Categories
Fréttir

Matarsóun

Deila grein

06/05/2015

Matarsóun

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins á Alþingi í gær, sóun á ýmsum verðmætum og minnti á að allsnægtirnar gefi okkur ekki leyfi til að fara illa með.
„Samkvæmt upplýsingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis. Þetta er álíka mikill matur og framleiddur er árlega í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Á sama tíma fer ein af hverjum sjö manneskjum í heiminum svöng að sofa og yfir 20 þús. börn deyja daglega úr næringarskorti,“ sagði Þórunn.
„Þessar staðreyndir endurspegla verulegt ójafnvægi þegar kemur að lífsstíl fólks sem aftur hefur stórfelld áhrif á umhverfið, meðal annars vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, land- og vatnsnotkunar og ýmissar mengunar sem hlýst af matarframleiðslu. Þetta virðist allt vera langt í burtu frá okkur en auðvitað er það ekki svo. Sem betur fer höfum við Íslendingar nú tekið þessi mál á dagskrá og reynt að spyrna fótum við matarsóun hér á landi. Haldnar hafa verið ráðstefnur og fundir á vegum ýmissa félagasamtaka eins og Kvenfélagasambands Íslands þar sem málefnið hefur verið tekið fyrir. Eins og fram hefur komið er umfang matarsóunar hér á landi því miður ansi mikið,“ sagði Þórunn.
Ræða Þórunnar Egilsdóttur:

Categories
Fréttir

„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins“

Deila grein

06/05/2015

„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins“

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismenn, hafa lagt fram beiðni um að Ríkisendurskoðun annist úttekt á rekstri Isavia. Þetta kom fram í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.
Beiðnin var lögð fram fyrir nokkrum vikum og verður rædd í dag á fundi forsætisnefndar þingsins.
„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins. Þeir hafa gengið fram af fruntaskap í starfsmannamálum þannig að eftir hefur verið tekið. Þeir hafa notað skattfé almennings til að greiða niður árshátíð starfsmanna og stjórnenda í áður óþekktum mæli. Og nú síðast hafa þeir lagt sérstakan skatt á eina stétt sem stundar þjónustu við Leifsstöð, leigubílstjóra. Sá skattur nemur 120 þús. kr. á ári eða 15 þús. kr. á mánuði eða að menn borga tæpar 500 kr. í hvert einasta skipti sem farþegi er sóttur í Leifsstöð,“ sagði Þorsteinn.
„Það segir sig sjálft að það liggur ekki fyrir hvort þessi ráðstöfun stenst lög eða reglur. Það segir sig líka sjálft að það er ekki gæfulegt að leggjast á eina stétt þjónustuaðila þar syðra og láta hana greiða niður kostnað við rekstur þessa fyrirtækis. Í rekstri af þessari stærð hljóta að vera aðrar leiðir til að leita hagræðingar en sú að skattleggja þessa þjónustu. Þessi þjónusta mun þá væntanlega hækka líka fyrir þá sem nota hana, þ.e. farþega,“ sagði Þorsteinn ennfremur.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar:

Categories
Fréttir

„Eins og að kasta steini úr glerhúsi“

Deila grein

30/04/2015

„Eins og að kasta steini úr glerhúsi“

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, minnti Samfylkinguna á að hún verði nú að gæta allrar sanngirni í gagnrýni á hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, á Alþingi.
„Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu, árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á því kjörtímabili sem nú er hefur hæstv. ráðherra Eygló Harðardóttir verið félags- og húsnæðismálaráðherra og þegar hún kom inn í ráðuneytið og byrjaði að vinna að frumvörpum er varða bættan leigumarkaði kom fram að það voru ekki til nein frumvörp er varða bættan leigumarkað frá þeim árum sem upp voru talin áðan, ekki einu sinni drög að frumvörpum þessa efnis,“ sagði Elsa Lára.
Tilefni þessara orða Elsu Láru var gagnrýni Kristjáns L. Möller, alþingismanns, hversu langur tími hafi nú liðið frá því að verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi skilað af sér eða rétt tæpt ár. En nú eru tvö af fjórum húsnæðisfrumvörpum Eyglóar, húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, komin til velferðarnefndar.
„Til að gæta allrar sanngirni í umræðunni verður að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Þar komu fram mismunandi sjónarhorn frá mörgum aðilum sem horfa þurfti til,“ bætti Elsa Lára við.
„Síðasta kjörtímabil var fjögur ár eins og flest önnur kjörtímabil hingað til. Að hæstvirtur þingmaður gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum kemur úr hörðustu átt, það er eins og að kasta steini úr glerhúsi,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 

