Categories
Fréttir

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

Deila grein

05/11/2013

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

framsóknLandsstjórn Framsóknarflokksins boðar til haustfundar miðstjórnar 22.-23. nóvember á Hótel Selfossi í Árborg. Samkvæmt lögum flokksins skal á haustfundi taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu.

Drög að dagskrá:

Föstudagur 22. nóvember 2013

17.00  Setning

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,  forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins

17.05  Kosning embættismanna fundarins.

2 fundarstjórar og  2 fundarritarar

17.10  Skýrsla landsstjórnar, Eygló Harðardóttir félags og húsnæðisráðherra og ritari Framsóknarflokksins

17.30  Skýrsla málefnanefndar

17.40  Umræður um skýrslur

18.10  Reglur um framboðsleiðir til sveitarstjórna og sveitarstjórnarkosningarnar almennt

18.30  Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar

18.40  Hópastarf:

  • framboðsreglur

  • sveitarstjórnarmál

20.00  Kvöldverður

 

Laugardagur 23. nóvember 2013

08.30-09.30  Morgunverður

09.30  Hópastarf

11.30  Hópastarfi lokið

11.45  Hádegisverður

13.15  Ræða formanns Framsóknarflokksins. Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra

14.00  Almennar umræður

15.30  Kaffihlé

16.00  Niðurstöður hópastarfs

16.30  Kosið í fastanefndir miðstjórnar skv. lögum flokksins

  • Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara

  • Fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara

17.00  Önnur mál og fundarslit
***
Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.
Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið framsokn@framsokn.is.
Stefnt er að því að halda skemmtikvöld, föstudagskvöldið 22. nóvember, í samvinnu við framsóknarmenn í Árborg.
Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.
Nánari tilhögun verður kynnt síðar en miðstjórnarfulltrúar eru beðnir að taka dagana frá og gera ráðstafanir með gistingu sbr. tilkynningu þar að lútandi sem send var með tölvupósti.
 
 

Categories
Fréttir

Stjórnmálaskóli SUF

Deila grein

01/11/2013

Stjórnmálaskóli SUF

suf-logoEins og það getur verið misjafnlega gaman að setjast á skólabekk, þá hefur það aldrei verið eins gaman og að setjast á skólabekk í stjórnmálaskóla SUF.
Kennararnir eru hressir, námsefnið skemmtilegt og félagsskapurinn til mikillar fyrirmyndar.

  • 13:00 – Setning stjórnmálaskólans
  • 13:15 – Saga og hugmyndafræði Framsóknarflokksins
    • Einar Gunnar Einarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins
  • 14:30 – Kaffihlé
  • 14:45 – Fjölmiðlar og skrif
    • Karl Garðarsson, þingmaður og fyrrverandi fréttastjóri
  • 15:10 – Kynning á málefnum verkalýðsfélaga
    • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness
  • 15:45 – Kaffihlé
  • 16:00 – Ræðumennska og framkoma
    • Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra
  • 17:00 – Heimsókn á Alþingi
    • Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður landsins

Og rétt eins og á öllum góðum dögum, verður endað á partý.
Þetta er einfaldlega skemmtun sem enginn ungur Framsóknarmaður (núverandi sem tilvonandi) má láta framhjá sér fara.
Stjórnmálaskólinn verður laugardaginn 2. nóvember frá kl. 13:00-17:00 í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu 33 í Reykjavík.
Skráningar sendis á netfögin brekkubraut5@gmail.com eða bjarkiadal@nordural.is.
Samband ungra framsóknarmanna er 75 ára á þessu ári og er mikilvægt að ungir framsóknarmenn viðhaldi pólitísk styrk sambandsins og fjölmenni í stjórnmálaskólann.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Deila grein

30/10/2013

Sigmundur Davíð kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat í dag þing Norðurlandaráðs og tók þátt í umræðu um ungt fólk og samkeppnishæfni á Norðurlöndunum. Þá kynnti forsætisráðherra formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014 sem ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“.
Í ræðu sinni fjallaði Sigmundur Davíð um þau verkefni sem Ísland hyggst setja á oddinn í formennskutíð sinni, líkt og norræna lífhagkerfið, norræna spilunarlistann og norrænu velferðarvaktina, auk þess að leggja aukna rækt við vestnorrænt samstarf. Þá mun á formennskuárinu fara fram endurskoðun á norðurskautsáætlun Norrænu Ráðherranefndarinnar og starfrækt verður sérstakt norrænt landamæraráð sem ætlað er að vinna áfram að afnámi stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndunum.

Categories
Fréttir

Samband eldri framsóknarmanna stofnað

Deila grein

29/10/2013

Samband eldri framsóknarmanna stofnað

sef-stjornSamband eldri framsóknarmanna, SEF, var stofnað í dag í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu. Tilgangur SEF verður m.a. að efla og samræma starf félagsmanna sinna, 60 ára og eldri, og vinna að málefnum eldri borgara með virku starfi að stefnumótun og samþykktum á flokksþingum. Jafnframt er því ætlað að vera stofnunum Framsóknarflokksins til ráðgjafar í öllum málum sem varða eldra fólk og hagsmuni þess.
Fyrsti formaður SEF er Hörður Gunnarsson og með honum í aðalstjórn voru kjörin, Hákon Sigurgrímsson, Ragnhildur Jónasdóttir, Einar G. Harðarson og Ólafía Ingólfsdóttir.
Einnig var kosið í trúnaðarráð með fulltrúum úr hverju kjördæmi og er því ætlað að vera stjórn til ráðgjafar og liðssinnis, eftir því sem þurfa þykir, um málefni, er snerta einstök kjördæmi eða landið í heild.
Var það rómur manna að sambandið gæti orðið Framsóknarflokknum til farsældar og eðlilegt að fylgja eftir góðum árangri flokksins í kosningunum í vor því baráttumál hans snertu ekki síst þann hóp borgara, sem studdu Framsóknarflokkinn frekar en áður.
Á myndinni er nýkjörin stjórn SEF ásamt formanni þingflokks Framsóknarmanna, Sigrúnu Magnúsdóttur.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Deila grein

28/10/2013

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson var á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Hann ræddi þar um stjórnmálaviðhorfið, þær aðgerðir sem framundan eru í skuldamálum heimilanna og sagði mjög ofsagt að deilur væru millum stjórnarflokkanna í þeim efnum. Þeir sem helst hefðu áhyggjur af því að ekki yrði staðið við gefin fyrirheit, væru mestu andstæðingar hugmyndanna um aðstoð við skuldsett heimili.
Enginn ágreiningur er um aðgerðir vegna skuldugra heimila innan ríkisstjórnarinnar sagði Sigmundur Davíð, hann sagði jafnframt að sá kostnaður sem talað væri um vegna leiðréttingar til handa heimilum væri undir þeim tölum sem hafa verið í umræðunni og svigrúmið sem myndast samhliða afnámi hafta rúmaði þá upphæð og vel það.
Sigmundur Davíð var spurður út í fjölmargar kjaftasögur sem hafa grasserað um hann í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Hann kvaðst orðinn ýmsu vanur í þeim efnum, þetta hafi verið töluvert áberandi fyrst í stað, svo hafi það lagast, en undanfarið hafi rógurinn og kjaftasögurnar aftur komist í hæstu hæðir. „Þetta á ekkert bara við um mig, heldur stjórnmálamenn almennt. Ég get bara talað út frá eigin reynslu og sé að menn nýta sér þetta sem tæki í pólitískri baráttu. Þannig er ekki langt síðan skipulega var hringt inn á fréttastofur til að reyna að koma því á kreik að ég ætti von á barni með einhverri annarri konu en konunni minni.“ Umsjónarmaður Sprengisands greip þá inn í og staðfesti þetta og sagðist meðal annars að hringt hefði verið í sig með slíkar sögur.
Hér er hægt að nálgast upptökur af viðtalinu við Sigmund Davíð:
Sprengisandur: SDG 1. hluti. Sigmundur ætlar að standa við allt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ekki vafa um að staðið verði við gefin loforð.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21945
Sprengisandur: SDG 2. hluti. Sigmundur og kjaftasögurnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að um sig gangi vondar kjaftasögur og umræðunnar vegna sé erfitt að fá fólk til að taka þátt í stjórnmálum.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21946
Sprengisandur: SDG 3. hluti. Ráðherrar ráða niðurskurði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að hagræðingarnefndin skili tillögum til ráðherranefndar sem ákveði síðan hvað verði skorið og hvað ekki.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=21947

Categories
Fréttir

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni

Deila grein

25/10/2013

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni

photo-2Forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóri, formaður borgarráðs og forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulag um að norður-suðurflugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ekki lokað árið 2016, eins og ráðgert hafði verið.
Þetta er þáttur í nýju samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um framtíð innanlandsflugs. Samkvæmt því fær norður-suður-brautin að halda sér allt til 2022 en jafnframt verður farið í úttekt á framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs, með áherslu á að miðstöð þess verði á höfuðborgarsvæðinu. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun nú stýra starfshóp sem mun reyna að finna nýjan stað fyrir flugvöllinn.
Á flokksþingi framsóknarmanna í febrúar var ályktað mjög skýrt um að flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni sem hornsteinn fyrir samgöngur landsmanna, vegna almennings- og öryggishagsmuna.

Categories
Fréttir

Auglýst eftir framboðum í Árborg

Deila grein

22/10/2013

Auglýst eftir framboðum í Árborg

xblogo2013Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Árborgar í byrjun október var ákveðið að stilla upp á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Á fundinum var jafnframt kjörin fimm manna uppstillingarnefnd undir forystu Gissurar Jónssonar.
Við sama tækifæri tilkynntu Helgi S. Haraldsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins, og Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, að þau gefi áfram kost á sér til starfa fyrir sveitarfélagið Árborg í kosningunum næsta vor.
Framsóknarfélag Árborgar auglýsir hér með eftir framboðum og ábendingum um áhugasamt og hæfileikaríkt fólk með brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Árborg.
Ef þú hefur hefur áhuga að taka sæti á listanum eða tillögu um fólk á listann biðjum við þig að vera í sambandi við uppstillinganefnd á netfangið xb.arborg@gmail.com. Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til sveitarstjórnar Árborgar.
Framboðsfrestur er til fimmtudagsins 31. október 2013. Stefnt er að því að samþykkja framboðslista á félagsfundi í lok nóvember.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Gissuri í síma 894-5070.
Takk fyrir aðstoðina og munum að það er gaman saman í Framsókn.

Categories
Fréttir

Náttúruverndarlög – endurskoðun

Deila grein

21/10/2013

Náttúruverndarlög – endurskoðun

ege-jokulsarlonid
Í undirbúningi er innan umhverfisráðuneytisins að mynda hóp með sérfræðingum og fagaðilum til að endurskoða náttúruverndarlög nr. 60/2013. Umhverfisráðherra mun leggja frumvarp til endurskoðaðra laga fyrir Alþingi áður en lög nr. 60/2013 taka gildi.
Markmiðið verður að ná sem víðtækastri sátt um lögin og ná lausnamiðari sátt sem yrði til jákvæðra breytinga fyrir okkur öll sem una okkar fallega landi sem og hinna fjöldamarga ferðamanna sem til landsins koma. Lögð verður áhersla á að horfa á málið út frá lausnum, hugsa fram á við og setja sér eftirsóknarverð markmið. Í þeirri vinnu verður tekið tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram um að ekki hafi verið nægjanlegt samráð við fjölmarga hagsmunaaðila. Það þarf að fara í vinnu með ýmis sjónarmið t.d. skógræktarinnar, sveitarfélaganna, Ferðafrelsis og Landsambands landeigenda.
Tryggja þarf nægilegt samráð við fjölmarga aðila og sérfræðinga við vinnuna. Fara vel yfir athugasemdir sem bárust og ekki var tekið tillit til. Frumvarpið fékk afar knappan tíma til umfjöllunar og á endanum fannst lausn sem enginn var fyllilega sáttur við og var það afgreitt undir lok þingsins undir mikilli tímapressu.
Helstu ágreiningsefni snérust að ákvæðum um almannarétt, umferð um hálendið og óskýrar orðaskilgreiningar. Heildstæðari sýn þarf að vera á umhverfismál í lagaumhverfinu, einnig snerist gagnrýnin um ákvæði um framandi tegundir, heimild til að tjalda, hlutverki einstakra stofnanna við framkvæmd laganna og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þá þarf að stíga viðráðanleg skref, hvað kostnað varðar.
Verður hér gerð grein fyrir nokkrum athugasemdum sem þarf að skoða frekar.

Eignarréttur – almannaréttur.

Vernd eignarréttar og umráðaréttur landeigenda yfir landi sínu er mikilvægur grundvallarréttur sem ber að vernda, en með sama hætti er nauðsynlegt að tryggja eðlilegan rétt almennings og ferðafólks til að njóta náttúru landsins, svo fremi að ekki sé gengið á rétt og hagsmuni landeigenda með spjöllum, ónæði eða öðru slíku. Augljóst er að hér er um að ræða vaxandi vandamál víða um landið, samhliða mikilli fjölgun ferðamanna. Hér er um að ræða viðfangsefni sem leiða þarf til lykta með víðtækara og nánara samráði við landeigendur, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila svo að löggjöfin og breytingar á henni verði ekki uppspretta endalausra deilna á komandi árum.

Umferð hjólreiðamanna.

ege-umferdinÍ lögunum segir: „Þegar farið er á reiðhjólum um landið skal fylgt vegum og skipulögðum reiðhjólastígum eins og kostur er.“
Sífellt fleiri nýta sér fjallahjól til ferðalaga og útivistar. Hjólin eru orðin mun betri en áður og fleiri geta nú hjólað erfiðar fjallahjólaleiðir. Það má velta því fyrir sér hvort hjólreiðar fara nokkuð verr með stíga, þegar allt er tekið með í reikninginn eða annað í náttúrinni heldur en umferð gangangi fólks. Lítið er um skipulagða reiðhjólastíga á hálendinu og því er búið að útiloka þennan ferðamöguleika. Koma verður til móts við þennan hóp.

Akstur utan vega.

Öllum er ljóst hvaða skaða akstur utan vega getur valdið fyrir náttúru landsins, skýrar reglur þurfa því að vera um akstur utan vega. Útfæra þarf slíkt vel svo það gangi upp bæði lagalega og í framkvæmd. Mikil gagnrýni hefur komið frá útivistarfólki, vönum ferðamönnum og bændum, sem vel þekkja til aðstæðna og bera mikla umhyggju fyrir náttúru landsins.
Margir umsagnaraðilar hafa gagnrýnt það að í lagatexta komi ekki skýr ákvæði um undanþágur vegna aksturs utan vega. Það er mikilvægt að slíkar undanþágur sé skýrar og að þær séu samdar í samráði við þá aðila sem málið varða. Fjölmargir aðilar þurfa starfs síns vegna að aka utan vega og yfirleitt er um að ræða akstur á léttum fjórhjólum sem ekki skemma land sé þeim ekið af skynsemi. Dæmi sem okkur er öllum umhugað um er að björgunarsveitir séu ávallt í stakk búnar til að bjarga öllum í krefjandi aðstæðum, hvar og hvenær sem er. Útköll björgunarsveita á hálendinu hafa margfaldast með tilkomu vaxandi útivistar almennings sem og ferðamanna sem sækja okkur heim. Skv lögum þessum fá björgunarsveitir einungis heimild til aksturs utan vega við björgunarstörf en að öðru leyti eiga æfingar að fara fram á sérstökum æfingasvæðum. Æfingar björgunarsveita við raunverulegar aðstæður eru mikilvægur þáttur í starfsemi þeirra og getur reynsluleysi við raunverulegar aðstæður verið dýrkeypt. Mikilvægt er að björgunarsveitum sé veitt rýmri heimild til æfinga utan vega.

ege-thjodveginumKortagrunnur um vegi og vegslóða.

Í lögunum segir að ráðherra skuli í reglugerð kveða á um gerð kortagrunns þar sem merktir skulu vegir og vegslóðar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum um.
Mikil gagnrýni og tortryggni hefur komið fram og snúast áhyggjurnar um hömlur á ferðafrelsi sem eru ekki í samræmi við ferðavenjur um náttúru landsins. Menn hafa farið um hálendið um árabil, til að njóta landsins og náttúrinnar en ekki til að skaða hana. Fara þarf betur yfir hvernig menn ætla að nálgast markmiðið. Hugsa í lausnum. Eins og lagt er upp með í lögunum þá er hættan sú að slóðar sem eru settir inn verða öllum kunnir, það þýðir meiri átroðning og þá er markmiðið fallið um sjálft sig og engin náttúruvernd í því. Einnig hafa menn áhyggjur af því að mat á refsinæmi sé óraunhæft og of þrengjandi að byggja á því að tæmandi séu allir þeir vegir og slóðar sem heimilt er að aka um. Skilja verði eftir svigrúm fyrir þá sem ferðast um landið til að taka tillit til aðstæðna hverju sinni og á hverjum stað um leið og lögð sé á þá almenn kvöð um að virða náttúru landsins og valda ekki skaða á viðkvæmri náttúru.

Óskýrar orðaskilgreiningar.

Ýmsar orðaskilgreiningar eru óljósar, villandi og eða rangar, úr því þarf að bæta. Óskýr lagasetning skilar ekki tilsettum árangri, leiðir til ágreinings og færir dómstólum aukin völd.
Dæmi:

  • 5. töluliður 5. gr.  Ræktað land: Land sem nýtt er til framleiðslu nytjajurta með íhlutun, svo sem sléttun, þurrkun, áburðargjöf, jarðvinnslu, sáningu eða öðrum ræktunaraðgerðum. Land telst óræktað eftir langvarandi notkunarleysi. Skóglendi telst ræktað land þangað til trén hafa náð þeim þroska að venjuleg umferð sakar ekki. Ýmsar spurningar vakna hér. Hættir skóglendi að vera ræktað land þegar trén hafa náð þroska? Hvað með land sem er nýtt til beitar fyrir búfénað, t.d. hross og nautgripi, og ætti því að flokkast sem „ræktað land“ eða land í notkun? Í þessum lögum væri til dæmis heimild tjöldun almennings til skamms tíma á slíkum landsvæðum enda væri þetta svæði flokkað sem „óræktað land“. Það er mikilvægt að skilgreina hvað er óræktað land. Skynsamlegra væri að nota hugtökin nytjaland og land sem ekki er nytjað í stað orðanna ræktað og óræktað land.
  • 28. töluliður 5. gr. Þéttbýli: Svæði afmarkað með sérstökum merkjum sem tákna þéttbýli. Virðist eingöngu miða að því að skilgreina hvar þéttbýli endar við þjóðvegi en eðli málsins skv. hlýtur það að vera þar sem byggðin endar. Eðlilegra væri að vísa til samþykkts skipulags.
  •  Í kafla IV Almannaréttur, útivist og umgengni. 25. gr. Takmörkun umferðar. „Umhverfisstofnun getur í verndarskyni takmarkað umferð um eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðið.“ Þegar svona tilvik koma upp þá þarf að hafa samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin.
  • Í VI. kafla um Náttúruminjaskrá. 37. gr. Réttaráhrif skráningar minja á náttúruminjaskrá. „Ráðherra er heimilt að kveða á um tímabundið bann við framkvæmdum eða nýtingu sem skaðað getur verndargildi náttúruminja sem teknar eru á framkvæmdaáætlun (B-hluta).“ Sama sagan, vantar að tryggja aðkomu sveitarfélaga.
  • Í X. kafla um Vernd jarðminja, vistkerfa, vistgerða og tegunda. 57. gr. 3. mgr. Sérstök vernd tiltekinna vistkerfa og jarðminja. Orðalag getur orðið til þess ákvarðanir sveitarfélaga geta verið kærðar á þeim grundvelli að framkvæmd þyki ekki nauðsynleg. Orðalagið má ekki verða til þess að nánast allar ákvarðanir sveitarfélaga um leyfisveitingar verði kærðar á þeim grundvelli að framkvæmd þyki ekki nauðsynleg.

Fleiri greinar skarast á við skipulagsvald sveitarfélaga. Lögin varða þau á margan hátt og sveitarfélögin eru dæmi um aðila sem hefðu átt að koma fyrr að málinu heldur en þau gerðu.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðurkjördæmi

Deila grein

17/10/2013

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðurkjördæmi

Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi Vík í Mýrdal 11.-12. október 2013

framsóknKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lýsir ánægju með góðan árangur sem flokkurinn náði í kjördæminu og á landsvísu í alþingiskosningum í vor. Sá árangur er ekki síst að þakka sterku baklandi, öflugum frambjóðendum og skynsamlegum máflutningi. Þingið fagnar myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en telur mikilvægt að hún lúti forystu Framsóknarmanna.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi hvetur almenna flokksmenn og sveitarstjórnarmenn að huga í tíma að kosningum á vori komandi. Í þeirri vinnu skal gildum Framsóknarflokksins haldið á lofti og byggja skal á góðum árangri sem náðist í alþingiskosningunum í vor.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Suðurkjördæmi leggur áherslu á að vinnu við leiðréttingu á forsendubresti húsnæðislána verði hraðað eftir því sem kostur er. Með því móti er brugðist við réttmætum væntingum kjósenda Framsóknarflokksins. Um leið munu eignastaða og lífskjör batna.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi leggur áherslu á að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins í byggðamálum sem samþykkt var á síðasta flokksþingi og er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Aukin forgangsröðun verkefna í héraði og mikilvægara hlutverk sveitastjórna og heimamanna á hverjum stað. Lögð verði áhersla á jafnrétti til búsetu og íbúar fái notið þeirrar grunnþjónustu sem krafist er í nútímasamfélagi. Trygg raforka, jöfnuður í orkukostnaði og aðgangur að hágæða netsambandi er meginforsenda fjölbreyttrar atvinnuuppyggingar á landsvísu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar vegabótum sem gerðar hafa verið á þjóðveginum með tvöföldun hluta vegarins um Suðurlandsveg. En gera þarf betur í þessum efnum og klára verkefnið. Brýnt er að bæta veglínur við Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Einnig er mikil þörf á að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum og byggja upp mikið ekna tengivegi kjördæmisins. Stóraukin fjöldi ferðamanna og almenn umferð um kjördæmið útheimtir betri samgöngur , auknar áherslur á umferðaröryggi og öflugri löggæslu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar forgangsröðun ríkisstjórnar í uppbyggingu löggæslunnar í landinu. Þingið hvetur þingmenn flokksins og ríkisstjórn að standa vörð um grunnþjónustu löggæslunnar.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Mikilvægt er að samráð sé haft við heimamenn þegar ráðist er í breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Stjórnvöld eru hvött til að endurskoða áform um innritunargjald á sjúkrahús. Kjördæmisþingið lýsir sérstökum áhyggjum af ástandinu á Heilbrigðisstofnunum í kjördæminu. Standa þarf vörð um grunnþjónustu í heilbrigðismálum kjördæmisins. Huga þarf að sjúkraflutningum í þessu samhengi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi leggur áherslu á að menntasetur í kjördæminu verði efld. Markmiðið ætti að vera að sem flestir ljúki framhaldsskólamenntun sem næst sinni heimabyggð. Kjördæmisþingið hvetur stjórnvöld til að skoða þann möguleika að niðurgreiða námslán þeirra sem ljúka háskólanámi og vilja setjast að og starfa í jaðarbyggðum á landsbyggðinni. Sérstaklega ef skortur er á einstaklingum með viðkomandi menntun, eins og til dæmis læknum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar ákvörðun um hærra ásetningshlutfall í sauðfjárrækt og að greiðslumark mjólkurframleiðslu verði aukið á næsta ári. Kjördæmisþingið telur að mikil tækifæri felist í íslenskri matvælaframleiðslu og hvetur stjórnvöld í samstarfi við framleiðendur að tryggja að þau tækifæri fari ekki forgörðum. Kjördæmisþingið lýsir ánægju sinni með aukinn hlut innlendrar framleiðslu í fóðuröflun og skorar á stjórnvöld að hlúa sérstaklega að tækifærum í þeim efnum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar áformum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um að setja af stað vinnu við endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Við lagasetninguna er brýnt að Alþingi tryggi að samningstími um nýtingu auðlindarinnar verði hæfilega langur. Og að afgjald til þjóðarinnar fyrir sameiginlega auðlind verði sanngjarnt og þrengi ekki um of að rekstrarhæfi atvinnugreinarinnar.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í suðurkjördæmi leggur áherslu á að hlúð verði að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu og þó sérstaklega á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi er hvað mest. Þingið hvetur til áframhaldandi uppbyggingar í ferðaþjónustu og lýsir yfir stuðningi við fyrirhugaða gjaldtöku af ferðamönnum og gjaldi fyrir auðlindanýtingu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi minnir á rætur Framsóknarflokksins; hann er grænn umhverfissinnaður flokkur. Standa ber vörð um náttúru Íslands, en um leið og rétturinn er tryggður til að njóta hennar, er mikilvægt að hugað sé að nýtingu til heilla fyrir samfélagið allt. Í þeim efnum er sjálfbærni lykilatriðið svo ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar vegabótum sem gerðar hafa verið á þjóðveginum með tvöföldun hluta vegarins um Suðurlandsveg. En gera þarf betur í þessum efnum og klára verkefnið. Brýnt er að bæta veglínur við Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Einnig er mikil þörf á að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum og byggja upp mikið ekna tengivegi kjördæmisins. Stóraukin fjöldi ferðamanna og almenn umferð um kjördæmið útheimtir betri samgöngur , auknar áherslur á umferðaröryggi og öflugri löggæslu.

Categories
Fréttir

Auglýst eftir framboðum í Reykjavík

Deila grein

17/10/2013

Auglýst eftir framboðum í Reykjavík

xblogo2013Auglýst er eftir framboðum á framboðslista Framsóknar í Reykjavík.

Ákveðið hefur verið að viðhafa uppstillingu til vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014.
Hér með er auglýst eftir framboðum.
Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til borgarstjórnar Reykjavíkur og eru félagsmenn í Framsóknarflokknum.
Framboðum skal skila til kjörstjórnar á netfangið: snorri10@internet.is. Yfirlýsingu um framboð skal fylgja mynd og stutt æviágrip. Framboðsfrestur er til föstudagsins 1. nóvember 2013.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Snorra Þorvaldssyni, formanni kjörstjórnar, í síma 897-9899.
 
KJÖRSTJÓRN Í REYKJAVÍK