Fréttir
Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!
Kjörstjórn póstkosningar Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið vegna strangra sóttvarnarreglna sem skapað hafa verulega
Íþrótta- og æskulýðsstarfi komið í gegnum COVID-19
Ráðist verður í aðgerðir til þess að styðja við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19. Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur fjölþætt gildi og er mikilvægt að íþrótta- og æskulýðsfélög geti hafið óbreytta starfsemi sem fyrst þegar faraldrinum lýkur. Þá hefur faraldurinn einnig haft mikil áhrif á starf eldri flokka og afreksstarf í íþróttum. Stuðningur stjórnvalda á þessu sviði verður einn sá mesti á Norðurlöndunum.
Um hvað snýst málið?
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, talaði skýrt í ræðu á Alþingi rétt í þessu, í atkvæðagreiðslu um búvörulög. Þar hvatti hún þingheim til að standa með íslenskum landbúnaði á algjörum tímamótum. Sagði hún að tryggja yrði matvælaöryggi, allar þjóðir heims einblíni á það, ekki aðeins hér á Íslandi, heldur alls staðar.
Mikilvægt að aðstoða og hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga!
„Vaxandi atvinnuleysi, samdráttur í landsframleiðslu, versnandi hagvaxtarhorfur og samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu kalla á viðbrögð stjórnvalda. Við þessar aðstæður er sérstaklega mikilvægt að aðstoða og hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga í takt við samfélagsbreytingar á meðan heimsfaraldurinn gengur yfir og til að mæta breytingum sem óhjákvæmilega munu fylgja í kjölfar hans. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun, fjölgun starfa og auknum gjaldeyristekjum að halda. Aðstæður kalla á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem styrkja atvinnulífið í bráð og lengd. Auk hvata og stuðnings við nýsköpun þarf aðgerðir til að halda atvinnulífinu gangandi, koma í veg fyrir stöðnun og skapa nýjar tekjur og störf hratt,“ segir í greinargerð tillögunar.
Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!
Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning um val á framboðslista Framsóknarflokksins, samkvæmt reglum flokksins þar
Þeir hrópa hátt en virðast ekki hafa kynnt sér málið!
„Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með næstum því öllum þeim sem talað hafa í dag. Ég fagna því frumvarpi sem við greiðum nú atkvæði um og tek undir að þetta er stór dagur. Þetta er dagur mannréttinda. Ég er komin í jólaskap. Mér líður vel. Ég ætla að túlka orðræðu Miðflokksins sem misskilning, ekki mannfyrirlitningu. Ég held að karlarnir sem tóku hér til máls í gær skilji þetta ekki almennilega þó að þeir haldi öðru fram. Og ég tek undir með þeim sem síðast talaði, hv. þm. Páli Magnússyni, og ég verð að segja það fyrir mig, og ég held að það sé kannski eðlileg niðurstaða, að þegar við höfum fengið álit frá því fólki sem hefur reynslu og þekkingu á þeim hlutum sem um ræðir hlýtur maður að taka meira mark á því, eftir margra ára vinnu, en örfáum þingmönnum hér í þingsal sem hrópa hátt en virðast ekki hafa kynnt sér málið,“ sagði Silja Dögg.
Breytingar í þágu barna!
Í síðustu viku kynnti ég lagafrumvörp sem miða að því að gjörbylta aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra. Í dag mælti ég fyrir þeim á Alþingi og hefur því ferill þeirra þar hafist formlega. Þessi frumvörp eru afurð tæplega 3 ára samstarfs og að vinnslu þeirra hafa komið yfir 1.000 manns.
Framsæknir fætur hefja göngu sína!
Gönguhópurinn Framsæknir fætur er nýjung í starfi Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Ætlunin er að skipuleggja reglulegar göngur um kjördæmið þar sem Framsóknarmenn ganga saman, en samt ekki.
Stærsta kerfisbreytingin í málefnum barna á Íslandi í áratugi
„Allt frá því ég tók við ráðherraembætti hefur forgangsverkefni mitt verið að bæta enn frekar hvernig við þjónustum börn og fjölskyldur þeirra. Í víðtæku samráði og samstarfi fjölmargra aðila, leikinna, lærðra, innan þings og utan, hefur verið unnið að því í hartnær þrjú ár að smíða undirstöður undir kerfi sem tryggir að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Verkefnið er risavaxið og ég held að það sé óhætt að segja að við séum að horfa upp á stærstu kerfisbreytingu í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,” sagði Ásmundur Einar á opnum kynningarfundi í gær.