Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

Deila grein

10/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

elin_r_lindalAðalfundur Framsóknarfélags Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 7. apríl B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í sveitarfélaginu. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann, Ingimar Sigurðsson, bóndi, er öðru sæti og Valdimar Gunnlaugsson, stuðningsfulltrúi, í því þriðja.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Elín R Líndal, Lækjamóti, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Ingimar Sigurðsson, Kjörseyri, bóndi
  3. Valdimar Gunnlaugsson, Hvammstanga, stuðningsfulltrúi
  4. Sigríður Elva Ársælsdóttir, Hvammstanga, félagsliði
  5. Gerður Rósa Sigurðardóttir, Hvammstanga, tamningamaður og leiðbeinandi á leikskóla
  6. Sigtryggur Sigurvaldason, Litlu-Ásgeirsá, bóndi
  7. Sigurður Kjartansson, Hlaðhamri, bóndi
  8. Sigrún Waage, Bjargi, bóndi og bókari skólabúða á Reykjaskóla
  9. Ragnar Smári Helgason, Lindarbergi, viðskiptafræðingur og bóndi
  10. Anna Birna Þorsteinsdóttir, Þórukoti, veitingastjóri
  11. Guðmundur Ísfeld, Syðri-Jaðri, handverksbóndi
  12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, Hvammstanga, leiðbeinandi á leikskóla
  13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Hvammstanga, grunnskólakennari
  14. Þorleifur Karl Eggertsson, Hvammstanga, símsmiður

Á listanum eru 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn hlut tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ferðamannastaðir

Deila grein

09/04/2014

Ferðamannastaðir

haraldur_SRGB_fyrir_vefSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Um þessar mundir er unnið að frumvarpi um áætlunina í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins.

Í fyrsta sinn hér á landi er unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort á skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti.

Samkvæmt útfærslunni færi úthlutun á fjármagni til ferðamannastaða í gegnum stýrihóp sem hefði umsjón með gerð tólf ára stefnumarkandi áætlunar en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir. Einnig verði settur á fót samráðshópur, þar sem hagsmunaaðilar eigi sæti, sem vinni með stýrihópnum. Stýrihópurinn leggi tillögur sínar að tólf ára áætluninni á þriggja ára fresti fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra sem legði þær fram á Alþingi í formi þingsályktunar í samráði við ráðherra ferðamála.

Stýrihópurinn hefði endanlegt vald um gerð þriggja ára verkefnaáætlunarinnar sem úthluti fjármagni sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.

Áhyggjur fólks hafa að einhverju leyti snúist um hverjir fái aðkomu að sjóðnum þegar gjaldtakan hefst og úthlutun á fjármagninu. Samkvæmt útfærslunni er áhersla lögð á víðtækt samráð við gerð framkvæmdaáætlunar og verkefnaáætlana þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga, ferðaþjónustunnar, landeigenda, opinberra stofnana, háskóla, frjálsra félagasamtaka og hagsmunasamtaka auk ráðuneyta umhverfismála, ferðamála og fjármála.

Hér er um ákveðin tímamót að ræða. Meginmarkmiðin eru að náttúran sé vernduð, að komið sé í veg fyrir náttúruspjöll og þau lagfærð, dregið sé úr raski, álagi sé dreift og ný svæði metin, uppbygging falli vel að heildarsvipmóti lands og öryggi ferðamanna sé tryggt.

Haraldur Einarsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 9. apríl 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Horfum á heildarmyndina

Deila grein

08/04/2014

Horfum á heildarmyndina

Elsa lára_SRGB_fyrir_vefMikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar rætt er um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. Þau frumvörp sem eru til umræðu í þinginu þessa dagana og taka til verðtryggðra húsnæðisskulda heimilanna, eru eingöngu einn liður af tíu úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Umfang skuldaleiðréttinganna eru 150 milljarðar og nær til um 100 þúsund heimila. Ánægjulegt er að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Vissulega hefði það verið mjög jákvætt ef hægt hefði verið að hafa þakið hærra, fyrir þann hóp, sem varð hvað einna mest fyrir forsendubrestinum vegna efnahagshrunsins. En í því samhengi er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina í þeirri vinnu er snýr að skuldavanda heimilanna.

