Categories
Fréttir

Háskólinn er lífæð Laugarvatns og samfélagsins þar í kring

Deila grein

25/02/2016

Háskólinn er lífæð Laugarvatns og samfélagsins þar í kring

logo-suf-forsida„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar þá ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands að flytja námsbraut í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur.
Háskólinn er lífæð Laugarvatns og samfélagsins þar í kring og þykir okkur augljóst að slík ákvörðun skuli vera tekin í óþökk kennara, nemenda og sveitarfélaga á Suðurlandi.
Við tökum heilshugar undir orð forsætisráðherra, að beina þurfi fjármunum til háskóla og menntastofnanna á landsbyggðinni, þar sem ljóst er að Háskóli Íslands er ekki að sinna því hlutverki sínu. Við tökum einnig undir orð þingmanna kjördæmisins hvað varðar flutning námsbrautarinnar og áhyggjur þeirra um framtíð þess samfélags sem byggst hefur upp í kringum námið á Laugarvatni. Þingmenn hafa sýnt vilja sinn í því að berjast fyrir bættum stuðningi við námsbrautina en ljóst er að háskólaráð og rektor hafa ekki nokkurn áhuga á aðstoð þeirra.
Við teljum að Háskóli Íslands eigi ekki einungis að þjóna þeim sem að búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig landsbyggðinni. Mikilvægt er að halda í 84 ára sögu íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni og er það óskiljanlegt hvernig Háskóli Íslands getur bundið enda á sögu íþróttakennaranáms á Laugarvatni með þessari ákvörðun.
Við hvetjum háskólaráð til þess að heimsækja Laugarvatn og kynna sér starfsemina sem er þar og í kjölfarið endurskoða ákvörðun sína. Við lítum á þessa ákvörðun sem beina árás á háskólasamfélagið á landsbyggðinni.“
Stjórn SUF.

Categories
Fréttir

Búvörusamningar séu mikilvægt efnahagsmál og spara þjóðinni gjaldeyri

Deila grein

24/02/2016

Búvörusamningar séu mikilvægt efnahagsmál og spara þjóðinni gjaldeyri

logo-suf-forsidaStjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir furðu á ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hún segist fagna nýgerðum búvörusamningum milli samninganefnda landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og bænda.
Í ályktun frá stjórn SUF segir að búvörusamningar séu mikilvægt efnahagsmál, bændur búi til mikil verðmæti í samfélaginu og spari þjóðinni gjaldeyri.
„Markmið samningsins er að skapa greininni sem fjölbreyttust sóknarfæri og landbúnaðinum í heild tækifæri til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins. Markmiðið er því ekki bara matvælaframleiðsla, heldur líka að halda landinu í byggð. Að halda landinu í byggð er ein lykilforsenda fyrir áframhaldandi blómlegri ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir í ályktuninni.
Ný verkefni treysti stoðirnar
Tekið er fram að í samningnum séu umtalsverðar breytingar gerðar á starfsskilyrðum bænda. Þar megi finna ný verkefni sem ætlað sé að treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun og nýsköpun.
„Er það meðal annars ástæðan fyrir því að samningurinn er til 10 ára. Í honum má þó finna tvö endurskoðunarákvæði, það fyrra árið 2019 og hið seinna 2023. Það eru því tækifæri í samningum til að breyta um stefnu ef þurfa þykir.“
Ósanngjörn atlaga að bændum
„Það sést vel á öllum tölum að framleiðsla á landbúnaðarafurðum er mikilvæg fyrir ríkissjóð. Verðmæti landbúnaðarafurða var um 51 milljarður árið 2014 og samkvæmt tölum Hagstofunnar starfa um 4000 manns við landbúnað og um 11000 störf tengjast landbúnaði með einhverjum hætti.
Hættum að líta á bændur sem afætur af samfélaginu og horfum á málin í stærra samhengi. Samkvæmt skýrslu OECD hafa útgjöld til landbúnaðar á Íslandi lækkað úr 5% af landsframleiðslu á tímabilinu 1986 88 niður í 1,1% á tímabilinu 2012 14. Íslenskur landbúnaður er ein af lykilatvinnugreinum þjóðarinnar og með nýjum samningum er hún tryggð sem slík til framtíðar.
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir því yfir furðu með ályktun SUS og telur hana ósanngjarna atlögu að bændum. Einnig teljum við SUS vega ómaklega að fjármálaráðherra og fulltrúa hans í samninganefnd ríkisins.“
STJÓRN SUF

