Categories
Fréttir

Samfélagsleg ábyrgð bankanna?

Deila grein

27/02/2015

Samfélagsleg ábyrgð bankanna?

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, kallaði eftir samfélagslegri ábyrgð stærstu fjármálastofnana landsins í störfum þingsins í vikunni. Fór hann yfir hagnað bankana eftir skatta en hagnaður Arion banka á síðasta ári nam 28,7 milljörðum kr. sem er tvöfalt meira en árið á undan. Íslandsbanki hagnaðist á síðasta ári um sem nam 23 milljörðum kr.. Arion banki greiddi um 8 milljarða kr. í arð til eigenda sinna í fyrra. „Til hamingju eigendur Arion banka, sem reyndar eru flestir andlitslausir,“ sagði Karl.
Samfélagslegar skyldur eða samfélagsleg ábyrgð hefur gjarnan verið á þann veg að veita nokkra styrki til góðra málefna. En svo er annað að í „verðbólgulausu landi lætur Arion banki íbúðakaupendur borga allt að 8% ársvexti á óverðtryggðum lánum“. Þá fer minna fyrir ábyrgð bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum.
„Ef maður ætlar að leggja pening inn á reikning hjá Arion banka býður bankinn upp á vexti frá 0,1% og upp í u.þ.b. 1%. Tölurnar frá Íslandsbanka eru ekki svo ólíkar,“ sagði Karl.
„Hinn almenni borgari hefur ekkert val. Hann þarf að eiga viðskipti við stofnanir sem hafa aðeins eina hagsmuni að leiðarljósi, eigendanna. Hjá þeim er samfélagsleg ábyrgð bara klisja,“ sagði Karl að lokum.
Ræða Karls Garðarssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fjölmiðlaumræðan og opinber störf

Deila grein

27/02/2015

Fjölmiðlaumræðan og opinber störf

Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, fór í störfum þingsins í vikunni yfir þá athygli er fyrirhugaður flutningur á höfuðstöðvum Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar fékk í fjölmiðlum. 15–20 störf áttu að flytjast á einu og hálfu ári frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Þegar á sama tíma var fjölmiðlaathyglin lítil eða engin þegar tíu manns misstu vinnuna við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Ekkert heyrðist í fjölmiðlum þá. Það hafa opinber störf horfið á síðustu missirum frá Höfn í Hornafirði. „Ekki orð í fjölmiðlum, hvað þá hér í þingsal,“ sagði Silja Dögg.
„Reynslan hefur líka sýnt okkur að þegar opinber störf hverfa á landsbyggðinni koma þau ekki þangað aftur. Það er ekki svo á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Silja Dögg.
„Við getum deilt um aðferðafræði flutnings opinberra stofnana, en það er óumdeilanlega hagur okkar allra að landinu sé öllu haldið í byggð. Liður í því er að byggja upp grunnþjónustu, fjarskipti, samgöngur og síðast en ekki síst að flytja opinber störf frá höfuðborg til landsbyggðarinnar samhliða því að skapa önnur atvinnutækifæri í landinu,“ sagði Silja Dögg.
Hvatti hún þingheim til að horfa til Norðmanna er hafi rekið mjög öfluga byggðastefnu um árabil. Hræðsla eigi ekki við þegar þarf að nýta leiðir sem best hafa gefist þar.
Að lokum sagði Silja Dögg: „Okkar sameiginlegu hagsmunir felast í því að nýta öll landsins gæði til sjávar og sveita. Þá verður fólk að geta búið um allt land.“
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Deila grein

26/02/2015

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stýrði á dögunum fundi stofnaðila Hafsins – öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins.
Um er að ræða samstarfsvettvang fyrirtækja, háskólasamfélagsins, rannsóknastofnana og stjórnvalda um rannsóknir, þróun, framleiðslu og kynningu á tæknilausnum sem stuðla að vernd hafsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er meðal stofnfélaga en stofnsamningur setursins var undirritaður í lok október sl.
Markmiðið með stofnun Hafsins er að efla þátttöku og starf innlendra og erlendra aðila að nýtingu grænnar tækni sem tengist hafinu og verndun þess. Íslendingar búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á málefnum hafsins sem kemur úr stjórnsýslunni, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Stjórnvöld þurfa að tengja sig betur við sjávarklasann og stuðla að því að sá áhugi sem er fyrir hendi hjá atvinnulífinu og háskólasamfélagi nýtist. Þannig er betur tryggð jákvæð ímynd Íslands hvort sem lýtur að heilnæmi sjávarfangs, ábyrgri nýtingu auðlinda eða umhverfisvænni atvinnustarfsemi.
Á fundinum gat ráðherra um mikilvægi þess að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Fá eða engin sjálfstæð ríki hafa jafn ríka hagsmuni varðandi sjálfbæra nýtingu hafsins sem hlúa þarf að með varúð og virðingu og er ein helsta undirstaðan fyrir efnahag og velferð þjóðarinnar.
Á fundi stofnaðila á dögunum var kjörið í stjórn setursins og starfsreglur samþykktar sem og nafnbreyting félagsins, en það gekk áður undir heitinu Oceana. Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eiga aðild að félaginu og eiga nú 14 fyrirtæki, stofnanir og opinberir aðilar hlutdeild að Hafinu – öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, auk þess sem tveir aðilar eiga eftir að samþykkja aðild formlega.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er

Deila grein

24/02/2015

Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að ákvæði um þjóðareigu á sjávarútvegsauðlindinni verði sett í stjórnarskrá. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn á Alþingi í dag.

„Það er mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er í sjávarútvegsmálum, og hefur verið í mörg ár, með því að tryggja í stjórnarskrá þjóðareign á auðlindinni. Það verður megináhersla hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra,“ sagði Sigmundur Davíð.

Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
Frétt á visir.is – Sigmundur Davíð segir að þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni verði tryggð í stjórnarskrá
Frétt á mbl.is – Þjóðareign á auðlindum meginstefið
Frétt á ruv.is – Þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrána
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Deila grein

24/02/2015

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Silja-Dogg-mynd01-vefMikilvægt er að leita allra leiða til að koma ónýttum/ósetnum jörðum í ríkiseigu í notkun og auka með því byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins. En þetta kemur fram í þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, alþingismanns, er hún flutti á haustdögum. Jafnframt vill Silja Dögg að greitt verði fyrir ábúendaskiptum á ríkisjörðum í því skyni að stuðla að markvissri búsetu og uppbyggingu þessara jarða. Málið er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Það er ótækt að fjöldi jarða í ríkiseigu sé í eyði, eða illa nýttur, á sama tíma og nýliðun í landbúnaði er erfiðleikum bundin. Það er þörf fyrir meiri matvælaframleiðslu á Íslandi, sérstaklega á mjólkurvörum og nautgripakjöti og sumar þessara jarða eru heppilegar til matvælaframleiðslu. Auk þess eru sóknarfæri til sveita að sinna þjónustu við ferðamenn og skapa þannig atvinnutækifæri og efla jaðarbyggðir með markvissri aðgerð sem þessari.
Með því að koma jörðum í notkun mætti að nokkru leyti leysa vanda nýliðunar, auka matvælaframleiðslu, tryggja byggðafestu og bæta atvinnumöguleika.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðeignum ríkisins á ríkið um 473 jarðir og hafa eyðibýli verið talin um 160.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

Deila grein

24/02/2015

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

SIJUm mitt ár 2012 hófust viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun á samningnum um viðskipti með landbúnaðarvörur og hafa þær viðræður staðið yfir með hléum síðan. Í þeim hefur verið lögð áhersla á gagnkvæma niðurfellingu tolla á fjölmörgum tollskrárnúmerum, auk þess að semja um stækkun tollkvóta beggja aðila í þeim tilgangi að auka markaðsaðgang fyrir bæði unnar og óunnar landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Vilhjálmi Bjarnasyni, alþingismanni.
Starfshópur um tollamál birti ítarleg skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar í janúar en hópnum var m.a. falið að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.
Helsta niðurstaða þeirrar greiningar er eftirfarandi:

  • Árið 1995 gerðist Ísland aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), auk þess hefur Ísland gert 25 fríverslunarsamninga við 35 ríki, ásamt mörgum tvíhliðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið, Kína, Noreg, Sviss, Færeyjar og Grænland. Ísland er því aðili að viðskiptasamningum við tæplega 70 ríki um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Í skýrslunni kemur fram að heildarinnflutningur landbúnaðarvara nam tæpum 52 milljörðum kr. árið 2013 en útflutningur var á sama tíma tæplega 8 milljarðar kr. Innflutningurinn hefur aukist um 10,5 milljarða kr. á fjórum árum en útflutningurinn um 1 milljarð kr.
  • Mest er tollvernd á alifuglakjöti, unnum kjötvörum og svínakjöti. Á nautakjöti, ostum, reyktu og söltuðu kjöti er hún lægri. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) hefur hlutfall tekjuígildis ríkisstuðnings af framleiðsluverðmæti bænda farið úr 77% á árunum 1986–88 í 41,3% samkvæmt nýjustu mælingum.
  • Útflytjendur íslenskra landbúnaðarvara hafa markaðsaðgang fyrir helstu afurðir, en þó þarf að bæta markaðsaðgang fyrir ákveðnar afurðir, svo sem mjólkurafurðir, vatn, bjór og sælgæti þar sem vaxandi tækifæri eru til útflutnings. Bættur markaðsaðgangur byggist á samningum við önnur ríki varðandi inn- og útflutning.

Skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar má finna hér.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Kallað eftir auknum stuðningi vegna tæknifrjóvgana

Deila grein

22/02/2015

Kallað eftir auknum stuðningi vegna tæknifrjóvgana

Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, flutti á Alþingi í liðinni viku þingsályktunartillögu um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana og að endurskoðun verði á reglum um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2015. Við endurskoðunina verði gætt að eftirtöldum atriðum:

  1. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,
  2. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir,
  3. ef uppsetning á fósturvísum fer ekki fram þar sem engin frjóvgun hefur orðið, þá sé full greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þeirrar meðferðar, en þó ekki talin með öðrum tæknifrjóvgunarmeðferðum sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nær til,
  4. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða jafnvel þótt greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái ekki til þeirra meðferða,
  5. að kynfrumur (eggfrumur og sáðfrumur) frá tilteknum gjafa fari aðeins til eins pars eða einstaklings.

Ferðakostnaður vegna tæknifrjóvgunarmeðferða getur verið töluverður og fer það að mestu leyti eftir því hvar fólk býr á landinu. Ljóst er því að það er dýrara fyrir fólk á landsbyggðinni að fara í tæknifrjóvgunarmeðferð en þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðferðin er veitt.
Frjósemismeðferðum hefur fækkað um 10% síðustu missiri sem má rekja til breytinga á greiðsluþátttöku einstaklinga. Þ.e. þessi fækkun skýrist því að mestu af því að þeir sem þurfa að koma í fyrstu meðferð eiga ekki kost á að hefja ferlið þar sem kostnaðurinn er hreinlega of mikill. Ekki hefur farið fram greining á því hvort fólk af landsbyggðinni fari síður í meðferð sökum mikils ferðakostnaðar en áhugavert væri að skoða það nánar.
Nú eru keyptir fimm sæðisskammtar frá Danmörku frá hverjum gjafa. Engar reglur eru til um það hversu margar konur fái sæði frá sama manni. Ef kona vill vera viss um að barnið hennar eigi ekki hálfsystkini sem hún veit ekki um þarf hún að kaupa alla skammtana, láta frysta þá og greiða fyrir það geymslugjald þangað til búið er að nota skammtana. Eðlilegt er að foreldrar viti um hálfsystkini barna sinna en séu ekki í óvissu með það til hversu margra kvenna gjafasæði frá tilteknum manni fer, sérstaklega í svo fámennu samfélagi sem Ísland er. Hið sama á við um eggfrumur.
Ísland er á þessu sviði nokkur eftirbátur nágrannalanda okkar og þeirra landa sem við viljum almennt bera okkur saman við.
Hér má nálgast viðtal við Silju Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Hér má nálgast þingsályktunina af vef Alþingis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Ágúst Bjarni formaður SUF

Deila grein

21/02/2015

Ágúst Bjarni formaður SUF

formenn-sufÁ 40. sambandsþingi SUF 7.-8. febrúar var Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Ágúst Bjarni tekur við formennsku af Helga Hauki Haukssyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Ágúst Bjarni er stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi verkefnastjórnun frá Háskólanum Reykjavík.
Ágúst Bjarni var jafnframt oddviti Framsóknar í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2014 og hefur setið í stjórn SUF undanfarið ár.
Með Ágústi Bjarna í stjórn SUF eru: Fróði Kristinsson, Ármann Örn Friðriksson, Gauti Geirsson, Fjóla Hrund Björnsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Dilja Helgadóttir, Elka Ósk Hrólfsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Kjartan Þór Ingason, Páll Marís Pálsson og Aðalheiður Björt Unnarsdóttir.
suf-stjorn-2015
 
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók á móti nýkjörinni stjórn SUF í vikunni í ráðuneyti sínu og var myndin tekin við það tilefni.
Hér eru ályktanir sambandsþings SUF 2015.
stjorn suf fundur
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sjávarútvegsmál rædd á súpufundi

Deila grein

20/02/2015

Sjávarútvegsmál rædd á súpufundi

mynd3Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var frummælandi á fundi Framsóknar í Reykjavík í hádeginu í dag í Iðnó. Fundurinn var vel sóttur og gagnlegur en umræðuefnið var sjávarútvegurinn og stefna Framsóknar í sjávarútvegsmálum. Fundarstjóri var Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri.
Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
mynd2
Hér er frétt á visir.is af fundinum.
Framsókn í Reykjavík stefnir að því að halda fundi sem þennan um afmörkuð efni mánaðarlega í vetur.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Meiri hlutinn á móti ESB aðild – enginn reginmunur á íbúum höfuðborgarsvæðisins og úti á landsbyggðinni

Deila grein

17/02/2015

Meiri hlutinn á móti ESB aðild – enginn reginmunur á íbúum höfuðborgarsvæðisins og úti á landsbyggðinni

Jóhanna María - fyrir vefJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins í dag, að enn og ný komi fram skoðanakönnun um viðhorf til aðildar Íslands að ESB. Að sögn Jóhönnu Maríu þá skiptir ekki máli hvaða samtök leggi spurninguna fram, meiri hlutinn sé á móti.
„Í morgun voru birtar niðurstöður úr nýjustu könnun þess efnis. Þar kemur fram að tæplega helmingur landsmanna er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. 49,1% svarenda sagðist andvígt inngöngu landsins í ESB. 32,8% sögðust hlynnt inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynnt né andvígt inngöngu,“ sagði Jóhanna María.
„Í könnuninni kemur einnig vel í ljós að það er enginn reginmunur á íbúum höfuðborgarsvæðisins og úti á landsbyggðinni, en þar sögðust 42% Reykvíkinga vera andsnúin inngöngu, í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar eru 45% andvíg aðild og munurinn er svo enn meiri í öðrum sveitarfélögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvíg aðild að ESB en 21% hlynnt,“ sagði Jóhanna María.
„Virðulegi forseti. Ég tel orðið tímabært að við klárum þetta mál,“ sagði Jóhanna María að lokum.
Könnunin var gerð fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og tók til 1.450 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, sem voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi Capacent Gallup.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.