Categories
Greinar

Tækifæri Íslands utan ESB

Deila grein

15/12/2024

Tækifæri Íslands utan ESB

Ísland hef­ur farið þá leið að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) en eiga í góðu og upp­byggi­legu sam­starfi við banda­lagið á grund­velli EES-samn­ings. Það hef­ur veitt okk­ur tæki­færi fyr­ir sjálf­stæða stefnu­mót­un á sviðum eins og fisk­veiði- og auðlinda­mál­um, og efna­hags- og pen­inga­mál­um, ásamt því sem Ísland get­ur eflt tengsl við önn­ur svæði fyr­ir utan Evr­ópu á grund­velli fríversl­un­ar­samn­inga.

Stóri kost­ur­inn við að vera utan ESB er frelsið til að móta eig­in fisk­veiðistefnu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burðarás í ís­lensku hag­kerfi, og sjálf­stæði frá sam­eig­in­legri fisk­veiðistefnu ESB ger­ir Íslandi kleift að stýra þess­ari auðlind sjálft, stjórna veiðum á sjálf­bær­an hátt og tryggja að sjáv­ar­af­urðir skili þjóðarbú­inu meiri tekj­um en ella. Í dag er staðan sú að Ísland er leiðandi þjóð í sjálf­bær­um og arðbær­um sjáv­ar­út­vegi á alþjóðavísu.

Það sama á við um land­búnað, þar sem við get­um mótað eig­in stefnu án þess að þurfa að aðlaga okk­ur sam­eig­in­legri land­búnaðar­stefnu ESB. Þetta leyf­ir land­inu að þróa sér­tæka nálg­un sem hent­ar ís­lensk­um aðstæðum best, þar sem veður­skil­yrði og land­fræðileg­ar aðstæður eru tölu­vert frá­brugðnar meg­in­landi Evr­ópu. Það ligg­ur í aug­um uppi að inn­ganga í tolla­banda­lag ESB-ríkja að þessu leyti myndi veikja ís­lensk­an land­búnað til muna, á tím­um þar sem fæðuör­yggi þjóða verður sí­fellt mik­il­væg­ara. Orðið fæðuör­yggi kann að hljóma óspenn­andi en þýðing þess er hins veg­ar gríðarlega mik­il­væg. Flokk­ar sem tala fyr­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hafa aldrei svarað þeirri spurn­ingu hvernig þeir sjái fyr­ir sér að tryggja mat­væla­ör­yggi hér á landi með öfl­ugri inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu, en það þarf að huga að henni.

Ísland get­ur einnig ein­beitt sér að því að nýta nátt­úru­lega eig­in­leika til að fram­leiða ein­stak­ar land­búnaðar­vör­ur. Dæmi um þetta eru ís­lenskt lamba­kjöt, mjólk­ur­vör­ur og græn­meti ræktað við sér­stak­ar aðstæður, eins og í gróður­hús­um sem nýta jarðhita. Þess­ar vör­ur hafa mögu­leika á að öðlast sér­stöðu á alþjóðleg­um mörkuðum þar sem upp­runi og gæði eru met­in hátt.

Þá fylg­ir því aukið viðskiptafrelsi fyr­ir Ísland að standa utan ESB. En landið býr við auk­inn sveigj­an­leika með gerð tví­hliða viðskipta­samn­inga sem geta hentað ís­lensk­um aðstæðum bet­ur en stór­ir alþjóðasamn­ing­ar. Nýta má þessa sér­stöðu til að byggja upp betri út­flutn­ings­mögu­leika og auka fjöl­breytni í markaðssetn­ingu ís­lenskra afurða á er­lend­um mörkuðum.

Staðan er sú að Íslandi hef­ur vegnað vel á grund­velli EES-samn­ings­ins, utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Hér hef­ur hag­vöxt­ur verið meiri, at­vinnu­leysi minna og laun og kaup­mátt­ur hærri. Það verður áhuga­vert að sjá hvort Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins láti Viðreisn teyma sig í aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu á þess­um tíma­punkti í yf­ir­stand­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum en slík veg­ferð yrði ekki góð nýt­ing á tíma og fjár­mun­um næstu rík­is­stjórn­ar verði hún að veru­leika.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. desember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Köld eru kvenna­ráð – eða hvað?

Deila grein

09/12/2024

Köld eru kvenna­ráð – eða hvað?

Orðatiltækið „Köld eru kvenna ráð“ kemur úr Njálu og þar er átt er við að ráðleggingum kvenna sé ekki alltaf treystandi. Þessi fornu orð hafa lengi fylgt umræðum um ráðvendni og hlutverk kvenna en nútímarannsóknir sýna að þátttaka þeirra í ákvörðunum styrkir oft útkomur með breiðari sýn, aukinni samvinnu og sjálfbærri nálgun.

Nú, þegar þrjár sterkar konur freista þess að semja um stjórn landsins, er því áhugavert að velta fyrir sér hvort samstarfið geti markað þáttaskil í stjórnmálum Íslands. Gæti það skilað sér í nýrri tegund af kraftmikilli samvinnu á Alþingi? Munu leiðtogarnir jafnvel horfa til mála í stjórnarsáttmála sem voru ekki efst á baugi í kosningabaráttu þeirra en eru ákaflega brýn fyrir samfélagið á næstu árum?

Það er erfitt að spá fyrir um á þessari stundu. En með óbilandi trú á öflugri samvinnu má setja fram óskalista um málefni fyrir nýja ríkisstjórn að umvefja og gera að sínum – fyrir land og þjóð:

1Orkuöryggi almennings: Ef orkuöryggi almennings er ekki betur tryggt þá mun raforku verð til heimila, hárgreiðslustofa, matvöruverslana og garðyrkjubænda halda áfram að hækka. Við verðum að muna að þessi viðkvæmi hópur er í allt annarri samningsstöðu en mjög stórir raforkunotendur sem njóta langtímasamninga. Raforkukerfið okkar var hannað þannig að almenningur nyti verndar en árið 2003 var hún tekin af þegar við byrjuðum að innleiða orkupakka Evrópusambandsins. Margar leiðir eru þó í boði til að bæta stöðuna innan þess kerfis og það þarf að gera. Þetta mál ætti að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn.

2) Takmörkum jarðakaup erlendra aðila : Þegar við seljum jarðir úr landi þá seljum við auðlindir vatns, jarðhita og jarðefna með þeim. Það virðist kannski saklaust þegar ein og ein jörð er seld, en þegar fram í sækir teiknast upp heildarmynd sem hefur áhrif á auðlindastýringu og langtímahagsmuni Íslands. Þegar hafa tugir jarða verið seldar. Vöknum og bregðumst við, og lærum af öðrum þjóðum.

3) Nýsköpun-, mennta- og atvinnuþróun : Lífsgæði geta aukis víða um land með áherslu á nýsköpun. Eflum nýsköpunarhraðla og stýrum fjármagni til þeirra með atvinnuþróun á landsbyggð í huga; frá Suðurnesjum og hringinn í kringum landið. Ísland á til dæmis stór tækifæri í orku- og matvælatengdri nýsköpun til sjávar og sveita og við eigum að setja enn meiri kraft í að sækja þau. Sköpum hvata til að ungt fólk með fjölbreytta menntun flytji heim og móti framtíðar Marel og Kerecis. Styrkjum menntun á ólíkum stöðum á landinu fyrir slíka sókn svo sem í gegnum Garðyrkjuskólann í Hveragerði og Keili á Suðurnesjum.

4) Sókn í landbúnaði : Landbúnaður á undir högg að sækja, á sama tíma og okkur fjölgar hratt. Spurningin er; ætlum við að fæða þjóðina innfluttri matvöru eða skapa skilyrði þannig að fjölbreytt matvælaframleiðsla geti blómstrað og vaxið með okkur? Gleymum ekki að öflugur landbúnaður er hluti fæðuöryggi og getur dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda sem fylgir miklum vöruflutningum að utan. Einnig er fæðuframleiðsla hér lýðheilsumál því að í matvælaframleiðslu því lyfjanotkun er algengari erlendis og gæði vatns í framleiðslu ekki þau sömu. Jafnframt verðum við að átta okkur á að sókn í landbúnaði er líka einstaklega mikilvæg fyrir sjálfbærni ferðaþjónustu því að ferðamenn sækja ekki í tómar sveitir og innfluttan mat; heldur blómlega byggð og mat sem er ekta. Til að ná árangri á þessu sviði þarf meðal annars að huga að nýliðun og afkomu bænda, og lánakjörum til uppbyggingar.

5) Auðlindir og umhverfismál: Nýting auðlinda og virðing fyrir umhverfinu á að haldast í hendur. Tryggjum að uppbygging orkuinnviða á borð við flutningskerfi, sé í forgangi þar sem brýn þörf er á svo sem til Vestmannaeyja og Vestfjarða og tengjum landið okkar betur saman svo að nýtni raforkukerfisins aukist. Eflum fjölnýtingu jarðhita og skoðum tækifæri á jöldum svæðum. Sköpum hvata þannig að aukin raforkuframleiðsla rati í markmið stjórnvalda, hvort sem er fyrir atvinnuvegi eða orkuskipti, ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins. Vöndum okkur í framkvæmd. Það er til dæmis ekki einstakri náttúru okkar í hag að teppaleggja landið með vindorkuverum en með skynsamri langtímahugsun er hægt að ná árangri í nýtingu án þess að slíta samfélög í sundur og náttúruna um leið. Útfærum lög þannig að ábati af raforkuframleiðslu rati til samfélagsins og skapi verðmæti í heimabyggð.

6) Framsækin ferðaþjónusta: Ferðaþjónusta er lífæð margra byggða og á mikið inni. Leggjum áherslu á gæði í ferðaþjónustu með sterkri framtíðarsýn. Breytumst ekki í „litlu Ameríku“ þar sem stór auglýsingaskilti og aðgangseyrir lita sífellt meira upplifum. Hægt væri til dæmis að skipta hóflegu gjaldi á hvern ferðamann niður á áfangastaði eftir rafrænni talningu heimsókna og koma þannig í veg fyrir bílastæðaposa við annan hvern hól. Höldum fast í frelsi þess að geta skoðað fallega landið okkar án slíkra takmarkanna.

7) Sterkir innviðir: Hinir mjúku innviðir samfélaga; læknar, hjúkrunarfræðingar, lögreglumenn og fjölbreyttir fagkennarar, allt frá stærðfræði yfir í tónlist, eru ekki síður mikilvægir og það að byggja brýr, göng og vegi. Aukum áherslu á að byggja upp mjúka og harða innviði á landsbyggðinni því þar verða verðmæti auðlinda til sem við treystum öll á. Sterk samfélög þjóna bæði heimamönnum og draga að hæfileikafólk sem efla atvinnu- og menningarlíf landsins enn frekar.

Til viðbótar við þennan lista má nefna mikilvæg málefni sem líklega eru þegar á dagskrá í viðræðunum – og eiga sannarlega heima þar:

7) Heima er best: Heimili eiga ekki að vera áhættufjárfesting. Setjum markið á langtíma óverðtryggð lán fyrir heimili og takmörkum samkeppni venjulegs fólks við fagfjárfestingar í fasteignum ætlaðar Airbnb. Setjum reglur þannig ekki sé braskað með lóðir því það hægir á framkvæmdum og hækkar fasteignaverð.

8) Grípum inn í fátækt: Fátækt skilur eftir sig opin sár meðal ungra og aldna sem gagnast engum í okkar ríka samfélagi. Hlustum á skýrt ákall eldri borgara og þeirra sem minna mega sín úr þessum kosningum. Finnum leiðir til að taka skýr skref sem oft tengjast dýrum húsnæðismarkaði.

9) Grunnskólinn sem griðastaður: Sterkt skólakerfi og fjárfesting í æskulýðsstarfi er besta forvörn sem völ er á og hér halda þarf áfram að sækja fram með metnaðarfullum hætti. Ljúkum við innleiðingu nýrra samræmdra prófa og verum leiðandi í framkvæmd símalausra skóla.

10) Tungumálið er hjarta menningar: Íslenskan er límið í menningu okkar. Eflum íslenskukennslu og komum á skýrum hvötum í atvinnulífi til að stuðla að lærdómi hennar svo allir eigi jafna möguleika. Hér getur fjárfesting í menningarstarfi og listum sem tengir saman Íslendinga og innflytjendur hjálpað. Fáum eldri borgara líka með í lið við talþjálfun innflytjenda með því að gefa þeim færi á að afla sér tekna án tekjuskerðingar. Þannig má draga úr einangrun og efla samveru á marga vegu.

