Categories
Fréttir

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Deila grein

28/01/2015

Tvö ár í dag frá Icesave-dómnum

Sigmundur-davíðÍ dag eru tvö ár frá því að EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm sinn í Icesave-málinu. En dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA og að Ísland hafi ekki brotið gegn Evróputilskipun um innistæðutryggingar með því að greiða ekki eigendum Icesave reikninga lágmarksinnstæðutryggingu og að Ísland hafi ekki brotið gegn almennum reglum EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.
„Við áttum við ofurefli að etja. Tvær öflugustu stofnanir heims beittu sér af fullum þunga gegn Íslandi og Evrópusambandið gerðist í fyrsta skipti aðili að dómsmáli,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi 28. janúar 2013, í umræðum um dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu.
Ísland vann Icesave-málið
Framsókn sýnir samstöðu í verki: Býður Samfylkingunni húsnæði undir Icesave fund
Össur: „Til hamingju, Ísland“
„Þetta er svo sérstakur dagur að maður er enn þá næstum því meyr og orða vant. Þegar þessi stórkostlegu gleðitíðindi brjótast eins og sólargeisli inn í grámósku vetrarins get ég ekki hafið mál mitt öðruvísi en að segja: Til hamingju, Ísland.
Við Íslendingar höfðum fullan sigur í öllum þáttum Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólnum þegar úrskurður féll í morgun. Sigur Íslands var svo algjör að ESA sem kærði okkur var meira að segja dæmt til að greiða allan málsvarnarkostnað Íslands sem sýnir kannski betur en flest annað hversu fráleit dómstólnum þótti kæran. Þegar ég skimaði yfir dóminn sýndist mér sem dómurinn hefði tekið allar röksemdir Íslands til greina utan hugsanlega eina,“ sagði Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, og þáverandi utanríkisráðherra.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Iceland's new Minister of Environment: 'Work together to conserve our planet'

Deila grein

27/01/2015

Iceland's new Minister of Environment: 'Work together to conserve our planet'

sigrúnIceland’s liberal Prime Minister, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, has announced Sigrún Magnúsdóttir as the new Minister of Environment and Natural Resources. Her appointment makes the Icelandic cabinet, led by LI full member Progressive Party, completely gender balanced. New Icelandic minister of Environment : “Work together to conserve our planet.”
Commenting exclusively for LI on her new appointment as Minister of Environment, Mrs Magnúsdóttir said “Earth is our common home and our only home. It is crucial that we all work together to conserve our planet that support our wellbeing. I have never shied away from new tasks and challenges.”
www.liberal-international.org/

Categories
Greinar

Mál Víglundar Þorsteinssonar

Deila grein

27/01/2015

Mál Víglundar Þorsteinssonar

Vigdís HauksdóttirÞað er með ólíkindum hvernig stuðningsmenn velferðarstjórnarinnar – hvort sem var í Icesave, ESB málinu eða öðrum þeim málum sem reynt var að koma í gegnum þingið bregðast við nú þegar Víglundur Þorsteinsson leggur fram ný gögn í bankavæðingunni hinni seinni.

Þeir fara hamförum og réttlæta gjörðir Steingríms J. og snúa öllu á hvolf.

Hér koma nokkrar staðreyndir sem þarf að skoða í kjölfarið. 

  1. Einkavæðing Steingríms J. Sigfússonar var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annara fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins.
  2. Glitnir var einkarekinn fram að hruni og var hann tekinn yfir að ríkinu fyrstur banka á grundvelli neyðarlaganna og varð þar að ríkisbanka.
  3. Fyrri ríkisstjórn tók skyndilega og umsvifalaust ákvörðun um að afhenda lánadrottnum/erlendum kröfuhöfum Kaupþing og Glitni nýju bankana sem heita í dag Íslandsbanki og Arionbanki. Meirihluti Landsbankans er enn í eigu ríkissins.
  4. Var þessi ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs.
  5. Nauðsynlegt er að rannsaka og gera opinbert, á sundurliðaðan hátt, hvert matsverð hinna gömlu eigna var við flutning þeirra frá hinum föllnu bönkum og yfir til nýju bankana og skýrt dregið fram hverjir voru ábyrgðaraðilar þess verðmats og hvaða forsendur lágu því til grundvallar.
  6. Einnig er nauðsynlegt að rannsaka viðamestu sölu einstakra félaga og eignarhluta í fyrirtækjum af hendi skilanefnda og slitastjórna gömlu bankana og þannig upplýst hvaða verðmætamat lá til kaupendum og hvaða seljendaáhættur fylgdu sölunni.
  7. Einnig þarf að upplýsa á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankana þá á einni nóttu.

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist á www.vigdish.is 27. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna

Deila grein

27/01/2015

Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna

EÞHNorræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref.

Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga.

Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru.

Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður.

Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum.

Þátttaka karla
Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla.

Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál.

Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum.

Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings.

Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim.
Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum.

En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum.

Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 27. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ljósleiðari um allt land

Deila grein

26/01/2015

Ljósleiðari um allt land

ásmundurÍ nýársávarpi forsætisráðherra var sagt frá því að á næsta ári ætti að hefja framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu alls landsins en það var eitt af þeim stefnumálum sem Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á í síðustu kosningum. Ljósleiðaravæðing alls landsins verður eitt stærsta framfaramál sem ráðist hefur verið í þegar kemur að styrkingu á innviðum og byggðum landsins.

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga var talsverð umræða um fjarskiptamál á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn lagði þar höfuðáherslu á mikilvægi ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Í grein sem formaður, varaformaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins skrifuðu í aðdraganda síðustu kosninga sagði:

„Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslu á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Allir fjarskiptaaðilar geta veitt þjónustu á kerfinu. Mikilvægt er að allir landsmenn geti fengið jafna og góða þjónustu á sama verði. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi allra aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Ný heildstæð byggðastefna er nauðsynleg. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að um hana ríki víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Eitt fyrsta skrefið ætti að vera ljósleiðaravæðing alls landsins.“

Frá myndun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá hefur verið unnið eftir þessari sýn.

300 milljónir til undirbúnings
Í byggðaáætlun 2014-2017 er sérstaklega fjallað um fjarskiptamál og þar er m.a. lögð áhersla á að vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar geri tillögur að fyrirkomulagi faglegs stuðnings við opinbera aðila sem koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfa og annarra fjarskiptainnviða. Þessi vinna hefur verið í gangi undir forystu tveggja stjórnarþingmanna og nú á vorþingi er gert ráð fyrir nýrri fjarskiptaáætlun sem mun gera ráð fyrir ljósleiðaravæðingu alls landsins.

Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að veitt verði 300 milljónum til þess að styðja við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun og hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu. Þessum fjármunum á að verja í fyrsta áfanga fjarskiptaáætlunar. Áætlunar sem á að setja fram töluleg markmið um ljósleiðaraæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á næstu árum. Með fjárveitingunni verður hægt að skipuleggja og kortleggja innviðagrunni ljósleiðara, hefja tengingar á ótengdum svæðum auk þess að hringtengja landsvæði o.fl.

Þetta fyrsta skref sýnir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ætlar sér að stíga stórt skref í áttina að því að jafna búsetuskilyrði fólks í dreifbýli og þéttbýli. Það er mikilvægt að allir sitji við sama borð þegar kemur að fjarskiptum og ljósleiðaravæðing gegnir þar lykilhlutverki. Það var ánægjulegt, sem fjárlaganefndarmaður, að taka þátt í því að leggja til að við Alþingi að veita fjármunum til þessa verkefnis. Samþykkt Alþingis á þessari fjárveitingu er skýr staðfesting á því að Framsóknarflokkurinn mun líkt og bent var á fyrir síðustu kosningar beita sér fyrir stórefldum fjarskiptum á þessu kjörtímabili.

Ásmundur Einar Daðason

Categories
Greinar

Virkjum þau

Deila grein

23/01/2015

Virkjum þau

Jóhanna María - fyrir vefHérlendis er að finna hóp sem samanstendur af vel menntuðum einstaklingum, þessir aðilar hafa hlotið gráðu í ýmsum fræðum sem bæði er vöntun á hérlendis sem og gætu nýst okkur vel.

Ástæða þess að þessir aðilar geta ekki starfað á sínu sérsviði er sú að þeir hlutu menntun sína í öðru landi og menntun þeirra er af þeim ástæðum ekki metin til jafns við þá sem mennta sig hér heima.

Við höfum lækna, raftækni- og efnafræðinga sem starfa á matsölustöðum og við ræstingar. Þarna er ekki verið að hjálpa fólki að aðlagast og taka þátt í íslensku samfélagi.

Sumir hafa reynt að fá nám sitt og gráður samþykktar hérlendis en alltof margir fá þau svör að til þess þurfi viðkomandi að taka 3-4 ár í háskóla til að fá »íslenskan stimpil«. Það er ótrúlegt að fólk eigi að þurfa að endurtaka nám sem það hefur nú þegar lokið til að vera almennilega viðurkennt hérlendis.

Af samtölum mínum við einstaklinga í þessari stöðu eru margir sem segjast vera tilbúnir til þess að reyna við skólann aftur, en aðstæður þeirra eru svo margskonar að fæstir hafa möguleika á því þrátt fyrir vilja. Fólk er komið með fjölskyldur, hefur haft lág laun í einhvern tíma og sér ekki svigrúm til þess að leggja í kostnaðinn sem því fylgir að framfleyta fjölskyldu og vera í fullu námi.

Úrbætur
Sem betur fer eru einstaka fög að leita leiða til að bæta úr þessu en það á ekki að þurfa að knýja fólk fram aftur og aftur á milli skóla, starfsstétta og stofnana. Ef hérlendis væri byggt upp kerfi sem hjálpaði einstaklingum sem eru fullfærir í sínu fagi að aðlagast íslenskum aðstæðum sem að þeirra sérsviði snúa og verkferlum hérlendis þá eiga einstaklingar sem flytja til Íslands ekki að þurfa að byrja algjörlega upp á nýtt til að fá það staðfest að þeir hafi gengið í skóla.

Spurningin er líka hvort munur sé á þeim Íslendingum sem læra erlendis og koma svo til landsins aftur til að hefja störf og þeim einstaklingum sem ólust upp í öðru landi, lærðu þar og koma svo til Íslands til að hefja störf.

Það er brýnt að menntamálaráðherra leiti leiða til að hjálpa fólki sem flytur til Íslands að láta meta menntun þess. Við búum í fjölmenningarsamfélagi og viljum að landið okkar taki vel á móti fólki sem vill flytja hingað, til þess þurfum við einmitt að búa til verkfæri til að láta það ganga. Virkjum þau sem hafa þekkinguna og getuna til starfa. Svo er aldrei að vita hvað við getum lært af þeim.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

„30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum“

Deila grein

22/01/2015

„30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum“

Hjálmar Bogi HafliðasonHjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður ræddi á Alþingi í gær um tilhneigingu allra kerfa til að viðhalda sjálfu sér. „Jafnvægi skapist og kerfin þurfa ekki að takast á við breytingar. En kerfið sem við mennirnir bjuggum til á örfáum árum og búum við hefur leitt af sér gríðarlegan ójöfnuð, misskiptingu auðs og sóun,“ sagði Hjálmar Bogi.
Þegar ríkustu 10% Íslendinga eiga 73% auðs í landinu þá eiga 30% landsmanna eiga ekki fyrir skuldum. „Getur slík misskipting viðgengist,“ sagði Hjálmar Bogi.
„Orð forsætisráðherra um svigrúm til hækkunar lægstu launa vöktu því ákveðna ánægju hjá mér, og jafnframt að í komandi kjarasamningum verði hugsað um að hækka laun í krónum en ekki prósentum. Það eitt væri aðeins lítil kerfisbreyting í rétta átt gegn innbyggðum ójöfnuði í kerfinu,“ sagði Hjálmar Bogi.
Ræða Hjálmars Boga Hafliðasonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Samspil verðbólgu og vaxta – jákvæðar utanaðkomandi aðstæður til staðar

Deila grein

22/01/2015

Samspil verðbólgu og vaxta – jákvæðar utanaðkomandi aðstæður til staðar

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í gær, á Alþingi, hvers vegna a.m.k. einn viðskiptabankanna þriggja hafi ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum. Á sama tíma og stýrivextir lækka og verðbólgan lækkað verulega.
„Þetta kemur mjög á óvart því að margir neytendur töldu að vextir myndu lækka þegar utanaðkomandi aðstæður væru jákvæðar sem þær eru virkilega nú,“ sagði Elsa Lára.
Eru verðtryggð lánasöfn bankanna það stór og bankarnir sjái hag sinn í því þegar verðbólgan er há? Hagnast bankarnir mögulega um háar upphæðir við hvert prósentustig sem verðbólgan hækkar?
„Það er ekki nóg með að vextir hækki heldur hafa þjónustugjöld bankanna hækkað, auk þess sem farið er að rukka fyrir þjónustu sem áður var gjaldfrjáls,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur í heild sinni:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Greinar

Fjármálastofnanir, sektir og samfélagsábyrgð

Deila grein

22/01/2015

Fjármálastofnanir, sektir og samfélagsábyrgð

ásmundurEkki er vafi á því að fjármálastofnanir voru þeir aðilar innanlands sem báru mesta ábyrgð varðandi hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Ljóst er nú að ekki var nógu varlega farið í góðærinu, hvorki hér á landi né í hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Enn á eftir að ganga frá þrotabúum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Heildareignir þrotabúanna eru rúmlega 2.500 milljarðar. Reiðufé búanna er tæpir 1.400 milljarðar.

Íslenskir bankar voru ekki einu bankarnir á síðasta áratug sem reknir voru á vafasaman hátt. Margvísleg mál er varða fjármálastofnanir hafa komið upp bæði austan hafs og vestan. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian frá nóvember sl. voru sektir á breska og bandaríska banka á árunum 2009-2013 um 34.000 milljarðar í íslenskum krónum. Í fréttum síðan í nóvember er sagt frá sektum upp á 2 milljarða punda en það eru um 400 milljarðar króna.

Af þessu má sjá að ríkisstjórnir geta látið banka sæta samfélagslegri ábyrgð sé pólitískur vilji fyrir hendi og sterk forysta.

Skipt um stefnu gagnvart bankavaldinu
Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var við völd var lítið sem ekkert gert til að knýja þrotabú gömlu bankanna að leggja sitt af mörkum til að bæta fyrir tjónið sem bankarnir bera sannanlega ábyrgð á. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG fannst aðrir hlutir brýnni en að rétta hlut almennings gagnvart fjármálakerfinu. Ríkisstjórn sem átti að heita vinstristjórn en hún sýndi fjármálastofnunum auðmýkt og undirgefni.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar breytti um stefnu gagnvart bönkum. Ríkisstjórnin ákvað að bankar skyldu látnir sæta aukinni ábyrgð og leggja fram sanngjarnan skerf til reksturs samfélagsins. Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra síðastliðið haust munu bankarnir greiða mest í skatta og sitja þrír bankar í efstu sætunum; Kaupþing, er greiðir 14,6 milljarða, Landsbankinn greiðir tæpa 13 milljarða og Glitnir greiðir tæpa 12 milljarða.

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur veitti fjármálastofnunum nánast frítt spil en núna er annað upp á teningunum. Meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á alþingi gerði fjárlagafrumvarpið þannig úr garði fyrir árið 2015 að áætlað er að tekjur ríkissjóðs af bankaskatti verði nálægt 39 milljörðum króna fyrir árin 2014 og 2015.

Það gengur ekki þrautalaust að knýja á um samfélagslega ábyrgð bankanna. Þrotabú gömlu bankanna hafa haft sig í frammi í umræðunni og þrotabú Glitnis hefur kært bankaskattinn til ríkisskattsstjóra. Þá eru ónefnt að margir telja að þrotabúin kaupi margvíslega aðkeypta þjónustu frá aðilum sem reyna sitt til að hafa áhrif á niðurstöðu mála í þágu bankanna.

Núverandi ríkisstjórn hefur staðið föst á þeirri stefnu sinni að bankarnir eiga ekki að vera stikkfrí frá því að skila til samfélagsins eðlilegu framlagi.

Sterk staða Íslands
Eitt stærsta verkefni stjórnvalda í dag er afnám gjaldeyrishafta. Markmið ríkisstjórnarinnar er að afnám haftanna valdi ekki kollsteypu í fjármálum þjóðarinnar. Veruleg undirbúningsvinna er að baki áætlunum um afnám hafta. Vinna þar undir handarjaðri ríkisstjórnar og Seðlabankans bæði erlendir og íslenskir sérfræðingar.

Þrotabú bankanna og uppgjör þeirra eru veigamiklir þættir í afnámi gjaldeyrishaftanna. Til skamms tíma var talað um að ef þrotabúin legðu ekki fram raunhæfar tillögur um uppgjör á búunum, þar sem tekið væri tillit til fjármálalegs stöðugleika, þá yrðu búin knúin til gjaldþrotaskipta.

Eftir því sem vinnu ríkisstjórnar vindur fram er orðið skýrara að fleiri verkfæri koma til greina en gjaldþrotaskipti til að halda ábyrgð að þrotabúunum. Útgönguskattur á fjármagnsflutninga er eitt ráð sem þekkt er alþjóðalega. Fordæmi eru um útgönguskatta á fjármagn upp á 20 til 50 prósent. Hugmyndir þessa efnis voru í umræðunni á síðasta kjörtímabili m.a. hjá Lilju Mósesdóttur o.fl. en fyrri ríkisstjórn fékkst aldrei til að fara þessa leið.

Lykilþáttur í sterkri stöðu Íslands er að lagaramminn okkar er traustur og við búum við krónu sem gjaldmiðil. Þrotabúin verða aðeins gerð upp í íslenskum krónum. Erlendir kröfuhafar þrotabúanna eru hægt en örugglega að átta sig á því að ríkisstjórninni er full alvara að standa vörð um hagsmuni almennings á Íslandi. Það sést til dæmis á því að ýmsir þeir sem áttu stórar kröfur í þrotabúin seldu kröfur sínar seinni hluta ársins.

Bankarnir verða að læra að haga sér
Þrotabú föllnu bankanna og afnám haftanna eru tímafrek umræðuefni. Kastljósinu er síður beint að fjármálastofnunum sem endurreistar voru eftir hrun á grunni gömlu bankanna: Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn nýi. Fyrstu dagar og vikur nýs árs leiða á hinn bóginn í ljós að ekki er vanþörf á að skerpa skilning starfandi banka á samfélagslegri ábyrgð sinni.

Þrátt fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lækkað vexti undanfarið er misbrestur á að bankar hafi lækkað vexti til viðskiptavina sinna. Sumir bankar ganga lengra en að láta undir höfuð leggjast að skila stýrivaxtalækkun til skuldara. Þannig hækkaði Arion banki um áramótin vexti á verðtryggðum íbúðalánum. Ekki voru innlánsvextir hækkaðir með tilsvarandi hætti. Þar með jókst vaxtamunur bankans á kostað viðskiptavina sinna, sparifjáreigenda og skuldara.

Á síðasta ári óx vaxtamunur Arion banka um 0,20%. Hjá Landsbankanum og Íslandsbanka jókst vaxtamunurinn á sama tíma um 0,15%.

Tekjur bankanna jukust um tæplega milljarð vegna breytinga á vaxtamun í kjölfar lækkunar stýrivaxta, sem nú standa í 5,25%. Með þessum hætti hafa bankarnir mörg hundruð milljónir króna af almenningi.Verkalýðsfélög, t.d. VR, láta málið til sín taka og hafa beint fyrirspurnum til bankanna en fátt verið um svör. Augljóst er að bankarnir eru í þeirri stöðu að taka til sín fjármuni frá heimilunum í landinu með því að föndra við vaxtatöflurnar fyrir inn- og útlán.

Almenningur er berskjaldaður gagnvart ásælni bankanna enda haga fjármálastofnanir og þrotabú föllnu bankanna sér eins og ríki í ríkinu. Það hlýtur að vera eitt af stærstu verkefnum nýs árs að ríkisstjórn og löggjafi láti til sín taka á þessu sviði til að knýja á um samfélagslega ábyrgð bankanna.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Þórunn nýr þingflokksformaður

Deila grein

19/01/2015

Þórunn nýr þingflokksformaður

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir alþingismaður er nýr þingflokksformaður þingflokks Framsóknarmanna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins er nú stendur yfir. Aðrir í stjórn þingflokksins eru Ásmundur Einar Daðason, varaformaður og Willum Þór Þórsson meðstjórnandi. Ásmundur Einar mun svo taka við sem þingflokksformaður í sumar af Þórunni.
Vigdís Hauksdóttir tekur sæti Sigrúnar Magnúsdóttir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, og Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti Þórunnar Egildsdóttur í velferðarnefnd.
Þórunn er fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1984 og B.Ed.-próf Kennara Háskóla Íslands 1999. Þórunn hefur verið Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999-2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005-2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008-2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010-2014, oddviti 2010-2013.
Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010-2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010-2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga síðan 2011. Í hreindýraráði síðan 2011.
Þórunn hefur verið alþingismaður frá 2013 fyrir Norðausturkjördæmi.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.