Categories
Fréttir

Fjöldi starfandi jókst um 10.400

Deila grein

24/02/2016

Fjöldi starfandi jókst um 10.400

skipasmidiimg_2928Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í janúar 2016, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 187.200 starfandi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,8%. Samanburður mælinga í janúar 2015 og 2016 sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 7.700 manns, atvinnuþátttakan jókst því um 1,6 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 10.400 og hlutfallið af mannfjölda um 2,8 stig. Atvinnulausum fækkaði um 2.600 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 1,5 stig.
Flæðirit – Vinnumarkaður 16-74 ára janúar 2016

Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 2,5% í janúar
Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 196.100 í janúar 2016 sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku, sem er 0,8 prósentustigum hærri en hún var í desember 2015. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var hlutfall starfandi fólks 81,1% og jókst um 0,4 prósentustig á milli desember 2015 og janúar 2016. Á sama tíma jókst hlutfall atvinnulausra um 0,4 stig, úr 2,1% í 2,5%. Þegar horft á síðustu sex mánuði þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnulausum fækkaði um 1.100 á meðan starfandi fólki fjölgaði um 4.400.
 


Framkvæmd og aðferð
Mælingar sýna að íslenskur vinnumarkaður breytist reglulega í tilteknum mánuðum, eins og sjá má á myndunum hér að framan, og stafar breytileikinn af ýmsum árstíðabundnum þáttum. Árstíðaleiðrétting er tölfræðileg aðferð sem leitast við að aðgreina árstíðabundnar sveiflur frá óreglulegum breytingum. Árstíðaleiðréttingin gerir samanburð á milli samliggjandi mánaða mun raunhæfari og segir betur um hvert tölurnar stefna. Vegna eðli árstíðaleiðréttinga hafa nýjar mælingar áhrif á alla tímaröðina. Hagstofa Íslands notar Tramo-Seats aðferð við árstíðaleiðréttingu. Allar tölur fyrir fyrstu tvo mánuði nýjasta ársfjórðungs eru bráðabrigðatölur þar til ársfjórðungi lýkur.
Janúar 2016 nær til fjögurra vikna, eða frá 4. til 31. janúar. Úrtakið var 1.215 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið 1.170 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 908 einstaklingum sem jafngildir 77,6% af endanlegri svörun. Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra niðurstaðna um atvinnuþátttöku eru ±2,4, hlutfall starfandi ±2,6 og atvinnuleysi ±1,2. Allar fjöldatölur eru afrúnaðar að næsta hundraði.

