Categories
Fréttir

Opnir fundir í Norðausturkjördæmi

Deila grein

05/02/2015

Opnir fundir í Norðausturkjördæmi

Frambjóðendur Norðaustur 2013
Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir í Norðaustur verða á eftirtöldum stöðum:
Laugardagur 7. febrúar
Akureyri – Lions-salurinn, Skipagötu 14, 4. hæð, kl. 10:30
Sigmundur Davíð, Höskuldur, Líneik
Mánudagur 9. febrúar
Fjallabyggð – Allinn, Siglufirði, kl. 12:00
Höskuldur, Þórunn
Dalvíkurbyggð – Kaffihúsið Berg – Menningarhúsinu, kl. 17:00
Höskuldur, Þórunn
Þingeyjarsveit – Dalakofinn á Laugum, kl. 21:00
Höskuldur, Þórunn
Þriðjudagur 10. febrúar
Þórshöfn – Hafliðabúð – Björgunarsveitarhúsinu, kl. 16:30
Líneik, Þórunn
Vopnafjörður – Kaupvangs Kaffi, kl. 20:00
Líneik, Þórunn
Húsavík – Kiwanis-salurinn, kl. 20:00
Höskuldur, Sigrún
Miðvikudagur 11. febrúar
Seyðisfjörður – Hótel Öldunni, kl. 17:00
Sigmundur Davíð, Höskuldur, Líneik
Fljótsdalshérað – Austrasalnum, kl. 20:30
Sigmundur Davíð, Höskuldur, Líneik
Fimmtudagur 12. febrúar
Fjarðabyggð – Kaffihúsinu, Eskifirði – súpufundur, kl. 12:00
Líneik, Silja Dögg
Breiðdalsvík – Hótel Bláfell, kl. 20:00
Líneik, Silja Dögg
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fjölmenningarsamfélag er framtíðin – við Íslendingar höfum nú tækifæri til að nýta okkur reynslu nágrannaþjóðanna

Deila grein

05/02/2015

Fjölmenningarsamfélag er framtíðin – við Íslendingar höfum nú tækifæri til að nýta okkur reynslu nágrannaþjóðanna

Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, vakti athygli á umfjöllun um innflytjendur og íbúafjölgun á Íslandi í Morgunblaðinu í störfum þingsins í vikunni. Í umfjölluninni kemur m.a. fram að á 21. öldinni er aðflutningur erlendra ríkisborgara að baki nærri helmingi íbúafjölgunar á Íslandi. Á sama tíma hefur landsmönnum hefur fjölgað um 50 þúsund á öldinni og eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta 22.690. Á síðasta ári var hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi 7,4%. Þess má einnig geta að fjöldi leik- og grunnskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast á öldinni. Nú hafa 11% leikskólabarna og 6% grunnskólabarna annað móðurmál en íslensku.
Viðbúið er að innflytjendum fjölgi áfram á Íslandi. „Við eigum ekki að láta þá þróun koma okkur á óvart,“ sagði Silja Dögg.
„Þróun í innflytjendamálum er mun lengra komin annars staðar á Norðurlöndunum en hér á landi. Straumurinn þangað hófst fyrir alvöru á áttunda áratug 20. aldarinnar en það var ekki fyrr en í upphafi 10. áratugarins sem til dæmis Danir hófu að taka markvisst á málefnum innflytjenda og leggja áherslu á aðlögun þeirra að dönsku samfélagi. Það hefur kostað danska ríkið mikla fjármuni að vinda ofan af neikvæðri þróun sem varð á sumum sviðum þar sem áratugir liðu án þess að gripið væri til markvissra aðgerða,“ sagði Silja Dögg.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Willum Þór Þórsson mælti fyrir frumvarpi um endurgreiðslu VSK til íþróttafélaga

