Í tilefni af 100 ára fæðingardegi Ólafs Jóhannessonar ætlar Framsóknarflokkurinn að standa fyrir málþingi um líf hans og störf í þágu þjóðarinnar.
Málþing um Ólaf Jóhannesson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra
1. mars Suðurlandsbraut 24, 17:00 – 19:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
Hátíðarávarp
Páll Pétursson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins
„Leiðtogi og landsfaðir“
Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri
„Stjórnarskrárhugmyndir Ólafs Jóhannessonar“
Sigrún Magnúsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgarfulltrúi
„Varamaður Ólafs á þingi“
Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við lagadeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
“Veðrabrigði og nátttröll”
Leó E. Löve, lögfræðingur og samferðamaður
„Kjölfesta, traust og heiðarleiki“
Guðmundur G Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum samþingmaður í Reykjavík
„Vestmannaeyjagosið og uppbygging“
Helgi Ágústsson, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri
„Í utanríkisráðuneytinu“
Málþingsstjóri verður Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður í Reykjavík
Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stórholti í Fljótum 1. mars 1913, og lést 20. maí 1984. Hann var kvæntur Dóru Guðrúnu Magdalenu Ástu Guðbjartsdóttur, en hún lést 3. sept. 2004. Eignuðust þau þrjú börn, Kristrúnu (1942), Guðbjart (1947) látinn, og Dóru (1951).
Ólafur lauk stúdentsprófi frá MA 1935. Lögfræðiprófi við HÍ 1939. Hann varð hdl. 1942. Stundaði framhaldsnám í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 1945—1946. Hann starfaði sem lögfræðingur og endurskoðandi og varð prófessor við laga- og viðskiptadeild, síðar lagadeild Háskóla Íslands 1947—1978. Hann gegndi oft varadómarastarfi í Hæstarétti 1949—1971. Skipaður forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 14. júlí 1971. Skipaður dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra, 28. ágúst 1974. Skipaður forsætisráðherra, 1. sept. 1978. Skipaður utanríkisráðherra, 8. febr. 1980.
Ólafur var alþingismaður Skagafjarðar 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959—1979 og alþingismaður Reykjavíkur 1979—1984.
Ólafur kom víða við á ferli sínum og voru honum faldar ábyrgðastöður innan Framsóknarflokksins og utan. Að auki samdi hann kennslubækur og fræðibækur um lögfræði og fjölda greina sama efnis birtra í íslenskum og erlendum tímaritum auk skrifa um þjóðfélagsmál. Ólafsbók, afmælisrit, kom út 1983.
Dagskrá á PDF