Categories
Fréttir

Eigum að leyfa okkur að gleðjast

Deila grein

22/11/2014

Eigum að leyfa okkur að gleðjast

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefur lokið ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknar á Hornafirði. Kom hann víða víð í ræðunni. Fagnaði hann að núna einu og hálfu ári eftir að miðstjórn flokksins samþykkti stjórnarsáttmála og ríkisstjórnarsamstarf í maí 2013 hafi orðið algjör viðsnúningur á fjölmörgum sviðum. Þetta mun gera svo mikið betur kleift að leysa úr þeim vanda sem eftir stendur og bæta hag allra í íslensku samfélagi.

„Á innan við einu og hálfu ári er skuldaleiðréttingin komin til framkvæmda. Mál sem við framsóknarmenn höfum barist fyrir frá því í upphafi árs 2009. Mál sem við töldum svo mikilvægt að við vorum reiðubúin til að gefa öðrum flokkum tækifæri til að stjórna í minnihlutastjórn gegn því skilyrði að ráðist yrði í aðgerðina.“
Fór Sigmundur Davíð yfir að með hjálp góðra manna hafi tekist „að gera það besta úr stöðu sem hafði virst nánast vonlaus“. Sagði Sigmundur Davíð að með því hafi verð staðið að öllu leiti við fyrirheit sem gefin voru fyrir síðustu kosningar. Minnti hann á að andstæðingarnir hafi kallað það „stærsta kosningaloforð allra tíma“.
Sigmundur Davíð sagði að næstu dagar muni að mestu snúast um fjárlagavinnuna sem nú er í fullum gangi. „Við erum að komast í stöðu til að bæta í og halda áfram endurreisn heilbrigðiskerfisins. Það er þó mikilvægt að ekki gleymist í þeirri umræðu allri að þótt Landsspítalinn sé gríðarlega mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu er hann ekki heilbrigðiskerfið allt.“
Framlög til Landsspítalans á næsta ári verða þau mestu frá 2008, ekki aðeins í krónutölu heldur að raunvirði, á föstu verðlagi.
Stendur vinna yfir við fjárlög ársins 2015 á Alþingi og eftir helgi verða kynntar tillögur um breytingar vegna annarrar umræðu fjárlaga. Sagði Sigmdundur Davíð að þar væri að vænta góðra frétta og ekki bara á sviði heilbrigðismála. Agi er ný ríkisstjórn innleiddi í ríkisfjármálunum sé þegar byrjaður að skila sér.
Ríkið skuldar um 1.500 milljarða króna
„Árlegar vaxtagreiðslur hafa numið um það bil tvöföldum rekstrarkostnaði Landsspítalans undanfarin ár. Það er því augljóst að á þessum vanda verður að vinna og það er gert annars vegar með því að greiða niður skuldir og hins vegar með því að lækka vextina á þeim skuldum sem eftir standa“, sagði Sigmundur Davíð.
Breytingar á virðisaukaskattskerfinu
„Öll þekkjum við umræðuna um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og allir höfum við, framsóknarmenn, viljað fá vissu fyrir því að þær breytingar sem ráðist verður í muni örugglega bæta stöðu almennings, sérstaklega fólks með tekjur undir meðaltali, sagði Sigmundur Davíð og hélt áfram, “skattkerfisbreytingum var ætlað að draga úr skattaundanskotum ekki hvað síst í virðisaukaskattskerfinu með því að, fækka undanþágum, leysa úr flækjum og minnka bilið milli skattþrepa“.
hofn-midstjfundur„Við framsóknarmenn settum það sem skilyrði að tryggt yrði að afleiðingin af aðgerðunum yrði sú að verðlag í landinu myndi lækka“, sagði Sigmundur Davíð.
„Þegar allt er talið á matvælaverð ekki að hækka vegna breytinganna um nema í mesta lagi um 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauðsynleg lyf alveg sérstaklega. Heildaráhrif breytinganna þýða að neysluskattar lækka verulega og, það sem er mikilvægast, áhrifin verða mest hjá þeim tekjulægstu.“
„Takist okkur svo að varðveita verðlagsstöðugleikann með kaupmáttarsamningum á vinnumarkaði getur kaupmáttur haldið áfram að vaxa hraðar á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og við tryggt að jöfnuður verði áfram einhver sá mesti í Evrópu en nú er Ísland það land þar sem fæstir eru undir lágtekjumörkum eða 12,7% en meðaltalið í Evrópusambandinu er 25%“, sagði Sigmundur Davíð.
„Búast má við mikilli uppbyggingu iðnaðar víða um land, íslenskur sjávarútvegur skilar nú meiri verðmætum til samfélagsins en nokkurn tímann áður og nýjum lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að veita greininni stöðugleika og virkja nýsköpunarmöguleika í sjávarútvegi en um leið tryggja hámarks samfélagslegan ávinning.
Landbúnaður, atvinnugrein framtíðarinnar eins og menn eru nú farnir að kalla það, getur vaxið mikið á komandi árum og aukin áhersla á rannsóknir og vísindi auk nýrra hvata mun gera það að verkum að enn fleiri nýsköpunarfyrirtæki munu spretta upp á Íslandi en á undanförnum árum.“
Það skiptir máli hverjir fara með stjórnvöldin og með stefnumótun Framsóknar á síðasta flokksþingi hefur náðst ótrúlegur viðsnúningur.
„Við vitum öll að það er gríðarlega mikið verk óunnið. Við vitum að margt fólk stendur enn höllum fæti í íslensku samfélagi og við vitum að kjörin þurfa að batna meira“, sagði Sigmundur Davíð.
Að lokum sagði Sigmundur Davíð að: „hvers konar árangri er hægt að ná með trúa því að við séum í aðstöðu til að ná lengra, trúa því hægt sé að gera betur. Þess vegna getum við leyft okkur að vera enn bjartsýnni á framhaldið en við vorum fyrir einu og hálfu ári síðan og þess vegna eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Framsókn Ísland er frábært land, íslenska þjóðin er frábær þjóð og ef hún hefur trú á sér og því að framtíðin á Íslandi verði enn betri“.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Skrifstofa Framsóknar lokuð í dag, föstudag

