Categories
Fréttir

Samstöðu um málefni fatlaðs fólks

Deila grein

13/09/2016

Samstöðu um málefni fatlaðs fólks

thingmadur-willumthor-05„Hæstv. forseti. Í ársbyrjun 2014 skipaði hæstv. félagsmálaráðherra starfshóp til þess að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar eiga auk mín sæti fjölmargir fulltrúar þeirra sem málið varðar eins og fulltrúar sveitarfélaga, ráðuneyta, samtaka, félagsmálastjóra, Þroskahjálpar, Landssambands eldri borgara, Öryrkjabandalagsins og kirkjunnar. Það er öflugur hópur sem unnið hefur ötullega við þá endurskoðun sem er meðal annars ætlað að greiða fyrir innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en hann bíður enn fullgildingar þrátt fyrir að hafa verið undirritaður fyrir margt löngu af Íslands hálfu, eða þann 30. mars 2007. Í sumarbyrjun lágu fyrir drög að tveimur frumvörpum. Annað er frumvarp til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk sem ætlað er að leysa núgildandi lög af hólmi þar sem lögð er áhersla á ákvæði um þjónustu sem taka mið af og samræmast samningi Sameinuðu þjóðanna. Hitt varðar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga til þess að bregðast við samfélagsþróuninni og er það jafnframt til samræmis við hin nýju lög.
Nú erum við í starfshópnum að leggja lokahönd á að vinna úr umsögnum sem bárust fyrr í sumar og nú á síðustu dögum, og ganga frá greinargerð. Á dagskrá þingfundar í dag er þingsályktunartillaga hæstv. utanríkisráðherra um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Það fellur ágætlega saman að fullgilda samninginn og að endurskoða lögin. Það er ekki endastöð heldur er það hluti af vegferð þar sem við verðum stöðugt að bæta lagaumhverfið til þess að tryggja jöfn tækifæri, jafnt aðgengi, mannréttindi og virka þátttöku allra í samfélaginu. Auðvitað er tímabært að fullgilda samninginn og þótt fyrr hefði verið. Nú þegar tækifæri gefst er ég ekki í vafa um að samstaða næst hér á Alþingi um það.“
Willum Þór Þórsson  í störfum þingsins 13. september 2016.

Categories
Fréttir

Ættleiðingar úr flóttamannabúðum

Deila grein

13/09/2016

Ættleiðingar úr flóttamannabúðum

160218-johanna-maria-sigmundsdottir-256x384„Hæstv. forseti. Þegar ég lagði fram fyrirspurn þess efnis hvort ekki væri hægt að koma á ættleiðingum úr flóttamannabúðum fékk ég mörg og mismunandi viðbrögð. Aldrei mundi mér detta í hug að leggja til að börn sem ættu foreldra þarna úti yrðu tekin frá þeim. Ég er að sjálfsögðu að horfa til þeirra barna sem mörg hver hafa horft á eftir fjölskyldu sinni verða sprengjum og byssukúlum að bráð, ættingjar eru órafjarri og/eða hafa enga burði til að huga að þeim. Núna hverfa börn og ungar stúlkur úr þessum búðum nærri því á hverjum degi og það er ekki af því að foreldrar þeirra eða ættingjar hafi komið og sótt þau. Það er vegna þess að litið er á þau sem ódýrt vinnuafl og góðan varning í mansal. Krakkar sem enginn leitar að því það er enginn eftir til að leita að þeim. Smyglarar sem stunda mansal eru núna farnir að nota flóttamannabúðir sem ódýrar stoppistöðvar fyrir varning sinn sem þeir smygla frá öðrum löndum. Erum við virkilega að útiloka alla möguleika yfir höfuð á því að hægt væri að veita einhverjum af þessum börnum örugga framtíð, ást og umhyggju, með aðstoð allra þeirra hjálparsamtaka sem þarna vinna? Ekki einu sinni þeim börnum sem missa foreldra sína eftir að þau komu í flóttamannabúðir svo enginn vafi leikur á að þau standa ein? Þarna eru fimm ára börn sem geta lýst því í smáatriðum hvernig foreldrar þeirra voru myrtir og framtíðin sem blasir við þeim er að dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum, þ.e. ef þau eru heppin og lenda ekki í höndum glæpamanna. Það eru til tölur um að nær helmingur barna sem eru fylgdarlaus í flóttamannabúðum í Evrópu hverfi árlega, mörg á innan við 48 klukkustundum eftir að þau koma þangað og mörg hver þeirra finnast aldrei aftur. Börn eru stundum aðskilin viljandi frá fjölskyldum af hendi smyglara og þeirra sem stunda mansal.
Herra forseti. Ég spyr þá sem að málinu koma og alla þá sem málið snertir: Er virkilega enginn möguleiki og er þetta virkilega svona afkáraleg spurning hjá mér?“
Jóhanna María Sigmundsdóttir  í störfum þingsins  13. september 2016.

