almennings – og það getur tekið tíma að byggja upp traust og trúnað á ný.
Í kjölfar bankahrunsins komu ný tækifæri sem fleyttu okkur fram á völlinn á ný. Tækifærin fólu í sér endurkomu fyrir Framsóknarflokkinn.
Okkur gekk vel. Við vorum gagnrýnin og sýndum festu og náðum góðum og verðskulduðum árangri árið 2013. Við ætluðum að gera betur og hlustað var á rödd Framsóknarflokksins.
Í kjölfarið settumst við í ríkisstjórn. Ríkisstjórn með mikil plön. Við stóðum við stóru orðin. Við efndum loforðin.
EN nýfengið traust er fallvalt. Ekkert má koma uppá.
EN það var það sem gerðist í apríl 2016. Traustið hvarf. Trúverðugleikinn þvarr.
Í kjölfarið varð ólga. Í flokknum okkar varð innri ólga. Það voru átök. Ekki um stefnu eða leiðir. Átökin snérust ekki um hvaða stefnu þyrfti til – til að ná trausti almennings og flokksmanna á ný. Ágreiningurinn var um hvernig við næðum trausti á ný.
Á síðustu 6 mánuðum höfum við farið um langan veg – djúpa dali, brattar brekkur. En við komumst upp – upp á efstu tinda.
Við getum verið stolt af því trausti sem við höfum áunnið okkur á skömmum tíma. Við endurheimtum kynni okkar af hinum eina sanna Framsóknaranda. Gleðin, samheldni, samstaðan og vináttan sem umlykur okkar góða hóp er ómetanleg.
Við fundum gleðina við hópeflið, samvinnuna sem skilaði okkur skýrri stefnu.
Markmiðið er áfram skýrt. Að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar.
Fólkið í flokknum er öflugt og grasrótin fersk. Án ykkar værum við ekki stödd þar sem við erum í dag.
Í dag – eftir síðustu kosningar – erum við 3ji stærsti þingflokkurinn á Alþingi.
Við erum ásamt tveimur öðrum stærstu flokkunum – Vinstrihreyfingunni- græns framboðs og Sjálfstæðisflokknum –  leiðandi afl í nýrri ríkisstjórn.
Skoðanakannanir í nóvember 2017 sýndu að 73% vildu fá Framsókn í ríkisstjórn. Já, landsmenn vildu helst fá okkur til að stýra landinu. Það er heilbrigðisvottorð um heiðarlegan flokk, skynsama stefnu og öflugt fólk.
En munum traust er ekki gefið.
Það skiptir öllu hvernig við umgöngust valdið, hvernig við vinnum saman og leiðum málin til lykta. Þetta kunnum við Framsóknarmenn, þarna liggja rætur okkar –  VIÐ ERUM KOMIN AFTUR.
Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar, hvernig sú saga verður skrifuð. Við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til að byggja hér áfram upp gott og samkeppnishæft samfélag. Samfélag fyrir alla.
Við höfum oft sýnt það í verki, hvað sem aðrir segja. Og við eigum að vera hreykin af verkum okkar, hafa sjálfstraust til þess og láta í okkur heyra. …

Categories
Greinar

Samstaða um öfluga byggðastefnu

Deila grein

15/03/2018

Samstaða um öfluga byggðastefnu

Þrátt fyrir að lengi hafi ríkt mikil samstaða um mikilvægi öflugrar byggðastefnu og skilning á því að mikil tækifæri felist í því að landið allt sé í blómlegri byggð hefur örlað á ákveðinni gjá í umræðu um byggðamál, annars vegar á landsbyggðinni og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi þess að halda landinu öllu í byggð verður seint ofmetið. Til að svo verði þurfa stjórnvöld að tryggja að landsmenn allir hafi aðgang að nauðsynlegri grunnþjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum, óháð efnahag og búsetu. Með öðrum orðum að lífsgæði séu þau sömu um land allt.

Landið allt í blómlegri byggð

Mikilvægt er að stjórnvöld marki sér stefnu og áætlun um það hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er víða lögð áhersla á að styrkja byggð og búsetu um allt land. Þegar er hafin vinna við gerð þjónustukorts í samstarfi við sveitarfélögin en því er ætlað að sýna aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Með slíkt tæki í höndunum verður hægt að bæta yfirsýn og þar með skapa grundvöll fyrir aðgerðir til að tryggja íbúum þjónustu og jafna kostnað.

