Categories
Greinar

Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna

Deila grein

27/01/2015

Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna

EÞHNorræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref.

Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga.

Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru.

Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður.

Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum.

Þátttaka karla
Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla.

Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál.

Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum.

Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings.

Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim.
Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum.

En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum.

Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 27. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ljósleiðari um allt land

Deila grein

26/01/2015

Ljósleiðari um allt land

ásmundurÍ nýársávarpi forsætisráðherra var sagt frá því að á næsta ári ætti að hefja framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu alls landsins en það var eitt af þeim stefnumálum sem Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á í síðustu kosningum. Ljósleiðaravæðing alls landsins verður eitt stærsta framfaramál sem ráðist hefur verið í þegar kemur að styrkingu á innviðum og byggðum landsins.

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga var talsverð umræða um fjarskiptamál á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn lagði þar höfuðáherslu á mikilvægi ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Í grein sem formaður, varaformaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins skrifuðu í aðdraganda síðustu kosninga sagði:

„Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslu á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Allir fjarskiptaaðilar geta veitt þjónustu á kerfinu. Mikilvægt er að allir landsmenn geti fengið jafna og góða þjónustu á sama verði. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi allra aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Ný heildstæð byggðastefna er nauðsynleg. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að um hana ríki víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Eitt fyrsta skrefið ætti að vera ljósleiðaravæðing alls landsins.“

Frá myndun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá hefur verið unnið eftir þessari sýn.

300 milljónir til undirbúnings
Í byggðaáætlun 2014-2017 er sérstaklega fjallað um fjarskiptamál og þar er m.a. lögð áhersla á að vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar geri tillögur að fyrirkomulagi faglegs stuðnings við opinbera aðila sem koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfa og annarra fjarskiptainnviða. Þessi vinna hefur verið í gangi undir forystu tveggja stjórnarþingmanna og nú á vorþingi er gert ráð fyrir nýrri fjarskiptaáætlun sem mun gera ráð fyrir ljósleiðaravæðingu alls landsins.

Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að veitt verði 300 milljónum til þess að styðja við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun og hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu. Þessum fjármunum á að verja í fyrsta áfanga fjarskiptaáætlunar. Áætlunar sem á að setja fram töluleg markmið um ljósleiðaraæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á næstu árum. Með fjárveitingunni verður hægt að skipuleggja og kortleggja innviðagrunni ljósleiðara, hefja tengingar á ótengdum svæðum auk þess að hringtengja landsvæði o.fl.

Þetta fyrsta skref sýnir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ætlar sér að stíga stórt skref í áttina að því að jafna búsetuskilyrði fólks í dreifbýli og þéttbýli. Það er mikilvægt að allir sitji við sama borð þegar kemur að fjarskiptum og ljósleiðaravæðing gegnir þar lykilhlutverki. Það var ánægjulegt, sem fjárlaganefndarmaður, að taka þátt í því að leggja til að við Alþingi að veita fjármunum til þessa verkefnis. Samþykkt Alþingis á þessari fjárveitingu er skýr staðfesting á því að Framsóknarflokkurinn mun líkt og bent var á fyrir síðustu kosningar beita sér fyrir stórefldum fjarskiptum á þessu kjörtímabili.

Ásmundur Einar Daðason

Categories
Greinar

Virkjum þau

Deila grein

23/01/2015

Virkjum þau

Jóhanna María - fyrir vefHérlendis er að finna hóp sem samanstendur af vel menntuðum einstaklingum, þessir aðilar hafa hlotið gráðu í ýmsum fræðum sem bæði er vöntun á hérlendis sem og gætu nýst okkur vel.

Ástæða þess að þessir aðilar geta ekki starfað á sínu sérsviði er sú að þeir hlutu menntun sína í öðru landi og menntun þeirra er af þeim ástæðum ekki metin til jafns við þá sem mennta sig hér heima.

Við höfum lækna, raftækni- og efnafræðinga sem starfa á matsölustöðum og við ræstingar. Þarna er ekki verið að hjálpa fólki að aðlagast og taka þátt í íslensku samfélagi.

Sumir hafa reynt að fá nám sitt og gráður samþykktar hérlendis en alltof margir fá þau svör að til þess þurfi viðkomandi að taka 3-4 ár í háskóla til að fá »íslenskan stimpil«. Það er ótrúlegt að fólk eigi að þurfa að endurtaka nám sem það hefur nú þegar lokið til að vera almennilega viðurkennt hérlendis.

Af samtölum mínum við einstaklinga í þessari stöðu eru margir sem segjast vera tilbúnir til þess að reyna við skólann aftur, en aðstæður þeirra eru svo margskonar að fæstir hafa möguleika á því þrátt fyrir vilja. Fólk er komið með fjölskyldur, hefur haft lág laun í einhvern tíma og sér ekki svigrúm til þess að leggja í kostnaðinn sem því fylgir að framfleyta fjölskyldu og vera í fullu námi.

Úrbætur
Sem betur fer eru einstaka fög að leita leiða til að bæta úr þessu en það á ekki að þurfa að knýja fólk fram aftur og aftur á milli skóla, starfsstétta og stofnana. Ef hérlendis væri byggt upp kerfi sem hjálpaði einstaklingum sem eru fullfærir í sínu fagi að aðlagast íslenskum aðstæðum sem að þeirra sérsviði snúa og verkferlum hérlendis þá eiga einstaklingar sem flytja til Íslands ekki að þurfa að byrja algjörlega upp á nýtt til að fá það staðfest að þeir hafi gengið í skóla.

Spurningin er líka hvort munur sé á þeim Íslendingum sem læra erlendis og koma svo til landsins aftur til að hefja störf og þeim einstaklingum sem ólust upp í öðru landi, lærðu þar og koma svo til Íslands til að hefja störf.

Það er brýnt að menntamálaráðherra leiti leiða til að hjálpa fólki sem flytur til Íslands að láta meta menntun þess. Við búum í fjölmenningarsamfélagi og viljum að landið okkar taki vel á móti fólki sem vill flytja hingað, til þess þurfum við einmitt að búa til verkfæri til að láta það ganga. Virkjum þau sem hafa þekkinguna og getuna til starfa. Svo er aldrei að vita hvað við getum lært af þeim.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

„30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum“

Deila grein

22/01/2015

„30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum“

Hjálmar Bogi HafliðasonHjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður ræddi á Alþingi í gær um tilhneigingu allra kerfa til að viðhalda sjálfu sér. „Jafnvægi skapist og kerfin þurfa ekki að takast á við breytingar. En kerfið sem við mennirnir bjuggum til á örfáum árum og búum við hefur leitt af sér gríðarlegan ójöfnuð, misskiptingu auðs og sóun,“ sagði Hjálmar Bogi.
Þegar ríkustu 10% Íslendinga eiga 73% auðs í landinu þá eiga 30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum. „Getur slík misskipting viðgengist,“ sagði Hjálmar Bogi.
„Orð forsætisráðherra um svigrúm til hækkunar lægstu launa vöktu því ákveðna ánægju hjá mér, og jafnframt að í komandi kjarasamningum verði hugsað um að hækka laun í krónum en ekki prósentum. Það eitt væri aðeins lítil kerfisbreyting í rétta átt gegn innbyggðum ójöfnuði í kerfinu,“ sagði Hjálmar Bogi.
Ræða Hjálmars Boga Hafliðasonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Samspil verðbólgu og vaxta – jákvæðar utanaðkomandi aðstæður til staðar

Deila grein

22/01/2015

Samspil verðbólgu og vaxta – jákvæðar utanaðkomandi aðstæður til staðar

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í gær, á Alþingi, hvers vegna a.m.k. einn viðskiptabankanna þriggja hafi ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum. Á sama tíma og stýrivextir lækka og verðbólgan lækkað verulega.
„Þetta kemur mjög á óvart því að margir neytendur töldu að vextir myndu lækka þegar utanaðkomandi aðstæður væru jákvæðar sem þær eru virkilega nú,“ sagði Elsa Lára.
Eru verðtryggð lánasöfn bankanna það stór og bankarnir sjái hag sinn í því þegar verðbólgan er há? Hagnast bankarnir mögulega um háar upphæðir við hvert prósentustig sem verðbólgan hækkar?
„Það er ekki nóg með að vextir hækki heldur hafa þjónustugjöld bankanna hækkað, auk þess sem farið er að rukka fyrir þjónustu sem áður var gjaldfrjáls,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Greinar

Fjármálastofnanir, sektir og samfélagsábyrgð

Deila grein

22/01/2015

Fjármálastofnanir, sektir og samfélagsábyrgð

ásmundurEkki er vafi á því að fjármálastofnanir voru þeir aðilar innanlands sem báru mesta ábyrgð varðandi hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Ljóst er nú að ekki var nógu varlega farið í góðærinu, hvorki hér á landi né í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Enn á eftir að ganga frá þrotabúum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Heildareignir þrotabúanna eru rúmlega 2.500 milljarðar. Reiðufé búanna er tæpir 1.400 milljarðar.

Íslenskir bankar voru ekki einu bankarnir á síðasta áratug sem reknir voru á vafasaman hátt. Margvísleg mál er varða fjármálastofnanir hafa komið upp bæði austan hafs og vestan. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian frá nóvember sl. voru sektir á breska og bandaríska banka á árunum 2009-2013 um 34.000 milljarðar í íslenskum krónum. Í fréttum síðan í nóvember er sagt frá sektum upp á 2 milljarða punda en það eru um 400 milljarðar króna.

Af þessu má sjá að ríkisstjórnir geta látið banka sæta samfélagslegri ábyrgð sé pólitískur vilji fyrir hendi og sterk forysta.

Skipt um stefnu gagnvart bankavaldinu
Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var við völd var lítið sem ekkert gert til að knýja þrotabú gömlu bankanna að leggja sitt af mörkum til að bæta fyrir tjónið sem bankarnir bera sannanlega ábyrgð á. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG fannst aðrir hlutir brýnni en að rétta hlut almennings gagnvart fjármálakerfinu. Ríkisstjórn sem átti að heita vinstristjórn en hún sýndi fjármálastofnunum auðmýkt og undirgefni.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar breytti um stefnu gagnvart bönkum. Ríkisstjórnin ákvað að bankar skyldu látnir sæta aukinni ábyrgð og leggja fram sanngjarnan skerf til reksturs samfélagsins. Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra síðastliðið haust munu bankarnir greiða mest í skatta og sitja þrír bankar í efstu sætunum; Kaupþing, er greiðir 14,6 milljarða, Landsbankinn greiðir tæpa 13 milljarða og Glitnir greiðir tæpa 12 milljarða.

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur veitti fjármálastofnunum nánast frítt spil en núna er annað upp á teningunum. Meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á alþingi gerði fjárlagafrumvarpið þannig úr garði fyrir árið 2015 að áætlað er að tekjur ríkissjóðs af bankaskatti verði nálægt 39 milljörðum króna fyrir árin 2014 og 2015.

Það gengur ekki þrautalaust að knýja á um samfélagslega ábyrgð bankanna. Þrotabú gömlu bankanna hafa haft sig í frammi í umræðunni og þrotabú Glitnis hefur kært bankaskattinn til ríkisskattsstjóra. Þá eru ónefnt að margir telja að þrotabúin kaupi margvíslega aðkeypta þjónustu frá aðilum sem reyna sitt til að hafa áhrif á niðurstöðu mála í þágu bankanna.

Núverandi ríkisstjórn hefur staðið föst á þeirri stefnu sinni að bankarnir eiga ekki að vera stikkfrí frá því að skila til samfélagsins eðlilegu framlagi.

Sterk staða Íslands
Eitt stærsta verkefni stjórnvalda í dag er afnám gjaldeyrishafta. Markmið ríkisstjórnarinnar er að afnám haftanna valdi ekki kollsteypu í fjármálum þjóðarinnar. Veruleg undirbúningsvinna er að baki áætlunum um afnám hafta. Vinna þar undir handarjaðri ríkisstjórnar og Seðlabankans bæði erlendir og íslenskir sérfræðingar.

Þrotabú bankanna og uppgjör þeirra eru veigamiklir þættir í afnámi gjaldeyrishaftanna. Til skamms tíma var talað um að ef þrotabúin legðu ekki fram raunhæfar tillögur um uppgjör á búunum, þar sem tekið væri tillit til fjármálalegs stöðugleika, þá yrðu búin knúin til gjaldþrotaskipta.

Eftir því sem vinnu ríkisstjórnar vindur fram er orðið skýrara að fleiri verkfæri koma til greina en gjaldþrotaskipti til að halda ábyrgð að þrotabúunum. Útgönguskattur á fjármagnsflutninga er eitt ráð sem þekkt er alþjóðalega. Fordæmi eru um útgönguskatta á fjármagn upp á 20 til 50 prósent. Hugmyndir þessa efnis voru í umræðunni á síðasta kjörtímabili m.a. hjá Lilju Mósesdóttur o.fl. en fyrri ríkisstjórn fékkst aldrei til að fara þessa leið.

Lykilþáttur í sterkri stöðu Íslands er að lagaramminn okkar er traustur og við búum við krónu sem gjaldmiðil. Þrotabúin verða aðeins gerð upp í íslenskum krónum. Erlendir kröfuhafar þrotabúanna eru hægt en örugglega að átta sig á því að ríkisstjórninni er full alvara að standa vörð um hagsmuni almennings á Íslandi. Það sést til dæmis á því að ýmsir þeir sem áttu stórar kröfur í þrotabúin seldu kröfur sínar seinni hluta ársins.

Bankarnir verða að læra að haga sér
Þrotabú föllnu bankanna og afnám haftanna eru tímafrek umræðuefni. Kastljósinu er síður beint að fjármálastofnunum sem endurreistar voru eftir hrun á grunni gömlu bankanna: Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn nýi. Fyrstu dagar og vikur nýs árs leiða á hinn bóginn í ljós að ekki er vanþörf á að skerpa skilning starfandi banka á samfélagslegri ábyrgð sinni.

Þrátt fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lækkað vexti undanfarið er misbrestur á að bankar hafi lækkað vexti til viðskiptavina sinna. Sumir bankar ganga lengra en að láta undir höfuð leggjast að skila stýrivaxtalækkun til skuldara. Þannig hækkaði Arion banki um áramótin vexti á verðtryggðum íbúðalánum. Ekki voru innlánsvextir hækkaðir með tilsvarandi hætti. Þar með jókst vaxtamunur bankans á kostað viðskiptavina sinna, sparifjáreigenda og skuldara.

Á síðasta ári óx vaxtamunur Arion banka um 0,20%. Hjá Landsbankanum og Íslandsbanka jókst vaxtamunurinn á sama tíma um 0,15%.

Tekjur bankanna jukust um tæplega milljarð vegna breytinga á vaxtamun í kjölfar lækkunar stýrivaxta, sem nú standa í 5,25%. Með þessum hætti hafa bankarnir mörg hundruð milljónir króna af almenningi.Verkalýðsfélög, t.d. VR, láta málið til sín taka og hafa beint fyrirspurnum til bankanna en fátt verið um svör. Augljóst er að bankarnir eru í þeirri stöðu að taka til sín fjármuni frá heimilunum í landinu með því að föndra við vaxtatöflurnar fyrir inn- og útlán.

Almenningur er berskjaldaður gagnvart ásælni bankanna enda haga fjármálastofnanir og þrotabú föllnu bankanna sér eins og ríki í ríkinu. Það hlýtur að vera eitt af stærstu verkefnum nýs árs að ríkisstjórn og löggjafi láti til sín taka á þessu sviði til að knýja á um samfélagslega ábyrgð bankanna.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Þórunn nýr þingflokksformaður

Deila grein

19/01/2015

Þórunn nýr þingflokksformaður

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir alþingismaður er nýr þingflokksformaður þingflokks Framsóknarmanna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins er nú stendur yfir. Aðrir í stjórn þingflokksins eru Ásmundur Einar Daðason, varaformaður og Willum Þór Þórsson meðstjórnandi. Ásmundur Einar mun svo taka við sem þingflokksformaður í sumar af Þórunni.
Vigdís Hauksdóttir tekur sæti Sigrúnar Magnúsdóttir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, og Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti Þórunnar Egildsdóttur í velferðarnefnd.
Þórunn er fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1984 og B.Ed.-próf Kennara Háskóla Íslands 1999. Þórunn hefur verið Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999-2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005-2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008-2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010-2014, oddviti 2010-2013.
Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010-2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010-2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga síðan 2011. Í hreindýraráði síðan 2011.
Þórunn hefur verið alþingismaður frá 2013 fyrir Norðausturkjördæmi.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Anna Kolbrún nýr formaður LFK

Deila grein

14/01/2015

Anna Kolbrún nýr formaður LFK

Anna kolbrúnAnna Kolbrún Árnadóttir var kjörin nýr formaður Landssambands framsóknarkvenna á 17. Landsþingi framsóknarkvenna sem fram fór síðastliðinn sunnudag 11. janúar. Hún tekur við af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem hefur verið formaður frá hausti 2013. Anna Kolbrún er menntunarfræðingur og doktorsnemi frá Akureyri. Hún hefur áður gegnt formennsku í jafnréttisnefnd Framsóknar og átt sæti í skipulagsnefnd flokksins. Með Önnu Kolbrúnu í framkvæmdastjórn eru Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Linda Hrönn Þórisdóttir, Bjarney Rut Jensdóttir og Bjarnveig Ingvadóttir.
Á þinginu ályktuðu framsóknarkonur, m. a. um mikilvægi þess að leiðrétta launamun kynjanna, efla fæðingarorlofssjóð, tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónusta óháð fjárhag eða búsetu. Einnig lýsa framsóknarkonur miklum áhyggjum yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu barna- og unglinga á öllu landinu. Þá lagði þingið til að Framsóknarflokkurinn tryggi jafnræði kynjanna í efstu sætum framboðslista með því að láta reglur um paralista ráða þeim sætum sem kosið er um í bindandi kosningu.
IMG_7761Framsóknarkonur fagna niðurstöðu miðstjórnar Framsóknar sem ályktaði í nóvember síðastliðnum að flokksþing Framsóknarflokksins árið 2015 endurspegli vilja til þess að heiðra 100 ára kosningaréttar kvenna. Framsóknarkonur hvetja ennfremur allar konur til þess að gefa kost á sér í allar stöður þjóðfélagsins.
 
 
 
 
 

Ályktanir 17. Landsþings framsóknarkvenna (LFK) 11. janúar 2015

Framsókn

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar niðurstöðu haustfundar miðstjórnar flokksins þar sem miðstjórn ályktar að flokksþing Framsóknarflokksins árið 2015 endurspegli vilja til þess að heiðra 100 ára kosningaréttar kvenna. Lfk lýsir einnig yfir ánægju sinni á viðburðum tengdum þessum mikilvægu tímamótum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur til að Framsóknarflokkurinn tryggi jafnræði kynjanna í efstu sætum framboðslista með því að láta reglur um paralista ráða þeim sætum sem kosið er um í bindandi kosningu. Bundin sæti skulu að lágmarki vera fjögur þegar valið er á lista.
    Með paralista er átt við að sitthvort kynið skal skipa 1. og 2. sætið og síðan í næstu tvö sæti og þannig áfram niður listann. Þegar efstu sætum sleppir skal hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast á listanum öllum samanber lög og reglur flokksins. Víki framjóðandi sæti eftir að val fer fram, færist næsti frambjóðandi upp eftir þeirri reglu að áður samþykkt kynjahlutfall haldist gildi.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að unnið verði áfram að jafnrétti kynjanna. Þar skiptir lagalegt, samfélagslegt og félagslegt réttlæti máli. Þótt lagalegt jafnrétti sé að mestu unnið er ennþá margt að vinna fyrir bæði kynin. Brjóta þarf niður venjur og hefðir sem hefta framþróun kynjajafnréttis bæði innan lands sem utan. Það er sameiginlegt verkefni kvenna og karla að stuðla að framþróun jafnréttis.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar endurreisn íslensks efnahagslífs undir forystu framsóknarmanna.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, tekur undir orð forystu Framsóknarflokksins um að aldrei má láta staðar numið og verkefnin eru næg, samfélagið er aldrei í kyrrstöðu og það verður að bera kyndilinn áfram til næstu kynslóða. Jafn réttur kynjanna er málefni allra.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir yfir ánægju sinni með bætt kynjahlutföll innan ríkisstjórnarinnar með skipun nýs ráðherra Framsóknar, Sigrúnar Magnúsdóttur í embætti umhverfis- og auðlindaráðherra og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Fjölskyldur

