Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

Deila grein

14/04/2014

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

stefan-bogi-sveinsson-heradAðalfundur Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar er var haldinn 10. apríl samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum.

Skipan listans er eftirfarandi:
  1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
  2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
  3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
  4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
  5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
  6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
  7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
  8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
  9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
  10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
  11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
  12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
  13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
  14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
  15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
  16. Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
  17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
  18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1
Á listanum eru 8 konur og 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn hlut þrjá fulltrúa í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.

 

Categories
Fréttir

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Deila grein

11/04/2014

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Fanar-NordurlandathjodaFlokkahópur miðjumanna vill efla Norðurlandaráð til að flýta vinnu að landamæralausum Norðurlöndum. Þetta kom fram á fundi þeirra um umbætur í Norðurlandaráði á Akureyri 7.-8. apríl s.l..
Norðurlandaráð hefur sett sér það markmið að skapa landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta ferðast frjálst yfir landamæri. Til að ná því markmiði hefur flokkahópur miðjumanna ekki aðeins lagt fram tillögur til að flýta vinnu að landamæralausum norðurlöndum heldur einnig tillögur til að efla og styrkja Norðurlandaráð.
„Það er svekkjandi að sjá að tillögur okkar leiða jafnvel ekki til neinna aðgerða,“ segir varaformaður flokkahóps miðjumanna, Karen Elleman. „Flokkahópurinn er tilbúinn að gera miklar breytingar bæði innan Norðurlandaráðs og í ákvarðanatökum þjóðþinga landanna til þess að tillögur Norðurlandaráðs komi að leiða til árangurs og aðgerða.“
Nú standa yfir umbótaferli innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Flokkahópur miðjumanna hvetur norrænu þjóðþingin til að hefja umræðu um aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að þau geti fylgt eftir tillögum Norðurlandaráðs. „Það er mikilvægt að Norðurlandaráð skili góðri og vandari vinu en jafnframt ætti að vera farvegur í þjóðþingunum til að meðhöndla og fylgja eftir tillögum Norðurlandaráðs. Því hvetjum við þjóðþing og ríkisstjórnir norðurlandanna til aðgerða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, sem leiðir umbótavinnu flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

Deila grein

10/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

elin_r_lindalAðalfundur Framsóknarfélags Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 7. apríl B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í sveitarfélaginu. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann, Ingimar Sigurðsson, bóndi, er öðru sæti og Valdimar Gunnlaugsson, stuðningsfulltrúi, í því þriðja.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Elín R Líndal, Lækjamóti, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Ingimar Sigurðsson, Kjörseyri, bóndi
  3. Valdimar Gunnlaugsson, Hvammstanga, stuðningsfulltrúi
  4. Sigríður Elva Ársælsdóttir, Hvammstanga, félagsliði
  5. Gerður Rósa Sigurðardóttir, Hvammstanga, tamningamaður og leiðbeinandi á leikskóla
  6. Sigtryggur Sigurvaldason, Litlu-Ásgeirsá, bóndi
  7. Sigurður Kjartansson, Hlaðhamri, bóndi
  8. Sigrún Waage, Bjargi, bóndi og bókari skólabúða á Reykjaskóla
  9. Ragnar Smári Helgason, Lindarbergi, viðskiptafræðingur og bóndi
  10. Anna Birna Þorsteinsdóttir, Þórukoti, veitingastjóri
  11. Guðmundur Ísfeld, Syðri-Jaðri, handverksbóndi
  12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, Hvammstanga, leiðbeinandi á leikskóla
  13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Hvammstanga, grunnskólakennari
  14. Þorleifur Karl Eggertsson, Hvammstanga, símsmiður

Á listanum eru 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn hlut tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Á félagsfundi Framsóknarfélags Sandgerðis 6. apríl var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum. Í öðru sæti er Daði Bergþórsson, deildarstjóri og í þriðja sæti er Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari.
sandgerdi-frambodslistinn
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
  2. Daði Bergþórsson, deildarstjóri
  3. Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
  4. Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
  5. Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
  6. Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
  7. Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
  8. Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
  9. Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
  10. Agnieszka Woskresinska, þýðandi
  11. Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
  12. Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
  13. Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
  14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri

Listann skipa 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

stefna-vagn-stefansson-skagafjordurFramboðslisti Framsóknarfélags Skagafjarðar hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, leiðir listan líkt og fyrir fjórum árum. Framsóknarmenn eru í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn ásamt Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Framboðslistinn er eftirfarandi:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn
  2. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur
  3. Bjarki Tryggvason, skrifstofustjóri
  4. Viggó Jónsson, forstöðumaður
  5. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður
  6. Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
  7. Ísak Óli Traustason, nemi
  8. Einar Einarsson, bóndi og ráðunautur
  9. Hrund Pétursdóttir, fjármálaráðgjafi
  10. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
  11. Snorri Snorrason, skipstjóri
  12. Ásdís Garðarsdóttir, skólaliði
  13. Bryndís Haraldsdóttir, nemi
  14. Guðrún Sif Gísladóttir, nemi
  15. Ingi Björn Árnason, bóndi
  16. Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  17. Gunnar Valgarðsson, forstöðumaður
  18. Einar Gíslason, tæknifræðingur

Á framboðslistanum eru 8 konur 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn fjóra sveitarstjórnarfulltrúa kjörna í sveitarstjórn.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Deila grein

04/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Framsóknarfélag Akraness samþykkti á félagsfundi á Akranesi einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, fyrrv. ráðherra og alþingsimaður, leiðis listann, í öðru sæti er Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður, og Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur, í því þriðja.
efstu-sjo-akranes
Framboðslistinn, Frjálsir með Framsókn, er skipaður eftirtöldum:

  1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur
  2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður
  3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur
  4. Elinbergur Sveinsson, kennari
  5. Karítas Jónsdóttir, B.S.C. í umhverfis-og byggingaverkfræði
  6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
  7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður
  9. Hlini Baldursson, sölumaður
  10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona
  11. Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður
  12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður
  13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur
  14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður
  15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur
  16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður
  17. Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
  18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður

Á framboðslistanum eru 7 konur og 11 karlar. Í efstu 10 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn tvo bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Mikill einhugur var á fundinum og stefnan sett hátt fyrir vorið.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

MazziFramsóknarfélag Ísafjarðarbæjar samþykkti á fjölmennum félagsfundi á Ísafirði í fyrrakvöld einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Marzellíus Sveinbjörnsson, varabæjarfulltrúi, leiðir listann, í 2. sæti er Helga Dóra Kristjánsdóttir, Flateyri og í 3. sæti er Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Ísafirði.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Marzellíus Sveinbjörnsson, Sundstræti 30, Ísafirði
  2. Helga Dóra Kristjánsdóttir, Tröð, Flateyri
  3. Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Fagraholt 4, Ísafirði
  4. Gísli Jón Kristjánsson, Fagraholti 3, Ísafirði
  5. Barði Önundarson, Hafrafelli, Ísafirði
  6. Elísabet Samúelsdóttir, Brautarholti 11, Ísafirði
  7. Jón Reynir Sigurðsson, Fjarðargata 60, Þingeyri
  8. Rósa Helga Ingólfsdóttir, Urðarveg 30, Ísafirði
  9. Gauti Geirsson, Móholt 11, Ísafirði
  10. Martha Sigríður Örnólfsdóttir, Ytri-Hjarðardalur 2, Flateyri
  11. Sigfús Þorgeir Fossdal, Kjarrholt 1, Ísafirði
  12. Violetta María Duda, Hjallavegur 7, Suðureyri
  13. Jón Sigmundsson, Aðalstræti 11, Ísafirði
  14. Svanlaug Guðnadóttir, Hafnarstræti 19, Ísafirði
  15. Steinþór Auðunn Ólafsson, Hjarðardalur, Þingeyri
  16. Þorleifur K. Sigurvinsson, Sætún 9, Suðureyri
  17. Konráð G. Eggertsson, Urðarvegur 37, Ísafirði
  18. Sigurjón Hallgrímsson, Hlíf I, Ísafirði

Listann skipa 11 karlar og 7 konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Listi Framsóknar í Norðurþingi samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Listi Framsóknar í Norðurþingi samþykktur

Fjölmennur félagsfundur í Framsóknarfélag Þingeyinga á Húsavík samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi.
Nordurthing_frambjodendur_B-listans
Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar leiðir listann en bæjarfulltrúarnir Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason skipa 2. og 3. sætið og ný á listanum í næstu 5 sætum eru Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari. Jón Grímsson, núverandi bæjarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri, Húsavík
  2. Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi og hagfræðingur, Húsavík
  3. Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og kennari, Húsavík
  4. Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Húsavík
  5. Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Raufarhöfn
  6. Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Húsavík
  7. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri, Kópasker
  8. Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari, Húsavík
  9. Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður, Húsavík
  10. Sigríður Benediktsdóttir, bankaritari, Kópasker
  11. Anna Björg Lindberg Pálsdóttir, tómstundafulltrúi, Húsavík
  12. Hjörvar Gunnarsson, nemi, Húsavík
  13. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur, Húsavík
  14. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona, Húsavík
  15. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEBH, Húsavík
  16. Birna Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og kennari, Raufarhöfn
  17. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, fyrrv. sérkennari, Húsavík
  18. Jón Grímsson, bæjarfulltrúi, Kópasker

Listann skipa átta karlar og tíu konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Vegna upphlaups um loftslagsmál og matvælaframleiðslu

Deila grein

02/04/2014

Vegna upphlaups um loftslagsmál og matvælaframleiðslu

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, var í viðtali við RÚV í gær vegna niðurstaðna skýrslu IPCC, Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kemur út 31. mars. Þetta er í fimmta sinn sem IPCC gefur út viðlíka skýrslu og í fyrsta sinn síðan árið 2007.
Sigmundur Davíð fór yfir að þó svo að fregnir af loftslagsbreytingu séu alvarlegar skapi breytingarnar tækifæri fyrir Íslendinga. Hér verði hægt að auka til muna matvælaframleiðslu og flytja úr landi.
Forsætisráðherra segir að niðurstöður skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna séu afdráttarlausar. „Því miður í samræmi við dekkri spár sem menn hafa verið að skoða á undanförnum árum og áratugum. Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í því felast þó tækifæri til að bregðast við þróuninni og bregðast sem best við henni og það eru ekki hvað síst tækifæri sem Ísland hefur.“
Sigmundur Davíð vitnar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem því er spáð að árið 2050 glími ríki nærri miðbaugi jarðar við ýmiss konar vandamál en hagsæld verði í átta löndum á norðurslóðum. „Og Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu.“
Gert ráð fyrir að matvælaverð fari hækkandi

Mannkyni fjölgi um þá 300 þúsund manns á dag. Þá sé að verða viðsnúningur í þróun verðs á mat. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast. Þannig að í þessu liggja tvímælalaust mikil tækifæri fyrir Ísland. Við erum að kortleggja þetta,“ segir hann.
Ber ekki Ísland einhverja ábyrgð á losun koltvísýring og gróðurhúsalofttegunda með öðrum þjóðum heims og þurfum við ekki að gera eitthvað í því? „Það er alveg rétt við gerum það en á margan hátt er Ísland auðvitað til fyrirmyndar líka í umhverfismálum,“ svarar Sigmundur Davíð.
Orkuframleiðsla hér sé líklega sú umhverfisvænasta í heimi. „Og það má kannski segja að okkur beri skylda til að framleiða enn meira af umhverfisvænni orku,“ sagði Sigmundur Davíð.
Þá þurfi að gera betur í því að knýja bíla og skip með endurnýjanlegum innlendum orkugjöfum.
Framsókn áður vakið athygli á aukinni þörf á matvælaframleiðslu

Framsókn hefur síðustu ár marg oft bent á þörfina á aukinni matvælaframleiðslu, ekki síst í samhengi við loftslagsvandann, þ.e. að á næstu árum muni hlýnun valda því að erfiðara verði að rækta matvæli á landsvæðum nær miðbaug, en auðveldara á norðurslóðum. Í því felist að Ísland þurfi að taka aukinn þátt í matvælaframleiðslu heimsins. Hér á landi eru miklar vatnsbirgðir sem muni koma heiminum til góða á sama tíma og vatn þverr á öðrum svæðum.

Þingmenn Framsóknar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi árið 2011 og aftur árið 2012 um aukna matvælaframleiðslu á þessum grundvelli, sjá hér. Þar segir m.a. í greinargerð:
„Tillagan gerir ráð fyrir því að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem móti tillögur um aðgerðir til að auka matvælaframleiðslu á landinu á næstu árum. Gert er ráð fyrir því að starfshópurinn fari yfir lagaumgjörð er varðar landbúnað, matvælaframleiðslu og nýtingu lands. Mótaðar verði tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sem ráðast þurfi í til að ná markmiði þingsályktunarinnar. Nýsköpun, markaðs- og sölumál verði einnig skoðuð sérstaklega og lagðar fram tillögur um aðgerðir.
Landbúnaður og önnur matvælaframleiðsla er og hefur verið mikilvæg atvinnugrein á heimsvísu. Miklir möguleikar felast í að stórauka framleiðslu í íslenskum landbúnaði í ljósi núverandi þróunar matvælaverðs í heiminum, sem drifin er áfram af vaxandi eftirspurn eftir matvælum, loftslagsbreytingum og takmörkuðum aðgangi að lykilauðlindum matvælaframleiðslu heimsins.
Á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokksins var m.a. mótuð stefna í landbúnaðarmálum. Framsóknarflokkurinn vill að staðinn verði vörður um matvælaframleiðslu þjóðarinnar, hvatt verði til nýsköpunar í landbúnaði og leitað leiða til að nýta þau fjölmörgu sóknarfæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu hér á landi. Í ljósi þessarar stefnu leggur þingflokkur Framsóknarflokksins fram tillögu um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi.“
Í ræðu formanns Framsóknar á haustfundi Framsóknar á Húsavík 2010 var fjallað um þessar áskoranir framtíðarinnar:
sigmundur-david-sdg-Framsokn-Husavik-2010„Hver verður staða Íslands í þessum breytta heimi? Það er erfitt að spá fyrir um hvaða hlutir haldi gildi sínu og hverjir ekki, sumar nauðsynjavörur verða óþarfar og hlutir sem við getum ekki ímyndað okkur núna verða ómissandi. Mörg smáfyrirtæki samtímans verða að stórveldum og mörg stórfyrirtæki sem nú er verslað með í kauphöllunum einskis virði. Sum rík lönd gætu fljótt orðið fátæk og sum fátæk lönd rík. Flestir sem skoða framtíðarþróun heimsins eru þó sammála um að þrennt muni halda gildi sínu. Við munum alltaf þurfa mat, hreint vatn og orku.
Það vill svo til að nákvæmlega þessir þrír hlutir eru helstu auðlyndir Íslendinga. Ekki aðeins framleiðum við matvæli heldur besta form næringar, prótín. Það er víðast nóg til af kolvetnum en prótín er af skornum skammti. Fiskstofnar standa óvíða jafnvel að vígi og á Íslandsmiðum og nú er jarðnæði fyrir búfénað að verða af skornum skammti í heiminum.
Nýleg rannsókn sýnir að á Íslandi er til jafnmikið af hreinu nýtanlegu vatni og í stærstu og fjölmennustu löndum Evrópu. Ársbirgðirnar nema 170 rúmkílómetrum eða 170 billjón lítrum af hreinu vatni. Það er álíkamikið magn og í Þýskalandi og Frakklandi og töluvert meira en í vatnalandinu Finnlandi.
Svo lengi sem lögmál eðlisfræðinnar halda verður orka ekki til úr engu en af henni eigum við mikið, ekki í formi kola sem eyðast og menga andrúmsloftið, heldur hreinni endurnýjanlegri orku. Hver Íslendingur framleiðir 54 megavattstundir af raforku. Rúmlega tvöfalt meira en þeir sem koma næst á eftir, norðmenn, fjórfalt meira en Bandaríkjamenn, sexfalt meira en Japanar og áttfalt meira en Bretar.
Ál er orka í föstu formi, bundin í léttan, sterkan umhverfisvænan málm. Jafnvel þótt léttari og sterkari gerviefni kunni hugsanlega að leysa álið af eftir einhverja áratugi munum við enn eiga orkuna og hennar verður þörf, ekki síður en nú.
Auðlindir okkar eru því vörur sem skortur er á í heiminum og sá skortur mun aðeins aukast. Framtíð okkar er undir því komin að okkur takist að verja þessar auðlyndir og leggja rækt við þær.
Fyrir nokkrum vikum kom út bók í bandaríkjunum sem vakti mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum. Bókin er eftir þekktan prófessor í Kaliforníuháskóla Laurance C. Smith og heitir heimurinn árið 2050. Í bókinni rekur höfundurinn hvernig líklegt er að heimurinn þróist á næstu áratugum, ekki hvað síst hvernig verðmæti og vald munu færast til. Þau lönd sem njóta munu mest ávinnings af þeim breytingum, samkvæmt bókinni, eru Kanada, Norðurlönd og ekki hvað síst Ísland. Megin niðurstaða bókarinnar er sú að bæði auður og áhrif muni í auknum mæli færast á norðurslóðir.
Með fyrirsjáanlegri hlýnun jarðar spillist jarðnæði sunnar á hnettinum á meðan norðurslóðir verða kjörlendi landbúnaðar. Fólk og fyrirtæki mun sækja norður á bóginn. Aukinn samfélagslegur órói, þverrandi auðlyndir og óstöðugt veðurfar í ríkjum sunnar á jarðkringlunni gerir lífið á norðurslóðum enn eftirsóknarverðara … í Kanada, á Norðurlöndum og ekki hvað síst á Íslandi.
Gríðarmiklar ósnertar auðlindir á landi og í sjó, sem áður voru óaðgengilegar, verða nýtanlegar.
Siglingarleiðin yfir norðurskautið opnast og gerir Ísland að miðpunkti í flutningaleiðum heimsins. Það gefur landinu einstakt tækifæri sem umskipunarmiðstöð.
Því fylgja þjónusta, verksmiðjur og samsetningariðnaður þar sem hráefni er flutt frá öllum heimshornum, unnið og raðað saman og flutt í allar áttir. Þetta er reyndar ekki í fjarlægri framtíð. Þetta er þróun sem þegar er að hefjast og við verðum að passa okkur að missa ekki af.
Skortur á vatni og landbúnaðarvörum mun enn bæta samkeppnisstöðu norðurslóða. 70% af því vatni sem nýtt er í heiminum rennur ekki til borga, það er ekki drukkið, það fer ekki í baðkör eða í verksmiðjur heldur til landbúnaðarframleiðslu.
Sunnar á jörðinni þarf að vökva akra linnulaust. Það þarf 1000 tonn af vatni til að rækta eitt tonn af korni. Mörg lönd geta ekki lengur með góðu móti séð af vatni í slíka ræktun.“
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

Deila grein

01/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

fjardabyggd-efstu-fimmFramsóknarfélag Fjarðabyggðar samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Frjálsra og Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Fjarðabyggð, á fjölmennum fundi í Þórðarbúð á Reyðarfirði mánudagskvöldið 31. mars.
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar leiðir listan en Eiður Ragnarsson viðskiptafulltrúi, Pálína Margeirsdóttir verslunarmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir skólaliði og Svanhvít Yngvadóttir kennari skipa næstu fjögur sæti. Guðmundur Þorgrímsson núverandi bæjarfulltrúi og verktaki skipar heiðurssæti listans.
Framboðslistinn er skipaður eftirtöldum:

  1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Norðfirði
  2. Eiður Ragnarsson, viðskiptafullrúi, Reyðarfirði
  3. Pálína Margeirsdóttir, verslunarmaður, Reyðarfirði
  4. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, skólaliði, Fáskrúðsfirði
  5. Svanhvít Yngvadóttir, kennari, Eskifirði
  6. Guðjón Björn Guðbjartsson, nemi, Norðfirði
  7. Tinna Hrönn Smáradóttir, iðjuþjálfi, Fáskrúðsfirði
  8. Þuríður Lilly Sigurðardóttir, nemi, Reyðarfirði
  9. Einar Björnsson, forstjóri, Eskifirði
  10. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði
  11. Anton Helgason, framkvæmdastjóri, Stöðvarfirði
  12. Anna Sigríður Karlsdóttir, þroskaþjálfi, Reyðarfirði
  13. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði
  14. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjáfi, Norðfirði
  15. Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eskifirði
  16. Krzysztof Zbigniew Sakaluk, ráðsmaður, Norðfirði
  17. Þorbergur N. Hauksson, varaslökkvistjóri, Eskifirði
  18. Guðmundur Þorgrímsson, verktaki, Fáskrúðsfirði

Á framboðslistanum eru 8 konur og 10 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn tvo sveitarstjórnarfulltrúa.
fjardabyggd-listinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.