Categories
Fréttir

Ingvar Mar nýr formaður FR

Deila grein

15/05/2015

Ingvar Mar nýr formaður FR

Nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, Ingvar Mar Jónsson 41 árs gamall flugstjóri hjá Icelandair, var kjörinn á aðalfundi félagsins á miðvikudaginn. Ingvar Mar hefur verið flugmaður og síðar flugstjóri hjá Icelandair frá árinu 1996. Ingvar er menntaður atvinnuflugmaður og flugkennari frá Flugskóla Íslands.
Ingvar Mar hefur verið fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Menningar- og ferðamálaráði borgarinnar frá 2014 og er stjórnarformaður tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga. Ingvar Mar er kvæntur Sigríði Nönnu Jónsdóttur flugfreyju og eiga þau fjögur börn.
ingvarMyndatexti: Ingvar Mar Jónsson, nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Talsverð endurnýjun varð í stjórninni en auk Ingvars sitja þau Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaformaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Dorata Zaorska, Kristinn Jónsson, Stefán Þór Björnsson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Trausti Harðarsson og Hólmfríður Þórisdóttir í nýrri stjórn félagsins.

Categories
Fréttir

Biðlistar allt að 18 mánuðir á BUGL

Deila grein

13/05/2015

Biðlistar allt að 18 mánuðir á BUGL

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, gerði að umtalsefni í störfum þingsins á Alþingi í gær nýja úttekt á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) er landlæknisembættið framkvæmdi.
„Markmið úttektarinnar var að skoða öryggi og gæði valinna þjónustuþátta í þeim tilgangi að koma með leiðir til úrbóta,“ sagði Elsa Lára.
Og hún hélt áfram, „í úttektinni kom fram að biðlistar eftir greiningu séu allt að 18 mánuðir. Þetta er ekki nýtt vandamál og þetta er ekki eitthvað sem er að gerast fyrst núna.“
Elsa Lára vill að við þessu verði að brugðist en ánægjulegt var að ríkisstjórnin gaf í er varðar heilbrigðismálin í síðustu fjárlögum og hefur landlæknir staðfest það í ýmsum þáttum.
„Við sjáum það að ef við komum fram og hjálpum þeim einstaklingum sem eiga í vanda fyrr en síðar þá skilar það sér í auknum lífsgæðum fyrir viðkomandi einstaklinga,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

Categories
Fréttir

ÖBÍ á flokksþingi framsóknarmanna

Deila grein

13/05/2015

ÖBÍ á flokksþingi framsóknarmanna

Öryrkjabandalag Íslands var með kynningu á starfsemi sinni á flokksþingi framsóknarmanna í apríl.
Var skrifstofu flokksins gefin vegleg gjöf af ÖBÍ, „Eitt samfélag fyrir alla“ hálfrar aldar saga Öryrkjabandalags Íslands sem stofnað var 5. maí 1961. Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur, er höfundur bókarinnar og greinir hann frá þrotlausri baráttu fatlaðs fólks, starfsfólks bandalagsins og annarra velunnarar fatlaðra fyrir bættum kjörum þeirra og auknum möguleikum til þátttöku í samfélaginu. Jafnframt var skrifstofu afhent heimildamynd um 50 ára saga bandalagsins.
ÖBÍ leggur núna mesta áherslu á að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) verði fullgiltur sem allra fyrst. SRFF er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samningurinn markar tímamót í allri mannréttinda- og frelsisbaráttu fatlaðs fólks. Samkvæmt framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks átti að leggja fram frumvarp á vorþingi Alþingis 2013 til fullgildingar samningsins en það hefur ekki enn verið gert.
obiaflokksthingi2015
Hér á myndinni má sjá þau Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur og Sigurjón Unnar Sveinsson frá ÖBÍ.

Categories
Fréttir

Matarsóun

Deila grein

06/05/2015

Matarsóun

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins á Alþingi í gær, sóun á ýmsum verðmætum og minnti á að allsnægtirnar gefi okkur ekki leyfi til að fara illa með.
„Samkvæmt upplýsingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis. Þetta er álíka mikill matur og framleiddur er árlega í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Á sama tíma fer ein af hverjum sjö manneskjum í heiminum svöng að sofa og yfir 20 þús. börn deyja daglega úr næringarskorti,“ sagði Þórunn.
„Þessar staðreyndir endurspegla verulegt ójafnvægi þegar kemur að lífsstíl fólks sem aftur hefur stórfelld áhrif á umhverfið, meðal annars vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, land- og vatnsnotkunar og ýmissar mengunar sem hlýst af matarframleiðslu. Þetta virðist allt vera langt í burtu frá okkur en auðvitað er það ekki svo. Sem betur fer höfum við Íslendingar nú tekið þessi mál á dagskrá og reynt að spyrna fótum við matarsóun hér á landi. Haldnar hafa verið ráðstefnur og fundir á vegum ýmissa félagasamtaka eins og Kvenfélagasambands Íslands þar sem málefnið hefur verið tekið fyrir. Eins og fram hefur komið er umfang matarsóunar hér á landi því miður ansi mikið,“ sagði Þórunn.
Ræða Þórunnar Egilsdóttur:

Categories
Fréttir

„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins“

Deila grein

06/05/2015

„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins“

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismenn, hafa lagt fram beiðni um að Ríkisendurskoðun annist úttekt á rekstri Isavia. Þetta kom fram í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.
Beiðnin var lögð fram fyrir nokkrum vikum og verður rædd í dag á fundi forsætisnefndar þingsins.
„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins. Þeir hafa gengið fram af fruntaskap í starfsmannamálum þannig að eftir hefur verið tekið. Þeir hafa notað skattfé almennings til að greiða niður árshátíð starfsmanna og stjórnenda í áður óþekktum mæli. Og nú síðast hafa þeir lagt sérstakan skatt á eina stétt sem stundar þjónustu við Leifsstöð, leigubílstjóra. Sá skattur nemur 120 þús. kr. á ári eða 15 þús. kr. á mánuði eða að menn borga tæpar 500 kr. í hvert einasta skipti sem farþegi er sóttur í Leifsstöð,“ sagði Þorsteinn.
„Það segir sig sjálft að það liggur ekki fyrir hvort þessi ráðstöfun stenst lög eða reglur. Það segir sig líka sjálft að það er ekki gæfulegt að leggjast á eina stétt þjónustuaðila þar syðra og láta hana greiða niður kostnað við rekstur þessa fyrirtækis. Í rekstri af þessari stærð hljóta að vera aðrar leiðir til að leita hagræðingar en sú að skattleggja þessa þjónustu. Þessi þjónusta mun þá væntanlega hækka líka fyrir þá sem nota hana, þ.e. farþega,“ sagði Þorsteinn ennfremur.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar:

Categories
Fréttir

„Eins og að kasta steini úr glerhúsi“

Deila grein

30/04/2015

„Eins og að kasta steini úr glerhúsi“

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, minnti Samfylkinguna á að hún verði nú að gæta allrar sanngirni í gagnrýni á hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, á Alþingi.
„Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu, árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á því kjörtímabili sem nú er hefur hæstv. ráðherra Eygló Harðardóttir verið félags- og húsnæðismálaráðherra og þegar hún kom inn í ráðuneytið og byrjaði að vinna að frumvörpum er varða bættan leigumarkaði kom fram að það voru ekki til nein frumvörp er varða bættan leigumarkað frá þeim árum sem upp voru talin áðan, ekki einu sinni drög að frumvörpum þessa efnis,“ sagði Elsa Lára.
Tilefni þessara orða Elsu Láru var gagnrýni Kristjáns L. Möller, alþingismanns, hversu langur tími hafi nú liðið frá því að verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi skilað af sér eða rétt tæpt ár. En nú eru tvö af fjórum húsnæðisfrumvörpum Eyglóar, húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, komin til velferðarnefndar.
„Til að gæta allrar sanngirni í umræðunni verður að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Þar komu fram mismunandi sjónarhorn frá mörgum aðilum sem horfa þurfti til,“ bætti Elsa Lára við.
„Síðasta kjörtímabil var fjögur ár eins og flest önnur kjörtímabil hingað til. Að hæstvirtur þingmaður gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum kemur úr hörðustu átt, það er eins og að kasta steini úr glerhúsi,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 

Categories
Fréttir

95% húsnæðis á Íslandi óaðgengileg hjólastólum

Deila grein

30/04/2015

95% húsnæðis á Íslandi óaðgengileg hjólastólum

haraldur_SRGBHaraldur Einarsson, alþingismaður, vakti máls á heimsóknum talsmanna hreyfihamlaðra á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í síðustu viku á Alþingi.
„Í minnisblaði, sem nefndin fékk, kom fram að 95% húsnæðis á Íslandi eru óaðgengileg hjólastólum en á sama tíma eru 65% húsnæðis á jarðhæð. Einnig kom fram að við verslunargötur er aðgengið undir 10% fyrir fólk í hjólastólum. Þá var sérstaklega nefnt að á þjónustu- og veitingastöðum væri þessu ábótavant,“ sagði Haraldur.
Aðgengismál hefur verið í umræðunni undanfarið, þá helst aðgengi fólks í hjólastólum að opinberum byggingum og var farin hringferð um landið þar sem aðgengi hjólastóla að opinberum byggingum var athugað.
Það er mikilvægt að ná að skýra eftirlitsþáttinn betur og koma honum í almennilegt ferli. Eftirlit er á hendi sveitarfélaga eða byggingarfulltrúa og því ekki hægt aðeins skella ábyrgðinni á eiganda húsnæðis.
Ræða Haraldar Einarssonar:

Categories
Fréttir

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

Deila grein

28/04/2015

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi skipan starfshóps, sem er ætlað að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi, um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum, á Alþingi á dögunum.
„Á síðustu árum hefur töluverður þróunarkostnaður verið lagður í að koma á millilandaflugi til og frá Norður- og Austurlandi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og mikil þekking liggur fyrir. Í kringum báða flugvellina eru í gangi klasaverkefni með aðkomu sveitarfélaga og fyrirtækja sem miða að því að koma á millilandaflugi, auk þess sem samstarf er á milli landshlutanna. Þessi vinna hefur ekki enn skilað reglulegu flugi, en mikilvægt er að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem þarna er. Eins er mikilvægt að byggja á þeirri þekkingu sem orðið hefur til í kringum reglulegar ferjusiglingar til Austurlands í áratugi,“ sagði Líneik Anna.
„Tæp milljón ferðamanna kom til Íslands með flugi á síðasta ári og spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun á næstu árum. Mikill meiri hluti erlendra ferðamanna heimsækir einungis suðvesturhorn landsins eins og við vitum og aðrir landshlutar njóta fjölgunarinnar í minna mæli. Með aukinni dreifingu ferðamanna um landið má dreifa álagi á náttúru og innviði en um leið skapa tækifæri fyrir fleiri landshluta til að byggja upp víðtækari þjónustu allt árið um kring og styrkja innviði.“
Ræða Líneikar Önnur Sævarsdóttur:

Categories
Fréttir

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

Deila grein

11/04/2015

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

jafnrettisviðurkenning-02Gunnar Bragi Sveinsson hlaut jafnréttisviðurkenningu Framsóknar á flokksþingi 2015. Viðurkenningin er veitt fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins sem varðar að jafna stöðu karla og kvenna og unnið að framgangi jafnréttisáætlunar flokksins.
Í rökstuðningi jafnréttisnefndar sem veitti viðurkenninguna sagði að Gunnar Bragi hefði sem ráðherra sett jafnréttismálin á dagskrá. Gunnar Bragi hefur setið í jafnréttisnefnd sem sveitarstjórnarmaður og síðar sem þingflokksformaður í jafnréttisnefnd Framsóknar. Sem ráðherra hefur hann í ræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna talað fyrir jafnrétti og mikilvægi þess að fá karlmenn með í baráttunni fyrir kynjajafnrétti, samfélaginu í heild til góðs.
Ráðuneyti hans stóð fyrir sérstakri ráðstefnu svokallaðri Rakarastofuráðstefnu með Súrínam í Sameinuðu þjóðunum í New York. Hugmyndin að baki Rakarastofuráðstefnunni var að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og var hún tengd aðdraganda 20 ára afmæli Beijing – yfirlýsingarinnar, aðgerðaráætlunarinnar Beijing +20 og átaki UN Women, He for She. Rakarastofuráðstefnan vakti athygli víða um heim og unnið er að áframhaldi hennar.
Þá hélt utanríkisráðuneytið ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum sl. haust  þar var fjallað um aðstæður kvenna og karla á svæðinu, m.a. aðgang og yfirráð auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og velferð. Sagði ráðherra mikilvægt að efla umræður og hlut jafnréttismála í starfi Norðurskautsráðsins enda væri það mikilvægur liður í sjálfbærri mannvistar- og samfélagsþróun á norðurslóðum.
jafnrettisviðurkenning-03Þau tvö ár sem Gunnar Bragi hefur starfað sem utanríkisráðherra hefur hann talað fyrir jafnrétti og mannréttindum á alþjóðlegum ráðstefnum eins og Artic Frontiers, Global Summit to End Sexual Violence in Conflict og Arctic Circle, fundum og ráðstefnum um þróunarmál þar með talið hjá OECD og alþjóðabankanum.
Verðlaunagripurinn, sem ber nafnið „Hnarreist stöndum við saman“, er skúlptúr sem sýnir okkur að við stöndum öll á sama grundvelli og horfumst í augu, burt séð frá t.d. kyni, kynþætti, aldri eða samfélagsstöðu. Skúlptúrinn er frá Jens og er smíðaður úr eðalstáli með íslenskum mugearit og kalsedón.
Myndband af Rakarastofu ráðstefnunni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

Deila grein

11/04/2015

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

SDG-02„Þingforsetar, kæru félagar.
Kærar þakkir fyrir að koma til þessa þrítugasta og þriðja flokksþings framsóknarmanna. Síðasta flokksþingsins á fyrstu öldinni í sögu flokksins okkar. Þingsins þar sem við leggjum drög að því hvernig við förum inn í aðra öld framsóknar fyrir Ísland.
Við fundum nú á miðju kjörtímabili þegar við erum búin að vera í ríkisstjórn í tæp tvö ár. Við vorum öll bjartsýn þegar við tókum við stjórnartaumunum vorið 2013 og hlökkuðum til að innleiða stefnu hófsemi og skynsemi við stjórn landsins.
Menn hefðu þó vart getað talist skynsamir og hófsamir ef þeir hefðu á þeim tíma haldið því fram að á innan við tveimur árum yrði staða landsins búin að breytast jafnmikið til batnaðar og raun ber vitni. Enn bíða ýmis verkefni úrlausnar, við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn.
SDG-03En möguleikar okkar, og Íslendinga allra, á að leysa ókláruð verkefni og takast á við nýjar áskoranir framtíðarinnar verða miklum mun betri, og meiri, ef við gerum okkur grein fyrir því hvaða árangur hefur náðst nú þegar, leggjum mat á hvers vegna sá árangur náðist og látum hann verða okkur hvatningu til að gera enn betur.
Árangur Íslendinga hefur alltaf byggst á því að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu til að sækja fram.
Hugarfar neikvæðni, þar sem nánast þykir óviðeigandi að ræða um það jákvæða við íslenskt samfélag, ræða árangurinn sem við höfum náð og tækifæri framtíðarinnar, slíkt hugarfar má ekki verða ráðandi og hinir, þessir mörgu sem hafa trú á tækifærunum -og sjá árangurinn- mega ekki halda sig til hlés.
Framsóknarmenn eru gefnari fyrir að láta verkin tala en að stæra sig af þeim sjálfir. Hversdagslega er það ekki efst á listanum hjá okkur að segja sögur af eigin dugnaði og afrekum. En nú erum við ekki stödd á hversdagsfundi.“
Hér má nálgast ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]