Við ætlum enn fremur að styrkja sóknaráætlanir landshluta. Með því móti erum við að auka enn frekar áhrif heimamanna á þróun byggðamála í hverjum landshluta, eftir atvikum í samstarfi við stjórnvöld og atvinnulíf. Við viljum nýta námslánakerfið og önnur kerfi sem hvata fyrir fólk til að setjast að í dreifðum byggðum. Með því mætti stuðla að aukinni sérfræðiþekkingu vítt og breitt um landið, fjölga framhaldsmenntuðu fólki í dreifðum byggðum og auka fjölbreytni. Menntamálaráðherra hefur sagt að við endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði horft til námsstyrkjakerfa að norrænni fyrirmynd. Að endingu er vert að nefna þau áform ríkisstjórnarinnar að ráðuneytum og stofnunum verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Ég tel að það sé raunhæft markmið að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024. Að því verður unnið ötullega á kjörtímabilinu.

Byggðaáætlun – áskoranir fram undan

Það er mikil ánægja að greina frá því að tillaga að nýrri þingsályktun um stefnumarkandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 er nú til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Að mínu mati eru helstu áskoranir á sviði byggðamála nú um stundir að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum, einhæft atvinnulíf og aðgengi að þjónustu. Þá er það einnig mikil áskorun að tryggja greiðar samgöngur um allt land. Í því sambandi má nefna að stefnt er að því að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar.

Í áætluninni eru 50 aðgerðir sem ætlað er að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Áfram verður unnið að því að styrkja verkefnið brothættar byggðir, sem hefur reynst vel á þeim stöðum sem byggðaþróunin hefur verið afar óhagstæð. Þegar er búið að útskrifa tvö byggðarlög en átta byggðarlög eru nú þátttakendur í því verkefni. Þá verður áfram stutt við ljósleiðaravæðingu landsins og tryggt að landfræðilega einangruð og fámenn byggðarlög fái einnig háhraðanettengingu á sama tíma og önnur svæði. Ég vil hvetja landsmenn til að kynna sér þessa metnaðarfullu áætlun og koma umsögnum á framfæri við ráðuneytið, en ég mun tryggja markvissa eftirfylgni með framkvæmd byggðaáætlunar.

Auk beinna aðgerða byggðaáætlunar er mikilvægt að hugað sé að samþættingu byggðamála í öllum málaflokkum, því byggðamál eru í raun viðfangsefni allra ráðuneyta með einhverjum hætti. Því þarf að samhæfa byggðasjónarmið sem mest við alla málaflokka hvort heldur er hjá ríki eða sveitarfélögum. Við þurfum að setja upp byggðagleraugun í hvert skipti sem við leggjum af stað með áætlanir og áform af hverju tagi. Í samgönguáætlun, sem lögð verður fyrir Alþingi á haustmánuðum, verður sérstaklega gerð grein fyrir því hvernig áætlunin styður við stefnu stjórnvalda í byggðamálum.

Til framtíðar

Ég er bjartsýnn fyrir hönd okkar Íslendinga. Við eigum mörg tækifæri og stöndum vel í alþjóðlegum samanburði á mörgum sviðum – en við getum einnig gert betur og ekki síst með því að tryggja að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri. Við gerum það með því að hrinda framsækinni byggðaáætlun í framkvæmd.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar

Greinin birtist í Fréttablaðinu 15. mars 2018.

Categories
Greinar

Framsókn til framtíðar

Deila grein

13/03/2018

Framsókn til framtíðar

Fjölmennu og afar vel heppnuðu flokksþingi Framsóknar lauk í gær. Yfirskrift þess var Framsókn til framtíðar.

Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar og hvernig sú saga verður skrifuð. Á kjörtímabilinu verður unnið að því að byggja upp gott og samkeppnishæft samfélag. Engum vafa er undirorpið að ríkuleg verðmæti felast í því að landið allt sé í blómlegri byggð. Við eigum að vera í fremstu röð hvað jöfnuð snertir og skapa hvata til að laða ungt vel menntað fólk til þess að setjast að á landsbyggðinni.