Deila grein

04/02/2015

Willum Þór Þórsson mælti fyrir frumvarpi um endurgreiðslu VSK til íþróttafélaga

VilllumWillum Þór Þórsson, alþingmaður, mælti á Alþingi í gær, 3. febrúar, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Meðflutningsmenn eru: Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir úr Framsóknarflokknum og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í greinargerð frumvarpsins segir, að frumvarpið miði að því að breyta virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Lagt er til að íþrótta- og ungmennefélögum verði endurgreiddur allur virðisaukaskattur sem greiddur hefur verið af vinnu manna við nýbyggingu, endurbyggingu og viðhaldi við íþróttamannvirki, en einnig af þjónustu vegna hönnunar, eftirlits eða viðhalds þeirra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þjónusta og vörusala sem stunduð er til að afla fjár fyrir hefðbundna starfsemi íþróttafélaga verði undanþegnar virðisaukaskatti. Tímabilið í frumvarpinu er eitt ár, frá 1. janúar 2015 til 1. janúar 2016.
Á síðasta þingi var lögð fram þingsályktunartillaga um endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar og stóðu sömu stjórnarþingmenn að baki henni.
Sjálfboðaliðastarf hefur lengi verið grunnurinn að öflugu íþróttastarfi á Íslandi. Verði frumvarpið að lögum mun það stórefla allt sjálfboðaliðastarf innan íþróttahreyfingarinnar hér á landi og auðvelda íþróttafélögum alla uppbyggingu íþróttamannvirkja. Frumvarpið er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að leggja áherslu á mikilvægi íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála.
Nánari upplýsingar um frumvarpið má nálgast hér.
Ræða Willums Þórs Þórssonar í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Gígantískur hagnaður bankanna og bankakerfisins

Deila grein

29/01/2015

Gígantískur hagnaður bankanna og bankakerfisins

haraldur_SRGBHvernig má það vera að svo stuttu eftir gjaldþrot bankanna sé hagnaður bankakerfisins alveg gígantískur? Þessari spurningu velti Haraldur Einarsson, alþingismaður, upp á Alþingi í gær í störfum þingsins. „Eins og ekkert hafi í skorist er hagnaður þeirra sem aldrei fyrr,“ sagði Haraldur.
Bankarnir hafa veriða að loka útibúum, lagt á ný þjónustugjöld og jafnvel hækka útlánsvexti þvert á stýrivaxtalækkun, kom fram í ræðu Haraldar.
„Þetta bendir til þess að hagnaðurinn sé ekki raunverulegur. Lánasöfn voru afskrifuð um 50–55% að meðaltali þegar þau voru færð yfir í nýju bankana. Skýrsla sem var gerð á vegum Deloitte í London sýndi það. Það sýnir að 45–50% af lánasafninu voru kröfur sem almenningur og fyrirtæki landsins voru talin ófær um að borga eftir efnahagshrunið. Þar af leiðandi hefði verið eðlilegt að fjármálastofnanir sem fengu þessa miklu niðurfærslu mundu skila því til viðskiptavina sinna, þjóðarinnar,“ sagði Haraldur.
„Kröfuhafar fengu yfirráð yfir íslenskum bönkum. Lánasafnið var metið á hálfvirði út af eignahruni, óðaverðbólgu og gengishruni, en rukkað 100% þvert á það sem neyðarlögin ganga út á. Íslensk heimili og fyrirtæki sátu eftir með allt of miklar skuldir. Tækifærið var til staðar að láta íslensk heimili og fyrirtæki njóta þeirrar niðurfærslu og það var vitað á þeim tíma, árið 2009. Út á nákvæmlega þetta gekk 20% leið Framsóknar og út á nákvæmlega þetta gekk skuldaleiðréttingin. Meðvituð pólitísk ákvörðun var tekin í aðra átt af síðustu ríkisstjórn,“ sagði Haraldur.
Ræða Haraldar Einarssonar í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Einkavæðing Steingríms J.

Deila grein

29/01/2015

Einkavæðing Steingríms J.

Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir ræddi á Alþingi í gær einkavæðingu bankanna er Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, stóð fyrir. Einkavæðingin „var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtæki í kjölfar hrunsins breytt. Var sú ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs,“ sagði Vigdís.
Upplýsa þurfi forsendur ákvörðunarinnar, „að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og á þeirri ákvörðun að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís.
Nauðsynlegt er að hagsmunir allra verði skoðaðir og rannsakaðir til að fá hið rétta í ljós. Þeirri vinnu sagðist Vigdís ekki kvíða sem þingmaður þjóðarinnar.
Ræða Vigdísar Hauksdóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

„Eru allir á þessum biðlistum af raunverulegri þörf“

Deila grein

28/01/2015

„Eru allir á þessum biðlistum af raunverulegri þörf“

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi sérhæfðar læknisfræðilegar greiningar barna í störfum þingsins í gær. Telur Líneik Anna að á stundum sé vel hægt að fara einfaldari leiðir við sérhæfðar læknisfræðilegar greiningar barna í þjóðfélaginu.
„Á síðustu árum hefur þekkingu starfsfólks grunn- og leikskóla á ýmsum frávikum við þroska og námi barna fleygt fram. Jafnframt hefur þekking aukist á því hvernig mögulegt er að aðstoða nemendur við að sinna námi og starfi í skólunum. Samhliða hefur fagleg þekking og færni starfsfólks skólaþjónustunnar aukist og burðir til að greina frávik og veita starfsfólki ráðgjöf. Tryggja ætti að í minna mæli þyrfti að leita út fyrir kerfið eftir þjónustu en samhliða þessu lengjast biðlistar í sérhæfðustu læknisfræðilegu greiningarnar, svo sem hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og BUGL,“ sagði Líneik Anna.
„Ég leyfi mér að efast um að allir sem eru á þessum biðlistum séu þar af raunverulegri þörf, heldur byggist þörfin að einhverju leyti á því að fjármagni úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og jafnvel innan sveitarfélaga er að einhverju leyti úthlutað til skóla á grunni sérhæfðra læknisfræðilegra greininga. Sem betur fer er verklag í flestum grunn- og leikskólum samt þannig að brugðist er við þörfum barna óháð því hvort formleg greining sálfræðings eða læknis liggur fyrir. Ég vil því skora á heilbrigðisyfirvöld, menntamálayfirvöld og samtök sveitarfélaga að taka höndum saman og fara yfir verkferla á þessu sviði því að þarna tel ég mögulegt að einfalda málin samhliða því að efla þjónustu og draga úr kostnaði hjá foreldrum, skólum, sveitarfélögum og heilbrigðiskerfinu,“ sagði Líneik Anna.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Kynbundinn launamunur

Deila grein

28/01/2015

Kynbundinn launamunur

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir, alþingismaður, ræddi kynbundinn launamun í störfum þingsins í gær. „Kynbundinn launamunur er því miður staðreynd í samfélagi okkar og þrátt fyrir miklar breytingar síðustu ár og áratugi er íslenskur vinnumarkaður mjög kynskiptur.“
Ræða Þórunnar Egilsdóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Deila grein