Deila grein

21/11/2014

Skrifstofa Framsóknar lokuð í dag, föstudag

logo-framsokn-gluggiSkrifstofa Framsóknar verður lokuð í dag, föstudag, vegna fundar miðstjórnar flokksins á Hornafirði. Vöfflukaffi skrifstofu mun því falla niður í dag.

*****

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

haldinn 21.-22. nóvember 2014 í Nýheimun á Hornafirði

Drög að dagskrá:

Föstudagur 21. nóvember 2014
18.30  Setning
18.35  Kosning embættismanna
18.40   Skýrsla landsstjórnar, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður landsstjórnar
18.55  Skýrsla málefnanefndar
19:05  Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar
19.15  Kynning á hópastarfi – málefnaundirbúningur fyrir flokksþing
20.15  Fundi frestað til næsta dags
20.30  Kvöldverður
 
Laugardagur 22. nóvember 2014
09.15  Hópastarf, framhald
11.30  Hópar ljúka starfi
11.45  Matarhlé
13.00   Ræða formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra
13.45  Almennar umræður
16.00  Boðun reglulegs flokksþings, sbr. gr. 9.1 í lögum flokksins
16.15  Kosið í fastanefndir miðstjórnar:
a)    Fjóra fulltrúa í málefnanefnd og tvo til vara
b)    Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd og tvo til vara
16.30  Niðurstöður hópastarfs kynntar
17.00  Önnur mál – fundarslit
20:30  Kvöldverðarhóf
*****
Samkvæmt lögum flokksins skal á haustfundi taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu.
Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.
Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið: framsokn@framsokn.is.
*****
Gisting og málsverðir á Hótel Höfn:
HÓTEL HÖFN – sími: 478 1240 – netfang: info@hotelhofn.is

  • Eins manns með morgunverði kr. 15.200,-
  • Tveggjamanna með morgunverði kr. 20.300,-

