Categories
Fréttir

Stórkostleg tækifæri felast í aukinni nýtingu íslenskra orkujurta

Deila grein

02/07/2019

Stórkostleg tækifæri felast í aukinni nýtingu íslenskra orkujurta

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, skrifar um mjög áhugaverða grein í Bændablaðið í liðinni viku. Þar rekur Silja Dögg þær breytingar sem séu fyrirsjáanlegar varðandi framleiðslu jarðefnaeldsneytis, en að innan nokkurra áratuga muni sú framleiðsla dragast verulega saman. Stillir hún fram möguleikum um að framleiða nýja orkugjafa á Íslandi sem séu endurnýjanlegir og umhverfisvænir. „Að framleiða eigið eldsneyti í stað þess að flytja það inn til landsins eiga að kalla á umfangsmikla greiningu á þeim hagræna ávinningi sem mun skapast fyrir þjóðarbúið, bændur og framleiðendur og ekki síst út frá umhverfislegum markmiðum,“ segir Silja Dögg.
Í rannsóknum hefur komið fram að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti, bíódísill er lífræn dísilolía og endurnýjanlegur orkugjafi og telst einn umhverfishlutlausasti orkugjafinn sem getur komið í stað jarðdísilolíu á bíla, skip og flugvélar.
„Repjuræktun og framleiðsla á eldsneyti úr repjuolíu er sjálfbær leið til að sjá fiskiskipaflotanum fyrir eldsneyti sem ekki veldur koltvísýringsútblæstri. Við brennslu á bíódísil, sem framleiddur hefur verið úr repjuolíu, er talið að um rúmlega 70% minni mengun sé að ræða en þegar jarðdísill er notaður. Repjuræktun felur í sér tvöfalda kolefnisjöfnun með tilliti til útblásturs á koltvísýringi þar sem ræktunin tekur til sín tvöfalt meira af koltvísýringi en brennsla olíunnar gefur frá sér við útblástur,“ segir Silja Dögg.
„Undirbúa þarf sem fyrst og með kostgæfni notkun bíódísils á aðalvélar íslenskra skipa með hagkvæmni og umhverfislegan ávinning að leiðarljósi. Byrja mætti í minni skipum og síðan auka sviðið jafnt og þétt. Einnig mætti byrja á lágu íblöndunarhlutfalli bíódísils í jarðdísil eins og til dæmis 5% og hækka síðan hlutfallið jafnt og þétt með aukinni repjuræktun og framleiðslu á bíódísil.“
Silja Dögg hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til samgönguráðherra varðandi ræktun og nýtingu íslenskra orkujurta fyrir fiskiskipaflotann. „Það verður áhugavert að sjá hver næstu skref verða í þeim efnum, þar sem stórkostlega tækifæri felast í aukinni nýtingu íslenskra orkujurta, ekki síst fyrir umhverfið og orkuöryggi þjóðarinnar.“

Categories
Fréttir

Búa nemendur undir lífið – takast á við tilveruna

Deila grein

02/07/2019

Búa nemendur undir lífið – takast á við tilveruna

„Skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verður áfram undirstaða íslenska skólakerfisins. Á dögunum samþykkti Alþingi frumvarp sem festir í sessi faglega umgjörð um starfsemi lýðskóla. Til þessa hefur ekki verið nein löggjöf í gildi um slíka skóla,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður í grein í Dagskránni Fréttablaði Suðurlands á dögunum.
„Hlutverk lýðskóla er fyrst og fremst að búa nemendur undir lífið, gera þá að fjölhæfum einstaklingum og reiðubúna til að takast á við tilveruna. Fjölbreytni er menntakerfinu mikilvæg, nemendur hafa ólíkar þarfir og þeir þurfa að hafa val um sitt nám. Meðal ástæðna brotthvarfs úr framhaldsskólunum okkar er ákveðin einsleitni í námsvali og það að nemendur finna sig ekki í námi. Það er vel að fjölbreytni námsframboðs hér á landi hefur aukist, ekki síst á framhaldsskólastiginu og að fleiri nemendur séu opnir fyrir námskostum t.d. á sviði verk- og tæknigreina,“ segir Silja Dögg.

