Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

Deila grein

01/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Fjarðabyggð samþykktur

fjardabyggd-efstu-fimmFramsóknarfélag Fjarðabyggðar samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Frjálsra og Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Fjarðabyggð, á fjölmennum fundi í Þórðarbúð á Reyðarfirði mánudagskvöldið 31. mars.
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar leiðir listan en Eiður Ragnarsson viðskiptafulltrúi, Pálína Margeirsdóttir verslunarmaður, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir skólaliði og Svanhvít Yngvadóttir kennari skipa næstu fjögur sæti. Guðmundur Þorgrímsson núverandi bæjarfulltrúi og verktaki skipar heiðurssæti listans.
Framboðslistinn er skipaður eftirtöldum:

  1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Norðfirði
  2. Eiður Ragnarsson, viðskiptafullrúi, Reyðarfirði
  3. Pálína Margeirsdóttir, verslunarmaður, Reyðarfirði
  4. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, skólaliði, Fáskrúðsfirði
  5. Svanhvít Yngvadóttir, kennari, Eskifirði
  6. Guðjón Björn Guðbjartsson, nemi, Norðfirði
  7. Tinna Hrönn Smáradóttir, iðjuþjálfi, Fáskrúðsfirði
  8. Þuríður Lilly Sigurðardóttir, nemi, Reyðarfirði
  9. Einar Björnsson, forstjóri, Eskifirði
  10. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði
  11. Anton Helgason, framkvæmdastjóri, Stöðvarfirði
  12. Anna Sigríður Karlsdóttir, þroskaþjálfi, Reyðarfirði
  13. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði
  14. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjáfi, Norðfirði
  15. Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eskifirði
  16. Krzysztof Zbigniew Sakaluk, ráðsmaður, Norðfirði
  17. Þorbergur N. Hauksson, varaslökkvistjóri, Eskifirði
  18. Guðmundur Þorgrímsson, verktaki, Fáskrúðsfirði

Á framboðslistanum eru 8 konur og 10 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn tvo sveitarstjórnarfulltrúa.
fjardabyggd-listinn
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Rangárþingi eystra samþykktur

Deila grein

31/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Rangárþingi eystra samþykktur

isolfur-gylfiFramðboðslisti Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra, vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefur verið samþykktur. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, verður oddviti listans líkt og fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Stóragerði 2a, Hvolsvelli
  2. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Króktúni 5, Hvolsvelli
  3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi, Stóru-Mörk,Vestur-Eyjafjöllum
  4. Benedikt Benediktsson, verkstjóri, Norðurgarði 22, Hvolsvelli
  5. Þórir Már Ólafsson, bóndi, Bollakoti, Fljótshlíð
  6. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi, Stíflu, Vestur-Landeyjum
  7. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, Litlagerði 1a, Hvolsvelli
  8. Katarzyna Krupinska, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, Gilsbakka 10a Hvolsvelli
  9. Bjarki Oddsson, nemi, Miðkrika Hvolhreppi
  10. Helga Guðrún Lárusdóttir, starfsm.Landsb.Ísl. og nemi, Norðurgarði 19 Hvolsvelli
  11. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, bóndi, Guðnastöðum, Austur-Landeyjum
  12. Ágúst Jensson, bóndi, Butru, Fljótshlíð
  13. Ingibjörg Marmundsdóttir, félagsliði, Norðurgarði 8, Hvolsvelli
  14. Bergur Pálsson, sölumaður, Gilsbakka 25, Hvolsvelli

Á framboðslistanum eru 8 konur og 6 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn 4 sveitarstjórnarfulltrúa.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Dalvíkurbyggð samþykktur

Deila grein

31/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Dalvíkurbyggð samþykktur

IÁ fundi sem haldinn var í Framsóknarfélagi Dalvíkurbyggðar var samþykktur framboðslisti Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 31. maí n.k. Efsta sæti listans skipar Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, í öðru sæti er Kristján Guðmundsson, fyrirlesari, og í því þriðja Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur
  2. Kristján Guðmundsson, fyrirlesari
  3. Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri
  4. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
  5. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  6. Íris Hauksdóttir, viðskiptalögfræðingur
  7. Sölvi Hjaltason, bóndi
  8. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
  9. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
  10. Linda Geirdal, skólaliði
  11. Jóhannes Tryggvi Jónsson, bakari
  12. Anna Danuta Jablonska, fiskverkakona
  13. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
  14. Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri

Á framboðslistanum eru 7 konur og 7 karlar.
Framsóknarmenn fenur tvo menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2010 í Dalvíkurbyggð.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaviðhorfið á tveimur mínútum

Deila grein

28/03/2014

Stjórnmálaviðhorfið á tveimur mínútum

Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna, hélt merka ræðu, og kom víða við, á Alþingi í störfum þingsins á miðvikudaginn. Skuldaleiðréttingin; sóun á orku; mikilvægi orku; Sundabraut; Flugvöllurinn og „fjarvera“ Samfylkingarinnar í sex ár voru umfjöllunarefni ræðunnar.
Hér að neðan er ræðan í heild sinni og eins má horfa á upptöku af henni. Ræðan er 2 mínútur í heild sinni, geri aðrir betur.
„Virðulegi forseti. Þetta er stór dagur þegar ríkisstjórnin kemur fram með loforðin sem við lofuðum fyrir ári og sönnun á þeim.
Mig langar að ræða hér um þá sóun á orku sem fram fer í þessum þingsal og hefur verið hér að undanförnu. Við erum að sóa orku sem miklu betra væri að beisla til framdráttar þjóðinni í heild. Það var blaðagrein í Morgunblaðinu í gær og þar kom líka fram að það er sóun á orku til dæmis að keyra ekki Blönduvirkjun á fullu vegna þess að orka hennar er ekki nýtt heimahögunum til framdráttar. Það þarf ekki nýjar línur þar til að flytja orkuna burt. Héraðið þarf að fá atvinnutækifæri og nýta orkuna á staðnum.
Við hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir höfum aðeins verið að karpa um Sundabraut. Hún hefur spurt og ég hef svarað en aftur í gær var endurtekið sama stefið.
Ég vil segja hér: Loforð eiga að standa. Erum við ekki öll sammála um það? (Gripið fram í: Jú.) (Gripið fram í: Jú, jú.) Reykjavíkurlistinn lofaði á sínum tíma Sundabraut þegar við sameinuðumst við Kjalarnes og ég vil berjast fyrir því að það loforð verði efnt. Samgöngur eru mikilvægar og góðar samgöngur geta skipt sköpum. Ég vil halda flugvellinum þar sem hann er og ekki eyða fé í að færa hann. Ég vil frekar leggja Sundabraut.
Það er með eindæmum hversu margir hv. þingmenn Samfylkingarinnar reyna að fela að þeir voru við völd í sex ár, sama tíma og frá fæðingu barns og fram að skólagöngu. Þingmenn Samfylkingarinnar vísa alltaf öllum vandamálum til einhvers sem gerðist áður en barnið fæddist, áður en þau fengu völdin. Samfylkingin hafði völd í sex ár og bjó til sína fyrstu fjárhagsáætlun haustið 2007, ef ég kann að reikna. (Forseti hringir.) Mér telst til að þá hafi líka verið góðæri. Hvers vegna þrifu þau þá ekki upp slímuga slikju af ríkisstofnunum á þessum sex árum?“
 

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

Deila grein

27/03/2014

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

logo-xb-14Frambjóðendaráðstefna Framsóknar verður haldinn 11.-12. apríl nk. í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík.
Ráðstefnan er opin öllum frambjóðendum Framsóknar, kosningastjórum, starfsfólki og sjálfboðaliðum vegna sveitarstjórnarkosninganna. Mjög mikilvægt er að sem flestir frambjóðendur mæti. Þátttaka í frambjóðendaráðstefnunni er endurgjaldslaus.
Við undirbúning ráðstefnunnar er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknar í síma 540 4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is.

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

11. og 12. apríl í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík

—  Drög að dagskrá —

 

Föstudagur 11. apríl 2014

19:30-19:40   Setning og þátttakendur kynna sig

19:40-19:50   Aðkoma skrifstofu að kosningabaráttunni
– Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknar

19:50-20:10   Staða Framsóknarflokkssins í nútíð og fortíð
– Einar Sveinbjörnsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Garðabæ

20:10-20:40   Fréttatilkynningar, greinarskrif og samskipti við fjölmiðla
– Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður ráðherra

20:40-20:50   Kaffihlé

20:50-21:10   Notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu
– Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður ráðherra

21:10-21:20   Spurningar og svör

21:20-21:30   Hvernig á að nýta úthringiver í kosningabaráttunni
– Ásgeir Harðarson, ráðgjafi

21:30-21:45   Að ná til kjósenda
– Magnús Heimisson, stjórnmálafræðingur og ráðgjaf í almannatengslum

21:45-22:00   Að toppa á réttum tíma og hámarka árangur
– Eygló Harðardóttir, ráðherra og ritari Framsóknar

Laugardagur 12. apríl 2014

09:30-10:30   Fjölmiðlar, stjórnmál og kosningar
– Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann  á Akureyri

10:30-10:40   Kaffihlé

10:40 -10:55   Að ná árangri í kosningum
– Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafirði

10:55-11:10   Maður á mann – virkjum kraftinn
– Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna og fyrrv. borgarfulltrúi

11:10-11:20   Auglýsingaefni og útlit baráttunnar
– Hrannar Jónsson, ráðgjafi Árnasynir

11:20-11:30   Praktískar upplýsingar og utankjörfundaratkvæðagreiðsla
– Einar Gunnar Einarsson, skrifstofustjóri Framsóknar

11:30-11:40   Spurningar og svör

11:40-11:55   Seinni hálfleikur
– Ingibjörg Pálmadóttir fyrrv. ráðherra og alþingismaður

11:55-13:00   Matarhlé

13:00-15:30   Ræður, fundarstjórn, líkamstjáning og vinningslið
– Drífa Sigfúsdóttir fyrrv. forseti bæjarstjórnar og varabæjarstjóri
Að semja ræðu og flytja hana. Fundarstjórn, tillögur, líkamstjáning/framkoma, sjónvarp og vinningslið. Frambjóðendur eru beðnir að undirbúa 2 mínútna ræðu sem þeir flytja fyrir framan hópinn. Ræðan verður tekin upp og rædd. Æfing í fundarstjórn.

15:30-15:45 Kaffihlé

15:45-18:00   Framkoma í útvarpi og sjónvarpi
Farið verður yfir ýmis praktísk atriði fyrir frambjóðendu vegna þátttöku í útvarps-  og sjónvarpsþáttum. Tekin verða viðtöl við frambjóðendur. Sjónvarpsumræður. Erfiðar spurningar og framboðsfundir.

18:00 –   Ráðstefnuslit:   Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar

Boðið verður upp á léttar veitingar í ráðstefnulok

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri samþykktur

Deila grein

27/03/2014

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri samþykktur

akureyri-gudmundur-baldvinFundur í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Akureyri, fimmtudaginn 26. mars, samþykkti einróma tillögu kjörstjórnar um framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí. Efsta sæti listans skipar Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi, í öðru sæti er Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður og í því þriðja Siguróli Magni Sigurðsson, nemi. En kosið var á almennum félagsfundi framsóknarfélaganna 15. mars í 5 efstu sætin á framboðslistanum.
Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi
  2. Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður
  3. Siguróli Magni Sigurðsson, nemi
  4. Elvar Smári Sævarsson, kennari
  5. Halldóra Hauksdóttir, hdl.
  6. Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri
  7. Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
  8. Húni Hallsson, söluráðgjafi
  9. Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtir
  10. Óskar Ingi Sigurðsson, framhaldsskólakennari
  11. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
  12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari
  13. Regína Helgadóttir, bókari
  14. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður
  15. Petra Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
  16. Axel Valgeirsson, meindýraeyðir
  17. Viðar Valdimarsson, verkamaður og nemi
  18. Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari
  19. Klemenz Jónsson, dúkalagningameistari
  20. Mínerva Björg Sverrisdóttir, leiðbeinandi
  21. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
  22. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi

Á listanum eru 10 konur og 12 karlar. Framsóknarmenn fengu einn bæjarfulltrúa kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2010, Guðmund Baldvin Guðmundsson.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Deila grein

26/03/2014

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Sigmundur Davíð GunnlaugssonRíkisstjórnin kynnti í dag tvö lagafrumvörp  sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Annars vegar er um að ræða leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattafslátt vegna séreignarlífeyrissparnaðar. Með lækkuninni léttist greiðslubyrði heimilanna og ráðstöfunartekjur þeirra aukast.

  • Heildarumfang leiðréttingarinnar um 150 milljarðar króna
  • Nær til allt að 100 þúsund heimila
  • Dæmigert húsnæðislán getur lækkað um u.þ.b. 20%
  • Einfalt að sækja um leiðréttinguna á vef ríkisskattstjóra
  • Skattafsláttur veittur af séreignarsparnaði sem nýttur er til húsnæðiskaupa

Leiðréttingin – glærukynning
Ný hugsun í húsnæðismálum
Unnt verður að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán sem veita rétt til vaxtabóta. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði.
Gert er ráð fyrir að höfuðstólslækkunin hefjist um leið og umsóknartímabili lýkur.
Frumvarp til laga um leiðréttingu fasteignaveðlána
gatt-hja-rikisskattstjora-leidrettingHámarksfjárhæð niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána verður 4 m.kr. á heimili.Til frádráttar koma fyrri opinber úrræði til lækkunar höfuðstóls sem lántakandi hefur þegar notið. Rétt til leiðréttingar skapa verðtryggð húsnæðislán, vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem mynda stofn til vaxtabóta og voru til staðar á tímabilinu 1. janúar 2008- 31.desember 2009. Leiðrétting er að frumkvæði lántaka og þarf að sækja um hana hjá ríkisskattstjóra á tímabilinu 15. maí til 1. september 2014.
Í frumvarpinu er fjallað um fyrirkomulag leiðréttingar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Það var samið af starfshópi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði sérstaklega til að vinna drög að nauðsynlegum lagabreytingum. Frumvarpið var samið í nánu samstarfi við verkefnastjórn um höfuðstólslækkun íbúðalána og samráðshóp um framkvæmd höfuðstólslækkunar.
Í frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili ráðherra að gera samkomulag við lífeyrissjóði, Íbúðalánasjóð og fjármálafyrirtæki um framkvæmd almennrar leiðréttingar þeirra verðtryggðu fasteignaveðlána einstaklinga sem til staðar voru á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009.
Frumvarp til laga um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt og lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál.
Efni frumvarpsins má í grófum dráttum skipta í tvennt:

  • Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignarsparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðahúsnæðis til eigin nota. Skilyrði er að lánin séu tryggð með veði í íbúðarhúsnæði og að þau séu grundvöllur til útreiknings vaxtarbóta. Hér undir falla einnig lánsveðslán ef þau uppfylla sömu skilyrði.
  • Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota (húsnæðissparnaður).

Í báðum tilfellum er um að ræða tímabundin, skattfrjáls úrræði til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu/ráðstöfun iðgjalda inn á lán, en í fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.
Grunnviðmið eru þessi í báðum tilvikum:

  • Heimili; fjölskyldur og einstaklingar.
  • Með fasteign er átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota.
  • Gildistíminn takmarkast við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.
  • Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum).
  • Hámarksiðgjald, 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda.
  • Einstaklingur sparar a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.

„Þetta er stór dagur“
„Þetta er stór dagur. Þetta er stór dagur þegar ríkisstjórnin kemur fram með loforðin og sönnun á því sem við lofuðum fyrir ári síðan,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, á Alþingi, í dag, í umræðum um störf þingsins, um tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar sem samþykkt voru í ríkisstjórn í gær og kynnt á blaðamannafundi í dag.
Skuldaleiðréttingarfrumvörpunum var dreift á Alþingi í dag, síðdegis:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Aukakjördæmaþing KFR

Deila grein

24/03/2014

Aukakjördæmaþing KFR

logo-framsokn-256x300Aukakjördæmaþing Kjördæmasambands Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR) verður haldið laugardaginn 5. apríl 2014 að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 16:00.
Drög að dagskrá:

  1. Þingsetning
  2. Kosning starfsmanna þingsins.
  3. Tillaga kjörnefndar kynnt
  4. Önnur mál.
  5. Þingslit.

Að kjördæmaþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
 
Þórir Ingþórsson, formaður KFR
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Deila grein

24/03/2014

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknar var viðmælandi í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Hér að neðan má nálgast viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við forsætisráðherra.
Sprengisandur (1): Skuldafrumvörpið kemur á þriðjudag
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skuldaleiðréttingafrumvarpið verði kynnt á þriðjudag. Hann segir einnig að hann sæki ekki ráð til forvera sinna, hvorki á stóli forsætisráðherra né í formennsku í Framsóknarflokksins.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=25666
Sprengisandur (2): Sigmundur Davíð útilokar ekki atkvæðagreiðslu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra útilokar ekki atkvæðagreiðslu um ESB-aðildarmálið. Hann er ósáttur með fullyrðingar Norðmanna í makríldeilunni.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=25667
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Deila grein

22/03/2014

Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Sigurður Ingi JóhannssonSigurður Ingi Jóhansson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að veita rúmlega 20 milljónum króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum. Um er að ræða verkefni á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar, og í Þórsmörk sem er í umsjón Skógræktar ríkisins.
Stofnanirnar telja þessi verkefni vera í forgangi yfir þær aðgerðir sem ráðast þarf í nú þegar til að koma í veg fyrir spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Um er að ræða viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar, svo og eflingu landvörslu í sumar.
Lagt verður m.a. til fjármagn til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar „Laugavegarins“ og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði.
Þessi verkefni eru meðal annars umfangsmikil uppbygging og lagfæring göngustíga á Þórsmerkursvæðinu sem hefur látið mikið á sjá, göngustígar og aðrir innviðir við Skútustaðagíga í Mývatnssveit, lagfæringar á gönguleiðum við Gullfoss, auk þess að vinna áætlun um þær aðgerðir sem þarf að fara í við gönguleiðina „Laugaveginn“ milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Einnig verða lagðir fjármunir í öryggismál við Dyrhólaey og aðgerðir gegn utanvegaakstri á Friðlandi að Fjallabaki.
Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er einnig unnið að gerð lagafrumvarps um heildstæða framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu í íslenskri náttúru í þágu ferðaþjónustu sem umhverfis- og auðlindaráðherra mun leggja fyrir Alþingi. Samhliða vinnur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að útfærslum á leiðum til tekjuöflunar til að fjármagna þá vernd, uppbyggingu og rekstur sem framkvæmdaáætlunin mun skilgreina til framtíðar.

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.