Þessi málefnalisti, sem gæti verið mun lengri, á við sama hvaða ríkisstjórn er við völd. Hann er þó settur fram með þá trú að við séum mögulega í dauðafæri að sjá fyrstu kvenleiddu ríkisstjórn Íslands fæðast, sem geti komist í sögubækurnar með því að slá nýjan tón í samvinnu og málefnaáherslur þvert á flokkadrætti. Stjórn þar sem mýtan „köld eru kvennaráð“ víkur fyrir breiðari áherslu á samstarf í útfærslu og framkvæmd stjórnarsáttmála. Sáttmála sem styðja má við og veita skýrt aðhald á þingi, samfélaginu okkar og framtíð til heilla.

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. desember 2024.

Categories
Greinar

Burðar­ásar sam­fé­lagsins

Deila grein

06/12/2024

Burðar­ásar sam­fé­lagsins

Það er vel við hæfi að dagur sjálfboðaliðans sé haldinn hátíðlegur stuttu eftir nýafstaðnar kosningar. Þessi dagur minnir okkur á þá ómetanlegu vinnu sem sjálfboðaliðar inna af hendi við að halda uppi flokksstarfi og kosningabaráttu.

Samvinnuverkefni

Kosningabarátta er stórt samvinnuverkefni ólíkra aðila á öllum aldri sem eiga öll það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins. Grasrótin er hjartað í kosningabaráttunni – hópurinn sem stendur vaktina frá morgni til kvölds við að skipuleggja viðburði, taka á móti gestum og hringja í kjósendur. Hún lætur hvorki skoðanakannanir né aðrar aðstæður slá sig út af laginu. Heldur brettir upp ermar og leggur sitt af mörkum – af hugsjón. Við sem störfum í stjórnmálum eigum þessum bakhjörlum allt að þakka. Það er þessi kraftmikla og ósérhlífna grasrót sem gerir stjórnmálastarf mögulegt.

Sjálfboðaliðinn: Stoð samfélagsins

Náttúruhamfarir minna okkur reglulega á mikilvægi sjálfboðaliðans. Hvort sem um er að ræða eldgos, snjóflóð eða ófærð vegna veðurs, eru þeir ávallt reiðubúnir til að hlúa að samfélaginu. Með umhyggju og ósérhlífni leggja þeir sig fram við að styðja við þá sem þurfa á aðstoð að halda.

Á hverjum degi leggja sjálfboðaliðar ómetanlega vinnu í samfélagsleg verkefni og félagsstarf. Þeir eru burðarásar í íþróttafélögum, foreldrafélögum, kvenfélögum og mannúðarfélögum, svo fátt eitt sé nefnt. Í raun má segja að sjálfboðaliðar séu ein mikilvægasta stoðin sem samfélag okkar hvílir á.

Þakklæti

Í dag vil ég sérstaklega þakka félögum mínum í Framsókn fyrir óeigingjarnt starf í nýafstaðinni kosningabaráttu. Um leið vil ég þakka öllum þeim sem sinna sjálfboðaliðastarfi víðsvegar um landið fyrir það mikilvæga starf sem þeir inna af hendi í þágu samfélagsins.

Takk fyrir ykkar framlag og gleðilegan dag sjálfboðaliðans.

Skrifað í tilefni af degi sjálfboðaliðans 5. desember.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 5. desember 2024.

Categories
Fréttir

Þakkir frá formanni

Deila grein

05/12/2024

Þakkir frá formanni

Kæra Framsóknarfólk!

Um síðustu helgi fóru fram einhverjar mestu hamfarakosningar í sögu þjóðarinnar og ekki síður í sögu flokksins okkar. Það þarf ekki að segja ykkur að aðdragandi kosninganna var stuttur, þarf ekki að segja ykkur að ákvörðun samstarfsflokks okkar í ríkisstjórn var ekki tekin með hag þjóðarinnar í huga. Hún getur verið grimm þessi pólitík.

Við gengum til orrustunnar vígamóð eftir átök síðustu mánaða. Þjóðin vildi breytingar. Hún var orðin þreytt á þessari ríkisstjórn sem var, þrátt fyrir að einstaka þingmenn samstarfsflokkanna væru í virkri stjórnarandstöðu, búin að ná tökum á verðbólgunni, búin að ná tökum á útlendingamálunum. Þjóðin vildi breytingar og upp úr kjörkössunum kom breytt pólitískt landslag þar sem tveir flokkar á þingi þurrkuðust út. Annar þeirra sem féll í valinn var Vinstrihreyfingin – Grænt framboð sem hafði setið í ríkisstjórn í ellefu ár frá árinu 2009, og átt forsætisráðherra í rúm sex af þeim árum.

Ég er ákaflega stoltur af flokknum okkar. Stoltur af því hvernig við börðumst fram á síðustu mínútu þrátt fyrir að skoðanakannanir væru ekki upplífgandi og sumar spáðu dauða Framsóknar á Alþingi Íslendinga. Við sjáum á þessu grafi frá Kosningasögunni að barátta okkar skilaði árangri þótt við hefðum auðvitað vilja rísa hærra.

Við sjáum á eftir gríðarlega öflugum félögum sem féllu í þessari orrustu. Þrír ráðherrar, Lilja Dögg, Ásmundur Einar og Willum Þór, höfðu öll unnið stórvirki í sínum störfum fyrir land og þjóð. Öflugir þingmenn okkar, Lilja Rannveig, Halla Signý, Jóhann Friðrik, Ágúst Bjarni, Hafdís Hrönn, höfðu verið sterkar raddir fyrir kjördæmin sín og flokkinn á þingi. Þá vil ég einnig nefna Líneik Önnu sem gaf ekki kost á sér að þessu sinni en mikil eftirsjá er að.

Kæru Félagar.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við höfum frá árinu 2013 setið í ríkisstjórn með níu mánaða hléi. Störf okkar hafa reynst þjóðinni dýrmæt. Nú munum við verða sterk rödd Framsóknar í stjórnarandstöðu með fámennum en öflugum þingflokki sem ásamt mér mynda Stefán Vagn, Ingibjörg Isaksen, Þórarinn Ingi og okkar nýi og öflugi þingmaður, Halla Hrund.

Ég þakka ykkur öllum fyrir ómetanlega baráttu við erfiðar aðstæður.

Bestu kveðjur,

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Categories
Fréttir Greinar

Tekið við góðu búi

Deila grein

05/12/2024

Tekið við góðu búi

Stjórn­mál­in eru hverf­ull vett­vang­ur þar sem hlut­irn­ir geta breyst hratt. Í kosn­ing­un­um liðna helgi leiðbeindu kjós­end­ur stjórn­mála­flokk­un­um í hvaða átt skyldi stefna næstu árin.

Það er því ekki óeðli­legt að Sam­fylk­ing­in, Viðreisn og Flokk­ur fólks­ins hafi hafið form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður eft­ir þeirra kosn­inga­sig­ur. Raun­ger­ist rík­is­stjórn þess­ara flokka er ljóst að hún tek­ur við góðu búi.

Fjár­laga­frum­varp Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar legg­ur grunn­inn að því að verðbólga og vext­ir eru á fallanda fæti auk mark­vissra aðgerða stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins.

Þá eru skulda­hlut­föll rík­is­sjóðs lág í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og staða rík­is­sjóðs sterk, at­vinnuþátt­taka er mik­il og tæki­færi fyr­ir frek­ari lífs­kjara­sókn sam­hliða lækk­andi fjár­mögn­un­ar­kostnaði.

Þá hef­ur gangskör verið gerð í hinum ýmsu mála­flokk­um svo eft­ir hef­ur verið tekið. Má þar sér­stak­lega nefna í ráðuneyt­um Lilju Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigðisráðherra og Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, mennta- og barna­málaráðherra.

Það verður sjón­ar­svipt­ir að þess­um verk- og reynslu­miklu ráðherr­um Fram­sókn­ar sem hafa komið mörg­um fram­fara­mál­um til leiðar.

Brýn­ustu mál næstu rík­is­stjórn­ar eru að ná betri tök­um á hús­næðismarkaðnum og lækka fjár­magns­kostnað Íslands. Ráðist hef­ur verið í ýms­ar aðgerðir á hús­næðismarkaðnum að und­an­förnu til að mæta þeirri auknu eft­ir­spurn sem mynd­ast hef­ur.

Und­ir for­ystu Fram­sókn­ar var farið í hlut­deild­ar­lán og stofn­fjár­fram­lög til að mæta markaðsbresti á hús­næðismarkaði. Það þarf þó að fara í frek­ari kerf­is­breyt­ing­ar til að auka fram­boð af hús­næði um land allt. Sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga verður að aukast til að ná meiri ár­angri.

Á sveit­ar­stjórn­arstig­inu mun Fram­sókn áfram leggja sig fram við að koma að lausn þeirra áskor­ana sem blasa við sam­fé­lag­inu okk­ar.

Við erum sam­vinnu­flokk­ur, hvort sem við erum í rík­is­stjórn eður ei.

Fjár­magns­kostnaður Íslands er of hár og á það við um kjör rík­is­sjóðs Íslands og allt hag­kerfið.

Það verður að fara ofan í saum­ana á því hvers vegna staðan er þessi í ljósi þess að all­ar grunnstoðir hag­kerf­is­ins eru sterk­ar. Láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs Íslands hef­ur þó verið að hækka og þá ættu kjör­in að verða betri.

Hefja þarf stór­sókn í þess­um efn­um til að auka verðmæta­sköp­un Íslands.

Stefán Vagn Stefánsson, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi formaður fjár­laga­nefnd­ar.

Greinin birtist fyrst Morgunblaðinu 5. desember 2024.

Categories
Fréttir

Kynntu þér Frú Sigríði – Gervigreind Framsóknar

Deila grein

29/11/2024

Kynntu þér Frú Sigríði – Gervigreind Framsóknar

Með meira en 100.000 orðum úr stefnumálum okkar, jafngildi heillar bókar, er Frú Sigríður tilbúin að svara spurningum þínum í rauntíma.

Viltu spyrja Framsókn – Frú Sigríður svarar!

Hingað til hefur hún svarað 10.000 skilaboðum. Ef það tæki 5 mínútur að svara hverri spurningu, hefði það tekið manneskju yfir 800 klukkustundir — eða um 100 átta tíma vinnudaga!

Frú Sigríður er dæmi um hvernig við notum sjálfvirknivæðingu til að leysa einföld vandamál á hagkvæman hátt. Með tækninni getum við nýtt fjármuni betur og þjónustað þig hraðar.

Prófaðu Frú Sigríði í dag og fáðu svörin sem þú þarft!

Categories
Fréttir Uncategorized

Minni öfgar – meiri Framsókn

Deila grein

28/11/2024

Minni öfgar – meiri Framsókn

Kosningaáherslur Framsóknar

Framsókn setur fjölskyldur í forgang, leggur áherslu á að bæta gott samfélag og styðja við ábyrg ríkisfjármál.

Heimilin

1. Ódýrari matarkarfa
a. Lækkun VSK á mat
2. Fyrirsjáanleiki við mánaðarmótin
a. Óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma
3. Réttlátari húsnæðismarkaður
a. Framboð á húsnæði verði aukið í samstarfi ríkis og sveitarfélaga
b. Skattahvatar fyrir hagkvæmar íbúðir
c. Aukið fjármagn í hlutdeildarlán

Samfélagið

1. Öruggara samfélag
a. Efling löggæslu og samfélagslögreglu
b. Hert eftirlit á landamærunum
c. Áhersla á innviði landsmanna
– Samgöngukerfið
– Göng
– Raforku og dreifikerfi
– Vatnsveitur
d. Tryggjum matvælaöryggi
– Með öflugum landbúnaði og sjávarútvegi
2. Velferð
a. Farsæld – Börn í forgangi
– Lenging fæðingarorlofs
– Áhersla á að móta áfram samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að blómstra óháð aðstæðum sínum, uppruna, efnahag og staðsetningu.
– Börn af erlendum uppruna fái nauðsynlegan stuðning og að skólakerfið sé í stakk búið til að mæta þörfum þeirra.
b. Við leggjum áherslu á mikilvægi menntunar, aðgengi að þjónustu og stuðning við fjölskyldur og kennara.
c. Heilbrigðiskerfi fyrir alla
– Tryggt sé jafnt og tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu, efnahag og uppruna.
– Áframhaldandi fjárfesting í heilbrigðiskerfinu
d. Lífsgæði tryggð á eldri árum
– Tryggt sé jafnt og tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu, efnahag og uppruna.
– Áframhaldandi fjárfesting í heilbrigðiskerfinu.