Í verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála er unnið að mörgum mikilvægum þáttum er snerta íslensk heimili og framtíð þeirra. Þar má nefna vinnu að húsnæðislánakerfi til framtíðar og lyklafrumvarpið. Einnig er unnið með verðtrygginguna og þar eru bæði meirihlutaálit verðtryggingarhópsins og séráliti Vilhjálms Birgissonar höfð til hliðsjónar. Mikilvægt er að verðtryggingin verði afnumin um leið og skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga.

Einnig mun verkefnastjórnin skila af sér hugmyndum hvernig komið verði á öruggum leigumarkaði hér á landi. Þannig að þeir sem hér búa geti haft raunhæft val um séreign eða leiguhúsnæði. Jafnframt er horft til þess hvernig mögulegt verði að lækka leigukostnað og tillögur stjórnarinnar hljóma upp á allt að 20 % lækkun í þeim efnum. Auk þessa er unnið félagslegu húsnæðiskerfi með það að markmiði að allir geti haft öruggt þak yfir höfuðið.

Verkefnastjórnin mun skila af sér tillögum til félags- og húsnæðismálaráðherra í lok þessa mánaðar.

Í desember síðast liðnum, lagði innanríkisráðherra fram frumvarp, um að fresta nauðungasölum fram í september 2014. Nær frestunin til íbúðarhúsnæðis með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Frumvarpið var samþykkt.

Í janúar síðast liðnum samþykktu þingmenn frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta. Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir á vef embættis umboðsmanns skuldara. Umsóknarferlið er skilvirkt og áætlað er að ferlið taki um tvær vikur frá því öll gögn berast vegna málsins.
Í lok mars lagði félags- og húsnæðismálaráðherra fram tvö frumvörp og þau eru heimilunum í hag. Annað þeirra varðar húsaleigubætur til þeirra sem misst hafa eignir sínar á uppboði og leigja þær nú til búsetu. Þessi hópur hefur, hingað til ekki átt rétt á húsaleigubótum og hefur það verið miður. Því ber að fagna að bæta skuli réttindi þeirra. Hitt varðar embætti umboðsmanns skuldara og heimild hans til að sekta fjármálastofnanir, ef þær draga eða neita að afhenda embætti hans þær upplýsingar, sem á þarf að halda til að vinna að málefnum þeirra sem til hans leita. Samkvæmt frumvarpinu getur sektargreiðsla numið allt frá 10 þúsund krónum – 1 milljón á dag, líkt og dagsektir samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Hér hefur verið skrifað um aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfsstæðisflokksins, í þágu heimilanna. Umræðan um að ekkert sé verið að gera fyrir heimilin er ósanngjörn. Við verðum að horfa á heildarmyndina.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 8. apríl 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Á félagsfundi Framsóknarfélags Sandgerðis 6. apríl var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum. Í öðru sæti er Daði Bergþórsson, deildarstjóri og í þriðja sæti er Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari.
sandgerdi-frambodslistinn
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
  2. Daði Bergþórsson, deildarstjóri
  3. Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
  4. Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
  5. Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
  6. Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
  7. Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
  8. Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
  9. Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
  10. Agnieszka Woskresinska, þýðandi
  11. Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
  12. Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
  13. Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
  14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri

Listann skipa 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

stefna-vagn-stefansson-skagafjordurFramboðslisti Framsóknarfélags Skagafjarðar hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, leiðir listan líkt og fyrir fjórum árum. Framsóknarmenn eru í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn ásamt Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Framboðslistinn er eftirfarandi:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn
  2. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur
  3. Bjarki Tryggvason, skrifstofustjóri
  4. Viggó Jónsson, forstöðumaður
  5. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður
  6. Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
  7. Ísak Óli Traustason, nemi
  8. Einar Einarsson, bóndi og ráðunautur
  9. Hrund Pétursdóttir, fjármálaráðgjafi
  10. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
  11. Snorri Snorrason, skipstjóri
  12. Ásdís Garðarsdóttir, skólaliði
  13. Bryndís Haraldsdóttir, nemi
  14. Guðrún Sif Gísladóttir, nemi
  15. Ingi Björn Árnason, bóndi
  16. Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  17. Gunnar Valgarðsson, forstöðumaður
  18. Einar Gíslason, tæknifræðingur

