Categories
Greinar

Aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum

Deila grein

10/08/2019

Aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum

Ný­lega lauk þingi Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar, Alþjóðavinnu­málaþing­inu, sem var hið 108. í röðinni. Þess var minnst með marg­vís­leg­um hætti að öld er liðin frá því að stofn­un­in hóf starf­semi árið 1919. Henni var sett það mark­mið að ráða bót á fé­lags­leg­um vanda­mál­um sem öll ríki áttu við að stríða og aðeins yrði sigr­ast á með sam­eig­in­legu fé­lags­legu átaki þjóðanna. Bjarg­föst trú þeirra full­trúa rík­is­stjórna, at­vinnu­rek­enda og launa­fólks sem mótuðu Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ina var að var­an­leg­ur friður yrði ekki tryggður nema fé­lags­legu rétt­læti væri fyrst komið á inn­an þjóðfé­lag­anna. Órétt­læti væri upp­spretta árekstra sem leiddu til styrj­alda þjóða í milli. Þess­ir full­trú­ar höfðu fyr­ir aug­un­um sviðna jörð og hús­a­rúst­ir og áttu marg­ir hverj­ir um sárt að binda eft­ir gíf­ur­leg­ar mann­fórn­ir í fyrri heims­styrj­öld­inni.

Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar og for­ystu­menn í fé­lags- og vinnu­mál­um sóttu þingið af þessu til­efni. Nefna má for­seta Ítal­íu, Frakk­lands, Gana og Suður-Afr­íku. Enn frem­ur fjöl­marga for­sæt­is­ráðherra. Í þeim hópi voru for­sæt­is­ráðherr­ar Nor­egs, Svíþjóðar, Lúx­em­borg­ar, Bret­lands, Nepals o.fl. Aldrei í sögu sam­tak­anna hafa jafn marg­ir sótt þingið, eða rúm­lega sex þúsund full­trú­ar rík­is­stjórna, sam­taka at­vinnu­rek­enda og sam­taka launa­fólks.

Eitt af mik­il­væg­ustu verk­efn­um Alþjóðavinnu­málaþings­ins er að fara yfir ár­lega skýrslu sér­fræðinga­nefnd­ar stofn­un­ar­inn­ar um fram­kvæmd aðild­ar­ríkj­anna 187 á þeim alþjóðasamþykkt­um um fé­lags- og vinnu­mál sem þau hafa full­gilt. Fram­kvæmd Tyrk­lands á alþjóðasamþykkt um fé­laga­frelsi var meðal þess sem kom til kasta þings­ins. Full­trú­ar launa­fólks voru mjög gagn­rýn­ir á ástandið í land­inu og röktu mörg dæmi um það hvernig stjórn­völd hefðu komið í veg fyr­ir starf­semi stétt­ar­fé­laga sem væru þeim ekki að skapi. Einnig var rakið hvernig tug­ir þúsunda höfðu verið hneppt­ir í varðhald vegna upp­log­inna full­yrðinga um stuðning við mis­heppnað vald­arán fyr­ir nokkr­um árum.

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir af­mælis­árið hófst fyr­ir þrem­ur árum. Aðild­ar­rík­in voru hvött til þess að stofna til umræðna og rann­sókn­ar­verk­efna um viðbrögð við fyr­ir­sjá­an­leg­um breyt­ing­um á skipu­lagi vinn­unn­ar og vinnu­um­hverfi. Norður­lönd­in svöruðu þessu kalli með sam­eig­in­legu verk­efni sem fólst í ár­leg­um ráðstefn­um um af­markaða þætti fé­lags- og vinnu­mála. Loka­hnykk­ur­inn í nor­ræna verk­efn­inu var ráðstefna sem hald­in var í Hörpu dag­ana 4. og 5. apríl sl. Sam­eig­in­legt álit var að þessi ráðstefna hefði borið af bæði hvað varðaði skipu­lag og umræður. Nefnd á veg­um Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sem laut m.a. for­mennsku Stef­an Löf­vens, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, vann úr rann­sókn­um og gögn­um frá ráðstefn­un­um sem haldn­ar voru í til­efni af ald­araf­mæl­inu og birti í skýrslu. Í henni áttu sæti þjóðarleiðtog­ar og for­ystu­menn sam­taka at­vinnu­rek­enda og launa­fólks á alþjóðavísu. Efni skýrsl­unn­ar var til um­fjöll­un­ar í sjö áhuga­verðum pall­borðsum­ræðum á Alþjóðavinnu­málaþing­inu. Helsta niðurstaðan er sú að leggja þarf áherslu á end­ur­mennt­un og þjálf­un auk fé­lags­legs stuðnings­kerf­is sem gef­ur fólki tæki­færi til að bregðast við óumflýj­an­leg­um breyt­ing­um sem fylgja nýrri tækni og breytt­um verk- og fram­leiðslu­hátt­um.

Fyr­ir þessu af­mæl­isþingi Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar lágu til­lög­ur að nýrri alþjóðasamþykkt og til­mæli um nán­ari út­færslu á aðgerðum gegn einelti og of­beldi á vinnu­stöðum. Um var að ræða síðari umræðu en fyrri umræða fór fram á þing­inu árið 2018 og lauk í mikl­um ágrein­ingi sem m.a. sner­ist um skil­grein­ing­ar og upp­taln­ingu hópa sem gætu tal­ist í hættu á að verða fyr­ir aðkasti vinnu­fé­laga. Eft­ir mjög strembn­ar umræður tókst góð samstaða í þing­nefnd­inni sem hélt til loka þings­ins. Til­lag­an að samþykkt og til­mæl­um naut víðtæks stuðnings þing­full­trúa. Gildi þess­ara gerða felst í því að með þeim er lagður grunn­ur að aðgerðum til að skapa vinnu­um­hverfi sem bygg­ist á virðingu fyr­ir mann­legri reisn og er laust við hvers kon­ar of­beldi og einelti.

Ég hef þegar óskað eft­ir því við sam­starfs­nefnd fé­lags­málaráðuneyt­is­ins og helstu sam­taka at­vinnu­rek­enda og launa­fólks um mál­efni Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar að hún taki samþykkt­ina til um­fjöll­un­ar með það fyr­ir aug­um að Ísland verði í hópi þeirra ríkja sem fyrst full­gilda þessa nýju alþjóðasamþykkt sem hef­ur ekki síst það mark­mið að tryggja mann­sæm­andi vinnu­um­hverfi.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. ágúst 2019.

Categories
Greinar

Stærri og sterkari sveitarfélög

Deila grein

08/08/2019

Stærri og sterkari sveitarfélög

Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir stjórnskipan landsins og lýðræði. Þau eru ein elsta skipulagseining landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um hreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld, en þar er talað um að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Nýrri skipan var komið á með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905.

Það má segja að hver tími hafi sín einkenni. Um eða upp úr þarsíðustu aldamótum tók sveitarfélögum að fjölga. Flest urðu sveitarfélögin 229 en á seinni hluta aldarinnar var farið að leggja aukna áherslu á sameiningu sveitarfélaga og auka hlutverk þeirra í opinberri stjórnsýslu. Fækkaði sveitarfélögum úr 157 um miðbik síðustu aldar og eru þau 72 í dag. Meira en helmingur hefur færri en 1.000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.

Í nýrri tillögu til þingsályktunar, sem ég mun kynna fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í Mývatnssveit í dag, er í fyrsta skipti sett fram heildarstefna um sveitarstjórnarstigið. Tillagan er sprottin upp úr víðtæku samráði um land allt. Meginmarkmiðið er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga sé virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.

Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun með 11 aðgerðum. Ein aðgerðin felur í sér að lágmarksíbúamark verði að nýju sett í sveitarstjórnarlög, önnur fjallar um aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar og sú þriðja miðar að því að lækka skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Þá felur ein aðgerð í sér eflingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga.

Hér er um tímamót að ræða sem fela í sér stórtækar umbætur í opinberri stjórnsýslu sem eflir sveitarstjórnarstigið. Tillagan verður kynnt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag og hvet ég landsmenn alla til að kynna sér efni hennar vel og senda inn umsagnir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. ágúst 2019.

Categories
Greinar

Fjársjóður í vesturheimi

Deila grein

08/08/2019

Fjársjóður í vesturheimi

Íslend­inga­deg­in­um var fagnað í 120. skipti í bæn­um Mountain í Norður-Dakóta í Banda­ríkj­un­um og í 130. skipti í Gimli í Manitoba-fylki í Kan­ada um liðna helgi. Að deg­in­um standa af­kom­end­ur vest­urfara sem héldu frá Íslandi til Norður-Am­er­íku á ár­un­um 1875-1914 en talið er að milli 15.000 og 20.000 Íslend­ing­ar hafi flust bú­ferl­um og hafið nýtt líf í vest­ur­heimi. Á þess­um tíma fluttu um 52 millj­ón­ir Evr­ópu­búa til vest­ur­heims meðal ann­ars vegna þess að land­búnaðarsam­fé­lög­in gátu ekki fram­leitt nægj­an­lega mikið í takt við þá miklu fólks­fjölg­un sem átti sér stað í Evr­ópu en á tíma­bil­inu 1800-1930 fjölgaði íbú­um álf­unn­ar úr 150 millj­ón­um í 450 millj­ón­ir.

Stolt af upp­runa sín­um

Hluti af því að þekkja sjálf­an sig er að þekkja upp­runa sinn. Vest­ur-Íslend­ing­ar leggja mikið á sig til þess að rækta tengsl sín við Ísland og halda sögu sinni og menn­ingu á lofti. Á þess­um slóðum í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um eru af­kom­end­ur Íslend­inga sem tala ís­lensku án þess að hafa búið á Íslandi. Þrátt fyr­ir að rúm 100 ár séu liðin frá því að bú­ferla­flutn­ing­ar vest­urfar­anna liðu und­ir lok er fólk enn mjög meðvitað um upp­runa sinn og er stolt af hon­um. Slíkt er alls ekki sjálf­gefið en sú þraut­segja, áhugi, dugnaður og þjóðrækni sem býr í Vest­ur-Íslend­ing­um er til eft­ir­breytni.

Skylda Íslands

Manitoba er fjöl­menn­asta byggðarlag Íslend­inga í heim­in­um utan Íslands en sam­kvæmt Hag­stofu Kan­ada hafa um 90 þúsund Kan­ada­menn skráð upp­runa sinn sem ís­lensk­an. Sögu þessa fjöl­menna hóps þarf að gera betri skil á Íslandi og það er skylda okk­ar Íslend­inga að rækta þessi tengsl af alúð og al­vöru. Ákveðin vatna­skil urðu í sam­skipt­um Íslands við þetta svæði þegar ís­lensk stjórn­völd opnuðu ræðismanns­skrif­stofu í Winnipeg árið 1999. Skrif­stof­an hef­ur leikið lyk­il­hlut­verk í að efla tengsl okk­ar við Vest­ur-Íslend­inga. Við vilj­um halda áfram að efla þau og því var sér­lega ánægju­legt á sjálf­um Íslend­inga­deg­in­um að greina frá ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um auk­inn stuðning við ís­lensku­deild Manitoba-há­skóla í Winnipeg en deild­in hef­ur verið starf­rækt við skól­ann síðan 1951 við góðan orðstír.

Byggj­um fleiri brýr

Það var stór­kost­legt að taka þátt í Íslend­inga­dög­un­um og kynn­ast öllu því góða fólki sem legg­ur mikla vinnu á sig við að gera dag­inn sem hátíðleg­ast­an. Um sann­kallaðan fjár­sjóð er að ræða sem von­andi sem flest­ir fá tæki­færi til að kynn­ast. Í því sam­hengi vil ég nefna Snorra­verk­efnið sem ætlað er ung­menn­um af ís­lensk­um upp­runa í Norður-Am­er­íku til þess að koma til Íslands og kynn­ast upp­runa sín­um og Snorri-Vest­ur-verk­efnið sem er ætlað ís­lensk­um ung­menn­um til að kynn­ast slóðum Vest­ur-Íslend­inga. Með ung­menna­skipt­um sem þess­um rækt­um við áfram þessi ein­stöku tengsl og byggj­um þannig fleiri brýr yfir til skyld­fólks okk­ar í vest­ur­heimi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. ágúst 2019.

Categories
Greinar

Uppkaup á landi

Deila grein

06/08/2019

Uppkaup á landi

Síðastliðna daga hef ég sem sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar fengið upphringingar frá blaðamönnum vegna sölu á jörðinni Atlastöðum í Svarfaðardal til fyrirtækis í eigu erlendra aðila. Spurt er hvort sveitarfélagið hafi áhyggjur af sölunni og innt er eftir viðbrögðum.

Sveitarfélagið hefur ekki forkaupsrétt að jörðum í sveitarfélaginu og því kom salan ekki inn á borð sveitarstjórnar. Aukin heldur er það ekki á stefnuskrá sveitarstjórnar að kaupa jarðir. Því getur sveitarstjórn ekki annað en setið hjá og vonað að nýir eigendur muni rækta sína jörð, standa við þær skuldbindingar sem felast í jarðareign í sveit og verði virkir þátttakendur í samfélagi sveitarinnar.

Hins vegar hefur þetta mál vakið mig til enn frekari umhugsunar um jarðasölur almennt. Hér bæði austan og vestan við eru dæmi þar sem stórfelld uppkaup á jörðum hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað. Þar erum við að tala um uppkaup eignamanna ótengdum búskap. Margar jarðir safnast á fárra hendur og falla í flestum tilfellum úr hefðbundnum búskap. Þetta er ógn við byggðir landsins, við atvinnuuppbyggingu í sveitum og við sjálfstæði þjóðar.

Tilraunir ráðamanna til að koma lagasetningu á þessar gjörðir spannar nú nokkur ár. Við höfum dæmi frá nágrannaþjóðum um það hvernig þær hafa brugðist við og sett reglur og lög sem ætti að vera styðjast við eða heimfæra með einhverjum hætti upp á okkur hér á landi. Að jarðir þurfi að vera í ákveðnum búskap eða nýtingu, að einn og sami aðili og tengdir aðilar megi ekki eiga fleiri en X jarðir, að eigandi þurfi að vera með lögheimili á jörðinni o.s.frv.

Hversu erfiða ætlum við að gera okkur þessa lagasetningu og hversu langt ætlum við að láta málið ganga áður en gripið verður í taumana? Hversu illa ætlum við að láta vaða yfir sjálfstæði okkar áður en við spyrnum við fótum? Eða ætlum við yfirleitt ekki neitt að gera?

Ég er ein af þeim sem þoli illa að sitja hjá og horfa á þetta gerast fyrir framan nefið á mér. Ég veit að þannig er með margan Íslendinginn. Því hvet ég núverandi ríkisstjórn til lagasetningar á haustþingi sem vonandi tekur fyrir uppkaup á landi með þeim hætti sem er að gerast í dag. Ég bind vonir við samstarf sem samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra segir komið á undir forystu forsætisráðuneytis sem á að leita að ásættanlegri lausn í málinu fyrir komandi kynslóðir.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð og formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Categories
Greinar

Virði tungumálsins og sjálfsmynd þjóðar

Deila grein

03/08/2019

Virði tungumálsins og sjálfsmynd þjóðar

Þegar við hugs­um til þess sem helst hef­ur mótað lýðveldið okk­ar og það sem skil­grein­ir okk­ur sem þjóð berst talið oft að menn­ing­unni; að tungu­mál­inu, bók­mennt­un­um og nátt­úr­unni. Í sjálf­stæðis­bar­átt­unni var þjóðtung­an ein helsta rök­semd þess að Íslend­ing­ar væru sér­stök þjóð og sjálf­stæðis­kröf­ur okk­ar rétt­mæt­ar. Tungu­málið er þannig lyk­ill­inn að sjálfs­mynd okk­ar og sjálfs­skiln­ingi. Íslensk stjórn­völd hafa í þessu sam­hengi kynnt heild­stæða áætl­un sem miðar að því að styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar. Mik­il­væg­ur áfangi á þeirri veg­ferð náðist þegar Alþingi samþykkti sam­hljóða þings­álykt­un um mik­il­vægi ís­lenskr­ar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungu­málið verði áfram notað á öll­um sviðum ís­lensks sam­fé­lags.

Víðtæk sam­vinna

Tug­ir um­sagna bár­ust um þings­álykt­un­ina en á grunni henn­ar er unn­in aðgerðaáætl­un til þriggja ára, í víðtækri sam­vinnu og sam­starfi. All­ir sem bú­sett­ir eru á Íslandi skulu eiga þess kost að læra og nota ís­lensku til virkr­ar þátt­töku í ís­lensku sam­fé­lagi. Helstu mark­mið þings­álykt­un­ar­inn­ar eru í fyrsta lagi að ís­lenska verði notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, í öðru lagi að ís­lensku­kennsla verði efld á öll­um skóla­stig­um ásamt mennt­un og starfsþróun kenn­ara og í þriðja lagi að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi verði tryggð. Aðgerðaáætl­un­inni er skipt í fimm liði: Vit­und­ar­vakn­ingu um ís­lenska tungu, mennt­un og skólastarf, menn­ingu og list­ir, tækniþróun, aðgengi og ný­sköp­un og að lok­um stefnu­mót­un fyr­ir stjórn­sýslu og at­vinnu­líf.

I. Vit­und­ar­vakn­ing um ís­lenska tungu

Stuðlað verði að vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi ís­lenskr­ar tungu, gildi henn­ar og sér­stöðu. Áhersla verði lögð á mik­il­vægi þess að ís­lenska sé lif­andi tungu­mál í stöðugri þróun og helsta sam­skipta­mál sam­fé­lags­ins. Þessi vit­und­ar­vakn­ing, und­ir yf­ir­skrift­inni Áfram ís­lenska!, teng­ist flest­um sviðum þjóðlífs­ins og spegl­ast í þeim aðgerðum sem hér fara á eft­ir.

II. Mennt­un og skólastarf

Mik­il­vægi læsis. Læsi er lyk­ill að lífs­gæðum á alþjóðavísu og unnið verður áfram í skóla­sam­fé­lag­inu að verk­efn­um sem tengj­ast Þjóðarsátt­mála um læsi og leit­ast við að tryggja virka aðkomu heim­ila, bóka­safna, rit­höf­unda og fjöl­miðla að því verk­efni.

Íslenska sem annað móður­mál. Þeir sem bú­sett­ir eru á Íslandi og hafa annað móður­mál en ís­lensku, börn jafnt sem full­orðnir, fái jafn­gild tæki­færi til ís­lensku­náms og stuðning í sam­ræmi við þarf­ir sín­ar. Skipaður hef­ur verið verk­efna­hóp­ur sem ætlað er að marka heild­ar­stefnu í mál­efn­um nem­enda með annað móður­mál en ís­lensku.

Kenn­ara­mennt­un. Vægi ís­lensku verði aukið í al­mennu kenn­ara­námi og áhersla lögð á að örva áhuga verðandi kenn­ara á tungu­mál­inu. Stuðlað verði að því að efla sköp­un­ar­gleði til að byggja upp hæfni nem­enda og stuðla að já­kvæðu viðhorfi til ís­lensk­unn­ar á öll­um skóla­stig­um.

Starfsþróun kenn­ara. Stutt verði við starfsþróun og símennt­un kenn­ara í þeim til­gangi að efla lær­dóms­sam­fé­lag skól­anna. Áhersla verði lögð á að auka hæfni kenn­ara í ís­lensku og að þeir hafi tök á fjöl­breytt­um kennslu­hátt­um til að kenna ís­lensku bæði sem móður­mál og sem annað mál.

Há­skóla­kennsla og rann­sókn­ir. Haldið verði áfram uppi öfl­ugri há­skóla­kennslu og rann­sókn­ar­starf­semi í ís­lensku bæði í grunn­rann­sókn­um og hag­nýt­um rann­sókn­um.

Kennsla á ís­lensku. Kennsla í mennta­kerf­inu á 1.-6. þrepi hæfniramma fari fram á ís­lensku.

Náms­gagna­út­gáfa. Stuðlað verði að góðu aðgengi nem­enda á öll­um skóla­stig­um að fjöl­breyttu og vönduðu náms­efni á ís­lensku á sem flest­um náms­sviðum.

Íslensku­nám full­orðinna inn­flytj­enda. Sett­ur verði hæfnirammi um ís­lensku­nám inn­flytj­enda og viðeig­andi náms­leiðir þróaðar með auknu fram­boði nám­skeiða og náms­efn­is á öll­um stig­um. Sam­hliða verði út­búið ra­f­rænt mat­s­kerfi til að meta hæfni full­orðinna inn­flytj­enda í ís­lensku.

Íslensku­kennsla er­lend­is. Styrkja skal stoðir ís­lensku­kennslu á er­lendri grundu. Nýta skal nýj­ustu tækni til hags­bóta fyr­ir þá fjöl­mörgu sem vilja læra ís­lensku, með sér­stakri áherslu á börn og ung­menni.

III. Menn­ing og list­ir

Bók­menn­ing. Sköpuð séu skil­yrði fyr­ir fjöl­breytta út­gáfu bóka svo tryggt sé að áfram geti fólk á öll­um aldri lært, lesið og skapað á ís­lensku. Alþingi hef­ur nú þegar samþykkt lög um stuðning við út­gáfu bóka á ís­lensku með því að heim­ila end­ur­greiðslu 25% kostnaðar vegna út­gáfu þeirra. Þá verður sér­stök áhersla lögð á efni fyr­ir yngri les­end­ur, meðal ann­ars með nýj­um styrkt­ar­sjóði fyr­ir barna- og ung­menna­bæk­ur. Sjóðnum, sem gefið var nafnið Auður, hef­ur þegar verið komið á lagg­irn­ar og var út­hlutað úr hon­um í fyrsta sinn í sum­ar. Einnig verður hugað bet­ur að hlut­verki og mik­il­vægi þýðinga fyr­ir þróun tungu­máls­ins, ekki síst í upp­lýs­inga­tækni, ve­f­efni, hug- og tækni­búnaði.

Lögð verði áhersla á notk­un ís­lensku í list­grein­um s.s. tónlist, mynd­list, sviðslist­um, kvik­mynda­gerð og fram­leiðslu sjón­varps­efn­is. Þar verði stuðlað að auk­inni frumsköp­un á ís­lensku, kynn­ingu og grein­ingu list­ar á ís­lensku og skap­andi notk­un tungu­máls­ins á öll­um sviðum. Áfram verði dyggi­lega stutt við gerð kvik­mynda og sjón­varps­efn­is á ís­lensku og hugað sér­stak­lega að efni fyr­ir yngri áhorf­end­ur með áherslu á þýðing­ar, textun og tal­setn­ingu.

Fjöl­miðlar gegna mik­il­vægu hlut­verki þegar kem­ur að efl­ingu ís­lensk­unn­ar. Stefnt verði að því að efla inn­lenda dag­skrár­gerð fyr­ir ljósvakamiðla og einnig tryggja aðgengi að fjöl­breyttu efni á ís­lensku, ís­lensku tákn­máli eða texta. Þá verði stutt við starf­semi einka­rek­inna fjöl­miðla vegna öfl­un­ar og miðlun­ar frétta og frétta­tengds efn­is á ís­lensku.

Bóka­söfn. Starf­semi skóla­bóka­safna og al­menn­ings­bóka­safna verði efld og þjón­usta við nem­end­ur og al­menn­ing bætt. Áhersla verði lögð á aðgang að nýju og fjöl­breyttu les­efni á ís­lensku.

IV. Tækniþróun, aðgengi og ný­sköp­un

Mál­tækni – sta­f­ræn framtíð tung­unn­ar. Framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi verði tryggð. Unnið verði sam­kvæmt ver­káætl­un um mál­tækni fyr­ir ís­lensku 2018-2022. Verk­efnið end­ur­spegl­ist í fjár­mála­áætl­un og braut­ar­gengi þess verði tryggt til framtíðar.

Orðasöfn og orðanefnd­ir. Stuðlað verði að opnu aðgengi al­menn­ings að upp­lýs­inga­veit­um um ís­lenskt mál, svo sem orðabók­um, orðasöfn­um og mál­fars­söfn­um. Þá verði stutt við starf orðanefnda til að tryggja að ís­lensk­ur fræðiorðaforði efl­ist.

V. Stefnu­mót­un, stjórn­sýsla og at­vinnu­líf

Viðmið um mál­notk­un. Sett verði viðmið um notk­un ís­lensku og annarra tungu­mála í upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­efni á veg­um stjórn­valda og at­vinnu­lífs. Þar höf­um við að mark­miði að ís­lenska sé ávallt notuð „fyrst og fremst“, þ.e.a.s. kynn­ing­ar­texti á ís­lensku komi á und­an er­lend­um þýðing­um. Þetta á ekki síst við um ís­lensk ör­nefni en borið hef­ur á því í aukn­um mæli að nöfn sögu­frægra staða á Íslandi hafi verið þýdd á er­lend tungu­mál eða stöðunum jafn­vel gef­in ný er­lend heiti sem ratað hafa inn á landa­kort á net­inu.

Mál­stefna um ís­lenskt tákn­mál. Gerð verði mál­stefna um ís­lenskt tákn­mál og skal hún liggja fyr­ir eigi síðar en í árs­lok 2020. Mál­nefnd um ís­lenskt tákn­mál hafi um­sjón með því verk­efni.

Íslensk mál­stefna. Mál­stefn­an sem samþykkt var árið 2009 – Íslenska til alls – verði end­ur­skoðuð til sam­ræm­is við breytta tíma og byggt verði á mati á nú­ver­andi mál­stefnu. Ný mál­stefna skal liggja fyr­ir eigi síðar en í árs­lok 2021. Íslensk mál­nefnd hafi um­sjón með því lög­bundna verk­efni. Hvatt sé til þess að sem flest­ar stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og fé­laga­sam­tök marki sér mál­stefnu.

Loka­orð

Það hlýt­ur hverj­um manni að vera ljóst að ís­lensk­an þarf öt­ula mál­svara og fylg­is­menn ef við ætl­um að nota hana áfram hér á landi. Við þurf­um öll að leggj­ast á árar til að tryggja að svo megi verða. Tungu­málið varðveit­ir sögu okk­ar og menn­ingu, svo ekki sé talað um ör­nefn­in sem að sjálf­sögðu eiga að vera rituð á ís­lensku um ald­ur og ævi. Ég vitna oft í orð fyrr­ver­andi for­seta, frú Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, sem sagði: „Ef ís­lensk­an hverf­ur tap­ast þekk­ing og við hætt­um að vera þjóð.“ Því setj­um við ís­lensk­una í önd­vegi með því að nota hana fyrst og fremst og átt­um okk­ur á því að virði henn­ar er okk­ur ómet­an­legt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. ágúst 2019.

Categories
Greinar

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Deila grein

19/07/2019

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Í Sam­fé­lags­sátt­mála Rous­seaus er fjallað um ein­kenni góðs stjórn­ar­fars. Fram kem­ur að ef íbú­um þjóðrík­is fjölg­ar og þeir efl­ast sem ein­stak­ling­ar væri um að ræða skýra vís­bend­ingu um gott stjórn­ar­far. Ísland hef­ur á síðustu öld borið gæfu til þess að upp­fylla þessi skil­yrði, þ.e. fjölg­un íbúa, auk­in tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga ásamt því að þjóðar­tekj­ur hafa hækkað. Hins veg­ar þurf­um við stöðugt að vera á tán­um og til­bú­in til að styrkja grunnstoðir sam­fé­lags­ins.

Sam­keppn­is­hæfni auk­in

Ný­verið voru kynnt frum­varps­drög um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna (SÍN), nýtt náms­styrkja- og lána­kerfi. Lánsþegum hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna hef­ur fækkað veru­lega á und­an­förn­um árum á sama tíma og marg­ir ís­lensk­ir náms­menn á Norður­lönd­um kjósa frek­ar að taka lán hjá nor­ræn­um lána­sjóðum en þeim ís­lenska. Auka þarf sam­keppn­is­hæfni ís­lenska kerf­is­ins, því ann­ars er hætta á spekileka vegna þessa, þ.e. að nem­ar hugi frek­ar að því að setj­ast að þar sem þeir hafa fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar.

30% niður­fell­ing náms­lána

Með nýju frum­varpi munu lánþegar sem ljúka próf­gráðu inn­an til­greinds tíma geta fengið náms­styrk sem nem­ur 30% af höfuðstóli náms­láns. Þetta er grund­vall­ar­breyt­ing frá nú­ver­andi kerfi sem mun gera stuðning við náms­menn skýr­ari og jafn­ari. Í nú­ver­andi kerfi felst styrk­ur­inn í niður­greidd­um vöxt­um og af­skrift­um náms­lána en hon­um er mjög mis­skipt milli náms­manna. Stærst­ur hluti styrks­ins hef­ur farið til þeirra náms­manna sem taka hæstu náms­lán­in og fara seint í nám. Á sama tíma eru þeir sem hefja nám ung­ir og taka hóf­legri náms­lán lík­legri til að fá eng­ar af­skrift­ir. Nýtt frum­varp mun breyta þessu en að auki munu náms­menn njóta bestu vaxta­kjara sem rík­is­sjóði Íslands bjóðast á lána­mörkuðum að viðbættu lágu álagi.

Barna­styrk­ir í stað lána

Önnur grund­vall­ar­breyt­ing sem felst í frum­varp­inu er styrk­ur vegna barna. Í nú­ver­andi náms­lána­kerfi er lánað fyr­ir fram­færslu barna en með nýju fyr­ir­komu­lagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkr­ar fram­færslu. Mark­miðið með barna­styrkn­um er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega. Gert er ráð fyr­ir að styrk­ur til fram­færslu hvers barns sé í sam­ræmi við náms­tíma náms­manns að há­marki 96 mánuðir. Styrk­ur­inn kem­ur til viðbót­ar við 30% niður­fell­ing­una sem náms­mönn­um býðst við lok próf­gráðu á til­sett­um tíma.

Nýja frum­varpið boðar rót­tæka breyt­ingu á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem mun stuðla að sterk­ari stöðu náms­manna og mun fjöl­skyldu­vænna um­hverfi. Mark­mið allra stjórn­valda á að vera að styrkja sam­fé­lagið sitt, þannig að það sé eft­ir­sókn­ar­vert til bú­setu. Frum­varps­drög til nýrra laga um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna er liður í því að efla sam­fé­lagið okk­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júlí 2019.

Categories
Greinar

Með lögum skal land tryggja

Deila grein

18/07/2019

Með lögum skal land tryggja

Land er og hef­ur verið auðlind í aug­um Íslend­inga frá upp­hafi byggðar og bera marg­ar af Íslend­inga­sög­un­um þess merki að bar­átta um land og eign­ar­hald á því hafi verið einn af megin­á­steyt­ings­stein­um í gegn­um sögu okk­ar. Þá ber Jóns­bók þess merki að Íslend­ing­ar hafi frá fyrstu tíð haft metnað til þess að ramma skýrt inn rétt­indi jarða og land­eig­enda. Þetta end­ur­spegl­ar vel þá stöðu sem land og auðlind­ir þess hafa fyr­ir al­menn­ing á Íslandi og nauðsyn þess að um það sé staðinn vörður. En jarðeign­ir og land eru ekki bara mæld í hekt­ur­um eða fer­metr­um, því landi fylgja oft ríku­leg hlunn­indi og auðlind­ir. Þar má meðal ann­ars nefna vatns- og mal­ar­rétt­indi, veiðihlunn­indi, dún- og eggja­tekju ásamt reka. Ekki síst eru ekki upp­tald­ar þær auðlind­ir sem fel­ast í góðu rækt­ar- og beitilandi sem er ómet­an­legt fyr­ir framtíð bú­skap­ar á Íslandi sem er for­senda mat­væla­ör­ygg­is þjóðar­inn­ar og órjúf­an­leg­ur hluti menn­ing­ar okk­ar og sögu sem þjóðar.

Með manni og mús

Búj­arðir og land al­mennt hef­ur ríku­legt gildi fyr­ir ís­lenska þjóð. Landið með sín­um auðlind­um er grund­völl­ur bú­setu og at­vinnu víða á lands­byggðinni. Það er því allá­huga­vert að fylgj­ast með þeirri þróun sem hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um árum þar sem jarðir hafa verið keypt­ar upp í stór­um stíl, jafn­vel heilu dal­irn­ir, með hurðum og glugg­um. Skap­ast hef­ur mik­il umræða í kjöl­far upp­kaupa bresks auðmanns á jörðum í Vopnafirði og Norður-Þing­eyj­ar­sýslu, þar sem búið er að kaupa upp allt að því heilu laxveiðiárn­ar og vatna­svæði þeirra. Hef­ur því eðli­lega fylgt mik­il gagn­rýni á laga­setn­ingu og þann ramma sem skapaður hef­ur verið vegna jarðakaupa á Íslandi í kjöl­far breyt­inga á jarðalög­un­um sem gerð voru í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar. Þá hef­ur hluti af gagn­rýni þeirri sem komið hef­ur fram vegna inn­leiðing­ar orkupakka þrjú, hér á landi, einnig snúið að eign­ar­haldi á auðlind­um og vatns­rétt­ind­um á Íslandi. Það er rétt­mæt gagn­rýni sem hlusta þarf á vegna þess að sag­an hér á Íslandi og ná­granna­lönd­um okk­ar kenn­ir okk­ur það að fjár­magn leit­ar sér far­vegs þar sem um mikl­ar og öfl­ug­ar auðlind­ir er að ræða og þar eru ekki alltaf hags­mun­ir heild­ar­inn­ar hafðir að leiðarljósi, því miður.

Styrkja þarf ramm­ann strax

Nauðsyn­legt er því í þessu ljósi að fara að styrkja þær stoðir sem snúa að laga­setn­ingu vegna búj­arða og slíkt get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar eins og verið hef­ur síðustu ár. Jarðalög­um þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar regl­ur varðandi eign­ar­hald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlind­ir okk­ar úr landi. Frændþjóðir okk­ar hafa stigið slík skref þannig að for­dæm­in eru til þannig að nú verða verk­in að tala á lög­gjaf­arþingi þjóðar­inn­ar þegar það kem­ur sam­an á haust­dög­um. Slíkt þolir enga bið. Ekki er held­ur eðli­legt að búið sé að rýra byggðir víða um land með þeim hætti að sveit­ar­fé­lög hafa misst stór­an hluta út­svar­stekna sinna vegna þess að stór hluti jarðanna er í eigu fólks sem býr í öðrum sveit­ar­fé­lög­um eða er­lend­is og borg­ar því ekki skatta í viðkom­andi sveit­ar­fé­lagi. Þá um leið er líka búið að kippa und­an heilu sam­fé­lög­un­um grund­velli þess að byggð þar hald­ist áfram og sam­hjálp­ar­hug­sjón­in sem sveit­ir þurfa á að halda get­ur ekki þrif­ist vegna fá­menn­is.

Það er ekki síst brýnt nú á tím­um að við hyggj­um að arf­leifð okk­ar og því sem við ætl­um að skila til kom­andi kyn­slóða. Ábyrgðin er okk­ar að tryggja að land sé í eigu þeirra sem landið ætla að byggja og nýta til framtíðar og það fylgi því ýms­ar skyld­ur að eiga land. Það er óviðun­andi að heilu sveit­irn­ar á Íslandi séu með lög­heim­ili í London.

Jón Björn Hákonarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. júlí 2019.

Categories
Greinar

Fjölskylduvænni námsaðstoð

Deila grein

12/07/2019

Fjölskylduvænni námsaðstoð

Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.

Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir.

Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur.

Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. júlí 2019.

Categories
Greinar

Stuðningssjóður íslenskra námsmanna

Deila grein

10/07/2019

Stuðningssjóður íslenskra námsmanna

Frum­varps­drög til nýrra laga um náms­styrkja­kerfi Stuðnings­sjóðs ís­lenskra náms­manna (SÍN) hafa nú verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Að þeim hef­ur verið unnið á vett­vangi mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins um hríð, í góðu sam­starfi við helstu hags­munaaðila. Mark­miðið nýs kerf­is er aukið jafn­rétti til náms, jafn­ari styrk­ir til náms­manna, betri nýt­ing op­in­bers fjár og auk­inn stuðning­ur við fjöl­skyldu­fólk. Þetta er rót­tæk breyt­ing á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem mun stuðla að betri stöðu náms­manna að námi loknu. Þetta er mik­il­vægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður náms­manna líkt og fjallað er um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Skýr­ari stuðning­ur

Grund­vall­ar­breyt­ing með nýju frum­varpi er að lánþegar sem ljúka próf­gráðu inn­an til­greinds tíma geta fram­veg­is fengið náms­styrk sem nem­ur 30% af höfuðstóli náms­láns þeirra. Það er mik­il kjara­bót fyr­ir náms­menn en styrk­ur­inn er í formi niður­fell­ing­ar sem kem­ur til fram­kvæmda að námi loknu. Þá verður veitt­ur náms­styrk­ur vegna fram­færslu barna lánþega og veitt­ar heim­ild­ir til tíma­bund­inna íviln­ana við end­ur­greiðslu náms­lána, t.d. vegna lánþega sem stunda ákveðnar teg­und­ir náms og þeirra sem búa og starfa í brot­hætt­um byggðum.

Aukið jafn­ræðiog frelsi

Nýtt náms­styrkja­kerfi mun stuðla að bættri náms­fram­vindu há­skóla­nema og þar með betri nýt­ingu fjár­muna í mennta­kerf­inu og auk­inni skil­virki. Breyt­ing­arn­ar munu meðal ann­ars hafa í för með sér að námsaðstoð rík­is­ins verður gagn­særri, staða þeirra náms­manna sem þurfa á frek­ari styrkj­um að halda sök­um fé­lags­legra aðstæðna verður efld og aukið jafn­ræði verður milli náms­manna. Þá veit­ir nýja fyr­ir­komu­lagið lánþegum meira frelsi til þess að velja hvernig þeir haga sín­um lána­mál­um, til dæm­is með því að lánþegar geta við náms­lok valið hvort þeir end­ur­greiði náms­lán sín með óverðtryggðu eða verðtryggðu skulda­bréfi.

Tíma­bær­ar breyt­ing­ar

Staða Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna er sterk og skap­ar kjöraðstæður til að ráðast í kerf­is­breyt­ing­ar sem lengi hafa verið í far­vatn­inu. Nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi er að fullu fjár­magnað en að auki verða fram­lög til sjóðsins end­ur­skoðuð ár­lega miðað við fjölda lánþega hverju sinni. Ég þakka náms­manna­hreyf­ing­unni og þeim fjöl­mörgu sem komið hafa að und­ir­bún­ingi þessa tíma­mótafrum­varps og hvet áhuga­sama til þess að kynna sér frum­varps­drög­in sem nú eru aðgengi­leg í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2019.

Categories
Greinar

Afkastamikið vorþing

Deila grein

08/07/2019

Afkastamikið vorþing

Árang­urs­ríkt vorþing er að baki með samþykkt margra fram­fara­mála sem munu hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar. Þar af voru sjö frum­vörp samþykkt, ásamt einni þings­álykt­un­ar­til­lögu, sem snerta mennta-, menn­ing­ar- og vís­inda­mál á Íslandi.

Kenn­ara­starfið það mik­il­væg­asta

Kenn­ara­frum­varpið um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik-, grunn- og fram­halds­skóla, varð að lög­um. Það er fagnaðarefni en með þeim er lög­fest­ur hæfnirammi um mennt­un og hæfni kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem lýs­ir bet­ur þeirri hæfni sem kenn­ar­ar þurfa að búa yfir til sam­ræm­is við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Meg­in­mark­mið nýrra laga er að stuðla að sveigj­an­legra skóla­kerfi, sem verður nem­end­um og kenn­ur­um til hags­bóta. Við vilj­um að all­ir sem leggja stund á kennslu- og upp­eld­is­störf í leik-, grunn-, og fram­halds­skól­um hafi mennt­un í sam­ræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru fram­fara­skref í þá átt og munu þau skapa fleiri tæki­færi fyr­ir kenn­ara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri sam­fellu og sam­starfi skóla­stiga.

Íslensk­an efld

Stjórn­völd hafa sett ís­lensk­una í önd­vegi. Sá ánægju­legi áfangi náðist á liðnu vorþingi að þings­álykt­un­ar­til­laga um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál hér á landi var samþykkt sam­hljóða. Í til­lög­unni er fjallað um alls 22 aðgerðir sem því tengj­ast en meg­in­mark­mið þeirra eru að ís­lenska verði notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, að ís­lensku­kennsla verði efld á öll­um skóla­stig­um ásamt mennt­un og starfsþróun kenn­ara og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi verði tryggð. Það er mik­il­vægt að styrkja stöðu þjóðtung­unn­ar á tím­um örr­ar alþjóðavæðing­ar og tækni­bylt­inga. Í þessu mik­il­væga máli þurfa all­ir að leggja sitt af mörk­um: stofn­an­ir, at­vinnu­líf og fé­laga­sam­tök – og við öll. Við get­um, hvert og eitt okk­ar, tekið þátt í að þróa tungu­málið, móta það og nýta á skap­andi hátt.

Íþróttaum­hverfið ör­ugg­ara

Í kjöl­far #églíka-yf­ir­lýs­inga íþrótta­kvenna árið 2018 skipaði ég starfs­hóp sem fékk það hlut­verk að koma með til­lög­ur til að auka ör­yggi iðkenda í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu má meðal ann­ars finna í frum­varpi um sam­skipta­full­trúa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs sem var samþykkt sem lög frá Alþingi nú á vor­dög­um. Mark­mið nýju lag­anna er að íþrótta- og æsku­lýðsstarf sé ör­uggt um­hverfi þar sem börn, ung­ling­ar og full­orðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþrótt­ir eða æsku­lýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða rétt­ar síns vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni og of­beld­is sem þar kann að koma upp án ótta við af­leiðing­arn­ar. Það er kapps­mál okk­ar að tryggja ör­yggi iðkenda í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi og sjá til þess að um­gjörð og aðstæður á þeim vett­vangi séu sem best­ar fyr­ir þátt­tak­end­ur og starfs­fólk.

Lýðskól­ar

Ný lög um lýðskóla voru samþykkt en hingað til hef­ur ekki verið lög­gjöf í gildi um starf­semi þeirra hér á landi. Lýðskól­ar vinna með lyk­il­hæfni skóla­starfs, líkt og kveðið er á um í aðal­nám­skrá fram­halds­skóla, svo sem náms­hæfni, skap­andi hugs­un, sjálf­bærni og lýðræðis­leg vinnu­brögð en meðal mark­miða þeirra sam­kvæmt frum­varp­inu verður að mæta áhuga og hæfi­leik­um nem­enda sem vilja átta sig bet­ur á mögu­leik­um sín­um og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skól­inn og Lýðhá­skól­inn á Flat­eyri eft­ir hug­mynda­fræði lýðskóla og á for­svars­fólk þeirra lof skilið fyr­ir frjótt og gott starf. Við samþykkt frum­varps­ins varð mér hugsað hlý­lega til Jónas­ar Jóns­son­ar frá Hriflu, fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra. Hann var talsmaður þess að hér á landi væri öfl­ugt og fjöl­breytt mennta­kerfi, þar sem meðal ann­ars væri lögð áhersla á rækt­un manns­and­ans og að nem­end­ur gætu öðlast aukið sjálfs­traust. Nýtt frum­varp um lýðskóla skap­ar svo sann­ar­lega um­gjörð utan um fjöl­breytt­ari val­kosti í ís­lensku mennta­kerfi og eyk­ur lík­urn­ar á að nem­end­ur finni nám við hæfi.

Vís­indaum­gjörð efld

Tvö frum­vörp urðu að lög­um sem bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda á Íslandi og auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Ný lög um op­in­ber­an stuðning við vís­inda­rann­sókn­ir auðvelda meðal ann­ars þátt­töku Rann­sókna­sjóðs í sam­fjár­mögn­un alþjóðlegra rann­sókna­áætl­ana og heim­ila að sér­stök stjórn verði sett yfir Innviðasjóð. Sam­eig­in­leg stjórn hef­ur verið yfir Rann­sókna­sjóði og Innviðasjóði þrátt fyr­ir að eðli sjóðanna sé tals­vert ólíkt. Rann­sókna­sjóður veit­ir styrki til ein­stakra rann­sókna­verk­efna á meðan hlut­verk Innviðasjóðs er að byggja upp rann­sóknainnviði á Íslandi en þeir eru nauðsyn­leg for­senda þess að hægt sé að stunda vís­inda­rann­sókn­ir. Rann­sóknainnviðir eru aðstaða, aðföng og þjón­usta sem vís­inda­menn nýta við rann­sókn­ir og til að stuðla að ný­sköp­un á fagsviðum sín­um. Ný lög um sam­tök um evr­ópska rann­sóknainnviði voru einnig samþykkt en þau munu meðal ann­ars auðvelda ís­lensk­um aðilum að sam­nýta rann­sóknainnviði með öðrum þjóðum, innviði sem ólík­legt væri að ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag gæti fjár­magnað eitt og sér.

Neyt­end­ur fá auk­inn rétt

Frum­varp um breyt­ingu á höf­unda­lög­um náði fram ganga en mark­mið þess er að tryggja að ein­stak­ling­ar sem ferðast milli landa inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og dvelja þar tíma­bundið geti þar nýtt sér áskrift að sta­f­rænu efni sem þeir hafa keypt í sínu heimalandi. Þar er rétt­ar­bót og mikið fram­fara­skref fyr­ir neyt­end­ur.

Höf­und­ar­rétt­ur styrkt­ur

Þá voru lög um sam­eig­in­lega um­sýslu höf­und­ar­rétt­ar einnig samþykkt en þau fela meðal ann­ars í sér bætt starfs­um­hverfi rétt­hafa­sam­taka á sviði höf­und­ar­rétt­ar, sem telj­ast sam­eig­in­leg­ar um­sýslu­stofn­an­ir. Sam­eig­in­leg um­sýsla höf­und­ar­rétt­inda er mik­il­vægt úrræði til efna­hags­legr­ar hag­nýt­ing­ar fyr­ir fjölda rétt­hafa, inn­lendra sem er­lendra. Slík­ar stofn­an­ir fara með veru­leg­ar fjár­hæðir fyr­ir hönd rétt­hafa. Því er mik­il­vægt að regl­ur um slíka um­sýslu séu skýr­ar og gagn­sæj­ar og að þátt­taka rétt­hafa sé tryggð í öllu ákv­arðana­ferli.

Fleiri fram­fara­mál í far­vatn­inu

Fram­fylgd rík­is­stjórn­arsátt­mál­ans geng­ur vel. Líkt og yf­ir­ferðin hér að fram­an sann­ar hafa mörg þjóðþrifa­mál orðið að lög­um og fleiri slík eru á leiðinni í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ég hef nú þegar lagt fram frum­varp um stuðning við einka­rekna fjöl­miðla og frum­varp um sviðlist­ir sem verða kláruð á næsta þingi. Þá verður frum­varp um nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi lagt fram á haust­dög­um ásamt nýrri mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030. Ég þakka þeim fjöl­mörg­um aðilum sem komu að und­ir­bún­ingi þess­ara mik­il­vægu mála fyr­ir góða sam­vinnu og far­sælt sam­starf. Afrakst­ur þess­ar­ar góðu vinnu mun skila sér í betra sam­fé­lagi fyr­ir okk­ur öll.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. júlí 2019.