Sértilboð – tvær nætur fyrir eina.
Föstudagskvöld tvær tegundir af pottréttum kr. 2.200,-
Laugardagur hádegi, saltfiskur að spænskum hætti kr. 1.950,-
Laugardagskvöld, í forrétt er humarsúpa, í aðalrétt er lambafille með soðsósu og rótargrænmeti og í eftirrétt frönsk súkkulaðikaka, kr. 6.500,-
Það verður langferðabílar frá Reykjavík, en verðið pr./mann er ekki enn ljóst.
*****
Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.
Nánari tilhögun verður kynnt síðar en miðstjórnarfulltrúar eru beðnir að taka dagana frá.
Frekari upplýsingar um miðstjórn flokksins má nálgast hér.
*****
Staðsetning Hótels Hafnar og Nýheima:
NyheimaraHofn
*****
Framsóknarflokkurinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin

Deila grein

21/11/2014

Heimilin njóta leiðréttingar höfuðstóls íbúðarlána næstu 20-30 árin

Líneik Anna SævarsdóttirKarl GarðarssonSkuldaleiðréttingin er bæði fjárhagsleg og mórölsk viðurkenning á því að forsendubrestur varð í hruninu árið 2008. Viðurkenning á því að það sé sanngirnismál að koma til móts við þann stóra hóp sem sat eftir í 110% leið fyrrverandi ríkisstjórnar. Viðurkenning á því að stór hópur fólks sem ætíð hafði verið varkárt í lántökum og gætt þess að sýna ábyrgð í fjármálum átti líka rétt.

Leiðréttingin er almenn efnahagsaðgerð, sem í stuttu máli felst í að skattur sem lagður er á fjármálafyrirtæki er notaður til að leiðrétta verðtryggð íbúðalán. Þótt efnahagslegu rökin fyrir aðgerðinni séu sterk vega rök um jafnræði, réttlæti og sanngirni líka þungt og hafa afgerandi áhrif á framkvæmdina.

Verkefnið er eitt af mörgum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vinnur að til að endurreisa hagkerfið – þar sem heimilin eru undirstaðan. Þannig er verkefnið liður í undirbúningi aðgerða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, endurskipulagningu húsnæðiskerfisins, endurbætur á menntakerfinu og afnám gjaldeyrishafta, svo fátt eitt sé nefnt.

Jöfnun milli tekjuhópa einkennir leiðréttinguna, í raun á sér stað tilfærsla frá tekjuhærri hópum til tekjulægri. Eftir þessa aðgerð fjölgar líka þeim sem eiga meira en þeir skulda.

Veruleg áhrif til lækkunar
Í umræðunni hefur verið einblínt á áhrif leiðréttingar á mánaðarlega greiðslubyrði en minna hefur verið fjallað um áhrif lækkunar höfuðstóls á fjárhag heimila til lengri tíma. Heildargreiðslur af láni skipta ekki síður máli en greiðslubyrði á mánuði. Leiðréttingin getur lækkað heildargreiðslur af fasteignaláninu um margar milljónir vegna minni áhrifa vaxtavaxta út lánstímann. Mest lækkun á heildargreiðslum verður á nýlegum lánum, enda lengri tími eftir af endurgreiðslum og því meiri vextir og verðbætur sem eiga eftir að bætast við. Ef verðbólga fer upp á við á lánstímanum verður þessi lækkun á heildargreiðslu enn meiri í krónum talið.

Það sama á við ef leiðréttingunni, eða hluta hennar, er ráðstafað inn á þann hluta láns sem stendur á greiðslujöfnunarreikningi. Þá hefur hún ekki áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði en veruleg á áhrif til lækkunar heildargreiðsla.

Að nýta séreignarsparnað til greiðslu inn á lán getur verið skynsamleg leið til sparnaðar og hún getur líka nýst ungu fólki vel til að safna skattfrjálst fyrir fyrstu útborgun til húsnæðiskaupa.
Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20% hjá þeim heimilum sem fá skuldaleiðréttingu og nýta sér séreignarsparnað til að greiða niður lán. Þessi lækkun getur haft áhrif á heimilisreksturinn næstu 20-30 árin.

Líneik Anna Sævarsdóttir og Karl Garðsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hverjir fá?