Categories
Fréttir

95% húsnæðis á Íslandi óaðgengileg hjólastólum

Deila grein

30/04/2015

95% húsnæðis á Íslandi óaðgengileg hjólastólum

haraldur_SRGBHaraldur Einarsson, alþingismaður, vakti máls á heimsóknum talsmanna hreyfihamlaðra á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í síðustu viku á Alþingi.
„Í minnisblaði, sem nefndin fékk, kom fram að 95% húsnæðis á Íslandi eru óaðgengileg hjólastólum en á sama tíma eru 65% húsnæðis á jarðhæð. Einnig kom fram að við verslunargötur er aðgengið undir 10% fyrir fólk í hjólastólum. Þá var sérstaklega nefnt að á þjónustu- og veitingastöðum væri þessu ábótavant,“ sagði Haraldur.
Aðgengismál hefur verið í umræðunni undanfarið, þá helst aðgengi fólks í hjólastólum að opinberum byggingum og var farin hringferð um landið þar sem aðgengi hjólastóla að opinberum byggingum var athugað.
Það er mikilvægt að ná að skýra eftirlitsþáttinn betur og koma honum í almennilegt ferli. Eftirlit er á hendi sveitarfélaga eða byggingarfulltrúa og því ekki hægt aðeins skella ábyrgðinni á eiganda húsnæðis.
Ræða Haraldar Einarssonar:

Categories
Fréttir

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

Deila grein

28/04/2015

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi skipan starfshóps, sem er ætlað að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi, um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum, á Alþingi á dögunum.
„Á síðustu árum hefur töluverður þróunarkostnaður verið lagður í að koma á millilandaflugi til og frá Norður- og Austurlandi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og mikil þekking liggur fyrir. Í kringum báða flugvellina eru í gangi klasaverkefni með aðkomu sveitarfélaga og fyrirtækja sem miða að því að koma á millilandaflugi, auk þess sem samstarf er á milli landshlutanna. Þessi vinna hefur ekki enn skilað reglulegu flugi, en mikilvægt er að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem þarna er. Eins er mikilvægt að byggja á þeirri þekkingu sem orðið hefur til í kringum reglulegar ferjusiglingar til Austurlands í áratugi,“ sagði Líneik Anna.
„Tæp milljón ferðamanna kom til Íslands með flugi á síðasta ári og spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun á næstu árum. Mikill meiri hluti erlendra ferðamanna heimsækir einungis suðvesturhorn landsins eins og við vitum og aðrir landshlutar njóta fjölgunarinnar í minna mæli. Með aukinni dreifingu ferðamanna um landið má dreifa álagi á náttúru og innviði en um leið skapa tækifæri fyrir fleiri landshluta til að byggja upp víðtækari þjónustu allt árið um kring og styrkja innviði.“
Ræða Líneikar Önnur Sævarsdóttur:

Categories
Fréttir

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

Deila grein

11/04/2015

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

jafnrettisviðurkenning-02Gunnar Bragi Sveinsson hlaut jafnréttisviðurkenningu Framsóknar á flokksþingi 2015. Viðurkenningin er veitt fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins sem varðar að jafna stöðu karla og kvenna og unnið að framgangi jafnréttisáætlunar flokksins.
Í rökstuðningi jafnréttisnefndar sem veitti viðurkenninguna sagði að Gunnar Bragi hefði sem ráðherra sett jafnréttismálin á dagskrá. Gunnar Bragi hefur setið í jafnréttisnefnd sem sveitarstjórnarmaður og síðar sem þingflokksformaður í jafnréttisnefnd Framsóknar. Sem ráðherra hefur hann í ræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna talað fyrir jafnrétti og mikilvægi þess að fá karlmenn með í baráttunni fyrir kynjajafnrétti, samfélaginu í heild til góðs.
Ráðuneyti hans stóð fyrir sérstakri ráðstefnu svokallaðri Rakarastofuráðstefnu með Súrínam í Sameinuðu þjóðunum í New York. Hugmyndin að baki Rakarastofuráðstefnunni var að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og var hún tengd aðdraganda 20 ára afmæli Beijing – yfirlýsingarinnar, aðgerðaráætlunarinnar Beijing +20 og átaki UN Women, He for She. Rakarastofuráðstefnan vakti athygli víða um heim og unnið er að áframhaldi hennar.
Þá hélt utanríkisráðuneytið ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum sl. haust  þar var fjallað um aðstæður kvenna og karla á svæðinu, m.a. aðgang og yfirráð auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og velferð. Sagði ráðherra mikilvægt að efla umræður og hlut jafnréttismála í starfi Norðurskautsráðsins enda væri það mikilvægur liður í sjálfbærri mannvistar- og samfélagsþróun á norðurslóðum.
jafnrettisviðurkenning-03Þau tvö ár sem Gunnar Bragi hefur starfað sem utanríkisráðherra hefur hann talað fyrir jafnrétti og mannréttindum á alþjóðlegum ráðstefnum eins og Artic Frontiers, Global Summit to End Sexual Violence in Conflict og Arctic Circle, fundum og ráðstefnum um þróunarmál þar með talið hjá OECD og alþjóðabankanum.
Verðlaunagripurinn, sem ber nafnið „Hnarreist stöndum við saman“, er skúlptúr sem sýnir okkur að við stöndum öll á sama grundvelli og horfumst í augu, burt séð frá t.d. kyni, kynþætti, aldri eða samfélagsstöðu. Skúlptúrinn er frá Jens og er smíðaður úr eðalstáli með íslenskum mugearit og kalsedón.
Myndband af Rakarastofu ráðstefnunni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

Deila grein

11/04/2015

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

SDG-02„Þingforsetar, kæru félagar.
Kærar þakkir fyrir að koma til þessa þrítugasta og þriðja flokksþings framsóknarmanna. Síðasta flokksþingsins á fyrstu öldinni í sögu flokksins okkar. Þingsins þar sem við leggjum drög að því hvernig við förum inn í aðra öld framsóknar fyrir Ísland.
Við fundum nú á miðju kjörtímabili þegar við erum búin að vera í ríkisstjórn í tæp tvö ár. Við vorum öll bjartsýn þegar við tókum við stjórnartaumunum vorið 2013 og hlökkuðum til að innleiða stefnu hófsemi og skynsemi við stjórn landsins.
Menn hefðu þó vart getað talist skynsamir og hófsamir ef þeir hefðu á þeim tíma haldið því fram að á innan við tveimur árum yrði staða landsins búin að breytast jafnmikið til batnaðar og raun ber vitni. Enn bíða ýmis verkefni úrlausnar, við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn.
SDG-03En möguleikar okkar, og Íslendinga allra, á að leysa ókláruð verkefni og takast á við nýjar áskoranir framtíðarinnar verða miklum mun betri, og meiri, ef við gerum okkur grein fyrir því hvaða árangur hefur náðst nú þegar, leggjum mat á hvers vegna sá árangur náðist og látum hann verða okkur hvatningu til að gera enn betur.
Árangur Íslendinga hefur alltaf byggst á því að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu til að sækja fram.
Hugarfar neikvæðni, þar sem nánast þykir óviðeigandi að ræða um það jákvæða við íslenskt samfélag, ræða árangurinn sem við höfum náð og tækifæri framtíðarinnar, slíkt hugarfar má ekki verða ráðandi og hinir, þessir mörgu sem hafa trú á tækifærunum -og sjá árangurinn- mega ekki halda sig til hlés.
Framsóknarmenn eru gefnari fyrir að láta verkin tala en að stæra sig af þeim sjálfir. Hversdagslega er það ekki efst á listanum hjá okkur að segja sögur af eigin dugnaði og afrekum. En nú erum við ekki stödd á hversdagsfundi.“
Hér má nálgast ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015

Deila grein

11/04/2015

Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015

bjartsýnisverðlaun-framsóknar-2015- 02Kvenfélagssamband Íslands hlýtur Bjartsýnisverðlaun Famsóknarflokksins 2015.
Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1930 og er fjölmennasta kvennahreyfing landsins með yfir 5000 félagskonur sem starfa í 170 kvenfélögum um allt land. Fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði er enn starfandi 146 ára gamalt og elsta kvenfélag landsins, – en sambandið sjálft varð 85 ára hinn 1. febrúar sl.
Allt frá upphafi hafa kvenfélögin með bjartsýni og þor staðið vörð um hag íslenskra heimila, gengt mikilvægu samfélagslegu hlutverki og eflt félagsauð þjóðarinnar. Þau hafa í krafti dugnaðar og fjölda sinnt líknar- og mannúðarstarfi, safnað fé til tækjakaupa á sjúkrahús, efnt til fræðslu- og námskeiðahalds, staðið fyrir menningarsamkomum og tekið að sér erfidrykkjur og aðrar samkomur – oft án endurgjalds. Sambandið rekur Leiðbeiningastöð heimilanna, endurgjaldslaust fyrir alla landsmenn og gefur út tímaritið Húsfreyjuna.
Í ár halda kvenfélögin um allt land upp á baráttu íslenskra kvenna fyrir sjálfsögðum réttindum, en fyrir 100 árum fengu konur takmarkaðan rétt til kjörgengis og kosninga til Alþingis. Kvenfélagasamband Íslands hefur frá öndverðu unnið gegn hverskonar sóun á matvörum og óþarfa innkaupum. Sambandið hvatti nýlega framleiðendur, birgja, verslanir og Samkeppniseftirlitið til að bregðast við þeirri miklu matarsóun sem á sér stað þegar vörum sem komar eru á síðasta söludag er fargað, í stað þess að þær séu seldar á niðursettu verði.
Sambandið hefur einnig sett sig upp á móti afnámi orlofs húsmæðra, m.a. á grundvelli þess að konur hafa enn þann dag í dag lægri laun en karlar og hafa ekki notið þeirra réttinda sem karlar njóta.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Spennandi flokksþing framsóknarmanna

Deila grein

10/04/2015

Spennandi flokksþing framsóknarmanna

Verið velkomin á flokksþing framsóknarmanna 201533. flokksþing framsóknarmanna verður sett í dag, kl. 10.30, að Gullhömrum í Grafarholti. Yfirskrift flokksþingsins er: Framsókn í forystu. Í inngangi draga að flokksþingsályktunum segir m.a.: Fagnað er sérstaklega þeim mikla og mikilvæga árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð við uppbyggingu efnahagslífs og endurreisn samfélagsins.
Sérstaklega er fagnað að Leiðréttingin skuli hafa verið framkvæmd á svo skömmum tíma sem raun er, og að aðgerðin nýtist þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar og 40 milljörðum króna verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning. Bætt staða heimilanna er mikilvæg forsenda frekari uppbyggingar í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Flokksfélög framsóknarmanna hafa á liðnum vikum verið að velja þingfulltrúa á flokksþingið. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. En allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþingið og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun flytja yfirlitsræðu sína í dag kl. 13.15 við setningarathöfn flokksþingsins. Kvennakórinn Vox feminae mun flytja nokkur lög við þessa athöfn.
Ritari flokksins og formaður landsstjórnar, Eygló Harðardóttir, og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson, munu flytja skýrslur um störf sín fyrir hádegi í dag.
Kosningar til forystu í flokknum fara fram á laugardag, 11. apríl, en kosið er til formanns, sem jafnframt er formaður miðstjórnar flokksins, varaformanns og ritara.
rannveigþorsteinsdottirSigrún Magnúsdóttir, ráðherra, mun verða með „Sögustund um Rannveigu Þorsteinsdóttur“ þar sem brugðið verður upp svipmyndum frá ferli þessarar merku forvígiskonu okkar framsóknarmanna. Þessi dagskrárliður á flokksþinginu verður á morgun laugardag kl. 11.00. Magnús Ragnar Sigurðsson flytur ljúfa tóna á mandólínið.
Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins verða veitt í dag kl. 11.40.
Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins verður veitt kl. 15.00 á laugardaginn.
Dagskrá 33. flokksþings framsóknarmanna:
Föstudagur 10. apríl
Kl. 10.30 Þingsetning
Kl. 10.40 Kosning þingforseta (6)
– Kosning þingritara (6)
– Kosning kjörbréfanefndar (5)
– Kosning kjörstjórnar (7)
– Kosning samræmingarnefndar (3)
– Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 11.00 Skýrsla ritara
Kl. 11.20 Skýrsla framkvæmdastjóra
Kl. 11.30 Mál lögð fyrir þingið
– Málefnanefnd
Kl. 11:40 Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015
Kl. 12.00 Matarhlé
– Sameiginlegur fundur SUF og LFK á flokksþingi
Kl. 13.15 Setningarathöfn
– Yfirlitsræða formanns
Kl. 14.10 Almennar umræður
Kl. 16.00 Nefndastörf hefjast – unnið í málefnahópum fram eftir kvöldi og á laugardag
1. Landbúnaður og sjávarútvegur.
2. Ferðaþjónusta.
3. Iðnaður og orkumál.
4. Efnahagsmál, fjármál ríkisins og skattamál.
5. Viðskipta- og neytendamál.
6. Stjórnskipan, kirkju-, dóms- og mannréttindamál.
7. Sveitarstjórnarmál.
8. Samgöngur, fjarskipti og byggðarmál.
9. Mennta- og menningarmál.
10. Velferðarmál.
11. Utanríkismál.
12. Umhverfis- og auðlindarmál.
Laganefnd
Kl. 21:30 SUF-partý í Framsóknarhúsinu
Laugardagur 11. apríl
Kl. 09.00-12.00
– Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf
Kl. 09.00 Almennar umræður – framhald
Kl. 11:00 „Konan sem ruddi braut framsóknarkvenna“ – erindi Sigrúnar Magnúsdóttur, ráðherra
Kl. 11:30 Fundur sveitarstjórnarmanna á flokksþingi
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.00 Kosningar:
– Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd og siðanefnd
Kl. 14.00 Afgreiðsla mála
Kl. 15.00 Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015
Kl. 17.30 Þingi frestað
Kl. 20.00 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 12. apríl
Kl. 10.00 Afgreiðsla mála
Kl. 11.00 Tillögur að lagabreytingum
Kl. 12.30 Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 14.00 Þingslit
***

Categories
Fréttir

Drög að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna

Deila grein

08/04/2015

Drög að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna

logo-framsokn-gluggiÁrangur fyrir heimilin og atvinnulífið – árangur fyrir samfélagið.
Í drögum að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna er fagnað sérstaklega þeim mikla og mikilvæga árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð við uppbyggingu efnahagslífs og endurreisn samfélagsins.
Sérstaklega er fagnað að Leiðréttingin skuli hafa verið framkvæmd á svo skömmum tíma sem raun er, og að aðgerðin nýtist þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar og 40 milljörðum króna verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning. Bætt staða heimilanna er mikilvæg forsenda frekari uppbyggingar í efnahagsmálum þjóðarinnar, segir ennfremur í drögunum.
„Flokksþingið telur það mikilvægt vitni um styrka og ábyrga stjórn að á þeim tíma sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum hefur árangur náðst í því að rétta við flesta lykilþætti í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum hafa fjárlög verið hallalaus, hagvöxtur hefur aukist, verðbólga hefur lækkað og haldist undir viðmiði Seðlabankans í lengri tíma en áður hefur þekkst, kaupmáttur launafólks hefur stóraukist, störfum hefur fjölgað umtalsvert og atvinnuleysi farið hríðlækkandi.
Flokksþing framsóknarmanna fagnar einnig þeim árangri sem náðst hefur með áherslu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á rannsóknir og nýsköpun, heilbrigðis og félagsmál. Það er mikilvægt að fyrirheit um afnám skerðinga fyrri ríkisstjórnar á lífeyri aldraðra og öryrkja skuli hafa komið þegar til framkvæmda er ríkisstjórnin tók við völdum. Þá ber að fagna því sérstaklega að fjárframlög til almannatrygginga og Landspítalans hafi aldrei verið hærri en nú og að stuðningur við nýsköpun og rannsóknir hefur tekið stakkakiptum með stórauknum framlögum.
Sá árangur til uppbyggingar og bættrar stöðu á fjölmörgum sviðum samfélagsins sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð á aðeins tveimur árum er mikilvægt skref í átt að markmiðum Framsóknarflokksins að á Íslandi skuli byggja upp réttlátt velferðarsamfélag þar sem allir hafi jöfn réttindi og jöfn tækifæri til að nýta krafta sína til fulls.“
Flokksþingið hvetur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að vinna áfram að frekari árangri á grundvelli sömu markmiða.
master-drög að flokksþingsályktunum 2015.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]