Ábyrgari ríkisfjármál

1. Ábyrg ríkisfjármál, til að skapa skilyrði fyrir lækkun verðbólgu og vaxta
2. Lánakjör ríkissjóðs
a. Lækkun skulda, bætt lánshæfismat og lækkun vaxtagjalda ríkissjóðs
3. Hagvöxtur á grunni samkeppnishæfs atvinnulífs
a. Umgjörð atvinnulífs á Íslandi verði áfram styrkt til að viðhalda kröftugum hagvexti
– Aukin verðmætasköpun og eftirsóknarverð störf
– Fleiri stoðir undir efnahagslífi Íslands
– Vinna – vöxtur – velferð
3. Auðlindir í eigu Íslendinga
a. Tryggt verði að auðlindir séu í eigu Íslendinga og að tryggður sé sanngjarn arður til samfélagsins.
– Byggt verði á sambærilegum grunni og er í sjávarútvegi þar sem eignarhald erlendra aðila er takmarkað.
1. Land
2. Aðgengi að fjörðum
3. Orka
4. Vatnsauðlindir
4. Íslenska – tungumál allra
a. Framsókn stendur vörð um íslenskuna, íslensk gildi og menningu
– Tækniþróun og samkeppnishæfni íslenskunnar í tækniheimi
– Kennsla þeirra sem eru af erlendur bergi brotnir
– Menning og listir
– Íþróttir

Atvinnumál

Framsókn leggur áherslu á að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf með nýsköpun, græna atvinnusköpun og öflugt innviðakerfi í fyrirrúmi. Flokkurinn vill tryggja jafna dreifingu atvinnutækifæra um landið, stuðla að betri tengingu menntunar og atvinnulífs og skapa hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki. Framsókn styður einnig sjálfbæra ferðaþjónustu, sterkan landbúnað og aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki, með það að markmiði að efla efnahagslífið í öllum landshlutum.

Áherslur

Stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi: Framsókn vill styðja nýsköpun og þróun í atvinnulífinu með skattaívilnunum, fjárhagslegum stuðningi og þjálfun fyrir nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla. Markmiðið er að skapa ný störf og styrkja samkeppnishæfni Íslands.

Atvinnuþróun á landsbyggðinni: Flokkurinn vill jafna tækifæri fólks á landsbyggðinni og í þéttbýli með því að skapa fjölbreytt störf víða um land. Markmiðið er að tryggja öflugt atvinnulíf í öllum landshlutum og stuðla að því að ungt fólk sjái sér fært að búa og starfa á landsbyggðinni.

Sjálfbær þróun og græn atvinnusköpun: Framsókn vill ýta undir græna atvinnusköpun og stuðla að sjálfbærum lausnum í atvinnulífinu, til dæmis í ferðaþjónustu, landbúnaði og orkuframleiðslu. Markmiðið er að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi fyrir framtíðina.

Styrking innviða: Framsókn vill fjárfesta í grunninnviðum eins og samgöngum, fjarskiptum og orkuframleiðslu. Betri innviðir styðja atvinnulíf á landsbyggðinni og bæta samkeppnishæfni landsins í heild.

Menntun og þjálfun í takt við þarfir atvinnulífsins: Framsókn vill efla tengsl milli menntunar og atvinnulífs með áherslu á starfsnám, símenntun og þjálfun í greinum þar sem vöntun er á starfsfólki, svo sem tæknigreinum, iðngreinum og heilbrigðisþjónustu.

Hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki: Flokkurinn vill stuðla að einföldu og hagkvæmu skattaumhverfi sem hvetur fyrirtæki til vaxtar og nýráðninga. Þetta felur í sér skattaívilnanir fyrir smærri fyrirtæki og frumkvöðlastarfsemi.

Ferðaþjónusta til framtíðar: Framsókn vill byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu með áherslu á náttúruvernd, samspil við samfélagið og jafna dreifingu ferðamanna um allt land. Markmiðið er að ferðaþjónustan skapi arð fyrir samfélagið án þess að raska náttúrunni.

Stuðningur við íslenskan landbúnað: Framsókn vill efla sjálfbæran íslenskan landbúnað og styðja við bændur til að tryggja matvælaöryggi landsins og fjölbreytt atvinnulíf á landsbyggðinni. Framsókn lítur á landbúnað sem mikilvægan hluta af sjálfstæði landsins og velferð samfélagsins.

Jöfn tækifæri fyrir öll: Framsókn vill skapa fjölbreytt störf fyrir alla aldurshópa og styðja jafnrétti á vinnumarkaði, meðal annars með jöfnun launamunar og stuðningi við jafnréttisverkefni. Markmiðið er að stuðla að réttlátu og jafnréttissinnuðu atvinnulífi.

Hagstæð lán og aðgengi að fjármagni fyrir ný fyrirtæki: Framsókn vill auðvelda aðgang að fjármagni og bjóða hagstæð lán fyrir sprotafyrirtæki og smærri fyrirtæki til að skapa ný störf og styrkja efnahaginn.

Vinnumarkaður

Sýn Framsóknar í atvinnumálum snýst um að efla atvinnu, stuðla að
fjölbreyttu atvinnulífi og tryggja aðgengi að störfum fyrir alla.

Áherslur

Full atvinna: Framsókn vill tryggja að atvinnuþátttaka allra vinnufærra einstaklinga sé hámörkuð, þar sem full atvinna er ekki aðeins mikilvæg fyrir þjóðarbúið heldur einnig fyrir samfélagið.

Jafnrétti á vinnumarkaði: Framsókn leggur áherslu á að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, þar sem fjölbreytileiki kynja og annarra hópa er endurspeglaður í stjórnunarstöðum.

Stuðningur við atvinnuleitendur: Framsókn vill auka stuðning við atvinnuleitendur, meðal annars með ráðningastyrkjum og endurmenntunartækifærum, til að draga úr langtímaatvinnuleysi og bæta atvinnuþátttöku.

Nýsköpun og frumkvöðlastarf: Flokkurinn vill hvetja til nýsköpunar og styðja sprotafyrirtæki við að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skapa ný störf.

Fjárfestingar í innviðum: Framsókn vill leggja áherslu á fjárfestingar í innviðum, svo sem samgöngum og menntun, til að styðja við atvinnusköpun og efnahagslegan vöxt.

Menntun og þjálfun í takt við þarfir atvinnulífsins: Framsókn vill efla tengsl milli menntunar og atvinnulífs með áherslu á starfsnám, símenntun og þjálfun í greinum þar sem vöntun er á starfsfólki, svo sem tæknigreinum, iðngreinum og heilbrigðisþjónustu.

Samstarf milli stofnana: Flokkurinn vill auka samvinnu og skilvirkni milli stofnana sem veita þjónustu við atvinnuleitendur og vinnufært fólk utan vinnumarkaðarins.

Aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun: Framsókn vill að opinber stuðningur verði veittur til rannsókna og nýsköpunar til að efla atvinnusköpun og nýta vísindalegar niðurstöður.

Fjölbreytni atvinnulífsins: Flokkurinn vill auka fjölbreytni atvinnulífsins með nýsköpun og uppbyggingu nýrra atvinnugreina um allt land.

Aukinn stuðningur við menntun: Framsókn vill styðja við námsmenn sem mennta sig í mikilvægum greinum, til að tryggja að atvinnulífið hafi aðgang að vel menntuðu starfsfólki.

Umhverfisvæn atvinnusköpun: Framsókn vill hvetja til atvinnusköpunar sem byggir á sjálfbærni og umhverfisvænum lausnum, til að tryggja að atvinnulífið sé í samræmi við náttúruvernd.

Landbúnaður

Sýn Framsóknar í landbúnaðarmálum snýst um að styðja og styrkja íslenskan landbúnað til að verða sjálfbær, með áherslu á fjölbreytta matvælaframleiðslu sem fullnægi þörfum þjóðarinnar. Framsókn vill styrkja innlenda matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi með áherslu á sjálfbærni, heilnæmi og upprunamerkingar. Flokkurinn vill stuðla að aukinni nýsköpun og rannsóknum á matvælum, styðja framleiðslu beint frá býli og innleiða skýrari reglur um upprunavottun. Framsókn leggur einnig áherslu á heilnæmi innfluttra matvæla, tollvernd og velferð dýra, auk þess að auka eftirlit og vernd gegn riðu. Flokkurinn vill viðhalda einkennum landsins, þar sem blómlegar sveitir og öflugt dreifbýli eru í forgrunni.

Áherslur

Verðmætasköpun: Framsókn vill auka verðmætasköpun í landbúnaði, sem þýðir að bændur eigi að geta aukið arðsemi sína með því að framleiða hágæða matvæli og nýta afurðir sínar á skilvirkari hátt. Framsókn vill setja upp hvata fyrir framleiðendur sem hyggja á framleiðslu matvöru sem skortur er á hér á landi. Þetta getur falið í sér fjárhagslegan stuðning eða aðstoð við að þróa nýjar vörur.

Fjármögnun og nýliðun: Nýir búvörusamningar þurfa að tryggja bændum aðgang að fjármagni til fjárfestinga, auk endurskoðunar á lánsfjármögnun til jarðarkaupa. Nýliðun í landbúnaði er afar mikilvæg og viðbótarstuðningur fyrir unga bændur getur verið lykilþáttur í því að hvetja nýja aðila til að hasla sér völl. Þetta skapar ný tækifæri í greininni og tryggir framtíðarstærð og sjálfbærni landbúnaðarins.

Nýsköpun: Framsókn vill hvetja til nýsköpunar og þróunar nýrra aðferða í matvælaframleiðslu og betri nýtingu auðlinda.

Samkeppnishæfni: Bændur þurfa að vera vel í stakk búnir til að standast harða samkeppni og nýta tækifærin sem felast í aukinni eftirspurn eftir íslenskum matvælum.

Samvinna: Framsókn vill efla samstarf milli landbúnaðarfyrirtækja, ríkis og frjálsra félagasamtaka. Þetta getur falið í sér að vinna saman að nýsköpun, þróun og markaðssetningu á íslenskum matvælum.

Menntun og þjálfun: Framsókn leggur áherslu á menntun og þjálfun í landbúnaði, sem er nauðsynleg til að tryggja að næstu kynslóðir hafi þekkingu og færni til að starfa í greininni. Þetta felur í sér að efla símenntun og aðgengi að náms- og starfsráðgjöf.

Sjálfbær landbúnaður: Framsókn vill að íslenskur landbúnaður verði sjálfbær, tryggja bæði matvælaframleiðslu og góðar rekstraraðstæður og laða þannig að nýliðun í greininni.

Fjölbreytt matvælaframleiðsla: Framsókn vill auka fjölbreytni í matvælaframleiðslu, með sérstaka áherslu á grænmeti og ávexti, til að mæta breytilegri eftirspurn og auka matvælaöryggi.

Aðgengi að auðlindum: Tryggja bændum sanngjarnan aðgang að orku, vatni og auðlindum til að auka framleiðni og fjárfestingar.

Verðmætasköpun: Framsókn vill auka verðmætasköpun í landbúnaði, sem þýðir að bændur eigi að geta aukið arðsemi sína með því að framleiða hágæða matvæli og nýta afurðir sínar á skilvirkari hátt. Framsókn vill setja upp hvata fyrir framleiðendur sem hyggja á framleiðslu matvöru sem skortur er á hér á landi. Þetta getur falið í sér fjárhagslegan stuðning eða aðstoð við að þróa nýjar vörur.

Loftslagsaðgerðir: Stuðningur við græna orkunotkun og minni kolefnislosun í landbúnaði til að bregðast við loftslagsbreytingum.

Sjávarútvegur

Framsókn leggur áherslu á sjálfbæran og réttlátan sjávarútveg sem tryggir langtímaafkomu bæði fiskistofna og sjávarbyggða. Mikilvægt er að efla rannsóknir og nýsköpun í greininni, stuðla að góðri umgengni um auðlindir og vinna gegn brottkasti. Auk þess að leggja áherslu á að efla samkeppnishæfni fyrirtækja og að fiskveiðistjórnunarkerfið virki til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Framsókn styður einnig ábyrgt fiskeldi með skýrri lagaumgjörð og vísindalegu eftirliti. Auk þess eru nýsköpun og fullnýting sjávarfangs, eins og þangs og þörunga, áherslur sem styrkja atvinnu og nýsköpun. Sjávarútvegur á að vera byggður á traustum vísindalegum grunni og skapa störf í öllum landshlutum. Sýn Framsóknar í sjávarútvegi snýst um að tryggja sjálfbærni, nýtingu auðlinda og efnahagslegan vöxt í sjávarútvegi.

Áherslur

Styrking strandbyggða: Flokkurinn leggur áherslu á að styrkja strandbyggðir og sjávarbyggðir, þar sem sjávarútvegur er oft grundvöllur efnahagslífsins.

Fjárfestingar í innviðum: Framsókn vill auka fjárfestingar í innviðum tengdum sjávarútvegi, eins og hafnarmannvirkjum og rannsóknarstofnunum, til að efla atvinnusköpun og nýsköpun.

Stuðningur við nýsköpun: Flokkurinn vill hvetja til nýsköpunar í sjávarútvegi, þar á meðal þróun nýrrar tækni og aðferða sem stuðla að betri nýtingu auðlinda.

Verndun sjávarumhverfis: Framsókn vill leggja áherslu á verndun sjávarumhverfisins, þar á meðal aðgerðir gegn mengun og stuðning við rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á sjávarútveg.

Aukinn stuðningur við smáfyrirtæki: Flokkurinn vill veita smáfyrirtækjum í sjávarútvegi aukinn stuðning, til að tryggja að þau geti blómstrað og skapað störf.

Menntun og þjálfun: Framsókn vill efla menntun og þjálfun í sjávarútvegi, til að tryggja að starfsfólk hafi nauðsynlega þekkingu og færni.

Samstarf við aðila í sjávarútvegi: Flokkurinn vill auka samstarf milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sjávarútvegi, til að tryggja samræmda stefnu og aðgerðir.

Verndun réttinda sjómanna: Flokkurinn vill tryggja réttindi sjómanna og að þeir njóti sanngjarnra launa og góðra starfsaðstæðna.

Sjálfbær nýting auðlinda: Framsókn vill tryggja að auðlindir sjávar séu nýttar á sjálfbæran hátt, með því að vernda fiskistofna og stuðla að heilbrigðum vistkerfum.

Aukinn útflutningur: Framsókn vill stuðla að auknum útflutningi á sjávarafurðum, með því að efla markaðssetningu og stuðla að gæðastjórnun.

Ferðaþjónusta

Sýn Framsóknar varðandi ferðaþjónustu snýst um að stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi, með áherslu á að nýta náttúruauðlindir landsins á skynsamlegan hátt. Framsókn leggur áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu sem styður við náttúruvernd, með áherslu á að styrkja ferðaþjónustu víðs vegar um landið, sérstaklega í dreifbýli. Flokkurinn vill efla lítil og meðalstór fyrirtæki, markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir sjálfbærar ferðir, og þróa innviði til að mæta auknum ferðamannastraumi.

Áherslur

Aukinn aðgangur að ferðaþjónustu: Flokkurinn vill auka aðgengi að ferðaþjónustu um allt land, sérstaklega í dreifbýli. Bætt aðgengi stuðlar að því að fleiri svæði geti notið góðs af ferðaþjónustu og að ferðamenn geti kynnst fjölbreytni landsins.

Styrking lítilla og meðalstórra fyrirtækja: Framsókn leggur áherslu á að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru oft í eigu heimafólks. Þau skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll fyrir frekari uppbyggingu þjónustu.

Markaðssetning Íslands: Flokkurinn vill að Ísland verði markaðssett sem áfangastaður fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu, þar sem náttúra, menning og saga landsins eru í forgrunni. Það laðar að ferðamenn sem leggja áherslu á ábyrgð og sjálfbærni.

Þróun innviða: Framsókn vill að unnið verði að því að þróa nauðsynlega innviði fyrir ferðaþjónustu, svo sem vegi, aðstöðu og þjónustu, til að mæta auknum fjölda ferðamanna. Þetta er mikilvægt til að tryggja að ferðaþjónustan sé bæði örugg og aðgengileg.

Samstarf við aðila í ferðaþjónustu: Flokkurinn hvetur til samstarfs milli ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þetta getur falið í sér sameiginlegar aðgerðir til að efla ferðaþjónustu og nýta tækifæri á markaði.

Menntun og þjálfun: Framsókn vill efla menntun og þjálfun í ferðaþjónustu, svo að starfsfólk geti veitt framúrskarandi þjónustu og stuðlað að jákvæðri upplifun ferðamanna.

Verndun náttúru: Flokkurinn leggur áherslu á að vernda náttúruauðlindir landsins, svo sem þjóðgarða og náttúruverndarsvæði, og tryggja að ferðaþjónustan stuðli að verndun þeirra.

Langtímastefna: Flokkurinn vill að unnið verði að langtímastefnu fyrir ferðaþjónustu, þar sem markmið og aðgerðir eru skýrðar til að tryggja sjálfbærni og vöxt í greininni. Einnig er lögð áhersla á menntun og þjálfun í ferðaþjónustu og stuðlað að samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs.

Sjálfbær þróun: Framsókn vill að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærri þróun, þar sem jafnvægi er milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta. Þetta felur í sér að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar og stuðla að verndun náttúruauðlinda.

Fjölbreytni í ferðaþjónustu: Framsókn vill auka fjölbreytni í ferðaþjónustu, svo sem að bjóða upp á menningarferðir, ævintýraferðir og heilsuferðir, til að mæta breytilegri eftirspurn ferðamanna.

Hugverkaiðnaður og nýsköpun

Áherslur

Stuðningur við sprota: Flokkurinn vill að stjórnvöld bjóði upp á fjárfestingastuðning eða lán fyrir sprota og nýsköpunarfyrirtæki. Þetta á að auðvelda þeim að fjárfesta í tækjum og búnaði sem stuðla að aukinni atvinnuþróun.

Fræðsla um hugverkaréttindi: Framsókn vill að fræðsla um hugverkaréttindi sé aðgengileg öllum, svo að einstaklingar og fyrirtæki geti tryggt vernd á hugverki sínu áður en það er of seint. Þetta felur í sér að kynna mikilvægi einkaleyfa og vörumerkjaverndar.

Aukinn aðgangur að fjármögnun: Flokkurinn vill að sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki hafi aðgang að nægri fjármögnun til að komast í gegnum erfið hönnunar- og þróunartímabil. Þetta er mikilvægt til að tryggja að nýsköpun nái fótfestu og verði arðbær.

Samstarf milli aðila: Framsókn hvetur til samstarfs milli ríkis, einkaaðila og frjálsra félagasamtaka í nýsköpunarstarfsemi. Þetta getur falið í sér að vinna saman að rannsóknum, þróun og markaðssetningu á nýjum hugverkum.

Hátækniþróun: Flokkurinn vill að Ísland nýti tækifæri í hátækniþróun, þar sem menntunarstig þjóðarinnar er hátt. Þetta felur í sér að stuðla að aukinni þátttöku Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í hátækniþróun.

Framþróun í rannsóknum: Framsókn vill að opinber stuðningur við vísindarannsóknir verði áfram veittur, bæði í þágu vísinda og nýsköpunar. Þetta á að stuðla að frekari atvinnusköpun og þróun í hugverkaiðnaði. Sýn Framsóknar varðandi hugverkaiðnað og nýsköpun snýst um að stuðla að öflugu umhverfi fyrir nýsköpun og þróun hugverka.

Vernd hugverka: Framsókn leggur áherslu á mikilvægi verndar hugverka, þar sem það er grundvöllur fyrir nýsköpun og sköpun verðmæta. Flokkurinn vill tryggja að íslenskt hugvit, hönnun og framleiðsla njóti verndar bæði innanlands og á alþjóðamarkaði.

Efnahagsmál

Sýn Framsóknar í efnahagsmálum snýst um að stuðla að sjálfbærum efnahagsvexti, félagslegu réttlæti og ábyrgri stjórnsýslu.

Áherslur

Forgangsröðun fjármuna: Framsókn leggur áherslu á að fjármunum verði forgangsraðað í þágu velferðarkerfisins, brýnna samfélagslegra verkefna og að verja barnafjölskyldur og viðkvæma hópa.

Réttlátari húsnæðismarkaður: Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram á Alþingi fyrstu heildstæðu stefnu í húsnæðismálum á Íslandi sem hefur það markmið að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði sem gagnast ekki síst fyrstu kaupendum og þeim sem eru tekju- og eignaminni. Lykil áhersla er á að auka framboð á byggingarhæfum lóðum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Skattahvatar verði innleiddir til að auka framboð á hagkvæmu húsnæði og fjármagn til hlutdeildarlána aukið.

Hagvöxtur á grunni samkeppnishæfs atvinnulífs: Framsókn vill styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til að tryggja áfram kröftugan hagvöxt. Áhersla Framsóknar er á aukna verðmætasköpun og umgjörð sem tryggir landsmönnum eftirsóknarverð störf.

Réttlátt skattkerfi: Framsókn vill einfalt og réttlátt skattkerfi, skapa hvata til fjárfestinga og nýsköpunar sem stuðla að jöfnuði, umhverfisvænum lausnum og efnahagslegum stöðugleika.

Sjálfstæð peningastefna: Framsókn vill viðhalda sjálfstæðri peningastefnu með íslensku krónunni, til að tryggja efnahagslegan stöðugleika.

Fjármálakerfið: Flokkurinn vill styrkja fjármálakerfið og tryggja að það sé traust og aðgengilegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Stuðningur við nýsköpun: Framsókn vill hvetja til nýsköpunar og fjárfestinga í nýjum atvinnugreinum, sérstaklega í sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum.

Fjárfestingar í innviðum: Framsókn vill leggja áherslu á fjárfestingar í innviðum, eins og samgöngum, menntun og heilbrigðisþjónustu, til að styrkja samkeppnishæfni samfélaga og stuðla að efnahagslegum vexti.

Ábyrg ríkisfjármál: Staða hagkerfisins er sterk. Framsókn leggur áherslu á að skapa skilyrði fyrir lægri verðbólgu og vöxtum til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu með hallalausum fjárlögum.

Aukinn stuðningur við atvinnulíf: Flokkurinn vill styðja við íslenskt atvinnulíf, sérstaklega í skapandi greinum og útflutningsgreinum, til að auka verðmætasköpun.

Heilbrigðismál

Sýn Framsóknar í heilbrigðismálum snýst um að tryggja bæði jafnt og tímanlegt aðgengi að hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, efla lýðheilsu, forvarnir og stuðla að sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu.

Áherslur

Efling geðheilbrigðisþjónustu: Flokkurinn vill tryggja tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og tryggja að börn og fullorðnir fái nauðsynlegan stuðning innan eðlilegs tímaramma. Einnig er lögð áhersla á að auka fjárfestingu í geðheilbrigðisþjónustu og fylgja eftir fyrirliggjandi uppbyggingaráformum um nýtt húsnæði geðdeildar Landspítala.

Lýðheilsa og forvarnir: Framsókn vill efla lýðheilsu og forvarnir, þar á meðal að stuðla að heilbrigðum lífsstíl, hreyfingu, góðu mataræði og andlegri líðan. Flokkurinn vill gera samfélagssáttmála um lýðheilsu með aðkomu allra hagaðila, auka skimun fyrir ýmsum kvillum og stuðla að bættu heilsulæsi.

Fjárfesting í heilbrigðiskerfinu: Sýn Framsóknar felur í sér að auka fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja að það sé vel búið til að mæta þörfum þjóðarinnar. Þetta felur í sér að bæta aðstöðu, tækjabúnað og þjónustu.

Skaðaminnkandi nálgun: Framsókn vill innleiða skaðaminnkandi nálgun í auknum mæli í áfengis- og fíkniefnamálum, sem miðar að því að draga úr skaðlegum afleiðingum hegðunar eða lífsstíls, óháð því hvort hún sé æskileg, lögleg eða ólögleg.

Aukinn stuðningur við eldra fólk: Flokkurinn vill bæta lífsgæði eldri borgara og tryggja að þeir fái nauðsynlega þjónustu á þeirra forsendum, sem felur í sér að fjölga fjölbreyttum úrræðum, s.s. á sviði endurhæfingar, fyrir eldra fólk og tryggja tímanlegtaðgengi að samþættri þjónustu og félagslegum úrræðum.

Samstarf við heilbrigðisfyrirtæki: Framsókn vill nýta krafta heilbrigðisfyrirtækja og félagasamtaka til að efla heilbrigðisþjónustu og forvarnir í samfélaginu.

Aukinn áhersla á rannsóknir og nýsköpun: Flokkurinn vill stuðla að rannsóknum og nýsköpun í heilbrigðismálum, til að bæta þjónustu og þróa nýjar aðferðir í meðferð og forvörnum. Framsókn leggur áherslu á að fjármagna nýjan Heilbrigðisvísindasjóð með myndarlegum hætti.

Aukinn stuðningur við heilbrigðisstarfsfólk: Flokkurinn vill stuðla að áframhaldandi umbótum í starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og tryggja mönnun þjónustunnar í takt við þörf og út frá þeim viðmiðum sem við setjum okkur í samvinnu með fagfélögum og stofnunum. Framsókn leggur áherslu á áframhaldandi eflingu sérnámslækna og fjölbreyttra greina á heilbrigðisvísindasviði.

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu: Framsókn vill tryggja að allir hafi aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu eða efnahag. Flokkurinn leggur áherslu á að auka þjónustu í dreifbýli og tryggja aðgengi að sérfræðingum.