Categories
Fréttir

Grípa þarf til forvarna

Deila grein

13/09/2016

Grípa þarf til forvarna

160218-Þorsteinn Sæmundsson„Forseti. Það sem rekur mig hér upp í dag eru fréttir sem hafa borist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að í júlímánuði síðastliðnum hafi verið tilkynnt um fleiri kynferðisbrot á höfuðborgarsvæðinu en síðan í ágúst 2013. Það virðist sem þessi þróun haldi áfram í ágúst og það hefur m.a. annars verið upplýst að fjórar nauðganir hafi verið kærðar eftir síðastliðna menningarnótt í Reykjavík. Þetta er mikið alvörumál að mínum dómi og það er satt að setja óþolandi að konur, því að mest eru það konur sem verða fyrir barðinu á þessum þrælmennum, geti ekki verið óhultar í Reykjavík. Við höfum ekki upplýsingar um þessi brot, þ.e. við höfum ekki upplýsingar um eðli þeirra, þær vantar. Það vantar að vita hvort kringumstæður eru eitthvað svipaðar í þessum málum. Það vantar að vita hvort verið er að byrla konum ólyfjan. Það þurfum við vita vegna þess að við blasir að grípa þarf til aðgerða til að hindra þessa þróun. Það þarf að grípa til forvarna sem mest eru í því fólgnar að beina kastljósinu að gerendum í þessum málaflokki, sem eru að miklum meiri hluta til karlar. Það þýðir að innprenta þarf ungum piltum snemma hvernig maður kemur ekki fram við konur. Þetta þarf að innprenta og karlmenn þurfa að grípa til ráða og tala við aðra karlmenn um að þessi hegðun sé ekki líðandi og ekki sé líðandi að neyta aflsmunar til að koma fram vilja sínum gagnvart konum. Þess vegna hvet ég til þess, herra forseti, að lögreglan á höfðuborgarsvæðinu og Stígamót taki höndum saman og upplýsi okkur betur um kringumstæður þeirra mála sem hér um ræðir, þannig að hægt sé að grípa til ráðstafana til þess að hamla þessari öfugþróun.“
Þorsteinn Sæmundsson  í störfum þingsins 13. september 2016 .