28/01/2015

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Sigmundur-davíðÍ dag eru tvö ár frá því að EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm sinn í Icesave-málinu. En dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA og að Ísland hafi ekki brotið gegn Evróputilskipun um innistæðutryggingar með því að greiða ekki eigendum Icesave reikninga lágmarksinnstæðutryggingu og að Ísland hafi ekki brotið gegn almennum reglum EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.
„Við áttum við ofurefli að etja. Tvær öflugustu stofnanir heims beittu sér af fullum þunga gegn Íslandi og Evrópusambandið gerðist í fyrsta skipti aðili að dómsmáli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi 28. janúar 2013, í umræðum um dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu.
Ísland vann Icesave-málið
Framsókn sýnir samstöðu í verki: Býður Samfylkingunni húsnæði undir Icesave fund
Össur: „Til hamingju, Ísland“
„Þetta er svo sérstakur dagur að maður er enn þá næstum því meyr og orða vant. Þegar þessi stórkostlegu gleðitíðindi brjótast eins og sólargeisli inn í grámósku vetrarins get ég ekki hafið mál mitt öðruvísi en að segja: Til hamingju, Ísland.
Við Íslendingar höfðum fullan sigur í öllum þáttum Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólnum þegar úrskurður féll í morgun. Sigur Íslands var svo algjör að ESA sem kærði okkur var meira að segja dæmt til að greiða allan málsvarnarkostnað Íslands sem sýnir kannski betur en flest annað hversu fráleit dómstólnum þótti kæran. Þegar ég skimaði yfir dóminn sýndist mér sem dómurinn hefði tekið allar röksemdir Íslands til greina utan hugsanlega eina,“ sagði Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, og þáverandi utanríkisráðherra.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Iceland's new Minister of Environment: 'Work together to conserve our planet'

Deila grein

27/01/2015

Iceland's new Minister of Environment: 'Work together to conserve our planet'

sigrúnIceland’s liberal Prime Minister, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, has announced Sigrún Magnúsdóttir as the new Minister of Environment and Natural Resources. Her appointment makes the Icelandic cabinet, led by LI full member Progressive Party, completely gender balanced. New Icelandic minister of Environment : “Work together to conserve our planet.”
Commenting exclusively for LI on her new appointment as Minister of Environment, Mrs Magnúsdóttir said “Earth is our common home and our only home. It is crucial that we all work together to conserve our planet that support our wellbeing. I have never shied away from new tasks and challenges.”
www.liberal-international.org/

Categories
Greinar

Mál Víglundar Þorsteinssonar

Deila grein

27/01/2015

Mál Víglundar Þorsteinssonar

Vigdís HauksdóttirÞað er með ólíkindum hvernig stuðningsmenn velferðarstjórnarinnar – hvort sem var í Icesave, ESB málinu eða öðrum þeim málum sem reynt var að koma í gegnum þingið bregðast við nú þegar Víglundur Þorsteinsson leggur fram ný gögn í bankavæðingunni hinni seinni.

Þeir fara hamförum og réttlæta gjörðir Steingríms J. og snúa öllu á hvolf.

Hér koma nokkrar staðreyndir sem þarf að skoða í kjölfarið. 

  1. Einkavæðing Steingríms J. Sigfússonar var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annara fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins.
  2. Glitnir var einkarekinn fram að hruni og var hann tekinn yfir að ríkinu fyrstur banka á grundvelli neyðarlaganna og varð þar að ríkisbanka.
  3. Fyrri ríkisstjórn tók skyndilega og umsvifalaust ákvörðun um að afhenda lánadrottnum/erlendum kröfuhöfum Kaupþing og Glitni nýju bankana sem heita í dag Íslandsbanki og Arionbanki. Meirihluti Landsbankans er enn í eigu ríkissins.
  4. Var þessi ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs.
  5. Nauðsynlegt er að rannsaka og gera opinbert, á sundurliðaðan hátt, hvert matsverð hinna gömlu eigna var við flutning þeirra frá hinum föllnu bönkum og yfir til nýju bankana og skýrt dregið fram hverjir voru ábyrgðaraðilar þess verðmats og hvaða forsendur lágu því til grundvallar.
  6. Einnig er nauðsynlegt að rannsaka viðamestu sölu einstakra félaga og eignarhluta í fyrirtækjum af hendi skilanefnda og slitastjórna gömlu bankana og þannig upplýst hvaða verðmætamat lá til kaupendum og hvaða seljendaáhættur fylgdu sölunni.
  7. Einnig þarf að upplýsa á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankana þá á einni nóttu.

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist á www.vigdish.is 27. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.