Sýn Framsóknarflokksins er að íbúar landsins hafi jöfn tækifæri hvar sem þeir búa á landinu. Sem dæmi má nefna að íbúar á Raufarhöfn eða Þingeyri eiga rétt á að hafa sama aðgengi að grunnþjónustu og Reykvíkingar.

Jöfn tækifæri

Samfélagið er á fleygiferð. Framundan er tæknibylting sem breytir því hvernig við lifum og störfum. Störfin munu breytast og þau munu færast til. Tæknin tengir saman byggðir og Ísland við umheiminn. Ljósleiðarinn og verkefnið Ísland ljóstengt er gott dæmi um framsækna stefnu okkar framsóknarmanna.

Heilbrigðiskerfið þarf að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Þjónustan á að vera sem mest í nærsamfélaginu, en jafnframt þarf að vera gott aðgengi að henni á höfuðborgarsvæðinu.

Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á að spyrna við fæti á svæðum sem búa við fólksfækkun og einhæfu atvinnulífi. Um allt land er verk að vinna.

Menntamál

Á aldarafmæli Framsóknarflokksins, í desember 2016, var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Stefnan var síðan kynnt á nýliðnu flokksþingi.

Því miður eru mennta- og skólamál víða í ólagi og starfsumhverfi skólanna þarf að bæta. Skólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður. Það er skylda okkar að efla skólastarfið á öllum stigum. Kennarar verja margir hverjir meiri tíma með börnunum en foreldrar. Þeir hafa áhrif á mannauð framtíðarinnar. Okkur ber skylda til þess að styðja betur við kennarana, en hér þurfa ríki og sveitarfélög að koma að.

Við megum ekki missa fleiri störf úr landi. Það þarf að efla nýsköpun og þróun á öllum skólastigum enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir um störfin okkar. Hvernig okkur tekst til mun ráða miklu um framtíðarlífskjör á Íslandi.

Samgöngur

Við vitum líka að vegakerfið er grundvöllurinn að búsetu, atvinnulífi um land allt. Samgöngur eru hreyfiafl samfélagsins hvernig sem á það er litið. Við viljum og þurfum að komast leiðar okkar. Sum okkar eru einnig háð því að samgöngur á sjó eru skilvirkar. Frá og með deginum í dag verður sama fargjald og er til og frá Landeyjarhöfn, þó siglt sé í Þorlákshöfn. Það er byggðastefna í verki.

Vegakerfið hefur setið á hakanum og krefst risavaxinna fjármuna. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi uppbyggingu í vegamálum. Vegakerfið var ekki byggt fyrir þá umferð sem við horfum nú upp á. Við höfum ekki undan við að endurbyggja þjóðvegina og koma þeim í það horf sem nútíma þjóðfélag krefst. Ástæðurnar eru öllum kunnar: Of lág fjárframlög til vegamála, stóraukin umferð og álag á vegakerfið.

Verkefnið er stórt og við ætlum í uppbygginu, enda veitir ekki af.

Við ætlum einnig að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa í dreifðum byggðum og tengja byggðir landsins saman með almenningssamgöngum. Aukin notkun mun stuðla að fjölgun ferðamanna um landið, allt árið um kring.

Húsnæði

Framsóknarflokkurinn hefur áorkað miklu í húsnæðismálum. Lög um fyrstu fasteign skiluðu góðum árangri fyrir fyrstu kaupendur. Húsnæðissamvinnufélög fengu betri umgjörð. En við viljum gera betur og halda áfram að styðja við ungt fólk. Við höfum horft til annarra þjóða í þeim efnum. Og hvernig við getum lært af þeim sem hafa glímt við sams konar vanda og fundið á honum lausnir. Staðan er alvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig vítt og breitt um landið.

Ísland í fremstu röð

Fyrir kosningar lögðum við áherslu á að bankarnir nýttu strax það svigrúm sem þeir hafa til að greiða arð í ríkissjóð. Við stöndum við það loforð. Við ætlum að nýta fjármagn frá bönkunum til að byggja upp vegakerfið. Innviðir er slagæðar samfélagsins. Án þeirra drögumst við aftur úr öðrum þjóðum og samkeppnishæfni landsins minnar. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Íslandi í fremstu röð. Framsókn til framtíðar.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins

Greinin birtist í Fréttablaðinu 12. mars 2018