Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Framsóknarfélag Hveragerðis samþykkti einróma á félagsfundi tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Framboðið skipar fólk sem kemur víða að úr samfélaginu, með fjölbreytta menntun og störf. Garðar Rúnar Árnason, kennari, leiðir listann, í öðru sæti er Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari og í því þriðja Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir.
frambodslisti-hveragerdi-2014
Á meðfylgjandi mynd eru fimm efstu frambjóðendur listans talið frá vinstri: Garðar Rúnar Árnason, Adda María Óttarsdóttir, Ásdís Alda Runólfsdóttir, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir og Daði Steinn Arnarsson.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Garðar Rúnar Árnason, kennari
  2. Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari
  3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir
  4. Ásdís Alda Runólfsdóttir, flutningafulltrúi
  5. Adda María Óttarsdóttir, háskólanemi
  6. Ágúst Örlaugur Magnússon, leiðbeinandi og knattspyrnuþjálfari
  7. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður og fjallaleiðsögn
  8. Sæbjörg Lára Másdóttir, háskólanemi
  9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuboltamaður og nemi
  10. Ingibjörg Sverrisdóttir, skrifstofumaður
  11. Fanný Björk Ástráðsdóttir, sjúkraliði og þroskaþjálfi
  12. Gísli Garðarsson, eldri borgari og fyrrv. bæjarfulltrúi
  13. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
  14. Pálína Agnes Snorradóttir, kennari á eftirlaunum

Listann skipa 8 konur og 6 karlar. Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010 en var þá hluti af A-listanum sem fékk tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Hvergerðis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Á fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 15. apríl var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, leiðir framboðslistann, Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, er í því þriðja. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra skipar heiðurssæti listans.
hafnarfjordur-frambodslisti
Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknarflokksins er við Thorsplan að Linnetstíg 2 í Hafnarfirði.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
  3. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
  5. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur
  7. Margrét Össurardóttir, grunnskólakennari
  8. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
  9. Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og meistaranemi
  10. Sveinn Heiðar Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður og söluráðgjafi
  11. Iuliana Kalenikova, lögfræðingur
  12. Garðar Smári Gunnarsson, vöruhússtjóri
  13. Árni Rúnar Árnason, tækjamaður í Suðurbæjarlaug
  14. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  15. Sigurbjörn Richter, framhaldsskólanemi
  16. Sólrún Þrastardóttir, BEd í kennslufræðum og háskólanemi
  17. Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari
  18. Ingunn Mai Friðleifsdóttir, tannlæknir
  19. Ingvar Kristinsson, formaður fimleikafélagsins Björk
  20. Elín Karlsdóttir, matráðskona
  21. Stefán Hákonarson, smiður
  22. Eygló Harðardóttir, ráðherra

Listinn er paralisti og skipa hann 11 konur og 11 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði Framsóknarflokkinn 15 atkvæði upp á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

Deila grein

14/04/2014

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

stefan-bogi-sveinsson-heradAðalfundur Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar er var haldinn 10. apríl samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum.

Skipan listans er eftirfarandi:
  1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
  2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
  3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
  4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
  5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
  6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
  7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
  8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
  9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
  10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
  11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
  12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
  13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
  14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
  15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
  16. Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
  17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
  18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1
Á listanum eru 8 konur og 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn hlut þrjá fulltrúa í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.

 

Categories
Fréttir

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Deila grein

11/04/2014

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Fanar-NordurlandathjodaFlokkahópur miðjumanna vill efla Norðurlandaráð til að flýta vinnu að landamæralausum Norðurlöndum. Þetta kom fram á fundi þeirra um umbætur í Norðurlandaráði á Akureyri 7.-8. apríl s.l..
Norðurlandaráð hefur sett sér það markmið að skapa landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta ferðast frjálst yfir landamæri. Til að ná því markmiði hefur flokkahópur miðjumanna ekki aðeins lagt fram tillögur til að flýta vinnu að landamæralausum norðurlöndum heldur einnig tillögur til að efla og styrkja Norðurlandaráð.
„Það er svekkjandi að sjá að tillögur okkar leiða jafnvel ekki til neinna aðgerða,“ segir varaformaður flokkahóps miðjumanna, Karen Elleman. „Flokkahópurinn er tilbúinn að gera miklar breytingar bæði innan Norðurlandaráðs og í ákvarðanatökum þjóðþinga landanna til þess að tillögur Norðurlandaráðs komi að leiða til árangurs og aðgerða.“
Nú standa yfir umbótaferli innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Flokkahópur miðjumanna hvetur norrænu þjóðþingin til að hefja umræðu um aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að þau geti fylgt eftir tillögum Norðurlandaráðs. „Það er mikilvægt að Norðurlandaráð skili góðri og vandari vinu en jafnframt ætti að vera farvegur í þjóðþingunum til að meðhöndla og fylgja eftir tillögum Norðurlandaráðs. Því hvetjum við þjóðþing og ríkisstjórnir norðurlandanna til aðgerða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, sem leiðir umbótavinnu flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

Deila grein

10/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

elin_r_lindalAðalfundur Framsóknarfélags Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 7. apríl B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í sveitarfélaginu. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann, Ingimar Sigurðsson, bóndi, er öðru sæti og Valdimar Gunnlaugsson, stuðningsfulltrúi, í því þriðja.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Elín R Líndal, Lækjamóti, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  2. Ingimar Sigurðsson, Kjörseyri, bóndi
  3. Valdimar Gunnlaugsson, Hvammstanga, stuðningsfulltrúi
  4. Sigríður Elva Ársælsdóttir, Hvammstanga, félagsliði
  5. Gerður Rósa Sigurðardóttir, Hvammstanga, tamningamaður og leiðbeinandi á leikskóla
  6. Sigtryggur Sigurvaldason, Litlu-Ásgeirsá, bóndi
  7. Sigurður Kjartansson, Hlaðhamri, bóndi
  8. Sigrún Waage, Bjargi, bóndi og bókari skólabúða á Reykjaskóla
  9. Ragnar Smári Helgason, Lindarbergi, viðskiptafræðingur og bóndi
  10. Anna Birna Þorsteinsdóttir, Þórukoti, veitingastjóri
  11. Guðmundur Ísfeld, Syðri-Jaðri, handverksbóndi
  12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, Hvammstanga, leiðbeinandi á leikskóla
  13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Hvammstanga, grunnskólakennari
  14. Þorleifur Karl Eggertsson, Hvammstanga, símsmiður

Á listanum eru 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn hlut tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Á félagsfundi Framsóknarfélags Sandgerðis 6. apríl var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum. Í öðru sæti er Daði Bergþórsson, deildarstjóri og í þriðja sæti er Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari.
sandgerdi-frambodslistinn
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
  2. Daði Bergþórsson, deildarstjóri
  3. Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
  4. Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
  5. Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
  6. Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
  7. Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
  8. Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
  9. Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
  10. Agnieszka Woskresinska, þýðandi
  11. Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
  12. Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
  13. Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
  14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri

Listann skipa 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Skagafirði samþykktur

stefna-vagn-stefansson-skagafjordurFramboðslisti Framsóknarfélags Skagafjarðar hefur verið samþykktur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, leiðir listan líkt og fyrir fjórum árum. Framsóknarmenn eru í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn ásamt Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Framboðslistinn er eftirfarandi:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn
  2. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur
  3. Bjarki Tryggvason, skrifstofustjóri
  4. Viggó Jónsson, forstöðumaður
  5. Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður
  6. Inga Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
  7. Ísak Óli Traustason, nemi
  8. Einar Einarsson, bóndi og ráðunautur
  9. Hrund Pétursdóttir, fjármálaráðgjafi
  10. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
  11. Snorri Snorrason, skipstjóri
  12. Ásdís Garðarsdóttir, skólaliði
  13. Bryndís Haraldsdóttir, nemi
  14. Guðrún Sif Gísladóttir, nemi
  15. Ingi Björn Árnason, bóndi
  16. Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
  17. Gunnar Valgarðsson, forstöðumaður
  18. Einar Gíslason, tæknifræðingur

Á framboðslistanum eru 8 konur 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn fjóra sveitarstjórnarfulltrúa kjörna í sveitarstjórn.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Deila grein

04/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn á Akranesi samþykktur

Framsóknarfélag Akraness samþykkti á félagsfundi á Akranesi einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, fyrrv. ráðherra og alþingsimaður, leiðis listann, í öðru sæti er Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður, og Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur, í því þriðja.
efstu-sjo-akranes
Framboðslistinn, Frjálsir með Framsókn, er skipaður eftirtöldum:

  1. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur
  2. Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður
  3. Sigrún Inga Guðnadóttir, lögfræðingur
  4. Elinbergur Sveinsson, kennari
  5. Karítas Jónsdóttir, B.S.C. í umhverfis-og byggingaverkfræði
  6. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
  7. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  8. Ole Jakob Wolden, húsasmiður
  9. Hlini Baldursson, sölumaður
  10. Sólveig Rún Samúelsdóttir, stúdent og verkakona
  11. Valdimar Ingi Brynjarsson, stúdent og verkamaður
  12. Hilmar Sigvaldason, verkamaður
  13. Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfræðingur
  14. Ingi Björn Róbertsson, tónlistarmaður
  15. Maron Kærnested Baldursson, viðskiptafræðingur
  16. Gunnar Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður
  17. Björg Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
  18. Guðmundur Hallgrímsson, blikksmiður

Á framboðslistanum eru 7 konur og 11 karlar. Í efstu 10 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn tvo bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Mikill einhugur var á fundinum og stefnan sett hátt fyrir vorið.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

MazziFramsóknarfélag Ísafjarðarbæjar samþykkti á fjölmennum félagsfundi á Ísafirði í fyrrakvöld einróma tillögu uppstillingarnefndar að lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Marzellíus Sveinbjörnsson, varabæjarfulltrúi, leiðir listann, í 2. sæti er Helga Dóra Kristjánsdóttir, Flateyri og í 3. sæti er Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Ísafirði.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Marzellíus Sveinbjörnsson, Sundstræti 30, Ísafirði
  2. Helga Dóra Kristjánsdóttir, Tröð, Flateyri
  3. Sólveig Sigríður Guðnadóttir, Fagraholt 4, Ísafirði
  4. Gísli Jón Kristjánsson, Fagraholti 3, Ísafirði
  5. Barði Önundarson, Hafrafelli, Ísafirði
  6. Elísabet Samúelsdóttir, Brautarholti 11, Ísafirði
  7. Jón Reynir Sigurðsson, Fjarðargata 60, Þingeyri
  8. Rósa Helga Ingólfsdóttir, Urðarveg 30, Ísafirði
  9. Gauti Geirsson, Móholt 11, Ísafirði
  10. Martha Sigríður Örnólfsdóttir, Ytri-Hjarðardalur 2, Flateyri
  11. Sigfús Þorgeir Fossdal, Kjarrholt 1, Ísafirði
  12. Violetta María Duda, Hjallavegur 7, Suðureyri
  13. Jón Sigmundsson, Aðalstræti 11, Ísafirði
  14. Svanlaug Guðnadóttir, Hafnarstræti 19, Ísafirði
  15. Steinþór Auðunn Ólafsson, Hjarðardalur, Þingeyri
  16. Þorleifur K. Sigurvinsson, Sætún 9, Suðureyri
  17. Konráð G. Eggertsson, Urðarvegur 37, Ísafirði
  18. Sigurjón Hallgrímsson, Hlíf I, Ísafirði

Listann skipa 11 karlar og 7 konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Listi Framsóknar í Norðurþingi samþykktur

Deila grein

03/04/2014

Listi Framsóknar í Norðurþingi samþykktur

Fjölmennur félagsfundur í Framsóknarfélag Þingeyinga á Húsavík samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi.
Nordurthing_frambjodendur_B-listans
Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar leiðir listann en bæjarfulltrúarnir Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason skipa 2. og 3. sætið og ný á listanum í næstu 5 sætum eru Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari. Jón Grímsson, núverandi bæjarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri, Húsavík
  2. Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi og hagfræðingur, Húsavík
  3. Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og kennari, Húsavík
  4. Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Húsavík
  5. Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Raufarhöfn
  6. Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Húsavík
  7. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri, Kópasker
  8. Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari, Húsavík
  9. Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður, Húsavík
  10. Sigríður Benediktsdóttir, bankaritari, Kópasker
  11. Anna Björg Lindberg Pálsdóttir, tómstundafulltrúi, Húsavík
  12. Hjörvar Gunnarsson, nemi, Húsavík
  13. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur, Húsavík
  14. María Guðrún Jónsdóttir, verkakona, Húsavík
  15. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEBH, Húsavík
  16. Birna Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og kennari, Raufarhöfn
  17. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, fyrrv. sérkennari, Húsavík
  18. Jón Grímsson, bæjarfulltrúi, Kópasker

Listann skipa átta karlar og tíu konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.