Categories
Fréttir

Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum – til mikils að vinna fyrir samfélagið

Deila grein

01/07/2019

Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum – til mikils að vinna fyrir samfélagið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum verði til þess að ný úrræði og þjónusta standi börnum til boða. Gunnvinnsla barnaverndarmála á fyrstu stigum verður efld, stuðlað að snemmtækri íhlutun og samvinna ríkis og sveitarfélaga aukin átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Þetta kemur fram í grein Ásmundar Einars í Fréttablaðinu á dögunum.
„Eitt af meginmarkmiðunum er að koma fyrr að vanda barna. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu í æsku eru líklegri til að leiðast út af braut í lífinu. Þeim er jafnframt hættara við ýmsum sjúkdómum. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að koma þeim sem á þurfa að halda til hjálpar með gagnreyndum úrræðum – og það sem fyrst,“ segir Ásmundur Einar.
„Það hefur verið gefandi að taka þátt í að móta ofangreinda framkvæmdaáætlun og verkefnið nú er að fylgja henni eftir af festu. Þessi framsækna áætlun sýnir að okkur er alvara þegar við segjumst ætla að gera betur fyrir börnin okkar.“

Categories
Fréttir

„Enginn fróðleikur er þannig meðfæddur að ekki þurfi að læra hann“

Deila grein

28/06/2019

„Enginn fróðleikur er þannig meðfæddur að ekki þurfi að læra hann“

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, flutti hátíðarávarp á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, í Vík. Ræða Einars Freys hefur vakið nokkra athygli, enda eftirtektarvert að heyra oddvita lítils sveitarfélags ræða þá miklu uppbyggingu er hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á svæðinu og mikilvægi viðbragða samfélagsins sjálfs með nýja íbúa af ýmsum þjóðernum er starfa við ferðaþjónustuna og hafa þar skipt sköpum. Einar Freyr minnti á að á fyrri hluta síðustu aldar var það og samtakamáttur samfélagsins er hreyfði við málum. Að fengin var vörubifreið til að aka afurðum og aðföngum til og frá Vík. Ánægjan hafi verið almenn með breytinguna nema kannski hjá sem áður höfðu séð um flutningana með hestvögnum. En til staðar verða að vera dugnaðarforkar sem standa fyrir framförum í samfélaginu og að samtakamáttur fólksins geti auðveldað og hvatt til framfara.
„Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar margs konar sess í hugum okkar. Hann er dagur til að gleðjast yfir því sem vel hefur tekist við uppbyggingu samfélagsins, dagur til að minnast þeirra brautryðjenda sem fyrr á tíð skópu framtíð þjóðarinnar með baráttu sinni og dagur til að virkja samtakamátt okkar og setja markmiðin enn hærra en áður til heilla fyrir framtíðarkynslóðir landsins,“ sagði Einar Freyr.
„Það hefur verið skemmtilegt að verða vitni að aðdáun fólks af hinum ýmsu þjóðernum, bæði ferðamanna og þeirra sem dvelja hér langdvölum fyrir íslenskri náttúru og áhuga þeirra á íslenskri menningu og siðum. Það er ástæða til að við minnum okkur sjálf á mikilvægi þess að við hlúum að og berum virðingu fyrir okkar menningararfi. Á sama tíma og við eigum að vera þakklát fyrir það að búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á umburðarlyndi er rétt að við munum eftir því að það er ekki sjálfsagður hlutur. Það er ef til vill ástæðan fyrir því að við komum saman á hverju ári og höldum hátíðlegan þennan dag. Til að minna okkur á það að við erum frjáls til þess að ákveða hvernig samfélag við viljum búa,“ segir Einar Freyr.
„Enginn fróðleikur er þannig meðfæddur að ekki þurfi að læra hann“
„Ég stend mig margoft að því sjálfur að vera einfaldlega upptekinn við að vera upptekinn. Því vil ég hvetja okkur sem hér eru komin til þess að gefa ykkur stund af og til og fræðast um nærumhverfið og íslenska sögu. Fyrir okkur sem ölum upp börn er mikilvægt að muna að enginn fróðleikur er þannig meðfæddur að ekki þurfi að læra hann. Það er á ábyrgð okkar að komandi kynslóðir búi yfir nægilegri þekkingu á landi og þjóð svo þau geti orðið þjóðræknir Íslendingar.“

Categories
Fréttir

„Metnaðarfullt samstarf hófst í barnaverndarmálum í dag“

Deila grein

28/06/2019

„Metnaðarfullt samstarf hófst í barnaverndarmálum í dag“

Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir í yfirlýsingu að það sé fagnaðarefni að Kópavogsbær, félagsmálaráðuneytið, UNICEF og Kara connect hafi sett af stað metnaðarfullt verkefni í barnaverndarmálum um bæta upplýsingagjöf og samstarf „innan kerfisins“ með að markmiði að koma börnum og fjölskyldum þeirra fyrr til aðstoðar en nú sé.
„Við lögðum mikla áherslu á snemmtæka íhlutun í málefnum barna í síðustu sveitarstjórnarkosningum og gleðilegt að sjá það áherslumál raungerast. Kópavogur verður í fararbroddi sveitarfélaga þegar kemur að barnaverndarmálum,“ segir Birkir Jón.
„Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, er að gera virkilega góða hluti í þessum málaflokki og það verður spennandi að sjá afrakstur verkefnisins. Velferð barna er forgangsmál á Íslandi í dag þökk sé metnaðarfullum ráðherra.“

Categories
Fréttir

Notkun hjálma hjá reiðhjólafólki eykur hættu á reiðhjólaslysum

Deila grein

27/06/2019

Notkun hjálma hjá reiðhjólafólki eykur hættu á reiðhjólaslysum

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir í yfirlýsingu í dag að málflutningur Óðins Sigþórssonar, sem sat í starfshópi sjávarútvegsráðherra um stefnumörkun í fiskeldi, verulega villandi og hafi að geyma sérstaka nálgun. Óðinn fullyrðir við Morgunblaðið í vikunni að það geti stefnt í átök vegna nýrra fiskeldislaga því ekkert samráð hafi verið haft við þá sem vilja vernda villtu laxastofnana og ákvæði um áhættumat erfðablöndunar hafi verið veikt frá drögum að nýjum ákvæðum í lögum um fiskeldi.
Halla Signý segir, að „þær mótvægisaðgerðir sem settar voru inn í lögin eru einmitt til varnar villta laxinum og eru viðurkenndar af vísindamönnum og nýttar sem slíkar við fiskeldi í Noregi. Fyrst skal nefna mótvægisaðgerðir til að varna því að eldislaxinn sleppi úr kvíum og þar má nefna notkun stærri seiða, minni möskva og notkun ljósastýringar. Svo eru mótvægisaðgerðir sem skal beita ef að slysasleppingar verða en það er vöktun í ám og heimild Fiskistofu til að fjarlægja eldislax úr nærliggjandi ám ef heimild landeiganda liggur fyrir.“
„Fullyrðingar Óttars eru eins og að halda því fram að notkun hjálma hjá reiðhjólafólki auki hættu á reiðhjólaslysum,“ segir Halla Signý.
Eins heldur Óttar Sigþórsson því fram að Alþingi sé að úthluta gríðarlegum verðmætum til einstakra fyrirtækja með nýjum ákvæðum í lögum, en með afturvirkum hætti sé gripið inn í rekstur fyrirtækja er hafi verið búin að helga sér svæði með matsáætlunum á grundvelli eldri laga sem séu í sjálfu sér fólgin gríðarleg verðmæti.
Fullyrðingar Óttars segir Halla Signý um verðmæti eldisleyfa vera villandi. „Vissulega, þegar eldisfyrirtækin eru komin í fullan rekstur aukast virði fyrirtækisins í heild sinni líkt og með annan rekstur. En eldisfyrirtækin geta ekki selt leyfin frá sér að hluta eða að öllu leiti líkt og er með aflaheimildir í sjávarútvegi. Því þurfa eldisfyrirtækin að vinna sjálf að vermæti „lottóvinningsins“ með því að byggja upp sína starfsemi með umhverfislegum hætti. Þannig auka þau verðmæti þeirrar framleiðslu sem vinna skal að enda er eldisfiskurinn mjög viðkvæm markaðsvara,“ segir Halla Signý.
„Gjaldtaka í fiskeldi samkvæmt nýjum lögum er að færeyskri fyrirmynd. Það er bratt að svo ung atvinnugrein sem fiskeldi er hér á landi skuli gjaldsett líkt og verið er að gera. En hugsunin er að skapa sterkan ramma um þessa framleiðslu í sátt við nærsamfélög, umhverfið og þjóðarbúið allt,“ segir Halla Signý.
„Nú fyrst liggur fyrir rammi sem hægt er að vinna eftir sem tryggir sjálfbæra uppbyggingu fiskeldis til hagsbóta fyrir samfélögin og í sátt við náttúruna.“

