Categories
Greinar

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Deila grein

19/07/2019

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Í Sam­fé­lags­sátt­mála Rous­seaus er fjallað um ein­kenni góðs stjórn­ar­fars. Fram kem­ur að ef íbú­um þjóðrík­is fjölg­ar og þeir efl­ast sem ein­stak­ling­ar væri um að ræða skýra vís­bend­ingu um gott stjórn­ar­far. Ísland hef­ur á síðustu öld borið gæfu til þess að upp­fylla þessi skil­yrði, þ.e. fjölg­un íbúa, auk­in tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga ásamt því að þjóðar­tekj­ur hafa hækkað. Hins veg­ar þurf­um við stöðugt að vera á tán­um og til­bú­in til að styrkja grunnstoðir sam­fé­lags­ins.

Sam­keppn­is­hæfni auk­in

Ný­verið voru kynnt frum­varps­drög um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna (SÍN), nýtt náms­styrkja- og lána­kerfi. Lánsþegum hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna hef­ur fækkað veru­lega á und­an­förn­um árum á sama tíma og marg­ir ís­lensk­ir náms­menn á Norður­lönd­um kjósa frek­ar að taka lán hjá nor­ræn­um lána­sjóðum en þeim ís­lenska. Auka þarf sam­keppn­is­hæfni ís­lenska kerf­is­ins, því ann­ars er hætta á spekileka vegna þessa, þ.e. að nem­ar hugi frek­ar að því að setj­ast að þar sem þeir hafa fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar.

30% niður­fell­ing náms­lána

Með nýju frum­varpi munu lánþegar sem ljúka próf­gráðu inn­an til­greinds tíma geta fengið náms­styrk sem nem­ur 30% af höfuðstóli náms­láns. Þetta er grund­vall­ar­breyt­ing frá nú­ver­andi kerfi sem mun gera stuðning við náms­menn skýr­ari og jafn­ari. Í nú­ver­andi kerfi felst styrk­ur­inn í niður­greidd­um vöxt­um og af­skrift­um náms­lána en hon­um er mjög mis­skipt milli náms­manna. Stærst­ur hluti styrks­ins hef­ur farið til þeirra náms­manna sem taka hæstu náms­lán­in og fara seint í nám. Á sama tíma eru þeir sem hefja nám ung­ir og taka hóf­legri náms­lán lík­legri til að fá eng­ar af­skrift­ir. Nýtt frum­varp mun breyta þessu en að auki munu náms­menn njóta bestu vaxta­kjara sem rík­is­sjóði Íslands bjóðast á lána­mörkuðum að viðbættu lágu álagi.

Barna­styrk­ir í stað lána

Önnur grund­vall­ar­breyt­ing sem felst í frum­varp­inu er styrk­ur vegna barna. Í nú­ver­andi náms­lána­kerfi er lánað fyr­ir fram­færslu barna en með nýju fyr­ir­komu­lagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkr­ar fram­færslu. Mark­miðið með barna­styrkn­um er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega. Gert er ráð fyr­ir að styrk­ur til fram­færslu hvers barns sé í sam­ræmi við náms­tíma náms­manns að há­marki 96 mánuðir. Styrk­ur­inn kem­ur til viðbót­ar við 30% niður­fell­ing­una sem náms­mönn­um býðst við lok próf­gráðu á til­sett­um tíma.

Nýja frum­varpið boðar rót­tæka breyt­ingu á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem mun stuðla að sterk­ari stöðu náms­manna og mun fjöl­skyldu­vænna um­hverfi. Mark­mið allra stjórn­valda á að vera að styrkja sam­fé­lagið sitt, þannig að það sé eft­ir­sókn­ar­vert til bú­setu. Frum­varps­drög til nýrra laga um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna er liður í því að efla sam­fé­lagið okk­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júlí 2019.

Categories
Greinar

Með lögum skal land tryggja

Deila grein

18/07/2019

Með lögum skal land tryggja

Land er og hef­ur verið auðlind í aug­um Íslend­inga frá upp­hafi byggðar og bera marg­ar af Íslend­inga­sög­un­um þess merki að bar­átta um land og eign­ar­hald á því hafi verið einn af megin­á­steyt­ings­stein­um í gegn­um sögu okk­ar. Þá ber Jóns­bók þess merki að Íslend­ing­ar hafi frá fyrstu tíð haft metnað til þess að ramma skýrt inn rétt­indi jarða og land­eig­enda. Þetta end­ur­spegl­ar vel þá stöðu sem land og auðlind­ir þess hafa fyr­ir al­menn­ing á Íslandi og nauðsyn þess að um það sé staðinn vörður. En jarðeign­ir og land eru ekki bara mæld í hekt­ur­um eða fer­metr­um, því landi fylgja oft ríku­leg hlunn­indi og auðlind­ir. Þar má meðal ann­ars nefna vatns- og mal­ar­rétt­indi, veiðihlunn­indi, dún- og eggja­tekju ásamt reka. Ekki síst eru ekki upp­tald­ar þær auðlind­ir sem fel­ast í góðu rækt­ar- og beitilandi sem er ómet­an­legt fyr­ir framtíð bú­skap­ar á Íslandi sem er for­senda mat­væla­ör­ygg­is þjóðar­inn­ar og órjúf­an­leg­ur hluti menn­ing­ar okk­ar og sögu sem þjóðar.

Með manni og mús

Búj­arðir og land al­mennt hef­ur ríku­legt gildi fyr­ir ís­lenska þjóð. Landið með sín­um auðlind­um er grund­völl­ur bú­setu og at­vinnu víða á lands­byggðinni. Það er því allá­huga­vert að fylgj­ast með þeirri þróun sem hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um árum þar sem jarðir hafa verið keypt­ar upp í stór­um stíl, jafn­vel heilu dal­irn­ir, með hurðum og glugg­um. Skap­ast hef­ur mik­il umræða í kjöl­far upp­kaupa bresks auðmanns á jörðum í Vopnafirði og Norður-Þing­eyj­ar­sýslu, þar sem búið er að kaupa upp allt að því heilu laxveiðiárn­ar og vatna­svæði þeirra. Hef­ur því eðli­lega fylgt mik­il gagn­rýni á laga­setn­ingu og þann ramma sem skapaður hef­ur verið vegna jarðakaupa á Íslandi í kjöl­far breyt­inga á jarðalög­un­um sem gerð voru í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar. Þá hef­ur hluti af gagn­rýni þeirri sem komið hef­ur fram vegna inn­leiðing­ar orkupakka þrjú, hér á landi, einnig snúið að eign­ar­haldi á auðlind­um og vatns­rétt­ind­um á Íslandi. Það er rétt­mæt gagn­rýni sem hlusta þarf á vegna þess að sag­an hér á Íslandi og ná­granna­lönd­um okk­ar kenn­ir okk­ur það að fjár­magn leit­ar sér far­vegs þar sem um mikl­ar og öfl­ug­ar auðlind­ir er að ræða og þar eru ekki alltaf hags­mun­ir heild­ar­inn­ar hafðir að leiðarljósi, því miður.