Deila grein

19/11/2014

Hverjir fá?

willum-þorunn-þorsteinnFjölmörg heimili fá nú leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum. Markmiðið er að skila til baka því „tjóni“ sem heimilin urðu fyrir og færa lánin í þá stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu þeirra í uppnám á árunum 2008 og 2009. Einungis 10% íslenskra heimila nutu 110% leiðar fyrri ríkisstjórnar eða um sjö þúsund heimili og 1% þeirra fékk helminginn af niðurfærslunni. Þau heimili sem voru með gengistryggð lán fengu leiðréttingu í gegnum dómstóla en heimili með verðtryggð húsnæðislán sátu eftir.

Hversu margir fá?
Niðurstaðan nú er sú að yfir 90.000 manns fá leiðréttingu og enn getur bæst í hópinn. Ef við tökum með þá sem nýta sér að auki séreignarsparnaðarleiðina njóta yfir 120.000 einstaklingar aðgerðanna og geta náð allt að 20% leiðréttingu eða því sem nemur allri óvæntri verðbólgu á umræddu tímabili umfram 4%, sem eru eftir vikmörk Seðlabankans.

Hvert fer leiðréttingin?
Meðaltal leiðréttingar á umsækjanda er 1.350 þúsund krónur og tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1.400 þúsund krónur og 800 þúsund krónur fara til einstaklinga. Meirihluti leiðréttingarinnar fer sannarlega til fólks sem hefur meðaltekjur eða þaðan af minna. Einstaklingur með 330 þúsund í mánaðartekjur er tíðasta gildi leiðréttingarinnar. Til samanburðar er vert að geta þess að meðal heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2013 voru 526.000 krónur. Rúmlega helmingur leiðréttingarinnar rennur til einstaklinga sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimila sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé. Einstaklingar sem skulda minna er 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir króna fá 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar

Áhrif leiðréttingarinnar?
Tökum dæmi af heimili sem tekur 15 milljóna króna lán til 40 ára á 4,15% vöxtum og meðalverðbólgan á tímabilinu er 6%. Fjölskyldan mun þurfa að greiða 22 milljónum króna minna þegar upp er staðið. Þessir peningar fara ekki til bankanna heldur nýtast fjölskyldunni beint í daglegu lífi. Ráðstöfunartekjur heimilanna aukast og viðnámsþróttur þeirra eykst. Minni skuldsetning heimila eflir allt hagkerfið.

Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Leiðrétting – hverjir borga fyrir hvern?

Deila grein

19/11/2014

Leiðrétting – hverjir borga fyrir hvern?

ásmundur_Srgb_fyrir_vefÞað er full ástæða til að fagna því að höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar tugþúsundum heimila leiðréttingu á húsnæðisskuldum. Leiðréttingu sem er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla undanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum föllnu bankanna. Núverandi ríkisstjórn er því að skattleggja þrotabú erlendra kröfuhafa og vogunarsjóða til að leiðrétta skuldir almennings. Fyrrverandi ríkisstjórn reyndi hinsvegar í þrígang að skattleggja heimili landsins til að greiða erlendum kröfuhöfum (Icesave).

Fyrri ríkisstjórn – Ekki meira fyrir skuldsett heimili!

Fyrri ríkisstjórn tók meðvitaða ákvörðun um að gera ekki meira fyrir skuldsett heimili. Þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sagði 2. desember 2010 orðrétt„Við erum búin að ganga eins langt og við mögulega getum,“ og sagði svo jafnframt: „ Ég verð að segja það að það er ekki hægt að vænta þess að við komum með fleiri aðgerðir“.

Því hefur líka verið ranglega haldið fram að sú almenna leiðrétting sem núverandi ríkisstjórn ákvað að ráðast í renni mest til hátekjufólks. Staðreyndin er að stærstur hluti leiðréttingarinnar nú rennur til fólks með meðal og lægri tekjur. Hinsvegar nýttist 110%-leið fyrri ríkisstjórnar aðallega tekjuhæstu heimilunum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili  fengu hvert yfir 15 mkr niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum tekjuhæsta hluta þjóðarinnar.