Categories
Fréttir

Aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana

Deila grein

12/09/2016

Aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana

Silja-Dogg-mynd01-vefÞingsályktun um aukin stuðning vegna tæknifrjóvgana var samþykkt á Alþingi í liðinni viku. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, var fyrsti flutningsmaður hennar.
Í greinargerð ályktunar segir m.a.: „Óhætt er að segja að einn af hápunktunum í lífi margra sé að verða foreldri. Lífsgjöfin sem felst í barneignum er afar mikilvæg og hefur afgerandi áhrif á líf og starf fólks. Ekki eru þó allir svo heppnir að geta með einföldum og náttúrulegum hætti getið og eignast börn. Ófrjósemi er sjúkdómur sem er vaxandi vandamál hér á landi. Ætla má að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. Afleiðingar ófrjósemi eru margvíslegar og leggjast oft þungt á sálarlíf þeirra sem þjást af henni. Almennt má segja að til séu þrjár tegundir af ófrjósemi sem lýsir sér á mismunandi hátt. Það sem í daglegu tali er kallað ófrjósemi lýsir sér í því að kona getur ekki orðið þunguð þrátt fyrir að hafa stundað reglulega óvarið kynlíf í a.m.k. eitt ár, en það er kallað síðkomin ófrjósemi ef einstaklingur hefur eignast a.m.k. eitt barn en nær svo ekki að geta barn aftur. Ófrjósemi getur einnig lýst sér í því að kona getur ekki klárað meðgöngu á eðlilegan hátt og fætt lifandi barn. Þriðja tegundin er félagsleg ófrjósemi, þ.e. þegar einstaklingur þarf á tæknifrjóvgun að halda vegna félagslegra aðstæðna, t.d. vegna þess að hann á ekki maka eða maki hans er af sama kyni.“
Lagt er til að fela ráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða þannig að stuðningur ríkisins verði meiri og geri þannig fólki sem glímir við ófrjósemi auðveldara fyrir að sækja meðferðir vegna sjúkdómsins en nú er.
Flm. (Silja Dögg Gunnarsdóttir)

Categories
Fréttir

Það ver enginn dýraníð

Deila grein

08/09/2016

Það ver enginn dýraníð

flickr-Þórunn Egilsdóttir„Hæstv. forseti. Umfjöllun fjölmiðla undanfarinn sólarhring um að þingmenn séu að verja dýraníð er með eindæmum undarleg, í raun fráleit, og gefur villandi mynd af stöðu mála. Enginn þingmaður hefur tekið þátt í því að verja dýraníð. Tillögur sem fyrir atvinnuveganefnd lágu voru báðar ófullkomnar og miklu meiri undirbúning þurfti til að standa að slíkri breytingu. Að fella niður stuðning eða beingreiðslur til bænda út af slíkum brotum er flókið verkefni og við viljum að sú lagasetning verði vönduð. Þess vegna var málið tekið aftur inn milli umræðna og nú hefur meiri hluti atvinnuveganefndar unnið málið áfram og útfært tillögu sem nú liggur fyrir.
Það er hins vegar rétt að vekja athygli á því að MAST hefur ríkar heimildir og úrræði til að beita í slíkum málum. Eitt af þeim er vörslusvipting. Hafi bóndi verið sviptur bústofni fær hann eðlilega ekki greiðslur samkvæmt búvörusamningi. Þá hefur MAST sektarheimildir sem beitt er til að þrýsta fram endurbótum, þær sektarheimildir geta hæglega gert allar greiðslur til bænda upptækar.
Hæstv. forseti. Það ver enginn dýraníð. Við lifum í siðuðu samfélagi þar sem við samþykkjum ekki slíkt. Almennt eru velferðarmál dýra í góðu lagi á Íslandi og eigendur búfjár mjög meðvitaðir um ábyrgð sína.
Með nýrri löggjöf um velferð dýra komu nýjar reglur um aðbúnað þeirra. Margir bændur í öllum búgreinum standa nú frammi fyrir því að gera dýrar úrbætur á húsum til að bæta aðbúnað. Nemur kostnaður við þær úrbætur mörgum milljörðum króna. Það er allt frá því að þurfa að byggja nýjar byggingar til þess að gera endurbætur sem eru umfangsminni.
Hæstv. forseti. Enginn vill loka augunum fyrir því að upp hafa komið alvarleg tilfelli þar sem skepnur líða fyrir slæman aðbúnað. Þau tilfelli munu því miður koma áfram upp. Það sem skiptir máli er að við látum okkur öll slíkt varða. Þau tilfelli eru oftar en ekki með rót í öðrum vandamálum, svo sem félagslegri stöðu, veikindum og öðrum þáttum en þeim sem endilega blasa við þegar slík mál koma upp. Eftirlit og reglur koma aldrei í staðinn fyrir alla hluti, eftirlitsstofnanir eins og Matvælastofnun hafa líka skyldur og ber líka að vera leiðbeinandi í störfum sínum.
Ég hafna því umræðu um að þingmenn verji dýraníð þegar þeir vilja vanda til lagasetningar.“
Þórunn Egilsdóttir í störfum þingsins 7. september 2016.