Styrkja þarf ramm­ann strax

Nauðsyn­legt er því í þessu ljósi að fara að styrkja þær stoðir sem snúa að laga­setn­ingu vegna búj­arða og slíkt get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar eins og verið hef­ur síðustu ár. Jarðalög­um þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar regl­ur varðandi eign­ar­hald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlind­ir okk­ar úr landi. Frændþjóðir okk­ar hafa stigið slík skref þannig að for­dæm­in eru til þannig að nú verða verk­in að tala á lög­gjaf­arþingi þjóðar­inn­ar þegar það kem­ur sam­an á haust­dög­um. Slíkt þolir enga bið. Ekki er held­ur eðli­legt að búið sé að rýra byggðir víða um land með þeim hætti að sveit­ar­fé­lög hafa misst stór­an hluta út­svar­stekna sinna vegna þess að stór hluti jarðanna er í eigu fólks sem býr í öðrum sveit­ar­fé­lög­um eða er­lend­is og borg­ar því ekki skatta í viðkom­andi sveit­ar­fé­lagi. Þá um leið er líka búið að kippa und­an heilu sam­fé­lög­un­um grund­velli þess að byggð þar hald­ist áfram og sam­hjálp­ar­hug­sjón­in sem sveit­ir þurfa á að halda get­ur ekki þrif­ist vegna fá­menn­is.

Það er ekki síst brýnt nú á tím­um að við hyggj­um að arf­leifð okk­ar og því sem við ætl­um að skila til kom­andi kyn­slóða. Ábyrgðin er okk­ar að tryggja að land sé í eigu þeirra sem landið ætla að byggja og nýta til framtíðar og það fylgi því ýms­ar skyld­ur að eiga land. Það er óviðun­andi að heilu sveit­irn­ar á Íslandi séu með lög­heim­ili í London.

Jón Björn Hákonarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. júlí 2019.

Categories
Greinar

Fjölskylduvænni námsaðstoð

Deila grein

12/07/2019

Fjölskylduvænni námsaðstoð

Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.

Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir.

Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur.

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. júlí 2019.

Categories
Greinar

Stuðningssjóður íslenskra námsmanna

Deila grein

10/07/2019

Stuðningssjóður íslenskra námsmanna

Frum­varps­drög til nýrra laga um náms­styrkja­kerfi Stuðnings­sjóðs ís­lenskra náms­manna (SÍN) hafa nú verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Að þeim hef­ur verið unnið á vett­vangi mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins um hríð, í góðu sam­starfi við helstu hags­munaaðila. Mark­miðið nýs kerf­is er aukið jafn­rétti til náms, jafn­ari styrk­ir til náms­manna, betri nýt­ing op­in­bers fjár og auk­inn stuðning­ur við fjöl­skyldu­fólk. Þetta er rót­tæk breyt­ing á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem mun stuðla að betri stöðu náms­manna að námi loknu. Þetta er mik­il­vægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður náms­manna líkt og fjallað er um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Skýr­ari stuðning­ur

Grund­vall­ar­breyt­ing með nýju frum­varpi er að lánþegar sem ljúka próf­gráðu inn­an til­greinds tíma geta fram­veg­is fengið náms­styrk sem nem­ur 30% af höfuðstóli náms­láns þeirra. Það er mik­il kjara­bót fyr­ir náms­menn en styrk­ur­inn er í formi niður­fell­ing­ar sem kem­ur til fram­kvæmda að námi loknu. Þá verður veitt­ur náms­styrk­ur vegna fram­færslu barna lánþega og veitt­ar heim­ild­ir til tíma­bund­inna íviln­ana við end­ur­greiðslu náms­lána, t.d. vegna lánþega sem stunda ákveðnar teg­und­ir náms og þeirra sem búa og starfa í brot­hætt­um byggðum.

Aukið jafn­ræðiog frelsi

Nýtt náms­styrkja­kerfi mun stuðla að bættri náms­fram­vindu há­skóla­nema og þar með betri nýt­ingu fjár­muna í mennta­kerf­inu og auk­inni skil­virki. Breyt­ing­arn­ar munu meðal ann­ars hafa í för með sér að námsaðstoð rík­is­ins verður gagn­særri, staða þeirra náms­manna sem þurfa á frek­ari styrkj­um að halda sök­um fé­lags­legra aðstæðna verður efld og aukið jafn­ræði verður milli náms­manna. Þá veit­ir nýja fyr­ir­komu­lagið lánþegum meira frelsi til þess að velja hvernig þeir haga sín­um lána­mál­um, til dæm­is með því að lánþegar geta við náms­lok valið hvort þeir end­ur­greiði náms­lán sín með óverðtryggðu eða verðtryggðu skulda­bréfi.

Tíma­bær­ar breyt­ing­ar

Staða Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna er sterk og skap­ar kjöraðstæður til að ráðast í kerf­is­breyt­ing­ar sem lengi hafa verið í far­vatn­inu. Nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi er að fullu fjár­magnað en að auki verða fram­lög til sjóðsins end­ur­skoðuð ár­lega miðað við fjölda lánþega hverju sinni. Ég þakka náms­manna­hreyf­ing­unni og þeim fjöl­mörgu sem komið hafa að und­ir­bún­ingi þessa tíma­mótafrum­varps og hvet áhuga­sama til þess að kynna sér frum­varps­drög­in sem nú eru aðgengi­leg í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2019.

Categories
Greinar

Afkastamikið vorþing

Deila grein

08/07/2019

Afkastamikið vorþing

Árang­urs­ríkt vorþing er að baki með samþykkt margra fram­fara­mála sem munu hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar. Þar af voru sjö frum­vörp samþykkt, ásamt einni þings­álykt­un­ar­til­lögu, sem snerta mennta-, menn­ing­ar- og vís­inda­mál á Íslandi.

Kenn­ara­starfið það mik­il­væg­asta

Kenn­ara­frum­varpið um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik-, grunn- og fram­halds­skóla, varð að lög­um. Það er fagnaðarefni en með þeim er lög­fest­ur hæfnirammi um mennt­un og hæfni kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem lýs­ir bet­ur þeirri hæfni sem kenn­ar­ar þurfa að búa yfir til sam­ræm­is við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Meg­in­mark­mið nýrra laga er að stuðla að sveigj­an­legra skóla­kerfi, sem verður nem­end­um og kenn­ur­um til hags­bóta. Við vilj­um að all­ir sem leggja stund á kennslu- og upp­eld­is­störf í leik-, grunn-, og fram­halds­skól­um hafi mennt­un í sam­ræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru fram­fara­skref í þá átt og munu þau skapa fleiri tæki­færi fyr­ir kenn­ara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri sam­fellu og sam­starfi skóla­stiga.

Íslensk­an efld

Stjórn­völd hafa sett ís­lensk­una í önd­vegi. Sá ánægju­legi áfangi náðist á liðnu vorþingi að þings­álykt­un­ar­til­laga um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál hér á landi var samþykkt sam­hljóða. Í til­lög­unni er fjallað um alls 22 aðgerðir sem því tengj­ast en meg­in­mark­mið þeirra eru að ís­lenska verði notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, að ís­lensku­kennsla verði efld á öll­um skóla­stig­um ásamt mennt­un og starfsþróun kenn­ara og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi verði tryggð. Það er mik­il­vægt að styrkja stöðu þjóðtung­unn­ar á tím­um örr­ar alþjóðavæðing­ar og tækni­bylt­inga. Í þessu mik­il­væga máli þurfa all­ir að leggja sitt af mörk­um: stofn­an­ir, at­vinnu­líf og fé­laga­sam­tök – og við öll. Við get­um, hvert og eitt okk­ar, tekið þátt í að þróa tungu­málið, móta það og nýta á skap­andi hátt.

Íþróttaum­hverfið ör­ugg­ara

Í kjöl­far #églíka-yf­ir­lýs­inga íþrótta­kvenna árið 2018 skipaði ég starfs­hóp sem fékk það hlut­verk að koma með til­lög­ur til að auka ör­yggi iðkenda í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu má meðal ann­ars finna í frum­varpi um sam­skipta­full­trúa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs sem var samþykkt sem lög frá Alþingi nú á vor­dög­um. Mark­mið nýju lag­anna er að íþrótta- og æsku­lýðsstarf sé ör­uggt um­hverfi þar sem börn, ung­ling­ar og full­orðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþrótt­ir eða æsku­lýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða rétt­ar síns vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni og of­beld­is sem þar kann að koma upp án ótta við af­leiðing­arn­ar. Það er kapps­mál okk­ar að tryggja ör­yggi iðkenda í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi og sjá til þess að um­gjörð og aðstæður á þeim vett­vangi séu sem best­ar fyr­ir þátt­tak­end­ur og starfs­fólk.

Lýðskól­ar

Ný lög um lýðskóla voru samþykkt en hingað til hef­ur ekki verið lög­gjöf í gildi um starf­semi þeirra hér á landi. Lýðskól­ar vinna með lyk­il­hæfni skóla­starfs, líkt og kveðið er á um í aðal­nám­skrá fram­halds­skóla, svo sem náms­hæfni, skap­andi hugs­un, sjálf­bærni og lýðræðis­leg vinnu­brögð en meðal mark­miða þeirra sam­kvæmt frum­varp­inu verður að mæta áhuga og hæfi­leik­um nem­enda sem vilja átta sig bet­ur á mögu­leik­um sín­um og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skól­inn og Lýðhá­skól­inn á Flat­eyri eft­ir hug­mynda­fræði lýðskóla og á for­svars­fólk þeirra lof skilið fyr­ir frjótt og gott starf. Við samþykkt frum­varps­ins varð mér hugsað hlý­lega til Jónas­ar Jóns­son­ar frá Hriflu, fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra. Hann var talsmaður þess að hér á landi væri öfl­ugt og fjöl­breytt mennta­kerfi, þar sem meðal ann­ars væri lögð áhersla á rækt­un manns­and­ans og að nem­end­ur gætu öðlast aukið sjálfs­traust. Nýtt frum­varp um lýðskóla skap­ar svo sann­ar­lega um­gjörð utan um fjöl­breytt­ari val­kosti í ís­lensku mennta­kerfi og eyk­ur lík­urn­ar á að nem­end­ur finni nám við hæfi.

Vís­indaum­gjörð efld

Tvö frum­vörp urðu að lög­um sem bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda á Íslandi og auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Ný lög um op­in­ber­an stuðning við vís­inda­rann­sókn­ir auðvelda meðal ann­ars þátt­töku Rann­sókna­sjóðs í sam­fjár­mögn­un alþjóðlegra rann­sókna­áætl­ana og heim­ila að sér­stök stjórn verði sett yfir Innviðasjóð. Sam­eig­in­leg stjórn hef­ur verið yfir Rann­sókna­sjóði og Innviðasjóði þrátt fyr­ir að eðli sjóðanna sé tals­vert ólíkt. Rann­sókna­sjóður veit­ir styrki til ein­stakra rann­sókna­verk­efna á meðan hlut­verk Innviðasjóðs er að byggja upp rann­sóknainnviði á Íslandi en þeir eru nauðsyn­leg for­senda þess að hægt sé að stunda vís­inda­rann­sókn­ir. Rann­sóknainnviðir eru aðstaða, aðföng og þjón­usta sem vís­inda­menn nýta við rann­sókn­ir og til að stuðla að ný­sköp­un á fagsviðum sín­um. Ný lög um sam­tök um evr­ópska rann­sóknainnviði voru einnig samþykkt en þau munu meðal ann­ars auðvelda ís­lensk­um aðilum að sam­nýta rann­sóknainnviði með öðrum þjóðum, innviði sem ólík­legt væri að ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag gæti fjár­magnað eitt og sér.

Neyt­end­ur fá auk­inn rétt

Frum­varp um breyt­ingu á höf­unda­lög­um náði fram ganga en mark­mið þess er að tryggja að ein­stak­ling­ar sem ferðast milli landa inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og dvelja þar tíma­bundið geti þar nýtt sér áskrift að sta­f­rænu efni sem þeir hafa keypt í sínu heimalandi. Þar er rétt­ar­bót og mikið fram­fara­skref fyr­ir neyt­end­ur.

Höf­und­ar­rétt­ur styrkt­ur

Þá voru lög um sam­eig­in­lega um­sýslu höf­und­ar­rétt­ar einnig samþykkt en þau fela meðal ann­ars í sér bætt starfs­um­hverfi rétt­hafa­sam­taka á sviði höf­und­ar­rétt­ar, sem telj­ast sam­eig­in­leg­ar um­sýslu­stofn­an­ir. Sam­eig­in­leg um­sýsla höf­und­ar­rétt­inda er mik­il­vægt úrræði til efna­hags­legr­ar hag­nýt­ing­ar fyr­ir fjölda rétt­hafa, inn­lendra sem er­lendra. Slík­ar stofn­an­ir fara með veru­leg­ar fjár­hæðir fyr­ir hönd rétt­hafa. Því er mik­il­vægt að regl­ur um slíka um­sýslu séu skýr­ar og gagn­sæj­ar og að þátt­taka rétt­hafa sé tryggð í öllu ákv­arðana­ferli.

Fleiri fram­fara­mál í far­vatn­inu

Fram­fylgd rík­is­stjórn­arsátt­mál­ans geng­ur vel. Líkt og yf­ir­ferðin hér að fram­an sann­ar hafa mörg þjóðþrifa­mál orðið að lög­um og fleiri slík eru á leiðinni í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ég hef nú þegar lagt fram frum­varp um stuðning við einka­rekna fjöl­miðla og frum­varp um sviðlist­ir sem verða kláruð á næsta þingi. Þá verður frum­varp um nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi lagt fram á haust­dög­um ásamt nýrri mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030. Ég þakka þeim fjöl­mörg­um aðilum sem komu að und­ir­bún­ingi þess­ara mik­il­vægu mála fyr­ir góða sam­vinnu og far­sælt sam­starf. Afrakst­ur þess­ar­ar góðu vinnu mun skila sér í betra sam­fé­lagi fyr­ir okk­ur öll.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. júlí 2019.

Categories
Greinar

Dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum

Deila grein

05/07/2019

Dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum

Nú er svo komið að dýralæknalaust er í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í Súðavík, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð. Þessi svæði eru á þjónustusvæði 3, sem er skilgreining skv. reglugerð 846/2011 og snýr að dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir sinnti þjónustusamningi við dýraeigendur á þessu svæði, hún hefur sagt honum upp eftir farsælt starf um árabil oft við erfiðar aðstæður. Hafi hún þökk fyrir úthaldið.

Ofangreind reglugerð er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu við dýr í dreifðum byggðum og byggir á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Dýravernd

Ef að bændur og dýraeigendur eigi að halda dýravernd verða þeir að hafa aðgang að dýralækni. Frá árinu 2011 var eftirliti með dýravelferð og dýralækningum skipt upp. Dýralækningar í dreifðum byggðum hefur verð sinnt með verktakasamningum og landinu verið skipt upp í tíu svæði. Dýravelferð og eftirlit er á hendi héraðsdýralæknis. Héraðsdýralæknir fyrir vesturumdæmi situr í Borgarnesi og sinnir svæðinu frá Hvalfjarðarbotni að Hrútafirði að með töldum Vestfjörðum

Það er ljóst að þjónustusamningar við dýralækna gerir vinnuumhverfi þeirra erfitt. Þeir starfa einir á stóru svæði án afleysinga allt árið um kring og gefur það augaleið að álagið er mikið. MAST hefur á liðnum vikum tvívegis auglýst eftir dýralækni til að taka við þjónustusamningi á svæði 3 en engin viðbrögð hafa verið. Segir það kannski mikið um hvernig þessir samningar eru byggðir upp.

Hvert eiga dýraeigendur þá að snúa sér?

Í þriðju grein reglugerðarinnar um dýralækningar í dreifðum byggðum segir að MAST sé heimilt að semja við dýralækna á öðrum svæðum um að sinna bráðaþjónustu á tilteknu þjónustusvæði sem ekki hefur tekist að tryggja almenna dýralæknaþjónustu. Það hefur ekki verið gert og geta því dýraeigendur á svæði 3, því ekki leitað til dýralæknis ef sjúkdómar eða slys ber að höndum. Þetta er ekki ásættanlegar aðstæður enda er hér verið að brjóta lög um dýravelferð.

Héraðsdýralæknar sinna dýraeftirliti og velferð, þeim er óheimilt að sinna dýralækningum. Við erum fámenn þjóð í stóru landi það er óþarfi að haga sér líkt og milljónaþjóð í jafn einföldu máli. Það er tímabært að skoða þessi mál heildstætt og um allt land. Dýralækningar og eftirlit með dýravelferð á að vera hægt að vinna saman, skapa þannig eftirsótt störf og ákjósanleg starfsskilyrði fyrir dýralækna að sækja i. Vinna þarf að lausn í þessum málum og tryggja þannig dýravelferð um allt land.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður 7. þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst á Bæjarins besta 4. júlí 2019.

Categories
Greinar

Framtíð fjölmiðlunar

Deila grein

03/07/2019

Framtíð fjölmiðlunar

Í haust mun ég mæla fyrir frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum. Það frumvarp markar tímamót fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi sem með því geta fengið opinberan fjárstuðning vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis. Ljóst er að síðustu ár hafa rekstrarforsendur einkarekinna fjölmiðla hér á landi versnað til muna. Margar ástæður eru fyrir þeirri þróun svo sem örar tæknibreytingar og minnkandi auglýsingatekjur fjölmiðla samhliða breyttri neysluhegðun. Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir tvíþættum stuðningi til þess að mæta þeirri þróun en með frumvarpinu er leitast við að Ísland skipi sér í hóp hinna Norðurlandanna og fleiri ríkja í Evrópu sem þegar styrkja einkarekna fjölmiðla.

Fjölmiðlar gegna þýðingarmiklu hlutverki við miðlun upplýsinga og sem vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Markmið þessarar aðgerðar er þannig bæði að efla fjölmiðlun hér á landi vegna mikilvægis hennar fyrir þróun lýðræðis í landinu og þróun tungumálsins. Fjölmiðlar eru lykilþátttakendur í því sameiginlega hagsmunamáli okkar að efla íslenskuna og fá fólk til að fylgjast með samfélagsumræðu á sínu eigin tungumáli. Íslenskt efni í fjölmiðlum, hvort heldur frumsamið, þýtt, textað, táknmálstúlkað eða talsett, skiptir höfuðmáli til að viðhalda tungumálinu.

Við viljum skapa frjóan jarðveg fyrir fjölbreytta flóru fjölmiðla hér á landi. Fjölmiðlafrumvarpið byggir á ítarlegri undirbúningsvinnu og var unnið með aðkomu margra sérfræðinga, fulltrúa hagsmunaaðila og annarra flokka. Með nýjum lögum verður til styrkjakerfi sem verður einfalt og fyrirsjáanlegt. Ávinningur þess verður einnig styrkari ritstjórnir og aukið gagnsæi á fjölmiðlamarkaði. Við lifum á spennandi tímum sem einkennast af örum breytingum. Fjölmiðlar verða að hafa tækifæri til þess að mæta þeim breytingum og þróast með þeim. Nýtt fjölmiðlafrumvarp styður við grundvallarstarfsemi þeirra, öflun og miðlun vandaðra frétta og fréttatengds efnis.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júlí 2019.

Categories
Greinar

Vestnorrænt tungumálasamstarf

Deila grein

01/07/2019

Vestnorrænt tungumálasamstarf

Mennta- og vís­inda­málaráðherra Fær­eyja, Hanna Jen­sen, heim­sótti Ísland í nýliðinni viku. Það var sér­lega ánægju­legt að hitta sam­starfs­ráðherr­ann frá Fær­eyj­um og við átt­um upp­byggi­leg­an fund þar sem fram komu ýms­ar hug­mynd­ir um frek­ara sam­starf á milli land­anna. Okk­ur er báðum um­hugað um stöðu og þróun okk­ar móður­mála, ís­lensk­unn­ar og fær­eysk­unn­ar. Bæði tungu­mál standa frammi fyr­ir sömu áskor­un­um vegna örr­ar tækniþró­un­ar.

Mark­viss­ar aðgerðir

Íslensk stjórn­völd geta miðlað miklu til annarra þjóða þegar kem­ur að því að snúa vörn í sókn fyr­ir tungu­málið. Í þessu sam­hengi höf­um við kynnt heild­stæða áætl­un sem miðar að því að styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar og vit­und­ar­vakn­ingu um hana und­ir yf­ir­skrift­inni Áfram ís­lenska! Ný­verið náðist sá ánægju­legi áfangi að Alþingi samþykkti sam­hljóða þings­álykt­un­ar­til­lögu mína um efl­ingu ís­lensku sem op­in­bers máls á Íslandi. Meg­in­inn­tak henn­ar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menn­ingu, tækniþróun, ný­sköp­un, at­vinnu­líf og stjórn­sýslu.

Íslensk­an gjald­geng í sta­f­ræn­um heimi

Hanna Jen­sen var mjög áhuga­söm um mál­tækni­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda. Með þeirri áætl­un vilja ís­lensk stjórn­völd tryggja að ís­lensk­an verði gjald­geng í sta­f­ræn­um heimi, ra­f­ræn­um sam­skipt­um og upp­lýs­inga­vinnslu sem bygg­ist á tölvu- og fjar­skipta­tækni. Ákveðið hef­ur verið að efna til form­legs sam­starfs ríkj­anna, þar sem rík­in deila sinni reynslu og þekk­ingu á sviði mál­tækni. Auk­in­held­ur samþykkti Alþingi einnig á dög­un­um þings­álykt­un­ar­til­lögu um sam­starf vestn­or­rænu land­anna, Íslands, Fær­eyja og Græn­lands, á sviði tungu­mála og þró­un­ar þeirra í sta­f­ræn­um heimi. Þar er lagt til að full­trú­ar land­anna taki sam­an skýrslu um stöðu og framtíðar­horf­ur tungu­mál­anna þriggja ásamt yf­ir­liti um mál­tækni­búnað sem til staðar er fyr­ir hvert mál­anna.

Stönd­um með móður­mál­un­um

Það rík­ir mik­il póli­tísk samstaða um að vekja sem flesta til vit­und­ar um mik­il­vægi þess að efla móður­málið. Við get­um, hvert og eitt okk­ar, tekið þátt í að þróa tungu­málið okk­ar, móta það og nýta á skap­andi hátt. Það er ánægju­legt að við get­um lagt okk­ar af mörk­um á þeirri veg­ferð til frændþjóða okk­ar – því öll eig­um við það sam­merkt að vilja að móður­mál­in okk­ar dafni og þró­ist til framtíðar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. júlí 2019.

Categories
Greinar

Af stjórnmálum og sólskini

Deila grein

30/06/2019

Af stjórnmálum og sólskini

Vor og sum­ar hafa verið þeim sem búa um sunn­an­vert landið ákaf­lega upp­lits­djarft og er langt gengið þegar fólk er farið að kvarta yfir rign­ing­ar­leysi. Eitt­hvað er nú að ræt­ast úr því þessa dag­ana.

Þessi bjarta sum­ar­byrj­un kem­ur eft­ir lang­an þing­vet­ur þar sem margt hef­ur drifið á daga. Stærsta mál vetr­ar­ins. Síðastliðið haust spáðu marg­ir miklu gjörn­inga­veðri á vinnu­markaði með hörðum vinnu­deil­um og verk­föll­um. Rík­is­stjórn­in tók strax við upp­haf sam­starfs­ins upp gott og mark­visst sam­tal við aðila vinnu­markaðar­ins og ávöxt­ur­inn var lífs­kjara­samn­ing­ur­inn sem kynnt­ur var í Ráðherra­bú­staðnum. Í þeim samn­ing­um lék rík­is­stjórn­in stórt hlut­verk. Í þeim samn­ing­um voru mál Fram­sókn­ar í brenni­depli og mik­il­væg­ur þátt­ur í lausn­inni. Vil ég þar sér­stak­lega nefna hús­næðismál­in með „sviss­nesku leiðina“ í far­ar­broddi, leng­ingu fæðing­ar­or­lofs og þá ekki síður stórt skref, gríðar­stórt skref, í átt að af­námi verðtrygg­ing­ar, sem Fram­sókn hef­ur bar­ist fyr­ir marg­ar síðustu kosn­ing­ar. Ég leyfi mér að full­yrða að án Fram­sókn­ar í rík­is­stjórn hefðu þess­ar gríðarlegu sam­fé­lags­bæt­ur ekki náð fram að ganga.

Öflug ráðuneyti Fram­sókn­ar

Þau ráðuneyti sem við höf­um yfir að ráða hafa verið öfl­ug það sem af er kjör­tíma­bil­inu. Það er stór­sókn í mennta- og menn­ing­ar­mál­um þar sem áhersla á ís­lensk­una og kenn­ara­starfið hef­ur verið áber­andi. Fé­lags­mál­in með hús­næðismál og mál­efni barna hafa verið áber­andi í fé­lags­málaráðuneyt­inu og í ráðuneyti sam­gangna og sveit­ar­stjórn­ar­mála hef­ur áhersl­an verið lögð á stór­sókn í sam­göng­um um allt land sem felst í því að auka ör­yggi á veg­um og auk­in lífs­gæði um allt land, skosku leiðina í inn­an­lands­flugi, fyrstu flug­stefnu Íslands og fyrstu stefnu­mót­un fyr­ir sveit­ar­stjórn­arstigið hér á landi.

Rauða ljósið fært í lög

Á síðustu dög­um þings­ins voru ný lög um póstþjón­ustu samþykkt og meðal mik­il­væg­ustu þátta þeirr­ar nýju lög­gjaf­ar er að send­ing­ar­kostnaður er jafnaður um land allt. Lög­in höfðu verið í vinnslu í 12 ár og afar ánægju­legt að sjá þau samþykkt á Alþingi.

Önnur lög sem hafa tekið lang­an tíma í vinnslu og strandað á þingi nokkr­um sinn­um eru um­ferðarlög­in sem samþykkt voru á vorþingi. Þetta er mik­il­væg og um­fangs­mik­il lög­gjöf þar sem er til að mynda í fyrsta sinn fært í lög að bannað sé að aka móti rauðu ljósi. Í þess­um nýju lög­um er einnig gert ráð fyr­ir að tækn­inni muni fljúga fram og sett­ur rammi um sjálf­keyr­andi bíla svo eitt­hvað sé nefnt.

Lög um netör­yggi voru einnig lögð fram og samþykkt í vet­ur leið. Þar er tek­ist á við gríðarlega mik­il­vægt mál í sam­tím­an­um og unnið að því að tryggja ör­yggi al­menn­ings og upp­lýs­inga.

Það var stór stund þegar nýr Herjólf­ur sigldi inn í Friðar­höfn í Vest­manna­eyj­um um miðjan júní. Þetta er glæsi­leg ferja sem á eft­ir að nýt­ast vel. Ekki er síst ánægju­legt að um er að ræða fyrstu raf­væddu ferj­una á Íslandi og er til merk­is um al­vör­una í stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í orku­skipt­um í sam­göng­um.

Blóm­leg­ar byggðir

Byggðamál hafa fengið sinn verðskuldaða sess í störf­um ráðuneyt­is og stjórn­sýslu og vinna eft­ir byggðaáætl­un sem samþykkt var fyr­ir ári haf­in af krafti. Einn þátt­ur byggðaáætl­un­ar er stuðning­ur við versl­un í strjál­býli. Ég varð þeirr­ar ánægju aðnjót­andi að opna versl­un Verzl­un­ar­fjelags Árnes­hrepps fyr­ir skemmstu og óhætt að segja að sá stuðning­ur sem versl­un­in fær úr byggðaáætl­un mæl­ist vel fyr­ir og er fá­mennu sam­fé­lagi mik­il­væg­ur.

Á sum­ar­fundi rík­is­stjórn­ar á síðasta ári var nýtt þjón­ustu­kort kynnt form­lega en það er stórt stökk í að opna al­menn­ingi leið að upp­lýs­ing­um um þjón­ustu á Íslandi á mynd­ræn­an og gagn­virk­an hátt. Verk­inu, sem hef­ur verið í um­sjón Byggðastofn­un­ar, hef­ur miðað vel og á eft­ir að veita al­menn­ingi og stjórn­völd­um kær­komna yf­ir­sýn yfir þjón­ustu sem stend­ur lands­mönn­um til boða um allt land.

Í stjórn­arsátt­mála er sagt frá stefnu rík­is­stjórn­ar er miðar að því að gera stjórn­sýsl­una og stofn­an­ir henn­ar nú­tíma­legri og vin­sam­legri land­inu í heild sinni og það er að ákveðinn hluti starfa skuli aug­lýst­ur án staðsetn­ing­ar. Við í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu erum stolt af því að hafa riðið á vaðið og aug­lýst starf lög­fræðings í ráðuneyt­inu án staðsetn­ing­ar og ráðið í stöðuna ein­stak­ling sem hef­ur aðset­ur á Sauðár­króki. Það er gríðarlega mik­il­væg byrj­un á því að við und­ir­bú­um okk­ur und­ir fjórðu iðnbylt­ing­una og ólík­ar vænt­ing­ar fólks til at­vinnu að geta boðið upp á störf án staðsetn­ing­ar. Það eru einnig verðmæti fólg­in í því að stjórn­sýsl­an njóti krafta fólks af öllu land­inu til að tryggja að sjón­ar­hornið sé ekki ein­skorðað við það sem einu sinni var póst­núm­er 150 Reykja­vík.

Fram­sókn fyr­ir ís­lensk­an land­búnað

Það hef­ur auðvitað verið tek­ist á á Alþingi eins og heil­brigt verður að telj­ast. Eitt af þeim mál­um sem mjög hafa brunnið á okk­ur í Fram­sókn er hið svo­kallaða hráa kjöts-mál þar sem ís­lenska ríkið hafði verið dæmt til að af­nema frystiskyldu á inn­fluttu kjöti. Og hvað gerðum við í Fram­sókn í þeirri stöðu? Við hóf­um sókn og börðumst fyr­ir því að Ísland yrði fyrsta landið í heim­in­um til að banna dreif­ingu á mat­væl­um sem inni­halda til­greind­ar sýkla­lyfja­ónæm­ar bakt­erí­ur. Þessi sókn okk­ar snýst um sér­stöðu ís­lensks land­búnaðar sem skap­ar ein­staka stöðu okk­ar hvað varðar lýðheilsu en sýkla­lyfja­ónæmi er ásamt lofts­lags­breyt­ing­um helsta ógn við líf og heilsu manna og dýra í heim­in­um.

Í þessu máli sýnd­um við svo ekki verður um villst að við erum fram­sæk­inn og fram­sýnn flokk­ur. Fyr­ir ör­fá­um miss­er­um, jafn­vel mánuðum, hefði ekki verið jarðveg­ur fyr­ir slík­ar ákv­arðanir en með því að beita kröft­um okk­ar til að gefa vís­inda­mönn­um hljóm­grunn, til dæm­is með fjöl­menn­um fundi í vet­ur, hef­ur al­menn­ing­ur vaknað til vit­und­ar um gæði ís­lensks land­búnaðar og ein­staka stöðu Íslands í heim­in­um.

Sterk­ari girðing­ar um hags­muni Íslands

Orkupakk­inn hef­ur reynt mjög á rík­is­stjórn­ar­flokk­ana enda um orku­auðlind­ir lands­ins að ræða. Á miðstjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar síðasta haust var ályktað um meðferð máls­ins sem eft­ir það fékk aðra og ít­ar­legri um­fjöll­un. Sett­ar voru sterk­ari girðing­ar til að vernda hags­muni Íslands. Með þess­ari umræðu komust orku­mál­in fyr­ir al­vöru á dag­skrá.

Það sem hef­ur verið kallað eft­ir af þjóðinni er að ís­lensk­ir stjórn­mála­menn standi vörð um ís­lensk­ar orku­auðlind­ir og það fyr­ir­komu­lag sem hef­ur ríkt hér sem felst einna helst í því að orku­fyr­ir­tæk­in eru að lang­stærst­um hluta í sam­fé­lags­legri eigu.

Það hef­ur einnig verið mjög skýrt ákall um að er­lend­ir aðilar geti ekki gert stór­inn­kaup á ís­lensku landi. Þar er sýn okk­ar skýr. Það er ekki í boði að stór­eigna­menn og brask­ar­ar geti vaðið um héruð og keypt upp jarðir og rétt­indi þeim tengd. Í því er unnið hörðum hönd­um að styrkja lagaum­hverfi í kring­um jarðir.

Slá þarf hreinni og sterk­ari tón í hags­muna­gæslu

Eft­ir átök vetr­ar­ins hlýt­ur öll­um að vera ljóst að við þurf­um að leggja mun meiri áherslu á hags­muni Íslands í allri vinnu varðandi EES-samn­ing­inn. Orkupakki þrjú kom á sjón­deild­ar­hring­inn fyr­ir meira en tíu árum og al­gjör­lega óeðli­legt að málið hafi ekki kom­ist inn í al­menna umræðu fyrr en á síðasta ári. Það er líka al­var­legt hvernig haldið var á mál­um varðandi inn­flutn­ing á kjöti á sín­um tíma. Þeir sem koma að vinnu við EES-samn­ing­inn fyr­ir Íslands hönd verða að gera sér fulla grein fyr­ir því að hag smun­ir Íslands ganga öll­um hags­mun­um fram­ar við samn­inga­borðið. Það er síðan ís­lenskra stjórn­mála að skil­greina bet­ur ríka hags­muni Íslands og slá hreinni og sterk­ari tón í hags­muna­gæsl­unni.

Fram­far­ir byggðar á sam­vinnu

Íslend­ing­ar hafa notið þess að rík­is­stjórn­ir hafa verið sam­steypu­stjórn­ir en ekki tveggja turna stjórn­mál eins og við sjá­um frá Banda­ríkj­un­um og Bretlandi. Þær miklu fram­far­ir sem þjóðin hef­ur upp­lifað á einni öld eru ekki afrakst­ur öfga held­ur sam­vinnu. Það er mín trú að sam­vinna sé grund­völl­ur góðs sam­fé­lags. Traust er skapað með heiðarleg­um vinnu­brögðum en ekki með því að ala á ófriði og sundr­ungu. Sú rík­is­stjórn sem nú er við völd er sér­stök að því leyti að í henni eru þrír flokk­ar sem all­ir standa fyr­ir ákveðnar hug­sjón­ir miðju, vinstri og hægri í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Stjórn­in er mynduð til að standa að mik­il­væg­um fram­fara­verk­efn­um í ís­lensku sam­fé­lagi og til að skapa meiri sátt í sam­fé­lag­inu. Sú sátt ein­kenn­ist ekki af doða og fram­taksleysi held­ur því að sköpuð er umræða um mik­il­væg mál­efni og þau leidd til lykta. Um það snýst lýðræðið.

Bjóðum unga fólkið vel­komið í stjórn­mál­in

Minn fer­ill í stjórn­mál­um hófst á sveit­ar­stjórn­arstig­inu. Það er stund­um eins og sá hluti stjórn­mál­anna sem sveit­ar­stjórn­arstigið er gleym­ist í umræðunni. Á því stigi eru mörg mik­il­væg­ustu svið stjórn­mál­anna stunduð í mik­illi ná­lægð við íbúa. Eitt af þeim verk­efn­um sem ég hef veitt for­ystu sem ráðherra er að hefja vinnu við fyrstu stefnu­mót­un­ina fyr­ir sveit­ar­stjórn­arstigið. Sú vinna er vel á veg kom­in og verður lögð fyr­ir þingið í haust. Þau átök sem við höf­um horft upp á í stjórn­mál­um víða um heim snúa að því að al­menn­ing­ur upp­lif­ir sig valda­laus­an og að stjórn­mála­menn­irn­ir séu fjar­læg­ir. Það er því mik­il­vægt að stjórn­mála­menn í sveit­ar­stjórn­um séu öfl­ug­ir í því að virkja fólk til þátt­töku og að íbú­ar láti til sín taka því ef það er eitt­hvað sem ein­kenn­ir ís­lensk stjórn­mál þá er það að hver og einn get­ur haft mik­il áhrif í því að móta sam­fé­lagið. Þetta sjá­um við aug­ljós­lega nú þegar unga fólkið okk­ar hef­ur upp raust sína og hvet­ur stjórn­völd áfram varðandi lofts­lags­mál. Það er ánægju­legt að sjá þetta sterka unga fólk stíga fram með áhyggj­ur sín­ar og einnig hug­mynd­ir varðandi hvernig við tök­umst á við hlýn­un jarðar.

Lofts­lags­vá­in er staðreynd. Póli­tík­in snýst ekki um að af­neita eða taka und­ir. Póli­tík­in snýst um hvernig við ætl­um að vinna úr stöðunni. Ég vil því hvetja ungt fólk til að stíga óhrætt inn á vett­vang stjórn­mál­anna og inn í starf flokk­anna. Við ungt fólk sem þetta les vil ég segja að kraft­ur ykk­ar bæt­ir sam­fé­lagið, verið óhrædd við að hafa sam­band, þið finnið Fram­sókn á Face­book, net­fangið hjá okk­ur er fram­sokn@fram­sokn.is og síma­núm­erið 540-4300.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra.

Greinin birtst fyrst í Morgunblaðinu 29. júní 2019.

Categories
Greinar

Samstaða um raunverulegar breytingar fyrir börn og fjölskyldur

Deila grein

30/06/2019

Samstaða um raunverulegar breytingar fyrir börn og fjölskyldur

Um­fangs­mik­il vinna stend­ur nú yfir við heild­ar­end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga og end­ur­skoðun á fé­lags­legri um­gjörð og stuðningi við börn á Íslandi. Leiðar­stefið í allri þeirri vinnu er sam­vinna. Sam­vinna þeirra ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ráðuneyta sem fara með mál­efni barna. Sam­vinna þing­manna úr öll­um flokk­um sem nú sitja á þingi. Sam­vinna og sam­tal fag­fólks og sér­fræðinga af ólík­um sviðum og sam­vinna og sam­tal við not­end­ur kerf­is­ins eins og það er í dag – ekki síst við börn og ungt fólk.

Í bréfi sem var sent út í fe­brú­ar til ríf­lega 600 viðtak­enda sem hafa með mál­efni barna að gera var biðlað til allra þeirra sem hefðu getu og vilja til að leggja sitt af mörk­um að taka þátt í vinn­unni fram und­an. Þar var þeim boðið að sækja fundi hliðar­hópa þar sem ýms­ar áskor­an­ir og sér­tæk verk­efni yrðu rædd. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa á annað hundrað þátt­tak­end­ur verið virk­ir í hliðar­hóp­um sem hafa verið starf­rækt­ir í vet­ur og deilt þar dýr­mætri þekk­ingu og reynslu. Þar hef­ur til dæm­is verið fjallað um for­varn­ir og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir, sam­tal þjón­ustu­kerfa, skipu­lag og skil­virkni úrræða, nýtt barna­vernd­ar­kerfi og börn í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu.

Sam­taka­mátt­ur

20. júní síðastliðinn boðaði ég, Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra til vinnufund­ar þing­manna­nefnd­ar í mál­efn­um barna þar sem þátt­tak­end­ur hliðar­hóp­anna komu sam­an. Má segja að þar hafi farið fram eins kon­ar upp­skeru­hátíð þar sem vinna vetr­ar­ins var gerð upp og fram­haldið kort­lagt.

Fund­ur­inn var ekki bara merki­leg­ur í ljósi þver­póli­tískr­ar sam­vinnu og aðkomu aðila úr ólík­um kerf­um held­ur var það ekki síður sá andi sem sveif yfir vötn­um sem vakti lukku. Trú­in á að þetta sé hægt. Að sam­an get­um við breytt kerf­inu þannig að það vinni eins og við vilj­um og styðji bet­ur við börn og fjöl­skyld­ur þeirra.

Kerf­is­breyt­inga þörf

Verk­efnið er hins veg­ar ekki auðvelt og mögu­lega er rót­tækra breyt­inga þörf. Meðal þess sem kem­ur fram í niður­stöðum hliðar­hóp­anna er að ein­falda þurfi kerfið eins og það snýr að börn­um. Mik­il­vægt sé að skoða upp­stokk­un þess og sam­ein­ing­ar stofn­ana eða breyt­ing­ar á þeim. Þá þurfi í hví­vetna að skima fyr­ir vís­bend­ing­um um vanda hjá börn­um eða fjöl­skyld­um og meta þörf fyr­ir stuðning tím­an­lega. Tryggja þarf að hægt sé að kalla fram heild­ar­sýn þegar kem­ur að mál­efn­um barna og að börn þurfi ekki að búa við erfiðleika, stóra sem smáa, til lengri tíma.

Það þarf að finna ábyrgð á því að grípa fjöl­skyldu eða barn í nýju og breyttu kerfi og skil­greina hver á að fylgja mál­um eft­ir. Þá þurfa að vera skýr­ir verk­ferl­ar um hvert hlut­verk hvers og eins þjón­ustuaðila sé og hvernig þeir tala sam­an. Má þar nefna skóla, fé­lagsþjón­ustu, heilsu­gæslu og lög­reglu. Eins þarf að gæta þess að börn og fjöl­skyld­ur fái ekki ófull­nægj­andi þjón­ustu vegna þess að ekki er skýrt hver á að borga fyr­ir hana. Þess utan voru kynnt­ar hug­mynd­ir um að leggja niður barna­vernd­ar­nefnd­ir sveit­ar­fé­laga í nú­ver­andi mynd og setja á lagg­irn­ar mun færri fag­skipuð, þverfag­leg svæðisráð.

Vel nestuð til aðgerða

Það er af ýmsu að taka en eft­ir vinn­una í vet­ur og þenn­an af­kasta­mikla vinnufund erum við vel nestuð til und­ir­bún­ings raun­veru­legra aðgerða. Þær munu krefjast breyt­inga og lausna þvert á kerfi og sam­starfs ráðherra. Næsta skref er að und­ir­búa aðgerðaáætl­un þvert á ráðuneyti um hverju þurfi að breyta þegar kem­ur að lög­um og reglu­gerðum og hvaða skref þurfi að stíga þegar kem­ur að hinum ýmsu kerf­is­breyt­ing­um.

Við þurf­um öll að leggja okk­ar af mörk­um í þess­ari vinnu. Hún er í þágu barna og fjöl­skyldna og við erum á réttri leið. Framtíðin býr í börn­un­um.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. júní 2019.