Categories
Fréttir Greinar

Ábyrg og sterk ríkisfjármál

Deila grein

08/06/2023

Ábyrg og sterk ríkisfjármál

Efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur verið far­sæl. At­vinnu­stig er hátt og kröft­ug­ur hag­vöxt­ur. Það er eft­ir­sókn­ar­vert að búa á Íslandi og við sjá­um það í vax­andi mann­fjölda. Hins veg­ar mæl­ist verðbólga 9,5% og er of há. Því er það verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar núm­er 1, 2 og 3 að hún lækki. Trú­verðug­leiki efna­hags­stefn­unn­ar er und­ir því kom­inn að það tak­ist.

Mik­ill þrótt­ur hef­ur verið í ís­lenska hag­kerf­inu en vöxt­ur þess á síðasta ári mæld­ist 6,4% og hef­ur ekki verið meiri en síðan 2007. Hag­vöxt­ur­inn held­ur áfram að vera knú­inn áfram af mikl­um vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar en hún hef­ur vaxið um 8,6%. Lík­legt er þó að það hæg­ist á vexti einka­neyslu vegna þess að aðgengi heim­ila og fyr­ir­tækja að láns­fé er að minnka og fjár­mála­leg skil­yrði hafa þrengst vegna ít­rekaðra stýri­vaxta­hækk­ana Seðlabanka Íslands. Við erum þegar far­in að sjá teikn þess, þar sem einka­neysla jóskt á fyrsta árs­fjórðungi um 2,5%. Að sama skapi hef­ur at­vinnu­vega­fjár­fest­ing dreg­ist sam­an um 14% á þess­um árs­fjórðungi. Að lok­um má nefna að korta­velta hef­ur dreg­ist sam­an að raun­v­irði og er það í fyrsta sinn í lang­an tíma! Að auki er já­kvætt að sjá að viðskipta­kjör vöru og þjón­ustu hafa batnað á milli ára um 3%, sem hef­ur já­kvæð áhrif á gengi krón­unn­ar og ætti að hafa já­kvæð áhrif á verðbólguþróun enda hef­ur gengið verið að styrkj­ast.

Verðbólga hef­ur verið þrálát­ari en vænt­ing­ar stóðu. Inn­lend verðbólga hef­ur verið mik­ill en á móti hef­ur verðbólga á heimsvísu lækkað og gengi krón­unn­ar sterkt sök­um mik­ils gangs í ferðaþjón­ust­unni. Vænt­ing­ar markaðsaðila um verðbólgu­horf­ur eru enn of háar og Seðlabanki Íslands spá­ir að verðbólga verði 8% út árið. Sam­kvæmt könn­un Seðlabanka Íslands frá því í maí, þá bú­ast markaðsaðilar við að stýri­vext­ir verði 8,5% út þenn­an árs­fjórðung og verði svo komn­ir niður í 6% eft­ir tvö ár.

Þetta er of há verðbólga og því hafa stjórn­völd brugðist við með af­ger­andi hætti til að stemma við verðbólgu­horf­um.

Fyrst ber að nefna að lög­um verður breytt þannig að laun þjóðkjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins hækki um 2,5% í stað 6% hinn 1. júlí nk. Þannig verði tryggt að laun æðstu emb­ætt­is­manna skapi ekki auk­inn verðbólguþrýst­ing. Hækk­un­in tek­ur mið að verðbólgu­mark­miði Seðlabanka Íslands en það er 2,5%. Þetta eru skýr skila­boð um að rík­is­stjórn­in er á skýrri veg­ferð um að náð verðbólgu­mark­miðið ná­ist.

Hús­næðis­verð hækkaði um 25,5% á höfuðborg­ar­svæðinu í júlí í fyrra og er meg­in­or­sök­in er fram­boðsskort­ur. Fram­boð íbúða hef­ur þó verið að aukast og farið er að draga úr hækk­un verðs á hús­næði. Rík­is­stjórn­in er að taka enn frek­ari skref til að draga úr fram­boðsskorti og því verða stofn­fram­lög til upp­bygg­ing­ar leigu­íbúða inn­an al­menna íbúðakerf­is­ins tvö­földuð og fram­lög til hlut­deild­ar­lána verða auk­in enn frek­ar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar ár­lega árin 2024 og 2025. Því verða íbúðirn­ar 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýj­um íbúðum bætt við fyrri áætlan­ir þessa árs og verða þá sam­tals tæp­lega 800. Þetta styður við aukið fram­boð á hús­næðismarkaði. Hér er rík­is­stjórn­in enn og aft­ur að stíga stór skref til að auka fram­boðið og nauðsyn­legt að sveit­ar­fé­lög­in styðji við þessa upp­bygg­ingu.

Í þeim stóru og mik­il­vægu verk­efn­um sem fram und­an eru á næstu mánuðum, þá er stærsta að ná verðbólg­unni niður. Það þarf breiðfylk­ingu og sam­stöðu til að það tak­ist, því þó skila­boð rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar séu skýr í nýrri fjár­mála­áætl­un um aukið aðhald á tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar þá þurfa fleiri hagaðilar og al­menn­ing­ur að leggja sitt lóð á voga­skál­arn­ar. Með sam­vinnu að leiðarljósi mun­um við ná þeim ár­angri sem við stefn­um að.

Stefán Vagn Stefánsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júní 2023.