Categories
Fréttir

Án þess að gera neitt nema bútasauma

Deila grein

08/09/2016

Án þess að gera neitt nema bútasauma

160218-Þorsteinn Sæmundsson„Hæstv. forseti. Ég finn mig knúinn til að ræða lítillega frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalögunum, ekki síst út af þeim orðum sem voru viðhöfð áðan af hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þetta frumvarp hafi komið fram nú eftir þrjú og hálft ár vegna þess að fyrstu tvö ár þessa kjörtímabils var starfandi nefnd um endurskoðun þessa kerfis, stór og fjölmenn nefnd sem vann vel saman lengst af og skilaði niðurstöðum 29. febrúar sl. Í þeirri nefnd var, eins og ég sagði, góður starfsandi lengstum en það dróst um tvo mánuði að nefndin skilaði af sér vegna þess að starfandi formaður hennar þá, sá sem hér stendur, reyndi að ná sem flestum saman um tillögur nefndarinnar. Illu heilli tókst það ekki vegna þess að einn stór hagsmunahópur, þ.e. bandalag öryrkja, ákvað undir lokin að fara frekar veg með stjórnarandstöðuflokkunum á þingi en að reyna að hafa áfram áhrif á störf nefndarinnar og niðurstöðu hennar. Það er að sjálfsögðu slæmt. Engu að síður komu þessar tillögur fram í febrúarlok síðastliðnum og tillögurnar eru í raun og sann stærsta breyting sem orðið hefur á þessu kerfi áratugum saman. Þess vegna kann ég ekki við að fulltrúi þess flokks sem lengst hefur sýslað með velferðarmál á Íslandi, áratugum saman, án þess að gera neitt nema bútasauma skuli svo koma hér og gera lítið úr því sem gert er nú með þessu frumvarpi, sem er fyrsta skrefið í þá átt að tillögur nefndarinnar téðrar komi fram öllum til hagsbóta sem eiga hlut að máli og til þess að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 7. september 2016.

Categories
Fréttir

Mikilvægur fundur með umboðsmanni Alþingis

Deila grein

08/09/2016

Mikilvægur fundur með umboðsmanni Alþingis

thingmadur-willumthor-05„Hæstv. forseti. Ég ætla að víkja að opnum fundi hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í gær þar sem árleg skýrsla var til umfjöllunar. Þessi viðburður í samskiptum nefndarinnar og umboðsmanns er afar mikilvægur og fundurinn í gær var sérstaklega vel heppnaður, ekki einvörðungu um það að draga fram helstu áherslur og verkefni í starfi umboðsmanns í þágu borgaranna heldur ekki síður að koma þeim upplýsingum á framfæri opinberlega. Margt má draga af þeim fundi eins og fyrirkomulag og þróun úrskurðarnefnda, flokkun viðfangsefna og árangur embættisins í innra skipulagi og úrvinnslu mála og fækkun kvartana.
Það er þó einkum tvennt sem ég vil nefna og er einlægur vilji til að bæta úr. Hið fyrra er möguleiki embættisins til að sinna frumkvæðisathugunum, sem hefur auðvitað óumdeilt forvarnavægi og er í senn öflugt aðhaldstæki ásamt og til viðbótar öðrum þeim leiðum sem til að mynda þingið hefur til þess að halda uppi virku aðhaldi með framkvæmdarvaldinu. Þess utan að umboðsmaður sem trúnaðarmaður Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu geti sinnt því mikilvæga hlutverki sínu og til hins ýtrasta. Frumkvæðiseftirlitið í þessu formi er þá til þess fallið að stuðla enn frekar að umbótum í stjórnsýslunni og tryggja betur rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins.
Hitt málið er framkvæmdir við aðgengi að embættinu, aðgengi hreyfihamlaðra að skrifstofum umboðsmanns. Í hinu stærra samhengi er jafnrétti kjarni sjálfsagðra mannréttinda og það á við um hina lagalegu vernd, eins og kemur fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um jafnt aðgengi. Umboðsmaður sagði og gerði að lokaorðum sínum að ekki færi vel á því að embættið byggi við slíkt aðstöðuleysi og kallaði sérstaklega eftir fjármagni til úrbóta.
Virðulega forseti. Við ættum að svara þessu kalli hið fyrsta.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 7. september 2016.

