Categories
Fréttir

Félags- og barnamálaráðherra sóttur heim

Deila grein

10/01/2020

Félags- og barnamálaráðherra sóttur heim

Samband ungra Framsóknarmanna segja frá ánægjulegum fundi með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, í gær, í færslu á Facebooksíðu SUF.
Ungliðarnir ræddu við Ásumd Einar m.a. um húsnæðismál sérstaklega m.t.t. til stöðu ungs fólks, nýja fæðingarorlofskerfið og mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í mótun á ákvörðunum stjórnvalda.

Categories
Fréttir

Tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða hækkuð

Deila grein

18/12/2019

Tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða hækkuð

Með nýjum lögum um almennar íbúðir og félagsþjónustu sveitarfélaga eru tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða hækkuð og með því móti eiga fleiri landsmanna kost á almennum íbúðum. Jafnframt hefur verið lækkaður fjármagnskostnaður stofnframlagshafa og er nú heimilt að gera samninga um úthlutun stofnframlaga til allt að þriggja ára í senn til þess að auka fyrirsjáanleika í verkefnum viðkomandi.
„Ég fagna því mjög að við séum að greiða atkvæði um þetta frumvarp sem er tvíþætt, annars vegar lítur að því að efla stöðu landsbyggðarinnar innan almenna íbúakerfisins og gera möguleika á því að geta byggð almennar íbúðir víðar heldur en bara á höfuðborgarsvæðinu. Og það er vel. Síðan erum við með hér hluti sem lúta beint að lífskjarasamningnum,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær.
Framlag stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins var meðal annars til þess að hægt var að ná farsælum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Stjórnvöld munu koma að mjög umfangsmiklum aðgerðum í húsnæðismálum ásamt fleiri nýjum aðgerðum á næsta ári sem miða að því að fylgja eftir lífskjarasamningnum.

„Ég get þó ekki orða bundist hér að það er sorglegt að sjá að stjórnarandstaðan á Alþingi er ekki tilbúin til þess að fylgja lífskjarasamningnum eftir og það styrkir mig í þeirri skoðun að hér er öflug ríkisstjórn í landinu sem er að fylgja eftir lífskjarasamningnum með fjölmörgum aðgerðum og þetta er eitt af þeim lykilmálum,“ sagði Ásmundur Einar.

Liðkað hefur verið fyrir veitingu stofnframlaga vegna nýbyggingarframkvæmda og er sveitarfélögum gert fært að sækja um stofnstyrki til byggingarverkefna sem þegar eru hafin. Enn fremur er nú stutt við uppbyggingu leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis og þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi.

Categories
Fréttir

„Algjört lykilatriði í því að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði“

Deila grein

18/12/2019

„Algjört lykilatriði í því að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði“

Samþykkt var á Alþingi í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, að sett verði á fót Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Henni er ætlað að taka yfir verkefni Mannvirkjastofnunar og verkefni þess hluta Íbúðalánsjóðs sem skilinn verður frá ÍL-sjóði. Þá er lagt til að stofnaður verði Húsnæðissjóður, sem taka á við þeim eignum og réttindum Íbúðalánasjóðs sem ekki verða eftir í ÍL-sjóði.
Íbúðalánasjóði verði þannig skipt upp þannig að sá hluti starfsemi sjóðsins sem snýr að útgáfu skuldabréfa Íbúðalánasjóðs (HFF-bréfa), eldri lánastarfsemi og fjárstýringu eigna utan lánasafns, svo sem lausafjár og annarra verðbréfa, verði eftir í Íbúðalánasjóði sem mun fá nafnið ÍL-sjóður.
„Algjört lykilatriði í því að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði“

„Það eru mikil sóknarfæri fólgin í því að auka slagkraft málaflokkanna með því að stækka og fækka ríkisstofnunum. Þannig er hægt að fá aukin slagkraft í þá málaflokka sem þarna eru undir, húsnæðis- og mannvirkjamálin, sem er algjört lykilatriði í því að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma litið. Þannig að ég bind miklar vonir við þetta mál og fagna því mjög að þingið sé hér að samþykkja þetta frumvarp og að við skulum vera að sjá nýja öfluga Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að taka til starfa strax 1. janúar,“ sagði Ásmundur Einar í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær.

Áætlanir gera ráð fyrir að lán Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til fjármögnunar almennra íbúða geti verið allt að 35 milljarðar kr. miðað við uppbyggingu kerfisins til ársins 2022. Verði lánin fjármögnuð af Húsnæðissjóði með lántöku sjóðsins frá ríkissjóði, frekar en frá ÍL-sjóði, þyrfti ríkissjóður að taka þá fjárhæð að láni á markaði. Ávöxtunarkrafa á löngum verðtryggðum ríkisskuldabréfum hefur undanfarið verið á bilinu 0,7–0,8%. Ef gert er ráð fyrir 0,8% vaxtagreiðslum auk 2,5% verðbólgu í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, væru árlegar vaxtagreiðslur vegna lántöku ríkisins þá um 1,2 milljarðar kr. á ári. Gert er ráð fyrir að lánað yrði áfram til Húsnæðissjóðs á 2% verðtryggðum vöxtum og væru vaxtagreiðslur sjóðsins til ríkisins þá um 1,6 milljarðar kr. á ári. Miðað við þetta mundu hreinar vaxtatekjur ríkissjóðs hækka um u.þ.b. 400 milljónir kr. á ári.

Categories
Fréttir

Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði samþykkt!

Deila grein

18/12/2019

Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði samþykkt!

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fékk samþykkt á Alþingi í gær frumvarp sitt um lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf mánuði. Markmið er að tryggja börnum frekari samvistir við báða foreldra sína og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

„Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál barnafjölskyldna á Íslandi að þessi lenging komi til framkvæmda. En, við skulum heldur ekki gleyma því að núverandi ríkisstjórn er líka búinn að hækka greiðslu úr fæðingarorlofi og það er gaman að frá því að segja að loknu þessu kjörtímabili þá munu heildar greiðslur sem renna til barnafjölskyldna á Íslandi í gegnum fæðingarorlofskerfið hafa aukist úr 10 milljörðum í 20 milljarða á ársgrunni,“ sagði Ásmundur Einar við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær.

Enn og aftur er það undir forystu Framsóknar sem stigið er skref til aukinna réttinda fyrir fjölskyldur í landinu.


***

Lenging fæðingarorlofs og fæðingarstyrks

Samkvæmt fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 er gert ráð fyrir því að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks verði lengdur úr 9 mánuðum í 12 mánuði vegna barna sem fæðast eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árin 2020 og 2021.

Þannig er fyrirhugað að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum og taki eins og áður segir til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árin 2020 og 2021 en ekki er gert ráð fyrir lengingu fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir þann tíma.

Árið 2020 (foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árið 2020 eða síðar):

  • Sjálfstæður réttur foreldra mun lengjast um 1 mánuð í 4 mánuði.
  • Sameiginlegur réttur foreldra verður 2 mánuðir í stað 3 áður.
  • Samanlagður réttur foreldra verður því 10 mánuðir (4-4-2)
  • Réttur foreldris sem er eitt verður 10 mánuðir (Hitt foreldrið hefur andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi, einhleyp móðir sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur).

Árið 2021 (foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árið 2021 eða síðar):

  • Sjálfstæður réttur foreldra mun lengjast um 2 mánuði í 5 mánuði.
  • Sameiginlegur réttur foreldra verður 2 mánuðir.
  • Samanlagður réttur foreldra verður því 12 mánuðir (5-5-2)
  • Réttur foreldris sem er eitt verður 12 mánuðir (Hitt foreldrið hefur andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi, einhleyp móðir sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur).
Categories
Fréttir

„Nú mega jólin koma fyrir mér,“

Deila grein

17/12/2019

„Nú mega jólin koma fyrir mér,“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að aldrei áður hafi undirbúningsferli vegna vegagerðar um Teigsskóg náð svo langt. En Vegagerðin sótti í gær um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
„Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Halla Signý.

Categories
Fréttir

Þurfum að vinna saman úr afleiðingunum

Deila grein

13/12/2019

Þurfum að vinna saman úr afleiðingunum

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sagði í störfum þingsins á Alþingi í fyrradag, að vart væri hægt að ræða annað en veður síðasta sólarhrings. Sagðist hún þakklát fyrir allt það fyrirbyggjandi starf sem kom í veg fyrir mikið tjón, „svo sem með góðum veðurspám, skýrum viðvörunum og viðbrögðum fólks á vettvangi, bæði viðbrögðum fólks sem sinnir sínum daglegu störfum við erfiðar aðstæður, sem vinnur við að halda innviðum samfélagsins gangandi frá degi til dags, sem starfar við að tryggja öryggi íbúa og allra þeirra sjálfboðaliða sem liðsinnt hafa öðrum þessa dagana. Allt þetta fólk á mikið hrós skilið.“

„Margra bíða líka ærin verkefni. Í kjölfar svona veðurs fylgja margar áskoranir, viðgerðir á rafmagnslínum, opnun vega, mokstur frá húsum, viðgerðir á vegum, viðgerðir á húsum og búnaði, að halda hita í húsum og ná upp hita, endurræsing á viðkvæmum tölvukerfum, snjalltækjum, heilu framleiðsluferlunum, róbótum, koma aftur rútínu á búfé og ná upp nyt í kúm.“
„Í framhaldinu þarf líka að meta tjón, greina hvað er tryggt og safna upplýsingum um hvort eitthvað af tjóninu fellur utan tryggingaverndar. Við sem búum á Íslandi þurfum að gera ráð fyrir að náttúruhamfarir geti haft áhrif á okkar daglega líf en við þurfum líka að nota tækifærið í framhaldinu af atburðum eins og þessum og stjórnvöld að skoða hvar við getum farið í enn frekari aðgerðir til að fyrirbyggja tjón. Stjórnvöld þurfa að greina hvar eitthvað fór úrskeiðis, meta möguleg viðbrögð og gera áætlun um styrkingu innviða, t.d. til að tryggja betri fjarskipti og dreifingu raforku.

Samstaðan áorkar miklu á meðan hamfarir ganga yfir en við þurfum líka öll að vinna saman úr afleiðingunum,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Menntun á Suðurnesjum

Deila grein

13/12/2019

Menntun á Suðurnesjum

„Í nýlegri PISA-könnun kemur fram að nemendur okkar eru duglegir og hafa trú á eigin getu til árangurs sem kemur sérstaklega fram í könnuninni. Stór hluti menntunar snýst um að efla trú nemenda á eigin getu. Þetta sjáum við skýrt hjá þeim sem útskrifast til að mynda af háskólabrú Keilis á Ásbrú en þar fá margir annað tækifæri til náms. Við útskriftir verður nemendum tíðrætt um hvernig menntun þeirra hafi aukið sjálfstraust þeirra og breytt viðhorfi þeirra til lífsins,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í fyrradag.

„Herra forseti. Ég starfa dagsdaglega með frábærum kennurum á Suðurnesjum og get sagt að það eru forréttindi að vinna með svo duglegu fólki. Í grunnskólunum okkar fyrir sunnan er mjög hátt hlutfall barna af erlendu bergi brotið. Við þurfum að styðja við kennara í hvívetna og tryggja að vinnuumhverfi þeirra sé gott.“

„Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, er að vinna þrekvirki í málaflokknum og stendur sig frábærlega á þeirri vegferð. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður hefur lagt fram tillögu um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum, studda af nær öllum þingmönnum kjördæmisins. Það má segja að hér leggist allir á eitt. Ég er bjartsýnn á að með samvinnu muni okkur takast að efla menntun á Suðurnesjum og hækka menntunarstig til frambúðar,“ sagði Jóhann Friðrik.

Categories
Fréttir

Skapa ekki störf á Húsavík og Hvammstanga

Deila grein

13/12/2019

Skapa ekki störf á Húsavík og Hvammstanga

„Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er henni stuðningur til að standast samkeppni við innflutning frá löndum þar sem mikill stuðningur er jafnvel í öðru formi við slíka framleiðslu. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða er misjöfn sem og hlutfallslegir yfirburðir. Ísland er ekki auðvelt til útiræktunar á grænmeti. Við höfum hreint vatn og hreina orku en framleiðsluferlið er nokkuð dýrt,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í fyrradag.

„Þá er ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður.“

„Íslensk stjórnvöld vilja hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum minnka kolefnissporið og því kaupum við innlenda framleiðslu. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir vinna við matvælaframleiðslu hér á landi.
Það fólk borgar skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda framleiðslustarfsemi sína hér. Erlend fyrirtæki sem framleiða matvöru erlendis borga ekki þessa skatta hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík og Hvammstanga,“ sagði Halla Signý.

Categories
Fréttir

Munum bregðast við hratt og örugglega!

Deila grein

12/12/2019

Munum bregðast við hratt og örugglega!

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir í yfirlýsingu í dag að ríkisstjórnin muni ræða atburði síðustu daga á fundi sínum á morgun föstudag. Sigurður Ingi minnir á hvað maðurinn eigi sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Óveðrið sem gekk yfir landið dró fram veikleika í kerfum okkar sem verði að bregðast við hratt og örugglega.
„Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna,“ segir Sigurður Ingi.
„Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“

Categories
Fréttir

Grafalvarleg staða víða um land

Deila grein

11/12/2019

Grafalvarleg staða víða um land

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir grafalvarlega stöðu víða um land, rafmagnsleysi, fjarskiptaleysi, illfærð á vegum og veðurhæð mikil. Það bætti ekki úr skák að það sé óvenjuleg veðurhæð, mikil ofankoma og hitastigið hefur unnið allt saman með að gera ástandið alvarlega, sérstaklega fyrir flutningslínu rafmagns. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Í Skagafirði hefur verið rafmagnslaust í sólarhring. Skagfirðingar hafa barist fyrir styrkingu flutningsleiða sem myndi jafnvel mæta þessum vanda að nokkur leiti.
„Rafmagnslaust hefur verið á Sauðárkróki og víðar í sólarhring. Keyrt hefur verið á varaafli alveg síðan þá. „Auðvitað hefur þetta truflað björgunarstörf en þetta hefur ekki truflað þau þannig að þetta hafi hamlað okkur að stóru leyti, ekki enn. Viðbragðsaðilar hér hafa getað verið í sambandi sín í milli en samskiptin út hafa ekki verið með þeim hætti sem þau eiga að vera.“