Núverandi ríkisstjórn hlífir ekki þrotabúum föllnu bankanna

Ólíkt fyrri ríkisstjórn þá tók þessi ríkisstjórn ákvörðun um afnema undanþágu þrotabúa föllnu bankanna og þar með erlendra vogunarsjóði frá skatti upp á tugi milljarða. Því hefur stundum verið haldið fram af stjórnarandstöðunni að eignarsafn þrotabúanna hafi ekki verið orðið nægilega skýrt í upphafi síðasta kjörtímabils þannig að hægt væri að skattleggja þau. Það kann að vera að það hafi verið raunin árið 2009 og jafnvel 2010. En hvað með 2011, 2012 svo ekki sé talað um árið 2013? Í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi um síðustu helgi staðfesti Guðbjartur Hannesson, sem á síðasta kjörtímabili var hluti af ráðherraliði Samfylkingarinnar, að það hafi verið hægt að skattleggja þrotabúin í lok síðasta kjörtímabils en ákvörðun hafi verið tekin um að gera það ekki.

Það er því staðfest að fyrrverandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að gera ekki meira fyrir skuldsett heimili samhliða því að slá „skjaldborg“ um erlenda vogunarsjóði og hlífa þeim við eðlilegri skattheimtu. Núverandi ríkisstjórn hefur hinsvegar þá stefnu að setja almenning í fyrsta sæti og því var tekin meðvituð ákvörðun um að skattleggja þrotabú föllnu bankanna og ráðast í almennar leiðréttingar á verðtryggðum lánum heimilanna.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

19/11/2014

B – hliðin

Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður í Norðausturkjördæmi sýnir okkur B – hliðina að þessu sinni: „Það stekkur enginn hærra en hann hugsar“.
Fullt nafn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
Gælunafn: Líkar best þegar ég er kölluð Líneik Anna – sumir í fjölskyldunni hafa þó leyfi til að kalla mig Issu en það er gælunafn sem varð til þegar Helga litla systir mín reyndi að segja systir.
Aldur: Ný orðin 50 ára.
Hjúskaparstaða?  Hef verið gift Magnúsi Ásgrímssyni í næstum aldarfjórðung.
Börn? Fjögur snjöll börn – hvert á sinn hátt.
Hvernig síma áttu? Samsung eitthvað … .
Uppáhaldssjónvarpsefni? Hef aldrei horft mikið á sjónvarp og það er langt síðan ég hef fylgst með framhaldsþætti en horfi á oft á fréttaþætti og vandaða náttúrulífsþætti og hef gaman af íslensku efni eins og orðbragði og útsvari og þá finnst mér þjóðfélagsgagnrýnin í áramótaskaupinu algjörlega nauðsynleg.
Uppáhalds vefsíður: Austurfrétt og Baggalútur.
Besta bíómyndin? Finnst bókin oftast betri, hef samt alltaf gaman að því að fara í bíó og besta myndin er sú sem hæfir skapi mínu þann daginn.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Hef gaman af allaveg tónlist en ég vel sjaldan tónlist sjálf, hlusta frekar á það sem aðrir velja.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allt of margt, skötuselur og lambakjöt klikka aldrei.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eitthvað með Queen.
Ertu hjátrúarfull? Held ekki.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Foreldrar mínir og kennarar.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Ýmsar snjallar konur og menn, út um allt – finnst mikilvægt að reyna að læra af sem fjölbreyttumst hópi fólks.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Valgerður Gunnarsdóttir og Haraldur Einarsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Lestur og allskonar útivist, gönguferðir, fjallgöngur og smalamennskur.
Besti vinurinn í vinnunni? Engin spurning að það er Þórunn hinn Austfirðingurinn á þingi, þekktumst ekki nema af afspurn þar til í nóvember 2012 en eftir að hafa ferðast fleiri km saman í vinnunni er vináttan orðin býsna þétt.
Helsta afrekið hingað til? Að ganga með tvíbura og koma þeim í heiminn.
Uppáhalds manneskjan? Maggi minn.
Besti skyndibitinn? Sushi.
Það sem þú borðar alls ekki? Fiskbúðingur úr dós.
Lífsmottóið? Reyna að hlusta fyrst.
Þetta að lokum: „Það stekkur enginn hærra en hann hugsar“.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi: Vinnubrögðin betri og umræðan opnari

Deila grein

19/11/2014

Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi: Vinnubrögðin betri og umræðan opnari

sigrunmagnusdottir-vefmyndÞað gerðist í fyrsta sinn við síðustu kosningar til Alþingis að kona á eftirlaunaaldri náði kjöri.  Sú heitir Sigrún Magnúsdóttir og er formaður þingflokks Framsóknarflokksins.   Hún varð sjötug í sumar og fór í fyrsta sinn í framboð til sveitarstjórnar árið 1970, þá á Bíldudal eða fyrir 44 árum.  Hún var lengi formaður borgarráðs í Reykjavík og m.a. fyrsti oddviti R-listans þegar hann bauð fram í borginni.  Þegar síðast var kosið til Alþingis var Sigrún í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.   „Það segir sig sjálft að maður þarf að hafa brennandi áhuga á félagsmálum til að nenna þessu svona lengi og hafa drifkraft til að vilja ná fram breytingum og vera ekki bara áhorfandi“, segir Sigrún aðspurð um hvað valdi þessari elju í stjórnmálastarfi.
Það vakti athygli þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í haust að hann nefndi sérstaklega að eitt af stærri verkefnum ríkisvaldsins á næstunni væri að mæta fjölgun eldri borgara á næstu árum.  Þessi fjölgun kallar á að meiri peningum verði varið í heilbrigðiskerfið, bæði í þjónustu og nýbyggingar og þá er einnig horft til þess að reynt verði að nýta velferðartækni og heimaþjónstu til að gera öldruðum kleift að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er.  Enn eitt sem rætt er um að þurfi að gerast, er að hækka lífeyristökualdurinn og Sigrún segir að um það hafi m.a. verið rætt innan þingflokksins.  „Við höfum rætt það óformlega og þá einkum í tengslum við vinnu nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins.   Ég lít á það sem okkar okkar helsta verkefni að gæta að því að öryggisnet sé til staðar fyrir alla.  Sem betur fer eru margir eldri borgarar sem hafa það ágætt. En við þurfum að gæta þess að enginn verði útundan, það er okkar hlutverk“ segir Sigrún.  Hún vill líka að fólk átti sig á þeirri breytingu sem orðið hefur á vinnubrögðum í þinginu.  „Hér áður fyrr var fjárlagafrumvarpið lagt fram í október og tekjuhlið þess, svokallaður bandormur, kom ekki fram fyrr en í desember.  Þá voru stjórnarflokkar gjarnan að takast á um tekjuhliðina sín á milli á bak við tjöldin þar til tekjuhliðin var lögð fram.  Nú er þessi umræða fyrir opnum tjöldum og aldrei fyrr hefur fjárlagafrumvarpið ásamt tekjuhlið þess verið lagt svona snemma fram.  Nú getur farið fram almenn umræða í samfélaginu um hvernig eigi t.d. að afla tekna  og hvað séu brýn mál og hvað ekki.  Samtök eins og LEB hafa meira tækifæri til að rýna í frumvarpið og gera við það athugasemdir og koma með ábendingar.  Þetta er af hinu góða.  Sem stjórnarþingmanni finnst manni samt ókostur að hafa ekki lengri tíma en raunin er til að skoða frumvarpið áður en það fer í opinbera umfjöllun.  Núna verðum við að gera það á sama tíma og aðrir.  Nú er unnið á fullu hér í þinginu í fjárlagafrumvarpinu og margt að gerast sem haft getur áhrif á endanlega niðurstöðu, eins og ný hagvaxtarspá, atvinnuleysistölur og fleira.  Ég vona að LEB og aðrir trúi því að við vinnum hér af heilindum og reynum að grannskoða hvaða svigrúm við höfum og í hvað eigi að setja peningana sem til eru.  Við ætlum hins vegar ekki að hvika frá meginmarkmiðinu sem er að ríkissjóður skuli rekinn með afgangi.“
Sigrún segir að nú liggi fyrir tillaga að enn breyttari vinnulagi við fjárlagagerðina.  Nái hún fram að ganga, muni Alþingi strax á vori fari yfir og ákveða  hver verði áherslumálin við næstu fjárlagagerð.
Hún minnir líka á að stjórnvöld hafi gert vel fyrir ári síðan að afturkalla skerðinguna sem sett var á örorku- og ellilífeyri árið 2009 og auka við fjármagn til málefna eldri borgara.  Það hafi verið algjört forgangsatriði nýrrar ríkisstjórnar að ganga í það sem allra fyrst.
Eigum að nýta sérstöðu Íslands
Sigrún hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma, svo sem á sviði ALS/MND-sjúkdómsins.  Í tillögunni segir að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um að vísindasamfélagið á Íslandi fái nauðsynlega aðstoð við að afla styrkja til að fjármagna rannsóknir á taugasjúkdómum, einnig frá alþjóðasamfélaginu.  „Þetta er mikið áhugamál mitt.  Ég held við Íslendingar gætum nýtt sérstöðu okkar í þessum málum og svona klasi gæti orðið árangursríkur rétt eins og við höfum séð í öðrum greinum eins og varðandi nýtingu jarðvarma og í sjávarútvegi.  Um leið og þjóðin eldist þá verður æ mikilvægara að efla þessar rannsóknir.  Eldri borgurum er að fjölga gríðarlega um heim allan og eitt stærsta vandamálið er heilahrörnun.  Við sjáum að þetta er víða í umræðunni erlendis og nýverið voru nóbelsverðlaun í læknavísindum veitt þeim sem höfðu náð merkum árangri í rannsóknum á heilanum.“  Í greinargerð með tillögu Sigrúnar segi m.a. að  Ísland henti sérstaklega vel sem miðstöð rannsókna á sviði taugavísinda þar sem þjóðin er fámenn, ættartengsl ljósari en hjá flestum öðrum þjóðum og veruleg vísindaþekking er til staðar.
Eldri borgarar mættu vera virkari í stjórnmálum
Sigrún segist hafa gert sína áætlanir um ellina.  Hún skellti sér í háskólanám og nam þjóðfræði og borgarfræði.  Námið hyggst hún nýta sér til ritstarfa einshvers konar, að skrifa sögur eða bækur þegar tími vinnst til.  Hún er samt enn afar virk félagslega eins og hún segir sjálf og gæti ekki hugsað sér annað en að hafa nóg fyrir stafni.  „Við eldri borgarar þurfum ekkert að verða löt þótt árin verði 60 eða 70.  Viðhorfið finnst mér stundum vera þannig að fólk ætlist til að aðrir sinni störfunum sem þarf að vinna og vilji heldur vera þiggjendur.  En það þarf að berjast fyrir öllu í þessu lífi og það er líka gefandi og skemmtilegt.  Þessi fjölmenni og stækkandi hópur þarf að gera sig meira gildandi.  Lífaldur fólks hækkar stöðugt og heilsan er mun betri en áður var.  Þetta veldur því að samfélagið einfaldlega þarfnast krafta eldra fólks í ríkara mæli.“
Viðtalið birtist í Tímariti Landssambands eldri borgara 2014
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Eigið fé í kringum núll