Skilvirk þjónustukaup: Framsókn leggur áherslu á að innleiða skilvirk þjónustukaup og samninga við þjónustuveitendur, til að tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Húsnæðismál

Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram á Alþingi fyrstu heildstæðu stefnu í húsnæðismálum á Íslandi. Meginmarkmið er að skapa til lengri tíma jafnvægi á húsnæðismarkaði sem gagnast ekki síst fyrstu kaupendum og þeim sem eru tekju- og eignaminni. Áherslan er á að jafnvægi verði á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug. Húsnæðisstefnan hefur því ekki einungis áhrif á lífsgæði fólks, ráðstöfunartekjur og húsnæðisöryggi. Hún hefur áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar.

Áherslur

Húsnæðisöryggi fyrir alla: Framsókn leggur á að allir hafi aðgang að öruggu og hagkvæmu húsnæði með viðráðanlegum kostnaði, með markvissum stuðningi.

Uppbygging almenna íbúðakerfisins: Halda þarf áfram að styrkja almenna íbúðakerfið og auka framboð af óhagnaðardrifnu og öruggu leiguhúsnæði.

Framboð af byggingarhæfum lóðum: Áhersla þarf að vera á nægu lóðaframboði á hverjum tíma með fyrirsjáanleika af nægu framboði af fjölbreyttu húsnæði, sérstaklega í ljósi aukinnar fólksfjölgunar. Framsókn leggur áherslu á að skoða allar leiðir til að auka framboð lóða, t.d. með endurskoðuðu svæðisskipulagi, hvötum sem ýta undir framboð byggingarhæfra lóða og að land í eigu ríkisins verði nýtt til að hraða uppbyggingu íbúða með reglubundnum útboðum til að tryggja sem breiðasta þátttöku verktaka og stuðla að minni sveiflum.

Lífeyrissjóðir á leigumarkaðinn: Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til kaupa í leigufélögum voru rýmkaðar sl. vor til að auðvelda þeim þátttöku í að auka framboð leiguhúsnæðis. Framsókn hvetur lífeyrissjóði til að nýta sér heimildina og taka þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis.

Aðgerðir vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar: Tryggja fjölbreytt búsetuúrræði fyrir eldra fólk með ódýru fjármagni og lóðum fyrir óhagnaðardrifin byggingafélög.

Stuðningur við tekju- og eignaminni: Áhersla á að lækka húsnæðisbyrði tekjulægri og eignaminni einstaklinga með hagkvæmu húsnæði á leigumarkaði.

Leigumarkaðurinn: Framsókn hefur sett af stað aðgerðir til að auka hlutfall óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis, sem nú er aðeins 2-3% af markaðnum í um 6%.

Íbúðir nýttar til búsetu: Framsókn leggur áherslu á að hærri fasteignagjöld verði sett á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu og stuðlað verði að því að íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til búsetu verði nýttar sem slíkar.

Heildstæð húsnæðisstefna: Meginmarkmiðið er langtímajafnvægi á húsnæðismarkaði, með áherslu á fyrstu kaupendur og tekju- og eignaminni einstaklinga.

Skilvirk stjórnsýsla: Framsókn leggur áherslu á skilvirka stjórnsýslu, bætt regluverk, aukinn rekjanleika og bætta neytendavernd vegna íbúða.

Innviðir

Sýn Framsóknar í innviðamálum snýst um að tryggja öfluga og sjálfbæra innviði sem styðja við efnahagslegan vöxt, samfélagslega velferð og umhverfisvernd.

Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram á Alþingi fyrstu heildstæðu stefnu í húsnæðismálum á Íslandi. Meginmarkmið er að skapa til lengri tíma jafnvægi á húsnæðismarkaði sem gagnast ekki síst fyrstu kaupendum og þeim sem eru tekju- og eignaminni. Áherslan er á að jafnvægi verði á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug. Húsnæðisstefnan hefur því ekki einungis áhrif á lífsgæði fólks, ráðstöfunartekjur og húsnæðisöryggi. Hún hefur áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar.

Áherslur

Samgöngur: Flokkurinn leggur áherslu á að efla samgöngukerfi landsins, bæði á landi og í lofti, með því að bæta aðgengi að dreifbýli og tryggja öruggar og skilvirkar samgöngur fyrir alla. Mæta þarf auknu umferðarálagi með uppbyggingu og viðhaldi vega, bæta umferðaröryggi, halda áfram að bæta tengivegi og bora ný jarðgöng hringinn í kringum landið og útrýma einbreiðum brúm.

Fjarskipti: Framsókn vill tryggja aðgengi að háhraða interneti og öðrum fjarskiptalausnum um allt land, sérstaklega í dreifbýli, til að stuðla að jafnrétti í menntun, atvinnu og þjónustu.

Heilbrigðis- og menntakerfi: Flokkurinn vill styrkja innviði heilbrigðis- og menntakerfisins, með því að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og menntastofnana, svo að allir hafi aðgang að nauðsynlegri þjónustu, óháð búsetu.

Umhverfisvernd: Framsókn vill að innviðir séu hannaðir með umhverfisvernd í huga, þar sem sjálfbærni og græn orka eru í forgrunni. Þetta felur í sér að nýta endurnýjanlega orku og draga úr kolefnislosun.

Samfélagsleg þjónusta: Flokkurinn leggur áherslu á að innviðir séu hannaðir til að styðja við samfélagslega þjónustu, svo sem félagslegar þjónustur, frístundastarf og aðstöðu fyrir íþróttir og menningu.

Aðgengi fyrir alla: Framsókn vill tryggja að innviðir séu aðgengilegir öllum, óháð aldri, heilsu eða fjárhag. Þetta felur í sér að huga að aðgengi fyrir fatlaða og aðra sem kunna að eiga í erfiðleikum með að nýta sér þjónustu.

Samstarf við sveitarfélög: Flokkurinn hvetur til samstarfs milli ríkis og sveitarfélaga um innviðamál, þar sem sveitarfélögin hafa mikilvægt hlutverk í að þróa og viðhalda innviðum á sínu svæði.

Efling atvinnulífs: Flokkurinn vill að innviðir stuðli að eflingu atvinnulífs, með því að skapa aðstæður sem hvetja til nýsköpunar, fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Aukin fjárfesting í innviðum: Framsókn vill auka fjárfestingu í innviðum, svo sem vegum, brúm, flugvöllum og öðrum samgöngukerfum, til að tryggja að þau séu í góðu ástandi og geti mætt þörfum samfélagsins.

Langtímastefna: Framsókn vill að unnið verði að langtímastefnu fyrir innviðamál, þar sem markmið og aðgerðir eru skýrðar til að tryggja að innviðir séu í samræmi við þarfir samfélagsins í framtíðinni.

Íslenskan

Sýn Framsóknar á málefni íslenskunnar og menningu snýst um að tryggja verndun, þróun og aðgengi að íslensku máli og menningu.

Áherslur

Íslenska fyrst: Framsókn vill stuðla að auknum sýni- og heyranleika íslensku í almannarými í breiðri samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda.

Aukinn stuðningur við íslenskt táknmál: Flokkurinn vill efla íslenskt táknmál sem opinbert mál og tryggja því stuðning og viðurkenningu.

Máltækni og gervigreind: Framsókn vill tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi með uppbyggingu, viðhaldi og hagnýtingu máltækniinnviða. Framsókn vill tryggja að fleiri snjalltæki og forrit tali hágæða íslensku ásamt því að styðja við fólk og fyrirtæki til að hagnýta íslenska máltækni í leik og starfi.

Íslensk afþreying: Framsókn vill styðja áfram við nægt framboð af fjölbreyttu afþreyingarefni á íslensku, meðal annars með stuðningi við listir og menningu.

Menntun í íslensku: Flokkurinn vill efla íslenskukennslu, bæði fyrir þá sem læra íslensku sem fyrsta og annað mál og tryggja að kennslufræði íslenskunnar sé í fremstu röð.

Aðgengi að upplýsingum: Framsókn vill tryggja aðgengi að upplýsingum um íslensku fyrir þá sem vilja setjast að á Íslandi, á öllum helstu tungumálum.

Verndun íslenskunnar: Framsókn leggur ríka áherslu á að varðveita íslenskuna og þróa tungumálið til framtíðar, sérstaklega í ljósi tæknibreytinga og aukinnar enskunotkunar.

Menning

Framsókn vill efla og styðja við fjölbreytt menningarlíf sem endurspeglar íslenska arfleifð og sköpunargleði. Flokkurinn vill tryggja aðgengi allra að menningu og listum, óháð búsetu, og styðja við menntun og starfsemi listamanna. Framsókn leggur einnig áherslu á að menning sé mikilvægur þáttur í samfélagslegri þróun og efnahagslegri velferð.

Áherslur

Aðgengi að menningu: Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja að allir hafi aðgang að menningu, óháð búsetu eða efnahag og efla menningarúrræði í dreifbýli.

Verndun menningararfleiðar: Framsókn vill tryggja verndun og varðveislu menningararfleiðar, þar á meðal bygginga, hefða og tungumáls.

Fjölbreytni í menningu: Flokkurinn vill stuðla að fjölbreytni í menningu og listum, þar á meðal að styðja við menningu innflytjenda og aðra menningarhópa.

Menntun í listum og menningu: Framsókn vill efla menntun í listum og menningu í skólum, til að stuðla að skapandi hugsun og menningarlegri vitund meðal ungmenna.

Verðmætaskapandi kvikmyndaframleiðsla: Framsókn vill stækka kvikmyndasjóð, tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun hans, tryggja að erlendar streymisveitur styðji við innlenda kvikmyndagerð og að 35% endurgreiðslukerfið vegna framleiðslu kvikmynda verði útvíkkað til fleiri verkefna.

Bókmenntaþjóðin Ísland: Framsókn vill að nýrri bókmenntastefnu verði hrint til framkvæmdar, með áherslu á íslensku og ungt fólk.

Aukinn stuðningur við listir og menningu: Framsókn vill auka fjárveitingar til lista- og menningarsjóða til að styðja við skapandi verkefni og menningarstarfsemi um allt land. Einnig vill Framsókn halda áfram að styðja við frumsköpun og útflutning á íslenskri menningu.

Styðjum alla menningarstarfsemi: Framsókn vill setja aukinn kraft í stuðning við hönnun og arkítektúr. Einnig vill Framsókn að sviðslistastefna sé kláruð og hrint í framkvæmd ásamt því að framkvæmd tónlistarstefnu klárist.

Mannréttindi

Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingum og fjölskyldum. Flokkurinn hafnar hvers kyns mismunun, hvort sem hún er byggð á kynþætti, kynferði, trú, þjóðerni, kynhneigð eða öðrum þáttum.

Áherslur

Réttindi hinsegin fólks: Framsókn styður réttindabaráttu hinsegin fólks og leggur áherslu á að Ísland verði fremst í flokki þegar kemur að réttindum þeirra. Flokkurinn vill auka vægi hinsegin fræðslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í samræmi við aldur og þroska. Framsókn vill að fræðsla um kynvitund, kynhneigð og mismunandi kyneinkenni verði hluti af foreldrafræðslu á heilsugæslustöðvum. Framsókn leggur áherslu á að orðalag laga og reglna sé uppfært með tilliti til kynhlutleysis og að tryggt sé aðgengi að kynhlutlausum búningsklefum við sundlaugar og íþróttahús.

Aðgengi að réttindum: Framsókn vill tryggja að allir hafi aðgang að grunnréttindum, svo sem menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegri aðstoð, óháð uppruna eða efnahag.

Inngilding og þátttaka fólks af erlendum uppruna: Framsókn vill virkja innflytjendur og flóttafólk til þátttöku í samfélaginu með því að viðurkenna og virða fjölbreytileikann. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja aðgang að fjölbreyttri íslenskukennslu og innleiða hvata til íslenskunáms, sem er aðgengilegt á vinnutíma án kostnaðar. Framsókn vill einnig efla samfélags- og lýðræðisfræðslu til að auka þátttöku innflytjenda í lýðræði og kosningum.

Móttaka og stuðningur við umsækjendur um alþjóðlega vernd: Framsókn vill bæta móttöku og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd með auknu samráði við sveitarfélög til að dreifa álagi á innviði þeirra. Flokkurinn vill einnig auðvelda innflytjendum að fá menntun sína erlendis frá viðurkennda og styðja við raunfærnimat. Framsókn leggur áherslu á stuðning við börn af erlendum uppruna, með móðurmálskennslu og stuðning við leik- og grunnskóla. Markmiðið er að tryggja samræmda þjónustu og viðeigandi stuðning fyrir alla umsækjendur.

Mannréttindabarátta: Framsókn vill að Ísland verði áfram í fararbroddi í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum og jafnrétti og að þróunarsamvinna sé efld.

Jafnrétti: Flokkurinn leggur áherslu á að jafnrétti sé leiðarljós í öllum sínum störfum, með það að markmiði að koma í veg fyrir mismunun og tryggja að allir hafi jöfn réttindi.

Stjórnskipan

Sýn Framsóknar á stjórnskipan er að hún byggist á lýðræðislegum grunngildum og gagnsæi, með stjórnarskrá sem endurspeglar sameiginleg grunngildi þjóðarinnar. Flokkurinn vill tryggja sjálfstæði dómsvalda og skýrt hlutverk forseta Íslands sem öryggisventil, ásamt stuðningi við trú- og lífsskoðunarfélög.

Áherslur

Endurskoðun stjórnarskrárinnar: Framsókn telur að stjórnarskráin sé samfélagssáttmáli þeirra sem byggja Ísland og því mikilvægt að hún endurspegli sameiginleg grunngildi þjóðarinnar. Með því að endurskoða stjórnarskrána vill flokkurinn tryggja að hún sé í takt við nútímann. Framsókn vill að ferlið við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé gagnsætt og byggt á skýru lýðræðislegu umboði, þar sem grunngildi þjóðarinnar séu í forgrunni.

Sjálfstæði dómsvalds: Framsókn leggur til að ítarlegri ákvæði um dómsvaldið verði fest í stjórnarskrá til að tryggja betur sjálfstæði dómsvalda.

Lýðræði og þingræði: Framsókn vill að þjóðin fari með æðsta ákvörðunarvald og að handhafar valdsins stjórni í umboði hennar. Flokkurinn vinnur að því að efla lýðræði, opna stjórnarhætti og tryggja að allir hafi rödd.

Alþjóðamál

Sýn Framsóknar á alþjóðamál er að tryggja hagsmuni Íslands og þjóðarinnar með áherslu á frið, jafnrétti og virðingu fyrir alþjóðalögum. Flokkurinn vill efla öryggis- og varnarmál í utanríkisstefnunni og stuðla að öflugu samstarfi við Norðurlöndin. Framsókn leggur einnig áherslu á að Ísland sé í fremstu röð í alþjóðlegri baráttu gegn skattaskjólum og að efnahags- og viðskiptalegir hagsmunir landsins séu tryggðir.

Áherslur

Öryggis- og varnarmál: Framsókn vill að Ísland haldi áfram að vinna að öryggis- og varnarmálum í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir, svo sem NATO, til að tryggja öryggi landsins.

EES-samningurinn: Flokkurinn vill að Ísland haldi áfram að vera virkur þátttakandi í EESsamningnum, sem tryggir aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og stuðlar að efnahagslegu samstarfi. Framsókn telur að innganga í ESB þjóni ekki hagsmunum landsins.

Alþjóðasamstarf: Framsókn vill að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu og að samstarf við aðrar þjóðir um lausn sameiginlegra verkefna, svo sem loftslagsbreytingar og mannréttindi, sé eflt.

Mennta- og barnamál

Leiðarljós Framsóknar í mennta- og barnamálum er að tryggja öllum börnum og ungmennum á Íslandi jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í öruggu og styðjandi umhverfi. Sýn okkar byggist á þeirri sannfæringu að öflugur stuðningur við börn og fjölskyldur sé einhver farsælasta fjárfesting sem samfélagið getur gert.

Áherslur

Sterkur bakhjarl fyrir starfsstéttir sem vinna með börnum: Við leggjum áherslu á bætt kjör og starfsumhverfi fyrir allar starfsstéttir sem vinna með börnum, með sérstakri áherslu á kennara. Framsókn vill tryggja að þessar mikilvægu starfsstéttir búi við aðlaðandi vinnuumhverfi sem stuðlar að fjölgun fagfólks innan þeirra mikilvægu starfsstétta sem sinna börnum og ungmennum.

Jafnt aðgengi að menntun: Við viljum tryggja að menntun sé aðgengileg öllum börnum óháð búsetu, efnahag eða félagslegum aðstæðum, því jafnt aðgengi að menntun er grundvöllur jafnra tækifæra í samfélaginu.

Börn og velferð þeirra í algjörum forgangi: Framsókn hefur haft skýra forystu um að setja málefni barna á dagskrá í íslenskri stjórnmálaumræðu og markvisst unnið að fjölmörgum verkefnum í þágu þeirra.

Börn eiga ekki að bíða: Við leggjum áherslu á snemmtæk inngrip og fyrirbyggjandi aðgerðir sem tryggja börnum og fjölskyldum þjónustu við hæfi, þegar á þarf að halda. Framsókn vill innleiða þjónustutryggingu, þurfi barn að bíða lengur en tilgreindan tíma eftir úrræði greiðir ríkið fyrir sambærilega þjónustu hjá einkaaðila. Markmiðið er að útrýma biðlistum og tryggja nauðsynlega þjónustu án tafar.

Stórefling skólaþjónustu: Framsókn leggur áherslu á að efla stuðning við kennara og nemendur innan skólakerfisins. Flokkurinn vill stórauka framboð stuðningsúrræða sem standa börnum og kennurum til boða innan skólakerfisins, til að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar og árangurs.

Innleiðing matsferils: Framsókn ætlar að ljúka við innleiðingu Matsferils til að tryggja samræmdar mælingar á námsárangri í íslensku skólakerfi sem gefa okkur rauntímaupplýsingar um námsframvindu hvers barns.

Aukin fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur: Við viljum létta fjárhagslegar byrðar fjölskyldna með lengingu fæðingarorlofs, hækkun vaxta- og barnabóta og með því að festa gjaldfrjálsar skólamáltíðir í sessi. Fjölskyldur eiga rétt á raunverulegum stuðningi sem léttir undir með daglegu lífi og gerir þeim kleift að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir.

Aukin fjárfesting í heilbrigðisþjónustu fyrir börn: Við viljum tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn, óháð búsetu og efnahag. Þetta felur meðal annars í sér að við viljum auka fjárfestingu í geðheilbrigðisþjónustu barna til að tryggja að öll börn hafi aðgang að lífsnauðsynlegri þjónustu.

Öflugt samstarf ríkis og sveitarfélaga: Við leggjum áherslu á samvinnu ríkis og sveitarfélaga með samhæfðri þjónustu sem stuðlar að heildrænni nálgun í mennta- og barnamálum og veitir börnum og fjölskyldum öruggan grunn fyrir framtíðina.

Orku-, umhverfis- og loftslagsmál

Sýn Framsóknar í orku-, umhverfis- og loftslagsmálum snýst um að tryggja sjálfbærni, orkuöryggi og verndun náttúruauðlinda.

Áherslur

Orkuskipti: Flokkurinn vill stuðla að orkuskiptum í samgöngum og atvinnulífi, með því að hvetja til notkunar á rafmagns- og vetnisbílum, auk þess að efla innviði fyrir hleðslu og dreifingu grænna orkugjafa.

Loftslagsmarkmið: Framsókn hefur metnaðarfull markmið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040. Flokkurinn vill styðja við aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í öllum geirum samfélagsins.

Aukning endurnýjanlegrar orku: Framsókn leggur áherslu á að auka framleiðslu á endurnýjanlegri orku, svo sem vatns- og vindorku, til að tryggja orkuöryggi og draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti.

Verndun náttúruauðlinda: Flokkurinn leggur áherslu á að vernda náttúruauðlindir landsins, þar á meðal loft, vatn og jarðveg og tryggja að nýting þeirra sé skynsamleg og sjálfbær.

Fræðsla og nýsköpun: Framsókn vill efla fræðslu um umhverfis- og loftslagsmál, auk þess að hvetja til nýsköpunar í grænni tækni og lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum.

Hringrásarhagkerfið: Flokkurinn vill stuðla að hringrásarhagkerfi þar sem endurnýting og endurvinnsla auðlinda eru í forgrunni, til að draga úr sóun og auka nýtingu takmarkaðra auðlinda.

Samstarf við atvinnulífið: Framsókn hvetur til samstarfs við atvinnulífið um aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að sjálfbærni í framleiðsluferlum.

Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum: Flokkurinn vill að Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og stuðli að samvinnu við aðrar þjóðir um lausnir á þessu mikilvæga sviði.

Efling innviða: Framsókn vill að innviðir, svo sem flutningskerfi fyrir orku, sé öflugt og aðgengilegt, til að tryggja að nýting innlendra, grænna orkugjafa sé hámörkuð.

Samfélagsleg ábyrgð: Flokkurinn leggur áherslu á að samfélagið hafi ábyrgð á umhverfinu og að allir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, taki þátt í að vernda náttúruna og draga úr umhverfisáhrifum.

Categories
Fréttir

Kosning utan kjörfundar

Deila grein

28/11/2024

Kosning utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 30. nóvember er hafin. Upplýsingar um kosningarnar má finna á kosning.is.

Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt.

Kjósendur sem staddir eru erlendis geta kosið á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns.

Utankjörfundarskrifstofa Framsóknar veitir nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu framsokn@framsokn.is.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!

B er listabókstafur Framsóknar

Nauðsynlegt er að hafa meðferðis skilríki með ljósmynd og framvísa á kjörstað.

Ef kosið er utan kjördæmis kjósanda, innanlands eða erlendis skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Atkvæði má koma með eða senda til:

Framsóknarflokkurinn
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogi
ICELAND 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.

  • 18. nóvember – 29. nóvember kl. 10:00 – 22:00.

Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00 – 17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.

Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsi:

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut
Miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 14:00-17:00.

Landspítalinn, Geðdeild, Háskólasjúkrahús Hringbraut
Miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 15:00-17:00.

Líknardeildin í Kópavogi
Föstudaginn 29. nóvember, kl. 15:00-16:30.

Ef þörf krefur verður einnig atkvæðagreiðsla á kjördag á eftirfarandi stöðum fyrir þá sem ekki gátu greitt atkvæði á ofangreindum tímasetningum:

Fangelsið á Hólmsheiði
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 11:00

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 12:30.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 12:00.

Landspítalinn, Geðdeild, Háskólasjúkrahús Hringbraut
Laugardaginn 30. nóvember kl. 12:30 – 13:00.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:

Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Á kjördag: kl. 10:00 – 14:00

Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Á kjördag: kl. 10:00 – 14:00

Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11 Þriðjudaga kl. 9:00 – 15:00 og fimmtudaga kl. 9:00 – 14:00.

Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Á kjördag: Bakvakt í síma 698-7401

Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30 og föstudaga kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 14:00.

Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 Alla virka daga kl. 10:00 – 14:00.

Vikuna 25. til 29. nóvember verður einnig hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal sem hér segir: Mánudaginn 25. nóv., miðvikudaginn 27. nóv. og föstudaginn 29. nóv. nk. kl. 9:00 – 13:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:

Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.

Á það er bent að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á stofnunum er einungis ætluð kjósendum sem þar dveljast.

Atkvæðagreiðsla á kjördag í samræmi við 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 446/2024 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, kl. 10:00-10:30.

Atkvæðagreiðslan er ætluð þeim sem dvelja á framangreindum stofnunum og gátu ekki greitt atkvæði á fyrir fram auglýstum tíma.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 30. nóvember 2024 hófst fimmtudaginn 7. nóvember sl.

Greiða má atkvæði á skrifstofum embættisins á almennum afgreiðslutíma á hverjum stað, sem hér segir:

  • Aðalstræti 92, Patreksfirði, kl. 9:30 – 12:00 og 13:00 – 15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
  • Hafnarstræti 1, Ísafirði, kl. 9:30 – 15:00 en til kl. 13.30 á föstudögum.
  • Hafnarbraut 25, Hólmavík, kl. 9:00 – 13:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
  • Maríutröð 5a, Reykhólum, kl. 13:00 – 14:00 miðvikudaginn 20. nóvember.

Föstudaginn fyrir kjördag, 29. nóvember, verður opið til kl. 16:00 á öllum skrifstofum embættisins fyrir atkvæðagreiðsluna.

Á kjördag verður opið kl. 11:00 – 15:00 á öllum skrifstofum fyrir þá kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 9:00 – 15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 9:00 – 15:00.
  • Hvammstanga, ráðhúsi Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, mán – fimmtudaga kl. 10:00 – 14:00 og fös kl. 10:00 – 12:00.
  • Skagaströnd, stjórnsýsluhúsi að Túnbraut 1-3, Skagaströndmán – fimmtudaga kl. 09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00, föstudaga kl. 9:00 – 12:00.

Fimmtudaginn 28. nóvember nk. verður opið til kl. 18:00 á skrifstofum sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og Suðurgötu 1, Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á báðum skrifstofum milli kl. 11:00 – 15:00.

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:

Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

  • Akureyri, Strandgötu 16, (þjónustuhús vestan við Eimskip),
    alla virka daga kl. 10:00 – 18:00. Um helgar kl. 11:00 – 15:00. Á kjördag kl. 10:00 – 17:00.
  • Húsavík, Útgarði 1, mán. til fim. kl. 9:00 – 15:00, föstud. kl. 9:00 – 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 – 17:00 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00.
  • Siglufjörður, Gránugötu 6, mán. til fim. kl. 9:00 – 15:00, föstud. kl. 9:00 – 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 – 17:00 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00.
  • Þórshöfn, Langanesvegi 2, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. – fös. kl. 10:00 -17.00 og um helgar er opið kl. 10:00 til 13.00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélögin:

  • Dalvíkurbyggð: Ráðhúsinu, 2. hæð, virka daga kl. 10:00 – 12:00.
  • Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10:00 – 15:00.
  • Þingeyjarsveit: Stjórnsýsluhús Litlu-Laugum, miðvikudaga og föstudaga kl. 11:00 – 14:00.
  • Mývatnssveit: Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, fimmtudaga kl. 11-14.
  • Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 23, virka daga kl. 10:00 – 12:00, eða skv. samkomulagi.
  • Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, dagana 15., 27. og 29. nóvember kl. 10:00 – 16:00.
  • Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar, Hlein, virka daga kl. 10:00 – 12:00.
  • Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur, skv. samkomulagi.

Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum:

  • Akureyri og nágrenni: Sjúkrahúsið á Akureyri, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 11:00.

Hafi sjúklingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 12:00 til 12:30.

  • Húsavík: Dvalarheimilið Hvammur, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 10:30 – 12:00.
  • Heilbrigðisstofnun Norðurlands, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10:30.
  • Þórshöfn: Dvalarheimilið Naust, þriðjudaginn 19. nóvember, frá kl. 14:00.
  • Siglufjörður: Heilbrigðisstofnun Norðurlands, fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00
  • Ólafsfjörður:
  • Hornbrekka heimili aldraðra, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 13:00
  • Dalvík: Dvalarheimilið Dalbær, miðvikudaginn 20. nóvember frá kl. 12:30

Sýslumaðurinn á Austurlandi

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins frá og með 15. nóvember 2024 sem hér segir:

  • Egilsstaðir, Lyngás 15, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
    Á kjördag frá kl. 10:00-14:00.
  • Eskifjörður, Strandgata 52, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
  • Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14.00. Á kjördag frá kl. 14:00-16:00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 11:00 – 14:00.
  • Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 18. nóvember 2024 til og með 29. nóvember 2024 sem hér segir:
  • Djúpivogur, Bakka 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
  • Borgarfjörður eystri – Hreppstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi á sjúkrastofnunum innan umdæmisins fer fram sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 27. nóvember 2024, Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum frá kl. 10:30-11:30.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 3. tl., 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.112/2021. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag, sbr. 4.tl. 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.121/2021.

Umsókn um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal berast eigi síðar en fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:00.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst þann 7. nóvember.

Afgreiðslutími utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum embættisins verður lengdur síðustu tvær vikur fyrir kosningar sem hér segir:

Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði

  • 25. – 27. nóvember. Opið kl. 9:00-16:00.
  • 28. – 29. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
  • Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00.

Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal

  • 25. – 28. nóvember. Opið kl. 09:00 – 16:00.
  • 29. nóvember. Opið kl. 09:00 – 17:00.
  • Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-13:00.

Austurvegi 6, Hvolsvelli

  • 25. – 28. nóvember. Opið kl. 9:00-16:00.
  • 29. nóvember. Opið kl. 9:00-18:00.
  • Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00.

Hörðuvöllum 1, Selfossi

  • 18. – 22. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
  • Laugardaginn 23. nóvember. Opið kl. 10:00-12:00.
  • 25. – 28. nóvember. Opið kl. 9:00-18:00.
  • 29. nóvember. Opið kl. 9:00-20:00.
  • Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-15:00.

Hægt er að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum í umdæminu, auk skrifstofa embættisins:

  • Á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 9:00-12:00 og kl. 13:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 9:00-13:00.
  • Á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk, Hveragerði. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-15:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.
  • Á skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.
  • Á skrifstofu Bláskógabyggðar 2. hæð í Aratungu, Reykholti. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-16:00, föstudaga kl. 8:30-12:30.
  • Á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.
  • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími eftir samkomulagi. Sími 478 1760 og 894 1765.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi

Þeir sem eiga ekki heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi til embættisins, eigi síðar en kl. 10:00, fimmtudaginn 28. nóvember nk.

Umsóknir óskast sendar á netfangið sudurland@syslumenn.is eða lagðar fram á skrifstofum embættisins.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi, fer fram sem hér segir:

Selfoss og nágrenni:
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi,
sjúkra- og hjúkrunardeildir föstudaginn 29. nóvember 10:00-12:00.
Móberg, hjúkrunarheimili, föstudaginn 29. nóvember kl. 13:15-15:00.

Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.

Atkvæðagreiðsla á kjördag í samræmi við 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 446/2024

  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, kl. 10:00-11:00.
  • Fangelsið Litla-Hrauni, Eyrarbakka, kl. 12:00-12:30.
  • Fangelsið Sogni, Ölfusi, kl. 13:00-13:20.

Atkvæðagreiðslan er ætluð þeim sem dvelja á framangreindum stofnunum og gátu ekki greitt atkvæði á fyrir fram auglýstum tíma.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga hófst þann 7. nóvember næstkomandi.

Mánudag 25. nóvember – föstudag 29. nóvember: kl. 9:15 – 17:00.
Laugardag 30. nóvember, kjördag : kl. 10:00 – 14:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum fer fram sem hér segir:

  • Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
  • Föstudaginn 29. nóvember kl. 14:00 á sjúkradeild HSu í Vestmannaeyjum.

Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hófst á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ þann 7. nóvember.

Unnt verður að greiða atkvæði alla virka daga frá klukkan 08:30 til 19:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 til 14:00.

Á kjördag, 30. nóvember, verður opið fyrir kosningu hjá sýslumanni frá klukkan 10:00 til 14:00, en þann dag verða kjósendur sjálfir að koma atkvæði sínu til skila.

Einnig má kjósa utan kjörfundar á sveitarstjórnarskrifstofunni í Garði, frá og með 11. nóvember, á afgreiðslutíma skrifstofunnar, sjá nánar á heimasíðu Suðurnesjabæjar.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í umdæminu fer fram dagana 25. til 27. nóvember nk. skv. neðangreindu:

  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 27. nóvember 2024, frá kl. 13:00 til 15:00 að Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ.

Hafi sjúklingi á HSS verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 14:00 til l4:30.

Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Umsókn studd vottorði þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 þann 28. nóvember 2024.

Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).

Kosning utan kjörfundar erlendis

Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.

Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.

Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.

Hver er minn kjörstaður?

Ef einstaklingur er í vafa um hvert hann ætti að fara að kjósa eða hvort hann sé á kjörskrá þá mun Þjóðskrá Íslands opna síðu þar sem viðkomandi getur nálgast þær upplýsingar um sig HÉR.

Framsókn hvetur alla þá sem komast ekki að kjósa þann 30. nóvember til að nýta sinn kosningarrétt og taka þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni. Hægt er að hafa samband við Framsókn á framsokn@framsokn.is til að fá nánari upplýsingar.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!

Categories
Fréttir

Framboðslistar Framsóknar 2024

Deila grein

28/11/2024

Framboðslistar Framsóknar 2024

Framboðslisti Framsóknar í Suðvestur

„Ég er í senn auðmjúkur og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er fullur tilhlökkunar fyrir baráttunni fram undan með þessum öfluga hópi fólks sem skipar lista Framsóknar í kjördæminu.“ – Willum Þór Þórsson, oddviti listans og heilbrigðisráðherra.

Listi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi í heild sinni:

1. Willum Þór Þórsson, ráðherra, Kópavogi
2. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður, Hafnarfirði
3. Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, Mosfellsbæ
4. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
5. Heiðdís Geirsdóttir, sérfræðingur, Kópavogi
6. Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona, Kópavogi
7. Einar Þór Einarsson, framkvæmdastjóri, Garðabæ
8. Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri, Garðabæ
9. Sigrún Sunna Skúladóttir, lektor við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild og  form. Beinverndar, Kópavogi
10. Kjartan Helgi Ólafsson, meistaranemi, Mosfellsbæ
11. Eyrún Erla Gestsdóttir, skíðakona og nemi, Kópavogi
12. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, kennari og form. Kvenna í Framsókn, Garðabæ
13. Urður Björg Gísladóttir, löggiltur heyrnarfræðingur, Garðabæ
14. Árni Rúnar Árnason, tækjavörður, Hafnarfirði
15. Bergrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri, Kópavogi
16. Guðmundur Einarsson, fyrrv. forstjóri og eftirlaunaþegi, Seltjarnarnesi
17. Björg Baldursdóttir, skólastjóri og bæjarfulltrúi, Kópavogi
18. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, Garðabæ
19. Valdimar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði
20. Kristján Guðmundsson, læknir, Kópavogi
21. Linda Hrönn Þórisdóttir, kennari, Hafnarfirði
22. Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur, Kópavogi
23. Halla Karen Kristjánsdóttir, íþróttakennari og bæjarfulltrúi, Mosfellsbæ
24. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
25. Valdimar Víðisson, skólastjóri og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
26. Baldur Þór Baldvinsson, rftirlaunaþegi, Kópavogi
27. Eygló Þóra Harðardóttir, verkefnastjóri og fyrrv. ráðherra, Mosfellsbæ
28. Úlfar Ármannsson, framkvæmdastjóri, Garðabæ

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík norður

„Ég er stoltur af því að leiða þennan magnaða lista inn í kosningabaráttuna og hlakka til hennar með þessum öfluga hóp. Við höfum áorkað miklu á undanförnum árum þegar kemur að málefnum barna. Það er áfram mikið undir þegar kemur að mikilvægi þess að forgangsraða og fjárfesta í málefnum barna í samfélaginu. Börnin okkar eiga skilið að við höfum mál þeirra á dagskrá enda eru þau í þeirri stöðu að geta ekki valið sér aðstæður og það er okkar að aðstoða þau við að ná farsæld.“ – Ásmundur Einar Daðason, oddviti listans og mennta- og barnamálaráðherra.

Listi Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni:

1. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
2. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður
3. Brynja M Dan Gunnarsdóttir, fyrirtækjaeigandi
4. Sæþór Már Hinriksson, háskólanemi og formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta
5. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skógarbóndi og fv. formaður LEB
6. Oksana Shabatura, kennari
7. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna
8. Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður
9. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
10. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknir
11. Hnikarr Bjarmi Franklínsson, fjármálaverkfræðingur
12. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
13. Hrafn Splidt Þorvaldsson, viðskiptafræðingur
14. Berglind Sunna Bragadóttir, stjórnmálafræðingur
15. Jón Eggert Víðisson, ráðgjafi
16. Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður
17. Unnur Þöll Benediktsdóttir, nemi og varaborgarfulltrúi
18. Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsf. Framför
19. Jóhann Karl Sigurðsson, ellilífeyrisþegi
20. Hulda Finnlaugsdóttir, kennari
21. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
22. Guðmundur Kristján Bjarnason, fyrrv. ráðherra

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík suður

,,Ég er stolt af því að leiða þennan öfluga lista Framsóknar í Reykjavík suður. Listinn er fjölbreyttur og samanstendur af vinnusömu og góðu fólki sem vill láta gott af sér leiða fyrir samfélagið. Stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja er að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það voru jákvæð tíðindi þegar að Seðlabankinn lækkaði vexti með síðustu ákvörðun sinni, en algjört forgangsmál er að tryggja af festu og ábyrgð að sú þróun haldi áfram.‘‘ – Lilja Dögg Alfreðsdóttir, oddviti listans og varaformaður Framsóknar.  

Listi Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni:

1. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
2. Einar Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Ungs Framsóknarfólks í Reykjavík.
4. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdarstjóri og 1. varaborgarfulltrúi.
5. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, fyrrum kaupmaður og útibússtjóri.
6. Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Esports Coaching Academy.
7. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi.
8. Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, klínískur félagsráðgjafi MA.
9. Ágúst Guðjónsson, lögfræðingur.
10. Aron Ólafsson, markaðsstjóri.
11. Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, sjúkraliði.
12. Björn Ívar Björnsson, fjármálastjóri KR.
13. Ásta Björg Björgvinsdóttir, tónlistarkona og forstöðukona í félagsmiðstöð.
14. Jón Finnbogason, sérfræðingur.
15. Emilíana Splidt, framhaldskólanemi.
16. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur.
17. Gunnar Guðbjörnsson, óperusöngvari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
18. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður.
19. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri.
20. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri og varaþingmaður.
21. Hörður Gunnarsson, f.v. ráðgjafi og glímukappi.
22. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra.

