Categories
Greinar

Metnaðarfull aðgerðaráætlun í jarðarmálum

Deila grein

25/09/2019

Metnaðarfull aðgerðaráætlun í jarðarmálum

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.

Miklir almannahagsmunir í húfi

Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins.

Erlendar fyrirmyndir

Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. september 2019.

Categories
Greinar

Tímamótaumfjöllun um menntamál

Deila grein

24/09/2019

Tímamótaumfjöllun um menntamál

Það kem­ur skýrt fram í grein­um sem birst hafa hér í Morg­un­blaðinu og á frétta­vefn­um mbl.is síðustu daga hversu mik­ill mannauður býr í ís­lensk­um kenn­ur­um og hversu mik­il­vægu hlut­verki þeir gegna í upp­bygg­ingu mennta­kerf­is­ins til framtíðar. Greina­flokk­ur Guðrún­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur blaðamanns um mennta­kerfið hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli enda nálg­ast hún viðfangefnið úr mörg­um átt­um, viðmæl­end­urn­ir eru af­drátt­ar­laus­ir í mál­flutn­ingi sín­um og marg­ir upp­full­ir af góðum vilja, hug­mynd­um og eld­móði.

Til þess að tryggja að Ísland sé í fremstu röð þurf­um við að styrkja mennta­kerfið og að því vinn­um við nú með mót­un nýrr­ar mennta­stefnu til árs­ins 2030. Í því sam­hengi vil ég nefna þrennt sem teng­ist þeirri stöðu sem fjallað er um í greina­flokki Guðrún­ar. Í fyrsta lagi er það mik­il­vægi ís­lensku­kennslu og læsis. Góður grunn­ur í ís­lensku spá­ir fyr­ir um ár­ang­ur nem­enda í öðrum grein­um og tel ég ein­sýnt að efla þurfi ís­lensku­kennslu á öll­um skóla­stig­um. Verið er að kort­leggja stöðu nem­enda með annað móður­mál en ís­lensku á landsvísu en á veg­um ráðuneyt­is­ins vinn­ur starfs­hóp­ur að heild­ar­stefnu­mörk­un fyr­ir þá nem­end­ur.

Í ann­an stað horf­um við til þess að for­gangsraða í aukn­um mæli fjár­mun­um til snemm­tækr­ar íhlut­un­ar í grunn­skól­um og gera breyt­ing­ar á viðmiðum um fjár­veit­ing­ar sem nú eru að mestu háðar grein­ingu á ein­stak­lings­bund­um sérþörf­um í námi. Þetta teng­ist einnig auk­inni áherslu sem þessi rík­is­stjórn hef­ur sett á mál­efni barna og aukið sam­starf milli mál­efna­sviða sem að þeim snúa. Fagnaðarefni er að nú hef­ur farið fram heild­ar­end­ur­skoðun, í víðtæku sam­ráði, á þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur og verða til­lög­ur er henni tengj­ast kynnt­ar á næst­unni.

Í þriðja lagi þarf að miðla því bet­ur til nem­enda, for­eldra og skóla­fólks hvernig haga skuli náms­mati og notk­un hæfniviðmiða í grunn­skól­um. Mikið er í húfi að all­ir geti nýtt sér þau og að fram­setn­ing þeirra og end­ur­gjöf skóla sé skýr; þannig er lík­legra að all­ir nái betri ár­angri í námi.

Vilji er til góðra verka í ís­lensku mennta­kerfi, þar starfa ástríðufull­ir kenn­ar­ar og skóla­fólk sem vinn­ur frá­bært starf á degi hverj­um. Verk­efn­in eru ærin og þeim fækk­ar mögu­lega ekki en við get­um unnið að því í sam­ein­ingu að ryðja burt hindr­un­um og auka sam­starf, skýr­leika og skil­virkni svo að fleiri nem­end­ur geti náð enn betri ár­angri. Ég vil þakka Guðrúnu Hálf­dán­ar­dótt­ur fyr­ir þetta mik­il­væga inn­legg sem um­fjöll­un henn­ar um mennta­mál sann­ar­lega er og hvetja sem flesta til þess að kynna sér hana.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2019.

Categories
Greinar

Kerfisbreyting í þágu barna

Deila grein

23/09/2019

Kerfisbreyting í þágu barna

Við Íslendingar höfum um of langt skeið þurft að horfast í augu við að börn og ungmenni sem þurfa aðstoð lenda á gráu svæði í kerfinu. Ólíkt mörgum öðrum þjóðfélagshópum hafa þessir einstaklingar ekki marga háværa talsmenn í sínum röðum. Sést það meðal annars á því að hringiða stjórnmála snýst allt of sjaldan um stöðu þeirra.

Frá mínum fyrsta degi sem ráðherra hef ég verið staðráðinn í því að ná fram grundvallarbreytingu á velferðarkerfinu. Breytingu sem setji börn og ungmenni í forgrunn. Fyrstu verk mín í embætti voru að hitta mikinn fjölda fólks sem hefur unnið að málefnum barna sem og notendur kerfisins. Allir sem vildu voru velkomnir á minn fund og fannst mörgum undarlegt að ráðherra skyldi opna sínar dyr á þennan hátt. Ástæðan er hins vegar einföld.

Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ég var aftur á móti, líkt og við öll, einu sinni barn og vildi fá raunveruleg svör við því hvort breytinga væri þörf. Það var fróðlegt að heyra skoðanir fólks og reynslusögur og finna að allir voru sammála um að gera þyrfti róttækar breytingar. Í framhaldi af þessari nokkurra mánaða yfirferð var ég því kominn með tilfinningu fyrir stöðunni, ákvað að virkja sem flesta og setja formlega af stað stærstu endurskoðun í málefnum barna á Íslandi í lengri tíma.

Öll sú vinna hefur verið undir forystu þverpólitískrar þingmannanefndar sem skipuð var í upphafi vegferðarinnar og í góðu samstarfi við stýrihóp stjórnarráðsins í málefnum barna, Samband íslenskra sveitarfélaga auk fjölda fólks sem tók þátt í vinnunni í gegnum átta sérhæfða hópa. Niðurstaða þessa langa samtals er nú að bera ávöxt. Tillögur að nýju velferðarkerfi fyrir börn og ungmenni liggja fyrir. Því efni ég til ráðstefnu, í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, í Norðurljósasal Hörpu þann 2. október næstkomandi.

Ráðstefnan nefnist: „Breytingar í þágu barna“ en þar verða ofangreindar tillögur kynntar og einstaka þættir þeirra ræddir sérstaklega. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 15.00. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.frn.is. Verið velkomin!

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. september 2019.

Categories
Greinar

Hvað er að frétta, hæstvirtur landbúnaðarráðherra?

Deila grein

20/09/2019

Hvað er að frétta, hæstvirtur landbúnaðarráðherra?

Síðastliðið vor var samþykkt breyt­ing á lög­um og þings­álykt­un er varðar inn­flutn­ing á hráu kjöti og mat­væl­um. Í henni var samþykkt­ur rammi sem á að sjá til þess að ekki verði flutt inn kjöt og land­búnaðar­af­urðir til lands­ins sem ekki stand­ast sömu kröf­ur og hér á landi. Sam­hliða hélt rík­is­stjórn­in blaðamanna­fund þar sem til­kynnt var að Ísland yrði fyrsta landið í heim­in­um til þess að banna dreif­ingu á vör­um á markaði sem inni­halda ákveðnar teg­und­ir sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería.

Samþykkt þessi er mik­il­væg, ekki bara bænd­um og fram­leiðend­um hér á landi vegna sér­stöðu búfjár­stofna og sjúk­dóma­stöðu held­ur ekki síður fyr­ir neyt­end­ur.

Neyt­end­ur hafa kallað eft­ir því að vör­ur á markaði séu fram­leidd­ar við skil­yrði sem inni­fela góða meðferð búfjár, hrein­leika afurða og var­an inni­haldi ekki bakt­erí­ur eða veir­ur sem geta valdið sjúk­dóm­um í fólki og dýr­um.

Neyt­end­ur eiga rétt á því að ís­lensk­ur markaður verði verndaður fyr­ir sér­hags­mun­um heild­sala og versl­un­ar­inn­ar þegar kem­ur að þess­um þátt­um.

Bann og bakt­erí­ur

Ljóst var að vinna við full­gild­ingu laga­breyt­ing­anna og aðgerða í þings­álykt­un myndi taka tíma enda taka lög­in ekki gildi fyrr en um ára­mót. Þeirri vinnu stýr­ir ráðherra land­búnaðar­mála. Hef­ur und­ir­ritaður fulla trú á því að hann klári málið með stæl. Hins veg­ar hef­ur lítið heyrst af mál­inu síðan í vor. Því spyr und­ir­ritaður hér: Hvað er að frétta af þessu máli, hæst­virt­ur land­búnaðarráðherra? Hvernig miðar vinnu við und­ir­bún­ing banns við inn­flutn­ingi á vör­um sem inni­halda ákveðnar teg­und­ir sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería? Þess­ir hlut­ir þurfa að vera á hreinu á rétt­um tíma til að vernda ís­lenska hags­muni.

Sam­starf um sátt

Þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á mál­inu í meðför­um þings­ins frá því að málið kom frá ráðherra voru til þess falln­ar að mynda sátt milli bænda, neyt­enda og rík­is­valds­ins í þessu erfiða máli.

Mik­il­vægt er að vinna málið áfram í sátt við bænd­ur og neyt­end­ur til þess að fulln­usta samþykkt þings­ins.

Sátt­in þarf að ná alla leið á eld­hús­borð neyt­enda og standa þarf við allt það sem samþykkt var í téðri þings­álykt­un og laga­breyt­ingu.

Mun und­ir­ritaður ekki liggja á liði sínu í þeirri bar­áttu landi og þjóð til heilla.

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. september 2019.

Categories
Greinar

Markviss aðgerðaráætlun í jarðamálum

Deila grein

19/09/2019

Markviss aðgerðaráætlun í jarðamálum

Aðgerðaráætlun í jarðamálum, var lögð fram á Alþingi í síðustu viku en það er eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu. Tillagan fellur vel að markmiði ríkisstjórnarinnar um að setja skilyrði um kaup á landi.

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Flutningsmenn tillögunnar leggja til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr. Margskonar markmið sem styrkja búsetu og samfélög geta fallið þar undir, s.s. búfjárrækt, uppbygging gróðurauðlindar, landfrek atvinnustarfsemi eða nýsköpun byggð á sérstöðu svæðisins eins og menningarverðmætum eða náttúru.

Landi geta fylgt dýrmæt hlunnindi, eins og t.d. veiði- og vatnsréttindi. Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir á Íslandi með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Danmörk og Noregur setja mun þrengri skorður á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti en Ísland. Í Danmörku þurfa einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að öðlast fasteignaréttindi í landinu. Með því að gera jarðakaup leyfisskyld er hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga.

Skýra og ábyrga stefnu skortir

Umræðan um jarðamál blossar reglulega upp, einkum í tengslum við jarðakaup fjársterkra erlendra aðila. Flutningsmenn líta svo á að ákveðið kæruleysi hafi ríkt í þessum málum undanfarin ár. Aðgerðaráætluninni er ætlað að ráða bót á því. Það er verkefni stjórnvalda að taka grundvallarákvörðun um hvernig þessum málum skuli háttað nú og til framtíðar. Liður í því er að samhæfa lög, reglur og verklag á þessu sviði. Reglurnar þurfa að taka mið af 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist. Svo virðist sem gengið hafi verið lengra í að opna heimildir til kaupa á landi en skuldbindingar Íslands gagnvart EES samningnum gera ráð fyrir. Einnig þarf að vinna að því að skilyrði leyfa verði skýr, nákvæm og gagnsæ.

Hraða þarf flokkun landbúnaðarlands

Nauðsynlegt er að hraða gerð leiðbeininga um flokkun á landbúnaðarlandi svo sveitarfélög geti sett markmið um ráðstöfun lands í skipulagsáætlanir sínar. Mögulegt væri að skilgreina hvar hægt sé að gera kröfu um heilsársbúsetu, t.d. á grundvelli innviða eins og vega, rafmagns og ljósleiðara. Flutningsmenn vilja endurskoða löggjöf sem nær yfir skráningar á landeignum og eignarmörkum. Landeignaskrá með hnitsettum eignarmörkum er forsenda þess að hægt sé að fylgja eftir reglum um ráðstöfun landeigna. Lög um skráningu eignarmarka eru svo að segja úrelt þar sem tölvur og nútímamælitæki voru ekki til þegar þau voru samin.

Lánasjóður vegna jarðakaupa

Land er takmörkuð auðlind, landið sjálft, jarðvegurinn og gróðurinn. Flutningsmenn leggja til að komið verði á laggirnar sérstökum lánasjóði og verði Byggðastofnun falið að útfæra verkefnið. Sjóðnum verði ætlað að lána til jarðakaupa en ekki til húsnæðis eða rekstrar. Nauðsynlegt er að endurskoða alla löggjöf um ráðstöfun jarða og auðlinda á landi m.a. markmið og stefnu varðandi eignarhald ríkisins á jörðum og þá ábyrgð og skyldur sem fylgja eignarhaldi á landi. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins.

Það er löngu orðið tímabært að hrinda í framkvæmd heildstæðum og markvissum aðgerðum í jarðamálum.

Líneik Anna Sævardóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

 

Categories
Greinar

Landsvirkjun verður ekki seld

Deila grein

19/09/2019

Landsvirkjun verður ekki seld

Þegar litið verður til baka í þingsögunni þá mun eflaust vekja athygli þeirra sem það gera sú mikla umræða sem átti sér stað í kringum lögleiðingu 3 orkupakkans sem lauk á dögunum. Margt var þar látið falla á báða bóga sem eflaust var ýkt eða staðfært og þung orð sem eftir standa enda miklar tilfinningar í umræðunni. En vegna þessa er mikilvægt að þessi umræða verði ekki lögð af baki og látin gleymast heldur dregin af henni lærdómur og hlustað vel eftir því sem á móti var mælt að þessi löggjöf tæki hér gildi. Í þeirri umræðu kom vel fram skýr vilji almennings til að orkumál verði ekki einvörðungu mæld á vogarskálum markaðarins heldur að þjóðin öll njóti góðs af þeirri auðlind. Það þurfa stjórnmálamenn allra flokka að hlusta á og vinna að.

Mikilvæg fyrirtæki í þjóðareigu

Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði nú fyrir skemmstu til að fara yfir málefnin sem flokkurinn mun leggja áherslu á komandi þingvetri í samhljómi við stefnu okkar. Þar munum við leggja áherslu á að auðlindir þjóðarinnar séu í sameiginlegri eigu landsmanna og það verði tryggt með ákvæði í stjórnarskrá. Þannig mætum við meðal annars áðurnefndri gagnrýni á orkumál um leið og við verðum að ljúka því verkefni að jafna húshitunarkostnað um land allt. Þá er það ljóst í mínum huga að Framsóknarflokkurinn mun aldrei geta samþykkt að okkar helstu fyrirtæki, sem nú eru í þjóðareigu, verði seld til einkavæðingar. Fyrirtæki eins og Landsvirkjun, Landsnet, RARIK og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo einhver séu nefnd, sem eru nauðsynlegir innviðir landsins og munu til framtíðar geta lagt eigendum sínum, þjóðinni, til arð til uppbyggingar og velferðar.

Endurskoða þarf hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð

Það verður af nægu af taka á komandi þingvetri og vonandi mun Alþingi takast að vinna að málum í sem mestri samstöðu. Brýnt er að mínu mati að stíga varlega til jarðar í umræðu um miðhálendisþjóðgarð og virða athugasemdir sveitarfélaga og heimamanna sem þar eiga hlut að máli. Fáir þekkja betur til þeirra mála en þeir sem það landsvæði hafa nýtt og bera til þess tilfinningar sem heimamenn. Þá er rétt að hafa í huga að til þess að við getum tekist á við loftslagsvá til framtíðar og lokið orkuskiptum, ásamt því að sækja fram í atvinnuuppbyggingu um land allt, þarf að hafa möguleika á virkja frekar okkar endurnýjanlegu orkugjafa. Því má ekki fórna.

Reglur um jarðakaup

Þá um leið verður Alþingi einnig að leiða til lykta umgjörð um jarðakaup og setja löggjöf sem tryggir að jarðir geti ekki safnast á fárra hendur sem leikvellir auðmanna og skilja þannig heilu heiðardalina eftir mannlausa. Tryggja verður að vilji menn eiga land skuli það hafa hlutverk og skila sveitarfélögunum sem það hýsa tekjum til að standa undir þjónustu við íbúa sína. Þá skýtur það skökku við að á tímum upplýstrar umræðu um loftslagsmál og sýklaónæmis í matvælum þá séum við ekki að móta framtíðarsýn fyrir innlenda matvælaframleiðslu og það rými sem hún mun þurfa í landnýtingu framtíðar. Slíkt þolir enga bið í umræðu á Alþingi.

Verkefnin verða næg og fátt eitt nefnt hér. Ég treysti því og veit að þingmenn Framsóknarflokksins munu ganga til verka á vetri komanda og vinna að þeim með samvinnu og jöfnuð að leiðarljósi og sýna þannig að þeir séu verðir traustsins sem þeim hefur verið falið af kjósendum.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og ritari Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 19. september 2019.

Categories
Greinar

Land og synir

Deila grein

19/09/2019

Land og synir

Bændur hafa um áratugaskeið verið leiðandi í allri framkvæmd landgræðslu á Íslandi. Í gegnum verkefnin Bændur græða landið og landbótaþætti gæðastýringar hafa verið unnin ótrúleg afrek í endurheimt lífmassa og beitilands. Þá er ekki enn búið að taka til landgræðslustörf bænda sem ekki hafa verið bundin við slík verkefni og hafa margir lagt mikið á sig til að bæta land sitt og auðga, framtíðinni til heilla.

Um 600 bændur eru þátttakendur í verkefninu Bændur græða landið og um 25 landbótaáætlanir eru unnar samhliða vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Þeir aðilar er stundað hafa landgræðslu hafa oft og tíðum lagt til mannskap og tæki á sinn eigin kostnað til verkefnanna og er þar um umtalsverðar upphæðir að ræða. Landgræðslan hefur á móti kostað áburð og fræ til verkefna þar sem því er viðkomið, s.s. í rýrt land og til að styrkja vöxt og viðgang nýrra plantna. Samvinna í þessum verkefnum hefur borið ríkulegan ávöxt. Bændur hafa ekki hag af að ganga á landsins gæði, þvert á móti er það hagur þeirra að bæta land og landgæði. Skynsamleg nýting til beitar bætir landkosti íslenskra sveita. Bændur eru stöðugt meðvitaðri um bætta búskaparhætti og hafa unnið markvisst að landbótum í samræmi við ráðgjöf Landgræðslunnar á þeim svæðum þar sem þess hefur þurft við.

Það er því allsérstakt að heyra málflutning fulltrúa Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskóla Íslands að undanförnu. Þeim er tíðrætt um óhæft beitiland og hugsanlega friðun afrétta fyrir beit. Það mætti halda að þeir aðilar væru staddir í kvikmyndinni Land og synir sem fjallaði um kreppuárin og flótta fólks úr sveitum á mölina. Hvers vegna? Jú, því aðgerðir þær sem þeir viðra, snúa að hugsanlegri lokun ákveðinna afrétta sem munu hafa veruleg áhrif á afkomu bænda á viðkomandi svæðum.

Á þessum svæðum Íslands býr fólk með börn sín og bústofn og hefur lagt hvað mest á sig í uppgræðslu lands, hvers á það að gjalda. Fólkið sem hefur lagt vinnu sína, tæki og fjármagn í nákvæmlega þau verkefni sem ætla skyldi að væru Landgræðslunni að skapi.

Hins vegar verður að segjast að skort hafi á að Landgræðslan sinni sínu upphaflega hlutverki. Sem var að græða upp land og endurheimta lífmassa. Skynsemin hrópar á að Landgræðslan hvetji til frekari landbóta frekar en að standa í hreinum hótunum við bændur og efli og treysti enn frekar þau verkefni sem unnin hafa verið í samvinnu og enda höfum við þar grunn til að byggja á til framtíðar.

Landsátak í landgræðslu

Til að mæta þeim áskorunum sem framtíðin ber í skauti sér varðandi bæði sjálf bæra nýtingu lands og loftslagsmál væri hægt að samtvinna þessi tvö sjónarmið í einni heildarsýn.

Það er óneitanlega freistandi að fá bændur og Landgræðsluna til að vinna saman að stórátaki í landgræðslu. Bæði til að auka og bæta beitiland og ekki síður til þess að binda kolefni. Slíkt verkefni gæti borið ríkulegan árangur þar sem ómetanleg þekking Landgræðslunnar og mikilvægt vinnuframlag bænda, skili okkur enn lengra áfram. Eins væri stuðningur í því að stjórnvöld komi að með myndarlegum hætti í formi aukins fjármagns til slíks verkefnis. Einnig væri áhugavert að fá almenning í landinu og fyrirtæki sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð í loftslagsmálum með í þetta lið.

Að þessu augnamiði mun undirritaður vinna og smíða lagafrumvarp um verkefnið fyrir komandi haustþing og það lagt fram á fyrstu dögum nýs Alþingis, í september. Lagafrumvarpinu verður ætlað að koma til móts við sjónarmið er varða loftslagsmál og sjálf bæra landnýtingu.

Bændur hafa verið og verða áfram gæslumenn landsins. Bændur hafa sýnt það að þeir standa fyllilega undir merkjum sem slíkir og hafa unnið þrekvirki á mörgum stöðum á undanförnum áratugum og munu gera það áfram fái þeir til þess tilhlýðilegan stuðning, allra. – Öflug samvinna ber ríkulegan ávöxt!

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. september 2019.

Categories
Greinar

Miðbærinn, hjarta Hafnarfjarðar

Deila grein

17/09/2019

Miðbærinn, hjarta Hafnarfjarðar

Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur.

Misskilnings hefur gætt í umræðunni

Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á.

Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi

Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur.

Íbúafundur í dag, 17. september

Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. september 2019.

Categories
Greinar

Stóraukinn stuðningur við íslenskar fjölskyldur

Deila grein

16/09/2019

Stóraukinn stuðningur við íslenskar fjölskyldur

Fjöl­skyld­an er grunn­ein­ing sam­fé­lags­ins. Til að skapa far­sælt sam­fé­lag þarf að leggja höfuðáherslu á að hlúa að henni. Verk­efni fjöl­skyldna hafa mikið breyst sam­fara breytt­um lífs­hátt­um, ekki síst á síðustu árum. Sam­fé­lagið er orðið flókn­ara og heim­il­is­lífið hef­ur leit­ast við að aðlaga sig því. Þrátt fyr­ir breyt­ing­ar á lífs­hátt­um er umönn­un og upp­eldi barna enn í dag mik­il­væg­asta verk­efni hverr­ar fjöl­skyldu. Þó að staða ís­lenskra fjöl­skyldna sé á marg­an hátt góð er ljóst að breytt­ir þjóðfé­lags­hætt­ir og auk­inn hraði í sam­fé­lag­inu ger­ir mörg­um erfitt fyr­ir.

Marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar nauðsyn­leg­ar

Verk­efni stjórn­valda á hverj­um tíma eiga og þurfa að lúta í meira mæli að því að bæta aðbúnað og hag fjöl­skyldna í land­inu. Kuln­un, lang­ur vinnu­dag­ur, mönn­un­ar­vandi, auk­inn kvíði barna og ung­menna, fjölg­un ungra ein­stak­linga á ör­orku, bág­ur efna­hag­ur og skort­ur á viðeig­andi hús­næði eru því miður dæmi um áskor­an­ir sem ís­lenskt sam­fé­lag og stjórn­völd þurfa að horf­ast í augu við. Það að hlúa að fjöl­skyld­unni er fjár­fest­ing til framtíðar og sterk­ar og heil­brigðar fjöl­skyldu­ein­ing­ar eru grunn­ur að öfl­ugu sam­fé­lagi. Við þurf­um marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar þegar kem­ur að fjöl­skyld­um. Slík­ar breyt­ing­ar hafa verið í und­ir­bún­ingi og í vet­ur mun­um við sjá ýms­um mál­um ýtt úr vör sem til framtíðar munu breyta stöðu fjöl­skyldna á Íslandi.

Leng­ing fæðing­ar­or­lofs í tólf mánuði

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur ávallt lagt ríka áherslu á öfl­ugt fæðing­ar­or­lofs­kerfi en nú­ver­andi kerfi var komið á fót fyr­ir 20 árum. Fjár­magn til fæðing­ar­or­lofs­kerf­is­ins var því miður skorið mikið niður við efna­hags­hrunið og er það eitt af áherslu­mál­um okk­ar að end­ur­reisa það með því meðal ann­ars að lengja rétt for­eldra til fæðing­ar­or­lofs í tólf mánuði og hækka há­marks­greiðslur í fæðing­ar­or­lofi. Þess­ar aðgerðir munu þýða tíu millj­arða aukn­ingu til fjöl­skyldna lands­ins á árs­grunni í lok þessa kjör­tíma­bils. Þess utan er fæðing­ar­or­lofs­lög­gjöf­in til heild­ar­end­ur­skoðunar í þeim til­gangi að bæta fæðing­ar­or­lofs­kerfið enn frek­ar.

Heild­ar­end­ur­skoðun í mál­efn­um barna – ný barna­vernd­ar­lög

Áskor­an­ir fjöl­skyld­unn­ar kalla á að auk­in áhersla verði á snemm­tæka íhlut­un og for­varn­ir inn­an vel­ferðar­kerf­is­ins. Mik­il vinna er í gangi í mál­efn­um barna sem miðar að því að grípa unga ein­stak­linga sem lenda í vanda fyrr á lífs­leiðinni en nú er gert og forma aðferðir sem tryggja að börn falli ekki á milli kerfa líkt og stund­um er raun­in. Þetta er fram­kvæmt í góðri sam­vinnu þvert á stjórn­mála­flokka og á milli nokk­urra ráðuneyta. Fyrstu út­lín­ur að nýrri hugs­un í þess­um efn­um verða kynnt­ar á op­inni ráðstefnu í Hörpu 2. októ­ber næst­kom­andi og er öll­um sem hafa áhuga boðið að taka þátt og leggja sitt af mörk­um (nán­ari upp­lýs­ing­ar er hægt að finna á www.frn.is). Sam­hliða þeirri vinnu er unnið að nýrri barna­vernd­ar­lög­gjöf sem lögð verður fram á kom­andi þingi.

Fjölg­un al­mennra leigu­íbúða – 600 íbúðir á næsta ári

Hús­næðis­ör­yggi er ein grunn­for­senda góðra lífs­skil­yrða. Það á að vera sjálf­sögð krafa, eins og kraf­an sem við ger­um um aðgengi í mennta- og heil­brigðis­kerf­inu, að hver og einn geti komið sér upp þaki yfir höfuðið. Þarna er rík­is­stjórn­in að vinna að marg­vís­leg­um aðgerðum og mun meðal ann­ars 3,7 millj­örðum verða ráðstafað til þess að fjölga al­menn­um íbúðum á leigu­markaði á næsta ári. Þess­ar íbúðir eru byggðar inn­an lag­aramma um al­menn­ar íbúðir frá ár­inu 2016. Frá þeim tíma hef­ur 8,5 millj­örðum króna verið út­hlutað í stofn­fram­lög til tæp­lega 1.600 íbúða. Heild­ar­fjárfest­ing í ör­uggu leigu­hús­næði fyr­ir al­menn­ing, með stofn­fram­lög­um rík­is og sveit­ar­fé­laga, er tal­in koma til með að nema á bil­inu 60-75 millj­örðum króna á ár­un­um 2016 til 2023.

Stór skref til af­náms verðtrygg­ing­ar og stuðning­ur við ungt fólk

Það hef­ur löng­um verið stefna Fram­sókn­ar að af­nema verðtrygg­ingu neyt­endalána í ís­lensku sam­fé­lagi. Ekki hef­ur náðst póli­tísk samstaða um slík­ar breyt­ing­ar á síðustu árum en ánægju­legt er að rík­is­stjórn­in hef­ur nú skuld­bundið sig, í tengsl­um við lífs­kjara­samn­inga, til að stíga rót­tæk skref í þessu efni og er frum­varps að vænta á kom­andi lög­gjaf­arþingi.

Einnig er unnið að kerf­is­breyt­ing­um sem miða að því að styðja við íbúðar­kaup ungs fólks, tekju­lægri ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem misstu eign­ir sín­ar í hrun­inu. Þarna er bæði unnið að því að hægt verði að nýta líf­eyr­is­sparnað til inn­borg­un­ar við fast­eigna­kaup og einnig er unnið frum­varpi til inn­leiðing­ar á sér­stök­um eig­in­fjár­lán­um að skoskri/​breskri fyr­ir­mynd.

Lands­byggðin ekki skil­in eft­ir í hús­næðismál­um

Lands­byggðin hef­ur oft­ar en ekki verið skil­in eft­ir þegar kem­ur að hús­næðismál­um en því hyggj­umst við breyta. Í sum­ar voru kynnt­ar tólf aðgerðir sem ætlað er að efla hús­næðismarkaðinn á lands­byggðinni. Fyrstu aðgerðunum var hleypt af stokk­un­um við und­ir­rit­un reglu­gerðar um nýj­an lána­flokk til upp­bygg­ing­ar á köld­um markaðssvæðum á lands­byggðinni, en kallað hef­ur verið eft­ir slíkri kerf­is­breyt­ingu um mjög langt skeið.

Hér eru nefnd­ar nokkr­ar þeirra aðgerða sem nú er unnið að og munu koma fram á kom­andi þing­vetri. Allt eru þetta aðgerðir sem fela í sér raun­veru­leg­ar já­kvæðar breyt­ing­ar fyr­ir fjöl­skyld­ur um allt land. Ég hlakka mikið til að fylgja þeim eft­ir og sjá þær kom­ast til fram­kvæmda.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. september 2019.

Categories
Greinar

Framsækið fjárlagafrumvarp 2020

Deila grein

14/09/2019

Framsækið fjárlagafrumvarp 2020

Á kjör­tíma­bil­inu hef­ur gengið vel að sækja fram á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins og í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020 birt­ist glögg­lega áfram­hald­andi sókn í þá veru. Í frum­varp­inu birt­ist enn frek­ari fram­sókn í þágu mennta-, vís­inda-, menn­ing­ar-, lista-, íþrótta- og æsku­lýðsmá­la í land­inu sem er í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Heild­ar­fram­lög mál­efna­sviðanna eru kom­in í 115 millj­arða. Til sam­an­b­urðar námu heild­ar­fram­lög­in tæp­um 98 millj­örðum króna árið 2017 og er því um að ræða nafn­verðshækk­un upp á 17,5% eða 17 millj­arða króna á þrem­ur árum!

Vel fjár­magnaðir fram­halds­skól­ar

Fram­lög á hvern fram­halds­skóla­nem­enda í fullu námi hækka úr 1.732.000 kr. árið 2019 í 1.819.800 kr. árið 2020. Fram­lög til fram­halds­skóla hafa hækkað um­tals­vert und­an­far­in ár en sú hækk­un mun halda sér sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2020-2024. Árið 2020 munu heild­ar­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins nema 36,3 millj­örðum kr. sem er aukn­ing um 6 millj­arða frá ár­inu 2017. Aukn­ir fjár­mun­ir sem runnið hafa til skól­anna að und­an­förnu gera þeim kleift að efla sitt skólastarf enn frek­ar, meðal ann­ars með því að bæta náms­fram­boð, styrkja stoðþjón­ustu og end­ur­nýja búnað og kennslu­tæki.

Starfs­nám í for­gangi

Meðal áherslu­verk­efna á ár­inu 2020 er að efla starfs­nám. For­gangsraðað er í þágu þess í nýju reiknilíkani fram­halds­skól­anna á kom­andi ári. Þá verður unnið að til­lögu um fram­kvæmd þings­álykt­un­ar um aðgengi að sta­f­ræn­um smiðjum og farið í mat á end­ur­skipu­lagn­ingu náms­tíma til stúd­ents­prófs. Áfram er unnið að því fjölga nem­end­um sem út­skrif­ast úr fram­halds­skóla á til­sett­um tíma með því að kort­leggja bet­ur nem­end­ur í brott­hvarfs­hættu og inn­leiða reglu­bundn­ar mæl­ing­ar. Sér­stök áhersla er þar lögð á nem­end­ur með annað móður­mál en ís­lensku og nem­end­ur á lands­byggðinni. Þá hef­ur verið sett­ur á lagg­irn­ar starfs­hóp­ur sem meta mun þörf á heima­vist á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir fram­halds­skóla­nema.

Öflugra há­skóla­stig og OECD-mark­mið í augn­sýn

Und­an­far­in ár hafa fram­lög til há­skóla og rann­sókn­a­starf­semi verið auk­in veru­lega og er ráðgert að þau nemi tæp­um 41 millj­arði kr. á næsta ári. Það er hækk­un um 22,3% frá ár­inu 2017 þegar þau námu tæp­um 33,4 millj­örðum. Ný­verið birti Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in (OECD) ár­lega skýrslu sína Mennt­un í brenni­depli 2019 (e. Educati­on at Glance) þar sem fram kem­ur að Ísland nálg­ist óðfluga meðaltal OECD í fram­lög­um á hvern ársnema í há­skóla. Sam­kvæmt henni voru fram­lög­in á Íslandi 94% af meðaltal­inu árið 2016 sem er nýj­asta mæl­ing­in. Rík­is­stjórn­in stefn­ir á að fram­lög á hvern nem­anda hér á landi nái OECD-meðaltal­inu árið 2020. Við erum því sann­ar­lega á réttri leið. Meg­in­mark­mið stjórn­valda er að ís­lensk­ir há­skól­ar og alþjóðlega sam­keppn­is­hæf­ar rann­sókna­stofn­an­ir skapi þekk­ingu, miðli henni og und­ir­búi nem­end­ur til virkr­ar þátt­töku í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi nú­tím­ans og til verðmæta­sköp­un­ar sem bygg­ist á hug­viti, ný­sköp­un og rann­sókn­um. Til að ná meg­in­mark­miði há­skóla­stigs­ins er meðal ann­ars unnið að því að auka gæði náms og náms­um­hverf­is í ís­lensk­um há­skól­um, styrkja rann­sókn­astarf og um­gjörð þess ásamt því auka áhrif og tengsl há­skóla og rann­sókna­stofn­ana. Unnið er að heild­stæðri mennta­stefnu Íslands til árs­ins 2030, þvert á skóla­stig. Á sviði há­skóla stend­ur yfir end­ur­skoðun á regl­um um fjár­veit­ing­ar til þeirra með það að mark­miði að styðja bet­ur við gæði í há­skóla­starfi. Þá er einnig unnið að gerð stefnu um starf­semi rann­sókna-, fræða- og þekk­ing­ar­setra og ráðgert að birta og hefja inn­leiðingu á stefnu Íslands um op­inn aðgang að rann­sókn­aniður­stöðum og rann­sókna­gögn­um.

Gríðarleg fjölg­un í kenn­ara­nám

Meðal áherslu­verk­efna á mál­efna­sviði há­skóla­stigs­ins eru aðgerðir sem miða að fjölg­un kenn­ara. Í frum­varpi til fjár­laga árs­ins 2020 er gert ráð fyr­ir 220 millj­ón­um kr. til verk­efn­is­ins en meðal aðgerða sem að því miða eru náms­styrk­ir til kenn­ara­nema á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi. Stjórn­völd hafa ásamt lyk­ilfólki í mennta­mál­um unnið að því að mæta yf­ir­vof­andi kenn­ara­skorti og fyrr á ár­inu kynnt­um við til­lög­ur og byrjuðum hrinda þeim í fram­kvæmd. Árang­ur­inn hef­ur ekki látið á sér standa en um­sókn­um um kenn­ara­nám hef­ur stór­fjölgað eða um 45% í Há­skóla Íslands.

Stór­bætt kjör náms­manna

Í und­ir­bún­ingi er nýtt og full­fjár­magnað stuðnings­kerfi fyr­ir náms­menn sem fel­ur í sér gagn­særri og jafn­ari styrki til náms­manna. Námsaðstoðin sem sjóður­inn mun veita verður áfram í formi lána á hag­stæðum kjör­um og til viðbót­ar verða bein­ir styrk­ir vegna fram­færslu barna og 30% niður­fell­ing á hluta af náms­lán­um við lok próf­gráðu inn­an skil­greinds tíma. Kerfið miðar að því að bæta fjár­hags­stöðu há­skóla­nema, ekki síst þeirra sem hafa börn á fram­færi, og skapa hvata til að nem­ar klári nám sitt á til­sett­um tíma. Á yf­ir­stand­andi haustþingi mun ég mæla fyr­ir frum­varpi þessa efn­is og vil ég þakka náms­mönn­um sér­stak­lega fyr­ir virki­lega gæfu- og ár­ang­urs­ríkt sam­starf við smíði þess.

Þrótt­mikið vís­indastarf

Á næsta ári aukast fram­lög til vís­inda­mála sem heyra und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti veru­lega. Mark­mið okk­ar er efla rann­sókn­ir, vís­inda­mennt­un og tækniþróun í land­inu og gera ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag enn bet­ur í stakk búið til þess að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi. Vel fjár­magnaðir sam­keppn­is­sjóðir í rann­sókn­um styrkja framúrsk­ar­andi vís­inda- og ný­sköp­un­ar­starf á öll­um sviðum. Sá ár­ang­ur sem ís­lenskt vís­inda­fólk hef­ur náð á und­an­förn­um árum er framúrsk­ar­andi og því er mik­il­vægt að halda áfram að styðja mynd­ar­lega við mála­flokk­inn.

Menn­ing í blóma

Á næsta ári munu fram­lög til menn­ing­ar-, lista-, íþrótta- og æsku­lýðsmá­la vaxa í 16,1 millj­arð króna. Það er 32% aukn­ing frá ár­inu 2017 þegar að fram­lög­in námu 12,2 millj­örðum. Meðal áherslu­verk­efna á sviði menn­ing­ar og lista eru mál­efni ís­lenskr­ar tungu, aðgengi að menn­ingu og list­um og mót­un nýrr­ar menn­ing­ar­stefnu. Til marks um áhersl­ur stjórn­valda sem stuðla vilja að bættu læsi og styrkja stöðu ís­lenskr­ar tungu hækka fram­lög í bóka­safns­sjóð höf­unda um 62% árið 2020. Auk­inn stuðning­ur er við starf safna í land­inu með hækkuðu fram­lagi sem nem­ur 100 millj­ón­um kr. til Safna­sjóðs sem út­hlut­ar til verk­efna og rekstr­ar­styrkj­um til viður­kenndra safna. Þá hækka fram­lög til þriggja höfuðsafna þjóðar­inn­ar, Þjóðminja­safns Íslands, Lista­safns Íslands og Nátt­úru­m­inja­safns Íslands um 15 millj­ón­ir kr. Áfram er unnið að til­lög­um að bygg­ingu nýs þjóðarleik­vangs í knatt­spyrnu í Laug­ar­dal og unnið eft­ir nýrri íþrótta­stefnu sem var samþykkt nú í ár.

Bætt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla

Rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla er erfitt. Í fjár­laga­frum­varp­inu er eyrna­merkt fjár­magn til stuðnings fjöl­miðlum í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Ég mun leggja það fram á haustþingi en það heim­il­ar op­in­ber­an stuðning við einka­rekna fjöl­miðla vegna öfl­un­ar og miðlun­ar frétta og frétta­tengds efn­is.

Það hef­ur gengið von­um fram­ar á kjör­tíma­bil­inu að efla þá mála­flokka sem heyra und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið. Vinna við helstu stefnu­mál hef­ur gengið vel og aðgerðir á ýms­um sviðum eru þegar farn­ar að skila ár­angri. Það er í senn ánægju­legt að finna fyr­ir þeim mikla meðbyr sem þess­ir mála­flokk­ar njóta í sam­fé­lag­inu. Slíkt er hvetj­andi fyr­ir mennta- og menn­ing­ar­mála­yf­ir­völd til að gera enn bet­ur og halda ótrauð áfram á þeirri veg­ferð að bæta lífs­kjör á Íslandi til langr­ar framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. september 2019.