Categories
Fréttir

Með kylfu og gulrót á fundum

Deila grein

11/06/2015

Með kylfu og gulrót á fundum

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, vakti athygli á orðum lögmannsins Lee Buchheit í Morgunblaðinu, í störfum þingsins í gær, að það muni ekki koma á óvart ef áætlun íslenskra stjórnvalda um afnám hafta yrði notuð í kennslubókum í framtíðinni.
„Í sömu grein segir að hann hafi lagt fram kylfu og gulrót á fundum með kröfuhöfum slitabúanna, aðferðafræði sem byggir á hörku eða umbun. Það var ekki lítið hlegið að frambjóðendum Framsóknarflokksins þegar þeir minntust á kylfur og gulrætur í síðustu kosningabaráttu. Pólitískir andstæðingar höfðu aldrei heyrt aðra eins firru, aldrei heyrt annað eins bull að hægt væri að nálgast kröfuhafa á þeim nótum. Annað hefur komið á daginn. Það væri kannski smámanndómur í því ef þetta sama fólk sem situr hér á þingi mundi biðjast afsökunar á þessum ummælum og öðrum í kosningabaráttunni. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega staðið við stóru orðin,“ sagði Karl.
„Ég vil ljúka þessu með orðum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns á samfélagsmiðlum í gær. Hann segir: „Vonandi skynja kjósendur að það þarf stjórnmálamenn með getu til að láta greina og taka ákvarðanir til að reka ríkið. Núverandi ríkisstjórn er ekki með neitt kröfuhafadekur eins og stjórn Jóhönnu og Steingríms var. Þeirrar stjórnar verður helst minnst fyrir það að gefa banka og siga vogunarsjóðum á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.“ Það þarf ekki að segja neitt meira um þetta mál,“ sagði Karl.
Ræða Karls Garðarssonar:

Categories
Greinar

Unnið gegn ofbeldi

Deila grein

11/06/2015

Unnið gegn ofbeldi

EÞHBrýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns.

Samráð við lögreglu og ákæruvald
Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig.

Beauty tips
Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 11. júní 2015.

Categories
Fréttir

Fundur fólksins – dagskrá

Deila grein

11/06/2015

Fundur fólksins – dagskrá

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.
fundurfolksins
Dagskrána er líka að finna á Facebook síðu Fundar fólksins.
Hér er dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins:
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Þátttaka alþingsmanna er með fyrirvara um skyndilegar breytingar í dagskrá Alþingis.

Dagskrá síðast uppfærð 8. júní kl. 13:57

Föstudagurinn 12. júní 2015
09:00 – 10:00 – Stand up for truth! Morgunverðarfundur um uppljóstranir.
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Kristinn Rafnsson ræðir við Norman Solomon.

09:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.

11:00 – 12:00 – Umhverfi og samfélag. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræður um jarðveg, loftslagsmál og náttúrugæði af mannavöldum. Andri Snær Magnason stýrir umræðum. Björn Guðbrandur Jónsson talar fyrir Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
11:00 – 12:30 – Formbreyting upplýsinga. Kjallari Norræna hússins.
  • Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma, hlutverk ríkisins og hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Halldór Auðar Svansson fjallar um upplýsingastefnu borgarinnar.

12:00 – 13:00 – Verndun miðhálendisins. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Landvernd býður til umræðu um verndun hálendisins og kynnir niðurstöður málþings Landverndar sem haldið var 16. apríl síðastliðinn.

12:00 – 15:00 – Kjörnir fulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

  • Kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast þingmönnum okkar.

13:10 – 13:30 – Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.Útisvæðið.

  • Þeir aðilar sem tilnefndir eru til verðlaunanna kynna verkefni sín og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir frá því hvers vegna Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin árið 2014. Siv Friðleifsdóttir kynnir tilnefningarnar.

13:00 – 14:00 – Ekkert hatur – orð hafa ábyrgð. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar samtakanna Heimili og skóli bjóða til umræðu um hvernig best er að stuðla að opnara og betra samfélagi þar sem hatursáróður fær ekki að þrífast.

13:00 – 14:00 – Hvaða máli skiptir móðurmálið? Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Mikilvægi viðurkenningar á móðurmáli barna af erlendum uppruna.
14:00 – 15:00 – Hverjar eru skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga?
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Fjölmiðlanefnd stendur fyrir málstofunni. Þátttakendur eru; Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og fyrrv. mennta- og menningarmálaráðherra, Finnur Beck, formaður nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga sem skilaði tillögum 2013, Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar. Málstofustjóri verður Arna Schram, nefndarmaður í fjölmiðlanefnd.

14:00 – 15:00 – Svavar Knútur. Útisvæðið.

  • Svavar Knútur, tónlistarmaður, kemur fram á sviðinu á útisvæðinu.

14:00 – 15:00 – Trúnó á fundi fólksins. Kjallari Norræna hússins.

  • Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar fer á trúnó með gestum um velferðarmál.

14:00 – 17:00 – Allt sem þú vildir vita um ESB en þorðir ekki að spyrja.
Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Hnitmiðað námskeið um ESB sem er skipt upp í tvo hluta: saga og uppbygging/stefna og hlutverk. Kennarar eru Eiríkur Bergmann og Magnús Árni Skjöld Magnússon.

14:00 – Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? Norræna tjaldið.

  • Svandís Svavarsdóttir alþingismaður og fleiri.
    Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.

  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.

14:30 – 15:30 – Stefnumót við VG. Kjallari Norræna hússins.

  • Kíktu á Vinstri græn og spurðu þingmenn hreyfingarinnar spjörunum úr.

14:40 – Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs. Norræna tjaldið.

  • Jóhann María Sigmundsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu opnar og stýrir umræðum.

15:00 – 16:00 – Sveitastjórnarfulltrúar taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.

  • Kynnist sveitastjórnarfulltrúum!
15:00 – 17:00 – Mikilvægi félagasamtaka. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.
15:30 – 17:00 – Nýjar bækur um þjóðmál. Kjallari Norræna hússins.
  • Bókaspjall um nýjar, íslenskar bækur um þjóðmál. Rætt verður við: Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.

15:30 – Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! Norræna tjaldið.

  • Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

16:00 – Gildin í náttúrunni – virðing og vinsemd. Norræna tjaldið.

  • Gunnar Hersveinn segir frá.
16:30 – Norrænn málskilningur – skiptir hann máli? Norræna tjaldið.
  • Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
17:00 – 18:00 – Ungt fólk og Norðurslóðir. Kjallari Norræna hússins.
  • Málþing Norðurslóðaseturs.

17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

18:00 – 19:00 – Baráttusöngvarnir! Kjallari Norræna hússins.
  • Félagar í VG syngja baráttusöngva! Allir velkomnir.

18:00 – 20:00 – Konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna.Stjórnmálabúðir.

19:00 – 21:00 – Diskósúpa. Útisvæðið.
  • Ungliðahreyfing Slow Food og Vinstri grænna standa fyrir diskósúpu.

20:00 – 21:00 – Opið hús hjá ungliðahreyfingum. Stjórnmálabúðir.

20:00 – 22:00 – Á norrænum nótum, vísnasöngur og spé. Norræna tjaldið.
  • Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög. Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja Norræna slagara. Ari Eldjárn fer með norrænt spé.
20:30 – 22:30 – Kvikmyndin Blueberry Soup. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.

21:00 – 22:00 – 3 basískar, tónlistaratriði. Útisvæðið.
21:30 – 22:00 – Ástin og leigumarkaðurinn. Kjallari Norræna hússins.

  • Þær stöllur, Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fá til sín góðan gest og ræða pólitísk málefni líðandi stundar.

 

Laugardagurinn 13. júní 2015
10:00 – 11:00 – Ferðalag um ferðaþjónustuna Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Rannsóknarmiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum.

10:00 – 12:00 – Sjálfstæðisflokkurinn býður til umræðu. Kjallari Norræna hússins.

10:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur.Stjórnmálabúðir.
11:00 – 12:00 – Aðallinn og lýðurinn – umræða um nýjan samfélagssáttmála. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Dr. Antoni Abat Ninet, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi. Íslenskir fræðimenn ræða við Antoni og svara spurningum gesta. Fer fram á ensku.

12:00 – 13:00 – Say So Scotland. Kjallari Norræna hússins.

  • Þjóðfundurinn 2009 varð innblástur fyrir ferli sem nú á sér stað í Skotlandi.
12:00 – 13:00 – Matti Kallio. Útisvæðið.
  • Finnski harmonikkuspilarinn Matti Kallio leikur nokkur vel valin lög.

12:00 – 13:30 – Framtíðarsýn leiðtoga stjórnmálaflokkanna.Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ræða um framtíð Íslands.

13:00 – 15:00 – Norrænt menningarmót. Norræna tjaldið.

  • Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum segja gestum frá lífi sínu og taka með sér persónulega muni.

13:00 – 13:30 – Teitur Magnússon. Útisvæðið.

  • Teitur Magnússon, tónlistarmaður, skemmtir gestum og gangandi.

13:30 – 14:00 – Umræðan – Heiða Kristín Helgadóttir. Bókasafn Norræna hússins.

  • Heiða Kristín Helgadóttir, umsjónarmaður Umræðunnar á Stöð 2 fær til sín góða gesti og ræðir mál líðandi stundar.

13:30 – 15:30 – Siðmennt. Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Málstofa og umræður með Jóhanni Björnssyni.
13:30 – 14:30 – Trio Nord. Gróðurhúsið.
  • Jazztríó leikur lög með norrænu ívafi.

13:45 – 14:30 – Borgaralaun. Kjallari Norræna hússins.

  • Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, fjallar um borgaralaun.

14:00 – 16:00 – Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum.
Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • ASÍ og Starfsgreinasambandið standa fyrir málþingi þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.
14:00 – 15:00 – Formenn flokkanna taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.
14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.
  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskránni.
15:00 – 16:00 – Þáttur neytenda í umhverfisvernd. Kjallari Norræna hússins.
  • Margrét Marteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar, ræðir þátt neytenda í umhverfisvernd.

15:00 – Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya. Norræna tjaldið.

  • Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir sjá um dagskránna.

16:00 – 16:45 – Fuglaleiðsögn um friðlandið. Útisvæðið.

  • Fuglavernd býður til léttrar göngu um friðlandið í Vatnsmýri.

16:00 – 17:00 – Þingmenn taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

16:00 – 17:00 – Alþýðufylkingin kennir baráttusöngva. Útisvæðið.
16:15 – 17:00 – Af hverju erum við Píratar til og hvaðan komum við? Kjallari Norræna hússins.
  • Birgitta Jónsdóttir, Pírati, ræðir um sögu Pírata.

17:00 – 18:00 – Lokaathöfn Fundar fólksins 2015.

Categories
Fréttir

Þetta sagði Sigmundur Davíð um kröfuhafa 2013

Deila grein

10/06/2015

Þetta sagði Sigmundur Davíð um kröfuhafa 2013

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð var þráspurður í Kastljósinu fyrir kosningarnar vorið 2013, meðal annars af Heiðari Erni Sigurfinnssyni sem sagði: ,,Getur þú ábyrgst að það fáist einhverjir 300 milljarðar, á næstu fjórum árum, út úr samningaviðræðunum við kröfuhafana?“
,,Engu að síður virðist þið vera eina framboðið sem er tilbúið að tala eins og að þessir peningar séu í hendi?,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins, í sama viðtali við Sigmund Davíð.
,,Hvernig getur þú ábyrgst að það verði til einhverjir 300 milljarðar í samningaviðræðum sem varla eru farnar af stað?,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins jafnframt.

Categories
Greinar

Frumskylda að verja lífskjör almennings

Deila grein

10/06/2015

Frumskylda að verja lífskjör almennings

ÞórunnVilllumFrumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar.

Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm.

Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan.

Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur.

Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika.

Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar.

Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum.

Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 10. júní 2015.

Categories
Greinar

Afnám hafta er hafið

Deila grein

09/06/2015

Afnám hafta er hafið

GBSFyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna.

Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast.

Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi.

Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin.

Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2015.

Categories
Fréttir

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Deila grein

08/06/2015

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Losun fjármagnshafta er stórt og flókið mál. Hér er málið tekið saman á einfaldan hátt. Samantektin er hvorki ítarleg né tæknileg, en ætti að skýra meginatriði málsins.

Categories
Fréttir

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

Deila grein

08/06/2015

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

losunfjarmagnshaftaÞað er frumskylda stjórnvalda að verja þjóðarhagsmuni. Allar aðgerðir stjórnvalda beinast að þeim aðilum sem áttu verulegan þátt í að skapa þær aðstæður sem ógna efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Með áætlun stjórnvalda er almannahagsmunir varðir, forgangsraðað í þágu raunhagkerfisins og fordæmalaus staða leyst með fordæmalausum aðgerðum og forgangsraðað er í þágu raunhagkerfisins.
Glærur frá kynningarfundi ríkisstjórnarinnar.
 

Categories
Fréttir

„Ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap“

Deila grein

08/06/2015

„Ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap“

Jóhanna María - fyrir vefJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, „Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að tala aðeins um störf þingsins. Ég veit að einhverjir hv. þingmenn eiga eftir að taka ræðu mína inn á sig en ég vona að ég fái tækifæri til að flytja hana án frammíkalla.
Eins og umhverfið hefur verið á þessum vinnustað er það varla orðið boðlegt fyrir fólk að eiga að vinna við það, gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát fyrir þau gildi sem foreldrar mínir sendu mig með út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert, að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki og koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig. Þessi gildi vil ég hafa áfram að leiðarljósi, en því miður gerir hegðun margra hv. þingmanna það mér mjög erfitt fyrir. Ég geri mér ekki miklar vonir um að allt breytist eftir þessa ræðu mína, en ef við eigum að sitja saman í þessum sal verðum við að fara að taka upp betra háttalag. Til að mynda væri það strax til bóta ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap í sinn garð og flokksfélaga frá næstu sessunautum. Ef hv. þingmönnum líkar svona illa við ákveðið fólk, legg ég til að þeir færi það tal inn á þingflokksfundi sína eða bakherbergi í húsinu. Ef þetta væri einhver annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfélaga mína hryggleysingja, lindýr, talibana, dólga og einræðisherra, ef ég mundi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem setur svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengi verið að kalla mig inn á teppið.
Því, herra forseti, legg ég til að hv. þingmenn fari aðeins að skoða gildi sín og mannleg samskipti á þessum vinnustað. Einnig legg ég til að við látum öll af frammíköllum, því að það er jú bara lágmarkskurteisi að grípa ekki frammí fyrir fólki.“

Categories
Fréttir

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

Deila grein

05/06/2015

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

fjola-hrund-ha-upplausnFjóla Hrund Björnsdóttir, alþingismaður, fór yfir hversu verðmæt auðlind ferðaþjónustan væri, á Alþingi í vikunni. Telur hún að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna brýnna verkefna á ferðamannastöðum um land allt muni skipta miklu máli.
„Ferðaþjónustan er gríðarlega verðmæt auðlind sem við verðum að fara varlega höndum um. Mikilvægt er að ferðamaðurinn upplifi þá náttúru sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt,“ sagði Fjóla.
„Til þess að tryggja ánægju og aukinn ferðamannastraum verðum við að bregðast við í takt við aukningu ferðamanna. Mikilvægt er að stýra ferðamönnum um land allt til að forðast þann gífurlega átroðning sem vinsælustu ferðamannastaðirnir verða fyrir ár hvert. Við vitum að ferðamaðurinn kemur hingað til lands í leit að fallegri náttúru og því er mikilvægt að byggja upp gott aðgengi að náttúrunni.“
Ræða Fjólu Hrundar Björnsdóttur: