Categories
Greinar

Frumskylda að verja lífskjör almennings

Deila grein

10/06/2015

Frumskylda að verja lífskjör almennings

ÞórunnVilllumFrumskylda stjórnvalda er að verja þjóðarhagsmuni og huga að hagsmunum heildarinnar.

Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn sem þorði að taka afgerandi afstöðu og lýsa því yfir í aðdraganda kosninga að hægt væri að fara þá leið sem boðuð hefur verið við losun hafta. „Ríkið hefur tækin sem þarf til þess að ná þeirri niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir Ísland,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson meðal annars þegar hann svaraði fréttamönnum fyrir kosningar hvers vegna hann gæti einn haldið þessu fram. Enginn annar flokkur taldi sig geta skapað þetta svigrúm.

Afnám hafta er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og lýtur allt að því að gæta hagsmuna íslenskra heimila, verja efnahagslegan stöðugleika og byggja þjóðfélagið upp til framtíðar. Lagður er grunnur að betri afkomu sem hefur víðtæk áhrif án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Bjartari horfur eru framundan.

Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins tók þorri Íslendinga á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingu í framhaldi af því. Þjóðin mun ekki taka á sig frekari byrðar því markmið aðgerða stjórnvalda er að kollsteypan sem hér varð endurtaki sig ekki. Sú kollsteypa er ekki valkostur.

Stöðugleikinn er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ráðist er að rót vandans til verndar raunhagkerfinu og efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Áætlun stjórnvalda nú við losun hafta boðar lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika.

Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur skapa ramma til þess að hægt sé að mæta kröfum íslensku þjóðarinnar. Árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs munu lækka um tugi milljarða króna á ári. Aðgerðirnar eru forsenda þess að hægt verður að losa höftin, skapa svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og tryggja hagsmuni almennings til framtíðar.

Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er í góðum höndum.

Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 10. júní 2015.

Categories
Greinar

Afnám hafta er hafið

Deila grein

09/06/2015

Afnám hafta er hafið

GBSFyrir síðustu kosningar voru tvö af helstu kosningamálum Framsóknarflokksins að leiðrétta fasteignaskuldir heimilanna og aflétta höftum þannig að svigrúm skapaðist til að verja og bæta efnahagslega stöðu landsmanna.

Sigmundur Davíð hefur ætíð haldið því fram að svigrúmið væri til staðar en að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það og ekki gefa neina afslætti. Nú er þetta orðið staðreynd. Ekki er um að ræða 300 milljarða, heldur hátt í 1.000 milljarða króna sem þetta svigrúm mun reynast.

Vandinn í sinni einföldustu mynd er að í slitabúum föllnu fjármálafyrirtækjanna eru gríðarlegar eignir. Þessar eignir vilja eigendur þeirra flytja úr landi í formi gjaldeyris. Á Íslandi er ekki til nægur gjaldeyrir til að þessir 1.200 milljarðar (erlenda snjóhengjan) geti farið úr landi.

Áætlun stjórnvalda tryggir að almenningur á Íslandi og íslensk fyrirtæki munu ekki bera auknar byrðar enda er nóg komið. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir hrun íslensku krónunnar og þar með aðra kollsteypu með auknum byrðum á samfélagið. Áætlunin felur því í sér heildstæðar aðgerðir til að taka á vandanum í áföngum, án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Verið er að leysa risavaxinn vanda sem skapaðist með einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar þegar bankarnir þrír féllu. Það að leysa slíkt er almennt erfitt, hvað þá innan eins minnsta hagkerfis Evrópu. Skuldir fjármálakerfisins eru rót vandans og kölluðu á höftin.

Til að klára þetta mál þurfti kjark, gott fólk og trú á að verkefnið tækist. Það þurfti að horfa út fyrir boxið og á endanum varð til leið sem ekki hefur áður verið farin. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafði trú á verkefninu, skildi mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og nú sjáum við fyrstu skrefin að nýjum tímum tekin.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2015.

Categories
Fréttir

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Deila grein

08/06/2015

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Losun fjármagnshafta er stórt og flókið mál. Hér er málið tekið saman á einfaldan hátt. Samantektin er hvorki ítarleg né tæknileg, en ætti að skýra meginatriði málsins.

Categories
Fréttir

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

Deila grein

08/06/2015

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

losunfjarmagnshaftaÞað er frumskylda stjórnvalda að verja þjóðarhagsmuni. Allar aðgerðir stjórnvalda beinast að þeim aðilum sem áttu verulegan þátt í að skapa þær aðstæður sem ógna efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Með áætlun stjórnvalda er almannahagsmunir varðir, forgangsraðað í þágu raunhagkerfisins og fordæmalaus staða leyst með fordæmalausum aðgerðum og forgangsraðað er í þágu raunhagkerfisins.
Glærur frá kynningarfundi ríkisstjórnarinnar.
 