HEIMILD: www.hagstofa.is

Categories
Fréttir

Lífskjör þjóðarinnar og staða skilgreindra hópa í samfélaginu

Deila grein

24/02/2016

Lífskjör þjóðarinnar og staða skilgreindra hópa í samfélaginu

EÞHEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt nýuppfærða Félagsvísa í ríkisstjórnar.  Félagsvísar eru safn tölulegra upplýsinga sem varpa ljósi á fjölmörg atriði sem varða lífskjör þjóðarinnar og mismunandi stöðu skilgreindra hópa í samfélaginu. Þetta er í fjórða sinn sem Félagsvísar eru birtir.
Megintilgangurinn með félagsvísum er að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og áhrifum þeirra á hagi fólks. Félagsvísar ná alla jafna yfir 10 ára tímabil og gera því kleift að fylgjast með þróun á þeim sviðum velferðarmála sem mæld eru. Gögnin eru sundurgreind eftir kyni, aldri og heimilisgerð svo unnt sé að skoða mismunandi aðstæður fólks eftir hópum á þeim sviðum velferðarmála sem vísarnir taka til.
Félagsvísum er ætlað að einfalda og bæta aðgengi stjórnvalda, almennings, hagsmunaaðila og rannsakenda að upplýsingum þar sem velferð, heilbrigði, vellíðan og þarfir íbúanna eru í brennidepli. Vísarnir eiga þannig að nýtast m.a. til stefnumótunar og ákvarðanatöku á sviði velferðarmála.
Sem dæmi um upplýsingar sem lesa má út úr Félagsvísum má nefna menntun, atvinnuþátttöku, upplýsingar um tekjur, eignir, skuldir og húsnæði eftir fjölskyldugerð, kyni og aldri, upplýsingar um notkun heilsugæslu, lyfjanotkun og ýmsar upplýsingar sem snúa að viðhorfum almennings til félagslegra og efnahagslegra gæða, upplýsingar um þátttöku barna í íþróttum og tómstundum, upplýsingar um samveru barna og foreldra og svo mætti áfram telja.

Categories
Fréttir

Búvörusamningur er rammi til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin

Deila grein

19/02/2016

Búvörusamningur er rammi til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin

SIJSjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisins undirritað nýja samninga við bændur; svo kallaða búvörusamninga, en það eru samningar samkvæmt búnaðarlögum og samningar um starfsskilyrði við framleiðslu grænmetis, kindakjöts og nautgripaafurða.

Samningunum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Sú uppbygging þarf að fara fram á grundvelli sérstöðu, sjálfbærni og fjölbreytni. Í því skyni eru í samningnum ný verkefni sem ætlað er að treysta stoðir landbúnaðarins og ýta undir framþróun, nýsköpun og byggðafestu.

Töluvert miklar breytingar verða á starfsumhverfi bænda með tilkomu nýrra samninga. Stefnt er að því að leggja af svo kallað kvótakerfi, bæði í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárrækt. Losað verður um styrkjafyrirkomulagið, þannig að greiðslur til bænda verða ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur.

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra: „Það er afar ánægjulegt að þessi samningar skuli vera í höfn. Ég tel að hér sé um tímamótasamninga að ræða, þar sem umtalsverðar breytingar verða gerðar á starfsskilyrðum. Af þeim sökum, meðal annars, er samningurinn til tíu ára. En ákvæði um tvær endurskoðanir eru í honum og menn geta því breytt um stefnu eða fyrirkomulag, ef þurfa þykir.“

Útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar níu hundruð milljónir árið 2017 en fara stiglækkandi út samningstímann og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins en þau verða í ár.

Ástæður aukningarinnar eru þær helstar að tímabundið framlag vegna innleiðingar á nýjum reglugerðum um velferð dýra hafa mikinn kostnað í för með sér, stuðningur við átak í tengslum við innflutning á nýju erfðaefni af holdanautastofni til að efla framleiðslu og bæta gæði á nautakjöti, aukinn stuðningur við lífræna ræktun og framlög til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði.