Categories
Fréttir

Þingvallafundurinn 1919

Deila grein

26/06/2019

Þingvallafundurinn 1919

Fyrsta Flokksþing Framsóknarmanna var haldið fyrir 100 árum, var það sett þann 25. júní 1919 við Öxará.
Miðstjórn Framsóknarflokksins hafði fyrr um veturinn það ár samþykkt að efna til landsfundar á Þingvöllum, m.a. til að setja flokknum stefnuskrá er flokksmenn alls staðar af landinu kæmu að. Undirtektir voru umfram væntingar forystu flokksins og sóttu þetta þing um 100 fulltrúar úr flestum héruðum landsins. Um leið var þingið það fjölmennasta sem nokkur annar flokkur hafði haldið.
Jónas Jónsson frá Hriflu setti fundinn, lýsti hann tildrögum hans og verkefnum og gekkst fyrir kosningu fundarstjóra. Ólafur Briem var kosinn fundarstjóri, en til vara Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsavík og sér Jakob Lárusson í Holti. Þingið á Þingvöllum stóð yfir í alls fjóra daga.
Á lokadegi þingsins voru fluttar tillögur um stefnu flokksins í öllum málum er málefnanefndir höfðu fjallað um. Þær voru í samræmi við stefnuskrá þingflokksins frá 1916 og Tímans frá 1918, en þó ýtarlegri og fleiri málaflokkar.
Sigurður Norðdal og Valtýr Stefánsson fluttu sérstök erindi á þinginu. Sigurður flutti erindi um menningarmál og Valtýr um framtíð landbúnaðarins.

Um Þingvallafundinn segir í Tímanum 2. júlí 1919:

„Það er ekki ýkja langt síðan að einn hinn tillögubesti maður í sjálfstæðisbaráttu þessa lands, Guðmundur prófessor Hannesson, taldi það gott til fróðleiks að sækja fund íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn; það væri að skygnast inn í framtíð Íslands.
Nú er þessi leið lokuð, og ekki fyrir það eitt að við eigum okkar eiginn háskóla. Svo eru nú tímarnir breyttir og breyttir til batnaðar. Það er segin saga, að því betri muni framtíðin, sem fleiri góðir menn leggjast á þá sveifina að hafa fyrirhyggju um að sjá framtíðarhag þjóðarinnar sem best borgið.
Það var sú tíð að allra frétta um framtíð Íslands varð að leita til Danmerkur — og það til danskra manna þar. Smám saman fóru svo íslenskir menn að slægjast eftir hlutdeild um þessi mál, og skiljanlega voru það einkum menntamennirnir. Þeim hefir með vaxandi viðreisnarhug þjóðarinnar á löngum tíma tekist að flytja völdin heim, og heima hafa þau undanfarið haft aðalaðsetur sitt í Reykjavík, enda var það ofur eðlilegt, meðan einkum var fengist um formshliðar sambandsfyrirkomulagsins við Dani. En nú eru völdin enn að flytja sig um set. Þau eru að komast í hendur hugsandi borgara hvar sem eru í landinu.
Ein sönnun þessa er fundur sá sem nýafstaðinn er á Þingvöllum; margir menn og úr öllum héruðum landsins koma þar saman til þess að leggja ráð á um það hvað við eigi að taka í öllum helstu málum landsins á næstu árunum; þeim er þelta enginn leikur, ekki er svo hægt um samgöngurnar; fundurinn er sprottinn upp af þörf þjóðarinnar um að láta málin til sín taka, og fundarhaldið styðst við það að nú séu völdin í raun og sannleika komin þangað sem þau eiga að vera, í hendur borgaranna sjálfra í landinu. Og sú trú er á fylstu rökum byggð. Síðasti áfanginn var farinn þegar sambandsdeilunni með forms- og lögskýringa-togstreitunni lauk. Þá lók við fyrirhyggjan um innanlandsmálin, og þar standa menn fastar í fæturna.
Og þessi fundur er ekki aðeins að því leyti eftirtektaverður, að hann skyldi hafa átt sér stað, heldur miklu fremur fyrir það hvernig hann fór úr hendi. Þarna voru menn af öllum stéttum, að undanskildum lögfræðingum, og þessir menn koma sér saman um aðalstefnuatriði í öllum stærstu dagskrármálum þjóðarinnar.
En það sem ef til vill er stærst og mest um vert, er hugblærinn, hrifningin sem þarna ríkti; að henni búa menn lengst og hún mun reynast öllum örðugleikum hættulegust sem kunna að verða á vegi sameiginlegu áhugamálanna sem þarna voru borin fyrir brjósti.
Enda mun það svo, að ýmsir þeir, og það ekki síst eldri og reyndari mennirnir, munu telja sig hafa skygnst inn í framtíð Íslands einmitt á þessum fundi.“