Categories
Fréttir

„Ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap“

Deila grein

08/06/2015

„Ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap“

Jóhanna María - fyrir vefJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, „Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að tala aðeins um störf þingsins. Ég veit að einhverjir hv. þingmenn eiga eftir að taka ræðu mína inn á sig en ég vona að ég fái tækifæri til að flytja hana án frammíkalla.
Eins og umhverfið hefur verið á þessum vinnustað er það varla orðið boðlegt fyrir fólk að eiga að vinna við það, gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát fyrir þau gildi sem foreldrar mínir sendu mig með út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert, að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki og koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig. Þessi gildi vil ég hafa áfram að leiðarljósi, en því miður gerir hegðun margra hv. þingmanna það mér mjög erfitt fyrir. Ég geri mér ekki miklar vonir um að allt breytist eftir þessa ræðu mína, en ef við eigum að sitja saman í þessum sal verðum við að fara að taka upp betra háttalag. Til að mynda væri það strax til bóta ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap í sinn garð og flokksfélaga frá næstu sessunautum. Ef hv. þingmönnum líkar svona illa við ákveðið fólk, legg ég til að þeir færi það tal inn á þingflokksfundi sína eða bakherbergi í húsinu. Ef þetta væri einhver annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfélaga mína hryggleysingja, lindýr, talibana, dólga og einræðisherra, ef ég mundi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem setur svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengi verið að kalla mig inn á teppið.
Því, herra forseti, legg ég til að hv. þingmenn fari aðeins að skoða gildi sín og mannleg samskipti á þessum vinnustað. Einnig legg ég til að við látum öll af frammíköllum, því að það er jú bara lágmarkskurteisi að grípa ekki frammí fyrir fólki.“

Categories
Fréttir

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

Deila grein

05/06/2015

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

fjola-hrund-ha-upplausnFjóla Hrund Björnsdóttir, alþingismaður, fór yfir hversu verðmæt auðlind ferðaþjónustan væri, á Alþingi í vikunni. Telur hún að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna brýnna verkefna á ferðamannastöðum um land allt muni skipta miklu máli.
„Ferðaþjónustan er gríðarlega verðmæt auðlind sem við verðum að fara varlega höndum um. Mikilvægt er að ferðamaðurinn upplifi þá náttúru sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt,“ sagði Fjóla.
„Til þess að tryggja ánægju og aukinn ferðamannastraum verðum við að bregðast við í takt við aukningu ferðamanna. Mikilvægt er að stýra ferðamönnum um land allt til að forðast þann gífurlega átroðning sem vinsælustu ferðamannastaðirnir verða fyrir ár hvert. Við vitum að ferðamaðurinn kemur hingað til lands í leit að fallegri náttúru og því er mikilvægt að byggja upp gott aðgengi að náttúrunni.“
Ræða Fjólu Hrundar Björnsdóttur:

Categories
Fréttir

Hækkanir á fasteignamarkaði koma verst niður á ungu fólki

Deila grein

05/06/2015

Hækkanir á fasteignamarkaði koma verst niður á ungu fólki

haraldur_SRGBHaraldur Einarsson, alþingismaður, ræddi aðgerðir á húsnæðismarkaði, í störfum þingsins á Alþingi í vikunni. En ríkisstjórnin hefur samþykkt ráðstafanir í tengslum við kjarasamninga, s.s. í skatta-, velferðar- og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála.
Ætlunin er að stuðla að fjölgun ódýrari og hagkvæmari íbúða með því markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum húsnæði til lengri tíma og ráðist í átak um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á tímabilinu 2016–2019.
„Það hefur verið skortur á húsnæði á markaði í talsverðan tíma, sem hefur þær afleiðingar að verð hækkar mikið. Þær verðhækkanir gagnast einungis fagfjárfestum. Hækkanir á fasteignamarkaði koma verst niður á ungu fólki sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið, einnig öllum leigumarkaði því að leiguverð fylgir fjármagnskostnaði. Þess vegna fagna ég því sérstaklega að verið er að fjölga íbúðum á markaði,“ sagði Haraldur.
„Fleira þarf að gera. Byggingarreglugerð þarf að taka til rækilegrar skoðunar. Hún gerir ráð fyrir að minnstu íbúðir geti verið allt að undir 30 fermetrum. Þannig íbúðir eru helst byggðar í fjölbýlishúsum og það þarf að skoða sérstaklega regluverkið, sem er mjög íþyngjandi í kringum íbúðirnar, fyrir utan þessa 30 fermetra. Þá hafa sveitarfélögin mjög mikil áhrif og þar er helst að nefna lóðarverð. Árið 2011 var lóðarverð 4% af byggingarkostnaði, nú er það í kringum 16%. Lóðarverð er grunnur að fasteignamati þannig að sveitarfélögin hafa beinar tekjur af háu lóðarverði. Lóðarverð hefur farið úr 500 þúsund í 5 milljónir á tíu árum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bitnar tvöfalt á neytendum,“ sagði Haraldur að lokum.
Ræða Haraldar Einarssonar:

