Menu

Monthly Archives: október 2019

//október

Stjórnmálaályktun 19. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) 2019

Fréttir|

19. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, haldið í Eyjafirði þann 19. október 2019, telur brýnt að áfram verði unnið með stöðugleika, traust og jöfnuð í fyrirrúmi til framtíðar, landi og þjóð til heilla. Samgöngur tengja byggðir Þingið fagnar átaki í samgöngum s.s. með auknum fjárframlögum í vegakerfið og jarðgöng. Markmiðið er sterkara samfélag; aukið öryggi, styttri [...]

„Umfram allt þarf að vanda sig, fara sér hægt og upplýsa, upplýsa og upplýsa“

Fréttir|

„Hvort, hvernig, hvenær og af hverju ætti að selja hlut ríkisins í einum banka eða öllum — eða ekki? Gagnsæ stjórnsýsla, gagnsæ upplýsingagjöf, opið og gagnsætt söluferli — hvað þýðir þetta gagnsæi? Má gagnsæi víkja fyrir hagsmunum markaðsaðila? Gagnsæi er alltaf háð takmörkunum, hvað þá í viðskiptalífinu. Lykilatriðið hér er aðgengi að upplýsingum,“ sagði Hjálmar [...]

Bankakerfið vinni ávallt í samfélagslega þágu

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, tók þátt í sérstakri umræðu um íslenskt bankakerfi og sölu á hlutum ríkisins í bönkunum á Alþingi í gær. „Það verður auðvitað að skoða þróunina á viðskiptaumhverfinu og kannski ekki síst í ljósi þeirra verðmæta sem eru skráð í bókum ríkisins og meta hvað er skynsamlegast að gera [...]

Fjárfest til framtíðar

Greinar|

Staða rík­is­sjóðs er sterk, hag­vöxt­ur hef­ur verið mik­ill á Íslandi síðustu ár og at­vinnu­leysi lítið í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Heild­ar­skuld­ir rík­is­ins hafa lækkað mjög hratt frá fjár­mála­hruni; þær voru um 90% af lands­fram­leiðslu en eru nú um 30%. Stöðug­leikafram­lög, aðferðafræði við upp­gjör föllnu bank­anna og öguð fjár­mála­stjórn síðustu ára hafa átt rík­an þátt í því að [...]

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

Fréttir|

„Ég hef á ferli mínum í sveitarstjórnarmálum reynt að temja mér að hvorki örvænta um of eða fagna of snemma. En að viðhöfðum öllum almennum fyrirvörum þá eru þau drög að endurskoðaðri samgönguáætlun sem kynnt voru í morgun verulega góð tíðindi fyrir Austurland og landið í heild,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, í [...]

Segið já 26. október – aukinn slagkraftur

Greinar|

Ef sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður samþykkt mun nýtt sveitarfélag hafa sterkari rödd og stöðu í samskiptum við ríkisvaldið og í samstarfi sveitarfélaga á landsvísu. Raunar er það svo að það eitt að hefja formlegar sameiningarviðræður hefur tryggt þessum sveitarfélögum sameiginlega meiri og innihaldsríkari samræður við ráðherra og þingmenn en ég hef áður [...]

Sértæk þjónustueining fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma.

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um sértæka þjónustueiningu fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma á Alþingi á dögunum. Tillögugreinin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem geri tillögur að fyrirkomulagi sértækrar þjónustueiningar fyrir einstaklinga sem greinast með sjaldgæfa sjúkdóma. Þjónustueiningin verði til þess að tryggja [...]

Mót­vægis­að­gerðir í fisk­eldi

Greinar|

Ísíðustu viku birtist frétt í Fréttablaðinu þar sem vitnað var í skýrslu vísindamanna í Noregi um að núverandi mótvægisaðgerðir þar í landi séu ekki nægjanlegar til að draga úr slysasleppingum á eldislaxi og fullyrt að laxeldi í sjó sé mesta ógnin sem steðjar að villtum laxi í Noregi. Villti laxastofninn í Atlandshafi hefur almennt verið [...]

Enn enginn samningur við Sjúkratryggingar Íslands varðandi rekstur hjúkrunarheimila

Fréttir|

Ásgerður K. Gylfadóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, minnti á í störfum þingsins í gær, að enn eru Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga án samnings við Sjúkratryggingar Íslands varðandi rekstur hjúkrunarheimila. „Í gildi var rammasamningur milli aðila sem rann út um síðustu áramót. Frá þeim tíma hefur verið greitt samkvæmt einhliða gjaldskrá Sjúkratrygginga [...]

Load More Posts