Hopurinn

Categories
Fréttir

Nám á landsbyggðinni

Deila grein

18/02/2016

Nám á landsbyggðinni

haraldur_SRGB„Hæstv. forseti. Háskóli Íslands hefur kynnt ákvörðun um að færa íþróttakennaranám frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Tvær skýrslur hafa verið unnar og þær draga upp of dökka mynd af stöðu háskólanáms á Laugarvatni. Helstu ástæður sem háskólinn færir fram eru fækkun nemenda og að dýrt sé að halda úti námi á Laugarvatni.
Augljóst er að ef meta á kostnað við að halda úti námi í hinum dreifðu byggðum og bera saman við kostnað á höfuðborgarsvæðinu mun allt nám færast á suðvesturhorn landsins. Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé í raun fær um að halda starfseminni á landsbyggðinni. Þingmenn Suðurkjördæmis eru einhuga um að leita leiða til að halda náminu áfram á Laugarvatni. Horfa skal sérstaklega til fjárveitinga á undanförnum árum til náms sem kennt er utan höfuðborgarsvæðisins.
Þá er fækkun íþróttakennara í grunnnámi sambærileg við fækkun nemenda í grunnnámi í kennaradeild. Ljóst er að meginástæðan fyrir fækkuninni er breyting á lengd námsins úr þremur árum í fimm en ekki staðsetningin. Því er eðlilegt að ráðast í aðgerðir til að breyta og bæta fyrirkomulag námsins eins og gert var við leikskólakennaranám þegar aðsókn var sem slökust. Stjórnendur námsins hafa ekki fengið það tækifæri til að rétta úr kútnum og mæta nemendaþróuninni og ef þessi ákvörðun háskólans nær fram að ganga mun það hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélagið á Laugarvatni, Bláskógabyggð og menntaskólann. Þá er hún ekki einskorðuð við íþróttakennaranám heldur gefur tóninn fyrir það sem á eftir mun fylgja því að ef einangruð hagræðingarsjónarmið einstakra stofnana án tillits til heildarhagsmuna verða alls ráðandi er ljóst að skammt mun verða í að allar menntastofnanir á landsbyggðinni leggist meira og minna af (Forseti hringir.) sem og önnur starfsemi ríkisins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því augljóst að þessi ákvörðun getur ekki eingöngu verið innri ákvörðun háskólans.
Hæstv. forseti. Háskóli Íslands hefur kynnt ákvörðun um að færa íþróttakennaranám frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Tvær skýrslur hafa verið unnar og þær draga upp of dökka mynd af stöðu háskólanáms á Laugarvatni. Helstu ástæður sem háskólinn færir fram eru fækkun nemenda og að dýrt sé að halda úti námi á Laugarvatni.
Augljóst er að ef meta á kostnað við að halda úti námi í hinum dreifðu byggðum og bera saman við kostnað á höfuðborgarsvæðinu mun allt nám færast á suðvesturhorn landsins. Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé í raun fær um að halda starfseminni á landsbyggðinni. Þingmenn Suðurkjördæmis eru einhuga um að leita leiða til að halda náminu áfram á Laugarvatni. Horfa skal sérstaklega til fjárveitinga á undanförnum árum til náms sem kennt er utan höfuðborgarsvæðisins.
Þá er fækkun íþróttakennara í grunnnámi sambærileg við fækkun nemenda í grunnnámi í kennaradeild. Ljóst er að meginástæðan fyrir fækkuninni er breyting á lengd námsins úr þremur árum í fimm en ekki staðsetningin. Því er eðlilegt að ráðast í aðgerðir til að breyta og bæta fyrirkomulag námsins eins og gert var við leikskólakennaranám þegar aðsókn var sem slökust. Stjórnendur námsins hafa ekki fengið það tækifæri til að rétta úr kútnum og mæta nemendaþróuninni og ef þessi ákvörðun háskólans nær fram að ganga mun það hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélagið á Laugarvatni, Bláskógabyggð og menntaskólann. Þá er hún ekki einskorðuð við íþróttakennaranám heldur gefur tóninn fyrir það sem á eftir mun fylgja því að ef einangruð hagræðingarsjónarmið einstakra stofnana án tillits til heildarhagsmuna verða alls ráðandi er ljóst að skammt mun verða í að allar menntastofnanir á landsbyggðinni leggist meira og minna af sem og önnur starfsemi ríkisins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því augljóst að þessi ákvörðun getur ekki eingöngu verið innri ákvörðun háskólans.“
Haraldur Einarsson í störfum þingsins 17. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Vaxtamunaveisla Seðlabankans

Deila grein

18/02/2016

Vaxtamunaveisla Seðlabankans

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Í Viðskiptablaðinu í dag er frétt um það að eign erlendra aðila í ríkisskuldabréfum jókst um 5 milljarða kr. í janúar. Þar kemur fram að erlendir aðilar áttu 24% ríkisskuldabréfa í lok janúar. Eign þeirra í ríkisskuldabréfum nam 208,5 milljörðum um síðustu mánaðamót og hafði þá aukist um 46 milljarða á einu ári.
Þessi þróun minnir ískyggilega á það sem gerðist hér í aðdraganda hrunsins 2008. Af hverju gerist þetta? Jú, þetta er vegna þess að Seðlabanki Íslands býður þessum aðilum til vaxtamunaveislu á fáheyrðum kjörum. Nú, þegar við blasir að það þarf að losa 200 milljarða í krónueignum í næsta mánuði á uppboði, verður maður að viðurkenna að maður skilur ekki alveg hvað mönnum gengur til; nú þegar kominn er upp skafl sem er um það bil þriðjungur af þeim sömu upphæðum og menn eru að reyna að losa, og er þáttur í að losa hér höft.
Það virðist sem vaxtastefna Seðlabankans sé orðin að sjálfstæðu efnahagslegu vandamáli. Hún er ekki bara vandamál fyrir fólk og fyrirtæki sem pínast hér í ofurvöxtum, heldur er hún, að þessu virtu, líka þáttur í því að grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Það hlýtur að vera kominn tími til, fyrir menn í Seðlabanka Íslands, að virða fyrir sér afleiðingar þess sem þeir hafa verið að gera nú, þessa fáheyrðu vaxtahækkun sem hér varð síðasta vor í kjölfar kjarasamninga, í hreinni panik og algerum óþarfa, og hefur orðið til þess að 50–60 milljarðar hafa komið inn í íslenskt efnahagslíf frá erlendum aðilum sem keypt hafa ríkisskuldabréf. Þeir munu hvorki spyrja um stund eða stað þegar þeir rífa þá peninga út aftur og geta kippt fótunum undan krónunni.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 17. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Náum niður vaxtastigi

Deila grein

18/02/2016

Náum niður vaxtastigi

Villlum„Hæstv. forseti. Ég ræddi hér í störfunum þingsins í gær um húsnæðismál og vitnaði þar meðal annars í ágætisúttekt og greiningu frá Samtökum iðnaðarins sem telja mikla uppsafnaða þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir til að sinna leigumarkaði og/eða til handa ungu fólki sem hyggur á fyrstu kaup. Hv. þm. Helgi Hjörvar greip þessi skilaboð á lofti og setti fram kenningu um að það væri mögulega lausnin á vanda sem væri of hátt vaxtastig, þ.e. að byggja þá bara minna, það væri svarið. Mér fannst athugasemdin býsna athyglisverð í samhengi við lánafyrirkomulag sem neytendur búa við á húsnæðismarkaði. Það má nefnilega snúa þessu við og spyrja hvort hið verðtryggða lánafyrirkomulag þar sem verðtryggingunni er bætt við höfuðstólinn og dreift á langan lánstíma, eða 40 ár, deyfi ekki kostnaðarvitund lántaka og hafi leitt til þess að fólk kaupi í raun og veru stærra og dýrara en forsendur eru til.
Svo má líka velta því fyrir sér hvort hugsunarháttur nýrrar kynslóðar sé ekki breyttur þegar kemur að húsnæði, fermetrum og þeim kostnaði sem það vill í raun setja í aukafermetra.
Um eitt erum við hv. þingmaður þó sammála; lánafyrirkomulaginu viljum við breyta og kalla verðtrygginguna sínu rétta nafni, nefnilega breytilega vexti þar sem lánveitandinn metur raunvextina og þann raunkostnað sem hann býður lántakanum. Í slíku lánaumhverfi er líklegra að lögmál framboðs og eftirspurnar á þessum markaði virki betur, að kostnaðarvitund fólks verði meiri þar sem kostnaður og gagnsæi kostnaðar liggur fyrir. Fólk tengir þá frekar kostnaðinn við hvern fermetra sem það fjárfestir í og fer varlegar í sakirnar í fyrstu fjárfestingu. Það sem skiptir öllu máli hér er að (Forseti hringir.) við náum sameiginlegum markmiðum, þ.e. að ná vaxtastigi niður.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 17. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Auknum sveigjanleika í skólastarfi ber að fagna

Deila grein

17/02/2016

Auknum sveigjanleika í skólastarfi ber að fagna

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Hagstofan safnar upplýsingum um skólastarf frá öllum grunnskólum landsins og birtir árlega. Í kjölfar birtingar talnanna skapast oft og tíðum umræða um að stöðugt fjölgi nemendum í sérkennslu og hvað sé til ráða.
Hugtakið sérkennsla hefur eitt og sér afar mismunandi merkingu í hugum fólks og að mínu viti má færa rök fyrir því að upplýsingaöflun Hagstofunnar um framkvæmd sérkennslu í grunnskólum sé miklu frekar mælikvarði á sveigjanleika í skólastarfi en mælikvarði á hversu margir nemendur þurfa eða fá viðvarandi stuðning eða sérkennslu.
Þetta þekki ég af eigin raun eftir að hafa sem skólastjóri svarað spurningum Hagstofunnar nokkrum sinnum. Formaður Félags íslenskra sérkennara, Sædís Ósk Harðardóttir, skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn laugardag þar sem hún fer ítarlega yfir það hvernig sveigjanlegir kennsluhættir og sveigjanlegt skipulag getur talist sem sérkennsla í skýrslum til Hagstofunnar. Má þar nefna að ef nemandi missir úr skóla vegna veikinda og fær aðstoð við að vinna upp eða ef nemandi fær einu sinni á skólagöngunni aukaaðstoð við að ná tökum á tiltekinni hreyfingu í sundi eða aðferð í stærðfræði telst hann með í fjölda nemenda sem fá sérkennslu eins og sá sem fær aðstoð þroskaþjálfa, sérkennara eða stuðningsfulltrúa alla daga.
Ég tel mikilvægt að rekstraraðilar skóla, menntamálaráðuneytið og/eða Menntamálastofnun og Hagstofan skoði til hvers á að nýta upplýsingar um sérkennslu og velji viðeigandi mælitæki. Auknum sveigjanleika í skólastarfi ber að fagna og með sveigjanleika má mæta mörgum nemendum án þess að til sérkennslu þurfi að koma. Þegar lagt er í kostnað við upplýsingaöflun er mikilvægt að safna viðeigandi gögnum þannig að þau nýtist skólasamfélaginu öllu.“
Líneik Anna Sævarsdóttir – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.

Categories
Fréttir

Farið að snúast um allt annað og miklu meira en söluna

Deila grein

17/02/2016

Farið að snúast um allt annað og miklu meira en söluna

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Frá því að sá sem hér stendur talaði fyrstur manna hér 28. nóvember 2014 um sölu á hlut ríkisins í Borgun hefur margt komið í ljós sem styður þau orð sem þá voru töluð.
Í sjálfu sér má segja að þetta mál sé farið að snúast um allt annað og miklu meira en söluna sem slíka sem var nógu slæm, ógagnsæ og í sjálfu sér á móti öllum lögmálum um sölu á ríkiseignum þar sem nú eru aðilar málsins farnir í umkenningaleik og bera brigsl hver á annan og kenna hver öðrum um hvernig komið er.
Það kom fram í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að snemma árs 2014, sirka í mars, mátti sjá á erlendum fréttamiðlum að yfirtaka VISA Inc. í Ameríku á VISA Evrópu væri yfirvofandi. Í árshlutauppgjöri VISA Inc. í Ameríku kom einnig fram afkomuviðvörun vegna þessarar yfirtöku þar sem tekið var fram að það mundi kosta eina 13 milljarða bandaríkjadala að yfirtaka VISA Evrópu. Á erlendum fréttamiðlum í október 2014 kom fram um það bil hvaða upphæð kæmi í hlut þeirra sem ættu rétt til hvalreka af þessum ástæðum. Þá mátti mönnum sem fylgst höfðu með vera nákvæmlega ljóst, það mátti reikna út nákvæmlega, hver hluti Borgunar í þessu máli væri.
Nú bera menn af sér og segjast ekki hafa vitað þetta. Eins og ég hef sagt hér áður er fávísi ekki saknæm en hún er rándýr.
Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki.“
Þorsteinn Sæmundsson – í störfum þingsins 16. febrúar 2016.