Deila grein

19/11/2014

Eigið fé í kringum núll

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefUm leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu.
Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll.

Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri.

Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir.

Gíslataka leiðréttingar
Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu.

Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé.

Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn.

Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé.

Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Glaðar þingkonur Framsóknar á Alþingi í dag!

Deila grein

18/11/2014

Glaðar þingkonur Framsóknar á Alþingi í dag!

Það voru glaðar Framsóknarkonur á Alþingi er móðir Þórunnar Egilsdóttur kom færandi hendi með trefla handa þingkonum flokksins.
photo
Á myndinni eru frá vinstri: Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Leiðréttingin í höfn

Deila grein

18/11/2014

Leiðréttingin í höfn

Elsa-Lara-mynd01-vefurÞingmenn Framsóknarflokksins hafa frá hruni, barist fyrir bættum hag heimilanna. Framsóknarflokkurinn varði myndun minnihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn vantrausti, vorið 2009. Með þeim skilmálum að unnið yrði að því að færa til baka þann forsendubrest sem varð á verðtryggðum húsnæðislánum. Framsóknaflokkurinn lagði á þeim tíma til 20 % niðurfærslu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum. Skemmst er frá því að segja að sú aðgerð náði ekki fram að ganga. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kenndi sig við réttlæti og jöfnuð, hlustaði ekki. Taldi sig ekki geta komið fram með almenna aðgerð til hjálpar heimilum landsins. Síðan þá hafa þingmenn Framsóknarflokksins komið fram með tillögurnar Þjóðarsátt árið 2010 og Plan B haustið 2011. Í kosningabaráttunni árið 2013 setti Framsóknarflokkurinn heimilin í forgang, töluðu um almenna skuldaleiðréttingaaðgerð og afnám verðtryggingar. Flokkurinn er nú komin í ríkisstjórn og lætur verkin tala. Nú, aðeins einu og hálfu ári eftir kosningar er leiðréttingin í höfn.

