Categories
Fréttir

Lýðheilsa er fjölþætt og kallar á lausnir á öllum sviðum samfélagsins

„Ég vil nota tækifærið hér, virðulegi forseti, til að vekja athygli á skilaboðum Geðhjálpar um undirskriftasöfnun sem er í gangi um að setja geðheilbrigði í forgang. Ég vil um leið hnykkja á þeim aðgerðum sem miða að því að hlúa að geðheilbrigði. Þessi skilaboð eru mikilvæg, ekki síst á þessum tímum og minna okkur um leið á mikilvægi forvarnarstarfs. Ég hef auðvitað ekki tíma hér, á þessum tveimur mínútum, til að fara yfir allar nýjar aðgerðir en allar eru þær góðar. Ég vil nefna heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er algerlega tímabær til að ná utan um málaflokkinn og tryggja samhæfingu ólíkra málefnasviða og í framhaldinu gagnsæi útgjalda og samspil við aðra þætti samfélagsins. Aukinn stuðningur og fræðsla til foreldra og aukin áhersla á þennan þátt í skólakerfinu og stofnun Geðráðs er mikilvægur liður í að fylgja eftir stefnumótun og aðgerðum á þessu sviði,“ sagði Willum Þór að lokum.

Deila grein

16/11/2020

Lýðheilsa er fjölþætt og kallar á lausnir á öllum sviðum samfélagsins

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, sagði á Alþingi í liðinni viku að „[e]itt af því sem við leiðum hugann frekar að við þær aðstæður sem við erum að kljást við er lýðheilsa“. 

Willum Þór sagði lýðheilsu vera fjölþætta, enda snéri hún að líkamlegu, félagslegu og andlegu heilbrigði manna. Minnti hann á að allt íþróttastarf yrði að komast af stað að sem fyrst enda mikilvægasta forvörnin til góðrar lýðheilsu.

„Um leið þakka ég og hrósa stjórnvöldum og skólafólki, ekki síst, fyrir að halda skólastarfi gangandi. Það er ómetanlegt og afar mikilvægt framlag til lýðheilsu,“ sagði Willum Þór.

„Ég vil nota tækifærið hér, virðulegi forseti, til að vekja athygli á skilaboðum Geðhjálpar um undirskriftasöfnun sem er í gangi um að setja geðheilbrigði í forgang. Ég vil um leið hnykkja á þeim aðgerðum sem miða að því að hlúa að geðheilbrigði. Þessi skilaboð eru mikilvæg, ekki síst á þessum tímum og minna okkur um leið á mikilvægi forvarnarstarfs. Ég hef auðvitað ekki tíma hér, á þessum tveimur mínútum, til að fara yfir allar nýjar aðgerðir en allar eru þær góðar. Ég vil nefna heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er algerlega tímabær til að ná utan um málaflokkinn og tryggja samhæfingu ólíkra málefnasviða og í framhaldinu gagnsæi útgjalda og samspil við aðra þætti samfélagsins. Aukinn stuðningur og fræðsla til foreldra og aukin áhersla á þennan þátt í skólakerfinu og stofnun Geðráðs er mikilvægur liður í að fylgja eftir stefnumótun og aðgerðum á þessu sviði,“ sagði Willum Þór að lokum.

  • Willum Þór Þórsson, alþingismaður, í störfum þingsins 5. nóvember 2020.