Framboðslisti Framsóknar í Suður

,,Ég er stoltur yfir sterkum lista Suðurkjördæmis með öflugu fólki sem er fjölbreyttur með sterkri liðsheild og var samþykktur á kjördæmisþingi Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi. Framsókn er tilbúin til að takast á við áskoranir og halda áfram að vinna að lausnum sem bæta samfélagið. Hlakka til næstu daga og vikna.“ – Sigurður Ingi Jóhannssonfjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar.

,,Ég tek við fyrsta sæti í Suðurkjördæmi full af auðmýkt og þakklæti. Hér í dag samþykktum við frábæran framboðslista af fólki sem er tilbúið að vinna af krafti fyrir samfélagið og ég hlakka til að starfa með ásamt öflugu fólki um allt land. Við verðum að passa uppá auðlindir okkar, eignarhald þeirra og ábyrga nýtingu fyrir samfélög um allt land. Það er mitt stóra erindi í pólitík. Hjartað slær sömuleiðis ört fyrir landbúnað með nýsköpun og samvinnu að leiðarljósi. Einnig vil ég leggja áherslu á húsnæðismál og geðheilbrigði ungs fólks. Það þurfa allir að fá tækifæri til að finna sinn farveg óháð bakgrunni, þannig verðum við sterkari sem heild.

Framsókn sem er í mínum huga holdgervingur hins dugmikla Íslendings, rödd skynsemi og seiglu á miðjunni sem hefur sýnt að getur unnið þvert á hagsmuni og pólitík. Það er akkúrat það sem við þurfum til sóknar og sátta í heimi þar sem átök og öfgar í umræðu eru sífellt algengari.“ – Halla Hrund Logadóttirnýr oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi í heild sinni:

1. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, Reykjavík.
2. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra, Hrunamannahrepp.
3. Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður og lýðheilsufræðingur, Reykjanesbæ.
4. Fida Abu Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur og frumkvöðull, Reykjanesbæ.
5. Sigurður E. Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Kirkjubæjarklaustri.
6. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og varaþingmaður, Reykjanesbæ.
7. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Rangárþing eystra.
8. Geir Jón Þórisson, fyrrv. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum.
9. Vilhjálmur R. Kristjánsson, þjónustustjóri, Grindavík.
10. Iða Marsibil Jónsóttir, sveitarstjóri og varaþingmaður, Grímsnes og Grafningshreppi.
11. Margrét Ingólfsdóttir, kennari, Sveitarfélagið Hornafjörður.
12. Anton Kristinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Suðurnesjabæ.
13. Ellý Tómasdóttir, forvarna- og bæjarfulltrúi, Árborg.
14. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri, Vík í Mýrdal.
15. Ingibjörg Ingvadóttir, lögmaður og háskólakennari, Þorlákshöfn.
16. Hafdís Ásgeirsdóttir, deildarstjóri á leikskóla, Rangárþingi ytra.
17. Jón K. Bragason Sigfússon, matreiðslumeistari, Bláskógabyggð.
18. Drífa Sigfúsdóttir, heldri borgari, Reykjanesbæ.
19. Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, sviðsstjóri, Kömbum, Rangárþingi ytra.
20. Silja Dögg Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri og fyrrv. alþingismaður, Reykjanesbæ.

Framboðslisti Framsóknar í Norðvestur

„Það er heiður að leiða þennan öfluga og reynslumikla hóp Framsóknarfólks úr kjördæminu. Við hlökkum til að hitta kjósendur næstu daga og vikur fram að kosningum. Framsókn er og verður öflugur samvinnuflokkur með sterkar rætur í kjördæminu og við ætlum að halda okkar þremur þingmönnum í kjördæminu.“ – Stefán Vagn Stefánsson oddviti listans.

Listi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi í heild sinni:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður, Sauðárkróki
  2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, Borgarnesi
  3. Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, Holti Önundarfirði
  4. Ragnar Baldvin Sæmundsson, bæjarfulltrúi, Akranesi
  5. Þorgils Magnússon, byggingatæknifræðingur, Blönduósi
  6. Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi og formaður SUF, Sauðárkróki
  7. Steinunn Guðmundsdóttir, vélvirkjanemi og nemi í véliðnfræði við HR, Akranesi
  8. Garðar Freyr Vilhjálmsson, mjólkurfræðingur, Dalabyggð
  9. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, málstjóri farsældarbarna, Bolungarvík
  10. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdastjóri, Hólmavík
  11. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri, Ísafirði
  12. Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitarstjóra, Dalabyggð
  13. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, Akranesi
  14. Sveinn Bernódusson, stálsmíðameistari, Bolungarvík

Framboðslisti Framsóknar í Norðaustur

,,Ég er stolt af því að fá að leiða þennan öfluga lista okkar Framsóknarfólks í kjördæminu. Við byggjum á góðri reynslu, dýrmætum mannauð og breiðri þekkingu á kjördæminu öllu. Við höfum átt í góðu samtali við fólkið í kjördæminu og göngum full tilhlökkunar til samtals við kjósendur, enda eru tækifærin mörg og fjölbreytt. Við viljum halda áfram að efla heilbrigðisþjónustu um land allt, vinna að orkuöryggi, húsnæðismálum og ekki síst að vinna að lækkun vaxta og verðbólgu fyrir fólkið í landinu. Við erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur í flóknu samstarfi á síðustu árum og hlökkum til samtalsins næstu vikna.“ – Ingibjörg Isaksenoddviti listans og alþingismaður.  

Listi Framsóknar í Norðausturkjördæmi í heild sinni:

  1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, alþingismaður, Akureyri.
  2. Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður, Grýtubakkahreppi.
  3. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, Múlaþingi.
  4. Skúli Bragi Geirdal, verkefnisstjóri Fjölmiðlanefndar, Akureyri.
  5. Þuríður Lillý Sigurðardóttir, bóndi og bæjarfulltrúi, Fjarðabyggð.
  6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Norðurþing.
  7. Ásdís Helga Bjarnadóttir, yfirverkefnastjóri, Múlaþingi.
  8. Jón K. Ólafsson, forstöðumaður, Fjallabyggð. 
  9. Eiður Pétursson, vélfræðingur, Norðurþingi.
  10. Halldóra Magnúsdóttir, kennari, Eyjafjarðarsveit.
  11. Elís Pétur Elísson, framkvæmdastjóri, Fjarðarbyggð.
  12. Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili,  Vopnafirði.
  13. Eggert Stefánsson, bóndi, Langanesbyggð.
  14. Patrycja Maria Reimus, námsráðgjafi, Þingeyjarsveit.
  15. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri.
  16. Monika Margrét Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, Dalvíkurbyggð.
  17. Snæbjörn Sigurðson, verkefnastjóri,  Akureyri.
  18. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, ritari, Múlaþingi.
  19. Egill Olgeirsson, ellilífeyrisþegi, Norðurþingi.
  20. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fjarðarbyggð.
Categories
Fréttir Greinar

Fram­tíðin er í húfi

Deila grein

28/11/2024

Fram­tíðin er í húfi

Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið stór skref í átt að því að bæta lífsskilyrði barna og fjölskyldna. Í þessu verkefni hefur Framsókn verið í leiðtogahlutverki. Við höfum gripið til markvissra aðgerða til að styrkja grunnstoðir mennta- og velferðarkerfisins og haft þar skýra áherslu á fyrirbyggjandi stuðning, aukinn jöfnuð og betra aðgengi að þjónustu.

Fjárfest í börnum og unglingum

Við hjá Framsókn höfum lagt áherslu á umfangsmikla fjárfestingu í börnum og fjölskyldum. Meðal lykilverkefna sem hafa verið sett í farveg eru:

  1. Farsældarlög: Ný löggjöf sem tryggir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Öll börn eiga nú rétt á tengilið sem starfar í nærumhverfi barnsins, ef þörf er á stuðningi eða þjónustu.
  2. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Öllum börnum á grunnskólaaldri er nú tryggð næringarrík máltíð óháð efnahag fjölskyldunnar.
  3. Tvöföldun fjármagns til íþrótta- og frístundastarfs: Stórt átak í því skyni að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi. Í þessu verkefni hefur til dæmis gjaldfrjáls þátttaka í unglingalandsliðum verið tryggð og auknu fjármagni verið veitt til íþróttastarfs fatlaðra barna.
  4. Samræmd skólaþjónusta og stuðningur við kennara: Fjárfest hefur verið í starfsþróun kennara og framlög til námsgagna verið tvöfölduð.
  5. Innleiðing samþætts námsmats: Nýtt námsmat tekur nú við af úreltum samræmdum prófum og tryggir betri yfirsýn yfir námsárangur og færni. Innleiðingin er löngu hafin og gengur vel.

Raunverulegur árangur

Stefna Framsóknar og þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar á undanförnum árum eru þegar að skila mælanlegum árangri í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Lítum á nokkra mælikvarða.

  • Andleg heilsa barna hefur batnað: Tíðni kvíða meðal yngri barna hefur minnkað um 15%.
  • Einelti hefur minnkað: Aðeins 4% nemenda í 10. bekk upplifa nú einelti – lægsta mæling sem hefur sést.
  • Meiri samfella í þjónustu: Fjölskyldur upplifa betri samfellu sem auðveldar þeim að fá nauðsynlegan stuðning á réttum tíma. Níu af hverjum 10 ungmennum telja mikilvægt að leggja sig fram í námi.

Þessar niðurstöður eru ekki aðeins tölur; þær endurspegla raunveruleg lífsgæði fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hér eru skýrar vísbendingar um að markviss stefnumótun og fjárfesting í börnunum okkar skilar sér í betra samfélagi.

Megináherslur næstu fjögur árin

Þrátt fyrir að miklu hafi verið áorkað eru áskoranir enn til staðar. Við í Framsókn höfum skýra framtíðarsýn og leggjum áherslu á eftirfarandi verkefni á næstu fjórum árum:

  • Innleiðing þjónustutryggingar: Við ætlum að útrýma biðlistum eftir greiningu og þjónustu. Þjónustutrygging mun tryggja að hámarksbiðtími barns verði skilgreindur. Ef opinberir aðilar uppfylla ekki tímamörkin verður fjölskyldum boðin þjónusta hjá einkaaðilum. Með þessu tryggjum við að ekkert barn þurfi að bíða óhóflega lengi .
  • Námsárangur í fremstu röð: Með innleiðingu nýs námsmats í grunnskólum munum við fá öflugri tæki í hendurnar til að styðja með markvissum hætti við námsárungur barna á Íslandi.
  • Gjaldfrjáls námsgögn fyrir öll skólastig: Við munum tryggja að börn hafi jafnan aðgang að námsgögnum á öllum skólastigum. Gjaldfrjálst nám eru mannréttindi.
  • Frístundalög: Með nýjum lögum verður réttur barna til þátttöku í frístundastarfi tryggður, óháð búsetu eða efnahag fjölskyldunnar.
  • Aukin áhersla á snemmtækan stuðning: Við munum halda áfram að styrkja innleiðingu farsældarlaganna til að tryggja að hver fjölskylda fái þjónustu sem miðast við þarfir þeirra á hverjum tíma.
  • Lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og hækka lágmarksgreiðslur: Undirritaður var félagsmálaráðherra þegar fæðingarorlofið var lengt í 12 mánuði úr 9 og næsta skref er að lengja það í 18 til að tryggja foreldrum tíma með börnunum sínum. Þá verður að hækka lágmarksgreiðslur til foreldra.

Hverjum treystið þið?

Á undanförnum árum höfum við í Framsókn lagt grunn að samfélagi þar sem börn og fjölskyldur þeirra njóta forgangs. Verkin tala sínu máli.

En verkefninu er langt frá því að vera lokið. Við erum í miðri á í risavöxnum breytingum á öllu því er snýr að börnunum okkar. Markmiðið er skýrt: Að skapa samfélag þar sem öll börn fá sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu, öryggis og farsældar.

Verkefnið er ekki bundið við eitt kjörtímabil. Það krefst staðfestu og framtíðarsýnar. Við í Framsókn erum staðráðin í að halda áfram á þessari vegferð.

Ég treysti á ykkur!

Kæru kjósendur! Á þessu kjörtímabili höfum við gert ýmis mikilvæg verkefni að veruleika. En það sem skiptir enn meira máli núna er allt það sem við eigum enn eftir að hrinda í framkvæmd. Til að þær hugmyndir og áherslur verði að veruleika þarf ég á ykkar stuðningi að halda. Ég er í pólitík af hugsjón og hef unnið af heilindum að því að ná árangri í störfum mínum sem ráðherra. Nú legg ég mín verk í ykkar dóm og treysti á stuðning ykkar á kjördag.

Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Hann skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður.