Categories
Fréttir

Störf þingsins: Ákvörðun Neytendastofu – hækkanir á matvörumarkaði og um ökunám

Deila grein

11/03/2014

Störf þingsins: Ákvörðun Neytendastofu – hækkanir á matvörumarkaði og um ökunám

Elsa Lára Arnardóttir: „Fyrir stuttu síðan birti Neytendastofa ákvörðun sína vegna kvörtunar yfir verðtryggðu húsnæðisláni Íslandsbanka. Með ákvörðuninni eru staðfest alvarleg brot bankans á ákvæðum laga um neytendalán og um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa staðfestir að lánveitendum verðtryggðra neytendalána hafi verið með öllu óheimilt að taka mið af 0% verðbólgu við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, heildarlántökukostnaðar og framsetningu á greiðsluáætlun.“

Þorsteinn Sæmundsson: „Nýlega kom fréttatilkynning frá Alþýðusambandi Íslands þar sem segir að umtalsverðar hækkanir hafi orðið á matvörumarkaði síðastliðna18 mánuði. Þetta hefur gerst á sama tíma og gengi íslensku krónunnar hefur styrkst verulega gagnvart helstu viðskiptamiðlum en það dugar ekki til þannig að sveiflan er í raun miklu meiri en kemur fram í könnun ASÍ. Það er athyglisvert að samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er 35% vísitölugrunnsins á neysluvörur innfluttar neysluvörur og aðrar innfluttar vörur.
Og hvað þýðir 2% vísitölulækkun, ágætu þingmenn? Það þýðir að verðtryggð lán almennings í landinu mundu lækka um 34 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir með öðrum orðum að meðan verslunin skilar ekki til baka styrkingunni sem hefur orðið á íslensku krónunni eru verðtryggðu lánin okkar allra, sem ættu að vera að lækka, að hækka.“

Jóhanna María Sigmundsdóttir: „Árið 2010 var ákveðið að allir ökunemar verði að ljúka námi í ökugerði, ökuskóla 3, áður en farið er í ökupróf. Þetta verklag kemur niður á fólki sem býr langt frá höfuðborgarsvæðinu í umtalsverðum kostnaði.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

06/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

agustÁ fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í kvöld voru valdir frambjóðendur í sex efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 31. maí nk.
Sex efstu sætin skipa:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, 27 ára
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, 45 ára
  3. Sigurjón Norberg Kærnested, vélaverkfræðingur, 29 ára
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur, 28 ára
  5. Njóla Elisdóttir, hjúkrunarfræðingur, 55 ára
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, 41 árs

Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fá tvo menn í bæjarstjórn í vor og vill taka þátt í því samvinnuverkefni að gera bæjarfélagið að betra samfélagi og leggur þar áherslu á aukna þjónustu við bæjarbúa.
 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

ESB óskaði eftir skjótum svörum af eða á

Deila grein

05/03/2014

ESB óskaði eftir skjótum svörum af eða á

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór yfir Evrópumálin í samtali vil Helga Seljan í Kastljósþætti RÚV í gær. Nokkur umræða hefur skapast um það hvort orð forsætisráðherra um að ESB hafi óskað eftir skjótum svörum af eða á varðandi aðildarumsókn, eigi við rök að styðjast.
Staðreynd málsins er að aðalboðskapur ESB í viðræðum forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Brussel eftir að ný ríkisstjórn tók við síðast liðið sumar var að hún yrði að svara því fljótlega um framhald aðildarviðræðna. Formlegt hlé geti ekki varað að eilífu og að ákvörðun yrði að koma eins fljótt og auðið væri.
Þetta eru því engar nýjar upplýsingar í raun sem komu fram í Kastljósi í gær. Það kom skýrt fram í fréttum bæði erlendis og hér heima á þessum tíma og var orðað með beinum hætti í opinberri fréttatilkynningu ESB eftir fund Barroso og forsætisráðherra.
Því er nauðsynlegt að rifja þetta upp nú þegar umræðan snýr aftur að þessum skilaboðum ESB til Íslands.
Fréttatilkynning frá ESB eftir fund forsætisráðherra og Barroso (júlí 2013):
“We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn”, said President Barroso after their meeting. … “It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent and serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay”.
https://ec.europa.eu/commission_2010-2014/president/news/archives/2013/07/20130716_1_en.htm
Ræða Barroso á fréttamannafundi eftir fundinn með forsætisráðherra (júlí 2013):
“Let me be clear: The Commission respects the decision of the government regarding the accession process. We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn.
It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent, serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay.
We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead and we are ready to further discuss with the government how to shape this way forward together.
Let me also emphasise that the unanimous decision of the European Union Member States to open accession negotiations remains valid.
So, my message today is clear: provided Iceland wants it, we remain committed to continuing the accession negotiation process, which I am certain, could address Iceland’s specificities.”
https://europa.eu/rapid/press-release_SPEECH-13-640_en.htm
Frétt EUObserver.com eftir sama fund:
“EU clock is ticking, Iceland told.”
BRUSSELS – The EU Tuesday (16 July) told Iceland it is not going to wait around forever while the island weighs up whether it is worth joining the bloc.
European Commission President Jose Manuel Barroso said that the decision to open membership negotiations with Iceland was still “valid.” But he added: “The clock is ticking. It is in the interests of all that this decision is taken without further delay.”
https://euobserver.com/political/120881
PRESIDENT BARROSO DISCUSSES ICELAND’S RELATIONS WITH THE EU WITH PRIME MINISTER GUNNLAUGSSON
The President reaffirmed the shared interest of both Iceland and the EU to take a decision on Iceland’s possible EU membership: “It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent and serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay”.
https://ec.europa.eu/commission_2010-2014/president/news/archives/2013/07/20130716_1_en.htm
Frétt RÚV um blaðamannafund utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB, Stefan Fule nokkru áður (júní 2013):
„Takmörk fyrir því hvað viðræðuhlé er langt“
Hléð sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að gera á aðildarviðræðum við Evrópusambandið felur í sér tímamörk, segir stækkunarstjóri ESB. Hann segir sambandið bæði hafa getu og vilja til að ljúka viðræðunum.
Á blaðamannafundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Stefans Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins í Brussel á fimmtudaginn, kom sá síðarnefndi því skýrt á framfæri að þótt Evrópusambandið virti ákvörðun íslendinga um að gera hlé á viðræðunum, væru tímatakmörk á því að hefja þær aftur.
Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi. Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhaggaða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi.
https://www.ruv.is/frett/takmork-fyrir-thvi-hvad-vidraeduhle-er-langt
Frétt Vísir.is (28. júní 2013) um ummæli talsmanns stækkunarskrifstofu ESB um sama efni:
„Stækkunarstjóri ESB segir ekki hægt að hafa umsókn á ís að eilífu“
Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða sig sem fyrst hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki. Þetta segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB. … Stano minnist á að ESB sé kunnugt um að aðildarviðræður verði teknar upp á Alþingi með haustinu og ekki sé búist við því að mikið gerist fyrr en þá. „En það er ljóst að þetta getur ekki verið sett á ís að eilífu,“ segir hann. „Þess vegna þurfum við að fá viðbrögð frá íslenskum stjórnvöldum sem fyrst.“
https://visir.is/staekkunarstjori-esb-segir-ekki-haegt-ad-hafa-umsokn-a-is-ad-eilifu/article/2013706289935
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Deila grein

05/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Birkir-Jon-JonssonFundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi á mánudaginn staðfesti tillögu uppstillinganefndar að framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Stefnan sett hátt fyrir vorið. Mikil endurnýjun er á lista flokksins í Kópavogi og skipar ungt og kraftmikið fólk efstu sæti listans. Birkir Jón Jónsson fyrrv. alþingismaður mun leiða framboðslistann.
Fimm efstu sæti framboðslistans skipa:
1. Birkir Jón Jónsson, fyrrv. alþingismaður, 34 ára.
2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri, 30 ára.
3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lífstílsleiðbeinandi, 38 ára.
4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur, 56 ár.
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari, 57 ára.
Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 fékk Framsóknarflokkurinn einn mann kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs.
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ samþykktur

Deila grein

28/02/2014

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ samþykktur

Félagsfundur Framsóknarfélags Reykjanesbæjar hefur samþykkt framboðslista framsóknarmanna í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Framboðslistinn er fléttulisti skipaður 11 konum og 11 körlum.

Framsokn-i-Reykjanesbae

Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur, leiðir listann en hann er núverandi oddviti og bæjarfulltrúi Framsóknar. Í ræðu sinni hvatti Kristinn Þór frambjóðendur og félagsmenn til þess að reka kosningabaráttuna á jákvæðan, uppbyggilegan og málefnalegan hátt.

Framboðslistann skipa:
1. Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur
2. Halldóra Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Halldór Ármannsson, skipstjóri og formaður landssambands smábátaeigenda
4. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
5. Guðmundur Gunnarsson, íþróttakennari og stuðningsfulltrúi
6. Kolbrún Marelsdóttir, þroskaþjálfi og framhaldsskólakennari
7. Baldvin Gunnarsson, framkvæmdarstjóri
8. Magnea Lynn Fisher, sálfræðinemi
9. Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisiðnfræðingur og skrúðgarðyrkjumeistari
10. Þóra Lilja Ragnarsdóttir, háskólanemi
11. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari
12. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngnemi
13. Eyþór Þórarinsson, búfræðingur og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
14. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari og frístundabóndi
15. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi
16. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, sjúkraliði og snyrtifræðingur
17. Birkir Freyr Guðbjörnsson, framhaldsskólanemi
18. Kristrún Jónsdóttir, verkakona
19. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðsmaður
20. Oddný J.B. Mattadóttir, leiðsögumaður
21. Hilmar Pétursson, fv. bæjarfulltrúi
22. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og varabæjarfulltrúi

Categories
Fréttir

Alþjóðadagur móðurmálsins – virkt tvítyngi

Deila grein

28/02/2014

Alþjóðadagur móðurmálsins – virkt tvítyngi

Líneik Anna Sævarsdóttir vakti máls á Alþingi um viku móðurmálsins og hvernig hægt sé að koma til móts við nemendur, er tala annað móðurmál en íslensku, við að læra sitt móðurmál. Nefndi Líneik Anna að í heiminum væru talin 6700 lifandi tungumál og að 70% jarðarbúa tali fleiri en eitt tungumál daglega.

Categories
Fréttir

Hjarta- og æðasjúkdómar

Deila grein

28/02/2014

Hjarta- og æðasjúkdómar

Haraldur Einarsson vakti máls í vikunni á Alþingi á umfangsmikilli heilsufarskönnun og samspil við ýmsa sjúkdóma, sérstaklega hjarta- og æðasjúkdómum.

Categories
Fréttir

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 31. maí auglýstur

Deila grein

27/02/2014

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 31. maí auglýstur

logo-xb-14Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum.
Hverjir mega kjósa?
Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.
Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.
Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum, og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.
Helstu dagsetningar:
5. apríl
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast hjá kjörstjórum innan lands og utan.

  • Innanríkisráðuneytið auglýsir atkvæðagreiðsluna.
  • Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.
  • Kjörstjóri (sýslumaður) á hverjum stað auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram.

10. maí
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá kjörstjórum innan lands má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlaða, í fangelsum, og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar.

  • Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. 27. maí.

10. maí
Framboðsfrestur rennur út.

  • Framboðum skal skila skriflega til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí.

10. maí
Viðmiðunardagur kjörskrár.
Framboðsfrestur rennur út.
13. maí
Yfirkjörstjórn hvers sveitarfélags auglýsir framkomin framboð.
16. maí
Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, í Ríkisútvarpi og dagblöðum framlagningu kjörskráa. Í auglýsingunni komi fram að þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá skuli senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.
22. maí
Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskráin skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Leiðréttingar má gera á kjörskrá fram á kjördag.
31. maí
Kjördagur.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Af fundarstjórn forseta

Deila grein

26/02/2014

Af fundarstjórn forseta

Karl GarðarssonKarl Garðarsson fór yfir í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag að síðastliðna tvo sólarhringa, mánudag og þriðjudag, hafi stjórnarandstaðan kvatt sér hljóðs 292 sinnum undir liðnum fundarstjórn forseta í tengslum við umræðuna um ESB og talað í 321 mínútu.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur flutt flestar ræður undir þessum lið eða sextán. Skammt undan eru Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir hefur reyndar komið mjög sterk inn á síðustu klukkustundum og nálgast topp þrjú.
Karl fór yfir að samkvæmt þingsköpum mætti hver þingmaður koma upp tvisvar sinnum, eina mínútu í senn, til að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta. Hann sagði að gera yrði þá lágmarkskröfu að þingmenn kæmu upp til að ræða það sem þessi liður snérist um – fundarstjórn forseta.
Miklar deilur hafa verið á Alþingi í vikunni vegna ákvörðunar stjórnvalda um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að utanríkisráðherra nái að mæla fyrir þingsályktunartillögunni í þessari viku en í næstu viku verða ekki þingfundir vegna nefndadaga.
„Eitt stærsta vandamál þingsins er vantraust – vantraust almennings sem hefur fengið nóg af innantómu pexi þingmanna. Það er alltaf stutt í málþófið og það er til skammar,“ sagði Karl Garðarsson.

Categories
Fréttir

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga

Deila grein

24/02/2014

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga

logo-framsokn-256x300Framboðsnefnd Framsóknar hefur skilað af sér drögum að framboðsreglum vegna sveitarstjórnarkosninga. Í lögum Framsóknarflokksins segir að reglur um val frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga geti verið af fjórum gerðum: Póstkosning; lokað prófkjör; uppstilling og opið prófkjör.
Landsstjórn ákvað á fundi sínum þann 29. janúar í samræmi við skoðun framboðsnefndarinnar að landsstjórn setji ekki samræmdar reglur heldur verði þetta leiðbeinbandi reglur og til höfð til hliðsjónar við val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar. Enda eru allmörg sveitarfélög farin af stað með sína vinnu fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar og sá ferill verður ekki tekin upp.
Við smíði reglna um framboð til sveitarstjórna var byggt á grunni reglna um val á framboðslista til Alþingis, en ákveðið að tillit yrði tekið til sérstöðu sveitarstjórnarkosninga og venja sem hafa skapast í kringum framkvæmd þeirra í gegnum árin hjá flokknum.
Þau drög að reglum við val á framboðslista til sveitarstjórna er hér liggja fyrir leggur nefndin til að viðhaft skuli beint lýðræði við ákvörðun um framboðsleið og endanlega samþykkt framboðslista, þannig fá allir flokksbundnir framsóknarmenn sem eiga lögheimili í sveitarfélagi, þ.m.t. þeir sem hafa skráð sig í flokkinn 30 dögum fyrir valdag, seturétt og atkvæðisrétt á kjördæmaþingi; fulltrúaráðsfundi; félagsfundi.
Þetta leiðir af sér að boða skal alla félagsmenn með lögheimili í sveitarfélaginu til þings/fundar við endanlega samþykkt framboðslistans.
Fram kom mjög skýr krafa á kjördæmisþingunum og á síðasta miðstjórnarfundi að þessar reglur mættu ekki vera of íþyngjandi fyrir fólk. Hér eru fyrst og fremst mjög góðar reglur til stuðnings í störfum við val á framboðslista.
FRAMBOÐSREGLUR TIL SVEITARSTJÓRNAR