Niðurstöður birtar

Þann 11. nóvember fengu um 90 % þeirra er sóttu um leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum, niðurstöðurnar birtar inni á vefnum leiðrétting.is. Unnið er hörðum höndum við útreikning þeirra lána sem eftir eru og áætlað er að niðurstöður muni birtast á næstu 2 – 3 vikum.

Leiðréttingin, tvær aðgerðir

Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir. 80 milljarða króna leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi og skiptir láninu niður í frumlán og leiðréttingalán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlánið fellur niður á einungis rúmu ári. Það er styttri tími en áætlað var. Ástæða þess að ákveðið var að stytta tímann var að minnka vaxtakostnað til fjármálastofnanna og setja meira til heimilanna. Það er afar jákvætt.  Hinn hluti leiðréttingarinnar eru 70 milljarðar sem fara í skattleysi séreignasparnaðs við inngreiðslu á höfuðstól lána.

Leiðréttingin nær til 91 þúsund einstaklinga í gegnum beina niðurfellingu. Meðal fjárhæð leiðréttingarinnar er 1,350,000 krónur. Meðal fjárhæð fyrir hjón er 1,510,000 krónur. Hver einstaklingur fær að jafnaði 1,100,000 krónur.

Einstaklingar með 330 þúsund á mánuði og hjón þar sem hvort fyrir sig hefur 450 þúsund í mánaðarlaun, er tíðasta gildið í leiðréttingunni. Meðalheildarlaun á mánuði á Íslandi eru 520 þúsund krónur.

Forsendubresturinn leiðréttur
80 milljarða króna leiðréttingin leiðréttir forsendubrest umfram 5,8 %. Skattfrelsi við innborgum séreignasparnaðar á höfuðstól, það eru 20 milljarðar af þeim 70 færa viðmið leiðréttingarinnar niður í 4 % verðbólgu yfir viðmiðunartímabilið við fullnýtingu leiðréttingar. Framlag ríkisins til leiðréttingarinnar leiðréttir því alla verðbólgu áranna 2008 – 2009 yfir 4 %. Inngreiðslur séreignasparnaðar eru hreint viðbót við það.

Fjármagnað í gegnum bankaskatt

Beina leiðréttingin, það eru 80 milljarðarnir koma frá þrotabúum gömlu bankanna. Undanþága slitabúa gömlu bankanna frá skattheimtu var afnumin þannig að hægt væri að sækja peninga beint til kröfuhafanna sem eiga þrotabúin. Um er að ræða nýjan tekjustofn þar sem ríkissjóður hefur eingöngu milligöngu. Ánægjulegt er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sýni kjark og þor í þessum efnum. Kominn var tími til að þær fjármálastofnanir sem fóru ógætilega, séu krafðar til þess að koma á móts við heimili landsins og skila hluta skaðans til baka.

Fleiri aðgerðir væntanlegar

Leiðréttingin, það að leiðrétta verðtryggð húsnæðslán, er eingöngu einn liður af 10 úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Aðgerðaáætlunin tekur jafnframt á öðrum mikilvægum þáttum eins og t.d. leigumarkaðnum og verðtryggingunni. Á næstu vikum koma frumvörp inn í þingið er varða leigumarkaðinn. Taka þau til þátta eins og húsnæðisbóta sem er jöfnun á stuðningi við þá sem eiga og leigja húsnæði. Uppbyggingu leigufélaga, framboðs og leiguhúsnæðis og lækkun leigugjalda.

Verðtryggingavaktin hefur verið sett á fót. Tilgangur hennar er að tryggja samfellu í framgangi áætlunar um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Frumvörp er varða afnám verðtryggingar verða lögð fram á vorþingi.

Óhætt er að segja að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, standi með heimilum landsins.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 18. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.