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að fæðingarorlof verði lengt og upphæð orlofsins hækkuð þar sem hagur ríkissjóðs fer batnandi, einnig má benda á að með þeim hætti er staðið við markmið laga. Sýnt hefur verið fram á að karlar með lægri tekjur taka síður fæðingarorlof en þátttaka þeirra dróst saman eftir 2009. Lfk bendir á að þrátt fyrir mikla þátttöku karlmanna í fæðingarorlofi er mikilvægt að auka hana enn frekar. Þá sýna rannsóknir að þeir feður sem taka feðraorlof eru líklegri til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna sem stuðlar að jafnrétti kynjanna, einnig innan veggja heimilisins.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar fyrirhuguðum úrbótum í húsnæðismálum með nýrri húsnæðisstefnu sem mun gagnast hvað mest efnaminni fjölskyldum sem nú þurfa margar hverjar að búa í allt of dýru leiguhúsnæði.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, telur afar mikilvægt að lýðheilsusjónarmið verði umfram allt höfð að leiðarljósi við afgreiðslu frumvarps sem lagt hefur verið fram um breytingar á lögum um verslun með áfengi. Frumvarpið brýtur þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda frá því í janúar síðast liðinum. Í þessu sambandi vill Lfk benda á að alþjóðlegum rannsóknum ber saman um að afnám einkasölu á áfengi leiði til aukinnar neyslu þess og að samhliða aukinni áfengisneyslu mun samfélagslegur kostnaður aukast vegna neyslutengdra vandamála þeirra sem neyta áfengis.

Vinnumarkaðurinn

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að þrátt fyrir miklar breytingar á liðnum áratugum sé íslenskur vinnumarkaður enn mjög kynjaskiptur, því þarf að breyta með öllum tiltækum ráðum, óviðunandi er að laun í kvennastéttum eru lægri en í karlastéttum. Lfk vekur athygli á að launamunur kynjanna mælist ennþá 7–18% sem er með öllu óásættanlegt og fagnar innleiðingu jafnlaunastaðals stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að mikilvægt er að stuðla að því að uppræta rótgróin kynjabundin gildi um mismunandi hæfni kvenna og karla sem hamla því að kynin hafi jafna möguleika á vinnumarkaði. Lfk bendir á að staðalímyndir virðast ráða miklu um námsval ungs fólks sem svo hefur áhrif á starfsval þegar að atvinnuþátttöku kemur. Einnig er erfitt fyrir konur sem komnar eru yfir miðjan aldur að fá störf þrátt fyrir að búa yfir fagmenntun.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vill hvetja konur til þess að gefa kost á sér í allar stöður þjóðfélagsins og bendir á að ójöfn staða karla og kvenna hamlar þróun í átt til jafnréttis kynjanna. Lagasetning um kynjakvóta hefur skilað árangri en jafnframt vill Lfk leggja áherslu á að gera þarf betur.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að þegar verið er að skipa í nefndir á vegum ríkis og sveitarfélaga og annarra opinberra stofnana séu kynjasjónarmið ætíð höfð að leiðarljósi. Lfk hvetur stjórnvöld til þess að endursenda þau tilnefningabréf sem ekki innihalda nöfn á báðum kynjum eða gera grein fyrir ástæðum þess að ekki var tilnefnt samkvæmt lögum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vill hvetja konur í atvinnurekstri að efla samstöðu sína og viðskiptatengslanet. Konur eru í minnihluta í hópi eigenda og stjórnenda fyrirtækja. Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og nýta sem best krafta allra. Það er sameiginlegt verkefni karla og kvenna.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir yfir ánægju sinni með stofnun félags kvenna í sjávarútvegi.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að stytting vinnuviku íslendinga sé nauðsynleg í komandi kjarasamningum til þess að bæta lífskjör þjóðarinnar samanber ,,Measures work-life balance OECD” en þar kemur fram að Ísland og Pólland eru með sambærilegar tölur í unnum vinnutímum á viku á meðan nágrannaþjóðir okkar eru að ná hæstu gæðum og jafnvægi þegar kemur að því að sameina vinnu og fjölskyldulíf og er það tilkomið vegna styttri vinnuviku.

Byggðarmál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar því að vinna sé hafinn við ljósleiðaravæðingu landsins sem verður að telja eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að eðilegt sé að flutningur ríkisstofnanna séu ætíð til skoðunar. Enda liggi að baki vel rökstudd fagleg rök.

Heilbrigðismál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar að nú sé mikilvægum áfanga náð í markvissri uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samningi við lækna og vill benda á í því samhengi að á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tíma áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna- og unglinga á öllu landinu. Það er með öllu óásættanlegt að aðgengi að geð- og sálfræðiþjónustu skuli ekki standa öllum til boða sem þurfa að nýta sér þjónustuna vegna kostnaðar, sem er ómanneskjulegur. Öll börn- og unglingar eiga að hafa rétt á sambærilegu aðgengi. Til að breyta þessu þarf aðeins reglugerðarbreytingu og Lfk bendir á að flokksþing Framsóknar ályktaði á flokksþingi sínu árið 2013 að gera öllum börnum og unglingum það kleift á landinu að njóta þessarar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Lfk hvetur stjórnvöld til að flýta vinnu við þingályktunartillögu um bætta geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn- og unglinga og fjölskyldur þeirra og vinna samhliða aðgerðir vegna úrraæða fyrir börn- og fjölskyldur þeirra sem eru í neysluvanda. Lfk bendir á að tryggja þarf fjármagn til þess að hægt sé að standa vel að þessu brýna máli.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar skipun ráðherranefndar forsætisráðherra um lýðheilsu, sem ætlað er að móta lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vekur athygli á að stjórnvöld þurfa að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að lifa heilsusamlegu lífi sem getur sparað umtalsvert fjármagn í heilbrigðiskerfinu.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að góður svefn og svefnvenjur sé lykilatriði í heilsu hvers landsmanns. Rannsóknir hafa bent til þess að með leiðréttingu klukkunnar sé hægt að hafa jákvæð áhrif á svefn sem hefur einnig áhrif á líðan m.a. skólabarna. Lfk styður tillögu um breytingu klukkunnar.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vill benda á að nauðsynlegt er að standa vörð um aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Samvinnufélagaformið sé mikilvægur valkostur í því sambandi. Þjónustan verði að vera öllum aðgengileg óháð fjárhag eða búsetu. Lfk hafnar allri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, telur að bæta þurfi verulega í til að tryggja að þjónustukerfi innan velferðarsamfélagsins nái betur saman. Lfk leggur áherslu á að heilbrigðis- og skólakerfið vinni nánar saman með félagsþjónustu, foreldrum og barnavernd á hverjum stað. Það er brýn þörf á að þjónustuferlið sé heildstætt og allir aðilar vinni saman að markmiðum sem nýtast og eru hverju barni til góða.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir ánægju sinni með að nú verður MST fjölkerfameðferð í boði um allt land en úrræðið er ætlað fjölskyldum 12–18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar að tannlækningar 3 ára barna og barna frá 8 ára til 17 ára séu greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna undir 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands sem er stórt skref í tannheilbrigði landsmanna.

Ríkisfjármál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, tekur undir sjónarmið formanns fjárlaganefndar að opinberar stofnanir þurfi að hagræða í rekstri sínum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á forgangsraða og spara í ríkisrekstri sér í lagi þegar liggur fyrir að landsmenn eldast og hið opinbera er illa í stakk búið að takast á við þá stöðu. Allir skattgreiðendur verða að horfast í augu við þessa staðreynd og vera meðvitaðir um hvert álagðir skattar fara í þeirra þágu. Lfk skorar á stjórnvöld að fylgja hagræðingarstefnu sinni og hvetur í leiðinni opinbera aðila að hafa frumkvæði að sparnaði í rekstri sínum svo þetta markmið náist.

Skólamál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, bendir á að grunnþættir menntunar eru samfélagsmiðaðir og þeim er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti og lýðræði þannig að samfélagið njóti krafta allra til framtíðar. Því er það mikilvægt að standa vörð um að allir nemendur fái notið kennslu við hæfi og staðinn sé vörður um grunnþætti menntunar. Lfk leggur áherslu á að efnisval og inntak náms og kennslu mótist af þeim og ítrekar að ábyrgð fagfólks er mikil. Skólakerfið í heild sinni gegnir lykilstöðu í samvinnu við foreldra þegar samfélagsleg og siðferðileg málefni, staðalímyndir og kynímyndir eru mótaðar.

Kynbundið ofbeldi

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vekur athygli á að grófasta birtingarmynd ójafnréttis er kynbundið ofbeldi og þ.m.t. nauðganir. Lfk telur afar brýnt að sú aðferðafræði þar sem gerandinn í ofbeldismálum fari af heimilinu en ekki fórnarlambið verði innleidd um allt land. Mikilvægt er að auka samstarf allra fagaðila og efla lögreglu og félagsþjónustu.

Samþætting kynja og jafnréttissjónarmiða

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að sjónarmið beggja kynja séu til staðar þegar um breytingar í starfsemi eða þegar um er að ræða uppbyggingu nýrrar starfsemi. Með því er verið að tryggja að höfðað sé til beggja kynja og þarfir þeirra uppfylltar. Lfk bendir á að markmiðið er að tryggja að stefna og starfsemi mismuni ekki eftir kyni heldur stuðli að frekari uppbyggingu og auknu jafnrétti kynja. Hafa skal í huga að aðferðin getur nýst við fjölbreyttar aðstæður og auðvelt að aðlaga að því verkefni sem liggur fyrir. Í ljós hefur komið að kynjasamþætting getur haft jákvæð áhrif á rekstur og þjónustu og er gott gæðastjórnunartæki.

Alþjóðamál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að mikilvægt sé að styðja við konur í þeim löndum þar sem þær njóta ekki lagalegra réttinda á við karlmenn. í 52 ríkjum heims er ekki skilyrt í lögum að kynin njóti sömu réttinda. 26 ríki í heiminum í dag mismuna konum skv lögum um erfðarétt þar í landi. Efnahagslegt frelsi er grunnurinn að sjálfstæði kvenna en án þess eru þær dæmdar í fátækt og að vera háðar karlmönnum. Ísland á að vera fyrirmynd og í forystu í þessum mikilvæga málaflokki.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar áherslu Íslands á jafnréttismál á alþjóðagrundu. Jafnrétti kynjanna er efnahagslega mikilvægt og þarft áhersluefni en UN WOMEN er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem Ísland leggur mest fé til. Ísland er eina ríki heims sem forgangsraðar stuðningi sínum við stofnanir Sameinuðu þjóðanna á þennan hátt. Væntanleg ráðstefna Íslands og Súrinam er fagnaðarefni þar sem verið er að efla karlmenn til dáða til þátttöku í baráttu fyrir mannréttindum um allan heim.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Áskorun til kaupmanna og neytenda

Deila grein

12/01/2015

Áskorun til kaupmanna og neytenda

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefGleðilegt ár landsmenn allir!

Nú um áramótin urðu miklar breytingar á skattkerfinu sem leiða eiga til lækkunar á vöruverði. Þar er um að ræða hækkun á lægra þrepi VSK úr 7 í 1 1% og lækkun efra þreps úr 25,5 í 24%. Einnig voru öll vörugjöld og sérstakur sykurskattur lögð af. Að auki er svo gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja h’fskjör þeirra sem höllum fæti standa. Samanlagt eiga þessar aðgerðir að hafa áhrif til lækkunar vöruverðs og aukningar kaupmáttar fyrir alla landsmenn.

Árangur aðgerðanna veltur á að kaupmenn og aðrir þeir sem dreifa vöru skili ábatanum að fullu til neytenda. í þessu er falið mikið tækifæri fyrir kaupmenn til að sýna að þeir séu verðugir þess trausts sem þeim er sýnt með því að þeir annist það að koma þessum breytingum að fullu til framkvæmda. Þar verður að viðurkennast að sporin hræða. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar og verðlagsvaktar ASÍ hefur komið fram að styrking krónunnar undanfarin misseri hefur ekki skilað sér inn í vöruverð nema að hluta. Einnig hefur verslunin dregið að skila lækkun opinberra gjalda svo sem lækkun tóbaksgjalds síðasta sumar. Að auki má nefha að síðastliðið sumar þegar stjórnvöld lækkuðu verðtolla og magntolla á innfluttu nautahakkefhi um tvo þriðju (67%) hækkaði nautahakk á íslandi um 15%. Allt eru þetta dæmi sem eiga sér skýringar m.a. í fákeppni sem einkennir íslenskan markað svo og sauðmeinlausum neytendasamtökum sem ekki hafa tekið þátt í opinberri umræðu um verðlagsmál undanfarin misseri svo heitið geti.

Tryggjum jákvæð áhrif skattabreytinganna
Til að tryggja að áhrif aðgerðanna sem gripið hefur verið til nú verði í samræmi við það sem að er stefnt þurfa allir að vera á verði, neytendur, neytendasamtök, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld. Það er á margan hátt erfiðleikum háð. Verðmyndun er ógagnsæ, álagning í landinu er frjáls, verkalýðshreyfingin er eignaraðili að stærstu verslunarkeðjum og eiginleg samkeppni á dagvörumarkaði er varla til. Nú á fyrstu dögum eftir breytingu gjaldanna hafa birst ýmis merki þess að verslunin ætli ekki að grípa tækifærið sem henni er rétt til að bregðast við auknu trausti. Það er miður og hlýtur að kalla á aðgerðir af hálfu neytenda og einnig stjómvalda verði ekki bragarbót hér á. Því skora ég á kaupmenn að sýna nú þegar í verki að þeir ætii sér að bregðast við breyttu skattumhverfi með því að lækka vöruverð í samræmi við breytingamar.

Ég skora einnig á kaupmenn að sýna í verki vilja sinn til að styrking krónunnar skili sér í verði á innfluttum vörum í ríkari mæli en þegar hefur verið gert. Ég skora á neytendasamtökin að reka af sér slyðruorðið og setja nú þegar upp verðvakt í samstarfl við neytendur. Ég skora á alþýðusamtökin að láta ekki eignarhald sitt á verslunarfyrirtækjum trufla sig í að tryggja hlut félagsmanna sinna í bættu skattumhverfl. Síðast en ekki síst skora ég á neytendur að halda vöku sinni. Að halda áfram að deila á samfélagsmiðlum því sem þeim þykir rangt gert líkt og þeir hafa gert nú á fyrstu dögum ársins. Ég skora líka á neytendur að sýna hug sinn í verki t.d. með því að sniðganga þau verslunarfyrirtæki sem ekki bregðast við nýju skattumhverfi með því að lækka verð. Allir sem verða varir við misbresti í framkvæmd breytinganna mega gjaman senda mér tölvupóst á netfangið thorsteinns@althingi.is. Það er sameiginlegt verkefhi okkar allra að tryggja að aðgerðir sem settar eru fram af hálfu stjómvalda til þess að lækka vöruverð í landinu nái takmarki sínu.

Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Afnám verðtryggingar – hvað er að frétta?

Deila grein

12/01/2015

Afnám verðtryggingar – hvað er að frétta?

Silja-Dogg-mynd01-vefEitt af stóru kosningamálunum vorið 2013 var afnám verðtryggingarinnar af neytendalánum. Þingmenn Framsóknar töluðu fyrir afnáminu og lofuðu að beita sér fyrir því ef þeir fengju umboð kjósenda. Flokkurinn vann stórsigur og nú er komið að efndum. Von er á frumvörpum þess efnis á komandi vorþingi.

Beltin, axlaböndin og beri karlinn

Flestir eru sammála um að verðtryggð neytendalán séu ekki sanngjörn viðskiptaaðferð. Það er ekki fullkomlega siðlegt að „meðal Jón“, með enga sérþekkingu á sviði viðskipta, geti tekið slíkt lán þar sem ómögulegt er að átta sig á áhættunni sem í slíkri lántöku felst. Slíkar lánveitingar ættu aðeins að vera í boði fyrir atvinnufjárfesta en ekki fyrir venjulegt launafólk sem einungis er að koma sér þaki yfir höfuðið.

Systurnar; verðtryggingin og verðbólgan

Verðtryggingin hefur einnig neikvæð áhrif á verðbólgumyndun; ýtir undir verðbólguna. Þannig að þeir sem segja að verðtryggingin skipti ekki máli, réttast væri að „afnema“ verðbólgu, hafa rangt fyrir sér því verðbólga og verðtryggingin eru sitt hvor hliðin á sama peningnum. Það er ástæða fyrir því að önnur lönd hafa ekki tekið upp verðtryggð kerfi. Verðtrygging neytendalána er mein sem nauðsynlegt er að uppræta með það að markmiði að skapa heilbrigðara efnahagsumhverfi hér á landi.

Sögulegt samhengi

Rétt er að halda til haga að það var fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins sem verðtryggingu var komið á árið 1979. En á þeim tíma voru bæði laun og lán verðtryggð. Fáum árum síðar voru launin tekin út fyrir sviga þannig að myndin skekktist allverulega, lántakendum í óhag. Ekki þarf að fjölyrða um hversu miklum breytingum íslenskt fjármálakerfið hefur tekið síðustu þrjá áratugina. Fjármálakerfið okkar er enn talsvert óþroskað eins og Hrunið sýndi okkur glögglega. Verðtryggingin er svo sannarlega ein af stóru göllunum og enn erum við að læra á viðskiptasiðferðið sem er heldur skammt á veg komið hjá okkur Íslendingum. Ég vil trúa því að efnhagshrunið og afleiðingar þess hafi kennt okkur eitthvað og aukið vilja til að gera stórtækar breytingar á núverandi lagaumhverfi og hugsunarhætti.

Ferð sem verður að fara

Skýrsla sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar 2014. Meirihluti sérfræðihópsins lagði til að frá og með 1. janúar 2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána, en vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016. Mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytunum þar sem tillögur minni- og meirihluta séfræðingahópsins eru hafðar til grundvallar.

Breytingar til batnaðar

Nú stendur til að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér að óheimilt verði að bjóða verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár og að takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána. Fjármálaráðherra hefur umsjón með þessum hluta verkefnisins. Húsnæðismálaráðherra er falið að auka hvata til töku og veitingar óverðtryggðra lána og forsætisráðherra mun skipa starfshóp um leiðir til að sporna gegn því að sjálfvirkar hækkanir á vöru og þjónustu og tenging ýmissa skammtímasamninga við vísitölu neysluverðs kyndi undir verðbólgu. Að auki mun ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna mun skipa Verðtryggingarvakt sem hefur það hlutverk að tryggja samfellu í framgangi áætlunar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Verðtryggð húsnæðislán hafa verið leiðrétt, mikil vinna hefur farið fram í Velferðarráðuneytinu varðandi breytingar á húsnæðiskerfinu og frumvörp þess efnis verða kynnt á vorþingi. Var einhver að tala um nefndir og engar efndir?

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]