Categories
Fréttir

Vinna þarf heilbrigðisáætlun fyrir Ísland

Deila grein

08/09/2016

Vinna þarf heilbrigðisáætlun fyrir Ísland

flickr-Elsa Lára Arnardóttir„Hæstv. forseti. Í morgun fór fram kynning á skýrslu McKinsey um stöðuna í heilbrigðismálum. Í þeirri skýrslu var kastljósinu beint að afköstum á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni starfsmanna á spítalanum. Jafnframt var fjallað um nýtingu fjármuna og gæði veittrar heilbrigðisþjónustu. Þar að auki var fjallað um samspil Landspítalans við aðra hluta heilbrigðiskerfisins þar á meðal heilsugæsluna og sérfræðinga á eigin stofum. Þar kom fram að stór hluti veittrar þjónustu á Landspítala sé bráðaþjónusta vegna einfaldra vandamála og ýmis starfsemi hafi færst á einkastofur á árunum 2012–2015. Í stuttu máli má segja að íslenska heilbrigðiskerfið þarfnist skýrari stefnu með tilliti til hvar og í hvaða magni skuli veita þjónustu. Þjónustu Landspítalans ætti að skipuleggja í samræmi við þá stefnu. Fram kom að nú þegar yfirvöld á Íslandi eru á ný að setja aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið eftir niðurskurðarárin gefist einstakt tækifæri til að endurmeta kerfið og tryggja að auknar fjárveitingar nýtist sem best með tilliti til gæða heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi sé nauðsynlegt að líta til land- og líffræðilegra þátta sem áhrif hafa á þörf landsmanna fyrir aukna heilbrigðisþjónustu.
Þessar niðurstöður eru í miklu samræmi við það sem við framsóknarmenn höfum haldið fram og talað fyrir í nokkurn tíma. Það þarf að vinna heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Það þarf að fara í stefnumótun og skýra hvaða þjónustu eigi að veita í heilbrigðiskerfinu um land allt. Þar þarf m.a. að taka tillit til aldurssamsetninga íbúa, samgangna, fjarlægða og ýmissa annarra þátta. Tengja þarf byggðaaðgerðir við þessa heilbrigðisáætlun með það að markmiði að fá heilbrigðisstarfsfólk til fastra starfa víða um landið. Með því að styrkja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og færa þeim aukin verkefni með því að styrkja betur við hjúkrunarheimili víða um land getum við með góðu móti létt því álagi sem er á Landspítalanum og án efa aukið skilvirkni í kerfinu.“
Elsa Lára Arnardóttir í störfum þingsins 7. september 2016.

Categories
Fréttir

Fullgilding Parísarsamningsins rædd á Alþingi

Deila grein

07/09/2016

Fullgilding Parísarsamningsins rædd á Alþingi


Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu Parísarsamnings Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn, sem samþykktur var í desember síðastliðinn og undirritaður í apríl, skuldbindur ríki heims til að vinna saman að því að bregðast við loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. „Parísarsamningurinn er metnaðarfyllsti loftslagssamningur sem ríki heims hafa gert til þessa og leggur hornstein að stefnu ríkja í loftslagsmálum til framtíðar. Hann snýst um framtíðina og ábyrgð okkar á því hvernig jörð við skilum til barnanna okkar,“ segir Lilja.
„Fullgilding Íslands á Parísarsamningnum nú sendir skilaboð um að við viljum sýna metnað við framkvæmd samningsins og leggja okkar af mörkum til þess að hann hljóti gildi sem fyrst á heimsvísu. Ég vonast því til að Ísland geti fullgilt samninginn sem fyrst,“ segir Lilja. Samningurinn öðlast gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55% af heimslosun hafa fullgilt hann. Nú þegar hafa rúmlega 20 ríki fullgilt, en mikilvægum áfanga var náð í síðustu viku þegar Bandaríkin og Kína lýstu því yfir að þau væru að fullgilda samninginn.
Aðildarríki Parísarsamningsins setja sér markmið um minnkun losunar, svonefnd landsákvörðuð framlög, og myndar Parísarsamningurinn lagalegan ramma utan um þessar skuldbindingar. Ísland sendi inn sín markmið þann 30. júní 2015 þar sem stefnt er að 40% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við 1990, í samstarfi við aðildarríki ESB og Noreg. Endanlegar skuldbindingar Íslands ákvarðast af samningi þessara þriggja aðila. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á næsta ári.
„Við höfum góða reynslu af þessu samstarfi á öðru skuldbindingartímabili Kýótó og hér er um eðlilegt framhald á því að ræða. Ísland starfar þarna með mörgum af metnaðarfyllstu ríkjum heims í loftslagsmálum og þar viljum við halda áfram að staðsetja okkur,“ segir utanríkisráðherra. Lilja segir jafnframt sérstakt ánægjuefni að Parísarsamningurinn hafi að geyma ákvæði um að mæta skuli kynjajafnréttissjónarmiðum í tengslum við aðlögun að loftslagsbreytingum og styrkingu innviða, en Ísland hélt þeim sjónarmiðum mjög á lofti í samningaviðræðunum.
Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og texti samningsins
Nánari upplýsingar um loftslagsmál og Parísarfundinn COP21

Lilja Alferðsdóttir – utanríkisráðherra — Photo: Geirix

Heimild: www.utanrikisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Styðja unga afbrotamenn

Deila grein

07/09/2016

Styðja unga afbrotamenn

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Í gær kom fram í fréttum að tæplega 500 börn 18 ára og yngri voru kærð fyrir brot á hegningarlögum á síðasta ári. Af þeim börnum eru 169 14 ára og yngri og því ósakhæf. 11 börn fengu skilorðsbundinn dóm á síðasta ári og lögreglan kemur árlega að 20–40 sáttamiðlunum vegna brota ungmenna. Mikilvægi þess að börn og ungmenni fái tækifæri til að læra af mistökum sem þau gera, bæta sig og taka ábyrgð á gerðum sínum verður seint ofmetið, enda hefur umboðsmaður barna ítrekað beint á nauðsyn þess að efla sáttamiðlun sem úrræði fyrir börn sem brotið hafa af sér. Ég get því ekki annað en hrifist af því viðhorfi sem birtist í viðtali við Hörð Jóhannesson lögreglumann sem birtist í Fréttablaðinu 3. september. Þar kemur skýrt fram að mannlegur skilningur, stuðningur, virðing og manneskjuleg nálgun á brot barna og ungmenna geta skilað miklu meiri árangri en refsingar. Sem betur fer höfum við fólk eins og Hörð um allt samfélagið sem beitir þessum aðferðum dags daglega. Viðfangsefni okkar hér er hins vegar að velta fyrir okkur hvernig við getum byggt samfélagið þannig að þetta viðhorf endurspeglist í gegnum öll okkar kerfi sem vinna með börnum og ungmennum. Ein leið til þess er víðtækari innleiðing sáttamiðlunar ásamt viðeigandi stuðningi.
Á vorþingi samþykkti Alþingi að beina frumvarpi hv. þm. Helga Hjörvars um breytingu á almennum hegningarlögum til ríkisstjórnar og fela þar með refsiréttarnefnd að skoða samfélagsþjónustu ungra brotamanna ásamt viðeigandi stuðningi og meðferðarúrræðum til betrunar. Ég vænti þess að sú vinna muni skila okkur skrefum í rétta átt.“
Líneik Anna Sævarsdóttir í störfum þingsins 6. september 2016.