Á framboðslistanum eru 8 konur 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn fjóra sveitarstjórnarfulltrúa kjörna í sveitarstjórn.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ættleiðingar og mannréttindi

Deila grein

07/04/2014

Ættleiðingar og mannréttindi

johannaÁ Íslandi gilda lög um að samkynhneigðir mega ættleiða. Staðan er sú að ekkert erlent land sem við erum í samskiptum við leyfir ættleiðingar milli landa til samkynhneigðra. Í þessu máli skarast reglur upprunaríkis og móttökuríkis svipað og gerist með lög um ættleiðingar einhleypra einstaklinga og fatlaðra. Þetta er ástæða þess að samkynhneigð pör geta aðeins ættleitt innanlands.

Misskilningurinn er sá að margir lesa út úr þessum tilmælum að það sé verið að banna samkynhneigðum hérlendis að ættleiða. En sú er ekki raunin og í rauninni er Ísland alveg undir það búið, ef önnur lönd fara að leyfa ættleiðingar milli landa til para af sama kyni, að taka þá þátt í því.

Þegar við skoðum hvaða lönd það eru helst sem Íslendingar eru að ættleiða frá, þá sjáum við að það eru lönd sem eru frekar aftarlega í röðinni þegar kemur að mannréttindum og réttindum samkynhneigðra sér í lagi, það eru Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tógó.

Ísland hefur í lengri tíma unnið að því að bæta stöðu sína hvað varðar ættleiðingar sem og uppfæra lög og reglur er að því snúa. Samkvæmt Haag-samningnum, sem Ísland er aðili að, skal tryggja við ættleiðingar á börnum milli landa að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi og þær ættleiðingar fari fram í samvinnu stjórnvalda í bæði uppruna- og móttökuríki, einnig setja reglur um hæfi væntanlegra kjörforeldra. Stjórnvöld geta þá sett reglur um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að ættleiða milli landa.

Innanríkisráðuneytið og baráttan

Í svari innanríkisráðuneytis við fyrirspurn minni kemur fram að: »Ráðuneytinu er kunnugt um að ekkert par af sama kyni, búsett á Íslandi, hafi ættleitt barn (saman) erlendis frá síðan lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun), nr. 65/2006, tóku gildi. Staðan á Íslandi hvað þetta varðar er sambærileg og þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum, en samstarfsríki þeirra eru þó mun fleiri en samstarfsríki Íslands.«

Hér á landi fara löggilt ættleiðingarfélög með milligöngu fyrir millilandaættleiðingum. Þau hafa séð um að afla nýrra sambanda við ríki sem núna er og verður hægt að ættleiða frá. Innanríkisráðuneytið leggur til alla þá hjálp sem það getur í þessum málum.

Í dag er virkur samstarfshópur Íslenskrar ættleiðingar og Samtakanna ’78 sem hefur unnið að því að kanna möguleika á ættleiðingum til samkynhneigðra. Og á meðan önnur lönd vinna sig í áttina að því að leyfa ættleiðingar milli landa til samkynhneigðra þá ættum við að vinna áfram það góða starf sem við getum hérlendis til að vera undir það búin þegar stundin kemur.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. apríl 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Norrænn þjóðfundur ungs fólks

Deila grein

05/04/2014

Norrænn þjóðfundur ungs fólks

Eygló HarðardóttirHvernig vil ég að framtíð mín verði? Þessari spennandi og áleitnu spurningu munu norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára svara á Þjóðfundi norrænna ungmenna sem fram fer í dag, 5. apríl, kl. 9-17 á Hilton Nordica hóteli. Yfirskrift fundarins er „demokrati og kreativitet“. Fundurinn er eitt af verkefnunum í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 og er á vegum NORDBUK, barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls eru um eitt hundrað þátttakendur skráðir frá öllum Norðurlöndunum til fundarins.

Lýðræðisvitund og þátttaka
Ein af áskorunum í norrænum samfélögum er að auka lýðræðisvitund og þátttöku ungs fólks. Mikilvægt er að beita ólíkum leiðum til þess að fá sem flesta að borðinu og taka þátt. Á Þjóðfundi norrænna ungmenna gefst ungu fólki tækifæri til að koma saman og ræða um hvernig þau vilja sjá framtíð sína. Notast verður við fundaraðferð sem beitt var á Þjóðfundinum hér á Íslandi árið 2009. Allir fá að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og skipta skoðanir allra þátttakenda jafn miklu máli.

Framtíðarkynslóðin talar
Það verða hvorki langar ræður eða fyrirlestrar haldnir á fundinum heldur munu þátttakendur sjálfir vinna hver með öðrum til að kanna og tjá drauma sína um framtíðina, samfélagið, jörðina og náttúruna, vinnu og fjölskyldu, menningu og atvinnuvegi. Það er undir þátttakendum komið hvaða mál fá mesta áherslu og hvaða lausnum og hugmyndum unga fólkið vill koma á framfæri um betri framtíð. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir kynslóðir framtíðarinnar að láta í sér heyra.

Hverjir hlusta?
Niðurstöðum fundarins verður komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina og norrænu ríkisstjórnirnar. Þær verða einnig sendar til samtaka ungs fólks og annarra sem vilja nýta þær til samfélagsrýni og umbóta. Ég hlakka til að sjá niðurstöður Þjóðfundar norrænna ungmenna og hef fulla trú á því að þær skili okkur betri framtíð.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 5. apríl 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Deila grein

04/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Framsóknarfélag Akraness samþykkti á félagsfundi á Akranesi einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, fyrrv. ráðherra og alþingsimaður, leiðis listann, í öðru sæti er Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður, og Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur, í því þriðja.
efstu-sjo-akranes
Framboðslistinn, Frjálsir með Framsókn, er skipaður eftirtöldum:

  1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur
  2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður
  3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur
  4. Elinbergur Sveinsson, kennari
  5. Karítas Jónsdóttir, B.S.C. í umhverfis-og byggingaverkfræði
  6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
  7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður
  9. Hlini Baldursson, sölumaður
  10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona
  11. Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður
  12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður
  13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur
  14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður
  15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur
  16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður
  17. Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
  18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður

Á framboðslistanum eru 7 konur og 11 karlar. Í efstu 10 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn tvo bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Mikill einhugur var á fundinum og stefnan sett hátt fyrir vorið.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Bregðumst við loftslagsvánni

Deila grein

04/04/2014

Bregðumst við loftslagsvánni

Sigurður Ingi JóhannssonVísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum fimmtu úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex.

Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum.

Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda.

Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel.

Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 4. apríl 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

MazziFramsóknarfélag Ísafjarðarbæjar samþykkti á fjölmennum félagsfundi á Ísafirði í fyrrakvöld einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Marzellíus Sveinbjörnsson, varabæjarfulltrúi, leiðir listann, í 2. sæti er Helga Dóra Kristjánsdóttir, Flateyri og í 3. sæti er Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Ísafirði.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Marzellíus Sveinbjörnsson, Sundstræti 30, Ísafirði
  2. Helga Dóra Kristjánsdóttir, Tröð, Flateyri
  3. Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Fagraholt 4, Ísafirði
  4. Gísli Jón Kristjánsson, Fagraholti 3, Ísafirði
  5. Barði Önundarson, Hafrafelli, Ísafirði
  6. Elísabet Samúelsdóttir, Brautarholti 11, Ísafirði
  7. Jón Reynir Sigurðsson, Fjarðargata 60, Þingeyri
  8. Rósa Helga Ingólfsdóttir, Urðarveg 30, Ísafirði
  9. Gauti Geirsson, Móholt 11, Ísafirði
  10. Martha Sigríður Örnólfsdóttir, Ytri-Hjarðardalur 2, Flateyri
  11. Sigfús Þorgeir Fossdal, Kjarrholt 1, Ísafirði
  12. Violetta María Duda, Hjallavegur 7, Suðureyri
  13. Jón Sigmundsson, Aðalstræti 11, Ísafirði
  14. Svanlaug Guðnadóttir, Hafnarstræti 19, Ísafirði
  15. Steinþór Auðunn Ólafsson, Hjarðardalur, Þingeyri
  16. Þorleifur K. Sigurvinsson, Sætún 9, Suðureyri
  17. Konráð G. Eggertsson, Urðarvegur 37, Ísafirði
  18. Sigurjón Hallgrímsson, Hlíf I, Ísafirði

Listann skipa 11 karlar og 7 konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.