***

Frétt Tímans frá 5. júlí 1919 um samþykkt stefnumála Framsóknarmanna á sínu fyrsta þingi:




 

Categories
Fréttir

Ísland fyrst í heimi til að banna dreifingu matvæla sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur

Deila grein

20/06/2019

Ísland fyrst í heimi til að banna dreifingu matvæla sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður, segir að með samþykkt breytinga á lögum um dýrasjúkdóma o.fl. og þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna, á Alþingi í gær, sé „Ísland fyrsta landið í heiminum sem setur á hreint og klárt bann við dreifingu matvæla sem sýkt eru af salmonellu og kampýlóbakter og sem innihalda ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería.“
„Vinna okkar Framsóknarmanna í meðferð málsins á Alþingi hefur skilað sér í gríðarlegum breytingum frá fyrstu drögum málsins. Þeir sem hafa enn efasemdir um málið hafa ekki kynnt sér það til hlítar. Í húfi er verndun búfjárstofna, varnir gegn dýrasjúkdómum og matvælaöryggi.“
„Ísland er núna í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“ segir Þórarinn Ingi, „og íslenskir bændur óttast ekki samkeppni erlendis frá, þar sem hún er á jafnréttisgrunni, það er lykilatriði og allt tal um eitthvert annað er bara rangt.“
Á grundvelli lýðheilsusjónarmiða munu íslensk stjórnvöld koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta gerist með banni við dreifingu tiltekinna sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum að undangenginni greiningu á stöðunni, uppsetningu eftirlits og í samræmi við opinbera stefnu í aðgerðum gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.
„Ef þessi mikilvægustu skref Alþingis hefðu ekki verið stigin værum við búin að opna á innflutning á hráu kjöti, eins og heildsalar og ákveðin stjórnmálaöfl þeim hliðholl, hafa krafist.
Íslensk stjórnvöld væru þá einfaldlega að gera tilraun sem allar líkur eru á að endi með ósköpum. Bæði varðandi sýkingar í matvælum og sýklalyfjaónæmi sem virtar alþjóðlegar stofnanir og vísindamenn telja að muni draga fleiri jarðarbúa til dauða árið 2050 en ógnvaldurinn krabbamein. Tilraunastarfsemi af því tagi gerist ekki á vakt okkar Framsóknarmanna.
Og ótrúlegt að verslunin hafi verið tilbúin að taka þátt í slíkri tilraunastarfsemi í skiptum fyrir fleiri krónur í kassann,“ segir Þórarinn Ingi.
Í fjármálaáætlun hefur Alþingi tryggt fjárveitingu til aukinna matvælarannsókna og eftirlits, nýsköpunar og framþróunar og til áhættumatsnefndar.

Categories
Fréttir

Nýtum öll tæki­færi til heilsu­efl­ingar – er okk­ur öll­um mik­il­vægt

Deila grein

19/06/2019

Nýtum öll tæki­færi til heilsu­efl­ingar – er okk­ur öll­um mik­il­vægt

„Kvenna­hlaupið sam­ein­ar tvo mik­il­væga þætti í lífi okk­ar allra – sam­veru og hreyf­ingu. Þar er hvatt til sam­stöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sín­um for­send­um og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vin­um,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu á dögunum.
„Mark­mið Kvenna­hlaups­ins er að hvetja kon­ur á öll­um aldri til auk­inn­ar heilsu­efl­ing­ar og til frek­ari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Það hef­ur sann­ar­lega mælst vel fyr­ir og því til stuðnings seg­ir það sitt að Kvenna­hlaupið hef­ur lengi verið stærsti ein­staki íþróttaviðburður­inn á Íslandi.“
„Áfram­hald­andi hvatn­ing og vit­und­ar­vakn­ing um heilsu­efl­ingu er okk­ur öll­um mik­il­væg. Við ætt­um að nýta öll slík tæki­færi, ekki síst þegar þau stuðla að slík­um sam­ein­ing­ar­krafti og henta þátt­tak­end­um á öll­um aldri,“ segir Lilja.

Categories
Fréttir

Húsnæði fyrir alla – ábyrgð stjórn­valda rík

Deila grein

14/06/2019

Húsnæði fyrir alla – ábyrgð stjórn­valda rík

„Aðgengi að viðun­andi hús­næði er öll­um nauðsyn­legt. Í þeim efn­um bera stjórn­völd ríka ábyrgð. Ég er þess full­viss að þau skref sem við höf­um stigið síðustu miss­eri marki ákveðin vatna­skil, leggi grunn­inn að bættri um­gjörð í hús­næðismál­um og færi okk­ur í átt­ina að því mark­miði að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði ásamt nægj­an­legu fram­boði af hús­næði fyr­ir alla, óháð efna­hag og í öll­um byggðum lands­ins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku.
„Hús­næðismál eru eitt stærsta vel­ferðar­mál þjóðar­inn­ar. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörf­um manns­ins og ör­uggt hús­næði óháð efna­hag og bú­setu er ein af grunn­for­send­um öfl­ugs sam­fé­lags.
Hús­næðismarkaður­inn hér á landi hef­ur ein­kennst af mikl­um sveifl­um í gegn­um tíðina, ekki síst síðastliðinn ára­tug. Í dag er staðan sú að stór hóp­ur fólks býr við þröng­an kost og óör­yggi í hús­næðismál­um og marg­ir, einkum þeir tekju­lægri, hafa tak­markaðan aðgang að viðun­andi hús­næði. Þeir verja sömu­leiðis of stór­um hluta tekna sinna í hús­næði. Við það verður ekki unað,“ segir Ásmundur Einar.
Víðtækar aðgerðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði
Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur frá upp­hafi haft skýra stefnu í hús­næðismál­um. Hún er að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði og nægj­an­legt fram­boð af viðun­andi hús­næði fyr­ir alla, óháð efna­hag og bú­setu. Hús­næðismál hafa verið sett í skýr­an for­gang en til marks um það má nefna að þriðjung­ur þeirra 38 aðgerða sem rík­is­stjórn­in lagði fram í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana snýr að hús­næðismál­um. Gert er ráð fyr­ir að Íbúðalána­sjóður fylgi þeim aðgerðum eft­ir og skili stöðuskýrslu þris­var á ári svo að sem best yf­ir­sýn fá­ist yfir fram­gang þeirra.
Til að skapa auk­inn stöðug­leika á hús­næðismarkaði þarf breytta um­gjörð í hús­næðismál­um, sem grund­vall­ast á stefnu­mót­un og áætlana­gerð til langs tíma og er byggð á áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um. Mörg mik­il­væg skref hafa verið stig­in í þá átt á nýliðnum vetri. Íbúðalána­sjóði hef­ur verið falið mik­il­vægt hlut­verk í þeim efn­um með breyt­ingu á lög­um um hús­næðismál og er það fagnaðarefni að sterk stofn­un fari nú með sam­hæf­ingu og fram­kvæmd hús­næðismála á landsvísu.
Sveit­ar­fé­lög­un­um hefur verið falið veiga­mikið hlut­verk við gerð hús­næðisáætl­ana en þær munu fram­veg­is vera lyk­ilþátt­ur í stefnu­mót­un stjórn­valda í hús­næðismál­um. Í þeirri aðgerð krist­all­ast mik­il­vægi þess að gott sam­starf sé á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga þegar kem­ur að hús­næðismál­um.
Mark­visst hef­ur einnig verið unnið að fjölg­un hag­kvæmra leigu­íbúða í gegn­um upp­bygg­ingu al­menna íbúðakerf­is­ins sem studd er af stofn­fram­lög­um rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ljóst er að mik­il þörf er á slíku úrræði en al­menna íbúðakerfið mun auka aðgengi tekju- og eignalágra að ör­uggu leigu­hús­næði á viðráðan­legu verði.