Categories
Fréttir

„Að reikna barn í konu og úr henni aftur“

Deila grein

03/06/2015

„Að reikna barn í konu og úr henni aftur“

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, hefur orðið á Alþingi í gær: „Virðulegur forseti. Í sögu Davíðs Stefánssonar, Sólon Íslandus, unnu menn sér það til frægðar að reikna barn í konu og úr henni aftur. Þetta rifjaðist upp um helgina þegar ágætur vinur minn og hv. þm. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, fullyrti í fjölmiðlum að tekjuhæsti þriðjungur þjóðarinnar hefði fengið í sinn hlut rúma 50 milljarða út úr skuldaleiðréttingu núverandi ríkisstjórnar. Það er fjarri sanni. Í fyrsta lagi er framsetningin villandi því í útreikningana eru teknir þeir sem eru í hlutastörfum, í námi eða hreinlega ekki á vinnumarkaði þannig að sett er saman í einn pott og reiknað út frá því. Eini raunhæfi samanburðurinn er að skoða tekjudreifingu þeirra 74 þús. aðila sem er með verðtryggð húsnæðislán. Þetta eru þeir sem urðu fyrir forsendubresti.“
Og Karl hélt áfram: „Staðreyndirnar eru þessar: 60% heimila sem fengu leiðréttingu voru með 8 milljónir eða minna í árstekjur, eða sem samsvarar 670 þús. kr. á mánuði. Stærsti hluti leiðréttingarinnar fór til heimila með árstekjur undir 4 millj. kr. Vinstri stjórnin beitt sér fyrir svokallaðri 110%-leið. Þar fengu þeir 1.250 einstaklingar sem mest fengu að meðaltali 21 millj. kr. hver í sinn hlut, 21 milljón. Þeir 1.250 einstaklingar sem fengu mest í aðgerð núverandi ríkisstjórnar fengu að meðaltali 3,5 millj. kr. í sinn hlut. 21 millj. kr. frá fyrri ríkisstjórn, 3,5 millj. kr. frá þessari. Ég ætla ekki einu sinni að tala um þá einstaklinga sem fengu tugmilljónir kr. út úr 110%-leið Steingríms Sigfússonar.“
„Gagnrýni á leiðréttingu núverandi ríkisstjórnar kemur því úr hörðustu átt frá þeim sem settu heimsmet í óréttlæti. Heimsmet í óréttlætri dreifingu fjármuna,“ sagði Karl að lokum.
Ræða Karls Garðarssonar:

Categories
Fréttir

Miðstjórnarfundi frestað

Deila grein

02/06/2015

Miðstjórnarfundi frestað

logo-framsokn-gluggiFyrirhuguðum miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins 12. júní nk. hefur verið frestað.

Categories
Fréttir

Að forgangsraða í þágu innviðanna

Deila grein

01/06/2015

Að forgangsraða í þágu innviðanna

Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, alþingismaður, vakti máls á að allmargir ferðamannastaðir liggji undir skemmdum og því sé fyrirhuguð úthlutun 850 milljóna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum í samræmi við stefnu að forgangsraða í þágu innviðanna. Þetta kom fram á Alþingi í liðinni viku.
„Þeir þingmenn sem hafa fylgst með fjárlagaumræðunni vita að ég er mikill talsmaður þess að fjáraukalögin séu notuð í lágmarki, en þær breytingar sem hafa verið kynntar núna snúa að því að ríkisstjórnin stendur við þá stefnu að forgangsraða í þágu innviðanna. Flestir ættu að vita að viðkvæmir ferðamannastaðir liggja undir skemmdum þannig að ég tel að þessu fjármagni sé vel ráðstafað. Við vitum alveg hvers vegna þetta er til komið núna, það er vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag í þinginu um afgreiðslu um frumvarp um náttúrupassa,“ sagði Vigdís.
„Varðandi fjármagn til Vegagerðarinnar þá fagna ég því mjög því að ástand vegakerfis landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum, því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli 2. og 3. umr. í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir.“
Ræða Vigdísar Hauksdóttur: